Lögberg


Lögberg - 08.04.1948, Qupperneq 6

Lögberg - 08.04.1948, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. APRÍL, 1948 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. Mulready kinkaði aftur kolli. Hún fór út úr herberginu frá þeim og kom aftur að vörmu spori með pappír og blýant. Mulready tók við pappírnum og blýantinum, en hendur hans skulfu svo að tilraun hans varð árangurslaus. “Eg vil fá að vita hvers vegna að þú skrifaðir til Constance Bryden”, sagði Drake; “var það til þess að óska henni til hamingju?” Nei, það var auðséð á Mulready að það var ekki aðalefni bréfsins. Það var einnig auðséð, að hugsun hans var skýr og ósködduð, og það var auðséð á augnaráði hans, að hann hafði eitthvað það í huga sem að hann helzt hefði vilj- að gjöra Drake skiljanlegt, og hann tók augun aldrei af honum. “Eg þreyti hann”, sagði Drake að síð- ustu. “Má ég tala við þig?” Stúlkan benti honum að koma með sér í ytra herbergið og var andúð henn- ar í garð Drakes alveg horfin, þar sem einnig hans framkoma hafði tekið stórum breytingum á örstuttum tíma. Drake var að reyna að átta sig. — Hann hafði svo lengi haldið að Mul- ready væri erkióvinurinn í sorgarleik þeim sem háður var, og það var erfitt að gjöra sér grein fyrir því að hann gæti verið saklaus. En samt virtist neitun hans á því, að hann hefði viljað vinna Constance eða Drake mein, bera á sér öll merki sannleikans. “Heldurðu að hann muni verða fær um að tala bráðlega?” spurði Drake gætilega. “Eg skyldi ekki vera að gjöra honum eða þér ónæði, eins og á stend- ur, ef ég væri ekki í eins miklum vanda staddur og ég er. Þú lest blöðin?” “Já!” “Þú hefir lesið um það sem þau nefna “leyndarmálið í Faring”. Eg er laute- nant Drake — maðurinn sem ætlaði að giftast brúðlurinni sem hvarf kvöldið áður en við ætluðum að gifta okkur”. Þrátt fyrir sínar sorgir, leit stúlkan á Drake með endurvöknu athygli. “Mulready var sakaður um hvarf Constance Bryden”, hélt Drake áfram. “Hann Tony minn?” spurði stúlkan standandi hissa. “Já, hún hafði fengið bréf frá hon- um — hún þekti hann — og ég hafði ástæðu til að halda að hann hefði rægt mig við hana af hefndarhug til mín”. “Til að hefna sín á þér?” spurði stúlkan hissar “Hvers vegna hefði hann átt að gjöra það?” “Eg veit það varla. Hann reiddist við kunnihgjafólk mitt og ég held við mig. Hvar hefir hann verið síðan á þriðju- daginn?” “Þarna í herberginu”, svaraði stúlk- an blátt áfram. Hér kórónaði hvort leyndarmálið annað! Erkióvinurinn, maðurinn sem menn héldu að valdur væri að óþokka- pörum þeim sem framin höfðu verið, hafði legið aðframkominn dauða og ekki megnað að vinna neinum mein, allan tímann sem Drake og aðrir höfðu verið að leita hans. Til hvers hafði þá bréf hans til Drakes verið skrifað? -— í því voru hótanir um óvæntar og átak- anlegar fréttir, eða fyrirburð sem ske átti á vissum degi og fréttirnar reynd- ust að vera alvarlegar og átakanlegar. Það er ekki annað hægt að sjá, en að Mulready hafi í bréfinu verið að segja fyrir um hvarf brúðurinnar. En samt — “Því vildirðu ekki gangast strax við því, að Mulready væri hér?” spurði hann stúlkuna, og grunsemd vaknaði á ný í huga hans. “Hann kom hér til að fela sig”, sagði stúlkan; “þeir sögðu að hann hefði eytt peningum sem hann átti ekki. En hann borgaði það nærri allt til baka — það gerði hann. Eg hélt að þú kæmir frá lögreglunni”. “Lögreglan kærir sig ekkert um hann”, sagði Drake, “nema að komast að sannleikanum í mínu máli. Þú þarft ekki að óttast að hann verði lögsóttur. “Nei, það er víst satt; hann verður aldrei lögsóttur”, svaraði stúlkan og brast í beiskan grát, sem þýddi að Mulready væri að deyja. “Hefir hann allt sem hann þarfnast — læknishjálp?” spurði Drake. “Læknirinn