Lögberg


Lögberg - 10.06.1948, Qupperneq 2

Lögberg - 10.06.1948, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 10. JÚNÍ, 1948 Gunnlaugur Jóhannsson MINNINGARORÐ Þeim fækkar nú óðum, gömlu mönnunum, sem fluttust frá íslandi til Vesturheims fyrir hálfri öld, eða meira en það, og margir komnir á fullorðins ár þegar hingað kom. “Fer það nærri vonum”, eins og Matthías segir, þó í öðru sambandi sé. Það koma aðrir í þeirra stað og við gömlu mennirnir njótum þeirrar miklu ánægju, að sjá þá taka okkur langt fram á marga lund, en ekki samt sem Vestur-íslendingar, það stendur ekki til. Gunnlaugur kaupmaður Jóhannsson var fæddur að Skeggjastöð- um í Miðfirði í Húnavatnssýslu, 13. september 1867, var hann því á fyrsta ári yfir áttrætt, er hann lézt að heimili sínu, 575 Burnell Street í Winnipeg. Mun æskuheimili hans aðallega hafa verið að Haugi í Miðfirði og þar bjuggu foreldrar hans langa hríð, Jóhann Ásmundsson og Guðrún Gunnlajpgsdóttir, myndar-hjón sem þar bjuggu lengi góðu búi. Sá, sem þetta skrifar man vel eftir Jóhanni á Haugi, eins og hann var jafnan nefndur. Hann var jafnan glaður og reifur og virtist jafnan öruggur og ákveðinn. Það var gott að eiga tal við hann. Mun Gunnlaugur hafa fengið gott uppeldi, eftir því sem gerðist um bændasyni á þeim árum sem hann var að alast upp. Hann þroskaðist fljótt og hefir væntanlega fengið meiri bók- lega tilsögn heldur en almennt gerðist, má ráða það meðal annars af því að hann náði því snemma, að skrifa ágæta hönd, sem hann hélt alla æfi, og einnig að fara vel með móðurmálið. Þegar Gunnlaugur var tvítugur, fór hann að heiman og þá alla leið til Wpg., þar sem hann hefir átt heima síðan að mestu. Fyrsta árið mun hann hafa unnið hjá bónda í nágrenni við Winnipeg og var það honum mikil hjálp til að verða fljótt fleygur og fær 1 að skilja og tala ensku, sem hann sá fljótt að var nauðsynlegt öllum þeim sem hér ætluðu að vera. Fór hann svo til Seattle, Wash., en var þar bara eitt ár, en kom svo aftur til Winnipeg, þar sem hann átti heima ávalt síðan, eða nálega 60 ár. Þegar hann kom að vestan gekk hann um tíma hér á verzlunarskóla og byrjaði svo á sæl- gætisverzlun, sem hann rak í nokkur ár, en hætti því svo og fór að vinna við matvöruverzlun, fyrst hjá öðrum, en svo fyrir eigin reikning. Rak hann þá verzlun í fjölda mörg ár með mikilli ár- vekni, dugnaði og fyrirhyggju og farnaðist vel. Hann hafði stóra og fallega búð og hafði ávalt fyrirliggjandi gnægð af þeim vör- um, sem slíkar verzlanir vanalega hafa til sölu. Hann var ágætur afgreiðslumaður, ávalt glaður og þægilegur, og fólkinu þótti yfir- leitt mjög gott að hafa viðskifti við hann. Það reyndist líka svo, að verzlunin gekk mjög vel meðan heilsan leyfði honum að stunda hana af fullum kröftum. Þegar ellin tók að færast yfir hann og heilsan að bila, seldi hann sína stóru og vönduðu fasteign, þarj sem hann bæði verzlaði og bjó og keypti vandað og þægilegt íbúð- arhús að 575 Burnell Street og bjó þar til æfiloka, sem ekki mun hafa verið nema um 4 ár. Hann dó 1. maí 1948. Gunnlaugur Jóhannsson var mjög félagslyndur maður og lét ekki miklar annir við verzlun sína halda sér frá að taka öflugan þátt í félagsmálum og má þar sérstaklega tilnefna bindindismálið, sem hann vann að um hálfrar aldar skeið, með miklum dugnaði, einlægni og staðfestu