Lögberg - 04.11.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.11.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21374 ft«S. 4*>“' leA L,ttVn ^••vj'p. A Compleíe Cleaning Inslitution PHONE 21374 lot4 W2&Í& yjj* A Complete Cleaning Institution 61. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 4. NÓVEMBER, 1948 NÚMER 45 Harry S. Truman endurkosinn forseti ■ Við kosningarnar, sem fóru fram í Bandaríkjunum síðastlið- inn þriðjudag, unnu Demokratar þann frægasta kosningasigur sem sögur far af. Þrátt fyrir allar hrakspár var Harry S. Truman endurkosinn í forsetaembætti, auk þess sem, Demokratar fengu ákveðinn meiri hluta í báðum deildum þjóðþingsins. Um klukk an 11:00 á miðvikudagsmorgun- inn viðurkendi Mr. Dewey, for- setaefni Republicaína, að Mr. Truman hefði gengið sigrandi af hólmi. Garson-stjórnin vinnur aukakosningu Á þriðjudaginn fór fram í Minnedosa aukakosning til fylk- isþingsins í Manitoba, og urðu úrslit þau, að frambjóðandi Gar- son-stjórnarinnar, Harry S. Run- gay, Liberal, gekk sigrandi af hólmi; hlaut hann 3,443 atkvæði til móts við Ralph F. Firth, C.C.F. er einungis fékk 1,302 atkvæði. NÁ HALDI Á MANCHURIU Nú hefir það verið opinberlega kunngert, að Kommunistar háfi náð fullu haldi á Manchuríu, eft- ir að hin mikla framleiðsluborg Mukden féll þeim í hendur. Nationalistar, undir forustu Chiangs Kai-Shek, sýnast svo að segja á öllum sviðum vera jafnt og þétt að tapa, og er nú svo komið, að helztu málsvarar þeirra láta svo um mælt að borg- arastríðinu geti auðveldlega orðið lokið innan þriggja mánaða; þess er getið, að Chiang Kai-Shek muni þá og þegar flýja úr landi. Síðastliðinn laúgardag voru gefin saman í hjónaband í West- minster kirkjunni hér í borginni þau Miss Tannis Thorlakson og Mr. George Taylor Richardson. Dr. E. M. Howse framkvædi hjónavígsluathöfnina; brúðurin er dóttir hins fræga skurðlæknis, prófessor P. H. T. Thorlakson og frú Gladys Thorlakson en ,brúð- guminn sonur Mrs. Richardson, ekkju James A. Richardson. Að lokinni vígsluathöfn var setin vegleg veizla á heimili foreldra brúðarinnar 114 Grenfell Blvd. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. SiLFURBRÚÐKAUP Mánudagskvöldið var milt og blítt eins og haustið alt hefir ver- ið. Loftið var silfurgrátt og stjörnurblikin svo óvanalega fög- ur. Á góða veðrið úti minni það sem yar að gerast inni í neðri sal G- T. húsins, en þar var verið að minnast 25 ára giftingaraf- mælis Sumarliða Matthews og konu hans, Guðnýjar. Borð voru reist um þveran og endilangan salinn, og stóðu á þeim bollar og diskar; eitt þeirra fyrir stafni, var og skreytt fögrum blómum. Við það sátu silfur brúðhjónin, konan æskurjóð og maður henn- ar hress og karlmannlegur og börn þeirra og tengdafólk, alt er hið myndarlegasta. Við það háborð var og forseti gildisins, Jóhann Beck forstjóri og aðal ræðismenn kvöldsins, en þeir voru séra R. Marteinsson, séra Valdimar Eylands, Mrs. Jódís Sigurðson og fleiri. A. S. Bardal flutti og ræðu. Ræðurnar voru allar hinar skemtilegustu á að hlýða og túlk- uðu ljójnandi vel þann hug, er mannsöfnuðurinn, sem þarna var, bar til silfurbrúðhjónanna. Þau hafa bæði unnið mikið að ís- lenzkum félagsmálum, enda gekkst fólk úr Fyrstu lút. söfn- uði og G. T. stúlkunnum fyrir samsætinu. En þar hefir starf silfurbrúðhjónanna mest verið. Með söng og músik var og skemt mjög vel á milli ræðanna. Miss Bjarnason með íslenzkum einsöng og Mr. Beck með fiðlu- spili. Mrs. Matthíason annaðist undirspil. Silfurbrúðhjónin þökkuðu í lok skemtiskrár vináttu og rausn sér sýnda. Þeim voru og afhentar gjafir. Sumarliði kom ungur til þessa lands, en mun eyfirskur að ætt. Kona hans er dóttir Mr. og Mrs. Jóhannes Johnson á Gimli og þar fædd. Börn silfurbrúðhjónanna eru 3 á lífi. Elzt þeirra er Mrs. Grace Willis í Winnipeg, þá Lilja — Mrs. Guðmundson; og yngst Al- bert, heima. Eru börnin hin myndarlegustu. Eftir rausnarlegar veitingar var silfurbrúðhjónunum árnað heilla og fóru menn að því búnu heim til sín, glaðir í huga af að