Lögberg - 18.12.1947, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. DESEMBER, 1947
Gísli Sveinsson, sendiherra:
TRO og menning
J ólaf östuhugleiðing
Dimmir dagar — ljóssins há-
tíð. Það er veruleiki skammdeg-
isins og eftirvænting birtunnar,
sem ávallt endurtekur sig. Og
jólahátíðin hefir í hugum krist-
inna manna á norðurhveli jafn-
an haft tvíþætta merkingu: Til-
komu “ljóssins herra” og byrjun
“hækkandi sólar”. Hér er sem sé
um að ræða bæði trú og skoðun.
En í rauninni getur þetta hvor-
ugt staðizt, nema þjóðunum hafi
tekizt að tileinka sér nokkuð af
því, sem vér nú nefnum menn-
ingu, enda eru þessi fyrirbrigði
mjög fléttuð hvert inn í annað.
— Forfeður vorir hinir heiðnu,
er jólahátíð héldu með öðrum
hætti en vér, og höfðu sinn átrún
að að leiðarstjörnu, máttu fylli-
lega kallast menningarþjóð á
sína vísu, með ákveðnum trúar-
og menningarverðmætum, og
má svo rekja í fleirum efnum
víða um heim, allt frá fyrnsku,
þqtt ekki sé það allténd viður-
kennt af nútímamönnum. En
með menningunni hækkuðu trú-
arbrögðin.
Með þetta, sem nú var sagt, að
inngangi, mætti víkja lítillega að
efni, sem virðist nokkuð sérstakt,
en er þó í raun réttri næsta al-
menns eðlis, og kalla mætti
samskipti og menning. Snerta
þau atriði þróun eða þróunarskil
yrði andlegrar menningar, bæði
í fjölmenni og fámenni, og hefir
þetta aftur ótvíræð áhrif á við-
gang hinna svonefndu trúar-
bragða mannkynsins.
Menn geta með miklum rétti
sagt, að uppruni menningar, sem
svo er kölluð, sé sama og upphaf
alls mannlegs . samfélags. Þá
fyrst, er menn tóku að lifa sam-
an, fleiri en tveir og tveir, sköp-
uðust skilyrði til þess, að “menn-
ing” gæti átt sér stað, þ. e. inn-
byrðis tillit og samskipti til lík-
amlegra og andlegra þrifa. Þeg-
ar mennirnir hafa fyrir óra-
löngu komið sér saman um,
hvort sem meira eða minna sjálf
rátt eða ésjálfrátt hefir verið
að byggja sama ból, lifa hvert
nálægt öðrum “til trausts og
halds”, þá mátti kallast, að
myndazt hafi sambýli, fyrst í
smáum stíl, síðan í stærra mæli.
Þá urðu sameiginleg átök kleif,
og fyrsti grundvöllur var lagð-
ur að friðsamlegum störfum,
þar sem allir hlutu ekki að
berjast við alla. Þá gat menning
in þróazt og borið ^ávexti, bæði
hið ytra til öruggari afkomu og
hið innra, til fágunar mannsins
sem skynsemi gæddrar veru og
til þroskunar í félagslegum
skilningi, til mannúðlegrar og —
trúarlegrar vitundar. Það virð-
ist fyrst geta komið til á miklu
síðara og hærra menningarstgii,
að einveran, eins og ýms dæmi
sanna, gæti þjálfað mannsand-
ann, þegar hennar var leitað út
úr ys og þys mannlífsins til um-
hugsunar um hin æðstu rök.
Það verður nú eigi með vissu
sagt, hvort öll fyrirbrigði í and-
legu lífi mannkynsins hafi þró-
azt á þann veg, og þá ekki sízt
þau, sem verða víðtækt dæmi
og allur þorri manna þekkir
bezt: Trúarlífið, sem kemur
fram í trúarbrögðum þjóðanna.
Um þetta mætti margt ræða og
af ýmsum staðreyndum álykta,
en á því eru engin tök hér til
hlítar. 1
Ýmsir þjóðfræðingar og þjóð-
trúarfræðingar hafa fyrrum
haldið því fram, að þar væri að
leita upphafs trúarbragða manns
ins, sem er “hræðsla" hans við
það, sem honum er óþekkt eða
óskiljanlegt, þ. e. beygur hans
af því ókunna, sem hann hvorki
gat greint, séð né heyrt. Að öllu
leyti er þetta ekki út í bláinn,
en nær vitanlega alltof skammt
og ristir yfirleitt ekki djúpt sem
skýring. Mörg dæmi eru til þess,
og reyndar almennt hjá villi-
þjóðum, að þær trúa á “stokka
og steina”, sem kallað er, — á
skepnur og kvikindi í lofti og á
láði og í legi, á trén í skóginum
og klettana í fjöllunum, o. s. frv.
