Lögberg - 18.09.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.09.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21374 -ip.aH'eTS Laun í\j'P. Clett' .G^ A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 \>\ts-vle< VcVe^eTS R’sSí.K-n mplele Cl( aning Insl ilulion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER, 1947 NÚMER 37 Þrír fyrverandi forsærisráðherrar Íslands sækja þing sameinuðu þjóðanna í New Y ork Tylkynning frá sendiráði íslands í Wash ington: Fulltrúar íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna verða neðantaldir menn: Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, Ólafur Thors, fyrrverandi forsætisráðherra. auk þeirra sendiherra íslands í Washington, Thor Thors, sem er formaður nefndarinn&r. Allsherjarþingið kemur saman í New York hinn 16. þ. m., og er ráðgert að það standi um tveggja mánaða skeið, enda liggja fyrir því fjölda mörg vandasöm alheimsmálefni. Frank Thorolfson Awarded Scholarship Frank Thorolfson, son of Mr. and Mrs. H. Thorolfson of Win- nipeg, who has been studying music at the Chicago Musical College, U.S., has been awarded the Oliver Ditson Scholarship oí $1,000.00. (This scholarship is given to a student of unusual ability.) The winning of this scholarship will enable Mr. Thorolfson to further his studies in music. Mr. Thorolfson will be leaving shortly to resume his studies at Chicago. Alvarlegt og umfangsmikið verkfail Um þessar mundir stendur yfir í Canada alvarlegt verkfall hjá þremur stærstu slátrunar- og kjötsölufélögum landsins, Canada Packers, Svift-Canadian og P. Burns-félaginu. Tólf þús- undir manna, er að iðnaði þess- um vinna hafa lagt niður vinnu; fara verkamenn fram á 17 centa kauphækkun á klukkustund, og tjást eigi geta komist af með minna vegna hinnar sívaxandi dýrtíðar; að þessu hafa áminst stórfélög ekki viljað ganga, en tjást á hinn bóginn þess megnug að hækka kaup um 10 c. á hverja klukkustund. Saskatchewan, Alberta og British Columbia, hafa farið fram á, að verkamálaráðuneyti F. Aðalsteinsson látinn Samkvæmt blaðafregnum frá íslandi, létzt nýverið í Reykja- vík, Friðbjörn Aðalsteinsson, skrifstofustjóri Landssímans, 56 ára að aldri. Friðbjörn var svo að segja nýkvæntur og var kona hans Elly Thompsen. Friðbjörn var fæddur á Akureyri, fór ung- ur til útlanda og nam símritun; eftir að hann kom heim, var hann í þjónustu Landssímans við vaxandi orðstír. — Friðbjörn heitinn var hvers manns hugljúfi skýr í hugsun og skemtinn í viðræðum; hann var bróðir Mr. T. A. Athelstan verksmiðjueig- anda í Minneapolis borg. Lengsta hengibrú á landinu brúin á Jökulsá á Fjöllum— verður fullgerð í september Leiðin til Auslurlands stytlist um 70—80 kílómetra Jökulsábrúin nýja hjá Gríms- stöðum á Fjollum mun verða lengsta brú á landinu, eða 104 metrar milli stöpla. Er talið, að hún verði tilbúin í september í haust. Eins og stendur vinna 50 menn að brúarsmíðinni. Þegar brú þessi verður fullgerð og tek- in til afnota, styttist bílvegurinn t\l Austurlands um 70—80 km. Vegurinn frá Reykjahlíð um Námaskarð, austur að Jökulsá, er nú að mestu fullgerður, enda allur sæmilega greiðfær yfirferð ar. Hefir sá hluti hans, sem enn er eigi lagður, verið jafnaður með veghefli, og er nú auðvelt að aka á einni klukkustund frá Reykjahlíð austur að Jökulsár brúnni nýju, en sú leið er 38 km. — Gislihúsum fjölgar í Mývatnssveit Fullvíst má telja, að ferða- mannastraumur um Mývatns- sveit muni enn aukast verulega, eftir að hin nýja leið milli fjórð- unganna er fær orðin, enda auka nú Mývetningar mjög gistihúsa- kost sinn. Hvorki meira né minna en þrjú íbúðarhús, sem öll verða væntanlega notuð til gistihússreksturs að meira eða minna leyti, eru nú í smíðum í Reykjahlíð einni, og voru þar þó