Lögberg - 18.11.1948, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. NÓVEMBER, 1S48
Hogberg
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON SKÁLD sjötugur
Eftir prófessor RICHARD BECK
Ræða flutt á afmælishátíð í Riverton 14. nóvember, 1948
Herra forseti! Heiðursgestur og fjölskylda!
Kæru landar!
Heill sé ykkur, Ný-íslendingum, fyrir að hafa efnt
til þessa mannfagnaðar til heiðurs sveitunga ykkar,
skáldinu Guttormi J. Guttormsson. Það ber bæði vitni
drengskap og lofsverðum skilningi á menningarlegum
verðmætum og á þeim mönnum, sem helga ævistarf
sitt um annað fram andlegri iðju. Sjálfur tel eg mér
það einnig mikinn sóma að hafa verið beðinn að flytja
aðalræðuna fyrir minni skáldsins í þessu afmælishófi;
eg á honum, eigi síður en þið, mikla og margfalda skuld
að gjalda, fyrir gleðina og andlega gróðann, sém kvæði
hans og leikrit hafa flutt mér, og fyrir meir en tveggja
áratuga holla og drenglundaða vináttu. Þar að auki
erum við báðir Austfirðingar og teljum ennfremur til
frændsemi.
Til þess er einkum ætlast, að eg tali hér um skáld-
ið Guttorm J. Guttormsson, og er það veglegt og ljúft
hlutverk, en skáldskapur hans er ósjaldan svo persónu-
legur, sprottinn upp úr jarðvegi umhverfis hans og eigin
reynslu, að eigi verður svo rætt um skáldið, að mannin-
um sjálfum verði eigi að meira eða minna leyti lýst
um leið. Jafnframt vil eg í byrjun máls míns leggja
áhrezlu á það, að skáldskaparsvið Guttorms J.
Guttormsson er svo víðlent, að í hálftíma ræðu verður
aðeins unnt að litast þar um af hæstu hnjúkum og tína
nokkur bragablóm úr þeim f jölskrúðuga gróðri, sem þar
hlær við sjónum.
Guttormur er hið eina meiriháttar ljóðskáld okkar
íslendinga í Vesturheimi, sem fæddur er hér í landi.
Að því leyti skipar hann sérstöðu í skáldahópnum ís-
lenzka beggja megin hafsins. En vitanlega tryggir það
eitt honum ekki varanlegan sess í íslenzkum bók-
menntum, heldur hitt, að hann er óvenjulega svipmikið
skáld, frumlegur og þróttmikill í skáldskap sínum.
Afrek hans á því sviði eru þeim mun aðdáunar-
verðari, þegar í minni er borið, að hann er maður lítt
skólagenginn og hefir löngum um ævina átt við andvíg
kjör að búa til bókmenntalegra starfa. EJn honum var
bókmennta og bókhneigð í blóð borin, og hann hefir
bætt sér þannig upp stutta og slitrótta skólagöngu
sína, að hann er orðinn óvenjulega víðlesinn maður,
svo víðleöinn, að margur háskólagenginn maður stend-
ur honum þar að baki. í sambandi við víðtækan lestur
hans, á íslenzku og erlendum málum, sem hér er eigi
tími til að rekja nánar, vil eg draga athyglina að þessum
ummælum hans: “Eg hefi einnig gert mér það að ófrá-
víkjanlegri reglu að lesa nokkrar íslendingasögur ár-
lega. ekki efnisins, heldur málsins vegna.” Þessi ágæta
venja skáldins er mjög til fyrirmyndar.
Bókmenntastarfsemi Guttorms hefir verið harla
miki! að vöxtum og fjölbreytt að sama skapi. Hann
hefir gefið út fjórar ljóðabækur, sem nú, að viðbættum
kvæðum hans frá síðustu árum, eru nýkomnar út í
heildaEútgáfu heima á Íslandi, og auk þess heilt safn
leikrita, sem skipa sérstæðan sess í íslenzkri leikrita-
gerð, vegna frumleiks þeirra og spaklegrar hugsunar.
Hafa eigi allfá af kvæðum hans verið þýdd bæði á ensku
og frönsku, og komið út í ljóðasöfnum og merkum tíma-
ritum bæði hér í Vesturheimi og í Norðurálfu. Merkileg
verk á sviði skáldskaparins hefir hann því sannarlega
unnið í hjáverkum frá búskaparstritinu, þessi sveitungi
ykkar, landneminn í Grunnavatnsbyggð og bóndinn á
Víðivöllum.
