Lögberg - 10.07.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.07.1947, Blaðsíða 6
i; (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? * % G. E. EYFORD, þýddi “Þú getur ekki gert það,” hélt Edith áfram og brosti. “Eg skal segja þér, hvað skeður. Hún verður gerð að drottningu, og innan mánaðar liggur öll London fyrir fótum hennar, og ég — ég verð sett úr hásætinu.” Síðustu orðin nærri því hvíslaði hún, í angurblíðum tón. En hún skipti brátt um, og brosti svo andlit hennar ljóm- aði, og virtist sem sólargeisli, frá aug- um til munns, svo sagði hún: “Eg hefi þó að minnsta kosti heiö- urinn af því að hafa fundið hana. Eg er sú fyrsta við altari þessarar ungu gyðju!” Svo gekk Miss Edith til Dora og tók í hendina á henni, og sagði: “Miss Nichols, Mrs. Lamonte hefir verið svo góð að lofa mér að þú skulir heimsækja mig annaðkvöld. Þykir þér gaman að dansa?” “Eg veit ekki,” sagði Dora og brosti, “ég kann ékki að dansa —.” “Er það mögulegt?” sagði Edith. “Þú gleymir því, Miss Edith,” sagði gamla konan. “Ó-já, ég man það nú,” sagði hún fljótt. “En þú kemur til að sjá hvernig þér líkar það; viltu ekki gera það?“ Dora leit spyrjandi til Mrs. Lemonte, og Edith horfði óþolinmóð á þær til skiptis. “Þú mátt ekki segja nei. Mrs. Le- monte,” sagði hún með áherslu. “Eg hefi tekið það sem sjálfsagt og ég þoli ekki að verða fyrir vonbrigðum í því. Auk þess, því skyldir þú segja nei? Eg er viss um að þú vilt koma?” sagði hún við Dora. “Já, svo gjarnan,” svaraði Dora. Mrs. Édith horfði á hana með að- dáun. “Hún er áreiðanlega nýkomin út úr klausturskóla,” hugsaði hún með sér. “Þetta er þá afgjört. Gleymdu því ekki að ég vil gæta þín Miss Nichols,” sagði hún; “ég bíð ykkar með óþolin- mæði, Mrs. Lamonte, því ég býst líka við þér.” “En — en ég get ekki komið, Miss Rusley — ég ber sorgarbúning.” Miss Edith lét vonbrigði sín í ljós. — “Mér þykir fyrir því að þú getur ekki komið og verið með okkur. Eg hafði einmitt hlakkað til þess,” sagði hún. “Það er eitthvert hugboð sem ég hefi um, að við Miss Nichols verðum góðar vinkonur. “Hverju hefirðu gaman af? Hefurðu gaman af að sjá gimsteina, knypplinga, bækur ea hvað helst?” og hún virtist vilja hæna Dora að sér, með sínu alúðlega brosi. “Hún getur fengið alt slíkt að sjá. Lofaðu henni að koma, Mrs. Lamonte. Eg skal gæta hennar eins og dýrgrips, sem ekki má snerta; hún skal vera við hlið mér alt kvöldið. Ó, lofaðu henni að koma!” Gamla konan varð vandræðaleg, og ýmist fölnaði eða roðnaði í andliti. Hvað mundi George segja — mundi honum mislíka það? Hvað átti hún að gera? Hún gat ekki staðið á móti hinu hálf biðjandi og hálfbjóðandi augnatilliti Miss Edith, og sagði að síðustu, já. Miss Edith þakkaði gömlu konunni fyrir með handtaki. Svo kvaddi hún Dora og hélt hendi hennar sem snöggv- ast og sagði svo alvarlega: “Vertu sæl. Eg skal gæta þín vel. Eg skal vera verndari þinn og leiðsögu- maður. Við sjúumst annað kvöld.” Svo fór hún út úr búðinni. Hún hafði veitt Dora svo mikla eftir- tekt og hugsað svo mikið um hana, að hún hafði alveg gleymt erindinu sem, sem hún hafði við gimsteinasalann, og fór út án þess að tala meira við hann. Hann virtist ekki vera neitt hissa á því, en brosti ánægjulega, er hann lét gimsteinana aftur ofan í öskjuna; hann var vanur dutlungum þessara ríku ungu stúlku; hann fylgdi hinum til dyr- anna, með mikilli auðmýkt og virðingu, og opnaði dyrnar fyrir þeim. Miss Edith, sem hafði tvo þjóna með sér, steig inn í sinn skrautlega vagn, og Mrs. Noble, vinkona hennar, sem LöGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ, 1947 - 1 ■ hafði sofið rólega í vagninum, vaknaði nú upp af værum blundi. “Nú, góða mín, hefurðu fengið rúbínana?” spurði