sambandsstjórnarinnar skerist í tvö ágæt gistihús fyrir. Pétur leikinn, og reyni að binda enda á áminst verkfall og kaupdeil- una, sem það byggist á. Kjötskortur er farinn að gera vart við sig í hinum stærri borgum landsins. Þing sameinuðu þjóðanna Síðastliðinn þriðjudag var þing sameiuðu þjóðanna sett í New York. Dr. Orwalds Aranha fyrrum utanríkisráðherra Brazi líu, var kjörinn til forseta; lét hann svo um mælt, að vænta mætti að næstu 10 árin yrðu svipmerkt af tortryggni og efa þótt hann á hinn bóginn hefði á því bjargfasta trú, að gifta mannkynsins og heilbrigð dóm- greind fengju að lokum yfir- hönd í alþjóðaviðskiptum, en með þeim hætti einum gæti var- anlegur fríður fengist. Eitt þýðingarmesta mál þings- ings verður það, að brúa gjána sem skapast hefir milli Sovét- ríkjanna annars vegar og Banda ríkjanna hins vegar. Erindrekar frá fimmtíu og fimm þjóðum eiga sæti á á- minstu þingi hinna sameinuðu þjóða. Attræðisafmæli Síðastliðinn laugardag átti fyrrum kaupmaður Gunnlaugur Jóhannsson hér í borg, áttræðis- afmæli, og var fjölmennt á heim ili þeirra hjóna þá um daginn í tilefni af þessum merka áfanga í lífi húsbóndans. Gunnlaugur er skýrleiksmaður, sem tekið hefir um langt skeið virkan þátt í félagsmálum Islendinga í þessari borg, og sjaldnast látið sinn hlut eftir liggja; hann hefir verið frömuður í bindindismál- um og stutt stöfnuð sinn, fyrsta lúterska söfnuð, jafnan af ráði og dáð. Gunnlaugur er ættaður úr Miðfirði í Húnaþingi, bróðir Ásmundar P. Jóhannssonar byggingameistara. Jónsson, hinn þjóðkunni dugn- aðarmaður — bóndi, veitínga- maður og vegagerðarstjóri — er rekið hefir greiðasölu á nýbýli sínu, Reynihlíð, undanfarin ár, eða síðan nýbýlið var upphaflega reist í landi Reykjahlíðar, — byggir nú ásamt sonum sínum nýtt veitingahús þar á staðnum til viðbótar húsakosti þeim, sem hann hefir þar fyrir. Verður haégt að hýsa 30 næturgesti í hinum nýju húsakynnum, en veitingasalurinn á að rúma 1— 200 manns. Auk þess verða gesta herbergi í hinu nýja íbúðarþúsi, er Sigurður Einarsson bóndi í Reykjahlíð á nú í smíðum, en hann er einnig þjóðkunnur og ágætur bóndi og gestgjafi. Dagur, 15. ágúst. Ragnar H. Ragnar Boðin álitleg staða á Islandi Ragnar H. Ragnar hinn kunni söngstjóri og píanisti, leit inn sem snöggvast á skrifstofu Lög- bergs síðastliðinn laugardag á- samt frú sinni; ritstjóri blaðsins staða við hljómlistarkenslu og söngmálastjórn á Isafirði, og staðfesti Ragnar þá fregn; taldi hann nokkrun veginn víst, að á- minst tilboð yrði þegið, og að þau hjónin myndu á sínum tíma kvað það hafa flogið fyrir, að i flytja þar af leiðandi alfari til Ragnari hefði boðist álitleg | ættjarðarinnar. Flóðalda um tuttugu mílur norður af Tokyo, hefir orsakað geisimiklar skemdir; yfir 2.000 Japanir hafa farist á þessum stöðum, og eignatjón er gífur- legt. Afnám hámarksverðs Sambandsstjórn hefir nýlega afnumið hámarksverð á fjölda vöru- og framleiðslutegunda, svo sem byggingarefni allskon- ar, mjöli og mörgum öðrum fæðu tegundum; hefir þessi ráðstöfun svo sem vænta mátti, mælst næsta misjafnlega fyrir; brauð hafa þegar hækkað mjög í verði og má þess vænta að í sama kjöl- far sigli aðrar neyzluvörur. — Húsmæðrafélög víðsvegar um landið hafa mótmælt hækkun- inni. \ Lagðar af stað til New York • ■■ - F. C. Kristjánsson Stundar framhaldsnám Frederick Carl Kristjánsson, sem í vor sem leið útskrifaðist í landbúnaðarfræði við Mani- tobaháskólann og sæmdur var gullmedalíu háskólans fyrir frá- bærilega alúð við nám sitt, er nú lagður af stað suður til há- skólans í Minnesota, þar sem hann stundar framhaldsnám og býr sig undir meistaragráðu. — Mr. Kristjánsson er gáfumaður og líklegur til mikils frama; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. Jakob