Lögberg - 27.01.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.01.1949, Blaðsíða 2
2 LiöGtíERG, FIMTUDAGINN, 27. JANÚAR, 1949 Hogbtrg Gefi8 Qt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorízed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ÁHIJe/iHÁL IWENN/i Riistjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Höfundur eftirfarandi greinar, er Anna Snorradöttir; hún er ritstjóri kvennasíðu “DAGS” á Akureyri, en brððir hennar, Haukur, er aðalrit- stjóri blaðsins. Tðku þau systkini frábærilega vel á mðt okkur hjðnunum, er við heimsóttum Akureyr um sumarið 1946. Ungfrú Anna er ágætlega ritfær og kvennasiða hennar er til rnikillar sæmdar fyrir íslenzku kvenn- þjóðina. (R1T8T,) TRUMAN FORSETI TEKUR EMBÆTTISEIÐ BROS UNGBARNSINS Þann 20. þ.m. var Harry S. Truman settur inn í forseta embætti í Washington með mikilli viðhöfn að viðstöddum feikna mannfjölda; í sömu andránni tók Alben Barkley embættiseið sem varaforseti hinnar amerísku þjóðar. Er Mr. Truman hafði tekið embættiseið sinn, flutti hann ræðu, sem vakið hefir heimsathygli vegna þeirrar djörfungar, sem hún mótaðist af; hann fór ekki dult með afstöðu sína gangvart Rússum; þeir þyrfti engrar vægðar að vænta nema því aðeins, að þeir bætti ráð sitt og sönnuðu í verki vilja sinn til samvinnu og raun- hæfs friðar; hann lýsti yfir í fjórum megin liðum, friðar og öryggisstefnu stjórnar sinnar, en einn slíkra liða lyti einkum og sérílagi að því, að hrinda í framkvæmd undir sérstöku eftirliti, bættum lífskjörum þess mann- f jölda vítt um jarðir, er nú byggi við sult og seyru. Mr. Truman kvað það einsætt, að slíkum umbótum yrði því aðeins hrundið í fræmkvæmd, að þar legðist á eitt og beittu samstiltum átökum, einkafyrirtæki, sam- vinnufélög, samtök verkamanna og landbúnaðurinn í heild. Mr. Truman kvaðst vonast til, að sér auðnaðist að leggja fram í efri málstofunni áður en langt um liði öryggissáttmálann varðandi Norður Atlantshafið; hlið- stæður sáttmáh til verndar vesturhveli jarðar hefði fyr- ir nokkru verið undirskrifaður í Rio de Janeiro; megin tilgangur slíkra sáttmála væri sá, að færa alþjóð manna heim sanninn um það, að hinar frjálsu lýðræðisþjóðir væru einhuga um það, að verjast ofbeldi og ásælni úr hvaða átt sem kæmi; þess yrði og jafnframt krafist, að allar þær þjóðir, er að slíkum verndarsáttmálum stæðu, legði af mörkum til sameiginlegs öryggis þær fjárhæðir, er réttmætar og nauðsynlegar teldust. “Bandaríkin munu með glöðu geði,” sagði Mr. Truman, “veita hinum frjálsu þjóðum hernaðarlegar leiðbeiningar og aðstoð, er vinna að friði og öryggi á vettvangi alheimsmálanna. Mr. Truman tjáðist mundu beita sér fyrir um það, að einkafyrirtæki léti ekki sinn hlut eftir hggja áminst- um hugsjónum til fulltingis, þó þess á hinn bóginn yrði jafnframt stranglega gætt, að nokkrir einstakhngar högnuðust eigi úr hófi fram á kostnað almennings. Mr. Truman sagði að Soviet-ríkin, og leppríki þeirra, er hann þó nefndi eigi með nafni, væri þrándur í götu allra skynsamlegrar tilrauna af hálfu hinna frjálsu þjóða til viðreisnar og varanlegs alþjóðafriðar; hann kvað Bandaríkin staðráðin í