Lögberg


Lögberg - 10.06.1948, Qupperneq 1

Lögberg - 10.06.1948, Qupperneq 1
Ihaldsflokkurinn endurkosinn í Ontario með minkað fylgi Síðastliðinn mánudag fóru fram kosningar til fylkisþingsins í Ontario, og lauk þeim með endurkosningu íhaldsflokksins og Drew-stjórnarinnar; tala þing- manna í Ontario er 90, en af þeirri tölu hlutu íhaldsmenn 53 þingsæti; áður höfðu þeir 66 þingsæti. Drew forsætisráð- herra féll í kjördæmi sínu High Park, og verður því að leita end- urkosningar; landbúnaðarráð- herrann, sem kosinn var í Peel- kjördæminu, bauðst þegar til að rýma fyrir honum sæti. C.C.F.- flokkurinn þrefaldaði þingstyrk sinn og hefir nú 22 sæti; Liberal- ar fengu 12 sæti, og bæta kanske við sig tveimur; tveir Labor- Progressives náðu endurkosn- ingu í Toronto. Foringi Liberala, Mr. Oliver, var endurkosinn í South Grey og leiðtogi C.C.F.-sinna, Mr. Jolliffé, vann kosningu í South York. Svipar saman um margt Dr. Victor Nef, sendiherra Svisslands í Canada, flutti ræðu í Rotary-klúbbnum hér í borg á miðvikudaginn í fyrri viku, þar sem hann lét þess getið, að stjórnarfarslegum aðstæðum í landi sínu og Canada svipaði saman um margt; í Canada væri tvö megin þjóðerni, það brezka og hið franska, og tvenskonar trúarbrögð undir forustu sam- einuðu kirkjunnar og hinnar kaþólsku kirkju; tvö opinber tungumál væri löghelguð í Svisslandi eins og viðgengist í Canada og þetta sýndist aldrei koma að sök, og aldrei valda neinum þjóðernislegum klofn- ingi; þetta væri lærdómsríkt og ætti að geta orðið öðrum þjóð- um til fyrirmyndar. Dr. Nef kvað það hafa verið miklum vanda bundið fyrir svissnesku þjóðina að gæta hlut- leysis síns meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð, þó það að vísu hefði lánast; þá hefði og öflun hráefna reynst örðug, og mikinn hluta þeirra hefði orðið að flytja með vörubílum alla leið frá Portúgal. Lincoln Paul Sveinson B. Sc. Þessi ungi og glæsilegi maður, Lincoln Paul Sveinson, lauk í vor fullnaðarprófi í lyfjafræði við Manitobaháskólann; hann er sonur Mrs. Minnie Sveinson hér í borg og Paul heitins Sveinson, fyrrum kaupmanns í Wynyard, Sask. Hinn ungi lyfjafræðingur er fæddur í Winnipeg 27. janúar 1925. Um þriggja ára skeið var Lincoln í canadiska sjóflotanum; hann hefir nú tekist á hendur ábyrgðarstöðu hjá Frank W. Horner Limited, kunnu lyfjafé- lagi í Montreal, Quebec, og dvelst þar eystra. “Musica” nýtt tónlistarrit Nýtt tónlistartímarit “Musica” er komið á bókamarkaðinn. Vísi hefir borizt fyrsta tbl. 1. árgangs og virðist ritið ágætlega úr garði gert, smekklegt og flyt- ur margar ágætar greinar um tónlist, bæði klassiska og eins jazz. Virðist hæfilega mikið af hvoru til þess að gera það að- gengilegt öllum tónlistarvinum. Af efni ritsins að þessu sinni má nefna skemmtilgt og fróðlegt viðtal við dr. Pál ísólfsson tón- skáld. Þá er þar minnzt 25 ára starfsafmælis Sigurðar H. Briem kennara, en hann hefir, eins og kunnugt er, unnið mikið og gott starf í þágu íslenzkrar tónmenn- ingar. Annars er efnið fjölbreytt, m. a. fréttir úr hljómlistarlífinu innanlands og utan. Margar myndir prýða ritið. Útgefandi er Drangeyjarútgáf- an, en ritstjóri Tage Ammen- drup. Vísir 11. maí Hefir drepið 1 50 minka Undanfarið hefir borið mjög mikið á villiminkum suður með sjó og víðar. Maður að nafni Karl Karlsson, sem stundað hefir villiminka- veiðar s.l. mánuði hefir s k ý r t blaðinu frá því, að hann h a f i drepið í allt um 150 minka. 