Lögberg - 18.11.1948, Side 3

Lögberg - 18.11.1948, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. NÓVEMBER, 1948 3 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. Phil horfði á hann með viðbjóði. Hálsinn á honum var stuttur og svart- ur. Hann var biksvartur í framan, varirnar þykkar, svo að þær stóðu út bæði að ofan og neðan, nefið var lágt og flatt, og nasinrnar sýndust á endalausu iði. Augun sem voru íllileg, og langt á milli, höfðu dökk brúna díla hér og þar, en kjálkabeinin stóðu svo út, að þau huldu nærri eyrunn. “Að við skyldum senda sh'ka menn til þess að hampa einkennisbúningnum framan í fólkið.” Sagð Phil við sjálfan- sig með beiskju í huga. Hann mætti Ben sem var að flýta sér heim til sín frá því að heimsækja Elsie. Þessir menn höfðu jafnað svo sakir á milli sín að þeir voru orðnir góð vinir. Phil brosti þegar að þeir mættust og sagði. Eg sé þig í kveld við heimilis altarið. Þegar Ben kom heim til sín sá hann Negrann sem var á vakki á götunni fyrir framan húsið og leit flóttalega í kring um sig. Ben gekk hratt td hans og sagði: “ Er eg ekki búinn að segja-þér Gus að láta mig ekki sjá þig í kring um þetta hús?” Negrinn rétti úr sér og hagræddi einkennisbúningnum og svaraði. “Eg heiti ekki Guss”. Ben brosti, gekk upp að rimlagarð- inum sem húsið stóð í og tók með hend- ini í efri endan á rim sem var laus í hon- um, leit til Negrans og sagði: “Jæja Augustus Cesar, eg gef þér þrjátíu sekundur til að vera í burtu héð- an.” Fyrst datt Gus í hug að taka til fót- anna, en áttaði sig og sagði: “Eg hefi nú altaf haldið að mönn- um sé frjálst að vera á götunni.” “Já, og svo er þessari eldiviðarspítu líka,” sagði Ben og með það sama reiddi hann upp rimina og brýtur hana þrisvar sinnum á haus negrans. Negrin gleymdi öllu sem hann kunni, eða hélt að hann kynni, nema því að taka til fótana og nota þá eins á- kveðið og hann gat. Ben horfði á eftir honum þar sem hann fór í áttina til hermanna búðanna. Ben tók upp eitt brotið af riminni og sá á því nokkur svört hár, hann virti þau fyrir sér og sagði: “Lokkur úr hári hans hátignar — eg evalaust man hann, án lokksins!” IV. Kapítuli Við sverðs oddana Innan klukkustundar frá viðureign Bens, og Negrans var Ben tekinn fast- ur af yfirmani hersins, settur í járn, og farið á stað með hann til Columbia, sem var meira en hundrað mílur í burtu frá Pledmont. Fyrst var hugmyndin að senda flokk negra hermanna með hon- um, en fyrirliðarnir óttuðust upphlaup, skiftu um, og sendu sveit hvítra her- manna með honum í staðinn. Elsie, sem átti von á Cameron beið eftirvæntingarfull efPr honum við hlið á húsgarði sínum. Þegar Marion og Hugh litli komu að segja henni fréttirnar, þá trúði hún þeim ekki. “Verið þið ekki að stríða mér á þessu, þið vitið að það er ekki satt.” “Sem eg er lifandi, er þetta satt,” svaraði Hugh ákveðið og alvarlega. — “Hann rak Gus í burtu, af því að hann var að hræða Margréti. Svo komu þeir og settu hann í járn og tóku hann til Columbia. Afi og Amma voru óskaplega reið.” Ellsie kallaði á Phil og bað hann að komast að hvað fyrir hefði komið. Þeg- ar Phil kom til baka og sagði systir sinni að Benn hefði verið tekinn fastur án lagalegra heimilda, og móðgun þeirri sem hann hefði orðið að þola í sam- bandi við þá furðulegu ásökun, að hann hefði sýnt hermanna valdinu mótþróa og lítilsvirðing, tók Elsie til sinna ráða. Hún sendi bróðir sin á stað til Columbia tafarlaust til þess að sjá hvað hægt væri að gjöra þar, en fór sjálf með Mar- ion og Hugh til gestgjafa hússins til að hughreysta foreldra hans. Þegar Phil kom til Columbia komst hann á snoður um, með því að múta sumum af þeim sem hlut áttu að máli, að rannsóknarnefnd hefði þegar verið sett í mál Ben Camerons, með þeirri fyrirskipun að láta ekkert ógjört til þess, að hann yrði sakfeldur. En þeir vissu, að sök sú sem þeir höfðu á hend- ur honum frá Piedmont var ekki full- nægjandi til lífslátsdóms svo þeir tóku upp á því að kæra hann um morð á manni sem Ashburn hét og myrtur hafði verið í Columbia í áflogum sem fram- fóru þar í vændiskvenna húsi vikuna ’sem Ben var í Nashville. Einhver, eða einhverjir höfðu boðið tuttugu og fimm þúsund dollara hverjum þeim sem vildi, eða gæti