En á bak við þetta hefir ávallt
legið einhver hugmynd um, að
það væri ímynd einhvers æðra
og mátiugra. Það var andi eða
máttur fjallanna og skóganna,
vatnsins og loftsins, hins kvika
og hins ókvika, sem menn trúðu
á, óttuðust eða aðhylltust. Það
var hin “andlega” þörf hins
frumstæða og fávísa manns, sem
í þessu fann sér eitthvað áþreif-
anlegt, eitthvað með tilveru-
sniði, sem tákn þess, sem hann
ekki gat iskynjað nema sem óm
úr ókunnum fjarska, þess, sem
hann fann, að sér var ofurefli til
skilnings og viðfangs, þess, sem
réði og stýrði engur að síður og
eigi tjáði að mögla í móti, — með
öðrum orðum: Þess, sem sióð bak
við iilveru hins sýnilega. Það
var sem sé alveg það sama í eðli
sínu, þótt á ófiillkomnara stigi
væri, sem það, er vakir yfir öll-
um — líka æðri — átrúnaði: Að
viðurkenna sem vissu hinn stýr-
andi mátt, hið skapandi afl, sem
öllu mannlegu er ofar, og að
leitast við að komast í samband
við það til verndar lífi og af-
komu. Það var irúin á Guð. —
Menn leituðu þá, eins og síðar
og enn þann dag í dag, á náðir
hins “allsvaldanda”; hræddar og
hrjáðar og þjakaðar manneskj-
umar leituðu þá eins og nú at-
hvarfs, hjálpar og huggunar hjá
þeim, sem þær á sína vísu trúðu,
að ætti máttinn öllum framar.
Og ekki að ófyrirsynju óttuðust
menn, og óttast, það sem vel má
kalla “refsingu”, sem búin er
hverjum þeim, sem ekki vill fela
sig Guði, ógn, sem meðal annars
birtist í órjúfandi náttúrulög-
málum, sem engum tjóar að ætla
sér að yfirbuga, heldur verður
að “hlýða”. Óttinn og hlýðnin
voru öllum skiljanleg hugtök og
sjálfsögð. En mennirnir hafa
líka með langri reynslu getað
lært að þekkja “mildi” þessa
máttar, ef lífið er í samræmi við
hans volduga boð. Mennirnir
hafa kannað náð Guðs, sem er
óendanleg, ef keppzt er af heil-
um hug að nálgast hann, sem
öllum ann, og elska hann á móti.
Vissulega má segja, að trúar-
lífið sé að ýmsu frábrugðið öðr-
um menningarfyrirbrigðum, þótt
af sömu rót sé, og að sú þróun,
sem nú er lýst, hefði bæði getað
gerzt með þeim, er í fásinni
lifðu, og eins við fjölmenna
sambúð. Vissulega leitar manns-
andinn til hins æðra oftlega,
ekki sízt á einverustundum,
eins og áður var minnst á, enda
finnur maður þá minnstan styrk
frá hálfu annarra manneskja og
er opnari fyrir áhrifum alnátt-
úrunnar, en hún er, rétt skilin,
ávallt í samræmi við höfund
sinn. En um þetta hefir maður-
inn þó í öndverðu orðið að öðl-
ast nokkura hugmynd við sam
lífisþjálfun. Og þróun trúarlífs
ins á ytra borðinu, í trúarbrögð
um, var lítt hugsanleg, nema af-
skipti fleiri manna gætu átt sér
stað, svo sem nokkuð var rakið
og þá fyrst hefir t. d. fram-
kvæmd trúarsiða, sem er mik
ilsvert atriði, getað þroskazt, er
sameining gat orðið um þá og
uppihald þeirra. Þá hafa og í
annan stað hin mannlegu áhrif
átrúnaðarins — trúarinnar —
fyrst getað komið í Ijós, er menn
sýndu þau í umgengni og sam-
skiptum við aðra. Ber þetta þann
ig allt að sama brunni.
