Lögberg - 22.04.1948, Side 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 22. APRÍL, 1948
3
Frá Þjóðrœknisþinginu síðasta
Efiir H. E. Johnson
ritara Þjóðræknisfélagsins.
(Framih. frá síðasta blaði)
1. Að þetta sé of seint. Við nöf
um verið að tala og ráðgera um
málið í þrjátíu ár og safna lof-
orðum í tíu ár, nú er komið að
framkvæmdum. Sé það helzt til
seint nú, má það ekki seinna
vera, að hafist sé handa. Fyrir
fjórum árum var sjóður stofnað-
ur, fimm þúsund dollarar að
upphæð. Nú er sá sjóður orðinn
70 þúsund dollarar að upphæð í
föstum loforðum. Mikill áhugi er
vaknaður um málið og engu síð-
ur hjá hinni yngri kynslóð til
dæmis í “The Icelandic Canadi-
an Club. Með samvinnu allra ís-
Ienzk*a félaga, mætti glæða þenn
an áhuga víðsvegar og ná tak-
markinu.
2. Fáir myndu stunda þetta
nám. Fjöldi stúdenta er ekki
hinn ábyggilegi mælikvarði fyr-
ir gagnsemi þessa náms. Ef við
viðurkennum, að íslenzkar bók-
mentir séu þarflegt innlegg til
menningar þessa unga lands, er
háskólinn heppilegasta út-
breiðslustöð þessarar íslenzku
þjóðmenningar og bókmennta. Á
þann hátt verndum við það sem
Islendingar í þessari álfu hafa
verið að berjast fyrir frá fyrstu
landnámstíð, að íslenzk menning
yrði viðurkend sem þýðingar-
mikið framlag til Kanadiskrar
menningar.
3. Hversvegna stofnar ekki há
skólinn sjálfur þetta kennara-
embætti? — Háskólinn hefir
ekki, sem stendur nægilegt fé til
að starfrækjast á viðunandi hátt.
Við getum ekki farið fram á það
við háskólann, að stofna prófes-
sors embætti fyrir eitt þjóðbrot
meðan svo stendur á. I því til-
felli yrði líka að gera hið sama
fyrir önnur.
4. Það eru önnur fyrirtæki
engu síður nauðsynleg. — íslend
ingum er innan handar að styðja
slík fyrirtæki eftir vilja og ástæð
um. Þessi nefnd hefir aðeins
þetta fyrir verkefni, að safna fé
fil að stofnað verði og starfrækt
prófessors embætti við Manitoba
háskóla í íslenzkum fræðum. —
Þetta ber ekki að skoða sem^tað
bundið fyrirtæki, það ætti að
skoðast sem fyrirtæki varðandi
alla Islendinga í allri Ameríku.
Enginn félagsskapur eða ein-
staklingar eru útilokaðir frá
þátttöku. Almennra framlaga
verður leitað þegar sjóðurinn
hefir náð hundrað þúsund doll-
ara upphæð og lagður tli háskól-
ans, í þeim tilgangi að þetta kenn
araembætti verði alltaf starf-
rækt.
5. Nemendur geta leitað þessa
náms annarsstaðar. — Sem stend
Ur verða kanadiskir nemendur
að leita slíks náms í öðrum lönd-
um. Kanadiskir stúdentar ættu
að eiga þess kost, að fullkomna
nám sitt í Kanada.
6. Hvers vegna stofnar ekki ís
enzka ríkið þetta embætti. ís-
|and getur ekki blandað sér inn
1 mentamál annars ríkis. Það er
hinsvegar engum vafa bundið
að ísland muni styðja þetta fyr-
h'tæki á ýmsan hátt, sé kennara
stóll í íslenzkum fræðum settur
hér á stofn.
7- Það myndi vekja óánægju
meðal annara þjóðflokka ef ís-
tendingar stofnuðu þetta emb-
ætti. — Háskólinn myndi taka
því með fögnuði, að aðrir þjóð-
flokkar stofnuðu slíkt embætti.
Það væri sómi íslendinga, að
hafa orðið fyrstir til þess, þar
sem við erum einna minsti
þjóðflokkurinn, að höfða tölu, í
tandinu.