sagt til mannsins sem varð banamaður Ashburns, og allir bugubós- ar bæjarins voru komnir á kreik að leita og einhvernvegin fór það svo að fingur þeirra allra bentu á Ben Cameron. Þeir tóku fastan negra sem John Sapler hét til að bera vitni á móti Cameron. En Sapler var vinur Cameron læknis því hann hafði hrifð hann frá dauðans dyr- um þegar lífsvon hans var að þrotum komin. Þeir ættluðu að kvelja hann þar til að hann neyddist til að leggja eið útá að Ben Cameron hefði reynt að kaupa hann til að myrða Ashburn. Yfirforingi Hawle sem var settur valdsmaður í Col- umbia héraðinu var ekki heima, hafði farið til Charleston þar sem aðal stöðv- arnar vóru. Philip tók það ráð upp að látast hafa sem norðanmaður, hina dýpstu samhygð með Ashburn og með því að borga umráðamanni fangelsins (kapt- eininum) tuttugu dollara, fékk hann að- gang að fangelsinu til að sjá og heyra píningar yfirheyrslu John Sapler. Þeir leiddu gamla manninn fram fyrir kapt- eininn sem sat í einkennisbúningi í skyndilega tilbúnu hásæti. “Hafið þið tilkynt rakaranum, að koma og raka hárið af þessum manni?” spurið dómarinn hörkulega. “Góði, herra Guð veit að eg hefi ekkert rangt gjöt, rakið þið ekki af mér árhið. Það hefir verið eins og það er, í tíu ár! Eg dey vissulegað ef eg missi af mér hárið.” Þeir tóku hann úr stólnum og settu hann upp við húsveginn og fóru að mæla hann, á meðan að þeir voru að því hvíslaði maður sem stóð við hliðina á honum, að honum. “Nú er tími til að bjarga lífi þínu — segðu okkur allt um það, þegar Ben Cameron reyndi að kaupa þig til að drepa Ashburn.” “Bíddu í nokkrar mínútur”, sagði kapteininn. “Máske að við fáum að heyra hvað Cameron sagði um Ash- burn.” “Eg veit ekki neitt, herra,” sagði negrinn, “Eg hefi ekkert heyrt — eg hefi ekki séð hr. Ben í tvo mánuði. .” “Það er ekki tilneins að ljúga að okkur. Upphlaupsmennirnir hafa verið að spýta í þig. En það hefir ekkert upp á sig. Við skulum pressa það út úr þér.” “Guð veitt herra að eg segji satt!” “Settu hann í dimma klefann, og láttu hann dúsa þar, á meðan að hann lifir, nema hann sðgji frá” var skipunin. Eftir fjóra daga fékk Phil aftur boð að yfirheyrslunnin yrði haldið áfram. Þegar hún hófst aftur, var farið með John Sapler á annan stað í fangels inu og honum sýndur þínu kassinn. “Segðu okkur nú allt sem þú veist, eða að þú feðr þarna inn.” Negrinn horfði á píningarvéliha og skalf af hræslu. Það var innskot í vegg- inn, aðeins nógu stórt fyrir mann að komast inn í það, með hlera sem gekk bæði upp og ofan, sem var látin síga þar til sá sem í kassanum var gat ekki haldið höfðinu uppréttu, svo þegar hurð in var látinn aftur, féll hún alveg að brjósti þess sem inni var. Það eina loft sem inni í pennan pínukassa komst var í gegnum nafargat sem borað var á hurðina. Varir gaml amannsins bærðust í bæn. “Viltu nú segja frá því?” urraði í kafteininum. “Eg get ekkert sagt, nema að ljúga!” stundi John Sapler. Þeir tróðu honum inn í pínukass- ann, skeltu aftur hurðinni og kapteinn- inn sagði hátt og snjalt. “Haldið honum þarna í fjörutíu daga, ef hann fæst ekki til að tala.” SOFFÍA LINDAL f. 27. júlí 1877 — d. 21. apríl 1948 Þessi merka landnámskona andaðist á heimili sínu að Lund- ar, Man., 21. apríl s. 1. og var jörðuð frá lútersku kirkjunni þar í bæ af séra Eiríki Brynj- ólfssyni þann 25. sama mánaðar. Soffía fæddist á ísafirði 27. júlí 1877. Foreldrar hennar voru þau Jón Thorsteinson og Kon- kordía Rózinkransdóttir. Fimtán ára að aldri fluttist hún til Kan- ada með föður sínum, sem enn er á lífi og á nú heima í Van- couver, B. C. Eftir stutta dvöl í Winnipeg fór Soffía norður til Lundarbyggðar þar sem hún kyntist eftirlifandi manni sín- um, John (Jónatan) Lindal og giftust þau 31. október 1895. Þau John og Soffía reistu bú skamt vestur af Lundar, árið sem þau giftu sig og þar bjuggu þau samfleytt á 52 ár og ólu þar upp börn sín, sextán að tölu, sem öll eru á lífi og nú dreifð víðsvegar um þessa álfu. Sumarið 1946 var þeim hjón- um haldin gullbrúðkaupsveizla á Lundar. Þar voru öll börn þeirra viðstödd og vinir og kunn ingjar svo hundruðum skifti. Sýndi þessi mannfjöldi bezt vin- sældir þeirra hjóna í sínu byggð- arlagi. Frekari upplýsingar um æfi- atriði