Lögberg - 16.10.1947, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER, 1947.
(Ensk saga)
HVER VAR
ERFINGINN?
, G. E. EYFORD, þýddi
--------
“Talaðu hreiskilnislega”, sagði Nic-
hols ákveðinn.
“Eg vil gera það”, svaraði George. —
“Þú meinar að Mr. Hamilton sé ást-
fanginn í henni — dóttur þinni! Það er
líklega ástæðan fyrir því að hann er
alltaf í kringum hana”.
Það kom reiðisvipur á andlit Nichols.
“Eg ætla að taka hana burtu”, sagði
hann byrstur.
George brosti.
“Hægt og hægt! Það eru nú tveir um
það mál, ifiinn góði maður. Það er alveg
ómögulegt að Dora fari aftur út í Syl-
vester skóginn. Þú hefir sett hana í al-
veg nýjar kringumstæður, og þú verður
að gera þér grein fyrir því, að það er
þegar orðin stór breyting á henni”.
Mr. Nichols þurkaði svitann af enni
sér.
“Já, ég veit að hún er breytt”, sagði
hann. “Hún lítur nú út sem fín hefðar
mey. Eg sé að hún er klædd í dýra silki
og satín kjóla. Hún fór út og kom heim
í fínum vagni, með þjón sér til þjón-
ustu; ég veit að hún er breytt. og að
hún hefir gleymt beztu vinum sínum
— sem voru foreldrar hennar —”.
“Þú gerir Dora rangt til”, sagði Ge-
orge ísmeygilega. “Það líður ekki svo
einn einasti dagur, að hún spyrji ekki
eftir ykkur, og harmi að þið eruð ekki
hérna —”
“En”, sagði Nichols, eins og þetta
nægði honum ekki, “ég hefi ekki gleymt
henni og því loforði, sem ég gaf móðir
hennar. Á einu stuttu augnabliki, frem-
ur af hótunum þínum en loforðum, gaf
ég eftir að láta hana fara út í heiminn,
en ég vildi heldur að hún væri dauð,
en það kæmi fyrir — það, sem þú sagðir
skyldi koma fyrir”.
Fyrirgefðu mér”, sagði George með
lymskulegu brosi; “ég sagði, að Mr.
Hamilton væri ástfanginn í henni; ég
sagði ekki, að hann ætli að giftast
henni. Eg vildi heldur óska að hún dæi
en það kæmi fyrir”.
Hann leit á Nichols. Hann var ná-
bleikur í andliti, og augun starandi.
Nichols horfði, þegjandi á hann um
stund, og sagði svo: “Eg skil þig ekki”.
“Lofaðu mér að gefa þér skýringu á
því”, sagði George. “Þau hafa án minn-
ar vitundar og vilja mætt hvort öðru og
eru orðin kunnug, og án míns vilja og
vitundar er þessi kunningsskapur orð-
inn að — og hann dró þungt andann,
eins og hann kenndi til að segja það —
ást, eða því sem þú af ókunnugleik tek-
ur fyrir ást. Svo langt er það komiö,
en það skal ekki fara lengra. Þar um
er ég þér alveg sammála; við verðum
að koma í veg fyrir það. Þú getur ekki
gert það einsamall, skilurðu. Þú hefir
engin ráð yfir henni; þú ert ekki faðir
hennar, ekki einu sinni skyldur henni”.
Nichols beit saman tönnunum.
“Þú sérð”, sagði George, og brosti
slægsmunalega, “að þú ert hjálparlaus
í þessu, ef þú stendur einn að þessum
málum, það geturðu verið alveg viss
um. Ef þú tekur nokkuð fyrir þessu við-
víkjandi, án mín, þá skal ég opinbera
leyndarmálið í sambandi við fæðingu
hennar. Gættu þín! Vertu rólegur! Við
til samans getum komið í veg fyrir
það”.
“Eru þau trúlofuð?” spurði Nichols.