hafa getað vottað hinum góðu silfurbrúðhjónum þakklætti sitt bæði fyrir störf þeirra félags- lega og ágætustu kynningu. Or borg og bygð ICELANDIC CANADIAN MAGAZINE We have room in our winter issue for several photographs of service personnel for our War Effort Department. Kindly send photographs and the following information: Full name and rank, full names of parents or guardians, date of enlistment and discharge, place or places of service, and dis- charge, place or places of service, medals or citations. Photographs are promptly returned. There is no charge. Kindly send to Miss Mattie Halldorson, 213 Ruby St., Winnipeg Manitoba. ♦ GIFTING Þann 23. október voru gefin saman í hjónaband í St. Albans kirkju Fort Rouge, af séra F. Hughes þau John Árnason og Muriel D o r o t h y McCallum. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. John Arnason, St. James. Brúðurin er af Irsku ættum. Að athöfninni lokinni fór fram brúð- kaupsveizla að heimili brúðar- innar. Einnig var næsta dag mjög gleðisamt á heimili foreldra brúð gumans, þar sem margt skyld- menna hans var samankomið. Framtíðar heimili brúðhjónanna verður við Flin Plon, Manitoba. •f Hinn 26. október síðastliðinn andaðist í Los Angeles, Califor- níu, Mrs. Fríða Gleason. Var hún fædd á Akra, North Dakota, en dóttir hinna merku landsnáms- hjóna Indriða Einarsonar og konu hans Elinborgar Thorsteins dóttur. Mann sinn misti hún fyrir nokkrum árum síðan, en auk einka sonar hennar Hans, sem að á heima á Long Beach, konu hans og barna þeirra, syrgja hana systkini hennar Emilia Ortner, Thorsteinn og Björn í Los Ang- eles, Óli í Cavalier, N.D., og Teit- ur í Detroit, Mich. Utför hennar fór fram frá Litlu Blóma-Kirkj- unni í Forest Lawn, Laugardag- inn 30. þ.m., þar sem að hún nú hvílir við hlið foreldra sinna í grafreit fjölskyldunnar. S. ♦ Frú Sigríður Peterson frá Pine River, Manitoba, var stödd í borg inni um síðustu helgi. •f Miss Guðbjörg Eggertson kenslukona frá Siglunes, var stödd í borginni um helgina. -f Gefið í Blómsveiga-sjóð kvenn félagsins “Björk”, Lundar. The Th. Backmann, Chapter, $6.00 í minningu um kæra vinkonu Thórdísi Johnson, dána 21. okt. frá Mr. og Mrs. I. Sigurdson, og Mr. og Mrs. A. Magnusson, Lun- dar, Manitoba. Með innilegu þakklæti, Björg Howardson, Lundar, Man. •f Athygli skal hér með leidd að auglýsingunni frá Vernon’s Beauty Salon, sem birt er á öðr- um stað hér í blaðiifu; hér er nýlunda að því leyti sem við- skiptavinir eru sóttir í bíl og fluttir heim aftur ef þess að æskt; þennan nýja Beauty Saloq eiga og starfrækja þau Mr. og Mrs. Vernon, en Mrs. Vernon er hin góðkunna söngkona Rósa Hermannsson Vernon. ♦ Roskin kona óskast til sambýlis í ágætri og skemtilegri íbúð. Upplýsingar á skriftstofu Lög- bergs. Á HEIMLEIÐ Forsætisráðherrann í Canada, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, lagði af stað heimleiðis frá Lon- don á sunnudaginn var, en þar hafði hann legið rúmfastur í þrjár vikur .Mr. King var allvel hress, er hann lét í haf frá South- amton, og er væntanlegur til Ottawa um næstu helgi; mun hann úr því brátt láta af embætti. STRÍÐ ÓLÍKLEGT Foringi Liberalflokksins og næsti forsætisráðherra í Canada Rt. Hon. Louis St. Laurent, lét svo um mælt, er hann kom heim af ráðherrafundi brezku sam- bandsþjóðanna í London, að litl- ar líkur væri á að til ófriðar myndi draga fyrst um sinn þó þungt væri að vísu í lofti á vett- vangi mannfélagsmálanna; kvað hann ákjósanlega einingu hafa ríkt á áminstum fundi. Dýraverndunarfélag stofnað á Akureyri Dýraverndunarfélag var ný- lega stofnað hér á Akureyri. Með limir eru um 30 að tölu. Stjórn félagsins skipa: Sr. Pét- ur Sigurgeirsson, formaður, Jón Geirsson, læknir, ritari, Guð- brandur Hlíðar, dýralæknir, gjaldkeri, Árni Guðmundsson, læknir og Hannes J. Magnússon, skólastjórn. — H. Vald. Mbl. 16. sept. Stúkan Skuld heldur fund á venjulegum stað og tíma þann 10. þ.m. Við undirrituð viljum hérmeð votta okkar innilegasta þakklæti til allra þeirra mörgu vina sem heiðruðu