og störf hinnar látnu er að finna í skilmerkilegri grein eftir Guðmund Jónson frá Hús- ey, sem birtist í Almanaki Thor- geirssons fyrir árið 1947. Börn þeirra hjóna, talin eftir aldri, eru sem hér fylgir: Ólafur Jón, Ilford, Man. Þorsteinn, Kenosha, Wisconsin. Ásgeir, Lundar, Man. Daniel, Washington Island, Wis. Vilhjálmur, Chicago, 111. Lára, (Mrs. T. C. Lodge) Rand- olf 6, New Brunswick. Helga, (Mrs. D. C. Thordarson) Chicago, 111. Franklin, Winnipeg, Manitoba. Kristján George, SisterBay Wis. Elin, (Mrs. F. W. Woodcock), Winipeg, Manitoba. Guðbjörg, (Bertha) Emelía (Mrs. S. Tyndall, Wninipeg, Man. Jón Ingvar, Sherridon, Man. Laufey May (Mrs. H. Thorgrim- son), Winnipeg Man. Þóra (Mrs. W. G. Halldorson) Winnipeg, Manitoba. Einar, Lundar, Manitoba. Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRÖOUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviö, heldur hita. KELLY SVEINSSON Stmi 54 358. 187 Sutherland Ave., Winnipeg. JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office 99 349 Home 403 288 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 94 624 Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solidtor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Also 123 TENTH ST. BRANDON 447 Portage Ave. Winnipeg ÍEHDSIfflí JEWELLER5 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla t heildsölu meö nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrlfst.sfnil 26 365 Helma 55 462 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taistml 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOlngur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 U1 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur { augna, eyrna, nef og hdUsjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofustmi 93 851 Heimastmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fölk getur pantaö meöul og annað með pösU. Fljöt afgrelösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur ltkklstur og annast um Ot- farlr. AUur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsiml 27 324 Heimilis talsimi 26 444 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes SL Viötalstimi 3—6 efUr hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 2S0 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. Af Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 #08 Offlce Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDINÓ 283 PORTAGE AVE. Wlnnlpeg, Man. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Faateignasalar. Leigia hús. Öt- vega penlngalán og eldsábyrgö. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh QuaUty Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Soffía heitin átti margt sam- eiginlegt með þeim konum, sem sett hafa svip sinn á íslenzk myndarh'eimili fyr og síðar. Hún stjórnaði Öllu innanhús með frá- bærum skörungsskap og rögg- semi en utanbæjar sagði hús- hún ætíð hafa borið fylstu virð- ingu fyrir dómgreind hans á öll- um hlutum sem ekki snertu bein- línis verksvið húsmóðurinnar. bóndinn fyrir verkum enda mun Hún var dugleg og afkastamikil með afbrigðum og féll sjaldan verk úr hendi en þessum dugnaði fylgdi bæði stjórnsemi og reglu- sem svo að fátt var unnið til einskis. Soffía var stór vexti og fyr- irmannleg í framkomu. Hún var á yngri árum með glæsilegustu konum í sjón og bar þess glögg- merki til dáuðadags. í klæða- (Framh. á bls. 4) Dr. P. H. T. Thorlakson PHYSICIAN and SURGEON WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Ph. 96 441 PHONE 84 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnipeg*, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialista ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Enuipment System. 180 OSBORNE ST„ WINNIPEO CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Frseh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 828 Ree. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dlx. Keystone Fisheries Limited \ 404 SCOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Bus. Phone 27 989 Res. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our SpeclalUes WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprletress Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.