Lögberg - 16.10.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
4 VSKí'
Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21 374
4ot
»V*
B“®K5S®»
Clcan
VauTldf\J^ ^
A C< mplele
Cl< aning
Insi ilulion
60. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER, 1947.
NÚMER 41.
Frá Vancouver, British Columbia
8. október 1947 ------------
Þó hin indæla veðrátta haldist
hér við, þá er margt sem minnir
okkur á, að haustið er komið. —
Skógurinn er farinn að missa
hinn fagurgræna sumarskrúða
sinn. Þokan er farin að gjöra
vart við sig, svo nokkrum sinn-
um hefir það teft fyrir um alla
umferð á sjó og landi, og loftleið
is, því þegar mikil þoka er, þá
eru öll loftför “grounded”, þar
til birtir upp.
Það hefir ekki verið fjörugt
hjá okkur félagslífið í seinni tíð.
Engir fundir né samkomur haldn
ar, yfir sumar mánuðina. Er nú
gott útlit fyrir að það fari að
lifna við aftur úr þessu.
Þann 19. sept. hélt “Ströndin”
sinn fyrsta fund eftir þriggja
mánaða hvíld. Eftir að fundar-
störfum var lokið, skemti Mr.
Kristján Isfjörð með að spila
nokkur íslenzk lög á Phonograph
eftir frægustu íslenzka söngvara.
Var það þakkað með fjörugu
lófaklappi.
Hér hefir lömunarveikin —
POLLO — verið að gjöra vart
við sig, meira en vanalega hefir
átt sér stað. Hafa um 150 manns
veikst af þeim sjúkdómi í British
Columbia, aðeins þrír hafa dáið.
Margir af þeim sjúku eru komn-
ir heim til sín frá sjúkrahúsun-
um, sem læknar segja að séu al-
bata aftur.
Fjöldi af íslenzku ferðafólki
hafa verið hér á ferðinni í sum-
ar, komið úr öllum áttum. Það
lítur út fyrir að leiðir flestra ís-
lendinga liggi til Vancouver nú
í seinni tíð. Vancouverbúar hafa
ekkert á mótti því, heldur bjóða
þau öll velkominn.
Nokkur dauðsföll hafa átt sér
stað í seinni tíð.
Jónas Pálsson píanókennari og
skáld lést að heimili sínu 4. sept.
Jarðarförin fór fram þann 11.
sept. frá Roselawn útfarastofn-
uninni Var þar fjöldi fólks sam-
ankominn, bæði Islendingar og
aannara þjóða fólk. Séra A. B.
Kristjánsson frá Blaine, Wash.,
þjónustaði við útförina. — And-
láts Mr. Pálssonar hefir verið
getið í íslenzku blöðunum og
hans minnst þar að verðugleik-
um.
Þann 6. ágúst lést Mrs. Sig-
rún Foote 88 ára. Hana lifa einn
sonur A. C. Orr í Vancouver, ein
dóttir Mrs. A. W. McKee í Winni
peg. Tvær systur, Mrs. Runa
Nylander í Vancouver og Mrs.
K. Thordarson í Winnipeg. Jarð
arförin fór fram þann 11. ágúst
frá “The Chapel of Chimes”. Hin
látna kona var félagi í Rebekah
Lodge No. 44 IOOF. Tók það fé-
lag þátt í útförinni samkvæmt
þeirra reglum. Rev. A. M. Stan-
ford D. D. þjónustaði við útför-
ina.
Þann 31. sept. vildi til það
hörmulega slys, að ungur Islend
ingur Stefán P. Arngrímsson
27 ára gamall, dó hér af slysför-
um. Slasaðist hann svo að hann
dó nærri samstundis. Níu manns
var í báðum bílunum, en hann
var sá eini sem beið bana, allir
hinir meiddust en ekki hættu-
lega. Jarðarförin fór fram frá
The Georgia Chapel of Center
of Hanna, 6. sept. Dr. H. Sigmar
þjónustaði við útförina. Stefán
heitinn var fóstursonur Mr. og
Mrs. Stefáns Arngrímssonar í
Vancouver. Auk þeirra lifa hann
tvær íóstursystur, Mrs. Beatrice
Arnasón í Campbell River B. C.
og Mrs. C. A. Newton og fóstur-
bróðir Thorhallur í Vancouver.
