Lögberg - 22.04.1948, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRIL, 1948
VALD
MYRKRANNA
Eftir DERWENT MIALL
i
J. J. BÍLDFELL, þýddi.
“Það var heimska af mér að fara ekki
til Lundúnar’, hugsaði hann, “þar sem
það er í augum uppi, að hún hlýtur að
vera, og máske ein síns liðs”. Hann leit
á vasaúr sitt, en nú var orðið of seint til
þess að ná í síðustu járnbrautarlestina
sem fór til Lundúna þá um kveldið.
Hann hafði ekki frétt neitt frá Sparks
um daginn, og hann var að hugsa um,
hvort að hann hefði eytt tímanum sér
eða öðrum til gagns frá því, að hann
skildi við hann um morguninn.
Það var heitt veður um kveldið og hita
svækjan lá þungt á Drake og um huga
hans lagðist forboði óhamingjunnar, er
hann var á reiki um kastalagarðinn
sem næturskuggarnir voru farnir að
færast yfir og leit við og við upp til kast-
alans, sem leit nú allt öðru vísi út með
ljós í glugga, sjáanlegt hér og þar, frá
því um kveldið, er hann fyrst mætti
Constance þar. —
“Eg fer til Lundúnar með fyrstu járn-
brautarlestinni í fyrramálið”, sagði
hann við sjálfan sig. Svo féll hann frá
því áformi aftur. Það var ekki óhugs-
andi að Sparke símaði einhverjar fréttir
í fyrramálið, svo það var vissara fyrir
hann að bíða í Faring, að minsta kosti
fram á miðjan dag, eða þá að Constance
kæmi heim og þá gætu þau farist á mis
á leiðinni án þess að þau vissu af. Svo
hann komst að þeirri niðurstöðu, að það
væri bezt fyrir hann að bíða þar sem
hann var.
Hugur Drake var á sífeldu reiki og
ákvarðanir hans. Hann breytti um á-
form hvað eftir annað og þær breyting-
ar og ótti hans og efi héldu honum þarna
úti í garðinum þangað til klukkan var
orðin ellefu.
“Eg verð víst að fara að fara heim”,
hugsaði hann og lagði á stað í áttina
til kastalans.
Hann var á gangi eftir þröngrigötu,
þegar að hann sá mann koma á móti
sér. Það var Daniells, hoffmeistari.
“Sæll, Daniells”, sagði Drake dauf-
lega. “Ertu að fá þér ferskt loft?”
“Nei, herra”, svaraði Daniels. “Eg
stalst í burtu til að ná tali af þér”.
Hreimurinn í málrómi Daniells vakti
sérstaka eftirtekt hjá Drake og það, að
honum virtist vera eitthvað mikið niðri
fyrir hjá Daniells.
“Hvað gengur að, Daniells?” spurði
hann. —
“Eg er aðeins heimskt og einrænt
gamalmenni, herra”, svaraði Daniells,
“og þegar einhver hugsun kemst inn í
höfuðið á mér, þá get ég ekki komið
henni út úr því aftur, og mér betri menn
geta hlegið að því, ef þeir vilja. Þú tekur
það ekki illa upp fyrir mér, herra, þó að
ég setti mig upp á móti skoðunum vina
þinna, og húsbónda míns?”
“Þú getur *verið viss um að ég gjöri
það ekki”, svaraði Drake og furðaði sig
á þessum einkennilega formála.
“Viltu ganga með mér ofurlítinn
spöl, herra minn, ef að það er ekki of
mikil dyrfska af mér, að biðja þig þess.
Við skulum fara eftir þessari götu, ef
þú vilt gjöra svo vel, við sjáumst ekki
á henni frá kastalanum”.