að veita sameinuðu þjóðunum að málum til hins ýtrasta, og láta einkis þess ófreistað, er stuðlað gæti að alþjóðafriði. Mr. Truman kvaðst sitja fast við sinn keip varðandi yfirlýsingar sinar í síðustu kosningum um fullkomið jafnrétti til handa Negrum Suðurríkjanna við hvíta menn; misrétti í þeim efnum yrði eigi lengur látið við- gangast, og myndi hið nýkosna þing með Demokrata í meirihluta í báðum þingdeildum, ráða fullnaðarbót á ámínstum ójöfnuði þegnanna. Mr. Truman lýsti yfir fylgi sínu við Marshallhjálp- ina um ófyrirsjáanlegan tíma; viðskiptahömlum yrði og jafnframt að verða rutt úr vegi, því í frjálsum samskipt- um þjóða á milli fælist áhrifamesta tryggingin fyrir efnahagslegri viðreisn þeirra og pólitísku sjálfstæði; og því yrði ekki neitað, að undir núverandi kringumstæð- um með blikur og bakka svo að segja í öllum áttum, þá mættu menn eigi missa sjóna á því, að fremur öllu öðru, hvíldi framtíðarvelfarnan mannkynsins á efna- legri og andlegri heilbrigði þess. Ræða Mr. Trumans bar þess glögg merki hvílíkum sinnaskiptum Ameríska þjóðin hefir tekið þessi síðustu ár; hún er nú hætt að vera sitt eigið augnagaman; ein- angrunarstefnan er fokin út í veður og vind, og í stað hennar hafa komði víð sjónarmið, sem umlykja allan heiminn. Mr. Truman hefir vaxið mjög af þessari djarf- yrtu ræðu sinni; það er ekki einasta að hann hafi vaxið í áliti þjóðar sinnar; hann hefir einnig vaxið svo útávið, að nú hlusta á hann allar þjóðir heims og bíða frekari átaka frá hans hendi til lausnar þeim vandamálum, sem mannkynið um þessar mundir horfist í augu við. MIKILVÆGUR ÞJÓÐMÁLAFUNDUR Undanfarna daga hefir staðið yfir í borginni New Delhi í Indlandi fundur tuttugu Asíu-þjóða með það einkum að markmiði, að ræða sameiginleg hagsmuna- mál þeirra þjóða, er Asíu byggja. Meðal þeirra mála, sem fundurinn lét einkum til sín taka, var Indonesíumálið; var það einhljóða álit fundarins, að Indonesíumönnum bæri til þess fullur rétt- ur, að stjórna sér sjálfum sem lýðfrjáls þjóð; að Hollend- ingar ættu sem allra fyrst að kveðja heim allan her sinn úr Indonesíu og láta Indonesíubúa að fullu og öllu frjálsa sinna gerða. Þeir Nehru forsætisráðherra Indlands, og General Carlos Romulo, forsætisráðherra Filippseyja, voru næsta þungyrtir í garð Hollendinga, og vörðu málstað Indonesíumanna til þess ýtrasta. ÉG LAS NÝLEGA GREIN í erlendu tímariti, sem mér þótti svo merkileg, að ég vil geta hennar að nokkru hér. Það er venjulega sagt, að ungbörn hafi gott af því að hrína og skríkja. “Láttu hann bara skríkja, það er svo gott fyrir ungun,” slíkar fullyrðingar kannast allir við. En vitum við í raun og veru, hvað veldur því að lítið barn grætur? Til skamms tíma hefir þvi ver- ið haldið fram, að ungbarnið þyrfti ekkert annað en að um það væri huggað á þann hátt, að það fengi mat sinn á réttum tíma og hrein föt þegar það bleytti sig. Að séð væri fyrir líkamleg- um þörfum þess, var allt sem þurfti, og barninu myndi þá líða vel, ef það á annað borð var lík- amlega heilbrigt. Því hefir verið haldið fram, að góð, líkamleg gæzla væri um leið andleg gæzla, og jafnframt væri sama, hver annaðist