Lögberg - 22.04.1948, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL, 1948
7
Er mannkynið að farast
— Eða réttir það við?
Mönnum verður tíðrætt um
yfirvofandi styrjöld og kjarn-
orkusprengjurnar. Sumir spá því
að mannkynið muni farast í
kjarnorkustyrjöld. Og ekki hefir
útlitið batnað upp á síðkastið,
því að nú eru fundnar miklu
hættulegri hernaðaraðferðir. —
Kj amorkan er senn úr sögunni,
sem hættulegt vopn. Hún víkur
fyrir öðru, sem er mörgum sinn
um hættulegra — sýklahernað-
inum. v
Hér birtast tvær greinar um á-
standið í heiminum eins og það
er nú. önnur lýsir því, hver voði
®r búinn öllu mannkyni, en hin
er eins og ofurlítill ljósgeisli í
því svartnættismyrkri, sem grúf
lr yfir þjóðunum. önnur er um
tortímingu, hin um viðreisn. Og
máske hafa nú uppgötvanir
mannanna komið á það stig að
þeim blöskri að beita þeim, og
heimurinn muni því rétta við.
Haellulegra en kjarnorkan
Vísindamenn, sem starfa fyrir
Sameinuðu þjóðirnar, hafa nú
lýst yfir því, að hættulegra vopn
en kjarnorkan sé komið — sýkl-
arnir. Einn þessara vísinda-
naanna segir: “Hver einasta þjóð
getur beitt þeim vopnum, eins
°g nú er komið. Eg hefi horft á
þau með eigin augum. Eitt vopn
lð er ofurlítil flaska, en innihald
hennar getur drepið helming
alls mannkyns”.
Samband vísindamanna hefir
skorað á S.Þ. að taka sýklahern
aðinn þegar til athugunar. Og
Ignacy Zlotowski, fulltrúi Pól-
Verja í kj arnorkunefnd S. þ. hef-
lr lagt það til að bönnuð verði
notkun sýkla í hernaði.
Hvernig stendur á þessum
ótta?
Því verður bezt svarað með
0rðum dr. G. Brock Chrisholm,
aðalritara alþjóða heilbrigðis-
niála-stofnunarinnar. Hann seg-
h-: “Það er mikill efi á því hvort
naeginþorri mannkynsins verður
fifandi eftir nokkur ár. Svo alvar
iegar eru horfurnar. Engin ein-
^sta þjóð getur komið neinum
vörnum við í sýklahernaði. Smá
þjóðir geta ráðið niðurlögum stór
þjóða. Engin takmörk eru fyrir
nranndrápum — alla íbúa heill-
ar heimsálfu er hægt að drepa á
nokkrum klukkustundum með
hinni nýju drápsaðferð”.
í hverju er þá sýklahernaður
fólginn? Hvernig stendur á því
hann er hættulegri en eitur-
gas og kjarnorka?
í*etta liggur í því að hægt er
að strá banvænum sóttkveikjum
yfir stór svæði, dhnað hvort með
ffygvélum eða skeytum. Það er
naegt að eitra matvæli og vatns-
, )• Þannig er hægt að sýkja
^búa heilla stórborga á svip
stundu. Einn einasti maður, t. d.
^nalari, getur strádrepið heila
þjóð með því að setja sýkla í
^njölið.
í*að má sjá það á því með
Verjum flughraða kóleran barst
út í Egyptalandi nýlega, hvað
sýklar berast ört yfir. — Til eru
Sagnir um drepsóttir á miðöld-
úni, sem fóru eins og logi yfir
akur um alla Norðurálfu. Og
^örgum er enn í fersku minni
spænska veikin” sem geisaði að
°kum fyrri heimsstyrjaldar.
