Lögberg


Lögberg - 22.04.1948, Qupperneq 2

Lögberg - 22.04.1948, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL, 1948 Sigfús Jónsson: Ferðasögubrot * Þar skal þá fyrst koma máli1 okkar, að lengi höfðum við látið okkur dreyma um ferðalag til Suðurlands, en nú skyldi sá draumur verða vökudraumur. Þess er rétt að geta, áður en lengra er farið, að þessir “við” erum fjórir Akureyringar: Ed- vard Sigurgeirsson, Sigfús Jóns- son, Stefán Sigurðsson og Lárus Eggertsson. Og 9. ágúst á því herrans ári, sem nú er að líða, lögðum við af stað. Við höfðum kappkostað að útbúa ókkur með allan fararreiða til útilegu, og var því all-þröngt í bifreiðinni strax í upphafi, en þó þrengra, er Lárus bættist í hópinn í Reykjavík, en þangað var hann kominn á undan okkur. Ekki skal dvalið frekar við ferðalagið til Reykjavíkur, sú leið er svo fjölfarin og alþekkt. Og ekki ætlum við heldur að gera dvöl okkar í Reykjavík að um- talsefni. — Nei, við ökum undir heiðum himni og skínandi sól austur yfir Hellisheiði. Þess má geta nú þegar, að veðr ið var hið ákjósanlegasta ferðina á enda. í þetta sinn lét veðrið ekki á sér sannast þá miður vin- gjarnlegu kenningu, að það líkist um hverfulleik kvenfólkinu og stríðsgæfunni. Okkur reyndist það glaður og ósýtinn ferðafé- lagi. — En nú erum við í Hveragerði. Hér er það, sem listamenn okkar og skáld, og reyndar stjórnmála- menn líka, reyna að halda á sér hita um hásumarið. Hér er það, sem kunnáttumenn með aðstoð jarðhitans breyta íslenzku “gerði“ í aldingarð. Hér finnst okkur, að samtíðin sé þó að leggja einn stein í þá undirstöðu, sem framtíð ís- lenzkra byggða verður að hvíla r * a. — Hér hittum við mann einn skeggjaðan mjög, og kom okkur sá kunnuglega fyrir sjónir. Enda fór svo, að við kenndum þar gamlan kunningja og góðan, Lárus Rist, leikfimikennara, sem nú er sundlaugarstjóri í Hvera- gerði. Við ókum áfram austur blóm- legar sveitir. Nöfnin þekkjum við: Ölfus, Flóa, Holt, Rangár- velli og Landleyjar. Við lítum í fyrsta sinn gamla og góða kunn- ingja af myndum og frásögnum: Gljúfrabúa, Seljalandsfoss og Skógafoss. Allir eru þeir þekktir úr söngvum og kvæðum. , Fagurt er undir Eyjafjöllum, sveitin sérkenileg og svipbrigða- rík. — í fjarska á aðra hönd er hafið og Vestihannaeyjar, en jöklarnir tveir á hina, með hamrahlíðum og hengiflugum. Uppi undir grasi grónni hlíðinni með hamrabeltunum, stendur röð af bæjum. Háværir lækir lyfta sér í fossum fram af kletta- brúnunum, en læðast svo lát- laust og hljóðlega fram hjá bæj- um um tún og engjar á leið sinni til lokadægurs. En Eyfellingar hafa ekki látið sér nægja að hlusta á lækjar- niðinn, því að nú veitir orka lækjanna velflestum bæjum þar ljós og hita. Veður var gott eins og endranær, og urðum við því eigi varir hinna víðspurðu svipti vinda, sem eiga það til að kippa heyböggum neðan af engjunum upp á hamrabrúnir og þeyta fullorðnum karlmönnum í loft upp. Vig fylgdum því jörðinni austur með Fjöllunum. í Vík í Mýrdal höfðum við all- langa viðdvöl. Olli því bilun á bifreiðinni. En vel er varið nokkr uih klukkustundum í Vík. Kauphúnið á sem kunnugt er við algert hafnleysi að búa. — Hér örlar ekki aldan á steini, heldur ólmast. Hún líður ekki á- fram, heldur fer hún hamförum með ofurafl höfuðskepnanna í fanginu. öskri brimsins verður til einskis jafnað nema sjálfs sín. Mörgum bátnum hefir það bú- ið þau örlög, að brotna í spón, og mörgum manni aldurtila. En tímarnir hafa breytzt og hér til batnaðar. Ægir hefir að vísu ekkert skipt um skap. Ennþá þyl ur hann sinn dauðasöng við sanda og kletta Víkurkaupstað- arins, en nú