Drake virti Daniells fyrir sér með
rannsakandi augum, sem hann sá
nokkurn veginn skýrt í stjörnubirtunni,
og honum flaug í hug vínkjallarinn. —
Hann hafði veitt því eftirtekt, þegar að
hann kom, að hoffmeistarinn var bæði
fölur í andliti og rauðeygður, og fram-
koma hans nú var sannarlega einkenni-
leg. Var það mögulegt að Daniells, sem
var siðprýðin sjálf, hefði verið að
drekka vín? Hann hratt þeirri hugsun
frá sér, sem ólíklegri og óverðugri, en
undraðist þó framkomu og útlit Dani-
ells. —
“Herra Archie”, sagði gamli maður-
inn með áherzlu, stansaði og lagði hend
ina á handlegg Drakes. “Það eru ein-
kennilegir viðburðir sem gjörast hér
eftir að dimmt er orðið”.
“Hvað meinarðu? Hvar? í kastalan-
um?” —
“Nei, herra, úti við Breiðavatn. Það
sést ljós, þar sem ekkert ljós á að vera,
og bátar eru úti á vatninu”.
“Gamli maðurinn er genginn af göfl-
unum”, hugsaði Drake. “IJann hefir
verið að dreyma, eða þá séð ofsjónir”.
“Já herra”, hélt Daniells áfram ein-
beeittlega. “Einkennilegir atburðir hafa
gjörst hér í garðinum á hverri nóttu. Eg
hefi séð suma þeirra, og ég hefi hugsað
um þá, en nú hefi ég ákveðið að hefjast
handa”.
Drake fór nú aldeilis ekki að standa
á sama út af þessari einkennilegu fram-
komu hoffmeistarans.
“Herra Archie,” hélt gamli maðurinn
áfram, “undanfarandi hafa verið bjart-
ar og undursamlegar tunglskinsnætur,
svo að staðinn fyrir að fara í rúmið
klukkan tólf, eins og vani minn hefir
verið, þegar engir gestir hafa verið hér,
þá hefi ég setið við gluggann minn op-
inn, og í fyrsta skiftið sem ég gerði það,
var kveld dagsins sem átti að vera gift-
ingadagurinn þinn. Eg sat þarna uppi
við gluggann minn, Archie, og var að
hugsa um þig og erfiðleikana sem fyrir
höfðu komið, þangað til klukkan sló
eitt! “Jæja, hugsaði ég, það er til lítils
fyrir mig að vera að brjóta heilann um
þetta. Það er bezt fyrir mig að fara að
hátta. En þá sá ég það sem ég var að
segja þér frá’.
“Hvað sástu, Daniells?”
“Bát á vatninu, klukkan eitt að morgn
inum. Hann kom frá vinstri bakka
vatnsins, svo hvarf hann á bak við tré
sem voru á milli mín og vatnsins, sem
ekki var neitt til að furða sig á. Svo
nokkrum mínútum seinna sá ég ljós í
glugga á Musterinu. — The Temple.
“Virkilega?” sagði Drake, sem nú
var farinn að hlusta með athygli á það
sem Daniells var að segja, og efaðist
ekki lengur um, að hann væri með réttu
ráði. “Eg hélt að musterið væri mann-
laust. Er ekki svo?”
Drake hafði einu sinni verið í hinu
svokallaða Musteri, þegar móðurbróður
hans átti heima á Breiðavatni. Það var
lítil og draugaleg bygging, sem stóð á
skógivaxinni eyju í vatninu, og var
byggt í átjándu aldar stíl, sem þá þótti
svo mikil prýði að.
