Lögberg - 22.04.1948, Page 5

Lögberg - 22.04.1948, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL, 1948 5 AHLSAAUL IWENNA Ritttjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hin heilagi Francis frá Assisi Fágæl kvikmynd Síðastliðna viku var sýnd á litlu kvikmyndahúsi hér í borg- inni athyglisverð kvikmynd; hún var merkileg vegna þess, að þar var verið að reyna að útlista á listrænan hátt persónu og æfi sögu hins heilaga Francis frá Assisi, stofnanda hinnar fjöl- mennu grámunka-reglu. Mynd- in var frá Mexico, og er sú fyrsta sem Romið hefir hingað frá því landi; hún fór fram á spönsku, en útskýringar á ensku fylgdu. Aðsókn að mynd þessari var geysimikil og munu færri hafa séð hana en vildu. Við stóðum í klukkustund í langri biðröð hjá leikhúsinu. Fyrir framan okkur stóðu tvær nunnur, hjúpaðar svörtum klæðum, fyrir aftan okkur frönskumælandi hjón. — Hér og þar voru mæður með börn sín. Auðsjáanlegt var að myndin var sérstaklega hugfólk- in kaþólsku fólki, því þarna var margt um presta þeirra og nunnur, en hún átti erindi til fleiri; hinn “heilagi” Francis var dáður og er enn, af öllum, hverrar trúar sem þeir eru, fyr- ir hjartagæzku sína, góðvild og trúargleði. Leikendur leystu hlutverk sín vel af hendi, en þó sérstaklega Jose Luis Jiminez, sem lék aðal hlutverkið. Það er ekki auðvelt að leika persónu eins og St. Francis; honum tókst þó vel að sýna hið lotningarfulla, há- fleiga hugarfar hans, kærleika og guðrækni, en hann náði ekki lífsgleðinni ér einkendi þennan helga mann. St. Francis var ekki meinlætismaður; hann elskaði mennina, dýrin og náttúruna og naut samfélagsins við umheim- inn. Ekkert var honum eins fjarri skapi eins og að sitja upp sorgarsvip til að gefa til kynna guðrækni sína, þvert á móti, fann hann til ósegjanlegs fagnað ar og gleði í trú sinni, sem birt- ist í viðmóti hans og athöfnum; honum fanst lífsgleðin sjálfs- sagður og nauðsynlegur þáttur trúarh'fsins, sem og virðist eðli- *egt, og í samræmi við fagnaðar boðskap kristninnar. Hér verður rakin í meginatrið- um æfisaga þessa manns, sem er talinn af mörgum, að hafa kom- ist næst því, allra manna, að feta i fótspor Krists. Æskuárin Francis fæddist í þorpinu Assisi í ítalíu, árið 1181; faðir bans, Pietro Bernardone, var auðugur fatakaupmaður. Hann var oft á ferðalögum og var á Frakklandi þegar sonur hans fæddist, og gaf honum nafnið í minningu um það land. Foreldr- 3rnir höfðu mikið dálæti á syni sínum og voru örlát við hann. — Hann var líka skemtilegur, mik- ið gefinn fyrir söng og var síglað Ur og sísyngjandi. Hann varð hvers manns hugljúfi þegar bann óx upp og fremstur í hópi jafnaldra sinna í öllum fagnaði. Sumum fanst þó sollur og sukk þessa ungmenna ganga fram úr hófi. En þrátt fyrir ógætilegt líf- erni var Francis þó ávalt nærgæt lnn við þá sem bágt áttu. Hann Var ör í lund og örlátur á fé, og &at ekkert aumt séð án þess að reyna að hjálpa. Þannig leið ^ska hans í glaumi og gleði. Sinnaskipii Faestir finna hamingju til ^ngdar í stöðugum skemtunum. Þegar Francis var um tvítugt varð hann hættulega veikur. — Það varð til þess að hann fór að hugsa um hve fánýtt og tilgangs laust líf hans hafði verið fram að þessu; honum fanst nú fávíslegt að una aðeins við mat, drykk og ríkmannleg föt, þegar hver dag- urinn færði mann nær leyndar- dómi dauðans. Hann var lengi að ná sér eftir veikindin, en þegar hann loks var fullhraustur, tók hann aftur upp sína fyrri lifn- aðarhætti. Flesta unga menn í þá daga dreymdi um það að verða vaskir og frægir riddarar, Francis ekki síður en aðra. Um þessar mundir