Lögberg - 10.07.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ, 1947
7
NÝIR PENNAR
^^ikingsprent er að gefa út
bókaflokk, sem kallaður er Nýir
Pennar. Ekki er þó annað sam-
eiginlegt með bókum þeim en
brotið og kápumyndin. — Þetta
eiga að vera 10 bækur, 5 skáld-
sögur og 5 ljóðakver. En heiti
flokksins er dregið af því, að
höfundar bókanna hafa lítið eða
ekki neitt birt í bókarformi
^ður. Sex bækur eru komnar út
1 þessum flokki og verður þeirra
hér stuttlega getið.
Heiður ættarinnar eftir Jón
Björnsson. Stærð 321 bls.
18x12 sm. Verð kr. 25.00 ób.
Jón Björnsson hefir dvalið í
Úanmörku og skrifað nokkrar
sögur á dönsku og birtist ein
Þeirra hér í þýðingu. Nokkuð
yirðist bera á ókunnleika um
islenzka staðhætti. Það hefir
yist aldrei verið fastur grafari
i SVeit á Islandi. — Hreppstjóra-
embættið virðist eftir þessari
sögu vera formennska í hrepps-
uefnd, sem er kölluð sveitar-
Uefnd. — Þá munu það líka fá-
iitt, að úði frá brimgarði hold-
væti menn, sem standa upp í
fjöru og síst þegar lendandi er.
En þó að svona smámunir
verki illa á lesandann, koma
Þeir skáldlegu gildi ritverksins
ekkert við.
Þessi saga gerist á árunum
1904—’6, þegar mestar deilur
stóðu um símamálið. Virðist höf-
undur allvel hafa kynnt sér
hau átök og atburðarásina, án
þess að dómur sé lagður á skiln-
iug hans á stjórnmálalífi þjóð-
arinnar þá. Er það og mál út
af fyrir sig, hvort sú lýsing og
sýlarlífslýsing bændanna er
spnn og samræm íslenzku þjóð-
lífi þau ár.
Heiður ættarinnar á að sýna
uaráttu milli kyrrstöðu og fram-
fara, gamals og nýs. Því miður
bafa tökin sums staðar slaknað
bjá höfundi, svo að pærsónur
Verða oljósar og þokukenndar.
Kalldór hreppstjórasonur á
Leiru er að miklu leyti óráðin
§áta, þegar hann fer að heiman
1 forboði föður síns. Heim í
sveitina berast slúðursögur um
Það, að hann hafi lagst í drykkju
skap og falsað víxla. Sjálfur
skrifar hann stúlkunni, sem
bann elskar, að hann sé líkam-
iega og andlega bugaður maður.
Konum græðist fé og eftir að
+ f 4
hann deyr hetjudauða trúir eng-
inn illmælinu um hann. Að öðru
leyti verst höfundur nánari
frétta um þessa persónu sína,
bæði ytri atvik og sál og tilfinn-
ingu. Lesandinn veit því næsta
lítið um hana að loknum lestri,
og er mjög gengið framhjá and-
legu lífi og sálarstríði nafna
míns. En skáldrit verða lesend-
um síður til andlegs þroska, ef
þar koma ekki fram glöggar og
ákveðnar myndir og mannlýs-
ingar.
Jón Björnsson hefir gaman af
stórum viðfangsefnum, stór-
brotnum mönnum, sviplegum og
örlagaþrungnum atvikum. En
það er mikil raun rithöfundum
að móta hinn dýra málm mann-
dóms og atgervis í eldi lífs-
reynslunnar, og munu flestir
þurfa mikla æfingu áður en það
ferst vel.
Eftir örstuttan leik. Skáld-
saga eftir Elías Mar. Stærð:
207 bls. 18x12 cm. Verð:
kr. 22.00 ób.
Endurminningar tvítugs stúd-
ents frá hausti og vetri 1945—
’46. Hann kynnist stúlku, sem
hann verður ástfanginn af og
virðist eiska hann líka, en þeg-
ar móðir hennar hefir heyrt
hvers konar piltur þetta er,
drykkfeldur, kvensamur og á
meira að segja barn á fyrsta ári,
gerir hún alvöru úr því að senda
dóttur sína til hljómlistarnáms í
Kaupmannahöfn og elskendurn-
ir skilja í myrku vonleysi, — a.
m. k hann.