“Nei, herra”, svaraði Daniells; það
var autt og mannlaust í tíð hins fyrri
húsbónda míns, en frú Montrose lét
hreinsa það og flytja húsmuni í það
skömmu eftir að hún kom hingað, og
hún fór þangað stundum með kunningja
konum sínum og drakk með þeim eftir
miðdags te í Musterinu. Það er smekk-
legt sumarheimlii, herra Archie; en ég
veit ekki til að nokkur hafi verið þar, nú
upp á síðkastið. — Jæja, þegar ég sá ljós
ið í Musterinu, þá duttu mér veiðirængj
ar í hug og Williams, það er aðalveiði-
eftirlitsmaðurinn, hafði farið í sumár-
frí sitt einmitt þennan sama dag. Hans
skylda er að líta eftir fuglunum á vatn-
inu sem sumir eru bæði fáséðir og verð
mætir. Þegar kötturinn er ekki við, leik-
ur músin sér, hugsaði ég. Eg sat við
gluggann minn þangað til að Ijósið í
Musterinu hvarf og ég sá báttinn aftur
koma frá eyjunni og hverfa á bak við
trén, svo sá ég ekki meira þá um kvöld-
ið. — Morguninn eftir sagði ég hr. Mont
rose frá því sem að ég hafði séð. Hann
gerði ekkert úr því, og sagði að það
hefðu sjálfsagt verið einhverjir af undir
varðmönnunum. Eg hitti báða undir-
varðmennina að máli sama daginn og
hvorugur þeirra hafði verið úti á eynni,
nóttina áður og gerðu grín að sögu
minni. Þeir eru báðir ungir menn og ný-
komnir hingað, og ég verð að segja að
framkoma þeirra er ekki eins góð og
æskilegt væri. Þessir ungu þjónar nú á
dögum, eru ekki líkir því, sem þeir voru,
þegar ég var ungur. Þeir bera ekki þá
virðingu fyrir sér eldri og reyndari
mönnum, sem ég vildi sjá þá gjöra”.
“Sýndu þeir þér ókurteisi?” spurði
Drake. —
“Þeir voru með aðdróttanir, herra. —
Þeir sögðu að kjallaralyklarnir myndu
ekki ryðga á meðan að ég væri vínmeist
ari og ég snerti aldrei dropa af víni, um-
fram það sem rétt er og nauðsynlegt,
hr. Drake, og það þá til magastyrking-
ar eins og stendur í hinni helgu bók. Þeir
trúðu ekki sögusögn minni um bátinn
og ljósið, svo ekkert var gjört til athug-
unar því sem ég sá”.
Drake reyndi að samrýma sögu
Daniells við sínar hugsanir og vonar-
neista sem kviknað hafði hjá honum;
en árangurslaust. Hann hélt áfram
göngu sinni við hliðina á Daniells og gaf
eins mikið athygli að sögu hans eins og
aðrar hugsanir hans leyfðu.
“Næstu nótt”, hélt Daniells áfram,
“sá ég bátinn, en ekki ljósið. Eg mintist
ekki á það við Montrose aftur. Svo sá
ég ekkert nóttina þar á eftir. Svo sá ég
bæði bátinn og ljósið aftur. Þá mintist
ég á það við Montrose. Hann var reiður
við mig fyrst, en þegar að ég stakk upp
á að það væri ekki neinum blöðum um
það að fletta að veiðiræningjar væru
þar að verki, þá sagðist hann skyldi at-
huga það í nótt, sem hann gerði. Hann
var á gangi með byssu á handleggnum
meðfram vatninu í tvo klukkutíma og
sá ekkert. Þegar að hann kom til baka
sagði hann; “Eg held þig hafi verið að
dreyma þetta allt saman, Daniells. —
Farðu að hátta á réttum tíma og vertu
ekki að gjöra rellu út af öndunum á
vatninu”. Það getur vel verið að þetta
hafi ekki komið mér við, en ég gat ekki
hrundið því frá mér, að hér væri ekki
allt með feldu. Kveldið eftir þetta sam-
tal mitt við Montrose, tók ég kíkir með
mér upp í herbergið mitt og ég sá bát-
inn á vatninu einu sinni enn. Það var
nokkuð snemma um nóttina — áður en
tunglið kom upp, svo ég sá ekki vel
skýrt, hr. Archie, en mér fannst að það
væru tveir í bátnum. En í gærkveldi”,
tunglið var að koma upp, leit ég út á
Breiðavatn og sá bátinn enn, ég horfði
á hann í kíkirnum og sá hann skýrt þar
sem hann skreið hægt og rólega í áttina
til eyjarinnar. Birtan var dauf eins og
ég sagði, því tunglið var ekki fyllilega
komið upp. En viltu trúa mér, hr. Archie.
