Lögberg - 07.10.1948, Síða 2

Lögberg - 07.10.1948, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. OKTÓBER, 1948 --------i.ogtjerg------------------- &efið út hyern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LfiGBERG <59S Sargent Ave., Winnlpeg, Man • Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON' Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and pubiished b> The Columbia Press, Limited, 695 Sargent ’ Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as-S-icond Ciass Mail Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 íhaldsmenn veija sér leiðtoga Landsþingi íhaldsmanna lauk í Ottawa á laugardaginn eftir þriggja- daga setu, var þingið eins og vænta mátti fjölsótt og að sögn allmiklu fjör- legra en fundurinn í Winnipeg er kaus Mr. Bracken að leiötoga, hafa sendi- fulltrúar hins nýafstaðna landsþings auðsjáanlega haft það á vitund, að nú væri ekki um anað að ræða en duga eða drepast og þessvegna myndi sá vegur- inn viturlegastur að bera sig karlmann- * lega og láta sem í ekkert heföi skorist þó hagur flokksins hefði ekki verið sem allra ákjósanlegastur undanfarin ár. Samkvæmt hinni nýju stefnuskrá, er íhaldsflokkurinn næsta örlátur á lof- orð, og má vera að honum sé það í raun- inni ekki láandi, því nú eru ábærilega góð ráð dýr, hann hikar ekki við að lofa stórvægilegri lækkun skatta, þó hann á hinn bóginn krefjist aukinna hervarna, er flestum skilst að hafa muni þó nokk- urn aukakostnað í för með sér, hann mælir með ríflegari undaþágun frá tekjuskatti en fram að þessu hefir geng- ist við, að undanþágur kvæntra manna verði bundnar við $2,500 en einhleypra manna og kvenna við $1,250. Þetta er í sjálfu sér blessað og gott komi skynsam- legri leiðir til tekjuöflunar í staðinn en þær, sem fram að þessu hafa valdar ver- ið, hann mælir með hækkun ellistyrks, það hafa hinir flokkarnir gert líka, og þetta er alt saman blessað og gott, endi ekki alt við orðin tómi, þá er og rík áherzla lögð ástóraukna vinslu náttúru fríðinda landsins, og er um það að sjálf- sögðu ekki nema gott eitt að segja, en þetta hafa hinir flokkarnir gert líka og í því efni skilur þá ekki neitt. Að því er kornræktina áhrærir Jýsti áminst flokkþing óánægju sinni yfir gerðum kornsöluráðsins, sem í raun og veru væri ekki annað en sósíalistik stjórnardeild, er orsakað hefði bændum geisilegt tap, hallaðist þingið á þá sveif, að bændum yrði jafnframt gefinn kost- ur á að selja korn sitt á frjálsum mark- aði eftir því sem þeim þætti bezt henta, hvort heldur væri á kornmiðlarahöllinni í Winnipeg eða annars staðar. En er til þess korri að velja eftirmann Mr. Brackens, var landsþing flokksins ekki í neinum vafa um afstöðu sína, gengið var til atkvæða um þrjá menn, og var George Drew forsætisráðherra í Ontario þegar kjörinn til leiðtoga við fyrstu atkvæðagreiðslu við miklu afli atkvæéa, hlaut hann 837 atkvæði, John D. Diefenbaker 311 en Donald Fleming 104. Er kunnugt .varð um úrslit, var Mr. Drew þegar hyltur mjög af hinum mikla mannsöfnuði, en keppinautar hans báð- ir mæltu með því kosning hans yrði lýst yfir í einu hljóði og varð það að ráði. Mr. Drew þakkaði það traust er flokkurinn hefði látið sér í té, og kvaðst aldrei mundi bregðast því. Val Mr. Drews til flokksforustunn- ar, mun ekki hafa komið neinum á óvart, hann er glæsimenni í framgöngu, mælskur vel," og hefir veitt Ontario örugga stjórnarforustu. Allmargir, ekki sízt í Vesturland- inu, munu harma það, að Mr. Diefen- baker skyldi ekki ná kosningu til foringjatignar, en um slíkt þýðir ekki að sakast eftir dúk og disk. Hvort Mr. Drew verður forsætis- ráðherra í Canada eða ekki, er enn falið hulinshjálmi framtíðarinnar, en víst má telja, að hann 'verði að minsta kosti formaður stjórnarandstöðunnar á næsta þingi, og á þeim vettvangi skarar hann alveg vafalaust langt fram úr Mr. Bracken, að honum alveg ólöstuðum. Er Mr. Drew lætur af stjórnarfor- ustu í Ontario sem verða mun bráðlega, tekur við stjórnartaumunum þar í fylk- inu Mr. Thomas Laird Kennedy, land- búnaðar ráðherra fylkisstjórnarinnar. ♦ -f Agnes Helga Sigurdson Á fimtudagskvöldið þann 14. þ.m. efnir ungfrú Agnes Helga Sigurdson til pianohljómleika í Playhouse hér í borg- inni, eins og áður hefir verið vikið að hér í blaðinu. Þó orðið sé all langt um liðið síöan Winnipegbúum hefir gefist þess kostur að hlýða á tóntúlkun Agriesa, þá stendur mönnum enn í fersku minni með hve miklum ágætum ti-1 tókst um hljómleika hennar, og hve óvenjulega fagra dóma tóntúikun' hennar þá hlaut í dagblöðun- um þessarar borgar, síðan hefir Agnes um langt skeið stundað kappamlega nám hjá víðfrægum kennurum í New York og tekið glæsilegum þroska í hinni fögru og ódauðlegu list. Agnes er fyrir skömmu komin heim úr Norðurálfuför, hún heimsótti ísland og hélt þar nokkura hljómleika við mikla hrifningu og ástúðlega viðtökur, um- mæli dr. Páls ísólfsonar um hljómleika Agnesar í Reyltjavík, voru á sínum tíma birt hér í blaðinu og þau þurfa ekki endurtekningar við, þau voru í öllum efnum hin lofsamlegustu, og kallar þó dr. Páll ekki alt ömmu sína, er hann dæmir um hljómleika. Vafalaust bíða flestir með óþreyju, að hlusta á hina væntanlegu hljómleika Agnesar, og þessvegna má þess óhætt vænta, að þangað komi allir sem vetlingi geta valdið þann 14 yfirstandandi mánaðar. Varðandi sölu aðgöngumiða vísast til auglýsingarinnar um áminsta hljóm- leika, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Að hljómleikum þessum stend- ur framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi. + + + Líknarsamlagið Svo að segja alveg nýverið er hafin fjársöfnun í starfrækslusjóð Líknar- samlags Winnipegborgar, eins og við hefir gengist á undarförnum árum, Stofnanir þær sem Líknarsamlagið annast um, eða í raunréftri ber á hönd- um sér eru margar og þær þurfa allar fjárstuðnings við, umkomulaus börn og örvasa gamalmenni þurfa á hjálp að halda, ekki sízt eftir að hinn kaldrifjaði Manitoba vetur gengur í garð, því þó enn sé sólfar mikið og dýrðar blíða blessi alt sem hér lifi, er ekki lengi að breytast veður í lofti, ekki sízt eins ög nú er liðið á haust. Auðugur í dag, snauð- ur á morgun, heill í dag, sjúkur á morgun, sprækur í dag, hrumur á morg- un. Þetta verða menn að hafa hugfast, er umboðsmenn Líknarsamlags borgar- innar inna af hendi húsVitjanir sínar, og þetta eiga menn raunar að hafa hugfast allan ársins liring. F.O.B. WPC. 36? BAG Covering Cap. 10 tq. ft. Long Lasting, Trouble Free INSULATION See Your Lumber or Building Suþply Dealer CANADIAN PH. 201 185 WESTERN BOX CO. LTD. ST. BONIFACE • No Lower Cost Insulation • Vermin Proof • Easy to Install • Cool in Surnmer — Warm in Winter AH Heilsuvernd barnn Á síðari árum er áherzla mikil lögð á heilsuvernd og ýmisar aðgerðir er koma í veg fyrir sýkingu og sjúkleika; heilsuv- erndarstöðvar eru nú víðast í borgum og bæjum og mikið sóttar. Leon Baumgartper heitir kona sem er læknir og var nýlega forseti á heilsuverndaþingi í Washington, en sú deild þingsins fjallaði aðallega um heilsuvernd barna og kvenna. Ummæli þau sem á eftir fara eru eftir henni höfð. „Heilsa“ er ekki eingöngu það að vera ekki sjúkur, heldur og vellíðan, þar sem líkami, hugur og tilfinningar eru í góðujafnv- ægi og starfa eðlilega. Það er nauðsyn á að fólk skilji að „til- finning“ heyrir undir heilsuna. T. d. getur magaverkurinn, sem barnið kvartar um, er það hef.r áhyggjur af kunnáttu sinni í skólanum, verið alveg eins raunverulegur og magaverkur sem það finnur til frá botnlan- ganum. Það er skoðun þeirra sem um heilsuvernd fjalla, að það sé ástæða til að veita athygli líðan barna sem eru frisk, engu siður en að hjúkra sjúkum börnum. Hjúkrun barna er auðveldari nú en áður, t. d. hafa penicillin og sulfa meðöl komið í veg fyrir langar legur eftir lungnobólgu og eru oft til bóta við eyrnabólgu o. fl. Framfarir hafa orðið miklar í hjartaaðgerðum og eykur það vonir um að hjálpa megi hinum svokölluðu bláu bömum. Talið er að „fluorine“ muni minnka mjög tannskemmdir barna. Sum- staðar hefir sá siður verið tekinn upp að láta fluorsölt í drykkjarv- atnið. Og rannsóknir sýna að tannsk- emmdir barna minnka 40%, þegar smurt er á tennurnar vissri blöndu af „sodium fluo- UG/1M4L IWENNA NGIRIORG JÓNSSON ride“. Nú eru og fáanleg hin svo- köllud sefjunarlyf sem bæta mjög líðan barna og eru notuð við ýmiskonar ofnæmi. önnur tegund er notuð handa þeim börnum, sem hættir við að frá krampa eða flog og gerir þeim ært að lifa eðlilegu lífi. Rannsáknir hafa sýnt hversu iiíðandi það sé að þunguð kona leg^i sér hollan mat til munns. Nægar sannanir eru fyrir því, að það é hinu ófædda barni skil- vrði fyrir góðri heilsu, að móð- Tin hafi vit á að velja sér heil- næma fæðu. Dr Baumgartner mælir með innsprautingum, sem nú eru al- gengar gegn smitandi sjúkdóm- um. Við mislingum og kíghósta eru bólusetningar þó ekki al- gerlega öruggar, en fái börnin þessa sjúkdóma, samt sem áður verða þeir vægari. Hin uppruna- lega bólusetning við bólu) er sjálfsögð og einnig við barna- veiki. Sumstaðar, Bandaríkju- um eru einnig gefnar inn- sprautingar við taugaveíki og enda í sumum héruðum við stífkrampa. Slysahætta hefir alstaðar auk izt. Foreldrar ættu að kenna börnum sínum að fara gætilega án þess þó að hræða þau um of. Hyggilegt er að hafa góða gát á heilsufari barnanna og leita læknis ef þörf gerist, en forðast þó sífelldar áhyggjur og hræðslu um börnin. Það er bæði mæðrum og börnum til skaða. Þegar börnin eru að læra að ganga hættir þeim við að detta, en það fer með aldrinum. Og skrómur og smá meiðsli koma síðar þegar börnin eru orðin stærri og leika sér úti og inni. Slík meiðsli eru ekki hættuleg, en ástæða er til að benda böm- unum á að vera ekki of ærsla- fengin. Hættulegra er ef eitt- hvert eitur er til í húsinu. Þess- konar ætti alltaf að geyma á hæstvj hillum eða í lokuðum hirslum og aldrei þar sem börn geta náð í það. —Vísir il' l'1 l|| I1 l| RlPIÐ tækifærið Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! THE COLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG. f r AtcrWinnip«S í~\ i ní Ol‘edlCr „ilV C^G2.St y0iiilo6a , , n JS6 Tilephonc t rni |ai« s,ree‘ ,al varíSandi ■'**vi rsainlag8 ^„iaríélagi1"1 1 n er a® *££**<*«*'■ . & sam9tart8, 1 „nari, en a ■ „ tvrir úegaV’ llknarsamlaJ« ^aC tj • «*-TEjSffS£S. S-ToST-í °rm a ta!r t iyrit 'janKa’ um aS I »rlr rnka’ i6 vlss nrn ta ^ getiö verlö r íVrnarsamlagi0 g mUr i^Ugangi sínum. _,ama6urinn n, r ívmarsamlagi® g mur, u88int Vegar Rea nan hfvtt g a8 &■ enga lC a5 num VCar' V 7t»«“' *no*n „ ».)»- ”” 5“r- „ «. «nir^«w“o“o- ibíum *eng bygKUegrar t. aöniötanð. virSingarfV „ 28 Red Featuer Ser “Your 2» : CHítdroti^ Aid Socíety of E. Manitoba ChiMten'a Aid Society of Winnipoy Children'i: Home of Winnipeg jewish ChUdren's Home and Aid Society Joan of At'it Day Nursery Kindergartcn Settlement Association Knowvles Stfjbool for Boys Mothers'' Association Day Nursery St. Agnes1' Pxiory St. Jos«*ph'* Vocational Schopl Tamily But^u of Winnipeg Hottu* Wetfare Association Jewish Otd Ifölks' Hpnte Middlechurch Hoffle Canadian National Institute for the Blind Cancer Relief & Research Institute Children's Hospital of Wi/tnipeg Victoria n Order of Nurses Winnipeg General H.ospital B'nai B'rith rSoVh Air Camp Girls' Residential Club (Sisters of Service) Morton Fresh Air Camp Robertson Fresh Air Camp a Salvation Arjmy Fresh A»r Cíimp Spariing Ttesh Air Camp Young Men's Christian Association Young Women'i Christian Association Councii of Social Agencies of Greator Winnipeg 19 4 8 A.F P l A l ' v) c B E G I N S M 0 N 0 C T 0 B E R 1

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.