hefir komið — hann Dr. Richards, en hann er orðinn gamall og hefir meir að gera, en hann kemst yfir. Eg held að hann hafi ekki getað gjört horium neitt gott”. “Eg skal ná í góðan 1 ækni”, sagði Drake; “og ef hann þarfnast einhvers — sérstakrar næringar —” “Kærar þakkir!” sagði stúlkan; “en ég hefi peninga nú, en það er bara of seint. Það var bréf til hans á pósthús- inu eftir miðjan daginn í dag — hann sendi mig eftir því á pósthúsið — það voru peningar í því”. r “Gat hann þá talað?” “Aðeins eina setningu”. “Eg held að það sé eitthvað sem hann vill segja mér”, sagði Drake. Eg vil ekki gjöra á honum meira ónæði en nauð- synlegt er, en ef hann skyldi segja eitt- hvað á meðan að ég er í burtu, þá reyndu að heyra og muna það sem hann segir. Viltu gjöra það? Hann hefir ef til vill eitthvað að segja sem er ósegjan- lega þýðingarmikið fyrir mig. Má ég koma til baka aftur?” “Já”, sagði stúlkan lágt, og Drake fór út úr herberginu. Hann hafði tekið miklum svipbreyting á meðan að hann var þarna inni — svo miklum, að Jerry veitti þeim eftirtekt. “Fannstu hann, hera? Börðust þið?” spurði götuþjónninn með ákefð. Drake svaraði með því, að taka fimm punda seðil og tvo eða þrjá gullpeninga upp úr vasa sínum. Rétti að Dunning og mælti: Hérna, þú hefir unnið vel fyrir peningunum. Farðu nú til þíns fyrra verks og Drake skildi við ha.nn án þess að svara spurningum hans. Fyrsta verk Drakes var, að senda símskeyti til Sparks og segja honum frá að hann hefði fundið Mulready, svo fór hann að útvega læknir ,eins og hann hafði lofað, og hann braut heilann um viðhorf mála sinna frá hinu nýja sjónarsviði, sem þau höfðu nú tekið. Fyrir hálfum klukkutíma síðan hafði hann hatað Mulready eins og versta óvin, en hann hafði ef til vill verið al- saklaus frá því, að bera nokkra óvild til hans eða þeirra. Hinir fallvöltu dóm- ar mannanna geta leitt þá til margvís- legra synda; Drake fyrirvarð nú sjálfan sig fyrir hefndarhug þann, er hann hafði borið til Mulready. Læknirinn fór inn til mannsins veika og skoðaði hann, en kom svo fram í herbergið þar sem Drake beið. Lungna- bólga ásamt meðfylgjandi kvillum voru að ná yfirráðum yfir lífsþrótt lögmanns ins. — “Hann lifir ekki af nóttina”, sagði læknirinn afsíðis við Drake. Svo fór hann og lofaðist til að koma aftur eftir lítinn tíma. • “Eg hefi enga tilhneigingu til að þrengja mér hér inn, en má ég bíða hér dálitla stund?” spuijði Drake. “Þér er það velkomið!” svaraði stúlkan þreytulega. “Eg held að hann vilji sjá þig”. Máske að gátan yrði ráðin eftir allt. Drake fór aftur inn í herbergið til sjúka mannsins og stóð við rúm hans. Mul- ready hvesti aftur á hann augun, og reyndi að tala, en gat ekki, svo að síð- ustu sneri hann höfðinu frá Drake með vonleysissvip á andlitinu. Drake var nú sannfærður um, að Mulready byggi yfir einhverjum leyndardómi sem sneijti hann sjálfan, en sem hann megnaði ekki að segja frá. Drake fór aftur inn í ytra herbergið og settist niður, en stúlkan beið við rúm sjúklingsins. Eldri konan, sem haldið hafði áfram við sauma sína, leit upp og á Drake. “Er hann að deyja?” spurði hún mjög lágt. — “Eg er hræddur um það“, svaraði Drake. Konan hélt áfram að sauma. “Vesalings Margrét!” andvarpaði hún. “Vesalings Margrét”. “Það er eins og henni þyki vænt um hann”, sagði Drake. “Vænt um hann? Ó, já! Hann var heitbundinn henni og ég held að hann hefði staðið við heit sitt. Hann var góð hjartaður maður, og ef það bar við, að hann gleymdi henni í viðskiftum sínum við fólk sem ofar stóð í mannfélagsstig- anum, þá var það, held ég, sökum þess, að viðskiftahagnaðarvon hans var þar meiri. Hann var alltaf fáorður um við- skiftamál sín, sem fjarlögðu þau stund- um, en hann leitaði alltaf til hennar á ný, þegar erfiðleikarnir krepptu að”. Svo að þessi galgopi, sem með svo miklu yfirlæti umgekst fólk á Breiða- vatni, var eftir allt hjartagóður maður og trúr elskhugi umkomulítillar stúlku. Jæja, það var vissulega ekki ávalt sann gjarnt að dæma menn eftir útliti og framkomu, og Montrose hefir hlotið að yfirsjást þegar að hann gaf Mulready óþokkanafnið. Að minsta kosti fanst Drake það nú, þar sem hann sat í fá- t^eklega herberginu við hliðina á her- bergi því, er Mulready beið dauðans í. Skyldi hann geta talað áður en dauð- inn hremmdi herfang sitt? Væri nokk- ur vegur til að lengja líf hans, og hrífa hann úr höndum dauðans á elleftu stundu? Drake vonaði einlæglega að af honum mundi brá, en svo kom læknir- inn og sagði að það væri vonlaust. Þetta var um miönæturskeið. — Svo kom svalkaldur morguninn, og Drake fann kuldahroll leggja um sig þar sem hann sat og beið. Skyldi hann fá mál- ið? Eða skyldi þögnin ríkja til enda? Og ef að hann gæti talað, skyldi hann þá hafa nokkuð ákveðið að segja, nokkuð, sem varpaði ljósi á flótta Constance til Lundúna? Ó! Hvað var Constance að aðhafast í þessari víðáttumiklu borg? hugsaði Drake og leit út um gluggann, út á göt- una og húsin hrörlegu, sem stóðu hin- ummegin við hana og aðeins var hægt að greina í sundur í hálf birtu sumar- morgunins. Hvað gat hún verið að gjöra ein í hinum ægilega manngrúa, í þess- ari borg strits, stríðs o gsyndar — hún sem alltaf hafði verið vernduð frá hin- um grimma og alvarlega virkileika lífs- ins? Við hvaða efasemdir, eða ótta átti hún að stríða? í hvaða hluta borgarinn- ar beið hún þess að nýr dagur rynni, að- skilin frá vinum og vandamönnum? Þetta var allt svo sorgleg og hjarta- skerandi leyniflækja, og eini maðurinn sem máske hefði getað varpað birtu á hana lá aðframkominn dauða í næsta herbergi og gat ekki orð mælt. Það birti í loftinu. Hreyfing heyrðist á götunni. — Skrölt í flutningsvögnum, mjólkurvögnum, bjölluhljóð á fólksflutn ingavögnum; svo kom blísturshljóð frá eimreiðum á vagnstöðinni. Göfubátarn ir á Tames létu líka til sín heyra og dag- urinn ljómaði yfir borginni, en Mul- ready hafði ekki talað eitt einasta orð. Drake var vákinn upp frá þessum hugsunu msínum með hreyfingu í næsta herbergi. Lágt hljóð og stuna fylgdi hreyfingunni. Eldri konan, sem hafði setið dottandi á stól við arininn, reis á fætur og gekk að herbergisdyrunum sem Mulready lá í og Drake á eftir henni. — Stríðið var á enda, og loku skotið fyr- ir, að Mulready mundi nokkurn tíma opinbera leyndarmál sitt. Drake sá undireins að hann var dáinn, sá eldri konuna taka í hendina á þeirri yngri og leiöa hana út úr herberginu, en itann stóð og horfði á manninn, sem hann hafði til skamms tíma trúað, að væri svarinn óvinur sinn. Trúði hann því nú, nei, undrunarsvipurinn á andliti hans, þrá haris til að tala og vinsamlegt augna ráð, var sönnun þess, að svo var ekki, það hélt Drake, að minsta kosti. Mulready var látinn! Hann hafði bar- ist áfram og upp á við, og sól velgengn- innar vermdi hann um stund, en svo komu erfiðleikarnir — veikindi og dauði. Drake virti lífvana leyfarnar fyrir sér með djúpri meðaumkun. Maðurinn hafði án^efa verið breizkur — hann hafði frámið verk sem spursmál var um, hvort heiðarleg gætu kallast, en ef stúlk an, sem hafði unnað honum sagði satt, þá reyndi hann að bæta brot sín, og máske að þeim sem miklum freistingum mætir, verði og mikið fyrirgefið. En það voru grimm örlög, að vörum hans skyldi vera lokað þar sem orð hans hefðu máske getað haft svo mikla þýðingu fyrir aðra. Drake var a ðsnúa sér við til að ganga út úr herberginu, þegar að hann tók eftir blaði sem lá á rúmábreiðunni. — Það var eitthvað skrifað á það. Hafði Mulready aukist þróttur þessa litlu stund sem hann var skilinn eftir einn, í fáar mínútur, eða á meðan hinni gætnu hjúkrunarkonu hans rann í brjóst við sjúkrabeð hans? Drake tók miðann og gekk með hann út að glugganum. Máske að þetta sé ,svar upp á leyndarmálið, eftir allt? XXI. KAPÍTULI Óklárað bréf Archibald Drake gekk í vestur snemma um morguninn í björtu sól- skini og hugsun hans var á ringulreið út af hinum mörgu og mótstæðilegu hugsunum hans nóttina áður. Angur hans hafði breyst í undur, sívaxandi undur, sem hafði náð hámarki sínu þeg ar að hann fann blaðið, sem fallið hafði úr hendi hins deyjandi manns. Hugsanir Drakes voru á svo mikilli ringulreið, að hann gat ekki komist að neinni skynsamlegri niðurstöðu og á- setti sér því, að fara og hitta vin sinn Wayne lögfræðing og leita góðra ráða lijá honum.Svo hann lagði leið sína beint til The Temple. Hann barði þar á Sköðgarðshliðið og dyravörðurinn kom með stírur í augum og opnaði hliðið fyrir honum. Það var enn snemma morguns, svo hann gekk um í Temple-garðinum um tíma, og það sem stóð í ókláraða bréfi Mulready gat ekki horfið honum úr huga. “Eg sendi lykilinn til hennar. — Eg sendi lykilinn til hennar”. ' Það var allt sem Mulready hafði sagt honum. Og það gat ekki verið neinum vafa bundið, að hinum látna langaði til að segja honum eitthvað þýðingarmik- ið, sem máske hefði varpað ljósi á þetta óskiijanlega leyndarmál; en þessi orð — þessi fáu orð, var eina upplýsingin sem að hann gat gefið. “Eg sendi ungfrú Bryden lykilinn!” — Þetta voru orðin sem stóðu á blað- inu og ekkert meira. Hendurnar þreyttu og veiku hendurnar gátu ekki skrifað meira. Drake las þessi orð yfir hvað eftir annað, eins og að hann vonaðist eftir að finna einhverja hulda meiningu í þeim. En maðurinn deyjandi fékk hon- um í hendur ráðgátu sem engin ráðn- ing virtist sjáanleg á. Að síðustu gekk Drake til skrifstofu Waynes, upp stigann og barði hart á dyrnar. Eftir litla bið, var hurðinni lokið upp. “Er þetta virkilega þú, Archie!” sagði Wayne, “þú ert hvítur eins og nár. Héf- urðu — hefurðu fundið hana?” “Nei”, svaraði Drake; “en ég hefi fundið Mulready”. “Ó, þorparann í leiknum”, sagði Wayne. Eftir litla stund bætti hann við: “Þú hefir þó ekki framið neina óhæfu?” “Nei”, svaraði Drake. “Eg hefi ekki framið neina óhæfu. Eg fann Mulready og hann er dauður”. “Hvað segirðu?” spurði Wayne og hopaði nokkur spor aftur á bak, ótta- sleginn, því hann vissi vel, hverskonar hug maðurinn bar til Mulready. “Hann er dauður”, endurtók Drake dauflega; hann dó í morgun. En veiztu, Wanye, að ég hefi haft hann fyrir rangri sök”. — “Sestu niður, þú lítur út fyrir að vera dauðþreyttur”, sagði Wayne vingjarn- lega. “Þú hefir ekki sofið dúr í nótt, spái ég”. — “Eg — nei, hvað gjörir það til?” Drake lét fallast ofan í stól og breyt- ingin á honum, frá því að hann kom inn á skrifstofu Wayne fyrir fáum dögum, vongóður, glaður og hugdjarfur, var mikil. — “Mulready hefir legið veikur og rúm- fastur allan tímann sem við hugðum hann vera önnum kafinn við sín óþokka- brögð”, sagði Drake. “Hann var svo veikur, að hann mátti ekki iriæla, þó liann reyndi mikið til að segja mér frá einhverju. Hann skrifaði fá orð á blað. Hérna eru þau”. Drake rétti Wayne blaðið, með orð- unum á, og var skriftin líkara barna- pári, en lærdómsmanns-skrift. Wayne tók við blaðinu þegjandi og las með undrun það, sem á því stóð. Drake sagði honum svo allt sem kom- ið hafði fyrir um nóttina. “Spursmálið er nú”, sagði Wayne, hvort yið eigum að skoða bréf Mul- ready til Constance sem orsök og af- leiðing. Það hefir hlotið að vera eitthvað alvarlegt sem kom henni til að fara til Lundúna”. Hann hugsaði sig um all lengi; og spurði svo: v

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.