Eg sá sá kvennmann stíga út úr bátn-
um á eyjuna. Það var ekkert ljós í
Musterinu, en ég sá hana standa við
Musterisvegginn, og ég efast ekkert um
að hún hafi farið inn í það og hún var
þar í einar tuttugu mínútur, svo kom
báturinn til baka frá eynni, og hvarf
mér sjónum. Herra Archie, hver var
þessi kona? Sannarlega ekki veiðiræn-
ingi. Herra Montrose sagði satt. — Það
voru engir veiðiræningjar við Breiða-
vatn”. Daniells stansaði þegar að hann
hafði lokið sögu sinni, og sneri sér beint
að Drake og spurði í lágum rómi, sem
lítið var hærri en hljóðskraf:
“Hver var þessi kona?” Og svo var
mikill alvöruþungi í orðum hans, að
Drake hopaði á hæli undrandi.
“Óvelkominn gestur, sjálfsagt”, svar-
aði Drake.
“Hr. Archie”, hélt Daniells áfram,
“hvar er ungfrú Constance?”
Drake dró djúpt andann, og það var
eins og leiftur smygi í gegnum huga
hans og hjarta, svo kom þessi spurning
Daniells, sem ekki varð misskilin, flatt
upp á hann. Mennirnir horfðu hvor á
annann steinþegjandi, stundarkorn.
XXV. KAPÍTULI
Á síðustu mínútu
“Hvað meinarðu Daniells?” spurði
Drake í lágum rómi. “Hvað meinarðu?
Hvernig getur það — hvernig ætti það
að geta verið í nokkru sambandi við
hana? Talaðu, maður, og segðu mér
hvað þú meinar?”
Hugsanir voru á ringulreið, þar sem að
hann stóð í rökkrinu á þröngri götunni
í garðinum og starði í andlit Daniells
sem var fölt, en ákveðið. Hversvegna
komu línurnar ,sem Mulready skrifaði
deyjandi á sóttarsæng sinni, aftur og
aftur í húga hans? “Eg sendi henni lyk-
ilinn. — Eg sendi henni lykilinn”.
Hann greip um úlnliðinn á Daniells.
“Hvað meinarðu, Daniells?” spurði
hann.
“Hr. Archie, segjum að það sé hún,
sem fer til Musterins á nóttunni, fyrir
einhverja ástæðu sem vinir hennar vita
.ekkert um!”
Aftur varð þögn sem ekkert rauf
nema þungur andarþráttur Drakes,
sem var að reyna að gjöra sér grein
fyrir þessari tilgátu Daniells, en í gegn-
um allar hugsanir hans hljómaði þessi
setning Mulready: “Eg sendi henni lyk-
ilinn”. Lykilinn að hverju? Hugmynd
Daniells hélt á lofti ofurlitlum vonar-
neista. En hvernig gat það verið? Con-
stance hafði verið í Lundúnum.
“Hún skrifaði frá Lundúnum, Dani-
ells — “hún skrifaði þaðan”, sagði
Drake óþoinmóðlega. “Hún er vissulega
í Lundúnaborg og ég er asni, að vera
að eyða tímanum hér”.
“Eg trúi því ekki”, sagði Daniells með
áherzlu. “Hún hvarf á milli Farings og
Breiðavatns, eða Breiðavatnskastalans
— segjum í garðinum — og einkennileg
ir viðburðir ske þar á nóttunni — ljós í
Musterinu. Hr. Archie! Hver getur var-
ist þess, að halda, að eitthvert samband
sé á milli þeirra tveggja atburða?”
sagði Daniells með áherzlu og einlægni.
“Eg get ekki séð neitt samband á
milli þeirra tveggja atburða”, sagði
Drake, en samt skal ég nú fara til vatns
ins, Daniells og til Musterins, og það
undir eins”.
“Má ég koma líka, herra?” spurði
Daniells, ,,en við skulum bíða svo sem
klst., þar til að ég hefi lokið við öll
störf mín, og mætti ég mælast til þess
herra, að þú minnist ekki á þetta við
hr. Montrose, því hann máske bannar
mér að fara með þér. Ef að þú vilt nú
fara til herbergis þíns, eins og þú ert
vanur og koma svo ofan þegar allt er
orðið hljótt og mæta mér við litlu hlið-
ardyrnar sem liggja út að rósabeðinu,
þá skal ég ljúka upp fyrir þér svo að
enginn verði var við”.