barnið, ef það aðeins væri vel gert. Ameríski uppeldisfræðingur- inn Watson hélt því fram á sín- um tíma, að ungbarnið ætti ekki að hafa samband við móður sína, heldur skyldi sérstök (og auð- vitað lærð) barnfóstra annast það. Um barnfóstru ætti að skipta á hálfsmánaðar fresti, svo að samband hennar við barnið yrði aldrei of náið. Þessi kenning Watsons hefir mjög verið gagnrýna og nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós, að ungbörn, sem fara á mis við hið eðlilega og innilega samband við mæður sínar (eða konu, sem fyllilega gengur í hennar stað) eigi mjög á hættu að verða á eft- ir hvað þroska snertir, bæði hvað snertir skilnings- og þroskatil- finningar þeirra. Jafnframt þessu hafa rannsóknir leitt í ljós, að síðari þroski barnsins fer að miklu leyti eftir því, hvers kon- ar reynslu það verður fyrir á fyrsta aldursári. Um þessi atriði hefir verið gerð kvikmynd (þjóðfélags- mála), sem sýnd var í London í ágúst sl. í sambandi við uppeldis- málaþing, sem þar var háð. Kvikmyndin er eftir Dr. Réne A. Spitz, sem er þekktur barna- sálfræðingur og vísindamaður í New York, og heitir hún “The Smile of he Baby” eða “Bros ungbarnsins”. Þessi kvikmynd sýnir rannsóknir, sem gerðar hafa verið til þess að komast að raun um hvað það er, sem veldur því að ungbarn brosir, en það er, fyrsta merki um félgslegt sam- band þess (social kontakt). Ungbarnið byrjar venjulega að brosa, þegar það er 2—3 mán- aða gamalt, og það er ævinlega andlit manns eða konu, sem framkallar brosið. Kvikmyndin sýnir nákvæm- lega tilraunir þær, sem gerðar höfðu verið í New York. Barnið brosti jafnt framan í karl sem konu, hörundsliturinn skipti engu máli (hvítt barn brosti jafnt framan í negrakonu og hinn hvíta lækni), engu máli skipti heldur, hvort hinn full- orðni talaði eða var þögull og alvarlegt eða reiðilegt andlit hafði sömu áhrif og glaðlegt og vingjarnlegt. Barnið brosti meira að segja, þegar hinn full- orðni huldi andlit sitt á bak við grímu, en hafði op fyrir augu og munn. Það var andlitið, sem vakti hlátur barnsins, en hvað á andlit- inu var mikilvægast? Munnur- inn var hulinn — barnið brosti. Allur neðri helmingur andlitsins No Prof it SALE! ANY Phone 21101 ESTIMATES FREE j. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding —Repalrs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Afar SNEMMA Nýjar TOMÖTUR TROUSERS SKIRT SWEATER BLOUSE 44 each £anhf' CltaiUam Bnemma prójaöaÝ úrvals tómötur — póöar yfir alla Canada Sérstakt verðgildi I NorSri og Veatri og öðrum bygðum þar sem sumar er stutt, Agætar 1 öðrum hðröðum llka, og bera ávexti tveim vikum fyr en aðrar tegundir, Hafa vakið undrun á Sléttunum síðan 1943, svo sem umhverfis Lethbridge og Brooks I Alberta; Indianhead og Swift Current, Sask; Brandon og Morden, Man„ og í kring um Cal- gary, þar sem þser voru nefndar “Alberta”; bændur stóðu á öndinni yfir þessu fyrirbrygði, Við Leth- bridge þroskaðist þessi tegund frá viku til tólf dögum á undan öðrum tegundum, Við Morden varð upp- skeran frá 20% til 40% meiri en af öðrum tegundum, Pessi dverga Chatham þroskast snemma og þau má setja niður um