Hafði Stefán heitinn verið nýlega
leystur úr Canadahernum og
var félagi í “Army Navy and
Airforce Veterans in Canada”.
og tók sá félagsskapur nokkurn
þátt í útförinni. Kistan var sveip
uð brezka fánanum, og voru
nokkrir af félögum hans sem
voru “Honorary Pall bearers”.
Stóðu í tveimur röðum og var
kistan borin út á milli þeirra út
í líkvagninn. Líka sendi þetta fé-
lag blóm og hluttekningarskeyti
til foreldranna. Stefán heitinn
var mesti myndarmaður bæði að
vallarsýn og í allri framkomu.
Hann var búinn að vera hér að-
eins eitt ár, en hafði áunnið sér
marga vini og kunningja. — Það
kom bezt í ljós er svo margir
voru við jarðarförina, er höfðu
sent blóm og hluttekningarskeyti
til ættingja hins látnta.
Þann 29. sept. andaðist Ásgeir
V. H. Baldvin 96 ára og 10 mán-
aða. Hann lifa einn bróðir E. T.
*
Baldwin í Oregon, tvær systur-
dætur, Mrs. Ruddell í Vancouver
og Mrs. Harry Kyle í Poulsbo,
Wash., tveir systrasynir R. Tomp
son í Vancouver og Walter Free-
man í Grave Junction, Oregon.—
Jarðarförin fór fram í Campbell
River B. C. þar sem konan hans
var jarðsett fyrir nokkrum ár-
um. Mr. Baldwin var víst sá elsti
Islendingur hér á vesturströnd-
inni. Hann kom víst frá íslandi
1874, og var einn af þeim íslend-
ingum sem tóku sér bólfestu í
Ontario og bjó þar um langt
skeið. Hann stofnaði þar Póst-
húsið “Hekla” sem ég held að sé
starfrækt ennþá. Hann var líka
eftir því sem ég bezt veit, fyrsti
íslendingurinn til að verða jarð
eigandi í Canada. Hann keypti
dálítinn landblett með húskofa
á, og fékk eignarrétt á því.
Nokkru áður en Mr. Baldwin
lést, varð hann fyrir þeim áfelli
að fótbrotna, og var hann búinn
að vera rúmfastur um nokkrar
vikur. Það er vert að geta þess
hér, að systurdóttir hans og mað-
ur hennar, Harry Kyle ,sem eru
búsett í Poulsbo í Wash. voru hér
í margar vikur áður en hann
lést, og annaðist Mrs. Kyle um
hann með mestu alúð og nær-
gætni þangað til hann fékk hvíld
frá öllum sínum þjáningum.
Mr. og Mrs. Bjarni Kolbeins
eru farin í skemmtitúr til íslands
þar sem Mr. Kolbeinn á nokkra
ttingja. Mrs. Kolbeinn er af ensk
um ættum, og á hún ættfólk á
lífi á Englandi, svo þau heim-
sækja það um leið. Mr. Kolbeinn
fór með bíl sinn með sér, svo þau
geta ferðast þar um, eftir því
sem þeim best líkar.
Mr. og Mrs. Thórdur Helga-
son eru komin heim aftur úr
ferðalagi til St. Paul og Minnea-
polis Minn., þar sem þau voru
að heimsækja tvær dætur sínar,
sem eru þar búsettar. — Nokkru
eftir að Mr. Helgason kom til
baka, varð hann veikur og er nú
á sjúkrahúsi, en er nú heldur
í afturbata. Hinir mörgu vinir
hans óska þess, að hann komist
til heilsu aftur sem fyrst.
Mrs. Jónína Johnston fór aust-
ur til Toronto, í heimsókn til
dóttur sinnar sem þar er búsett.
Bjóst hún við að dvelja þar um
tveggja mánaða tíma.
Mr. Vigfús J. Guttormsson og
frú hans frá Lundar Man., hafa
verið að ferðast hér vestra sér til
skemmtunar, og heimsækja
kunningja og venzlafólk sem
hann á hér. Þau ferðuðust til
P r i n c e Rupert, Vanderhof og
fleiri staða í British Columbia.
