Lögberg - 07.10.1948, Síða 3

Lögberg - 07.10.1948, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. OKTÓBER, 1948 3 Œttmaðurinn \ Eftir THOMAS DIXON Jr. Innan klukkutíma eftir að dómþing- inu var frestað voru leiðtogar, eða ráða- menn sækjenda málsins búnir að fá vitneskju um, að sjö Republikan Sena- torar væru eitthvað veikir í trúnni á Stoneman, og að þeir hefðu sameinað sig undir leiðsögn tveggja þjóðkunnra stjórnarskrár lögfræðinga, sem enn tryðu á helgi dómara-eiðsins — Lifmans Trumbull frá Illinois og William Pitt Fessenden, frá Maine og í fylgd með þessum mönnum höfðu nú skorist Grimes frá Iowa, Van Vinkle frá Vestur Virginia, Fowler frá Tenessee, Hender- son frá Missouri og Ross frá Kansas. Ráðamenn Stonemans voru í mestu vandræðum. Ef að þessir menn allir skyldu dyrfast að halda saman og greiða forsetanum atkvæði, ásamt tólf demokrötum, sem í dóminum áttu sæti, þá yrði hann fríkendur með einu at- kvæði. Þeir vissu að óhætt var að reiða sig á þrjátíu og f jögur atkvæði, sem greidd yrðu á móti honum. Byltingamennirnir sleptu nú allri um- hugsun um sóma, eða sómatilfinningu og tóku ráð sín saman um, hvernig að þeir gætu neytt þessa dómendur til að hlýða fyrirskipunum Stonemans og þeirra í sambandi við atkvæðagreiðsl- una. — Þeim Fessenden og Trumbull var hót að að þeir skyldu verða klagaðir, eða reknir úr Senatorstöðum sínum. Blöðin réðust á þá með ofsa og frekju, og köll- uðu þá landráðamenn, “fyrirlitlega, og fráhrindandi, eins og broddgöltu í villi- dýrabúri umferðasýninga mangara”. Almennur fundur var haldinn í Was- hington, þar sem samþykt var: “Við ákærum þá Fesseden, Trumbull og Grimes um landráðog brot á móti almennu siðgæði, og almennri réttvísi, og að hin alræmda framkoma Bemdikts Arnolds verður himinborin í sambandi við sektarþunga þeirra”. Forsprakkar málsins sendu símskeyti og bréf til allra þeirra ríkja sem Sena- torar, er ekki varu háðir valdsstjórn Stonemans, komu frá: “Voða hætta á uppreisn í landinu, ef forsetinn verður fríkendur. Sendið Senator ykkar álit fólksins með sam- þyktum, í bréfum og sendisveitum”. Maðurinn, sem þessir athafnamenn voru gramastir út í var Senator Ross frá Kansas. Að Kansas-menn skyldu hafa sent svikara á þing, það fanst þeim að væri höfuðsvívirðing og til þess að reyna að bæta úr þessu ofurlítið, þá var almennur fundur haldinn í Leaven- worth og eftirfarandi símskeyti sent til Senator Ross: “Kansas hefir frétt um öll málsgögn og krefst þess, að forsetinn sé sakfeld- ur. D. R. Anthony og -000 aðrir”. Senator Ross svaraði: “Eg hefi svarið að vera þjónn réttlæt- isins í þessu máli. Eg vona aö mér veit- ist þrek og manndómur til þess, að greiða atkvæði í því eins og mín eigin samvizka býður mér og að ég, eftir minni beztu vitund álít hollast fyrir land og lýð”. Senatorinn fékk þetta sVar um hæl: “Þrá samvizku þinnar eru vinnusamn ingar í sambandi við Indíána og pen- ingar. Kansas afneitar þér, eins og það gjörir öllum meinsærismönnum og “skunks” — alþekt dýr í Ameríku. Forgöngumenn í fjandmannaflokki forsetans tóku sig saman og settu á fót nokkurskonar áreitnisfélag til þess að vinna á stífni og mótþróa Senator Koss, því það var nú atkvæði hans eitt sem stóð í veginum. Þeir gerðu aðsúg að stúlku sem Vinnie Ream hét, hún var leirmeistari, og hafði fengið umboð til þess að gjöra standmynd af Lincoln forseta, og var starfstofa hennar í dálitlum afkima í þinghúsinu. Þeir hótuðu þessari konu, sem þekti Senator Ross, að afturkaila samninginn um verk þetta, sem við hana hafði verið gerður, og eyðileggja framtíð hennar, nema hún fyndi ráð, til að fá Ross til að greiða atkvæði á móti forsetanum. Slík tilraun til þess, að reyna með svikum að hafa áhrif á ákvæðisvald opinbers réttar hefði í flestum tilfellum meint fangelsisvist manna þeirra sem í því athæfi gjörðu sig seka. En forgöngu menn þessa máls fyrir æðsta rétti ver- aldarinnar, létu sig ekki aðeins hafa, að gjöra það, heldur formæltu öllum, sem sýndu þá dyrfsku, að efast um inn- ræti þeirra og brennimerktu þá sem landráðamenn. Eftir því sem nær dróg deginum sem atkvæðin um mál forsetans áttu fram að fara, hélt Senator Ross sig meir og meir frá óvinum sínum, jafnt og vmum — fór veg sinn einn og orðfár. — Blaða mennirnir eltu hann á röndum. Augu þúsunda hvíldu á honum. Hann var um umkringdur af æsmgamonnum sem sóttir hofðu ven£ til Kansas, tu aö reyna að hafa áhrif á hann — hans eigin hjós- endum. Menn höföu augun á öllum hans hreyfingum, þegar að hann for tn mái- tíða, á fötunum sem hann var í, á vm- um hans og óvinum, og lýsmgin á ohu þessu var send oft á dag í sima út um bygðir landsins. Yfirdómarinn boðaði alia dómarana í kærumálinu á móti forsetanum, til fundar að greiða úrskurðaraikvæoi um málið. Stoneman gamii natði aftur verið borinn inn í dómsalinn af sumu Negrunum og fyr og sat þar og hvesti augun á dómarana. Spenningur fólksins hafði náð há- marki sínu. Það var eins og aö emhver óheilindakend grúfði yfir ónu í salnum, og tilfinningm fyrir því að orlagastund væri runnin upp, fór vaxanai — þar sem úr því yrði skorið, hvort mennirnir væru þess megnugir aö mynaa og þroska varanlegt lýðveldi. Þingritarinn las upp ákæruskjalið. — Elleftu grein sem Stoneman nafði samið. — Þegar því var lokið, stóð yfirdómar- inn á fætur, studdi höndunum á raðirn- ar á skrifborðinu fyrir framan sig eins og hann væri að styðjast við þaö, rauf þögnina sem grúfði eins og farg og sagði: “Kallaðu nöfnin”. Hver Senator, þegar að nafn hans var kallað, svaraði annaðhvort “sekur” eða ekki sekur. Nákvæmlega eins og forgöngumennirnir höfðu sagt fyrir, þar til kom að Fessenden, þá varð of- urlítil bið; hann reis á fætur og sagði í ákveðnum, hreinum og hvellum rómi, sem hlómaði eins og puritaniskur kirkju-klukkna hljómur á sunnudags- morgni: “Ekki sekur!” Hlóð, sem í senn var stuna, andvarp, fagnaðar hlóð, urr, barst um salinn. Hin atkvæðin öll féllu eins áætlað var nema atkvæði Edmund G. Ross. Engin maöur gat vitað hvað bjó í huga þess mans, enginn nema hans eigin innri maður. bpp úr þungri, titrandi þögninni heyrðist málrómur yfirdómarans sjálfs: “tíenator Ross, hvað segir þú? — Er Andrew Johnson sekur um hmar alvar- legu misgjörðir sem hann er kærður um í þessu kæruskjali?” Dómarinn laut áfram; og svipur hans var mjög alvarlegur. Ross reis á fætur. Augu allra Sena- toranna hvíldu á honum, auk þúsunda annara manna og kvenna á áhorfenda pöllunum. Stoneman gamli hleypti brún um, og starði á hann, eins og naðra sem er í þann veginn að stinga; neðri vörin á honum stóð nokkuð fram, munnurinn lokaöur eins og stállás og hann var ýmist að sleppa, eða grípa utanum á bríkina stóinum sem hann sat í. Allir lögðu hlustir við og héldu niðri í sér andanum, þangað til að svarið frá hinum hugprúða Skota hljómaði líkt' og lúður-hljómur: “Ekki sekur!” Fjöldinn dregur andann þungt — svo varð þögn, hljóðskraf og tak þúsund fóta. — Forsetinn er fríkendur, lýöveldið lifir! — Þingið kom saman til að taka á móti dómsúrskurðinum. Stoneman gamli staulaðist á fætur og studdist við skrif- borð sitt, ávarpaöi þingforsetann og flutti annað ákærufrumvarp á hendur forsetanum og féll í yfirlið í armana á varðmönnunum svörtu. XII. KAPÍTULI Sigur mitt í ósigri Þegar ekki tókst að sakfella forset- ann, þá sagði Edwin M. Stanton af sér hermálaritara embættinu, féll í örvænt ingu og dó, og maðurinn sem tók við Íslenzk stúlka sigrar í samkeppni Það var sumarið 1898 að bygð hófst fyrst í Swan River dalnum í Norður-Manitoba. Það var ekki árennilegt að setjast þar að; land ið var þakið þéttvöxnum skógi, langt frá járnbraut og öllum samgöngum við umheiminn. Nú er það eitt með fegurstu og frjó- sömustu héruðum 1 Manitoba. — Nokkrir íslendingar fluttu héð- ->.n, sem ég þekti, og voru þar í Crumherjahópnum, og var að þvi komið að ég slæist í för þangað, ?n það varð ekki af því. Eg var vel kunnugur þeim Gottskálki Pálson og J. J. Hrappsted, sem héðan fluttu; eru þeir nú fallnir frá, en afkomendur þeirra marg- ir eru enn á þessum slóðum. Einn af þeim mönnum sem tóru héðan og ég þekti aðeins í sjón, var hr. J. A. Vopni, sem íafði verið um nokkur ár nálægt Baldur og unnið þar algenga bændavinnu. Honum hefi ég kynst nánar á síðari árum; hann var mikill dugnaðar maður, varð þar í Swan River dalnum merk- ur héraðshöfðingi og óefað einn af hinum merkari frumherjum þess bygðarlags. Margir og fá- heyrðir voru erfiðleikar frum- herjanna þarna framan af ár- um, og óhemju vinna sem þeir lögðu í það að ryðja skóginn, og byggja upp héraðið, sem nú mun í flestu tilliti standa jafnfætis hinum beztu héruðum hvar sem er í Manitoba. Átti herra Vopni eins og aðrir hart undir högg að sækja í lífsbaráttunni, er hann en uppistandandi og á sérlega merkilega sögu, sem ekki verður hér sögð. Nú hefir Swan River dalurinn með miklu hátíðahaldi minst 50 ára afmælis bygðarinn- ar, og fór sú athöfn fram í Swan River bænum 21. júlí. í sambandi við þetta hátíða- hald er vert að minnast þess, að íslenzk stúlka Andrey L. Vopni, sonardóttir hr. Vopni, sem hér er áður getið, vann $70.00 verðlaun fyrir beztu ritgjörð, sem skrifuð var um fyrirkomulag þessa há- tíðahalds. Var þessi ritgjörð prentuð í Swan River blaðinu og vakti allmikla athygli. — Var stofnað til þessarar sam- kepni af hálfu félagsskapar sem nefnist “Home Making School Committee” og íslenzka stúlkan varð hlutskörpust.*) Verðlaun þau sem hún hlaut skyldi styrkja hana á 10 vikna námskeiði í Brandon, sem hún tók s. 1. vor. Það ætti að vera hlutverk íslendinga að minnast þess sem einstakir menn eða konur vinna fér og þjóðflokkn- um til sæmdar, og af þeim ástæð- um skrifa ég þessar línur, því ég hefi ekki séð þess minst í ísl. blöðum. íslendtngar í Swan River dalnum áttu sinn þátt í að byggja upp það fagra hérað, og þeir eiga þar sína sögu, sigurljóð og raunasögu eins og í öllum bygðum, og þetta atriði sem ég mintist á, er einn þáttur í þeirri sögu. Hamingjuóskir til íslend- inga sem enn lifa í Swan River og til þess fagra héraðs sem um aldaraðir beið sem konungsdótt- ir í álögum, eftir því að manns- höndin og hugvitið breytti ó- bygðinni í fríðann reit og stofn- aði fagurt og friðsælt mannfélag. Eins og svo víða annarstaðar í þessu fagra og frjóvsama gæfu- landi. G. J. Oleson, Glenboro, Man. * Hún mun vera hérlend í móðurætt. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Business and Professional Cards SELKiRK METAL PROÐUCTS LTD. I Reykháfar, öruggasta eldsvörn, j og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviS, heldur hita. KIiLLY SVEINSSON Simi 54 358. 187 Sutherland Ave., VVlnnipeg. JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office 99 349 Home 403 288 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnipeg Phone 94 624 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APT8. 694 Agnes St Viðtalstfmi 3—5 efttr hádegl Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WlNNIPEG CANADA DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offiue hre. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Reg. 280 Aiao Éros™ tenth st. Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDIC4-L ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment BRAN00N 447 Porlage Ave. Winnipeg Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS 1 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG Manitoba Fisheries WINNIPEG. MAN. T. BercoiAtch, framkv.at]. Verzla f helldsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.sími 26 356 Heima 66 462 DR. A. V. JOHNSON Dentiat 606 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Offíce Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDINQ 283 PORTAQE AVE. Winnipeg, Man. Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOingur í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlml: 2.00 til 5.00 e. h. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE DR. ROBERT BLACK BérfrœBingur i augna, eyrna, nef og hdlaajúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 861 Heimasfml 403 794 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG- Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fölk getur pantaC meCul og annað með pösti. Fljöt afgreiðsla. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson L ögfrœóingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ Portage og Garry St. Sfml 98 291 . A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur lfkkistur og annast um Ot,- farir. AHur útbúnaður sA bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsíml 27 324 Heimilis talsimi 26 444 GUNDRY PYMORE Limited Britiah Quality Fish Nettinp 68 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phope 98 211 Manager T. R. THORVALD80N Your patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managinq Director Wholesale Distributors of Fraeh and Frozen Flsh. 311 CHAMÖERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystoríe Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227 Wholeaale Diatributora of FRESH AND FROZEN FISH PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountanta 219 McINTYRE BLOCK Winnlpeg\ Canada Bus. Phone 27 989 Res. Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietres. Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Phone 49 469 Radio Service SpeciaUsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEO i

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.