Þessi frásaga er ósköp vellu-
leg, því að strákurinn er dáð-
laus og trúlaus og veltist áfram.
Hann er lesinn og gáfaður, —
ekki vantar það. Hann vanrækir
námið, kann ekki við að borða
heima hjá föður sínum og
frænku, en kaupir sér mat úti
í bæ og drabbar með félögum
sínum.
E. t. v. er þessi bók sönn lýs-
ing á andlegri örbirgð sumra
gáfaðra og menntaðra unglinga
nú á tímum. Þetta er lýsing á
stefnulausu reiki í ástamálum,
skemmtanalífi og námi. — Hug-
sjónir og stefnumál koma þar
+ + +
ekki við sögu. — Drykkjugleði
skólafélaganna er heimskuleg
og ljót frá upphafi til enda. Allt
er þetta rakið í hlutlausri frá-
sögn, án dóma og ályktana,
rétt eins og horft er á vatnsfall,
sem án vilja og sjálfræðis hlýð-
ir ytri lögmálum eðlis og um-
hverfis, dómgreindarlaust, fyr-
irbæri án sjálfsákvörðunar.
Elías Mar er stílfær og honum
hefir tekist að hafa Þórhall
Gunnarsson sjálfum sér sam-
kvæman söguna alla. Það er
gott að eiga lýsingu á slíku
mannlífsfyrirbæri, og víst er
nauðsynlegt að leiða hug les-
andans að þeirri meinsemd. En
í þessari sögu er engin tilraun
gerð til að sýna beinlínis undir-
rót og orsök hins andlega dauða,
sem hún fjallar um.
Hinn myrki, dapri blær sög-
unnar sómir henni vel. Ungling-
urinn tvítugi er nístur v.onlaus-
um söknuði, þegar stúlkan hans
skreppur til Danmerkur í fyrra.
Þegar honum vakna alvarlegar
tilfinningar á hann enga trú á
tryggð eða alvöru. Þess vegna
á hann sér ekkert leiðarljós,
enga framtíð eða fyrirheitið
land.
Veltiár. Saga eftir Odd-
nýju Guðmundsdóttur. —
Stærð 213 bls. 18x12 cm.
Verð: kr. 22.00 ðb. ý
Oddný Guðmundsdóttir hefir
áður birt ýmsar smásögur og
skáldsöguna: Svo skal böl bæta.
Hún hefir sýnt að hún skilur
íslenzka fátækt og alþýðlega
lífsbaráttu. Fátækt og öryggis-
leysi fylgja lamandi áhyggjur,
strit og basl. Slík kjör misþyrma
fólki oft og spilla En það væri
misskilningur, að þau lífskjör
hlytu að vera vonlaust svart-
nætti, þar sem hvorki fegurð né
lífsgleði gætu komist að. Sumír
rithöfundar hafa fundið hjá sér
köllun að berjast gegn fátækt
og fjárhagslegu ranglæti, með
því að ýkja spillandi áhrif fá-
tæktarinnar, og er því þá jafn-
vel haldið fram, að nógur mat-
ur, þægileg íbúð, fín föt og
frjálsræði geri fólkið fullkomið,
svo að ekkert illt sé gert. Ein-
hliða efnishyggja og vanmat á
andlegum verðmætum mun ráða
nokkru um þessa afstöðu, þó að
skáldum fari illa að smána sál
og anda mannsins á þann hátt.
En Oddný þekkir og skilur ís-
lenzka fátækt betur en svo, að
hún fari í slíkar öfgar.
Án þess að fátæktinni sé
hrósað, því að margan hefir hún
kreppt og bugað og ýmsum
stytt aldur, verður þó að viður-
kenna, að margur hefir varð-
veitt manndóm sinn, hlýju
brjóstsins og hjálparvilja við
óblíð lífskjör og lítil efni.
