Lögberg - 21.10.1948, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. OKTÓBER, 1948
3
Œttmaðurinn
Eftir
THOMAS DIXON Jr.
Aðal atvinnugrein Suðurríkjamanna
var baðmullarrækt sem og líka var und
irstaðan undir þrælahaldinu sem hin
efnalega afkoma þeirra bygðist á. Við
hinn þjóðernislega arf þeirra blandað-
ist gróðurafl jarðarinnar og máttur lofts
ins í hinum nýju sunnlægju heimkynn-
um þeirra, ylmur frumskóganna, tig#?
og frelsi fjallanna, hiti sólarinnar og
ylmur hinna sunnlægju blóma.
Þegar að frú Cameron fékk bréfið frá
Elsie, þar sem hún bað hana að útvega
sér sex herbergi á Palmettogestgjafa-
húsinu, þá hlóg hún. Negrarnir höfðu
brent það, og svínin vöppuðu fram og
aftur um rústir þess, og þar sem gang-
stéttirnar voru, og þar sem áður elsk-
endurgengu í leiðslu og sælasta draum,
mátti sjá selalegar kýr bíta brumið af
blómsturrunnunum.
En frú Cameron var ekki að hlægja
að þessum raunabreytingum. — Elsie
hafði beðið um sex herbergja hús, ef
ekki fengist rúm á gestgjafahúsinu.
Það var hægt að fá hús frú Lenoir
handa þessu fólki. Baðmullaruppsker-
unni sem þær mæðgur fengu af landi
sínu hafði verið stolið og þær höfðu
engin ráð með að borga baðmullarskatt
inn sem nam $200.00 og þar á ofan átti
að fara að taka landið af þeim fyrir
skuldir. Frú Cameron hafði verið í öng-
um sínum út af þessu ástandi. Svo koma
Stoneman fjölskyldunnar var óvænt
happ.
Frú Cameron fór til þeirra Lenoir
mæðgna til þess að segja þeim frá þessu
og hjálpa þeim til með að undirbúa und-
ir komu gestanna.
“Eg get nauijiast fengið mig til að
trúa því, að þetta sé satt, það virðist
vera of gott til þess. Rétt þegar að ég
var að gefast upp í fyrsta sinni á æfi
minni — þá kemur þessi auðugi Norður
ríkjamaður og borgar mér nógu mikið
leigufé til að borga vextina á skuldinni
sem er á landinu og borga fæðið okkar
á gistihúsinu. Eg skal kenna Margréti
að mála og svo getur hún aftur kent
Marion að spila á píanó. Það er æfinlega
dimmast rétt fyrir aftureldinguna. — í
vikunni sem leið grét ég, þegar þeir
sögðu að ég yrði að tapa landinu mínu”.
“Mér leið óttalega illa út af því líka”,
sagði frú Cameron. “Þú veist að landið
var heimanmundur minn, — það og
tólf þrælar sem hann faðir minn gaf
mér þegar að ég gifti mig. Negrarnir
gjörðu bara það sem þeim gott þótti,
en við komumst einhvernveginn í gegn-
um það, og vorum ósegjanlega lukku-
leg. — !
Marion kom inn og hélt á blómvendi
í hendinni, setti blómin á borðið í leir-
ker og hagræddi þeim og ylmurinn frá
blómunum, draumkendu bláu augun og
hin yfirlætislausa fegurð og tign stúlk-
unnar, voru í fullu samræmi við fegurð
júní-morgunsins.
Frú Lenoir horfði á hana hrifin.
“Mamma, ég ætla að láta blóm í öll
herbergin. Eg er viss um að þeir hafa
ekki svona falleg blóm í Washington”,
sagði Marion áköf um leið og hún skaust
út aftur.
Konurnar gengu að opnum glugga
sem að var á herberginu þar sem þær
voru og hlustuðu á suðu úr býflugum
sem á sveimi voru og árniðinn lengra
í burtu.
Marion sagði móðir hennar lágt,
yndis þokki hennar “liggur í því hve eðli-
legt henni er að leysa öll verk af hendi
létt og þægilega, án þess að þurfa að
beita kröftum. Hefurðu nokkurn tíma
séð meira samræmi í vexti og veglegri
líkamburð — hún sýnist vera blóm lífs-
ins!”
“Jeannie þú ert að gjöra úr henni á-
trúnaðargoð”.
“Og því ekki? í öllum mínum erfið-
leikum og fátækt, er ég auðug í henni.
Hún er fimtán ára gömul og hugmynda
auðug. Þú veizt að ég var fimtán ára,
þegar að ég gifti mig. Það verður hóp-
ur ungra manna sem kemur í kveld til
að sjá hana í nýja heimilinu, og þeir eru
allir meira en hrifnir af henni”.