En nú eru fundin ráð til þess
að stemma stigu fyrir þessum
úniferðapestum. Sýklamir, sem
Peim valda, eru því ekki svo skað
egir að hægt sé að nota þá í
, . ernaði. En þrátt fyrir það er tal
lð að vísindin hafi nú yfir að
raða 33 tegundum sýkla, sem
ekkert verður við ráðið, ef þeim
sleppt lausum. Sumt eru kunn
lr sýklar, sem hafa verið magnað
lr með allskonar aðferðum. Sum-
ú" sýklarnir eru svo banvænir, að
Það sem kemst fyrir í einum
9n°^a’ næ2ir til þess að sýkja
° niilljónir manna.
Framleiðsla sýkla er miklu auð
veldara og þúsund sinnum kostn
aðarminni heldur en framleiðsla
kjarnasprengja. Það er mælt að
ein venjuleg rannsóknarstofa
geti framleitt þúsundir milljóna
millilítra af drápssýklum, og
með hverjum millilítra er hægt
að drepa milljónir manna. — Til
þess að anna þessu þarf ekki
nema einn líffraaðing og nokkra
starfsmenn.
Það er gallinn á þessu nýja
vopni, að engin þjóð er örugg
Sigurvegari, sem hefir lagt land
óvinanna í auðn, á það á hættu
að fá pestina yfir sig líka. Og það
er líka máske eini kosturinn
við þetta, því að þá þorir engin
þjóð að leggja út í sýklahernað.
En hættan er yfirvofandi. Stríðs
þjóð, sem er að fara halloka, get
ur gripið ttl þessa óyndisúrræð-
is. Því er það að eins friður —
alheimsfriður — sem getur bjarg
að mannkyninu.
Nýr heimur
Eftir að hafa lesið þessi óhugn
anlegu tíðindi, er það hressandi
að lesa ræðu þá, er Walter Lipp-
mann hélt á aðalfundi Rotary-
klúbbsins í San Francisco ný-
lega. Menn hafa ekki orðið varir
við annað en svartsýni að undan
förnu, og er því ræða hans eins
og ljósgeisli í því örvæntingar-
myrkri. Og sannarlega veitir
mönnum ekki af að hlusta á radd
ir hinna fáu bjartsýnismanna,
sem nú eru uppú
Ræða hans var á þessa leið:
S. þ. er fyrsta tilraunin til
sameiningar, eigi aðeins til þess
að sameina Evrópu og þau lönd,
sem stjómað er þaðan, heldur til
þess að sameina allar helztu þjóð
ir Evrópu, Asíu, Afríku og báð-
um álfum Ameríku.
Það er ekki ný hugmynd að
skapa sameinaðan héim. Hún er
jafn gömul menningarþjóðun-
um. Að réttu lagi getum vér skil
greint hvað sé menningarþjóð
með því að segja að það er sú
þjóð, sem lært hefir að . viður-
kenna að til sé sígild allsherjar-
lög um jafnrétti og bróðerni,
lög, sem allir menn eigi að hlýða.
En enda þótt hugmyndin um
alþjóðabandalag sé gömul, þá
hefir hún þó aldrei komist jafn
langt og nú, þegar allar þjóðir
heims hafa stofnað með sér sam
eiginlegt þing.
Þetta verðum vér að hafa hug
fast. Þetta er fyrsta alvarlega
tilraunin um að sameina allar
þjóðir í eina heimsheild. Og
þessa verðum vér að gæta þegar
vér veltum fyrir oss þessari al-
varlegu spurningu, sem nú er
efst á baugi: Er heimurinn að
klofna sundur í tvo hluta? Því
að þá sjáum vér einmitt að heim
urinn er ekki að klofna. Hann
getur ekki klofnað í tvent vegna
þess að hann hefir aldrei verið
ein heild.
Þetta tvent er mjög sitt á
hvað, að hugsa sér að heimurinn
sé að klofna í tvær andstæður,
og hitt, að viðurkenna það að
hann hefir aldrei verið ein heild.
Það er tvent ólíkt að hugsa sér
það að vér lifum nú í heimi, sem
sé að sundrast, og hitt að viður-
kenna það, að heimurinn hefir
aldrei verið sameinaður.