Drake var í of þungum þönkum til að
veita nokkru einkennilegu í ósk Dani-
ells eftirtekt. Þeir skildu við kastala-
tröppurnar, Drake fór inn, bauð góðar
nætur til Montrose, sem lét í ljós þá
von sína, að morgundagurinn færði
betri fréttir. Lesbia var þegar farin til
herbergis síns.
Drake fór til svefnstofu sinnar, og
beið þar hins tiltekna tíma. Voru líkur
til að hann mundi uppgötva nokkuð
nýtt? Hvernig gat það átt sér stað, að
Constance væri konan sem færi til
Musterins á næturnar? Aftur komu
honum í hug línurnar sem Mulready
skrifaði: “Eg sendi lykilinn til hennar”.
Lykilinn að hverju? Musterinu? Úr-
vinda af svefnleysi, og hálfruglaður út
af atburðunum undanfarandi, gafst
hann upp við að ráða gátuna sem altaf
sýndist erfiðari viðureignar eftir því,
sem lengur leið á tímann. Máske að
þessi næturferð hans og Daniells hjálpi
til að greiða fram úr þessum og öðrum
vandræðaflækjum.
Klukkan tólf og þrjátíu fór Drake út
úr herbergi sínu hljóðlega. Hann gekk
ofan bakstiga kastalans til dyranna þar
sem Daniells sagðist skyldi bíða eftir
honum. Daniells var þar til staðar og
opnaði hurðina, og þeir gengu út á milli
ylmandi rósbeðanna.
Það var enn nokkur tími þar til að
tunglið kom upp, svo að engin hætta var
á að þeir myndu sjást frá kastalanum.
Daniells var áfram um að þeir færu
hljóðlega að öllu, og að þeir létu dimm-
una skýla sér.
Þeir komu að litlu járnhliði, við enda
rósbeðastígsins. Það stóð opið.
“Herra Archie”, sagði Daniells. —
“Þetta hlið var aftur og lokað, þegar við
gengum hjá því áðan. Hvernig heldurðu
að standi á því?”
Drake vissi það ekki, frekar en ann-
að sem skeð hafði þetta undrakvöld,
svo hann fylgdi Daniells á eftir út um
hliðið og yfir sléttuna sem fyrir utan
það lá. Nóttin var mjög dimm. Stjörn-
urnar fólust á bak við þykk og svört
ský, og regndropar féllu við og við. —
Vindurinn ýskraði í limi trjánna, og það
heyrðust þrumur í fjarlægð. Veðrið var
í fullu samræmi við hugarástand Drak-
es. —
Þeir héldu áfram án þess að mæla
eitt orð, þangað til að vindbylgja bar
þef frá gruggugu vatni að vitum þeirra,
og vissu þeir þá að þeir væru komnir
nærri vatninu.
“Við erum of langt til hægri handar”,
hvíslaði Daniells, “bátarnir eru langt
til vinstri handar”.
Drake fylgdi leiðsgumanni sínum
eftir þegjandi; það var byrjað að rigna
og ringdi all-þétt, og í gegnum regnið
gátu þeir aðeins séð trétoppa til vinstri
handar, en undir þeim trjám voru bát-
arnir. Það voru tveir bátar, annar létt-
ur og rennilegur, hinn gamall og þung-
ur, sem notaður var við skytteríestúra
á vatninu.
Þeir gengu á móti vindinum og regn-
inu, áfram til trjánna. Allt í einu stans-
aði Daniells og hvíslaði að Drake.
“Sjáðu, herra, sjáðu, sjáðu! Þarna
eru þau — þau eru tvö núna”.
Það voru áreiðanlega tvær persónur
þarna undir trjánum, þessar tvær
óþektu persónur, sem á ferðum voru
að næturlagi á þennan óskiljanlega
hátt á vatninu, ýttu frá landi og hurfu
inn í regnið og myrkrið. En Daniells var
ekki í neinum vafa um hvert þær ætl-
uðu. —