“Ó, Jeannie, þú ættir ekki að vera
svona hégómleg! Við ættum að biðja
Guð einann”.
“Er hún ekki boðberi til mín, og til
allra?”
“En ef eitthvað kæmi fyrir hana —”
Móðir hennar hlóg.
“Eg hugsa aldrei um það. Sumir hlut-
ir eru ákvarðaðir. Ánægja hennar og
fegurð er mér vottur um nálægð Guðs”.
“Mér þykir vænt um að þú ætlar að
koma til okkar í bæinn. Þetta heimili
hérna er indælt, reglulegt draumaheim-
ili fyrir skáld og rómantíska sérvitr-
inga, en það er of langt í burtu frá bæn-
um fyrir þig, til að vera hér eina. Camer
on læknir hefir verið órólegur út af því
síðan að hann kom heim”.
“Eg er ekkert hrædd við Negrana. Eg
þekki ekki einn einasta þeirra sem ekki
mundi taka á sig krók til að gera mér
greiða. Sá eini óþokki sem ég þekki á
meðal þeirra, er hann Aleck gamli, en
hann er nú svo upptekinn vi^ stjórn-
málin, að hann hefir ekki einu sinni
tíma til að stela kjúklingum”.
“Og hann Gus, strákóþokkinn sem
við áttum; þú hefir ekki gleymt honum?
Hann er kominn til baka og er nú í
Negraherdeild og spígsporar á hverjum
degi fyrir framan h ú s i ð okkar til að
sýna einkennisbúninginn. — Cameron
læknir sagði honum í gær að hann
skyldi lumbra á honunl ef að hann yrði
var við hann hanga í kringum húsið
okkar aftur. Hann gerði Margréti dauð
hrædda í gær þegar að hún fór út í hest
hús að gefa hestunum sínum”.
“Eg hefi aldrei vitað hvað það er að
vera hrædd. Við vorum vön að ganga
fram og aftur um skóginn, bæði á nóttu
og degi, unnustinn minn, Marion, og ég.
Mér finst þessi hræðsla í ykkur ástæðu-
laus”. —
“Nú, jæja, samt verð ég ánægðari,
þegar þú og Marion eruð komnar undir
verndarvæng minn. Eg var hrædd um,
að þið munduð vera hryggar í huga að
flytja burt úr húsinu ykkar”.
“Nei; hvar sem Marion er, þar á ég
heima, og þegar að ég er komin til þín,
þá finst mér, að ég sé komin heim til
móður minnar”.
“Ætlið þið að fara héðan áður en gest
irnir koma?”
“Nei. Eg ætla að bíða eftir þeim og
bjóða þau velkomin, og segja þeim
hversu mikil heppni það var fyrir mig,
að þau skyldu koma”.
“Það þykir mér vænt um, Jeannie. Eg
vonaðist eftir að þú mundir gjöra það,
en ég kom mér ekki að, að mælast til
þess. Eg get aldrei gjört of mikið fyrir
dóttir þessa gamla manns. Við verðum
að láta þeim líða vel, á meðan að þau
dvelja hér. Þeir segja að hann sé ægi-
legur ofsamaður í stjórnmálum, en ég
á ekki von á, að hann sé verri en aðrir.
Hann er mjög veikur og dóttir hans ann
Fimmtugsafmæli
GUÐMUNDAR HAGALÍN
rithöfundar
(Frh. af bls. 2)
af hendi þarft og mikilvægt
landkynningarstarf. Varð hon-
um dvölin í Noregi hin lærdóms-
ríkasta og ritaði hann um hana
margar athyglisverðar greinar í
íslenzk blöð og tímarit, meðal
annars ítarlega og prýðiiega yf-
irlitsgrein um nýnorskt mál og
menningu í Eimreiðina (1925).
Mun og mega fullyrða, að kynn-
in við landsmálsmennina norsku
hafi eflt þjóðræknisanda Haga-
líns og gert hann enn glögg-
skyggnari á íslenzk þjóðernis-
verðmæti, en hann er eindreginn
fylgismaður þeirrar þjóðlegu
stefnu í íslenzkum bókmenntum
og menningu, sem dr. Sigurður
Nordal hefir, af mikilli snilld
og skarpskyggni, gerst merkis-
beri fyrir.
Eftir heimkomuna til Islands
snemma sumars 1927, dvaldi
Hagalín rúmt ár í Reykjavík og
starfaði meiri hluta þess tíma
Alþýðublaðið, en haustið 1928 fór
hann alfari til Isafjarðar og varð
bókavörður þar. Var hann síðan
búsettur þar vestra til ársins
1945, er hann flutti búferlum
til Reykjavíkur til þess að vinna
eingöngu að ritstörfum.