George sagði með fyrirlitningu:
“Þetta mál er fyrir utan þinn verka-
hring; láttu mig sjá fyrir því. Já, þau
eru trúlofuð; það er komið svo langt,
en það má ekki ganga lengra. Meðan
þú hefir verið hér í kring að njósna um
hana, hefi ég unnið, og ég er maður sem
er fær um að fá þessa trúlofun upp-
hafna. Eg er ekki of stór upp á mig til
þess, vil ég biðja þig að hjálpa mér. —
Gefðu mér utanáskriftina þína, svo ég
geti skrifað þér”.
Það var auðséð á andliti Nichols að
hann hafði illan grun á George, en
hann tótk samt pappírsblað upp úr vasa
sínum og skrifaði utanáskrift sína á
það.
“Munu bréf með þessari utanáskrift
berast þér í hendur?” spurði George?”
“Já”, sagði Nichols.
“Það er gott. Þegar að því kemur,
skrifa ég þér. Á meðan — geturðu haft
gætur á feröum þeirra; en um það get-
urðu verið viss, að þau skulu aldrei
verða hjón”.
Nichols starði fast á þetta náföla
andlit, sem ekki virtist til neins góðs
trúandi.
“Eg verð að fá að vita meira”, sagði
hann; “hvernig ætlar þú að koma í veg
fyrir að þau gifti sig?”
George brosti óviðfelldnu brosi.
“Þú vilt fá að vita hvaða vopnum ég
ætla að beita? Hvernig ég hefi hugsað
mér að koma því til leiðar? Það er ofur
einfalt, get ég sagt þér. Vinur minn, og
einhvers konar skyldmenni mitt, mun
varla gifta sig stúlku sem er lausaleiks-
barn, skóghöggvarans Nathan Nichols,
að Mrs. Fred Hamilton?”
Nichols reiddist.
“Viltu segja honum það?” hvæsti
hann út úr sér.
“Já”, sagði George; “ég skal segja
honum sannleikann, en auðvitað þegja
um nöfnin, og þú verður að staðfesta
sögu mína; það er allt sem þú þarft að
gera. Mundu, ekki eitt einasta orð um
föðurbróður minn í sambandi við þetta;
ef það er gert, þá er allt misst. Skil-
urðu?”
“Já, ég skil það”, sagði Nichols í hás-
um róm. “Mér er nokkurn veginn sama
hvaða aðferð er brúkuð, bara að það sé
komið í veg fyrir að þessar persónur
giftist”.
“Mér er og sama hvaða vopnum er
beitt til að koma í veg fyrir það”, sagði
George; “og nú erum við sammála um
það atriði. Þegar ég þarf þín með, skrifa
ég. Þangað til — viltu þyggja hress-
ingu?”
Nichols bara hristi höfuðið, og Ge-
orge hringdi. — Simpson kom inn, og
fékk skipun um að vísa gestinum til
dyra. Svo sagði hann, “góða nótt”.
30. Kafli.
Það var nú ákveðið, að Mrs. Lamonte
Dora og George, skyldu fara- til Wood
Castle; Fred hafði ekki viljað fara með.
Honum fannst hann vildi heldur leggja
það á sig að vera burtu frá Dora, eina
eða tvær vikur, heldur en að fara til
síns gamla æsku heimilis, þar sem hann
átti ekki margar þægilegar minningar.
En fáum dögum eftir samkvæmíð, sem
Fred var í hjá Miss Edith, kom heim-
boðsbréf frá föður hennar til hans;
honum var boðið að heimsækja Dilling-
ham herragarðinn. Fred þáði þetta
heimboð með mestu ánægju. Hann
hugsaði ekki um Miss Edith, en það sem
hann mundi var, að Dillingham herra-
garðurinn var ekki lengra en þrettán
mílur frá Wood Castle.