var háð stríð í Suður-ítalíu og félagar hans ætluðu þangað til að berjast undir merki glæsilegs riddara, sem þar var, og vinna sér frægð ar og frama. Sögurnar um ridd- araleg afrek hleyptu Francis kapp í kinn og hann slóst í för- ina, en eftir eina dagleið veiktist hann á ný; félagar hans héldu áfram, en hann hafði hvorki mátt né löngun til að fylgjast með þeim. Aftur sóttu að hon- um alvarlegar hugsanir; ævin- týra ljóminn, sem hafði blindað hann, hvarf; í stað riddara, klædda skínandi herbúnaði og vopnum, sá hann í huga sér grát andi konur, hjálparlaus börn og eyðilagðar borgir. Upp úr þess- um veikindum og hugleiðingum tók hann algerum sinnaskiptum; hann fann sjálfan sig og hann fann Guð. Ferð til Róm Fyrstu dagarnir, eftir að hann kom aftur til Assisi, munu hafa verið honum erfiðir. Enginn skildi þá breytingu, sem á hon- um var orðinn; vinir hans hæddu hann og faðir hans álas- aði honum og hann sjálfur vissi ekki hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Sagt er að hann og vinur hans einn hafi gengið á fjall; þar baðst hann fyrir lengi, og þegar hann kom til baka hafði hann tekið gleði sína aftur. Stuttu síðar tók hann sér íerð á hendur til Róm og bjóst hann við að finna í höfuðborg kristninnar vitra og helga menn, sem gætu sagt -honum hvernig ætti að framkvæma þá ósk, að lifa kristi legu lífi og hjálpa þeim sem bágt ættu, en þar sá hann á strætun- um aragrúa af allsleysingjum og betlurum, óhreina og tötrum klædda, sem báðu beininga. — Hann fór í St. Péturs-kirkjuna og jafnvel þar fyrir utan, var fjöldi þessara vesalinga. Francis rann til rifja kjör þessa fólks; hann skipti um föt við einn betl arann og stóð allan daginn við dyr kirkjunnar og baðst ölmusu til þess að komast að raun um hvað þetta fólk yrði að þola. Eft ir það fanst honum hann skilja betur en áður þjáningar öreig- ans og hann varð „ gagntekin samúð og kærleika í þeirra garð. Líkþrái maðurinn Nokkru eftir að Francis kom heim aftur, reið hann fram hjá sjúkrahúsi, þar sem líkþráir sjúklingar voru. Francis hrylti við þessu fólki. Á vegi hans varð einn af þessum sjúklingum; hann var útsteyptur í kaunum og af honum lagði megnasta óþef. — Francis kastaði til hans pyngju sinni og flýtti sér burt. En alt í einu fór hann að hugsa um, að þetta væri bróðir hans og hann hefði fyrirlitið hann. Francis varð að sanna sjálfum sér að hann hefði í raun og veru tekið sinnaskiptum; hann sneri til baka, kastaði sér við fætur hins sjúka manns og kysti á hönd hans aftur og aftur. Þannig yfir- bugaði hann sjálfan sig. — Eftir það heimsótti hann reglulega hið líkþráa fólk og fann ekki til viðbjóáls framar; þvert á móti urðu þessir aumingjar honum sérstaklega kærir. Þetta var hans fyrsti sigur; honum skildist að þótt hann gæfi aleigu sína til bágstaddra, en hefði ekki kær- leika, þá var það einskisvirði. Francis skilur við foreldra og heimili Nú sá hann alt í öðru ljósi en áður; hann vildi alt bæta og öll- um hjálpa eftir mætti. Rétt fyr- ir utan borgina var lítil og hrör- leg kirkja. Einn dag, þegar Francis var að biðjast þar fyrir, heyrðist honum hann heyra rödd Krists og hann bjóða honum að endurbyggja kirkju sína. Francis lagði bókstaflegan skilning í þessa fyrirskipan. Hann fór heim, tók mörg dýrmæt fataefni og seldi þau og einnig reiðhest sinn, gekk síðan alla leið til baka og fékk presti kirkjunnar féð til afnota í þarfir hennar. — Presturinn þorði ekki að taka við svona miklu fé án vitneskju foreldra hins unga manns; — Francis fleygði því þá í glugga- kistuna, og eftir það var hann þar daglega við bænaiðkun og fór ekki heim. Pietro Bernadone hafði gert sér miklar vonir um það að Francis myndi verða mikill maður sem riddari eða á við- skiftasviðinu; hann hafði ávalt verið framúrskarandi örlátur við hann og góður faðir. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar Francis sneri til baka úr herferð inni og skildi ekki þau umskifti sem orðin voru á honum. Hann skammaðist sín fyrir son sinn og hið furðulega framferði hans; — flestir héldu að Francis væri ekki með öllum mjalla. Pietro rak hann nú heim með harðri hendi, reyndi að talá um fyrir honum, vítti hann, lokaði hann inni, en ekkert dugði. Pietro þóttist nú sjá fram á það að sonur hans myndi sóa öllum eigum sínum í gjafir til fátækra, ef hann væri sjálfráður; hann fór því með hann á fund biskupsins og krafð ist þess að Francis skilaði fénu sem hann hafði fengið fyrir fata efnin og hestinn og að hann væri löglega gerður arflaus. Francis var nú staddur á vega mótum; annað hvort varð hann að ganga á bak hugsjóna sinna eða segja skilið við ástríka for- eldra og brjóta allar brýr að baki sér. Hann kaus hið síðara. Hann lagði þá peninga, sem hann átti eftir fram fyrir bisk- upinn, fór síðan úr hverri ein- ustu spjör og lagði þær hjá fénu, og sagði síðan með sinni hljóm- fögru rödd, án reiði og án ótta: “Hlustið, allir, og skiljið. Fram á þennan dag hefi ég kallað Pietro Bernadone föður minn, en nú verð ég að þjóna Guði. — Þess vegna skila ég aftur til míns jarðneska föðurs öllum mínum peningum og klæðnaði, öllu, sem ég hefi af honum þeg- ið, og frá þessari stundu mun ég segja eingöngu, “Faðir vor, þú sem ert á himnum”. Allir viðstaddir horfðu þögul- ir og agndofa á þennan sorgar- leik. Biskupinn stóð upp, tók kápu sína og sveipaði henni um hinn skjálfandi og sorgbeygða unga mann og lagði blessun sína yfir hann, en faðirinn hirti pen- ingana og klæðnaðinn og hvarf á brott. Framhald. Marshallráðstefnunni Fulltrúarislendingará Á ráðstefnu sextán Evrópu- ríkja um Marshall-áætlunina, sem hefst í París næstkomandi mánudag, mun Pétur Benedikts son sendiherra mæta fyrir hönd Islands, ásamt Davíð Ólafssyni fiskimálastjóra, er situr ráðstefn una sem ráðunautur. Tíminn, 13. marz. Er mannkynið að farast Eða réttið það við? (Frh. af bls. 7) samstarfi til varnar friði, rétt- læti og velferð mannkynsins. Og allsherjarfriður er ekki nærri enn. Á sex áum tókst Hitler að steypa gjörvöllum heimi í stríð. Ekki vantar samtökin þegar um styrjaldir er að ræða! Vér verðum einnig að hafa hugfast að margir hafa tilhneig ingu til þess að vilja koma á einni allsherjarstjórn og allsherjarlög um fyrir heiminn. Þetta er versti þröskuldur fyrir friði. — Það verður sífelt óánægja og uppsteitur ef einhver reynir að þröngva sínu stjórnarfari upp á allan heiminn. Vera má, að einhvern tíma reki að því að allar þjóðir heims safnist saman undir einni stjórn arskrá. — En skyldi það einhvern tíma takast þá mega menn vera vissir um, að það verður ekki nein af þeim stjórnarskrám, sem nú eru í gildi. Þegar sameiginleg alheims menning er fengin, þá mun hún staðfesta grundvallaratriði um réttlæti og mannréttindi. En þau grundvallaratriði verða í öllu, bæði í framsetningu og fram kvæmd, önnur en þau, sem nú gilda hjá nokkru sérstöku þjóð- félagi. Þegar heimurinn heefir sam- einast lýtur hann ekki stefnu- skrá kommúnista, ekki jafnaðar manna, ekki auðvaldsins, ekki lýðræðismaanna. Það verður heimur, sem lýtur öllum þessum stefnum í sameiningu. Ef varanlegur friður á að verða, þarf heimurinn að vera sameinaður, en þó ekki sam- steypt heild. — Það verður að vera heimur þar sem allar skoð- anir eru viðurkendar, og frið- helgar, hversu sundurleitar, sem þær eru. Vér verðum að minn- ast þess að vér erum ekki guðir. Vér erum aðeins menn. Þess vegna þarf enginn að halda að hann geti skapað einn heim eftir sínu höfði. Og ef S.