Sagan Veltiár gerist veturinn
1941—’42. Ung stúlka kemur í
þorpið og vinnur að afgreiðslu-
í kaupfélagsbúðinni. Það gerast
engir stórviðburðir í sögunni.
Alt er ósköp hversdagslegt eins
og þau atcik, sem daglega ger-
ast í kringum okkur öll. En í
hinum hljóðláta hversdagsleika
koma fram ýmsar persónur, sem
við kynnumst og munum. Sér-
staklega eru það þó Þrúða og
Ólafur bílstjóri, sem vinna hug
lesandans. Þau vilja bæði koma
fram til góðs og gera það, hvort
á sinn hátt.
Ólafur kynnist fólkinu af
slúðursögunum, hvernig það
bregst við og fer með illmæli
og slúður um nágranna sína. Af
því þekkir hann það, en hitt
veit hann, að sögurnar eru
sjaldnast sannar.
Þeir, sem lesa nýja penna í
heild, ættu að bera saman jafn-
aldrana hjá Oddnýju og Elíasi
Mar, Ólaf bílstjóra og Þórhall
Einarsson. Hvort tveggja munu
vera sannar þjóðlífsmyndir. Og
athugun þeirra getur glöggvað
fyrir mönnum þau sannindi, að
betra er að vera fátækur og
vita vilja sinn, eiga sér stefnu-
mál og hugðarefni til -að berj-
ast fyrir, en að vera „vatns-
þynntur öreigi hugar“, þótt við
rúman efnahag sé.
Oddný Guðmundsdóttir hefír
sýnt það, að hún getur skrifað
áferðargóðar sögur með sönnum
þjóðlífsmyndum og glöggum
mannlýsingum. Sögur sínar skrif
ar hún af ríkri samúð með al-
þýðufólki, réttlætisþrá og heil-
brigri tilfinningu.
H. Kr.
Tíminn, 22. apríl.
^rsþing Bandalags
Lúterskra Kvenna
(Frh. af bls. 3)
kregst ekki vonum þeirra nú,
frekar en áður. Ritið selst altaf
Jafnvel og stendur sig vel fjár-
hsgslega í höndum ráðskonu
Þess, Mrs. Finnur Johnson.
Rannyrðasýning
Þessi árlega sýning var fjöl-
k^eytt og eftirtektarverð. Það
sem vakti mesta athygli þetta
ar var íslenzki þjóðbúningurinn
a brúðarstærð, búin til af Mrs.
^innur Johnson. Hann var full-
L°minn eftirmynd þjóðbúnings-
lns, þó lítill væri, og vakti að-
báun allra þeirra er hann litu.
■^nnað atriði sem vakti áhuga,
Var vefnaður Mrs. A. Wathne,
sena var þar með vefstól sinn og
útskýrði aðferðina við þetta
verk. Nefnd var kosin til þess
að stofna hannyrðasafn sumar-
búðanna.
Kosningar
Eftirfylgjandi hlutu kosning-
ar í embætti og nefndir.
Lífstíðar heiðursforseti: Mrs.
Guðrún Johnson — Mrs. Finn-
Ur Johnson. — Lífstíðar heiðurs-
^eðlimir: Mrs. Ingunn Martems
Mrs. Hansína Ólson, Mrs.
rika Thorláksson, Mrs. Sigrún
horgrírnsson, Mrs. Ingiríður
^Usson, Mrs. Helga Bjarnason,
rs- Stefanía Sigurðsson, Mrs.
efanía Leo. Fyrrverandi for-
Set*> Mrs. Lena Thorleifsson,
angruth. Forseti: Mrs. Ingi-
björg J. Ólafsson, Selkirk. Vara-
fors. Mrs. Þjóðbj. Henrickson,
Wpg. Skrifari: Miss Lilja Gutt-
ormsson, Winnipeg. Bréfavið-
skiptaskrifari: Mrs. Clara Finns-
son, Wpg. Féhirðir: Mrs. Rósa
Jóhannsson, Wpg. Varaféhirðir:
Mrs. E. W. Perry, Wpg. Meðráða
konur: Mrs. Margrét Bárdal,
Wpg., Mrs. Olga Arason, Glen-
boro, Mrs. Gerða Ólafsson, Wpg.
Mrs. Sigríður Sæmundsson, Sel
kirk, Mrs. Elín Sigurðsson,
Sandy Hook.
Árdís. — Ritstjórar: Mrs.
Margrét Stephensen, Wpg., Mrs.
Flora Benson, Wpg.
Útgáfunefnd: Mrs. Guðrún
Johnson, Wpg., Mrs. Lauga Jó-
hannesson, Wpg., Mrs. Þorbjörg
Jónasson, Arborg, Mrs. Loa
Ólafsson, Arborg.
Sumarbúðanefnd. — Board of
Directors: — Rev. E. H. Fáfnis,
Dr. E. Johnson, Selkirk, Mr.
S. O. Bjerring, Wpg., Mr. M. M.
Jónasson, Arborg, Mr. Sveinn
Pálmason, Wpg., Beach, Mrs.
Hrólfur Sigurðsson, Gimli,
Mrs. Kristrún Sigurðsson, River
ton, Mrs.G. A. Erlendss., Arborg
Mrs. C. Thorsteinsson, Baldur,
Mrs. Þjóðbjörg Henrickson,
Wpg., Mrs. Fjóla Gray, Wpg.,
Miss Inga Bjarnason, Wpg.,
Mrs. Anna Magnússon, Selkirk,
Mrs. Sigríður Sigurgeirsson,
Gimli, Mrs. Elísabeth Bjarnar-
son, Langruth, Mrs. Guðlaug
Arason, Húsavík, Mrs. Ingibjörg
Ganton, Lundar.
Lilja Gutiormsson,
skrifari.
•♦- + + + + + + + + + + + + + +
ÁVARP TIL ÍSLANDS
Fluii að Mouniain, Norður-Dakoia, 17. júní 1947.
Ljúft er að minnast þín móðir vor kær,
og mega þig fórstrunni kynna.
Þótt langdvölum séum við faðmi þín fjær,
við finnum jafn skylt báðum vinna.
Ljóst er í huga mér landsviðið þitt,
og ljóminn um fjöll þín og dali.
Það byggði að mestu upp búhokrið mitt,
á brjóstum þín nærðist ég smali.
Hver á þér meira af fossanna fjöld,
fegurð og afli og gæðum?
Gagn.er að eiga svo guðdómleg tjöld,
og gimsteina valda í æðum.
Þó einangruð sértu í útnorður sæ,
ekki það veldur þér baga.
Hjarta stöð rétt nefnd í umheeimi æ,
þitt útbreiðist mál, ljóð og saga.
Ljúft er að minnast þín móðir vor kær,
# og marg reyndu barnanna þinna,
Hvar lýsir að verki þinn ljómi svo skær,
í ljóðin þau gullþráðinn spinna.
Við biðjum í sameining börnin þín öll,
blessaður faðir á hæðum.
Varðveittu ísland svo flóðöldu föll,
fái ekki skerða það klæðumv
G. J. Jónasson.
+ + + + + + + + + + + + + + 4
Heimsins stærsti “geysir’ er
hverinn Waimangu á Nýja-Sjá-
landi. Þegar hann var upp á sitt
bezta árið 1900, gaus þessi frægi
goshver 1.500 fet í loft upp, eða
tíu sinnum hærra heldur en
hverinn Old Faithful 1 Yellow-
stone National Park hefir gosið
hæst.
4
Narcisa Puga, 39 ára, gaf ekki
frá sér nokkurt hljóð meðan
læknirinn saumaði saman sund-
urtættan fót hans eftir járn-
brautarslys. En það þurfti þrjó
menn til þess að halda honum
þegar hjúkrunarkona þvoði ilina
á særða fætinum.
Narciso Puga, sem er mexi-
kanskur og kann ekki ensku, gat
ekki gert hjúkrunarfólkinu skilj-
anlegt, að hann var kitlgjarn.
Afmæliskveðja til skólabróður
Það er æði ósennilegt, að hann
Richard Beck prófessor sé orð-
inn fimmtugur. Mér finnst svo
undur stutt síðan að við vorum
að lesa undir stúdentspróf hér í
Reykjavík, bjuggum báðir í hús-
um við Tjörnina, hittumst dag-
lega ásamt fleiri félögum og
vorum að rabba saman og gera
að gamni okkar og brasa eitt og
annað eins og ungmennum er
títt. —
Og þegar þessi skólabróðir
mætti á lýðveldishátíðinni 1944,
sem fulltrúi Vestur-íslendinga
og gestur íslenzku ríkisstjórnar-
innar, sýndist mér hann ekkert
hafa elzt. Það var þá helzt skall-
inn á honum blessuðum, sem
kom upp um hann. En andlits*.
drættir, kátína, lífsfjör og eðli-
legur áhugi, var allt eins og hjá
unglingi.
Mér er það mjög í minni, er
fundum okkar Richards Beck
bar fyrst saman. Við lásum all-
margir, menntaskólapiltar, ut-
an skóla, veturinn 1919—’20.
Richard Beck var í þeim hópi,
hann gat ekki unað öðru en að
stytta sér leið, las fimmta og
sjötta bekk á einum vetri, —
„að komast sem fyrst og að
komast sem lengst, er kapp þess
sem langt þarf að fara“.
Það var lögmálið í lífi og starfi
Richards Beck. Hann ætlaði sér
að fara langt — og hann hefir
gert það. Hann talaði ekki um
það, en við skólabræður hans
fundum það einhvern veginn á
okkur, og við, sem þekktum
hæfileika hans og dugnað, vor-
um heldur ekki í neinum vafa
um, að öðruvísi gæti það ekki
orðið, ef honum entist aldur. —
Já, — mér er þessi skólabróðir
minnisstæður, ekki fyrst og
fremst fyrir hans miklu náms-
hæfileika, og hve oft var rætt
um það meðal okkar skólabræðr-
anna, hvort einhverjum mundi
takast að ná hærra prófi en
honum. Mér er þessi skólabróðir
minnisstæður frá því fyrsta að
við sáumst, vegna þess, hve
skemmtilega var saman ofið í
augum og andlitsdráttum þessa
manns, glaðværðin og góð-
mennskan, lísffjörið og stálvilj-
inn. — I samræmi við þessi
fyrstu áhrif urðu og kynnin.
Oft komum við skólafélagarn-
ir síðla dags að loknum lestri
heim til Richards í litla her-
bergið með gluggann austur að
Tjörninni. Það var eins og það
væri alltaf sólbjart í því her-
bergi: Þarna sat húsráðandi
stundum við lestur námsbóka,
stundum að yrkja eða lesa ljóð
eða um eitthvert hugðarefni.
Það var oft talað um námið og
hið erfiða próf, sem við áttum
framundan. En það var eins oft,
eða oftar, rökrætt um allt ann-
að, því þessi skólafélagi okkar
hafði hugann alls staðar; hann
hafði áhuga fyrir öllu og þarna
höfum við það, sem er næsta
sérstætt í fari Richards Beck —
var það og verður. Þó að hann
keppi að torsóttum markmiðum,
sem ætla mættu að kostuðu
hann, þann tímann, einbeittni
hans alla og starfsþrek hans
alls, — þá er þessu ekki svo
háttað. Hve mikið sem honum
liggur á að ná markinu, hve
hratt sem hann fer að settu
marki, hefir hann þó einatt tíma
til að sinna óteljandi öðrum
hugðarefnum, — íem alltaf
verða á vegi hans. — Þannig
var þessu háttað, þótt stúd-
entspróf fyrir tvo bekki væri
skammt undan, og þannig hefir
þetta verið síðan. —
Aðalstarf Richards Back sem
prófessors hefir verið og er
kennsla. En hann hefir þrátt
fyrir það haft nógan tíma til að
gefa út fjölda bóka, sem hann
hefir frumsamið, þýtt eða séð
um útgáfu á, auk allra tímarits-
greinanna, fyrirlestranna víðs-
vegar vestan hafs — og austan
— að ógleymdri allri félagsstarf-
seminni.