Vikan leið fljótt; Miss Edith hafði
stööug gestaboð og útiskemmtanir
hverja eftir aðra, og það var eins og
nauðsynlegt, að Fred væri alstaðar
með. Hann gat ekki fullkomlega gert
sér grein fyrir því; en það leit út, sem
hann væri nærri því eins mikið með
Miss Rusley og Dora. Stundum var það
að reyna hest, sem Miss Rusley ætlaði
að kaupa; stundum að velja nokkra
hunda, sem áttu að vera á Dillingham
herragarðinum; svo aftur að kaupa og
fá senda nokkra smáhesta vegna.
Það var alltaf eitthvað sem Miss
Edith þurfti að tala um við Fred, í sam-
bandi við hina fyrirhuguðu heimssókn
til Dillingham Court, sem herragarður-
inn var líka kallaður, og þetta tók svo
mikið af þeim tíma sem hann ætlaði
að vera með Dora, að hann var komin á
fremsta stig með að afsaka sig. en hann
gat ekki gert. Honum þótti líka gaman
að kaupa hesta, hunda og vagna. En
Edvart Nevton var ekki sem ánægðast-
ur með allan átroðning sem því fylgdi;
því menn komu í tugatali sem vildu selja
hesta eða hunda.
“Mér virðist, Fred”, sagði Ed, “að þú
sért orðinn aðal ráðunautur Miss Edith.
Velurðu líka kjólana sem hún ætlar að
vera í?”
“O, blessaður, þegiðu”, sagði Fred.
“Það eru ekki meira en tveir dagar síð-
an þú ávítaðir mig fyrir, að ég væri of
kaldur við hana”.
“Já, ég gerði það með vissu áformi”,
sagði Ed. “En þetta áform er nú búið.
Hefurðu verið yfir hhjá Mrs. Lamonte
dag?”
“Nei, en ég ætla nú að fara. Æ, nú
man ég það; ég hefi lofað að velja
gamla silfurmuni sem Miss Edith ætlar
að kaupa”.
Newton brosti.
“Hve vænt Miss Dora má þykja um
Miss Edith”, sagði hann í köldum róm.
“Já, lienni þykir það”, svaraði Fred.
“Vertu nú ekki forvitinn og þreytandi,
Ed. Þú veist eins vel og ég, að ég vildi
vera hverja frístund hjá Dora; en hvað
get ég gert?”
“O, jæja!” sagði Ed., og hélt svo
áfram vinnu sinni.
Meðan Fred var svo önnum kafinn
við störf fyrir Miss Edith, sýndist Ge-
orge hafa meiri tíma til að heimsækja
móðir sína; hann fylgdi oft móðir
sinni og Dora, í sönghöllina, og á lista-
verkasýningar, þegar Fred var ekki við.
Hann virtist og vera mjög breyttur; —
Hann virtist nú sækjast eftir skemmt-
unum, sem hann hafði aldrei gert áð-
ur. —
Þegar hann kom til móður sinnar og
Dora, kom hann alltaf með blómavendi
ellegar eitthvað fáséð, seem hann vissi
að Dora líkaði bezt, og var svo stima-
mjúkur við hana, eins og hann væri bið-
ill hennar. Síðan Fred var meira fjar-
verandi, var það hann, sem sat hjá
henni í vagninum, sat hjá henni í leik-
húsinu og reið við hliðina á henni á
þjóðveginum.
Fyrst í stað fannst Dora ekkert und-
arlegt við þetta; hún var svo vön að
vera með Fred, að hún hugsaði ekki út
í það; en það stóð ekki lengi. Hún fann
að það var ekki nauðsynlegt að tala við
hann, og hún gat setið hjá honum, rið-
ið út með honum heilan klukkutíma, án
þess að segja eitt einasta orð við hann;
hún hafði nægan tíma til að hugsa um
Fred, meðan George hélt uppi samtal-
inu á sinn eigin kostnað.