lætur sá söngur öðruvísi í eyrum Víkverja en áð ur fyrr. Sjósókn er mikið til úr sögunni. Allar vörur að og frá kauptúninu eru nú fluttar á bif- reiðum. Við skoðuðum staðinn lengi dags. En ekki lét brimið á sér bæra. Reynisdrangar eru alltaf eins, þar sem þeir standa eins og verðir framan við björgin, lítið eitt úti í sjónum. Þarna morar allt af fugli, bæði á sjó og landi. Senn er dvölin í vík á enda. — Við höldum austur Mýrdalssand. Að baki okkar liggur Múlakvísl. Hún er regluleg jökulham- hleypa. En nú er hún brúuð, og er því ekki lengur þrándur í götu ferðamanna. Framundan blasir við Hafurs- ey, há og myndarleg, og í fjarska sést blika á öræfajökul. Laust eftir miðnætti náðum við að Kálfafelli í Fljótshverfi, og gistum við þar. Hér verða með nokkrum hætti þáttaskipti í ferðalaginu. Hingað hefir bifreiðin og okkar ágæti bifreiðastjóri skilað okkur, þó að misjafn hafi vegurinn verið. En nú verður ekki ekið lengra í vagni. Nú taka skaftfellsku hestarnir okkur á bakið, og skaftfellskir fylgdarmenn vísa okkur veginn yfir jökla, vötn og sanda byggðarlagsins. Akvegir lengjast og bifreiðum fjölgar, en seint munu þær leggja leið sína um skaftfellsku sveit irnar austan Fljótshverfis. Hér mun íslenzki hesturinn enn um stund halda ríki sínu, og reynast enn sem fyrr hlutverki sínu vaxinn. Er það ekki einmitt þetta, sem fullkomnar ferðalag um Austur-Skaftafellssýslu? Það mundi skorta á ferða- gleðina um þessar slóðir, ef hest- urinn væri ekki með. Þó að land ið væri hið sama. Litlu, íslenzku hestamir okkar eiga svo vel heima í þessari hrikalegu náttúru-umgerð. Þeir auka á þá tilfinnnigu, sem mest gerir vart við sig, þegar farið er um þessar slóðir: hve við erum smáir, máttvana og öryggislaus- ir í þessu hrikalega umhverfi eyðisanda, jökulvatna og snæ- krýndra háfjalla. Og nú flytja þeir okkur austur Skeiðarársand. Hinn þjóðkunni ferðagarpur, Hannes á Núpsstað er í fylgd með okkur. Fórum við nú austur leirurnar og tókum stefnu fyrir hamra- gnúp, sem er geysimikið fjall, með gríðarháu óg snarbröttu hengiflugi á þrjá vegu. Skagar hann langt fram á flatneskjuna. Og mikilúðlegur mun hamra- gnúpurinn hafa verið í augum Brennu-Flosa, er hann eftir Njáls brennu sá hann í draumi sínum opnast og Járngrím ganga út úr honum og nefna nöfn margra vina og fylgismanna Flosa, er seinna voru allir vegnir. Núpsvötn voru góð yfirferðar, enda kvað Hannes þau sjaldan eða aldrei hafa verið svo vatns- lítil sem í sumar. Um það bil á miðjum sandinum kom Stefán bróðir Odds í Skaftafelli á móti okkur, og flutti hapn okkur aust ur yfir sandinn, en Hannes hélt til baka. Hópur ferðamanna kom með Stefáni að austan, og var Stefán Þorvaldsson, hinn víð- kunni ferðamaður og póstur, fylgdarmaður. Hann er nú hátt á áttræðisaldri, og kvaðst nú vera hættur að fylgja öðrum, en í þess stað yrði að fylgja sér. En þó mun Stefán karl ennþá fær um vötn og sanda sýslu sinnar, og svo mun, meðan hann getur óstuddur á hesti setið. Ferðin gekk greiðlega austur sandinn, enda voru engin “ný- vetni” til farartálma, en nývetni kalla Skaftfellinga kvíslar, sem skyndilega kunna að brjótast undan jöklinum. Fórum við yfir Skeiðará á jökli. Við hugðum að tjalda í Bæjarstaðaskógi um nóttina, og gerðum það, en . hélt heim að Skaftafelli með hestana. Ætlaði hann að sækja okkur daginn eftir Það eru stórfengleg viðbrigði og óvænt, eftir að hafa farið um eyðisand mikinn hluta dags með fram jökulrótum og loks yfir jök ul, að koma allt í einu í ilmandi skóglendi einn stórvaxnasta skóg landsins. Slík stakkaskipti náttúrunnar eru mikilfengleg og hrífandi, og Öræfin