þ. setur sér það ekki sem aðal markmið, að gera öllum skoðunum og stefn- um jafn hátt undir höfði, þá er alheims styrjöld vís. Þetta markmið felur það í sér, að engin þjóð né þjóðasam- steypa, má reyna að troða lífs- skoðunum sínum upp á aðra. Og það hefir tvöfalda þýðingu. — Þegar engin þjóð reynir að troða lífsskoðun sinni upp á aðra, þá er hver þjóð frjáls að því að taka þá lífsskoðun, sem henni sýnist. Ætli einhver þjóð að brjóta í bág við þetta, þá sé allar þjóð- ir skyldar til þess að snúast gegn henni. í heiminum eru og hlýtur að verða mörg og ólík þjóðmenn- ing. Ef Norðurálfan, Rússland, Kína, Indland, Arabaálfan, Norð ur-Ameríka og Suður.-Ameríka eiga að vera í bandalagi fram- vegis, þá verða þær fyrst að við- urkenna þann sannleika, að góðir vinir eru góðir nágrannar. Vegna þess hvað þjóðhættir eru margbreytilegir, þá er ekki hægt að bræða þá saman og steypa upp úr þeim eina heims- heild. En þjóðirnar geta bundist sam tökum, myndað lauslegt sam- veldi. Og alheimsfriður helst, þeegar þeir, sem mest hafa völd- in, kunna að halda öllum völd- um í skefjum, sínum eigin völd- um líka, og viðurkenna og láta í friði skoðanir og lífsvenjur annara. Lesbók Mbl. Samgöngur í Arnes- sýslu að mestu komnar í samt lag Tíðindamaður Tímans átti í gær símtal við Helga Mogensen, mjólkurbústjóra á Selfossi. — Hann kvað nú samgöngur eystra komnar í það lag eftir vatnagang inn, að mjólkurbúi Flóamanna berst nú aftur mjólk af öllu mjólkursvæðinu, nema nokkr- um bæjum í Villingaholtshreppi Urðu svo miklar skemmdir á veginum hjá Vola við Hróars- læk, að ekki hefir unnizt tími til að gera hann bílfæran. Skolað- ist vegurinn þar brott á 50—60 metra löngum kafla. Tíminn, 10. marz. Jörð farin að grœnka austan fjalls Fregnir, sem borizt hafa aust- an úr sveitum, herma, að enn séu þar sömu votviðrin og hlýindin. Er jörð nú tekin að grænka sums staðar, og austur í Landeyjum er klaki að mestu farinn úr jörðu Hlaupið í Ölfusá er nú búið, en áin er mikil eins og eðlilegt er um þetta leyti árs, er hlýindi ganga. Tíminn, 10. marz. - -LADIES! Now — for that amazing n e w youthful look, have a natural long lasting Per- manent Wave at the GOLDEH BEAUTY SALON Permanents Cream Oil Wave, from $3.50 Cold Waves, from $4.95 Grey Hair Dyed, bleached. Pacials and Shampoos. No Appointments Necessary. Locatcd at GOLDEN DRUGS ST. MARY’S AT HARGRAVE Phone 95 902 (One Block South of Bus Depot) GÓÐHUGUR Stjórn og starfsfólk Hudson’s Bay verzlunarinnar virðir GÓÐHTJG viðskiftavina sinna umfram allt annað verðmæti. Við höfum rekið verzlun lengi, — í mörg ár, og reynslan hefir kent okkur, að ráðvendni í við- skiftum, og vingjarnleg þjónusta marg borgar sig í GÓÐVILJA viðskiftavinanna. Við höfum fastráðið að láta ekkert ógjört sem í okkar valdi stendur, til þess að njóta og vernda þann GÓÐHUG og það traust, með því að fylgja fastlega þeirri leiðbeinandi höfuðreglu að . . . VIÐSKIFTAVINIR HUDSON’S BAY VERÐA ÁVALT AÐ VERA ÁNÆGÐIR Allar vörur, sem þið kaupið, verða að fullnægja vonum yðar, að því er gæði, móð og sanngjarnt verð snertir . . . eða, að peningum yðar verður skilað aftur orða- og umsvifalaust. Getur nokkuð verið sanngjarnara? Tf)nÍt£on>l$öU dttm|töng. INCORPORATE D 2?? MAY 1670. ý’ÓNAYéÍY'élV'ÓÍ' GHj

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.