George þóttist nú viss um að hann
hefði náð augnamiði sínu; hún var orð-
in vön, að hann var með sér og fylgdi
sér hvert er hún fór. En hvað henni
fundust morgnarnir langir! Og hvað
hún þráði Fred, og undraðist hvað hann
væri að gera. Ef einhver hefði sagt henni
að hún öfundaði Miss Edith, hefði hún
ekki viljað heyra slíkt; og samt sem
áður var þetta frjálsa, sæla útlit, sem
Miss Edith hafði dáðst svo mikið að,
næstum horfið, og kom einungis aftur,
er,Fred kom inn og var fáeina tíma hjá
henni. Svo varð hann að fara aftur; því
það var eitthvað sem hann þurfti að
gera fyrir Miss Edith.
En aldrei .hvorki með orði né tilliti
lét Dora sjást nein merki þess, að henni
leiddist hve sjaldan hann kom; þvert
á móti, hún var æfinlega fyrst til að
minna hann á, það sem hann hafði lof-
ast til að gera fyrir Miss Rusley. Loks-
ins kom dagurinn, er fara átti til Wood
Castle. Miss Rusley ætlaði ekki að fara
fyrr en þremur dögum síðar, á sinn
herragarð, og Fred varð auðvitað að
vera í borginni tvo daga eftir að hún
var farin.
“Þetta er í fyrsta sinn, sem við skilj-
um meir en 24 tíma, síðan þann sæla
dag, er ég fékk að vita að þú elskaðir
mig, mín elskulega Dora!” hvíslaði
hann að henni, og hélt henni í faðmi sér.
“Eg sé hálf partinn eftir að ég tók ekki
boði George. En — en ég gæti ekki sofið
undir gamla þakinu — nei, ég gæti það
ekki! Þú getur ekki skilið —”
“En ég skil það”, sagði Dora lágt,
“og mér þykir vænt um að þú þáðir ekki
boðið. Ef —” og hún þagnaði.
“Hvað meinar þú, elskan mín?”
spurði Fred og kysti hana.
“Ef þú bara hefðir sagt hálft orð,
hefði ég ekki farið til Wood Castle með
þeim”.
“Því ekki?” spurði Fred og stundi
við. “Mér þykir vænt um að þú ferð
með þeim. Þú sérð þar gamla húsið sem
ég átti heima í, er ég var drengur —
þetta heimili sem ég hélt einu sinni að
yrði mitt’.
“Kæri Fred!” hvíslaði hún og strauk
blíðlega með sinni mjúku hendi, hárið
frá enni hans.
“Nú er mér sama um það”, sagði
hann; “það er betra eins og það er. Eg
hefði kanske ekki fengið þig, ef ég hefði
erft Wood Castle; ég vildi heldur missa
allt, en þig, mín yndislega Dora! Auk
þess hefir George sýnt sig langtum betri
en ég bjóst við; hann verðskuldar það,
sem hann hefir hlotið, og notar það
betur en ég mundi hafa gert. Nei — ég
er ánægður — mér hefir hlotnast sú
mesta gersemi sem til er á jörðunni.”
Og hann faðmaði hana að sér og kysti
hana marga kossa.
George hafði leigt hinn fínasta vagn
og á allan hátt séð um, að Dora og móð-
ir sín skyldu hafa eins þægilega ferð og
mögulegt væri. Það eina sem Fred gat
gert var, að mæta þeim á járnbrautar-
stöðinni og kveðja þær.
“Aðeins fjórir dagar, mín ástkæra
Dora”, hvíslaði hann, er lestin fór af
stað; “mér finnst það eins og margar
vikur”.
Hann sleppti ekki hendi hennar fyrr
en á síðasta augnabliki; svo gekk hann
heim til sín í þungu skapi.
Þegar hann kom inn, sagði hann við
Ed.:—
“Eg hefði átt að fara með þeim.”
En Ed. var þar ekki, það var enginn
inni. —
“Nei, eru þá allir farnir?” sagði hann,
hljóp út og inn í leiguvagn.
“Hvert?” spurði ökumaðurinn.
“Til Miss Rusley!”
Ökumaðurinn hafði oft keyrt þang-
að með hann. Þegar vagninn stansaði,
fór Fred strax inn í gestastofuna og
settist þar sem hann var vanur, við ofn-
inn. Miss Edith kom inn og heilsaði
honum með handarbandi.