eru auðug að þessum og þvílíkum andstæð- um sem ógna og heilla hug ferðamannsins samtímis. — Dvöl okkar í skóginum var líkust því, sem lýst er í æfintýrum: Tjald okkar skýlt í grænum skógi: örstutt í skriðjökla á tvo vegu; beljandi jökulár og svartir sandar; næstum sjóðandi heitar uppsprettulindir, og að baki hæð ir og öldur undir hvolfþaki jökl- anna. Um kvöldið fórum við að Hita læk. Hitalækur sprettur upp við rætur Jökulfells. Er hann um 70 gr. heitur við upptök sín. En skömmu neðar er dálítill foss, og er gott að taka sér þar steypibað, enda notuðum við tækifærið til þess að þvo af okkur ferðarykið. Rökuðum við okkur og snyrtum um miðnæturleytið í tunglsljósi og var það harla æfintýralegt. — Nóttin var unaðsleg, og mun verða okkur minnisstæð. Bæjarstaðaskógur er stórvax- inn, en ekki víðáttumikill ,og heldur virðist hann eiga erfitt með að færa út kvíamar sökum uppblásturs. Þó er hann vel girt ur og vel hirtur. Morguninn eftir vöknuðum við snemma við dunur og dynki í skriðjöklinum fyrir botni Mors árdals. Fellur jökullinn þar fram af háum hömrum og molast mjöl inu smærra, er niður komur. Seinna um daginn kom Stefán í Skaftafelli. Lét hann okkur hafa hestana, en sjáflur þurfti hann á móti fðlki vestur á Sand. Riðum við nú þvert yfir Mors- árdal, og skáhalt upp á Skafta- fellsheiði. Er hún mjög skógi vaxin neðan til, en er hærra kemur, hverfur skógurinn um um stund. En er aftur fer að halla undan fæti, bólar á honum á ný, og sjáum við þá fljótt bæina í Skaftafelli. Þeir eru þrír og heita Hæðir, Sel og Belti. En áður en heim að bænum kom, fældist hryssa sú, er koffort in voru á með dóti okkar í. Var það í grófarskorningi nokkrum blautum. Þaut merin langt út í mýri, sleit af sér allar gjarðir og þeytti hafurtaskinu í allar áttir. Leit þetta all-ískyggilega út um tíma, en fór þó betur en á horfð- ist, þar eð ekkert skemmdist. Einn dag dvöldum við um kyrrt í Skaftafelli. En það var allt of stutt viðdvöl, því að margt er þar að sjsá og skoða. Skal þá fyrst minnst á útsýnið frá Skaftafelli, sem mun eitt hið fegursta, er getur að líta á landi hér. Hafrafell blasir við umlukt af Skaftárjökli og Svínafells- jökli. Efst í því er Hrútsfell, hrikaleg gnípa, en neðar eru drangar tveir, sem heita Fremri- menn og Efrimenn. Einnig má líta Kristínartinda og Skarðstinda; allt eru þetta stórfengleg fjöll, en skipa þó ó- æðra öndvegi í þessum fjallasal, því að sjálfur skipar öræfajök- ull með Hvannadalshnjúk á herð unum hásætið, þar sem hann ber við bláloft yfir jökulfannir. Ekki höfðum við tíma til að ganga á Hvannadalshnjúk, enda rak á hann þokuslæðing öðru hverju, og svo er oftast nær. En við gengum á Kristínartinda, og er þaðan víðsýnt. Saga ein er tengd við Kristínar tinda. Jökulhlaup herjaði Öræf- in, og er sagt, að allir Öræfingar ar hafi farizt í hlaupinu, nema kona ein er Kristín hét, sem kleif á tindana, er nú bera nafn henn- ar. — Er á daginn leið, hreinsaði Ör- æfajökull sig öðru hvoru, og höfðum við af Kristínartindum bezta útsýni til hans, og var það notað vel til að taka myndir. Á leiðinni niður gengum við á eystri brún Morsárdals, og sást þá greinilega, hvernig skriðjök- ullinn steyptist fram af hömrun- um í botni dalsins. Bæjargilið í Skaftafelli er hið fegursta og fullt af listaverkum frá náttúrunnar höndum. Það teygir sig niður að aurum Skeið arár. Neðst í því er dálítið lón, umgirt af skógarhríslum og und- urfagurt. Þarna í hvamminum er stærsta hrísla í Öræfum. Ofor í gilinu eru einnig smáhvammar. Þar eru einnig fossar, Hundafoss og Svartifoss. Svartifoss og um- hverfi hans er að