Réttilega hefir hann talinn verið höfuðskáld ís-
lenzkrar landnámstíðar vestan hafs og hetjuanda
hennar. Líf og stríð landnemanna þekkir hann af eigin
sjón og reynd; foreldrar hans höfðu bæði hnigið að velli
um aldur fram í þeirri harðvítugu baráttu. Enginn
hefir heldur sungið íslenzkum landemum sannari eða
fegurri lofsöng heldur en hann gerir í kvæðinu “Sandy
Bar”, þar sem mikið andríki og listrænt ljóðform fallast
í faðma;
“Að mér sóttu þeirra þrautir,
þar um espihól og lautir,
fann eg enda brendar brautir,
beðið hafði dauðinn þar.
Þegar elding loftið lýsti,
leiði margt eg sá, er hýsti
landnámsmanns og landnámskonu
' lík — í jörð á Sandy Bar,
menn, sem lífið, launað engu,
létu fyrr á Sandy Bar .
Heimanfarar fyrri tíða
fluttust hingað til að líða,
sigurlaust að lifa, stríða,
leggja í sölur heilsufar,
falla, en þrá að því að stefna,
þetta heit að fullu efna:
Meginbraut að marki ryðja
merkta út frá Sandy Bar,
braut til sigurs rakleitt, rétta,
ryðja út frá Sandy Bar.”
Brautina ruddu þeir til sigur, til áfangans, þar
sem þið standið niðjar þeirra, sem nú byggið hið forna
landnáni, og vissulega skyldi það í minni geymast, hve
dýru verði sá sigur var keyptur, við “svita, blóði og
tárum”.
í öðrum kvæðum Guttorms, svo sem í söguljóði
hans. Jón Austfirðingur, er einnig brugðið upp mörgum
glöggum og átakanlegum myndum úr frumbyggjalífi
og baráttu íslendinga á þessum slóðum, samfara skáld-
legum og ranusönnum lýsingum á náttúrufegurð land-
námsins. Eitt er vist, að í kvæðum sínum hefi
Guttormur sett Nýja-ísland á landabréf íslenzkra bók-
mennta með þeirri snilld og þeim varanleika, að það
mun seint þurkast þar út.
Enginn fær heldur lesið svo kvæði hans um líf og
baráttu íslenzkra landnema vestan hafs, að hann finni
eigi, hve djúpstæð samúð er þar hin sterka undiralda
og þá er komið að öðrum meginþætti í skáldskap hans
og lífshorfi. Hann hefir verið nefndur “skáld þeirra,
sem eru minni máttar.” Þetta kemur fagurlega og á
áhrifamikinn hátt fram í hinu yndislega kvæði hans:
“Góða nótt”:
“Tak þú, svefn, í ástararma
alla menn, sem þjást og harma,
legg þinn væng á lukta hvarma,
láttu öllum verða rótt,
leyf þeim, draumur, lengi að njóta
lífsins sem í vöku brjóta
skipin sín í flök og fljóta
fram hjá öllu. — Góða nótt!
þeim, sem fram hjá fegurð lífsins
fara í vöku. Góða nótt!”
\
Hér er hátt til lofts og vítt til veggja, f a n g v í ð
samúð, sem nær til allra þeirra mannanna barna, er
bera skarðan hlut frá lífsins borði og eiga undir högg
að sækja.
Þessi víðfeðma samúð, sem á sér rætur í djúpri
réttlætistilfinningu, er einnig undirstraumurinn í hvass-
yrtum og oft framúrskarandi markvissum ádeilukvæð-
um skáldsins, þar sem hann vegur djarft að misrétti og
óheilindum, harðýðgi og heimsku. Hér er eigi svigrúm
til að ræða nánar hin lengri kvæði hans af því tagi, en
kaldhæðnin missir ekki marksins í vísunni “Gáfna-
merki”:
“Gáfnamerki gott: að þegja,
glotta að því, sem aðrir segja,
hafa spekinssvip á sér;
aldrei viðtals virða neina,
virðast hugsa margt, en leyna
því, sem raunar ekkert er.
En þó Guttormur láti svipu háðnepju sinnar dynja
á yfirborðsmennsku og smásálarskap, kann hann jafn
vel að meta manndóm og drengskap, eins og mörg kvæði
hans til samferðamanna og kvenna votta ótvírætt.
Sannleikurinn er einnig sá, að þó hann sé ósjaldan
bituryrtur og meinhæðinn, liggur honum einnig græsku-
laust gaman létt á tungu, eins og í vísunni “Trú á sigur
hins góða”, sem orðin er húsgangur meðal landa hans
beggja megin hafsins:
“Komir þú í hús þar sem kaffi er ekki á borðum,
kunnifðu ekki vel við að biðja um það með orðum,
stattu þá hjá frúnni um stund án þess að tala,
strjúktu á henni bakið og þá fer hún að mala.”
Ennfremur er löngum grunnt á alvörunni í kýmni-
kvæðum Guttorms, enda er því jafnan þannig háttað
um hin sönnu kýmniskáld. Það er einnig mála sannast,
að hann er í ríkum mæli skáld íhyggli og innsæis. Lýsir
það sér glöggt í hinum táknrænu (symbolic) kvæðum
hans, sem bæði eru frumleg og mörg hver snilldarleg
að öðru leyti, svo sem “Býflugnaræktin” og “Birnir,”
hvort öðru ágætara, að tvö ein séu nefnd, en verða að
lesast í heild sinni til þess, að menn njóti þeirra til fulls.
Og sannarlega ber það fagurt vitni skarpri athyglis-
gáfu skáldsins og þróttmikilli skáldgáfu hans, að hon-
um verður eins algengt fyrirbrigði og býflugnaræktin
áhrifamikil og algild táknmynd andlegrar harmsögu
þeirra allra, sem fátæktar vegna eða af öðrum ástæðum
sjá eigi drauma sína rætast ,en verða að sætta sig við
það harða hlutskipti, að listgáfu þeirra fái eigi að vaxa
vængir nema að litlu leyti.
Guttormur er jafnframt skáld fegurðarinnar, eins
og lýsir sér ágætlega, í náttúrulýsingum hans, bæði í
kvæðum hans og lausavísum, sem eru merkur þáttur
í skáldskap hans. Eftirfarandi lýsing hans á Indíána-
sumri, sem við þekkjum öll af eigin reynd, er einhver
allra skáldegasta og ljóðrænasta náttúrulýsing hans:
“Indíána sumar er svanni
með svart og mikið hár,
koparlitt, æskuslétt andlit
og ylhýrar dökkar brár.
Hárið er skammdegis húmið
að hníga, með stjörnuglans,
hörundsliturin haustleg
hálmbleikja akurlands,
Laufum með regnbogalitum,
litum hins dýrasta ríms,
skrýðist hin prúða og prýðist
perlum daggar og hríms.
/4n K AAtÁL
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Skapar tæknin lífshamingju?
Eg hefi verið að fletta einu hinna myndauðugu og lit-
fögru tímarita og skoða allar hinar lokkandi auglýsing-
ar. Auglýsingar um hin og önnur ný tæki og vélar, sem
sagt er að geri manni lífið léttara, skemtilegra og
hamingjusamara, og jafnvel geri mann að betri manni.
Þarna er húsfreyja, glöð og ánægð, að þvo í nýtízku
þvottavél, þarna er mynd af fjölskyldu, ljómandi af
gleði yfir nýja bílnum. Og að eignast þetta sjónvarp
hlýtur ^að vera hámark hamingjunnar eftir auglýsing-
unni að dæma.
Þessar auglýsinga'r eru grund-
vallaðar á þeirri forsendu að
hamingja mannins sé komin und
ir framförum 1 vélatækninni; að
þær breytingar á ytri kringum-
stæðum, sem tæknin skapar, færi
honum fullkomna ánægju og
gleði. Og margir virðast trúa
þessu og berjast því alla sína æfi
til þess aðeins að útvega sér sem
flest af þesssum nýustu þægind-
um, sem altaf er verið að finna
upp og fullkomna.
Ef að tæknin færlr manninum
eins mikla hamingju eins og lát-
ið er í veðri vaka, þá ættum við
að vera miklu ánægðari og ham-
ingjusamari en foreldrar okkar
voru og börn okkar ættu að vera
ennþá ánægðari en við sem ekki
höfum enn eignast sjónvarp og
annað nýjasta nýtt. —
Það er satt, að hafi einstakling-
urinn átt við skort að búa, lýður
honum betur ef hann kemst í
þær kringumstæður að hafa nægi
legan mat, fatnað og viðunanlegt
húsnæði. En eigi hann við sæmi-
lega efnalega ákomu að búa, þá
finnur hann lítið til þess þó hún
breytist nokkuð til þess betra.
Ástæðan er sú að maðurinn venst
ótrúlega fljótt við breyttar kring-
umstæður og telur þær sjálfsagð-
ar. Til dæmis ferðaðist fólk á
hestum eða fótgangandi fyrir
nokkrum tugum ára. Það var
sjálfsagt og engum fanst til um
það. En svo voru bílar framleidd-
ir og þá hefir sennilega mörgum
fundist að þeir myndu himininn
höndum taka ef þeir eignuðust
bíl. En nú finst fólki eins sjálf-
sagt að ferðast á bíl eins og áður
á hestum. Það er ekki sífelt að
hugsa um þessa breytingu, eða
fagna yfir henni, það tekur bíl-
ana sem sjálfsögð þægindi, og er
því ekkert hamingjusamara en
fólk áður var. Og sama er að
segja um fleiri tæki vélamenn-
ingarinnar.
Annað sýnishorn af þessari kenn
ingu að hamingja og velsæld
mannsins sé aðallega komin und-
ir efnalegri afkomu hans, er að
finna í einræðisríkjunum. Ein-
ræðisherrarnir telja fólkinu trú
um að það verði að fylgja ein-
hverri 5 ára eða 10 ára áætlun
til þess að öðlast einhverja Útó-
píu, sem bæti þeim fyrir þær
hörmungar, sem það líður með
degi hverjum; að nútíminn sé
skref í áttina til þessa nýja ríkis
þar sem allir muni lifa í vellyst-
ingum praktuglega; að tilgang-
urinn helgi meðalið og þeir megi
því löglega kvelja og þrælka
fólk í dag í nafni hins dýrlega
ríkis, sem væntanlegt er fram-
tíðinni.
Vitaskuld er þetta alt blekk-
ing og gagnstætt kenningum
Krists og kenningum allar hinna
gömlu spekinga, þeir kendu að
hamingjuna væri að finna í
þroska hins innra manns en ekki
algerlega í utanað komandi
breytingum.
Þeir menn og þær konur sem
treysta algerlega, hlutunum, efn-
inu, tækninni, þægindum, fyrir
lífshamingju sinni, það fólk verð-
ur óánægðara eftir því sem ald-
urinn færist yfir það og þeir
kvillar sem honum eru samfara.
Þegar líkaminn í afturför þá er
lítil ánægja í hinni efnalegu
og tæknislegu framför. En
sá sem hefir lagt aðallega áherzlu
á að þroska sinn innra mann að
viti þekkingu og kærleika er á
stöðugu framfaraskeiði og verður
ánægðari og betri maður með
degi hverjum til æfiloka.
♦
Æfiferill mikilmennis
Þegar þér finst álánið elta þig
og þú bíður hvern ósigurinn á
fætur öðrum í lífsbaráttunni,
kjarkurinn bilaður, framtíðin
virðist vonlaus og þú ert í þann
veginn að gefast upp, þá skalt
þú stanza eina mínútu og íhuga
æfiferil þessa manns:
Varð gjaldþrota, ......... 1831
Tapaði kosningu í
rikisþingið ............. 1832
Mistókst aftur í
viðskiptalífinu.......... 1833
Kosin á ríkisþing .........1834
Heitmey hans deyr ........ 1835
Þjáist af taugaveiklun .... 1836
Tapar kosningu sem
forseti þingsins ........ 1838
Fær ekki stöðu í
stjórnarráðinu........... 1843
Tapar kosningu til neðri
málastofu-landsins 1843
Nær kosningu í neðri
málsiofu 1846
Nær ekki endurkosningu 1848
Tapar kosningu til efri
málstofu ................ 1855
Nær ekki kosningu sem
varaforseti ............. 1856
Nær ekki kosningu til
efri málstofu ........... 1858
Kosinn forseii ......... 1860
Hver var þessi maður?
Umkomulaus sveitadrengur,
sem ekki hafði notið nokkurrar
mentunar. Hann sætti sig ekki
við það, að vera atkvæðalítill og
mentunarsnauður. Hann mentaði
sig sjálfur. Hann kendi ekki áláni
um það, að hann tapaði. Ósigrar
gátu ekki bugað hann, hann af-
sagði að leggja árar í bát þótt
flest virtist snúast á móti honum.
Hann treysti og trúði á einlægni,
ráðvendni, iðni, þolgæði, um-
burðarlyndi, mannelsku og trú-
mensku.
Hann var Abraham Lincoln.
(Þýtt)
Svo kastar hún laufakjólnum
— kuldi fyrir’ dyrum er;
í kríthvíta ísbjarnar kápu
klæðir hún sig og fer.”
Hve glögg er ekki sú myndin af índíána-stúlkunni,
sem hér er brugðið upp, og samlíkingin snjöll í heild,
sinni! Hvergi kynnist lesandinn betur hugmyndagnótt
skáldsins og frumlegum og skáldlegum samlíkingum
hans, heldur en í náttúrulýsingum hans. Þær eru einnig,
margar hverjar, dýrt kveðnar og ágæt dæmi rímfimi
hans, en mikillar fjölbreytni gætir í bragarháttum hans,
sem eru annarsvegar harðsnúnir og þungstígir, en hins-
(Frh. á bls. 4.)