Vér erum fyrsta kynslóð
manna, sem gerir alvarlega til-
raun um það, að sameina á ein-
hvern hátt allar hinar sundur-
leitu þjóðir heimsins og reyna
að finna einhvern meðalveg í
andstæðum viðhorfum þeirra og
samkeppni.
Ef vér sláum þessu föstu, þá
þurfum vér eki að ergja oss út
af því að heimurinn sé að klofna
í tvo eða fleiri hluta, og að nú sé
öld ógna og skelfinga, sundrung-
ar og hruns. — Þvert á móti verð
um vér að viðurkenna að þetta
er nýsköpunaröld. Vér eigum því
ekki að horfa með kvíða fram í
tímann, eins og fyrri aldir urðu
að gera, heldur horfum vér mót
nýrri dagrenning.
Vér megum ekki gleyma því,
að járntjald hefir verið milli aust
urs og vesturs um 1000 ára skeið,
og þó miklu lengur. Það var kom
ið löngu áður en þeir Stalin og
Molotov komu til sögunnar. Það
var komið áður en til voru nokk
ur ríki, sem hétu Bretland, Rúss-
land, Frakkland og Þýzkaland.
Það var komið áður en Ameríka
fannst. —
Járntjaldið hefir aðskilið
Austur-Evrópu og Vestur-Ev-
rópu síðan rómverska ríkið klofn
aði í tvent með tvær höfuðborg
ir, aðra í Róm og hina í Mikla-
garði. Það hefir aðskilið Austur
og Vestur-Evrópu síðan kristin-
dómurinn klofnaði og skiptist í
latnesk-kaþólska og grísk-ka-
þólska kirkju.
Járntjaldið er ekki nýtt. Það
er mjög gamalt. Það er eitt af
elztu, djúptækustu og veiga-
mestu atriðum mannkynssög-
unnar. Frá því á miðöldum og
fram á þennan dag hefir það að-
skilið hinn kristna heim. — Það
hefir aldrei verið dregið frá. Að
eins einstaka sinnum hefir því
verið lyft svolítið til hliðar.
Ameríkumenn ætti að minn-
ast þessa. Rússar ættu að minn-
ast þessa. Því að fyrir þessum
samherjum í stríðinu og nú þátt
takendum í S.þ., liggur geisimik
ið vandamál. Vér erum að reyna
að sameina heimshluta, sem hafa
verið aðskildir í þúsundir ára og
þar sem þróunin hefir verið mjög
ólík á þessum umliðnum öldum.
Það djúp, sem staðfest er milli
kristindómsins í Austur-Evrópu
og Vestur-Evrópu, er ekki hið
einá, sem aðskilur þjóðirnar. —
Það er ekki eina djúpið, sem
þarf að brúa til þess að hugsjón-
sjónir mannkynsins rætist.
Það er líka til nokkuð, sem
heitir Múhameðsheimur. Svo er
Hindúaheimur. Svo er Kínverja
heimur. Vér erum nú að reyna
að sameina alla þessa heima í
eina heild, sem aldrei hefir átt
sinn líka.
Þetta er í fyrsta skipti að menn
viðurkenna að Evrópuþjóðir
eigi ekki að stjórna Arabaríkjun
um,^ndlandi og Kína, heldur
eigi þau að vera sjálfstæðir aðil-
ar í bandalagi þjóðanna.
Vér megum heldur ekki
gleyma því, hve skammt er síð-
an að Bandaríkin féllust á að
hverfa frá einangrunarstefnu
sinni og taka þátt í samstarfi
þjóðanna. Það eru ekki fimm ár
síðan að þjóð og þing í Bandaríkj
unum var að rífast um það,
hvort framtíð Evrópu og Asíu
kæmi Bandaríkjunum nokkurn
skapaðan hlut við.