mörgu leyti furðuverk. Gengt er undir foss- inn, því að bergbrúnin skagar fram og steypir af sér. Umgerð fossins er mynduð úr reglulega löguðu stuðlabergi, dökku að lit. Um kvöldið var sérstaklega fagurt sólarlag bak við Jökulfell, og var öræfajökull tandurhreinn og bjartur undir nóttina. Öræfasveitin er einangraðasta sveitin á landinu. Enginn kostur hefir það verið talinn, heldur hið gagnstæða. En fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. öræfingum hefir einangrun in kennt samhjálp og samstarf. Hjá þeim mun ennþá lifa margt gamalt og gott, sem er að verða þjóðsaga ein meðal annarra landsmanna. Þeir hafa þó engan afdalabrag á sér. Þvert á móti. Þeir eru al- veg eins og aðrir Islendingar. I framförum og myndarskap munu þeir engir eftirbátar annarra bænda, eftir því sem allar að- stæður leyfa þeim. Hin stutta dvöl okkar gaf okkur því miður ekki tækifæri til að kynnast ör- æfunum eða íbúufíí þeirra að neinu ráði. En það langt sem sú kynning náði, var hún okkur hin ánægjulegasta. Endurminningin um hina sérkennilegu og fögru sveit mun verða okkur hvöt til þess að heimsækja hana svo svo fljótt aftur, sem okkur er unnt. Með þessum hug kveðjum við öræfin og íbúa þeirra. Stígum við nú á bak hestum og ríðum til baka að Kálfafelli. Þar hittum við aftur bifreiða- stjóra okkar, sem hafði verið í heyskap og þrifizt vel. Töldum við að hann hefði lagt á sig í fjar veru okkar. Nú erum við komnir í bifreið- ina og hratt er ekið. Þó gefum við okkur tíma til að athuga Síð- una og það því fremur, sem við höfðum farið um hana í myrkri á austurleið. Má þar af mörgu nefna Dverg hamra, Foss á Síðu, Kirkjugólfið fræga, Systrastapa o. m. fl., að ógleymdu Eldhrauninu mikla og sögufræga, sem vegurinn liggur um. . Hugurinn hvarflar aftur í tím- ann. Hver okkar sér sína mynd á skuggatjaldi fortíðarinnar, og oflangt yrði að lýsa þeim hér. En eitt dettur okkur sameigin- í hug: Prófasturinn á Prests- bakka, sér Jón Steingrímsson. — Hér barðist hann ásamt samtíð sinni, við eldinn, hraunflóðið, hungrið og vonleysið — og sigr- aði. — Við komum að Múlakoti um kvöldið. Höfðum við ráðgert að fara þaðan inn á Þórsmörk, en hestar reyndust ófáanlegir sök- um heyjanna. Við fórum inn að Bleikár- gljúfri og skoðuðum þetta merki lega náttúrufyrirbrigði og sjald- gæfa á margan hátt. Þar sem ekkert varð af Þórs- merkurferðinni í þetta sinn, sem áður segir, ákváðum við að litast Fræðafélagið “The for the Advancement of Scandi- navian Study” heldur ársfund sinn á ríkisháskólanum í Norð- ur Dakota — University of North Dakota — í Grand Forks, N.-Dak., föstudaginn 30. apríl og laugardaginn 1. maí. Undir- búningsnefndina skipa þrír kenn arar háskólans, og er dr. Richard Beck, fyrrv. forseti félagsins, formaður hennar. Fundarstörf hefjast eftir há- degið á fstudaginn með því, að forseti háskólans, dr. John C. West, býður fundarmenn og gesti velkomna. Síðan flytja ýmsir háskólakennarar erindi um norræn efni, meðal annars flytur dr. Beck erindi um Grím skáld Thomsen. Á föstudags- kvöldið verður hin árlega veizla í sambandi við ársfundinn hald- in á Ryan Hotel. Fer þar fram söngur og ræðuhöld, en aðalat- riðið á skemmtiskránni verður kvikmynd í litum af Norður- löndum. Fundarstörf halda áfram fyr- ir hádegið á laugardaginn og fara þá fram kosningar embættis manna: nokkur erindi verða um í hinni sögufrægu Fljótshlíð, en halda sísðan til Þjórsárdals. Sum nöfn segja okkur langa sögu. Fljótshlíð er eitt þeirra. — Það ségir okkur kafla úr sögu íslands. Einmitt þann kaflann, sem bezt hefir lýst ást íslend- inga á landi sínu. Hér lifði og