1 s.l. viku drap hann fjögur kvendýr, sem voru k o m i n að gotum. Reyndust vera í þeim 33 fóstur. Sýnir þetta gleggzt hve örvið- koma minkanna er. Karl Karlsson veiðir minkana aðallega í gildrur, en auk þess hefir hann drepið allmarga með haglabyssu. Segir hann, að á svæðinu frá Hafnarfirði og alla leið austur í ölvus séu þúsundir af minkum og fari þeim stöðugt fjölgandi. Vísir, 11. maí Betur má ef duga skal í lok fyrri viku nam söfnunin til hins fyrirhugaða barnaspítala í Winnipeg hálfri miljón dollara og verður í rauninni ekki annað sagt, en vel hafi verið af stað farið, þó enn vanti tvo þriðju þeirrar upphæðar, sem nauðsyn leg er talin; hér er um svo mikið nauðsynjamál að ræða, eigi að- eins fyrir Winnipegborg, heldur og fylkið í heild, að vonandi er að allir leggist á eitt um fram- gang þess. Gamli barnaspítalinn í þessari borg á langa og merka sögu að baki, en nú er hann orð- inn langt of lítill til þess að full- nægja sívaxandi kröfum stækk- andi mannfélags. íslenzkir námsmenn við Manitoba Háskólann hljóta námsverðiaun Thora Ásgeirson Richard Leonard Beck Thora Ásgeirson: University Women’s Club, scholarship in Music for highest standing in the school of music, $25.00; Sellers scholarship in Arts, $100. . Richard Leonard Beck: Isbister scholarship Electrical engineer- ing, Third year, $80.00. Fred Ruppel: Isbister Schol arship in Pharmacy, $60.00; Charles E. Frosst Proficiency Award, $50.00; Harman Award, $25.00. Carl Thorsíeinson: Isbister scholarship, $60.00. French Government book prize. Irene Thorbjörg Sigurdson: Richardson scholarship in arts, $200.00. Erlingur Kári Eggerlson: Sellers scholarship in arts second year, $100.00. Bodvar Bjarki Jakobson: — Tucker scholarship in science. first and second year, $200.00. löndum til þess að geta varizt innrás á sjálf Bandaríkin. Þarf samþykki hlutaðeigandi Kenneth Royalls tók það fram, að Bandaríkin gætu ekki fengið herstöðvar í löndum þessum, nema með samþykki hlutaðeig- andi þjóða og þau myndu fara lagalega leið, ef til þess kæmi, að á bækistöðvunum þyrfti að halda. Fjárveitinganefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings hefir nú til meðferðar fjárveit- ingar til hersins, er Truman for- seti hefir farið fram á samkvæmt tillögum hernaðarsérfræðinga sinna. Skýrsla hermálaráðherr- ans er gefin í‘ sambandi við þær áætlanir. Vísir, 3. maí 1948 Miss Agnes Sigurdson hylt í Reykjavík Fred Ruppel Hermálaráðherra Bandaríkjanna segir: Bandaríkin þurfa baekistöðvar á íslandi, Azoreyjum og Grænlandi Á föstudagskvöldið þann 4. þ. m., efndi Miss Agnes Sigurdson til hljómleika í Reykjavík fyrir fullu húsi áheyrenda og við geisihrifningu; þegar að hljóm- leikunum afstöðnum, barst for- eldrum Agnesar hér í borg svo- látandi símskeyti: “Reykjavík, 4. júní 1948. Sigurdson, 100 Lenore Street, Winnipeg. Agnes Object Western Pride and Icelandic Admiration Tonight. Capacity Concert. Greetings. Bishop Sigurdson, Lilja and Valdimar”. Sama daginn barst séra Philip M. Péturssyni forseta Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vestur heimi, eftirgreint símskeyti frá Þjóðræknisfélagi Islands: * “Agnes spilaði í fyrsta sinn í kvöld við stórkostlega hrifningu. Frábær fulltrúi Islendinga vestra”. , Af áminstum skeytum frá Reykjavík, er það nú að fullu ljóst, hve Miss Agnes Sigurðsson hefir hrifið hugi áheyrenda sinna með sinni óviðjafnanlegu tækni, tóntúlkun og snild; öll sæti að hljómleikum hennar voru seld löngu fyrirfram, og Bækislöðvar nauðsynlegar þess að verjasl innrás í Bandaríkin iil íbúar Reykjavíkur nærri 54 þúsund íbúunum í Reykjavík hefir fjölgað um rúmlega 5650 á síðast- liðnum tveim árum, þar af um rösklega 2 þúsund 1946 og um tæp 3 þúsund sl. ár. Við síðasta manntal voru íbú- arnir í Reykjavík samtals um 53.840. Eru þar með taldir allir þeir, sem skráðir voru í bænum við manntalið sl. haust, einnig fólk, sem telur sig eiga lögheim- ili annars staðar. Haustið 1946 voru íbúar Rvík- ur skráðir 51.011, en árið áður 48.186. hið sama var að segja um aðra samkomu, sem hún ætlaði að halda skömmu seinna; nú hefir