okkur með nærveru sinni í tilefni af 25 ára Giftingar afmæli okkar sem haldið var í neðri sal Goodtemplara hússins Nóvember 1. og eins því fólki sem sökum fjarlægðar gat ekki verið viðstatt en sendi þó gjafir. Og svo ekki síst öllum þeim vin- um okkar sem tóku á sig allar áhyggjur, með þær rausnarlegu veitingar, ræður, söng og önnur ánægjulegheit sem framreidd voru. Margblessuð öll Sumarliði og Guðný Matthews Miss Thora Ásgeirson VINNUR TVENN VERÐLAUN Orslit Bæjarst jórnarkosninga í W innipeg Garnet Coulter endurkosinn í borgar- stjóraembættið með feikna afli atkvæða Á miðvikudaginn þann 27. október síðastliðinn, fóru fram bæj- arstjórnarkosningar í Winnipeg, og voru þær betur sóttar en nokkru sinni áður síðan 1938. Um 50 af hundraði kjósenda greiddu atkvæði. borgastjórans Um kosningu var í rauninni fyrirfram vitað, því slíkra vinsælda nýtur Mr. Coulter í borginni; enda urðu úrslit þau, að hann var endur- kosinn með 54,552 atkvæðum um- fram keppinaut sinn, Donovan Swailes, er hlaut 27,140 atkvæði. í 1. kjördeild voru kosnir í bæj- arráðið Sharpe, Harvey, og Mull- igan; í 2. kjördeild endurkosnir í bæjar ráð Hallonquist, Scott og McKelvey, en í 3. kjördeild þeir Brotman, Chester og Penner; sá síðastnefndi, sem er kommúnisti og lengi hefir setið í bæjarstjórn, átti erfitt uppdrátta í þessum kosningum og slampaðist aðeins af. Endurkosnir í skólaráð fyrir 2. kjördeild voru þeir Jessiman og Robertson. Afstaða flokka í* bæjarstjórn verður óbreytt að öðru leyti en því, að C.C.F. — sinnum grædd- ist eitt sæti, þar sem Mr. Mull- igan á í hlut, er kosningu náði j í 1. kjördeild. Endurkosinn borgarstjóri Winnipeg Garnet Couller Endurkosnir í bæjarstjórn í Winnipeg fyrir2. Kjördeild Miss Ásgeirson þótt en sé ung, er- íslendingum þegar að mak- leikum kunn vegna tækni sinn- ar og ágætrar tóntúlknar í piano- leik, og hún hefir unnið mörg námsverðlaun; nú hefir Miss Ás- geirson unnið nýlega tvenn verð- laun, University Women’s Club Scholarship og Effie Dafoe Schol arship in Music. SAMSÆTI « Fólk í Nýja-íslandi er að gang- ast fyrir samsæti fyrir Mr. og Mrs. Guttormur J. Guttormsson til að heiðra þau á sjötíu ára af- mæli skáldsins. Það er búið að ákveða að halda samsætið sunnu- daginn þann 14. nóvember kl. 2 e.m. í Riverton Town Hall. Sökum þess að margir, sem þátt-töku vilja eiga í þessu heið- urssamsæti, hafa gefið sig fram og nefndin finnur að ekki verður mögulegt að ná persónulega til allra hinna mörgu vina og góð- kunningja Mr. og Mrs. Guttorms- son býður hún þeim hér með þátt-töku í þessu samsæti og mælist til að þeir snúi sér til Mr. F. V. Benedictson, Box 80, Riv- erton í sambandi við þetta. Forstöðunefndin FRÁ PALESTÍNU Howard McKelvey Síðustu fregnir frá Palestínu herma að Gyðingar hafi náð fullu haldi á Galileu, og að hersveitir Araba bíði hvarvetna einn ósig- urinn öðrum tilfinnanlegri. Gyð- ingar þvernfeita að láta af hendi nokkur þau landsvæði, er þeir nú hafa í hendi sinni, þrátt fyrir að- varanir frá sameinuðu þjóðun- um. FRÚ ANNA ÓLAFSSON Á miðvikudaginn þann 24. október síðastliðinn, lézt að heim ili Helgu dóttur sinnar og tengda sonar J. T. Arnasonar, 648 Victor Street hér í borginni, hin aðsóps- mikla sæmdarkona, frú Anna Ólafsson, níutíu og þriggja ára og sex mánaða að aldri, fædd í Bygggarði í Seltjarnarnesi en um langt skeið búsett á Akranesi; útför hennar fór fram frá Fyrstu Lútersku kirkju á laugardaginn þann 27. f.m. að viðstöddu miklu fjölmenni; fögur kveðjumál fluttu þeir Séra Valdimar J. Eylands prestur Fyrsta lúterska safnaðar og sonur hinnar látnu, séra Sveinbjörn Ólafsson frá Duluth, en frú Alma Gíslason söng yndislegan einsöng. Frú Önnu verður frekar minst við allra fyrstu hentugleika hér í blaðinu. Ernesl Hallonquist H. B. Scott Mr. G. L. Johannson ræðismað- ur íslands og Danmerkur, kom heim síðastliðinn mánudagsmorg un úr hálfsmánaðar ferðalagi suður um Bandaríki, ásamt frú sinni; hafði ferðin verið um alt hin ánægjulegasta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.