Kanske Mr. Guttormsson segi
okkur eitthvað af ferðasögu
sinni í ljóði eða óbundnu máli,
því þau ferðuðust hér víðar yf-
ir en flestir af þeim sem koma
hingað vestur, sem láta hér ekki
staðað numið og máske skreppa
til Victoria til að fá að koma á
flot yfir sundið.
Mrs. Sofía Kristjánsson frá
California hefir verið að heim-
sækja föður sinn hér, Mr. Elías
Vatnsdal og systir sína Miss
Anna Vatnsdal. Hún bjóst við
að dvelja hér um tveggja mán-
aða tíma.
Kvenfélagið “Sólskin” hafði
fjölmenna samkomu hér þann
30 sept. Komu þar saman um
300 manns. Mr. Páll S. Pálsson
frá Winnipeg skemti þar með
upplestri og söng og aðstoðaði
Mrs. Frank Frederickson hann
við hljóðfærið. Það var nokkuð
nýtt fyrir okkur að hlusta á Mr.
Pálsson, því við höfum enga hér
sem eru gæddir þeim hæfileikum
sem hann hefir á þeim sviðum.
Hann kom fram á skemtiskránni
þrisvar sinnum og var alltaf tek
ið með fjörugu lófaklappi. Mrs.
Björnsson söng tvær sólós, og
spilaði undir með henni Mrs.
Dorothy Lympus. Eru þær báðar
listfengar á þeim sviðum. — Var
þeim tekið með fjörugu lófa-
klappi. Eftir skemtiskrána og á-
gæta veizlu sem framreidd var,
sem var mestmegnis íslenzkir
.réttir, var stiginn dans til mið-
nættis. Mrs. Thora Orr sem er
núverandi forseti félagsins stjórn
EFNILEG STÚLKA
Samkvæmt frásögn í “Grand
Forks Herald” þ. 28. septmeber,
var Margaret Helen Beck ein af
tveim fyrsta árs stúdentum á
ríkisháskólanum í Norður-
Dakota (University of North
Dakota), er hlutu hæsta einkunn
yið inntökupróf í ensku. Yfir 600
stúdentar tóku þátt í umræddu
prófi.
Margaret, sem er 18 ára gömul
o g 1 a u k gagnfræðaprófi með
heiðri á miðskólanum í Grand
Forks síðastliðið vor, dóttir þeir-
ra Dr. og Mrs. Richard Beck.
aði samkomunni. Allur ágóðinn
af samkomunni, létu konurnar
ganga í Elliheimilis-sjóðinn. —
Sem hafa verið yfir $300.00. —
Gamla fólkið á þar góðan hauk
í horni.
Mr. og Mrs. Páll S. í’álsson
skáld, og Mr. og Mrs. J. T. Beck
ráðsmaður Lögbergs, öll frá
Winnipeg, hafa verið hér á ferð-
inni um tíma sér og öðrum til
skemtunar. Þetta fólk ferðaðist
alt til Blaine og Seattle. Ekki er
ólíklegt að blaðamennirnir minn-
ist eitthvað á ferðalög sín hér
vestra, og hvernig þeim kom hér
alt fyrir sjónir.
Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðs
son frá Galgary komu hingað í
bíl sínum sem Sigurdson er ný-
búinn að kaupa, sem hefir allar
nýjustu umbætur. Var Mr. Sig-
urdson að skýra það fyrir mér,
en það var alt eins og hann væri
að tala við mig grísku, því það er
ekki snefill af “mechanic” í
mér. 1 för með þeim hjónum var
bróðir hans, Halldór Sigurðsson
og kona hans frá Seattle. — Fór
þetta fólk alt til Vivtoria og ef
til vill víðar á Vancauver-eyj-
unni. Var þetta fólk hér, er Elli-
heimilið var opnað þann 5. sept.
B æ 11 i Mr. Sigurðsson $100.00
vifi Elliheimilis-sjóðinn um leið
og hann kvaddi.