Kristjánsson hér í borginni. Snjolaug Sigurdson Á laugardaginn var lagði Snjo- laug Sigurdson af stað suður til New York til framhaldsnáms í píanóleik. Agnes Sigurðsson Síðastliðið mánudagskvöld lagði Agnes Sigurðsson af stað suður til New York til frekara náms í píanóleik. Páll Steingrímsson, fyrrum ritstjóri andaðist nokkru fyrir mið- nætti í nótt að heimili sínu eft- ir langvarandi vanheilsu og þunga legu síðast. Páll Steingrímsson fæddist að Flögu í Vatnsdal 25. marz 1897 og var því á 69. ári, er hann andaðist. Hann fluttist hingað til Reykjavíkur um aldamótin og starfaði lengi á pósthúsinu, en varð ritstjóri Vísis 1924 og gegndi því starfi til 1938, er hann lét af því sakir vanheilsu. Hans verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Nýjar stórbyggingar setja svip á bœinn Fjórðungsspítali, heimavistar- hús Menntaskólans, Frímúrara- hús og viðbótarbygging við Barnaskólann í smíðum, auk stórrar verzlunarbyggingar KEA byggingarhverfa og einstakra húsa^ Viðbótarbygging við Gagnfræðaskólann, nýbygging við sundlaugina og fleiri stór hýsi ráðgert 1 haust. Tvö bygg- ingarfélög hafa margar sambygg ingar og einbýlishús í smíðum. Ein stórbygginga þeirra, er fyrst voru taldar hér að ofan, er nú þegar næstum fullgerð. Er það Frímúrarahöllin nýja, hin veglegasta bygging. Fjórðungs- spítalinn er nú þegar risinn hátt af grunni og verður hann sýni- lega mikið og myndarlegt stór- hýsi. Sama er að segja um heima vistarhús Menntaskólans og fleiri þessarra húsa Byggingarfélag Akureyrar mun ýmist hafa full- gert eða eiga í smíðum 24 íbúðir í húsum sínum á Oddeyri, frá því í fyrravor til jafnlengdar að vori. Eru það flest 3ja herbergja íbúðir, en nokkrar 4 herbergja. Samvinnubyggingarfélagið Garð ur hefir reist tvö stór hús með 8 íbúðum við Grænugötu. Auk þess mun f élagið annast að nokkru leyti byggingu „sænsku húsanna”, sem reist hafa verið í sérstöku hverfi vestan Þórunn' arstrætis, en þar vestur af eru átta einbýlishús í smíðum og mynda sérstakt hverfi. — Hafa eigendur þeirra ýmiskonar sam vinnu og verkaskiptingu við hús byggingarnar og vinna sjálfir mikið að þeim í frístundum sín- um. Er sá háttur athyglisverður og til fyrirmyndar. Dagur, 20 ágúst. Norðmenn veita íslending námsstyrk Sendiráð Norðmanna í Reykja- vík hefir skýrt ráðuneytinu frá því, að stjórn Hansens-sjóðsins í ósló hafi ákveðið að veita íslendingi styrk, að fjárhæð 2000 n. kr., til vísindaiðkana í Noregi. Beri að líta á styrk þenna, sem þakklætisvott fyrir stuðning ís- lendinga við norsk vísindi á styrjaldarárunum. Var mennta- málaráðuneytinu falið að gera tillögu um, hver hljóta skyldi styrkinn. Að fengnum meðmælum há- skólaráðs hefir ráðuneytið lagt til, að Ármanni Snævarr lög- fræðingi, verði veittur styrkur þessi til náms í réttarheimspeki. Vísir, 20. ágúst Indverski stjórnmálaspeking- urinn, Gandhi, sem nú hefir fast að all-lengi, segir að þetta sé langafastan, er dragi hann til dauða. Jón Ólafsson Lœtur af sýslan Mr. Jón Ólafsson stáliðnaðar- verkfræðingur, sem gegnt hefir hárri ábyrgðarstöðu hjá Vulcan Iron Works stáliðnaðarfyrirtæk inu í Winnipeg í full þrjátíu ár, er nú í þann veginn að láta af þeirri sýslan, og mun staðráðinn í að setjast að á ávaxtaræktunar búgarði sínum að Salmon Arm í British Columbia fylkinu. Jón Ólafsson á langan og gagnmerkan starfsferil að baki; hann fór ungur til Skotlands og ruddi sér þar, með fádæma at- orku, þá braut, er hann síðan hefir gengið við vaxandi orð- stír á vettvangi stáliðnaðarfræð innar; hann hefir fundið upp margsk. nýjungar varðandi stál- framl. og samið margar merkar ritgerðir vísindalegs efnis um fræðigrein sína, er birtst hafa í canadiskum og amerískum tímaritum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.