Það var honum stór harmaléttir að
finna einhvern sér kunnugan, og þess-
vegna heilsaði Fred henni hlýlegar en
hann vissi, eða vildi. Miss Edith roðn-
aði er hann héit lengur í hendi hennar,
en auðsynlegt var.
“Nú, hamingjunni sé lof, það er þó
einhver eftir”, sagði hann glaðlega. —-
“Þau eru öll farin burtu, og Ed. var ekki
heima, og — ”
“Eg er heima”, sagði Miss Edith. “Þú
kemur alveg á réttum tíma fyrir mál-
tíð; ég bjóst svona hálfvegis við þér,
svo ég hefi nokkuð gott handa þér að
borða, sem ég veit að þér líkar vel —
hænsna-ungar í kryddmauki”.
Það var uppáhaldsréttur Freds, og
hann tók boöinu með þökkum.
“Það er merkilegt, hvernig þú getur
getið til hvað mér líkar bezt”.
“Það er af því ég hefi gott minni”,
sagði hún og brosti til hans. “Eg skal
hafa þennan rétt á borðinu þegar þú
kemur til Dillingham Court. Og meðan
ég man, viltu velja veggfóður fyrir reyk-
ingaherbergið þar? Eg hefi gefið skip-
un um að það skuli vera sett nýtt vegg-
fóður á það, eins fljótt og hægt er”.
Fred stóð upp án þess að segja neitt.
Hann hafði í heila viku verið að velja
veggfóður og veggjaskraut, svo það var
ekki neitt erfitt fyrir hann að finna mis-
munandi sýnishorn. Meðan þau voru að
velja það rétta, var þeim tilkynnt að
maturinn væri kominn á borðið, og
hann leiddi hana til borðs. Það sátu
engin til borðs nema þau og Mrs.
Noble; hún var að lesa skáldsögu og
veitti engu eftirtekt. Ekki fyrir það að
hún gat vel heyrt hvert orð, því þau
Miss Edith og Fred töluðu bara um dag-
inn og veginn. Fred var dálítið utan við
sig; hugur hans var hjá Dora, og veitti
enga eftirtekt hinu ástríðufulla augna-
tilliti Miss Edith.
Seinna um kvöldið varð hann að fara
með henni í leikhúsið.
Fred horfði bara á leiksviðið, og hugs-
aði stöðugt um Dora. Hann sat baka til
við Miss Edith, og talaði af og til við
hana, svo hún væri ánægð. Margir af
háttsettum kunningjum hans voru í
leikhúsinu þetta kvöld, og sáu hann og
Miss Edith saman. Ekki þeir einir, held
ur og aðrir sögðu, að þau yrðu bráðlega
hjón, en Fred, sem ekki hafði hina
minnstu hugmynd um hvað verið var
að segja í kringum sig, sat rólegur og
dreymdi um Dora, sem nú var margar
mílur burtu frá honum, meðan svo
margir öfunduðu hann af að sitja svo
nærri hinni auðugu Miss Rusley.
Að leiknum loknum fylgdi hann Miss
Edith og Mrs. Noble að vagninum,
kvaddi þær og gekk áleiðis til klúbbs-
ins, en stansaði þar ekki og fór heim.
Þegar hann kom heim, varð hann stein-
hissa; Newton gekk um gólf, sjáanlega
í talsverðri hugaræsingu, sem honum
var óvanalegt.
“Gott kvöld, Ed. Hvað hefir komið
fyrir? og hvar hefirðu verið?”
“Fred, ég hefi fundið hana!”
“Það er einmitt það, sem ég sagði
fyrir löngu síðan, að ég hefði gert”.
“Já, ég veit það. Eg hefi hugsaö um
hve undarlega lík ástaævintýri okkar
hafa verið.
“Hvað segirðu? Hefurðu fundið hina
ungu og fríðu Gladys Hocomb?”
“Já”, svaraði Newton og dró þungt
andann.
“Segðu mér allt um það”, sagði
Fred. —