Það er því ekki nema örskamt
síðan að vér Bandaríkjamenn
hölluðumst að þeirri hugmynd
að skapa nýjan heim. Vér höf-
um því margt að læra og mörgu
að gleyma áður en vér getum
komið viturlega fram í því að
skapa nýjan heim, og áður en vér
sláum því föstu að vér höfum
reynt það, en það sé ekki hægt,
Enn höfum vér tæplega byrjað
á því, sem er óefað göfugasta og
mesta, erefiðasta og viðkvæmasta
hlutverk, sem stjórnmálamenn
og þjóðir hafa tekið upp hjá sér
að leysa.
Vér skulum hafa hugfast, að
það eru ekki nema fá ár, síðan
byrjað var á því. Vér gerðum
nokkra samninga á hernaðartím
um. Þar er svo ákveðið að komið
skuli á alþjóðabandalagi, en allt
er þar mjög laust í reipunum,
aðeins undirstöðuatriði.
Og hvernig er þá umhorfs þeg
ar vér ætlum að fara að koma
þessum f^rirætlunum í fram-
kvæmd? Þá er svo ástatt, að eng
| in stórþjóðin, sem að þessu
stendur er viðbúin að leggja
fram alla sína krafta til þess.
í Kína er hver höndin upp á
móti annari. En er ekki til nein
ábyrg stjórn, sem komið getur
fram fyrir hönd alls Indlands.
Arabisku þjóðirnar eru sundrað
ar í mörg smá ríki. Engin stjórn
er í Þýzkalandi. — í Frakklandi,
ítalíu, Spáni og Portugal og víð-
ast hvar í Mið-Evrópu og Balk-
an, eru nýjar stjórnir, hvergi
nærri fastar í sessi.
Brezka heimsveldið stendur á
tímamótum stórkostlegrar ný-
sköpunar. Rússland er nýtt ríki
eins og vér vitum. Bandaríkin
eru nýtt stórveldi. En það eru
menn frá stjórnum þessara ríkja,
sem eiga að gera fyrstu friðar-
skipan heimsins og alþjóðabanda
lag og flestir þessir menn eru ó-
óvanir alþjóða samstarfi og
stjórnmálum.
Það er nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir því sve óhemju vanda
mál er það verk, sem þeir hafa
tekið að sér. Aðeins með því móti
er hægt að leysa það og koma í
veg fyrir óbætanleg mistök.
Vér erum nú staddir á þeim
tímamótum, þar sem allt mann-
kyn er fremur sameinað í þján-
ingu, heldur en í samstarfi fyrir
alþjóðaheill.
Vér erum í vandræðum með
að finna grundvöll fyrir alþjóða
(Frh. á hls. 5)
UNDRUNARVERÐ NY TEGUND DRATTARVELA
FYRIR ÖLD ORKUBÚNAÐAR
Einróma viðurkend fullkomnasta og hagkvæmilegasta
dráttarvélin, sem í rauninni á alsstaðar við, hvernig sem til
hagar um jarðveg og veðurfar, og þess vegna er hún svo
eftirsótt.
Vegna eldsneytissparnaðar er Cockshutt “30” sérstæð, og
brennir aðeins því, sem við á. Cockshutt “30” er gerð til þess
að veita sem beztan árangur við orkubúnað í 2. og 3. plæg-
inga flokkum; hún er traustlega bygð úr stáli og öðrum
endingarbeztu efnum.
Það borgar sig að kynnast Cockshutt “30”, ekki sízt vegna
þeirrar vatnsorkulyftu, sem hún hefir til brunns að bera og
auðveldar störfin. Finnið næsta umboðsmann! Cockshutt
Plow Company Limited, Brantford. útibú, Truro, Montreal,
Smith Falls, Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary, Ed-
monton. —
C. GORDON COCKSHUTT
Fimti maöur CocKshutt fjölskyldunn-
ar, er aiSstoSar canadiska bœndur.
FinnliS Cockshutt kaupmann
og spyrjist fyrir um Cockshutt
verkfœri. Cockshutt fullnægja öllum
búnaSarkröfum.
PARTNERS O F THE CANADIAN FARMER 10 9 Y E A R S