Samhliða bókavarðarstarfinu,
sem hann rækti af mikilli kost-
gæfni, lét Hagalín mörg önnur
menningar-og framfaramál ís-
firðinga til sín taka. Hann var
ritstjóri Skuiuls 1938—1942, og
birti þar meðal annars mikinn
fjölda greina um bækur og bók-
menntir; formaður skólanefndar
barnaskólans og Gagnfræðaskól-
ans á ísafirði var hann árum
saman og kenndi bæði á Gagn-
fræðaskólanum og Kvöldskóla
iðnaðarmanna. Undir merkjum
Alþýðuflokksins — en Hagalín
er ótrauður fylgismaður hans,
hreinræktaður jafnaðarmaður í
stjórnmálaskoðunum — gerðist
hann einnig vestur þar athafna-
mikill forystumaður í stjórnmál-
um og bæjarmálum, var kosinn
forseti bæjarstjórnar 1935 og
skipaði þann sess þangað til
hann flutti af Ísafirði. Yrði það
of langt mál, ef telja ætti hin
mörgu störf, sem hann hafði með
höndum af hálfu bæjarstjórnar,
en hann bar gæfu til þess, í sam-
vinnu við aðra góða menn, að
hrinda í framkvæmd ýmsum
hinum mestu nytjamálum bæj-
arins. Hann hafði einnig á hendi
forystu í kaupfélags- og sam-
vinnumálum ísfirðinga. Bera hin
mörgu trúnaðarstörf, sem flokks-
menn hans og sveitungar á ísa-
firði og þar í grennd, fólu honum,
talandi vott um það, hvers
trausts og tiltrúar hann naut af
þeirra hálfu.
II.
En þó að þátttaka Hagalíns í
opinberum málum hafi verið
margþætt og merkileg, er það
eigi að síður sem rithöfundur,
að hann á stærst og víðtækust
ítök í hugum íslenzkra samtíð-
armanna sinna, enda er hann
fyrir löngu kominn í fastan sess
sem einn af fremstu rithöfund-
um þjóðarinnar á síðari árum.
Mjög ungur að aldri byrjaði
(Framh. á bls. 4)
VOTE for These
CAPABLE, INDEPENDENT,
CANDIDATES
WARD TWO
FOR ALDERMEN
BECK, Adam HALLONQUIST, E. E. LAW, Mrs. A. Bonar
FOR SCHOOL TRUSTEES
CRIERIE, A. F. JESSIMAN, P. C.
When voting for Aldermen in your Ward, mark the figures 1, 2, 3, 4,
opposite their names on your ballot paper, in the order of your
preference for them. Do the same when voting for School Trustees in
your Ward.
CIVIC ELECTION COMMITTEE
203 NOTRE DAME AVENUE TELEPHONE 98 603 - 96 064
endorsed
by the
CIVIC
ELECTION
COMMITTEE
Vote Early on
WEDNESDAY, OCTOBER 27th
Polls Open
9 A.M. TO 8 P.M.
Business and Professional Cards
SELKIRK METAL PROOUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreintr. Hitaeining, ný
uppfynding, sparar eldiviö,
heldur hita.
EELLY SVEINSSON
Slmi 64 358.
187 Suthcrland Ave., Winnlpcg.
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
627 Medical Arts. Bldg.
Office 99 349 Home 403 288
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 94 624 PHONE 87493 1 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APT8. 594 Agnes SL Viðtalstími 3—6 eftir hádegi
Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230
Aho 123 Office Phone Res Phone 94 762 72 409
MlibblED tenth st. Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment
BRANDON 447 Portage Ave. Winnipeg
Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEQ
Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. _ T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu me8 nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 356 Helma 66 462
DR. A. V. JOHNSON Dentlst 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man.
Taislmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðlngur i augna, eyrna, nef og kverka ajúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 6.00 e. h. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ut- vega penlngalán og eldsábyrgö. blfreiöaábyrgö, o. s. frv. PHONE 97 538
DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasími 403 794
Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar | 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291
EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenxkur lyfsali Fölk getur pantaö meöul og annað meö pösti. Fljöt afgreiðsla.
GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish 'Netting 58 VIÖTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98-211 Manager T. R. THORVALDBON Tour patronage will be appreciateö
A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um Ot- farir. Allur útbúnaður sfi, bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talslmi 26 444
CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frsah and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH
PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Ohartered Accountants 219 Mc INTYRE BLOCK Winnipegt Canada
Bus. Phone 27 989 Kes. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprletrea* Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA
Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Ettuipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG