Lögberg - 10.06.1948, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ, 1948
7
Frá Kvöldvökufélaginu Nemo á Gimli:
Grímudansinn
Eftir Alexander Dumas.
From The Worlds one hundred best short stories.
Erlendur Guðmundsson þýddi.
95 flugvélar lentu á
Keflavíkurflugvélli
í marz
í marzmánuði 1948 komu 95
millilandaflugvélar frá 14 flug-
félögum við á Keflavíkurflug-
velli.
Innanlandsflugferðir voru 31.
Þar með talin 14 æfingaflug
og tvö leitarflug björgunarflug-
véla Iceland Airport Corpora-
tion, og 15 flugferðir íslenzkra
flugvéla.
Með þessum flugvélum voru
1570 farþegar, 28.067 kg. af flutn
ingi og 35.300 kg. af pósti. Héðan
fóru til Evrópu og Ameríku 374
farþegar, 988 kg. af flutningi og
983 kg. af pósti, en hingað komu
213 farþegar, 22.818 kg. af flutn-
ingi og 1.108 kg. af pósti
Vegna óhagstæðs veðurs í
þessum mánuði voru viðkomur
millilandaflugvéla nokkuð færri
en undanfarna mánuði, en gert
er ráð fyrir að þær aukist mikið
með vorinu.
Um það bil 3000 íslendingar
skoðuðu Keflavíkurflugvöllinn í
marzmánuði og komu flestir um
bænadagana og páskahelgina eða
um það bil 2500 manns.
Vísir, 12. apríl.
Jón fór fram á það við fram-
kvæmdastjórann að hann fengi
frí til þess að fara í brúðkaups-
ferð. —
— Hvað þurfið þér langt frí?
spurði framkvæmdastjórinn. —
— Ja, ég veit það ekki, sagði
Jón, — hvað er yðar álit?
— Hvernig á ég að geta sagt
nokkuð þar um, þar sem ég hefi
alls ekki séð brúðurina.
Eg segi aðeins það, að mig lang
aði ekki eftir heimsókn, þegar
einn vina minna krafðist inn-
göngu.
Þjónninn minn kom og sagði:
“Mr. Anthony R-”. Á bak við
einkennisbúning Jósefs sá ég
bregða fyrir horni af svartri yf-
irhöfn. Að líkum hefir sá, sem
í henni var, jafnframt komið
augum að einkennisbúningnum
mínum og að ég mundi vera þar
nálægur.
“Jæja þá, leyfið honum að
koma”, sagði ég upphátt, en —
fari hann norður og niður, hugs-
aði ég.
Þegar menn eru við vinnu sína,
er það aðeins kona sem maður
hefir ást á, er leyfist að gera
mönnum ónæði, því þegar öllu er
á botninn hvolft, hefir hún ávalt
áhuga fyrir því, sem þú hefst að.
Eg stóð því upp með hálfgerð-
um ólundarsvip rithöfunda, þeg-
ar gripið er fram í fyrir þeim í
dýpsta vantrausti á sjálfum sér.
Þegar ég mætti honum og sá hve
fölur og tryllingslegur hann var,
varpaði ég á hann svofeldum
orðum:
“Hvað er um að vera? — Hvað
hefir komið fyrir?”
“Ó, leyfið mér að ná andan-
um”, svaraði hann. “Eg er kom-
inn til þess að segja yður frá
því, að annað hvort hefir mig
dreymt, eða ég er brjálaður”.
Hann kastaði sér ofan í stól og
grúfði höfuðið í höndum sér.
Eg starði á hann undrandi;
rigningarvatnið draup úr hárinu,
buxnaskálmarnar og skórnir
voru huldir af for. Eg sneri mér
að glugganum, og sá þjón hans
úti og vagninn, en áttaði mig á
engu, en hann tók eftir undrun
minni.
“Eg hefi verið í Pére-Lachaise-
grafreitnum”, sagði hann.
“Klukkan 10 í morgun?” spurði
ég. —
“Eg var kominn þangað kl. 7.
Bölvaður grímudanzinn”, sagði
hann.
Eg gat ekki áttað mig á, í
hvaða sambandi grímudanzinn
stæði við grafreitinn; sneri mér
að arinhyllunni og tók að vefja
vindling milli fingranna með
spönsku fjörleysi og þolinmæði.
Svo gaf ég honum bendingu
um að ég væri viðbúinn að hlíða
á erindi hans og öllu er að því
Jyti, með mikilli eftirtekt.
Hann lét í ljós þakklæti sitt,
en ýtti frá sér hendi minni.
Loksins laut ég áfram til að
kveikja í vindlingnum. Anthony
kom-í veg fyrir það.
“Alexander!” mælti hann. “Eg
mælist til þess að þér hlíðið á
sögu mína”.
‘En þú hefir verið hér í 15 mín
útur og ekkert sagt mér”. — Eg
hætti við að kveikja í vindlingn-
Um. lagði hann á arinhylluna,
krosslagði handleggina í undir-
gefni, með því var ég farinn að
fallast á álit hans sjálfs, að hann
v*ri að brjálast.
“Munið þér eftir danzinum á
söngleiknum, þar sem fundum
°kkar bar saman?” sagði hann
eftir dálitla þögn.
“Þeim seinasta, þar sem voru
200 gestir?” spurði ég.
“Sá hinn sami. Eg skildi við
Þrg með þeirri ætlun að gefa mig
a vald þessarar margbreytni, er
naér var sagt að þar færi fram
°g væri svo margbrotin og svo
fágæt að hún jafnvel skaraði
fram úr á okkar fjölbreyttu tím-
um. Þú reyndir að hamla mér
frá að fara, en ógæfa mín bar
sigur úr býtum. Ó, því komst þú
ekki til að sjá það alt saman, þú
hefir svo góð tök á eftirtektinni.
Lví voru ekki þeir Hoffmann og
Callot þar staddir, til þess að
mala þessar hugmyndaríku og
skringilegu atburði, er breiddir
voru út fyrir augum mér? Eg
var í þungu skapi og óánægður,
og ætlaði að yfirgefa söngleik-
inn. Eg kom í sal nokkurn, var
hann troðfullur af fólki. Það var
gagntekið af kæti. Þar voru gang
ar, stúkur og blómreitir og allstað
ar sömu þrengslin. Eg gekk í
gegnum salinn. Tuttugu grímu-
klæddir menn kölluðu á nafn
mitt, og lét hver svo sem hann
ætti á mér full ráð. Þetta fólk
var úr fjölskyldum menntaðra
og gáfaðra manna og vel ættað-
ir, en höfðu gleymt uppeldinu,
gáfunum, fjölskyldunum, þeim
hafði skotið upp á meðal okkar
á tíma hóglætisins og hófseminn
ar, svo sem kveldfglög höfðingj-
anna; þeir höfðu sagt mér frá
því, en ég gat ekki trúað þeim.
Eg stikaði upp fáein þrep og hall
aði mér upp að súlu, og var að
nokkru hulinn af henni. — Eg
horfði yfir mannhafið, sem barst
í öldum fram hjá mér. Grímubún
ingarnir, sem voru hinir fárán-
legustu, breyttu fólkinu svo, að
það líktist engum mannlegum
verum. Svo hófst hljóðfæraslátt
urinn og jafnframt fóru þessar
Gargoyle skepnur — en það eru
dýrahausar ófreskju sem spúa
vatni t. d. í görðum — af stað
eftir hljóðfallinu, en samræmi
þeirra heyrði ég innan um hróp,
óhljóð og hlátra. Þar hékk hver
á öðrum á handleggjunum, á
höndunum, á hálsunum. — Löng
keðja myndaðist af sjálfu sér og
rakti sig út í hringdans, karlar
og konur stöppuðu með miklum
’hávaða, en rykið, sem þyrlaðist
upp af gólfinu, varð að mekki
á milli dansendanna, en þeir
sjálfir snerusf með sí-auknum
hraða með hjákátlegum hreyf-
ingum og ósæmilegu látbragði
og frekju-ópum, það sveigði sig
og reigði sem drukknir menn eð-
ur konur í mestu kvölum, meira
af æði en gleði, meira af ástríðu
en lipurð, líkast ofraun eftir
kvalir helvískrar hnútasvipu, er
margir djöflar höfðu reitt að
mannlegu holdi sem refsingar
fyrir syndirnar. Þetta allt fór
fram fyrir augum mér og fyrir
neðan mig. Eg fann gustinn af
dansfólkinu, er það þyrlaðist
framhjá og hver geistist fram
hjá öðrum og yrtu þá á mig þeim
orðum, er ég hlaut að roðna við.
Allur þessi hávaði og suða, öll
þessi ringulreið og hljóðfæraslátt
ur, fyllti svo huga minn sem
danssaiinn, að áhrif þess kom-
ust svo langt, að ég vissi ekki,
hvort það, er ég hafði fyrir aug-
um mér, bar fyrir mig í vöku eð-
ur svefni. Eg var að því kominn
að spyrja sjálfan mig hvort ég
ekki væri orðinn brjálaður og
þeir fullvita.
Eg var gagntekinn af töfrum
löngunarinnar til að kasta mér út
í þessa djöfla yðu eins og Faust-
inn í töfra helgidagsins og mér
fannst ég mundi æpa og hlægja
eins og þeir. Það veit hamingjan
að frá þessu ástandi er aðeins eitt
stig til brjálsemi. Eg var hrædd-
ur, hljóp út úr danssalnum, sem
eltur væri af villidýrum, en öskr
ið og óhljóðin fylgdu mér út að
stræti.
Eg nam snöggvast staðar í
súlnagöngunum til að jafna mig,
því mig langaði ekki til að leggja
út á strætið í því uppnámi sem
ég var í, það var einnig óvíst,
hvort ég gæti ratað. Eg hefði get
að orðið undir vagnhjólum, þó
ég sæi þau ekki. Eg var sem
dauðadrukkinn maður sem er að
rakna úr rotinu og farinn að
skilja ástandið, þó hann vanti
máttinn; hann hallar sér upp að
einhverjum ljóskerastaurnum og
starir skilnings-sljógum augum
út í loftið.
í sama leyti nam keyrsluvagn
staðar fyrir framan dyrnar og
kona stökk eða réttara sagt
skaust út.
Hún gekk inn í súlnagöngin,
leit í kringum sig, eins og hún
hefði tapað áttinni. Hún var
klædd dökkum dulbúningi með
áfestri hettu með grímu úr
flauili fyrir andlitinu, hún gerði
sjálf vart við sig við dyrnar.
“Aðgöngumiðann”, sagði dyra-
gætir. —
“Aðgöngumiðann minn”, svar-
aði konan; “ég hefi engann”.
“Jæja, farið þangað, sem þeir
eru seldir”.
Dökkklædda konan kom nú út
aftur í súlnaganginn og þreifaði
með miklum tauga-óstyrk í öll-
um vösum.
“Engir peningar!” æpti hún. —
“Seljið mér aðgöngumiða fyrir
hring þenna”, sagði hún.
“Ekki hægt”, svaraði stúlkan,
sem tók við aðgöngumiðunum.
“Við leitum ekki hagsvonar með
þeim hætti”.
Svo ýtti hún hring settan gim
steinum frá sér, en við það hraut
hann á gólfið og valt þangað sem
ég stóð.
Sú dökk klædda stóð hreyfing
arlaus í sömu sporum, hugsandi
og hafði gleymt hringnum.
Eg tók hringinn upp og rétti
henni. Mér varð á að líta framan
í hana og sá að tvö augu störðu
í augu mér gegnum grímuna
“Þér verðið, af brjóstgæðum,
að hjálpa mér til að komast inn”,
sagði hún.
“En ég var einmitt að fara út,
frú”, sagði ég.
“Látið mig þá fá 6 franka fyr-
ir hringinn, og þér gerið mér
þann greiða, að ég blessa yður
fyrir það alla æfi”, svaraði hún.
Eg rendi hringnum upp á
fingur hennar, sneri svo þangað
sem aðgöngumiðarnir voru seld-
ir og keypti tvo, að því búnu
gengum við bæði inn.
Þegar við komum inn í gang-
inn, fann ég að hún riðaði, og að
hún hringvafði bandlegg sinn ut-
an um minn handlegg.
“Eruð þér veikar?” spurði ég.
“Nei, nei. Þetta er aðeins
svimi, ekkert annað”, svaraði
hún.
Hún kvatti sporin inn í salinn,
og þessa vitfyrrings-hringiðu.
Við gerðum þrjár atrennur til
að troðast gegnum bylgjur af ið-
andi, dulbúningum, sem köstuðu
sér hver á aðra.
Það fór um hana titringur, í
hvert skifti og hún heyrði ósæmi
legt orð. —
Eg roðnaði af því að láta sjá
að ég hefði gefið konunni hönd
mína, sem hafði þó verið orsök
þess. Að lokum komumst við inn
að enda salsins.
Þar hneig konan ofan í legu-
bekk. Eg stóð fyrir framan hana
og studdi hendinni á bak legu-
bekksins.
“Ó, yður mun þykja atferli
mitt kátlegt?” sagði hún, “en það
er jafnt á komið fyrir báðum
okkur. Eg hafði enga hugmynd
um þetta”, sagði hún og leit
fram í danssalinn. “Jafnvel í
draumum mínum, hefði ég aldrei
trúað slíku framferði. Þeir skrif-
uðu mér bréf — takið þér eftir
— að hann yrði hér með kvenn-
mann, og hverrar tegundar var
sá kvennmaður, sem vildi taka
þátt í þessum söfnuði?”
Eg lét undrun mína í Ijós með
hreifingu *sem hún skildi.
“Þér viljið spyrja, því ég sé
hér, eða er ekki svo? En þar til
liggur önnur ástæða. Eg. Eg er
að leita að honum. Eg — ég er
konan hans. Fólkið, sem sækir
hingað er brjálað af svallsýki og
gjálífi. En það sem dregur mig
er helvisk afbrýði. Eg hefi leitað
að honum alstaðar. 1 alla nótt var
ég í grafreitnum. Eg var stödd
í Gréve-Ferhirndur almennings-
reitur í París. Þar voru áður
sakamenn teknir af lífi — þegar
aftaka fór fram, og — einmitt nú
get ég svarað yður að ég er ung
og hefi aldrei gengið út á strætið
án þess að vera með móður
minni, og sem gift kona hefi ég
ekki stigið spor út úr húsinu, án
fylgdar af þjóni, og hér er ég
stödd svo sem allar aðrar konur,
þeim eru allar leiðir kunnar, og
hér hefi ég boðið karlmanni arm-
inn, er ég ber engin kennsl á. Eg
roðna undir grímunni fyrir áliti
því er hann hlýtur að hafa á
mér. Eg þekki þetta allt. Hafið
þér aldrei verið afbrýðissamur,
herra?”
“Því er ver”, sagði ég.
“Þá getið þér fyrirgefið mér.
Þér hafið þroskaðann skilning.
Þér skiljið rödd þá, sem æpir út
til yðar: “Framkvæmið”, sem er
sama röddin er ómar í eyrum
konunnar, þér hafið fundið grip
þess arms, sem hrindir einstakl-
ingnum út í smán og glæpi, svo
sem armur örlaganna, viðbúinn
að fremja alla hluti, geti hann
komið fram hefnd”.
Eg var kominn að því að svara,
þegar hún alt í einu stóð upp og
starði augnablik á tvær grímu-
klæddar persónur, er í sama bili
gengu fram hjá okkur.
“Þögn”, sagði hún.
Svo gaf hún bendingu að við
skyldum fylgja þeim eftir. Eg
var orðinn flæktur í óþekkt ásta-
mál án minnar vitundar. — Eg
fann þræðina titra, en náði engu
haldi á endunum, en vesalings
konan var svo ringluð, að hún
fór að vekja á sér eftirtekt. Eg
hlýddi eins og barn. Þetta vald
getur tilfinningin haft. Svo held-
um við af stað á eftir þessum
tveimur dulbúnum persónum.
Önnur leit út fyrir að vera karl-
maður, hin kvennmaður.
Þau töluðu of lágt til þess að
við gætum heyrt það.
“Það er hann”, tautaði konan
— “þetta er málrómurinn. Já,
já, og vaxtarlagið — og nú fer
hann að hlægja. Það er hlátur-
inn hans. Það er hann, herra
minn. Það er hann. Bréfið sagði
satt. Guð minn! Guð minn!
Meðan þessar dulbúnu persón-
ur héldu áfram göngu sinni,
fylgdum við þeim stöðugt á eft-
ir. Þær fóru út úr danssalnum,
og svo gerðum við einnig. Þær
gengu upp stiga, sem lág að
stúkunum og við stigum í spor
þeirra. Þær námu ei staðar fyr
en þær komu að miðstúkunni.
Við líktustum tveim skuggum,
lítil stúka var opnuð og persón-
urnar gengu inn, hurðin féll að
staf og lokaðist.
Vesalings konan, sem studdi
sig við arm minn, gerði mig ótta-
sleginn með óstyrk sínum; ég gat
ekki séð framan í hana, en með
því hún hélt sér svo þétt upp að
mér, fann ég að hjarta hennar
slóg ótt, líkaminn skalf og lim-
irnir titruðu, það var eitthvað
ónotalegt sem barst mér gegn-
um meðvitundina, um óvanaleg-
an sárann harmleik er ég nú
hefði fyrir augum mér, en þekti
ekki fórnardýrið og vissi hreint
og beint ekkert; þrátt fvrir það
hefði ekkert fengið mig til að
yfirgefa konuna, eins og nú var
komið.
Þegar hún sá á eftir þessum
tveimur grímuklæddu persón-
um inn í stúkuna, og hurðina
lokast, stóð konan hreyfingar-
laus augnablik, sem yfirbuguð;
svo hljóp hún að hurðinni og tók
að hlusta. Þar sem hún var
þarna komin, hefði hin minnsta
hreyfing hennar vakið eftirtekt.
Eg þreif því til hennar og dróg
hana frá dyrunum með valdi,
lyfti klinkunni á næstu stúku og
dróg hana inn með mér og lokaði
hurðinni.
“Ef þér viljið hlusta, þá hlust-
ið þér héðan”, sagði ég.
Hún féll á kné, þrýsti eyranu
að skilrúmsveggnum, en ég stóð
við vegginn þar andspænis, með
krosslagða handleggi og laut
höfði í þungum huga.
Að svo miklu leyti og mér var
auðið að sjá benti allt á að kon-
an væri fríð sýnum. Neðri hluti
andlitsins, sem ekki var hulið
af grímunni, var með æsku blæ,
flauels mjúkt og sællegt, varirn
ar rauðar og blómlegar, tenn-
urnar sem fílabein, sem dökka
flauelsblæjan huldi að nokkru
leyti, og sýndust því enn hvítari,
voru fagursettar og gljáandi,
hönd sem til eftirstælingar, fing
urnir til að fela í lófum sér,
hárið dökkt eins og úr silki, gægð
ist út undan hettunni á dular-
búningnum og fóturinn sem á
barni, iðaði undir pilsfaldinum,
eins og honum veittist örðugt að
halda líkamanum í jafnvægi. —
Allt var fagurt, létt og lipurt. Ó,
hvílík al fullkomin vera hlýtur
hún að vera. Ó, sá, sem mætti
halda henni í faðmi sér og kæmi
auga á þá undraverðu eiginleika
hennar og teigaði ást hennar og
fyndi titrandi hjartasláttinn, og
gæti sagt: “Þetta allt, þetta allt
stafar af ást, af ást á mér einum
úr öllum miljónum manna, á
mér englinum fyrirhugaða. Ó,
sá maður! — Sá maður!” —
Á þessa leið hugsaði ég; allt í
einu sá ég hana spretta upp,
snúa sér að mér og mæla í ósam-
anhangandi orðum í ákafa:
“Herra minn! Eg er fögur og
sver yður að ég er ung, aðeins 19
ára. Til þessarar stundar hefi ég
verið hrein sem engill í sköpun-
unni. í, jæja, jæja”, svo greip
hún báðum höndum um háls
mér. — “O, jæja, jæja. Eg er yð-
ar. — Takið mig”.
Samstundis fann ég að hún
yrýsti kossi á varir mínar, en á-
hrifin voru líkari eftir bit, held-
ur en eftir koss, læstu sig um mig
allann, en sem logandi ský lagð-
ist yfir augu mér.
Tíu mínútum seinna hélt ég
henni í faðmi mínum, hún var
í hálfgerðu meðvitundarleysi og
hafði grátekka, svo náði hún sér.
Gegnum grímuna, sá ég hve aug
un loguðu æðislega og á neðri
hluta andlitsins brá fölva. — Eg
heyrði að tönnurnar nötruðu, og
heyri það jafnvel nú.
Hún mundi allt sem fyrir hafði
komið og féll mér til fóta:
“Ef þér hafið meðaumkun með
mér”, mælti hún til mín grát-
andi, þá snúið augum yðar frá
mér, reynið aldrei að kynnast
mér; leyfið mér að fara og gleym
ið mér, ég hefi minni fyrir tvo”.
Að svo mæltu, stóð hún
skyndilega á fætur sem hverf-
andi hugsun, sem yfir gefur oss.
Hún hraðaði sér áleiðis til dyr-
anna, kom þó aftur og sagði: —
“Fylgið mér ekki í guðs nafni,
herra minn. Fylgið mér ekki”.
Svo þreif hún opna hurðina og
lét hana falla aftur á milli okkar,
og hvarf sjónum mínum sem
svipur. Eg hefi ekki séð hana síð-
an. —
Eg hefi ekki séð hana síðan,
og þó leitað viðstöðulaust í sex
mánuði. Eg hefi leitað á dönsum,
sjónleikum, á skemtistigum. —
Hvar sem ég í fjarlægð hefi kom
ið auga á lítinn kvennmann, smá
fættum og dökkhærðum, hefi ég
óðara elt hann, náð honum,
horft framan í hann, í von um
að hann roðnaði og kæmi með
því upp um sig, en hvergi hefi
ég fundið hana, að undanteknum
í draumum mínum! Ó, þar birt-
ist hún, þar verð ég var við hana,
þar finn ég faðmlög hennar, bit
hennar og ofsaleg atlot, eins og
hún væri knúð af illum öndum.
Gríman hefir þá fallið frá og af-
skræmt andlit blasað við mér,
en stundum óglöggt sem í skýi,
en í sama tíma svo fagurt sem
í umgjörð morgunroðans, stund- •
um náfölt með höfuðkúpuna hár-
lausa og skjallhvíta og augna
lausa, tönnurnar fáar og gnötr
andi. I stuttu máli: Stöðugt síð-
an hina umræddu nótt, hefi ég
hætt að lifa, en logað í ákafri
ástaþrá eftir konu sem ég þekki
ekki, vonaði, vonaði, en jafn óá-
nægður við vonirnar, öfundsjúk
ur án ástæðu, án þekkingar á
þeim sem ég vil að afbríðin komi
niður á, og þora ekki að kann-
ast við slíkt brjálæði, og allan
þenna tíma leitað og beðið, og
tímanum öllum eitt og sóað af
henni.
Um leið og hann mælti þetta,
þreif hann bréf er hann varð-
veitti á brjósti sínu.
“Með því ég hefi sagt yður
allt er að þessu lítur, þá lesið þér
bréf þetta”.
Eg tók við bréfinu og las:
“Hafið þér algerlega gleymt
ógæfusamri konu sem engu hefir
gleymt og deyr af því hún getur
engu gleymt? Þegar þér fáið bréf
þetta, er hún dáin. Farið þér til
grafreitsins Pére-Lachaise, biðj-
ið grafreitsvörðinn að sýna yður
nýjustu grafirnar á einni þeirra
er steinn með almenna nafninu
“Marja”. Þegar þér standið
frammi fyrir honum, eigið þér að
falla fram og lesa bæn”.
“Svona var það”, hélt Anthon-
ius áfram. “Eg fékk bréfið í gær,
og í morgun lagði ég af stað. Graf
reitsvörðurinn vísaði mér leið
til grafarinnar. Þar dvaldi ég í
tvo klukkutíma á hnjám mínum;
þar baðst ég fyrir og grét. Skilj-
ið þér það?
Konan var þarna. Hinn log-
andi andi hennar hafði svifið
á braut, og sá eldur hafði beygt
og brotið niður líkamann undir
afbríði og sjálfs-ásökun. Hún
var þarna undir fótum mér, og
hún hafði lifað og hún hafði dá-
ið fyrir mig ókendann, ókend-
ann! og tekið sér bústað í lífi
mínu svo sem í gröfinni, ókend-
ann! Og grafið kaldann líkam-
ann í hjarta mitt, eins og hún
hefði jarðað einhvem í gröf. Ó,
þekkið þér nokkurt hliðstætt
dæmi? Þekkið þér nokkurn at-
burð jafn hræðilegann? — Þess
vegna er engin von.
Eg sé hana aldrei framar. Eg
ætla að grafa upp gröf hennar,
vona ég með því að fá endur-
mynd af andliti hennar, og ég
elska hana upp frá þessu. Skilj-
ið þér það, Alexander? Eg elska
hana sem brjálaður maður. Eg
myndi fyrirfara mér samstundis,
ef ég héldi það gleddi hana, ef
hún yrði mér ekki ókunnug til
eilífðar, svo sem hún var mér
ókunnug í þessum heimi”.
Með þessum orðum þreif hann
af mér bréfið, kyssti það hvað
eftir annað og grét.
Eg tók hann í fang mér, og með
því ég vissi ekki hvað ég ætti að
segja, þá grét ég líka.