starfaði Gunnar á Hlíðarenda. Hér sneri hann aftur, því að “fögur er hlíðin”. Hér féll hann fyrir féndum sínum, því að “Gunnar vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fósturjarðar ströndum”. Hér fæddist skáldið Þorsteinn Erlingsson. Munu fáir hafa slegið fegurri og hreinni strengi í skáldhörpu sinni en hann. Það er eins og skyldleiki sé með skáldskap Þorsteins og lífi Gunnars á Hlíðarenda, og sjálfsagt hefir Þorsteinn átt Fljótshlíð mikið að þakka, og við eigum það öll, þó að nú sé lítið sem minnir á foma frægð, nema hvað Fljótshlíð er fögur sem fyrr, og fer ekki hjá því, að við réttum úr okkur á þessum stöðv- um og fögnum því að vera íslend ingar, því að “það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar sem hreystiraun einhver var drýgð”. Við erum staddir á Stöng í Þjórsárdal. Bæjarrústirnar hafa verið grafnar upp, og nú keppast fræðimenn við að skýra og skálda um þessar leifar liðinna tíma. — Allt er gott um það að segja. En þessar rústir minna okkur á aðra sögu — sögu, sem er að gerast þann dag í dag. — Eyðing einnig flutt. Eru allir, sem áhuga hafa fyrir norrænum málum og menningu, boðnir og velkomnir á fundina, og einnig heimil þátt- taka í veizlunni á föstudags- kvöldið. Félagið hefir, eins og nafnið bendir til, það markmið, að vinna að varðveizlu og eflingu norrænna meennta og menning- arerfða í Vesturheimi, og skipta félagar þess víðsvegar í Banda- ríkjunum og annarsstaðar nokk- urum hundruðum. Núverandi forseti þess er prófessor E. Gustav Johnson, North Park College, Chicago, góður Islands vinur, sem sótti Alþingishátíð- ina 1930; varaforseti er Dean J. Jorgen Thompson, St. Olaf College, Northfield, Minnesota, um langt skeið forseti norsku- deildar skólans; ritari og gjald- keri er prófessor Joseph Alexis, University of Nebraska, sem hóf þar kennslu í íslenzku nútíðar- máli fyrir nokkrum árum síðan, og heimsótt hefir byggðir ís- lendinga í Manitoba. Auk þeirra skipa stjórnarnefndina kunnir norrænufræðingar frá mörgum öðrum amerískum háskólum. aröfl þau, sem eytt hafa byggð í Þjórsárdal fyrir mörgum öld- um, hafa verið að verki í ýmsum myndum gegnum aldirnar í öll- um byggðum landsins, og þau vinna hvað ötulast á okkar dög- um, og með meira árangri en nokkru sinni fyrr. Hvar sem við förum um dali og afskekktar sveitir íslands, rek umst við á bæjarrústir, sumar grasigrónar og ömurlegar, en sumar hreykja hálfföllnum veggjum og skældum stöfnum. Þetta eru minjarúnir ósigra ís- lenzkra byggða og íslenzkrar al- þýðu. En eyðingin gerist æ djarf sæknari niður til lágsveita. Það er eins og hún færist í aukana við hvert nýtt býli, sem hún leggur í auðn, eins og hálfdauðir draug- ar eru sagðir hressast við, nái þeir í mannablóð. Þegar við stöndum hjá bæjarrústunum á Stöng, vaknar hjá okkur sú spurning, hvort byggðra bóla bíði sömu örlög. Framtíðin ein getur svarað því. Við vonum, að hún svari því neitandi. Tuttugasta öldin er öld ókyrrð- ar og athafna. Allir vilja gera mikið. Það er ólga í lífi einstakl- ings og þjóðar. Einkum bera hugsandi menn hér heima ugg í brjósti sökum æskunnar, sem upp er að vaxa á þessum tímum fljóttekins gróða og miður hollra hugsana. Á mörg ráð er bent til bjargar. — En mundi ekki eitt — og jafn vel eitt hið allra bezta — vera ferðalög um landið? Stígandi. KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheiimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. f BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED + + + + + + + + + + + + + + Arsfundur fræöafélags Society

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.