og lét aldrei tækifæri ónotað til að vinna því málefni allt það gagn er hann mátti og hann mátti sín mikils. Annað málefni, sem hann bar löngum fyrir brjósti og studdi ein- læglega, voru lútersku kirkjumálin meðal íslendinga hér í landi, og þó sérstaklega velferðarmál Fyrsta lúterska safnaðar í Winni- peg, sem hann tilheyrði fjölda ára og alt til æfiloka. Hann var maður mjög kirkjurækinn, sótti kirkju sína á hverjum helgum degi og einnig samkomur af ýmsu tagi, sem haldnar voru í kirkj- unni og söfnuðinum viðkomandi á einhvern hátt; lét sér mjög ant um heill og heiður safnaðar síns. Gunnlaugur var þríkvæntur; fyrsta kona hans var Guðný Stefánsson. Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu, sem er hjúkrunar kona og stundar hjúkrunarstörf í Saskatoon, Sask., og aðra sem dó mjög ung. önnur konan var Guðrún Johnston; þau eignuðust einn son, Harald, sem er efnafræðingur, og hefir mjög góða stöðu Gunnlaugur Jóhannsson í Montreal. Gunnlaugur eignaðist ekki stóra f jölskyldu, en hann hafði mikið barnalán, því bæði börn hans eru prýðilega vel gefin, hafa hlotið góða mentun og þeim hefir farnast þannig, að þau hafa unnið sér virðingu, tiltrú og góðhug allra sem kynnst hafa þeim. Þriðja kona Gunnlaugs, Þórunn Rósa Magnússon, lifir mann sinn. Það er til þess tekið af öllum sem til þekkja, hve prýðilega hún reyndist manni sínum ávalt, en sérstaklega eftir að hann varð hrumur og þurfti mikillar umönnunar og síðustu vikurnar mjög nákvæmrar hjúkrunar. Hún reyndist honum áreiðanlega ágæt kona og var honum til ómetanlegrar hjálpar á þeim hluta æfi hans, sem hann þurfti mikillar umönnunar og hjálpar við. Gunnlaug lifa tveir bræður, Ásmundur P. Jóhannsson bygginga- meistari í Winnipeg og Halldór Jóhannsson, hálfbróðir, sem lengi hefir búið á föðurleifð sinni, Haugi í Miðfirði, en er nú búsettur á Hvammstanga í Húnavatnssýslu. Maður finnur til þess, að það er stórt skarð höggvið í hóp hinna eldri íslendinga í Winnipeg við fráifall Gunnlaugs Jóhannssonar. Hann var svo áberandi maður, að ef maður kyntist honum, jafn- vel þó ekki væri nema lítið eitt, gleymdist hann ekki auðveldlega. Það bar margt til þess og sérstaklega hans glaðlegi svipur og góð- iátlega viðmót; hann hafði jafnan gamanyrði á reiðum höndum og hafði góð tök á að segja gamansögur svo vel færi á. Hann var örlátur á að dreifa gleðinni út til annara. Útför Gunnlaugs fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju 4. maí og var þar fjöldi fólks viðstatt. Séra Eiríkur Brynjólfsson og séra Rúnólfur Marteinsson fluttu báðir útfararræður; Mrs. Lincoln Johnson söng einsöng og söngflokkurinn söng sálmana. Organisti kirkjunnar lék á hljóðfærið. Börn hins látna manns, sem bæði eiga heima í fjarlægð, voru viðstödd jarðarförina og tengdadótturin og barnabörnin tvö. F. J. Tímarit Þj óðræknisfélagsins Eftir Snæbjörn Jónsson bóksala Það er sjaldan vel séð að einn maður þrástagist á sama efninu. Eg hefi á undaförnum árum, bæði í þessu blaði og á öðrum stöðum, átalið það, hve algerlega það er látið undir höfuð leggjast af stjórnarvalda hálfu að greiða fyrir sölu vestur-íslenzkra bóka og blaða hér á landi. Þá van- rækslu tel ég í fyrsta lagi ósæmi- legt tómlæti gagnvart þ e i m mönnum vestahafs, er ennþá berjast við að h a 1 d a uppi ís- lenzkri bókmenntastarfsemi, og gera það meira að segja á stór- lega merkilegan og mikilsverðan hátt. í öðru lagi tel eg vanræksl- una okkur hér heima skaðlega, því vart mundi annað gefa okkur réttari skilning á því en bækur- nar og blöðin, hvernig landar vestra skipa sér í fylkingu sinnar fornu fósturjarðar og feðrajarð- ar. En að skilja þetta, held eg að að telja megi okkur beinlínis hagsmunamál bæði í menntaleg- um og í ennþá þrengri skilningi hagnýtum efnum. Með því að kaupa bækur, biöð og tímarit landa okkar vestra, værum við líka að hvetja þá til þess að vinna enn betur í þeim víngarði, er þeir hafa ræktað svo vel. Eins og nú er komið um við- skiptahætti milli þjóða, geta einstaklingar lítið til þess gert, að efla slíka bókaverzlun, en ég hefi bent á það, að einmitt ríkis- valdið ræður yfir stofnun, sem með stuðningi Alþingis stæði sérstaklega vel að vígi til þess að hafa þarna meðalgöngu, og ekki efa eg að sá ágæti ungi maður, sem þar hefir nú fram- kvæmdastjórn á hendi, mundi af alúð leggja sig fram um að láta meðalgönguna verða sem gagn- samlegasta. Alþingi hefir nú um skeið veitt aðalblöðunum vestra, Heims- kringlu og Lögbergi, ofurlítinn styrk. Lofsvert er þetta svo langt sem það nær. En heldur hefði eg kosið að stuðningurinn væri með þeim hætti, að á móti honum kæmu nokkrir tugir eintaka af hvoru blaðinu, og að mqjmum hér heima væri gefinn kostur á að skrifa sig fyrir þeim fyrir lágt árgjald, er ætíð væri greitt fyrir- fram. Með því væri e f 11 sam- bandið og skilningurinn. Máske gæti það, sem þannig kæmi inn, einnig runnið til blaðafena, til uppbótar fasta styrknum. Eina meðalgangan, sem mér er kunnugt um — fyrir u t a n það sem Bókadeild menningarsjóðs hefir gert fyrir söguna—, er sú að Þjóðræknisfélagið hér kaupir árlega nokkur eintök af Tímariii þjóðrænisfélags Vestur-Islend- inga og selur þau félagsmönnum sínum fyrir sáralítið verð. Fyrir þetta á félagið skilið margfaldar þakkir. Og nú, þ e g a r eg hefi nefnt þetta tímarit, er eg kom- inn að aðalefninu. Þá er það fyrst, að eg hefi lengi ekki g e t a ð varizt einni spurningu: Hvernig má það vera að ekkert tímariti hér heima skuli geta haldið til jafns við tímarit hins fáliðaða hóps land- anna vestra? Því sannarlega skortir á að svo sé. Ritsjóri Tímaritsins hefir nú um nokkurra ára skeið v e r i ð skáldið Gísli Jónsson, sem eg ætla að flestir muni telja einn hinna mætustu og merkustu ís- lendinga vestra, slíkt mannval sem þeir þó eiga. Og allt ber ritið skýran svip þessa óvenjplega manns, hans góðu gáfna, hans fágætu mannkosta. Ekki svo að skilja að hann skrifi það að mestu sjálfur, þó að hann skrifi allmikið. En það verður nú ávalt svona: ritsjórar setja svip sinn á blöð sín eða tímarit, til ills eða góðs, hvort sem þeir skrifa mikið eða lítið. Til þess að nefna fræg dæmi á betri veginn, má minna á Lyche og Kringsjaa, Delane og Times —hann skrif- aði þó sjálfur aldrei n o k k r a grein—, og Stead og Review of Reviews. Fyrir framan mig liggur síð- asti —28.