hún. “Rúbínana?” sagði Miss Edith. “Nei, ég gleymdi þeim.” “Gleymdir þeim!” endurtók Mrs. Noble, hálfsofandi. “Já. Hvað eru marklausir rúbínar í samanburði við engil?” “Kæra Edith, hvað segirðu?” spurði gamla konan. Edith hallaði sér aftur í sætið og lagði hendurnar í skaut sér; hún virt- ist vera í djúpum hugsunum og ekki veita neinu eftirtekt. “Já, engil,” endurtók hún. “Eg hefi aldrei fyrr en í dag haldið að slíkt væri til, en nú í dag hefi ég séð einn — þarna inni í gimsteinabúðinni.” “Hvað þú talar undarlega, kæra Edith. Þú gerir mig hrædda.” “Þú ert altaf hrædd, sagði Edith kuldalega; “Eg endurtek það, að ég hefi séð engil. Þú veist altaf hvernig þú átt að slé mér gullhamra með því hvað ég sé falleg, og öðrum slíkum hégóma; en í dag hefi ég séð virkilega fegurð. Ekki einungis manneskju, sem er dýrkuð eins og hjáguð, eins og ég er, heldur himneska veru. Augu liennar eru eins og í viltum fugl, og ég skal þora að ábyrgjast að hún er fullkomin hefðar- mey.” “Nei, mín kæra Edith, hverskonar tal er þetta?” nöldraði gamla konan, í ráðaleysi. “Já, sönn hefðarmey; hendur henn- ar og málrómur eru þess óbrigðul sönnunarmerki. Málrómur hennar er sem hörputónar. Ef ég hefði verið karl- maður, hefði ég á sama augnabliki og ég sá hana, orðið ástfangin í henni.” “Orðið ástfangin,“ sagði gamla kon- an. Hvað ertu að tala um, mín kæra Edith, — og hún reyndi að bæla nið- ur geispana — það liggur við að ég geti trúað því, að þú hafir kvatt skynsem- ina, og viljir fá mig til að gera eins. Eitt kvöldið er það ungur maður, sem við vorum nærri því búnar að aka yfir, — mér er óhætt að segja — dauða drukkinn.” Miss Edith sneri sér reiðilega að gömlu konunni og sagði: “Nei, hann hafði bara drukkið of mik- ið af víni.” “Nei, er það ekki að vera drukkin —”. “Fástu ekki um það,” sagði Edith í bænarróm; hugsaðu, við gátum hafa drepið hann undir vagninum.’ ’ “Eg held að heimurinn hefði ekki mist svo mikils við það, þó hann hefði drepist,” sagði gamla ekkjan. “Heim!” sagði Miss Edith við öku- manninn; svo hallaði hún sér aftur í sætið, og sat þar þegjandi og eldrauð í andliti. Mrs. Lamonte ók einnig heim til sín; hún var áhyggjufull og átti í stríði við sig sjálfa; og var alveg rugluð. — Hvað hafði hún gert? Hvað mundi George segja? — George naut nú yndis og ánægju á Wood Castle, og dreymdi ekki vitund um, að Dora mundi komast í kynni við Miss Edith, eða nokkra aðra, sem gintu hana út úr húsi móður hans. Dora, sem hafði viðkvæma meðtil- finningu, sá að Mrs. Lamonte leið illa, og tók í hendi hennar. “Þér líkar ekki að ég heimsæki þessa tignu, ungu stúlku,” sagði hún.“ Eg skal ekki fara; nei, ég skal ekki fara.” Mrs. Lamonte brosti uppgerðar brosi og hristi höfuðið. “Kæra barnið mitt,”.svaraði hún og stundi við; “Þú getur ekki hætt við að fara þangað; Þú þekkir ekki Miss Edith — ég er ekki heldur *mikið kunnug henni. En ég veit svo mikið um hana, að ég er viss um, að ef þú kemur ekki til hennar annað kvöld, þá kemur hún og sækir þig, þó hún þyrfti að fara frá öllum gestum sínum til að gera það.” “Er hún svo — svo vön að fara sínu fram?” Gamla konan kinkaði kolli, því til staðfestingar. “Hún hefir sína eigin hætti, og fer einungis eftir sínum eigin vilja. — Hún er rík — og skemd af aðdáun og dýrk- un; og hún er meira en það — ég veit ekki, hvernig ég á að koma orðum að því. Ná, jæja, hún er nokkurskonar drotning í félagslífinu og hefir meiri völd en margar virkilegar drotningar.” “Það þýðir þá, að þegar hún krefst að stúlka, eins og ég, heimsæki sig, að ég verði að fara,” sagði Dora, og hló hljómfagran hlátur. “Já, það er það sem það þýðir,” sagði gamla konan, og stundi við. “En þú verður að vera varfærin, barnið