Mér var það óblandin ánægja
að hitta þennan skólabróður á
lýðveldishátíðinni og fá tækifæri
til að ferðast með honum til
Austfjarða. — Hann var virðu-
legur fulltrúi Vestur-íslendinga
og flutti skörulega ræðu á Þing-
völlum, er menn hlýddu á með
athygli og ánægju. En prófessor-
inn var enn líkur skólafélöagun-
um. Hann fyllti ekki aðeins með
heiðri þann sess að vera fulltrúi
landanna vestan hafs, — hann
hafði nógan tíma til að halda
fjölda fyrirlestra víðs vegar um
landið. En hvernig hann gat ann
að því að leita hér uppi allan
þann aragrúa af mönnum til að
flytja þeim kveðjur vina og
skyldmenna — það er mér lítt
skiljanlegt, — og í sambandi við
þetta varð ég þess oft var, hve
gagnkunnugur Richard Beck er
Vestur-lslendingum — ættum
þeirra og starfsferli. — Virtist
mér sá kunnugleiki með fádæm-
um.
Og svo var það ferðin austur.
Það var glatt á hjalla í bílnum
okkar. Ekki var þó brennivínið
því áfengi vill Richard Beck ekki
sjá. Þá var það skólafélaginn
allur, — ungur, lífsglaður og al-
tekinn af áhugamálum. — Hann
þurfti að vita um nafn á hverj-
um bæ; búskaparhætti og land-
gæði, hver byggi hér og hver
þar. — Jú, hann var skyldur
þessum manni fyrir vestan og
þess á milli fuku kviðlingar —
spánýir og gamlir, gaman og al-
vara. — En þegar austur á land
kom fékk ég góða fræðslu um
fiskislóðirnar þar — enda hygg
ég, að margur sjómaðurinn þar
eystra hafi orðið að leysa frá
skjóðunni og skýra prófessom-
um frá því hvort „sá guli“ hag-
aði göngu sinni eitthvað svipað
og í fyrri daga. — Já, þessi ferð
var því líkust sem aftur væri
komið í litla herbergið við
Tjörnina — sami lífsglaði áhug-
inn fyrir öllu. — Þeir menn eru
gæfumenn er þannig tekst.
samfara menntun og'T.ífsreynslu,
að vernda æsku sína, — eða eru
svona gerðir. Þeim vinnst oftast
mikið — og vel. Og er ekki var-
anleg æska laun lífsins fyrir eld-
legan áhuga og starf. Hvað um
það. Richard Beck hefir hagað
ferð sinni í samræmi við lífs-
speki vísunnar:
„Eg held þann ríða úr hlaðinu
best
sem harmar engir svæfa.
Hamingjan fylgir honum á hest
heldur í tauminn gæfa.“ —
En Richard Beck hefir líka
fengið mikla vöggugjöf. Hann er
af sterkum stofni. Eg ætla að
hans góðu hæfileikar, lífsgleði
og óvenjulegi dugnaður sé æði
rakin ættareinkenni. —
— Eg vil svo ljúka þessari
kveðju til hins góða skólafélaga
með því að þakka honum hið
mikla starf sem hann hefir unn-
ið fyrir Island og óska honum
og fjölskyldu hans farsældar. —
Eg vona og veit að þú, gamli
skólafélagi, heldur áfram sem
horfir — mikilsverður fulltrúi
íslenzku þjóðarinnar hvar sem
þú ferð. — Sú ósk og hvatning
mun og hafa verið og verða
snarasti þátturinn í lífi þínu og
starfi.
Hermann Jónasson.
Það var erfiður dagur hjá
O’Tooles fjölskyldunni í bænum
Clinton í Bandaríkjunum, þegar
eftirfarandi atvik gerðust.
Mark O’Toole var tekinn fast-
ur af lögregluþjóninum Martin
A. O’Toole vegna umkvartana
f r á J o h n O’TooIe. Martin A.
O’Toole var skráður á lögreglu-
stöðinni fyrir ölvun á almanna-
færi af lögrelustöðvarstjóranum
E d w a r d O’Toole. Síðar játaði
hann sök sína og var dæmdur af
héraðsdómaranum G e o r g e E.
O’Toole til að greiða 10 dollara
sekt.