— árgangur Tímaritsins þegar eg skrifa þetta. Þar eru meðal annars ekki allfá kvæði eftir ýms skáld: Guttorm J. Gutt- ormsson, Jakobínu J o h n s o n , Ragnar Stefánsson, Vigfús J. Guttormsson Einar Pál Jónsson, ristjórann —þýðing—, o. fl. Um þau má nálega segja að þau séu hvert öðru betra og sum snilld- argóð. Það var skemmtilegt fyr- ir Karlakór Reykjavíkur er hann fór vestur að fá slíka kveðju sem kvæði Ragnars. Einar Páll Jóns- son hefir varla ort annað en perl- ur, allt frá því er hann var í skóla en stórvirkur höfundur hefir hann ekki verið. Engum kemur því á ó v a r t að það er fagurt kvæðið sem hann yrkir hér um mágkonu sína látna, Guðrúnu H. Finnsdóttur, en engu síðri perla er æviminning sú, er hann ritar um hana í óbundnu máli. Það var vandi að mæla eftir þá konu, svo að það gat sá einn, er átti g o 11 höfuð, en lét þó hjartað tala. Það hefir Einar gert hér. Og þetta minir mig á það —fyrirgefið útúrdúrinn—, að af öllum þeim. er mælt hafa eftir Guðmund Hannesson, þann mik- ilhæfa ágætismann, hefir um- komulaus kona vestur við Kyrra- haf gert það bezt. Hún lét þakk- látt hjarta tala, og það fann réttu orðin — talaði af sömu innsýn inn í hug og hjarta Guðmundar eins og Þorsteinn Erlingsson hafði gert er hann kvað til hans meira en hálfri öld áður. Eftir sira Valdimar Eylands er hlýlegt ávarp til Islendinga í heimalandinu. Stefán Einarsson skrifar skemmtilega grein um Dellifoss Guðmundar Friðjóns- sonar, og Richard Beck ágæt- lega um skáldskap Þorsteins Gís- lasonar. Hann er nú b ú i n að skrifa þann fjölda greina í ís- lenzk tímarit um merka menn, innlenda og útlenda, að væru þær allar saman komnar á einn stað þá mundi það vera allmikil bók. En það er einmitt sem gera þyrfti, að safna þeim á einn stað, og mætti höfundurinn vel taka þá bendingu til athugunar. Árni Sigurðsson skrifar langa grein og fróðlega um leiklist á meðal Vestur-íslendinga frá fyrstu tímum til þessa dags. Með þeirri grein eru 49 myndir, er sumar sýna heila hópa leikenda. Meginefni þessarar greinar var nýtt fyrir mér, og svo mun það fyrir fleirum. Margt er hér ótalið enn, og allt er það meira og minna gott. Mesta og merkasta greinin í þess um árgangi er aldarminning Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar tónskálds eftir ritstjórann. — Eg held að mér sé óhætt að fullyrða, að hún beri mjög af öllu því, er áður hefir verið ritað um þann mann. Hún er lista vel skrifuð, en hún er líka full af fróðleik. Höfundur er jafn vel að sér um 'hin sögulegu atriði eins og hin, er söngfræðunum heyra til. Ekki er að efa samúðina og skilning- inn, og vel var að hann átti þess kost að kynnast Sveinbimi. Ef ekki hefði svo farið, væri þessi minningargrein líklega óskrifuð. Hún mundi þá að minnsta kosti vera fátæklegri en hún er, því það var gott að kynnast þeim manni og hans ágætu konu; um það get ég borið af eigin reynd. Þess var að vænta, að Gísli Jónsson myndi Sveinbjörn Svein björnsson þó að aðrir landar . hans, þeir er færir hefðu verið um hann að skrifa, gleymdu hon um. En til þess að geta það, þurfti góða söngfræðamenntun. Ómögulegt er annað en að veita því athygli, að allir höf- undar í Tímarilinu skrifa á góðri íslenzku, svo að varla bregður fyrir mállýtum eða misnotkun orða. Stefán Einarsson talar hvað eftir annað um reykinn upp af Dettifossi, sem er kaldari en svo, að upp af honum leggi reyk, og Jóhannes Pálsson kann ekki að greina á milli áhrifslausu sagn arinnar að hlæja og áhrifssagn- arinnar að hlægja. En hvað er slíkt á móti því, sem við sjáum daglega hér heima og heyrum í útvarpsfréttum. “Nefndi ellifu, er af fauk hálsinum”. Þó að þessir menn skrifi íslenzkuna svona vel, er þeim vitanlega ljóst, að nú er þess skammt að bíða, að hún deyi út í Vesturheimi. Það er senni- legt að hún fylgi þeim í gröfina, sem nú eru miðaldra. En hver veit hve lengi ættræknin kann að lifa á meðal afkomenda ís- lendinga þar í landi. Enn talar þar höfuðið þó að fokið sé af hálsinum. Eg á þar einkum við hið nýja tímarit The Icelandic Canadian. Það er til þess stofn- að, að jafnvel þeir, er ekki geta lengur látið hugsanir sínar í Ijós á íslenzku, skuli samt ekki slitna úr tengslum við þetta land feðr- anna. Og snilld er það, hvernig tekist hefir með þetta tímarit. — Það er fróðlegt, skemmtilegt, merkilegt og myndarlegt, svo að það sómir sér fullvel við hliðina á Tímariii Þjóðræknisfélagsins. Það er vansæmd okkar og gæfuskortur að við skulum ekki um langa tíð hafa tekið fastar í hina framréttu hönd landa okk ar vestra. Aldrei stóð á að rétta hana fram þegar þeir gátu á ein- hvern hátt orðið okkur að liði. Betur væri að við vildum í fram- tíðinni líta meir í þá áttina en til norðurlanda. Það er sannleik urinn, að um norðurlönd skiftir ekki næsta miklu máli fyrir okkur, og eigum við þó vitaskuld að sína þeim grannþjóðum okk- ar, sem og öðrum þjóðum, fulla vinsemd og kurteisi á allan hátt. Það er allt annað en heimsku- legt dekur og tilbeiðsla. Sn. J. Tíminn. Leiðrétting I Heimskringlu frá 19. maí, er vitgerð eftir Þórð Kr. Kristjáns- son, þar sem hann er að bera á borð fyrir lesendur Heims- kringlu heilber ósannindi, sem ég vil fá leiðrétt. Höfundurinn er vistmaður á íslenzka Gamal- menna Heimilinu í Vancouver og hefir verið það síðan það var opnað, og er því öllu kunnugur, og hefði því getað skýrt hér rétt frá. I þessari grein sinni minnist hann á Gamalmenna heimilið, og fræðir þar lesendur Heims- kringlu á því, að á Heimilinu séu svo sem engir rólfærir nema hann. Sannleikurinn er, að hér er enginn sem er ekki vel rólfær. Hér er enginn, sem ekki fer allra sinna erinda. Fólkið hér fer dag lega út um allan bæ, sem hefir eitthvert erindi þangað. — Og þegar gott er veður, gengur það út sér til skemtunar. Hér ör- skamt frá er yndislegur lysti- garður, þangað sem heimilis- fólkið fer oft, og situr þar undir skrúðtrjánum og horfir á hina yndislegu blómareiti, sem alstað ar blasa þar við manni. Þar er ætíð friðsælt og rólegt. Hér eru nokkrir sem ellin og gigtin hefir farið illa með, svo þeir eru stirðir og seinir í snúningum og verða að fara varlega með sig, en þeir fara allra sinna ferða. — Þessa skýringu hefi ég gjört til þess að þeir sem eru í fjarlægð, en eiga skyldfólk og kunningja, skuli ekki gera sig órólega út af því, að þeir séu orðnir rúmfastir og líði nú illa, eins og höfundur- inn gefur í skyn. Það er langt frá því að svo sé. Hér eru allir glaðir og ánægðir og líður vel. Það er ýmislegt fleira í þessari grein sem mætti gjöra athuga- semd við. Eg ætla samt ekki að eltast neitt við það. Það vekur ekki mikla eftirtekt hér, þó Þórður sé eitthvað að blaðra. — Þegar hann skrifar héðan næst, vil ég óska þess, að hann reyni til að fara eins nærri sannleik- anum og honum er unt, svo ekki verði ástæða til þess að taka frammi í fyrir honum. S. Guðmundsson. — Hættu með þetta tæpitungu tal. Eg heiti Björn, og það er 'hafragrautur, sem þú ert með, en hann vil ég alls ekki sjá. KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.