mitt; láttu hana ekki ota þér fram; mintu hana á loforð sitt, að hún hafi þig altaf hjá sér.” Dora varð alvarleg á svipinn. “Eg held að ég vilji heldur vera laus við að fara.” “Kvíddu ekki fyrir því, Dora,” sagði Mrs. Lamonte vingjarnlega, en var auðséð á andliti Dora, að það var hvot-ki ótti né kvíði í hennar fasta og rólega útliti. — “Nei, ég kvíði ekki fyrir því, og ég veit ekki fyrir hverju ég ætti að kvíða eða óttast,” sagði Dora. Eftir að Mrs. Lamonte hafði sam- þykt að Dora færi, fór hún að búa hana undir ferðina, og sjá um að alt væri í sem besta lagi. Hún valdi látlausan, en skrautlegan eftirmiðdagskjöl handa henni, lét þjónustustúlkuna sína gera þær breytingar á kjólnum, sem henni fundust nauðsynlegar, svo pantaði hún hvít blóm frá best þekta blómasöluhús- inu í London, handa Dora, fyrjr þetta kvöld. “Hvít blóm fyrir þig, mín kæra Dora,” sagði hún, „því ég er ekki viss um, hvort George mundi líka að þú værir í sorgarbúningi, þó þú sért hjá mér. Þú er ekki heldur skyld hinum nýdána Arthur Lamonte.” “Eg vildi óska að ég væri,’’ sagði Dora, og kysti gömlu konuna. 19. Kafli. Klukkan 9 þetta ákveðna kvöld, var skrautlegum vagni ekið upp að húsi Mrs. Lamonte; Það var vagn Miss Edith til að sækja þær. Svo var ekið í einum spretti með þær að hinu skraut- lega húsi Miss Edith Rusley. Dora var orðin þreytt á að horfa út um vagn- gluggann, en svo vaknaði áhugi henn-- ar og undrun við að sjá blómin og hin grænu tré í listigarðinum, sem var ná- lægt húsi Miss Edith. Vagninn stansaði við skrauthýsi á móti listigarðinum, og við innganginn stóðu þrír þjónar í einkennisbúningum til að taka á móti þeim. Einn þeirra opnaði vagnhurðina og leiðbeindi þeim inn í stóran forsal. Dora undraðist alt það blómaskraut sem þar var, ásamt speglum, veggtjöldum og myndastytt- um. Henni fanst þetta sem álfheima skraut, sem hún hafði lesið um í huldu- fólks sögum. Þjónninn var rétt kominn með þær inn í samkvæmissalinn, en er hann heyrði nafn Mrs. Lamonte, opnaði hann hurðina að öðrum minni sal — það var prívat stofa, Miss Edith. “Eg skal tilkynna Miss Rusley komu ykkar,” sagði hann. Dora hafi ekki haft tíma til að sjá sig um í þessari skrautlegu stofu, er hurðin var opnuð, og Miss Edith kom inn. Hún var í skrautlegum búningi. — Demantarnir sem Dora hafði séð hjá gimsteinakaupmanninum, glitruðu í hári hennar, og um handleggi hennar og háls, og Dora fanst hún, eins og sig væri að dreyma. Edith kom á móti þeim með opinn faðminn. “Þú hefir haldið orð þín, og komið með vilta fuglinn minn! Eg vissi að þið munduð koma,” og hún tók í hendur þeirra beggja; en alt í einu lyfti hún höfðinu og kysti Dora. “Eg fann það á mér að þú mundir koma; það var svo fallega gert af þér að koma, og til þess að sýna þér, hve ég er þér þakklát fyrir það, skal ég strax gefa þér leyfi til að yfirgefa okkur, Mrs. Lamonte!“ Það var eins og gömlu kcnunni yrði léttara við að heyra þetta. “Eg þakka þér fyrir, Miss Rusley,” sagði hún. “Þú — þú — “Eg skal gæta litla fuglsins þíns,” sagði Edith. “Eg skal gera það; þú mátt reiða þig á það, að það skal ekki ýfast cin einasta fjöður á honum.” Mrs. Lamonte talaði um, að hún ætl- aði að koma eftir henni á tiltekinni mínútu, og svo fór hún. “Og nú,” sagði Miss Edith, “lofaðu mér nú að virða þig fyrir mér, góða mín, þú ert —” svo þagnaði hún alt í einu. “Nei, ég vil ekki verða fyrst til að kenna þér fáfengilegheitin. En segðu mér, skoðarðu þig aldrei í spegli, Miss Nichols — Miss Nichols, mér líkar ekki að kalla þig því nafni. Eg heiti Edith, og hvað heitir þú?