En þegar nú lífið og þroskinn
er skoðað í þessu ljósi, hversu
bert verður þá ekki, að mönnun-
um ber að lifa saman í “ást og
eindrægni”, til þess að áorka
sem mestu sameinaðir, því að í
því er krafturinn fólginn til enn
öflugra trúarlífs og betri daga
þar sem Guð gefur frið og far-
sæld. Maðurinn er, almennt
skilið, ekki skapaður til þess að
S E L K IRK
MANITOBA
:«(Kircict(icici««tcieteicectcte«ictcietc>ctc«!cie«tret(tstc«ieici<ictc(MtC{
BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR
nccrcc’i
LIJHECE YAC D
Phone 74 — The Lumber Number
1
I
s
I
I
3
g
«
I
I
Mtl»!>l»33»aiKSlX3!%a3)SlSl3lIt3»»lS>3l9l3i333lSl9l»)t9l»SiSl»at>llt)»»tl«S>
tctctctctctctctctctctctctctctctctctctccetcictetc-cittctctctctetcíetetctctctcteecicteectetctctctctctcic*
V «
The Lisgar
*
%
%
5
w
5
w
y
s
S
Þar sem góðhugurinn ríkir
Óskar öllum viðskiftavinum sínum
gleðilegra jóla og farsæls og
auðnuríks nýárs.
H. PAULEY, róðsmaður
S
SELKIRK
MANITOBA
)»»»»»»»»»»»3<»3.3l3<%»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»k»K»»
i
| Blue Ribbon
Quality Products
COFFEE
A rich and flavory blend
of freshly roasted, moder-
ately priced coffee.
TEA
Always a favorite because
it is always so delicious.
BAKING
POWDER
Pure and Wholesome
Ensures Baking Success
"1
»»»»»»»»)<»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»
tcictccecictctceeictcicte'ctctctcteietctetetetetetete'eectesste’ctctctcteietc'etctctceetcteectctetctctcA
y
I
I
I
I
I
I
9
l
9
I
I
8
g
8
Sinclairs Tea Room
Árnar öllum íslenzkum viðskiftavinum
sínum gleðilegra jóla og góðs og
farsæls nýárs.
lair’
Sinclair’sTea Room
SELKIRK
MANITOBA
s
I
1
«
1
1
fl
,*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»
vera einn, og allir eru bræður.
Enginn er frá grundvelli öðrum
meiri, nema hann hefjist af
manngildi og irú, sem hann sýn-
ir í verkum. Þessi regla er al-
gild, hvar sem mennirnir lifa og
hrærast, og hún er alkristin, boð
uð í kenningu og í lífi höfundar
trúar vorrar. Menningunni var
gefið að lyfta trúnni. En trúin
ein getur hafið menninguna upp
í æðra veldi. Þess vegna mega
þær aldrei verða viðskila hvor
við aðra.
Jólin eru samfagnaðarhátíð
frá upphafi vega sinna. Þau
tákna toppinn á því menningar-
stigi mannsins, sem gerði hann
hæfan til móttöku fagnaðarboð-
skaparins og tilkomu Guðs rík-
(Frh. á bls. 5)
tetcteeetetctctcteteteteteteicte’cieietetetetetetetctetctetctetetetetsietetetetetetctetcectctctctcectctcí
v 4
INNELEGAR JÓLA OG NÝÁRSKVEÐJUR
ARLINGTON PHARMACY
Prescription Specialists
SARGENT and ARLINGTON
SIMI 35 550
í»»MHt»K»»»»»»»»»»k»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»k»
isctctctcececeetetctetetetetetetetetetetetetetetetc’etctetctctetceetctetcecectctctciwctctctcictctMf
INNILEGAR
JÓLA OG NÝARS
ÓSKIR
• «
TIL VORRA
ÍSLENZKU
VIÐSKIPTAVINA
I
Notre Dame and Adelaide
Simi 87 647
tl»»»»»»»»»»»%»»»»»»»3l»»»3<»»»»»9<»»»»%»»»»»»»»»»»»»»»>
tetcectcectctetetceetctctetetetetetetetcteteieieteteicteteeeeeteie'ctetetetcteteecictciceeectei
Að hátíð hátíðanna, sem í hönd fer
og árið komandi megi verða íslend-
ingum í Selkirk og annarsstaðar
gleðirík hátíð og blessað, farsælt ár.
T H O M A S P.
HILLHOUSE 1
jX
Barrister «
* SELKIRK MANITOBA %
8 ‘i
l l
v»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»3í3í»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»
The Home
Of the Chevrolet.
LIMITED
Oldsmobile and Chevrolet
Representatives
Complete
Auto and Truck Service
275 MARYLAND STREET - - WINNIPEG
and KENORA, ONTARIO
I