8. Þetta er of há upphæð fyrir
íslendinga í Ameríku. Upphæð-
m sýnir vilja og þrekmensku ís-
endinga ásamt áræði þeirra. Ef
uPphæðin verður nógu há til
þess að standast straum af kenn-
ara, sem gefið getur allt sitt at-
hygli og starfstíma við starfið,
geetur hann leyst af hendi þýð-
ingarmikið rannsóknarstarf í ís-
lenzkum bókmentum. — Hann
gæti einnig gefið sig við víðtækri
félagsstarfsemi meðal Islend-
inga í Vesturheimi svo sem með
því að rita í blöðin og tímarit,
flutt fyrirlestra og gefið sig við
utanskóla kennslu. Hann yrði
líka bókavörður á því bókasafni,
sem stofnað yrði með íslenzkum
bókum við háskólann. Þetta gæfi
tilefni til margskonar samstarfs
milli íslenzka ríkis-háskólans og
Manitoba-háskólans.
Læknirinn taldi þessar ástæð-
allra helzt mæla með stofnun
þessa embættis:
1. íslenzkan er bæði klassiskt
og lifandi mál.
Það er hið eina tungumál í Ev-
rópu, sem er bæði nútíðarmál og
fornmál. Grískan og Latínan, sem
nú eru kend við háskóla eru ekki»
töluð né rituð nú á Italíu eðaH'
Grikklandi.
II. Við engar menlaslofnanir á
beíur við að kenna þetta mál en
háskólana.
Manitoba-háskóli ætti að veita
fræðslu í íslenzku og í slenzkum
bókmentum fyrir þessar ástæð-
ur: —
að í engum bæ eða borg, utan
Reykjavíkur, búa jafn margir
Islendingar, sem í Winnipeg, að
Winnipeg er miðstöð alls )slenzks
félagslífs í Ameríku.
2. Háskólinn í Winnipeg hefir
yfir fjögur þúsund bindi af bók-
um. — Þetta íslenzka bóka-
safn myndi stórum aukast með
bókasendingum frá Islandi og
með gjöfum einstaklinga.
Menningarsamband
4. Menningarsamband myndi
myndast og styrkjast með gagn-
skiftum á stúdentum og auka
áhuga fyrir menningarlegum
framförum og þekkingu á þeim
bæði hér og annarstaðar.
Prófessorinn
5. Hann myndi innleiða nýjar
kensluraðferðir í íslenzku, með
notkun hljómplata o. s. frv. og
vera tengiliður við skólastofn-
anir á íslandi.
6. Sem stendur eru þrjár teg-
undir af félagssamtökum, sem
styðja að viðhaldi íslenzks máls
og menningar. Má þar til nefna
þjóðræknisfélagið, og “The Ice-
landic Canadian Club; kirkjurn-
ar og dagblöðin sem starfa hver
á sínu sviði, menningarlega, trú-
arlega og félagslega fyrir áhuga
karla og kvenna fyrir viðhaldi
íslenzkra ménningar erfða í
Vesturheimi. Ef prófessorsemb-
ætti í þessum fræðum yrði
stofnað við Manitobaháskóla,
yrði það fjórði liðurinn, sem á
fræðilegan hátt, gæfi fræðslu
á grundvelli háskólalegrar
kennslu í sögu, bókmentum og
tungu íslendinga. Myndi það
stórum auka þekkingu og virð-
ingu margra fróðleiks manna á
menningu vors kynstofns.
Dr. Thorlaksson skýrði enn-
fremur frá því, að líkindi væru
að sjóðurinn kæmist upp í hundr
að þúsund en til að tryggja kenn-
ara á fullum launum þyrfti sjóð
sem væri að minsta kosti hundr-
að og fimmtíu þúsund dollarar.
Allir kannast við, að þetta er
mikið fé fyrir fáa og tiltölulega
fátæka Vestur-íslendinga, en
með almennum samtökum er
vel hægt að safna þessu fé. Þeir
sem á annað borð hafa nokkurn
áhuga fyrir verndun íslenzks
máls og menningar gætu ekkert
gert sem betur tryggir verndun
þeirra þjóðernislegu verðmæta,
hér í álfu. Hugsanlega verður
hægt að byrja kennslu þegar
hundrað þúsundunum er náð. —
hugsar nefndin sér að hafa þá
upphæð upp með því að einstakl
ingar og félög leggi eitt þúsund
dollara fram sem minsta upp-
hæð. Skulu þeir, er það gera
nefnast stofnendur sjóðsins og
innritast nöfn þeirra á stofn-
skrána. Eftir það verður leitað
til almennings um almenna þátt-
töku. —
Eftir tillögu nefndar þeirrar er
af þinginu var kosin til að at-
huga málið samþykti þingið að
Þjóðræknisfélagið legði tvö þús-
und dollara í stofnsjóðinn. — Á-
huginn virtist mikill á þinginu
fyrir málinu enda er það í sam-
ræmi við áður gerðar samþyktir
þjóðræknisþinganna. Vísast til
þess í formála nefndarálitsins á
þessu þingi. — Hin snjalla ræða
W. Lindals dómara um málið
flutt á þinginu, varð mönnum
mjög til hvatningar. — Nú er
tækifæri að reyna orku sína við
kraftatökin.
Annað stórmál er varðandi
samkomuhússbyggingu í Winni-
peg. Hefir það mál verið lengi
mokkuð á dagskrá. Nú hefir hin
yngri kynslóð tekið málið til
meðferðar og má því búast við
árangri. Paul Bardal Jr., er for-
maður þeirrar nefndar, er um
málið fjallar. Skýrði hann frá
framgangi málsins fyrir þing-
heimi. Það sem fyrir nefndinni
vakir er í stuttu máli þetta: Að
húseign félagsins í Winnipeg
verði seld og fénu varið til að
byggja nýtt og hentugt sam-
komuhús fyrir þarfir Islendinga.
Benti nefndin á að ákjósanleg lóð
myndi fáanleg fyrir slíka bygg-
ingu á Sargentstræti, vesarlega.
Farið mun fram á að Góðfempl-
arareglan selji jafnframt sína
byggingu og gangi svo í félags-
skap með Þjóðræknisfélaginu og
hin nýja byggin verði sameign
þessara félagskapa. Áætlað verð
þessarar nýju byggingar yrði um
fimmtíu þúsund dollarar, eftir
lauslegri áætlun. Myndi megin
af því fé fást, ef þessar tvær bygg
ingar yrðu seldar. Langtum erfið
ara yrði að standast kostnað af
rekstri og viðhaldi þessarar bygg
ingar en mikið myndi samt haf-
ast upp með leigu á fundarsölum
byggingarinnar, ef byggingin
kæmist upp áður en önnur slík
samkomuhús verða byggð í vest
urbænum. Ef aðrir verða á und-
an okkur er vonlaust um að láta
slíka byggingu bera sig og efa-
samt hvert I. T. G.-samkomuhús
ið gæti þá staðist kostnað af við
haldi og rekstri, er nýtt og hent-
ugra samkomuhús væri til sam-
keppnis.
Um þörf á slíku samkomuhúsi
þarf ekki að ræða. Allur félags-
skapur finnur til þeirrar þarfar,
að eignast sitt eigið félagsheim-
ili. Þess vegna reynir allur fé-
lagsskapur að eignast þau, enda
er heimilislaus félagsskapur
eins og heimilislaus fjölskylda,
mjög á flæðiskeri staddur. Von-
andi kemst þetta þarflega fyrir-
tæki í framkvæmd með góðri og
skynsamlegri samvinnu allra. —
Það er alveg fullvíst að verði
eigi að framkvæmdum bráðlega
verða aðrir til þess að byggja
slíkt samkomuhús á undan okk-
ur og er þá loku fyrir skotið, að
félagsskapur vor eignist nokkurn
tíma sitt félagsheimili í Winni-
peg. Mikils má vænta af hinum
ungu áhugamönnum er nú hafa
beitt sér fyrir framgang þessa
máls. —
Réttmætt er að spyrja. Hvaða
gagn gerir þessi bygging? Hún
á að vera félagsheimkynni og
vingólf vors fólks. Þar verður
bókasafn og lestrarsalur. Her-
bergi þar sem eldra fólkið getur
komið saman og eytt kvöldstund
unum við spil og tafl. Herbergi
fyrir smærri fundi. Þar ættu ut-
anbæjarmenn að geta hitt vini
sína og átt með þeim stefnumót.
Þess utan yrði þama stærri sal-
ur fyrir samkomur af ýmsu tagi.
Þingið tjáði sig tillögum nefnd
arinnar samþykt og endurkaus
nefndina. —
Þetta mun vaka fyrir nefnd-
inni og er vonandi -að henni vel
takist.
Fjórða málið er styrkur og fjár
söfnun til listnemans Agnesar
Sigurdson. Hún er nú að ljúka
námi. Þetta nám hefir reynst
miklu kostnaðarsamara en búist
var við í fyrstu. Hefi ég áður frá
því skýrt og öllum aðstæðum
þessa máls. Vel hafa íslendingar
brugðist við og yfir þrjú þúsund
dollarar hafa safnast en dreng-
skapur okkar liggur nú við, að
hjálpa henni yfir síðasta og að
ýmsu leyti erfiðasta áfangann.
Er líklegt að úr greiðist fyrir
framúrskarandi drengilega hjálp
annarar listakonu.
Þingnéfndin í þessu máli lagði
til að fjársöfnuninni yrði haldið
áfram og var sú tillaga samþykt
í einu hhljóði.
Þá kem ég að því máli sem
helzt til lengi hefir verið látið
afskiftalaust af stjórnarnefnd-
inni. Það er um minnisvarða fyr
ir hið ágæta skáld og öðling Jó-
hann Magnús Bjarnason. Fólk
í Saskatchewan hefir haft það
mál með höndum en engar fram-
kvæmdir hafa í því orðið frá
hendi félags vors til þessa. Mál-
ið var reifað af fulltrúum frá
Sask., Páli Guðmundssyni frá
Leslie og Rósmundi Árnasyni
frá Elfros. Þeir skýrðu frá gangi
málsins og framkvæmdum nefnd
arfólksins þar vestra. Hefir fjár
söfnun gengið all-vel en mjög
misjafnt hefir það tillag verið
sem komið hefir fram og frá
sumum stöðum alls ekkert. Von
andi sér Þjóðræknisfélagið sér
fært að leggja eitthvað fram til
þessa máls. Var stjórnarnefnd-
inni falið á hendur að sinna því
máli svo sem hún telur heppi-
legast.
Nú um nokkur ár hefir þing-
nefndin í samvinnu við íslands,
minnst á, að viðeigandi væri og
nauðsynlegt, að bjóða einhverj-
um Austur-íslendingi hingað til
fyrirlestrarhalds. Fyrir dýrtíð og
samgöngu-erfiðleika hefir þó
ekki af því orðið til þessa. Eng-
inn efi að það myndi mjög
sytrkja samvinnu milli íslend-
inga og glæða áhuga. Vel þarf
samt að velja og virðist ekki um
annan gest að ræða en viður-
kendan bókmentamann og rithöf
und eða þá þjóðfrægan fræði-
mann. Hann þarf að vera maður,
eða kona, sem dregur til sín fólk
í byggðum íslendinga. Að vanda
gat nefndin á þessu þingi um
þetta og var stjórnarnefndinni
falið á hendur að athuga málið.
Þetta eru þá þau mál, sem
nefndin hefir með höndum auk
venjulegra starfa, svo sem að
ráða ritstjóra fyrir Tímaritið; —
1. að Vútvega útbreiðslu- og
fræðslustjóra. 2. Að starfa að
stofnun háskólakennarastóls í
íslenzkum fræðum við háskól-
ann í Manitoba í samræmi við
milliþinganefndina um þau mál.
3. Að vinna með nefndinni að
framgangi málsins um samkomu
hússbyggingu. 4. Að safna fé í
styrktarsjóð til Agnesar Sigurðs
son. 1. Að styrkja að fram-
kvæmdum í minnisvarðamálinu
varðandi J. M. B. og konu hans.
6. Að athuga möguleikana á að
bjóða einhverjum að heiman
hingað vestur.
1 4 skip sigla á vegnum E.í.
Um þessar mundir sigla alls
fjórtán skip á vegum Eimskipa
félags Islands.
Af þessum skipum eru sex
“fossar”, Brúarfoss, Fjallfoss,
Reykjafoss, Selfoss og tröllafoss,
— hin skipin eru leiguskip.