“ “Eg heiti Dora,” sagði unga skógar- stúlkan, og brosti rólega. “Dora, það er fallegt nafn. í kvöld eru hér bara fáir og rólegir gestir, ég vona að þú getir skemt þér vel hérna, og þú skalt vera þjá mér í alt kvöld. — Komdu nú,” og hún tók Dora við hönd sér og leiddi hana gegnum ganginn inn í danssalinn. Salurinn var ekki mjög stór, enda hafði hún aldrei stór samkvæmi í húsi sínu. Það voru ekki í salnum þessir stóru afturkast speglar, sem eru svo almennir í stórum danssölum, en öll var fyrir komið á hinn þægilegasta og smekklegasta hátt. Músikin var rétt byrjuð, er þær komu inn, og það var engin furða, að Dora alveg forviða af skrautinu þar inni og hinum mörgu svo listilega máluðu stúlkum og konum sem þar voru, um- kringdar af dansherrunum. Sem snöggvast greip hana ótti, og án þess að vera sér þess meðvitandi, hörfaði hún til baka; en Miss Edith, sem veitti því strax etfirtekt, tók í hand- legginn á henni og leiddi hana fram hjá fólkinu sem var að dansa, í annan enda salsins, og settist þar, sem burknar og hitabeltisplöntur skýldu þeim að mestu, en þær höfðu þó gott útsýn yfir salinn og dansfólkið, þaðan sem þær voru. — Miss Edih, hafði látið Dora setjast í fínan hægindastól og sagði: “Hérna vilti fuglinn minn, er búrið þitt. Héðan geturðu séð alt, án þess að þú sjáist. Við skulum báðar horfa á það seni fram fer. Heldurðu að þig langi ekki til að heyra nöfn þessa, fólks, og vita svo- lítið um það?” “Nei, sém stendur er ég of hrifin og undrandi yfir allri þeirri fegurð og skrauti sem hér er, og hve elskulegt fólk gestir þínir eru.” “Dömurnar?” sagði Edith og hló; hún leit framan í Dora, og sá að hennar andlit bar af þeim öllum. “Finst þér? Jú, það eru fáeinar fríðar dömur hér. Þarna er lafði Clara — þessi í ljósbláa kjólnum og Svanhvít — og Mrs. Carter — hún var fegurðargyðjan árið sem leið, skilurðu?“ “Árið sem leið!” endurtók Dora. “Hver er fegurðargyðjan núna?” Miss Edith hló og roðnaði ofurlítið. “Kærðu þig ekki um það, góða mín,” svaraði hún. “Þarna sérðu þessa háu dömu, sem dansar við lítinn mann, með vangaskegg? Það er greifafrú de Dyront, og hann er hertoginn af Rumray —”. “Hertogi?” sagði Dora undrandi. — Miss Edith hló. “Þú hefir kanske búist við að sjá sjö feta háan mann í einkennisbúningi?” sagði hún, og nefndi fyrir henni ýmsar aðrar mest áberandi persónur sem voru í salnum. Bæði dömur og herrar komu þangað sem Miss Edith var, til að heilsa henni; en það sá ekki Dora, því hún sat fjær, og á bak við stóran burkna, sem skýldi henni. Ef þetta fólk ætlaði að setjast þar og hvíla sig, lét Miss Edith það strax vita, að það skyldi fara til hinna gestanna. Nú sat hún róleg og þagði, og angur- blíðum blæ brá fyrir á andliti hennar; svo stundi hún við, og sagði við ^jálfa sig: “Nei, hann-ætlar víst ekki að koma.” “Hver er það, sem ætlar ekki að koma?” sagði Dora. “Áttu von á fleir- um,” Edith hrökk við og roðnaði. “Sagði ég nokkuð?” spurði hún. “Já, ég á von á manni, en hann kemur lík- lega ekki. Maður má bíða og óska, að fólk komi, en svo kemur það ekki. Þú kemur til með tíð og tíma að verða þess vör, vilti fuglinn minn; og hún brá lit- um, og hún greip fast í handlegg Dora, eins og óafvitandi. Dora leit upp og varð nábleik í and- liti. Það var sem alt snertét fyrir aug- um hennar, því hún sá Fred Hamilton meðal karlmannanna, ekki búin hinuni lélega búningi sem hann var í, er hann kom á heimili hennar í Sylvester skógi, nú var hann í fínum samkvæmisbún- ingi. En svo var hann á annan hátt alt öðruvísi útlits, en hún hafði hugsað sér hann í draumum sínum; nú var hið kjarklega, þægilega bros horfið af and- liti hans, nú var útlit hans kalt og harð- legt. — Dora stóð upp og færði sig lengra til baka; hún fékk hjartslátt, sem stafaði af ótta og fögnuði. Loksins fékk hún þó að sjá hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.