Þá «er íslenzka Elliheimilið í
Vancouver komið á stað, og farið
að taka á móti gestum. Það er
óhætt að segja að sér sé farið
menningarlega og myndarlega á
stað. 30 manns er búist við að
verði tekið á móti nú strax, en
það segir ekki mikið, því hingað
hugsar gamla fólkið úr öllum átt
um, svo það má ekki láta hér
staðar nema, heldur halda áfram
þar til takmarkinu er náð, að all-
ir gamlir íslendingar, sem óska
þess, geti fengið hér gistingu.
Eg skýri frá Elliheimilinu
bráðlega í sérstakri grein. Þetta
er orðið svo langt mál, að ég má
búast við að ritstjóri Lögberjyi
reki mig á dyr, með alt saman.
S. Guðmundsson.
Mr. Justice H. A. Bergman
Kjörinn doktor í lögum
Síðastliðinn miðvikudag var
Mr. Justice H. A. Bergman
dómari í yfirrétti Manitobafylk
is, kjörinn heiðursdoktor í lög-
um við Manitoba háskólann;
var hann fyrir löngu “drápunn-
ar verður”, eins og hið forn-
kveðna segir.
Hinn nýi heiðursdoktor er
frábær lærdómsmaður í lög-
vísi og málafylgjumaður hinn
við Manitobaháskólann
mesti; hann hefir jafnan látið
sér hugarhaldið um verndun
íslenzkra menningarerfða í
þessari álfu, og hefir með marg-
þættri, menningarlegri starf-
semi sinni, aukið mjög á hróður
ættþjóðar sinnar. Lögberg flyt-
ur hinum nýja heiðursdoktor
hugheilar árnaðaróskir í tilefni
af þeirri maklegu viðurkenn-
ingu, sem honum nú hefir fallið
í skaut.
Úr borg og bygð
Heiman af íslandi komu til
borgarinnar síðastliðinn laugar
dag, Miss Guðbjörg Sigurðsson,
er dvalið hefir á ættjörðinni
síðan í júní í sumar, og ungfrú
Katrín Brynjólfsdóttir, systir
séra Eiríks Brynjólfssonar;
hafði hún dvalið undanfarinn ár
hjá bróður sínum á Útskálum
við bústjóm og heimilisstörf;
hún sagði allt gott í fréttum að
heiman.
^ ♦
Mr. J. B. Johnson úr Brown
byggðinni í grend við Morden,
var staddur í borginni í byrjun
vikunnar.
♦
Tvær svargreinar frá Mr.
J. J. Bildfell til Tryggva»Thor
steinssonar og Jónbjarnar
Gíslasonar verða að bíða til
næstu viku, vegna þess að ekki
var unnið í prentsmiðjunni á
mánudaginn, og vegna þess hve
blaðinu um elleftu stundu,
barst mikið af auglýsingum
vegna bæjarstjórnarkosning-
anna.
♦
Ritgerð eftir Dr. Richard
Beck verður að bíða næsta blaðs
vegna rúmleysis í blaðinu þessa
viku. —
Karlakór íslendinga
í Winnipeg
Hefir í hyggju að efna til
söngskemmtunar mánudaginn,
24 nóvember n. k. — Verður
vandað til efnisskrárinnar eins
og frekast er unt. Allir söng-
unnendur eru beðnir að veita
athygli auglýsingu er birt verð-
ur í ísl. blöðunum innan stund-
ar, og verður þá nánar getið um
tilhögun og efnisval.
Victor B. Anderson
Tryggið Mr. Anderson endur-
kosningu í bæjarráð fyrir 2.
kjördeild þann 22. þ. m.
Jack St. John
Leitar endurkosningar til bæj-
arstjórnar þann 22. þ. m. Veitið
honum einhuga fylgi.
James Black
Endurkjósið James Black í
bæjarráð fyrir 2. kjördeild þann
22. þ. m.
A. F. McCrierie
Kjósið McCrierie í skólaráð fyr-
ir 2. kjördeild þann 22. þ. m.
Séra Philip M. Pétursson
Vinnið að endurkosningu séra
Philips Péturssonar í skólaráð
fyrir 2. kjördeild þ. 22. þ. m.