tvö fet á hvern veg, Avöxturinn jafn og fallega lagaður og ljúffengur, Venjulega um 2% þuml, hver um sig, en oft stærri (pakki 15c) (únza 75c) póst frítt, FRl vor stóra 1949 /rœ og rœktunarbók DRY CLEANED & PRESSED ANY FELT HAT CLEANED AND BLOCKED SAVE ON DYEING! DRESSES 1 PCE. PLAIN COATS DYED NAVY — BLACK OR BROWN $2-44 These specials are called for and delivered and at all Perth’s Carry and Save Stores. Phone 37 261 Perths DOMINION SIEO H0USE, 6£0R6ET0Wn, ont. var hulinn — barnið brosti eftir sem áður. En síðan voru augun hulin og þá brosti barnið ekki, heldur ekki brosti það, þegar hinn fullorðni sneri að því vanga (profi). Það voru augun, sem kölluðu fram brosið, og líklega er það því engin tilviljun, að augun hafa frá fornu fari verið nefnd “spegill sálarinnar”. í þessum víðtæku og margend- urteknu rannsóknum kom ann- að í ljós, sem mikla athygli vakti, sem sé það, að öll börn brostu ekki, þótt þau annars væru kom- in álíka langt á þroskabrautinni, að því er virtist. Sum þessara barna voru alvarleg og “innilok- uð” gagnvart athugandanum, og sum meira að segja sýndu óvilja og andúð. Þegar farið var að rannsaka hver þessi börn voru og fortíð þeirra, kom í ljós að þetta voru börn, sem skilin höfðu verið frá mæðrum sínum eða börn, sem aldrei höfðu þekkt móðurkærleik, vegna þess, að þau höfðu ekki verið velkomin í þennan heim, og hinum óham- ingjusömu mæðrum sínum að- eins til raunar. Þessi börn höfðu fengið ágæta gæzlu á rannsókn- arheimilinu, þau höfðu fengið mat og umönnun eins og hin börnin og reynt hafði verið, á alla lund, að sjá fyrir þörfum þeirra, en það var eitt, sem ekki hafði tekizt að veita þeim, en það var kærleiksrík og góð mamma, sem hafði nægilegan tíma og skilning til að sinna litla barninu sínu. Afleiðingin, segja sálfræðingarnir, var sú, að barn- ið fékk'þegar í upphafi lífs síns, allt annað og neikvætt viðhorf til annarra manna og umheims- ins. Að vísu hafði tekizt, að sjá sumum börnum fyrir “móður” í stað hinnar réttu, og í mörgum tilfellum gefizt ágætlega, en í flestum þeirra misheppnast, og afleiðingin var, ei,ns og fyrr greinir. Þessar rannsóknir sýna okkur, að við verðum að hverfa frá hinni úreltu kenningu, að ung- barnið sé “kjöt-klumpur” eða “frymiskökkur”, sem megi fara með, hvernig sem er, ef það að- eins fái mat, svefn og hirðingu á vissum tímum. Það er móðurástin, sem máli skiptir og það “hitastig” ástríkis og umönnunar, sem hún ein get- ur í té látið. P• SÖLUSTRÁKAR í KRÖFUGÖNGU Um 200 skólastrákar í Hendon, sem er úthverfi í Lundúnaborg, fóru nýlega í kröfugöngu um göturnar. Báru þeir spjöld með mótmælum gegn því að bæjar- stjórnin hafði samþykkt að banna bömum að bera út blöð áður en þau færu í skólann á morgnanna. Strákarnir höfðu líka gjallarhorn og hrópuðu mót- mæli sín gegnum það. Þrettán ára strákar hrópuðu í sífellu: “Bæjarstjórnin hefir stolið vasa- peningunum mínum. Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar HOUSEHOLDERS ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V/ BUILDERS' U SUPPLIES AND C0AL Erin and Sargent Phone 37251

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.