það verið bundið fastmælum, að Agnes haldi einnig hljómleika í Hafnarfirði og á Akureyri. Fögnuður heimaþjóðarinna^ yfir heimsókn Agnesar er mikill, og metnaður okkar Vestur-ís- lendinga yfir sigurför hennar hlýtur að verða að sama skapi. Islendingar hér um slóðir eru fyrir löngu farnir að hlakka til hljómleikanna, sem Agnes heldur í Winnipeg Auditorium þann 7. október næstkomandi, og frá verður frekar skýrt eftir því, sem á líður sumar. Fjárstuðuingur við British Columbia King forsætisráðherra skýrði frá því í sambandsþinginu síðast liðinn fimtudag, að óhjákvæmi- legt væri að stjórnarvöldin í Ottawa hlypi undir bagga og veitti British Columbia fylki fjárhagslegan stuðning vegna þess gífurlega tjóns, sem hlotist hefir af völdum áflæðis í fylk- inu, einkum þó í Fraserdalnum, en þar er búist við að eignatjón nemi um 20 miljónum dollara. Mr. Byron Johnson forsætisráð- herra fylkisins, hefir skipað sér- staka nefnd til þess að vinna að viðreisnarstarfsemi hins fagra frjósama Fraserdals. Tvær systur útskrifast . Á ný afstöðnum háskólapróf- um útkrifaðist Donna Shirley Armstrong sem Bachelor of Sci- ence og systir hennar Suzanne Marie Armstrong útskrifaðist með heiðri sem hjúkrunarkona. Þær eru dætur Mr. og Mrs. Roy H. Armstrong, 1019 Dominion Str. Móðir þeirra er íslenzk. Thorun Helga Arngrímson fra Saskatchewan útskrifaðist með heiðri sem hjúkrunarkona. Ennfremur útskrifuðust í hjúkr- unarfræði, Marian Emma Helga- son og Margaret Ása Sigmund- son. — Bandaríkjunum er nauðsyn á að hafa bækistöðvar á íslandi, Azoreyjum og Grænlandi til þess að koma í veg fyrir innrás í Bandaríkin. Leggi óvinveiti þjóð Banda- ríkjunum undir sig meginland Evrópu, er okkur nauðsynlegt að hafa herlið á íslandi eins fljótt og okkur er það unnt, segir í skýrslu, er Kenneth Royalls, hermálaráðherra Bandaríkjanna gaf fjárveitinganefnd öldunga- deildarinnar. Hervarnir Bandaríkjanna Hermálaráðherra Bandaríkj- anna, Kenneth Royalls, hefir sent fjárveitinganefnd öldunga- deildarinnar skýrslu um nauðsyn legar hervarmr Bandaríkjanna og þær varúðarráðstafanir, er þeim væru nauðsyplegar. Þessi skýrsla hermálaráðherrans hefir vakið mikla athygli, sérstaklega þar sem hann tekur fram, að Bandaríkjunum séu herbæki- stöðvar nauðsynlegar í öðrum Skakkur útreikningur Fjármálaráðherra Breta, Sir Stafford Cripps, gerði nýlega yf- irlýsingu í þinginu þess efnis, að stjórninni hefði yfirsézt varð- andi útreikning sinn um væntan legan viðskiftahalla á fyrri sex mánuðum yfirstandandi fjár- hagsárs; nú yrði sú staðreynd eigi umflúin, að hallinn myndi nema að minsta kosti 292 miljón um dollara; ekki var laust við að ýmissum þingmanna þætti þessi mistök næsta furðuleg. Skógareldar Háskalegir skógareldar geisa um þessar mundir í Missisagi og Chapleau héruðunum í Ontario, og ekki hefir það bætt úr skák, að þar hefir ekki í háa herrans tíð komið deigur dropi úr lofti; á svæðunum umhverfis Flin Flon og Bird River í Manitoba, hefir nokkuð dregið úr skógareld um vegna talsverðrar rigningar, sem þar kom á fimtudaginn var og aðfaranótt föstudagsins. Dr. Rúnólfur Marteinsson og frú Ingunn Á mynd þessari getur aSj líta Dr. Rúnólf Marteinsson í doktors skrúðb, ásamt frú Ingunni Marteinsson, þar sem hann veit- ir viðtöku heiðursskírteini sínu við uppsögn Gustaphus Adolp- hus mentaskólans í St. Peter, Minn., þann 30. maí síðastliðinn. Prófessor Ove Olson, yfirkenn ari við fræðsludeild áminstrar mentastofnunar, kynti séra Rúnólf skólastjóra, Dr. Edgar Carlson, og rakti æviferil hans í megindráttum. Við þessa virðulegu athöfn voru stödd Gunnar B. Björnson og frú, Valdimar vararæðismað- ur Björnsson og frú og tengda- systir hans, ungfrú Herdís Jóns- dóttir af ísafirði.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.