Leiguskipin eru: Knob Knot,
Salmon Knot, True Knot, Horsa,
Lyngaa, Varg, Betty og Vatna-
jökull.
Vísir, 4. marz.
Business and Professional Cards
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. I-Iitaeining, ný
uppfynding, sparar eldiviö,
heldur hita.
kelly svkixsson
Sími 54 358.
187 Sutherland Ave., Winnipeg.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smiíh St. Winnipeg
Office Ph. 95 668 ^ Res. 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrister, Solicitor, etc.
617 Mclntyre Block
WINNIPEG CANADA
ÍESSm£\ Also
123
rfllDSTEÍl TENTH ST.
1 JEWELLERS BRANOON
447 Poriage Ave. Winnipeg
H. J. STEFANSSON
IAfe, Accident and Health
Iftsurance
Representing
THE GREAT-WEST LIFE
ASSURANCE COMPANY
Winniueg, Man.
Phone 96 144
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
PHONE 87493
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APTS.
594 Agnes St.
Vlötalstimi í—5 eftir h&de*
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREEIT
Selkirk, Man.
Offloe hrs. 2.30—6 p.m.
Phone8: Office 26 — Ree. *M
Office Phone Rea Phone
94 762 72 402
Dr. L,. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRU8T8
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth 8t.
PHONE 96 952 WINNIFEO
Dr. Charles R. Oke
Tannlasknir
For Aapolntments Phone »4 »0*
Office Hours 9—9
404 TORONTO GEN. TRUBTB
BUILDING
283 PORTAGE AVH.
Wlnnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 34 555
For Quick Reliahle Berviee
Taleimi 95 826 Helmilis 63 893 J. J. SWANSON & CO.
DR. K. J. AUSTMANN LIMITED
308 AVENUE BLDG WPQ.
BérfræOingur i augna, eyma, nef Fasteignasalar. Lelgja hfla. Ot-
og kverka sjúkdómum. vega peningalán og elds&byrgö.
209 Medical Arta Bldg. blfreiða&hyrgö, o. s. frv.
Stofutlmi: 2.00 tll 5.00 e. h. PHONE 97 538 #
DR. ROBERT BLACK Andrews, Andrews,
BérfræOingur { augna, eyma, Thorvaldson and
nef og hdJssjúkdómum. Eggertson
401 MEDICAL ARTS BLDG LögfrœOingar
Graham and Kennedy St. 209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Skrifstofuslmi 93 851 Portage og Garry ðt.
Heimaaími 403 794 Slmi 98 291
EYOLFSON'S DRUG GUNDRY PYMORE
PARK RIVER, N. DAK. Limited
British QuaUty Fish Nettino
islenzkur lyfsali 58 VICTÓRIA ST„ WINNIPEG
Fólk getur pantaC meðul o* Phone 98 211
annað meö pösti. Manager T. R. THORVAJLDBON
Fljöt afgreiðsla. Your patronage wlll be appreclateá
A. S. B A R D A L CANADIAN FISH
848 SHERBROOK STREET PRODUCERS, LTD.
Selur lfkkistur og annast um tlt- J. H. PAGE, Managing Dlrector
farir. Allur tltbflnaOur sá beztl. Wholesale Distributors ot Fraeh
Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvaröa og legsteina. and Frozen Flsh.
Skrifstofu talsími 27 324 311 CHAMBERS STREHT
Hieimilis talslmi 26 444 Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. T1 91T
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Geo. R. Waldren, M. D. Keystone Fisherlee Limited
Physician and Surgeon 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 327
Cavaiier, N. D. Wholesale Distributors o/ FRESH AND FROZEN FISH
Offlce Phone 96. House 108.
PHONE 94 686 Manitoba Fisheries
H. J. H. PALMASON WINNIPEG, MAN.
and Company Chartered Accountanta T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 helldsölu meö nýj&n og frosinn fisk.
606 CONFEDERATION LIFE
BUILDING Winnipeg, Canada 303 OWENA BTREET Skrifst.stmi 25 356 Helma 55 462
Phone 49 469 u HAGBORG U n fuel co. n
Radio Service SpeciaUsts ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON, Prop. •
The most up-to-date Sound Dlal 21 331 21 331
Equlpment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG