Lögberg - 27.01.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.01.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN. 27. JANÚAR, 1949 3 Minningarorð um Dr. Benedikt K. Björnsson Business and Professional Cards DR. BENEDIKT K. BJÖRNSON Dr. Benedikt K. Björnson, dýralæknir, lézt á hóteli í Devils Lake, Norður Dakota, á föstudaginn, 5. nóvember s.l. af hjartaslagi. Þó að hann hefði kent þessa sjúkdóms nokkr- um mánuðum áður, hafði hann verið við góða heilsu þetta síðastliðna sumar og haust og kom því dauði hans hastarlega og óvænt. Benedikt Björnson fæddist nálægt Garðar í Dakota Territory, 10. mars, 1885, og var því sextíu og þriggja ára gamall. Foreldrar hans voru Kristján Björnson og Valgerður Þorsteinsdóttir. Var Björn afi hans bóndi á öndófstöðum, Einarssonar prests í Reykjahlíðar og Skútustaðasóknum Hjaltasonar, og konu hans Ólafur Jónsdóttur, systur Bene- dikts Gröndals eldra, skáldsins. Kona Björns í Presta- kvæmmi, móðir Kristjáns var Bóthildur Jónsdóttir bónda á Arnarvatni við Mývatn. En móðir Dr. Björnsonar var Val- gerður Þorsteinsdóttir, Sigurðsonar, Þorsteinssonar Grímsson frá Fjöllum. Þegar að Benedikt var tíu eða ellefu ára misti hann föður sinn. Skömmu seinna flutti fjölskyldan til Upham eða Mouse River byggðarinnar. Móðir hans giftist aftur og hét seinni- maður hennar Job Sigurðsson. Var Benedikt næstu árin í Mouse River umhverfinu og þar hann vann mikið við gripa- rækt sem tiðkaðist í stórum stíl þar í nánd. Þegar hentugt var, gekk hann á skóla. Hann giftist önnu Kristínu Swanson í Upham, 14. nóvember 1906. Var hún dóttir Sigurðar og Margrétar Swanson. Margrét er á lífi og býr í Upham þorpinu. Efalaust hefur altaf búið löngun til framhalds náms í í huga Benedikts. En á þeim árum var ekki svo auðvelt fyrir fátæka unglinga að ganga mentaveginn. Er það víst að konan hans hefir hvatt hann til að framkvæma þessa löngun, því hún hefir æfinlega haft áhuga fyrir öllu, sem færir aukna þekkingu og framför. Næst réðust þessi ungu hjón með tvo smásyni í að flytja til Fargo og á búnaðarskólanum þar byrjaði hann nám til að verða dýralæknir. Konan hans hjálpaði alt sem hún gat með því að selja fæði og leigja herbergi. Að náminu loknu í Fargo fór Benedikt til Ohio-ríkis háskólans, þar sem hann útskrifaðist sem dýralæknir árið 1917. A meðan hann var í Ohio, voru konan og synirnir í Upham hjá fólki sínu. 1 mörg ár var Dr. Björnson aðstoðar ríkisdýralæknir í Norður Dakota og var heimili þerira þá í Mandan. Varð hann kunnugur um alt ríkið í þessu starfi, kom sér alstaðar vel og kom til leiðar hinum og öðrum nýjum og þörfum umbótum gagnvart heilbrigði og eftirliti skepna í ríkinu, sem að eðlilega hafði líka bætandi áhrif á heilsu og vellíðan fólksins. Árið 1933 flutti fjölskyldan til Fargo og hefur búið þar síðan. Var Dr. Björnson við dýralækningar þar, og stofnaði með öðrum læknum smádýraspítala. En nokkru seinna tók hann að sér umsjón dýralækninga fyrir Armour and Com- pany og Union Stockyards í West Fargo. Eru þetta bæði stór félög eins og kunnugt er. Var hann við þetta starf þangað til heilsan leyfði það ekki lengur og tóku synir hans þá við því. En í sumar og haust sem leið ferðaðist hann um ríkið sem eftirlitsmaður heilbrigðis ástands skepna út um landið og var hann við það starf þar til hann dó. Hann tilheyrði alskonar félagsskap í skóla og seinna viðvíkjandi starfi sínu og öðru. í skóla var hann Alpha Psi og Alpha Gumma Pho. Hann var einusinni forseti N. Dakota Veterinary Medical Association og var hann í mörg ár í stjórnarnefnd N.D.A.C. Alumni Association. Hann var Shriner í frímúrara stúkunni. Var hann líka forseti félags íslendinga í Fargo þegar hann dó. Dr. Björnson var stór og myndarlegur að. sjá Hann var hægur maður. Var hann sílesandi og hafði bæði gaman og ' gagn af lestrinum. Hann var sérlega fyndinn og sagði mjög skemtilega frá. Var einkennilega gaman að hlusta á hann segja frá því, sem á dagana hefði drifið og ekki sízt að heyra hitt og annað sem hann mundi eftir úr gömlu íslenzku byggðunum. Hann minti mann oft á K.N. í fyndninni. En þó hann væri kíminn þá, var hann aldrei særandi. Hann vildi öllum vel og var tryggur og góður vinur. Björnsons heimilið var æfinlega fyrirmynd og voru hjónin samrýmd í því að taka vel öllum sem að garði báru og voru þau bæði rausnarleg og gestrisin. Þrjú börn áttu þessi hjón tvo syni og eina dóttir. Eru báðir synirnir dýralæknar. Dr. Christian er aðstoðar ríkis- læknir í N. Dakota og býr hann, og kona hans og dóttir í Mandan. Dr. Sidney, kona hans og dóttir búa í West Fargo og er hann dýralæknir fyrir Union Stockyards. Dóttirin, Margaretta, er Mrs. Santiago Rodriguez í Arlington, Vir- ginia. Eru börnin öll mannvænleg og vel liðin. Einn bróðir, S. K. Björnson, Chicago og ein hálfsystir, Mrs. Lee Thorton, kennari í Ashley, N. Dakota, lifa bróðir sinn. Dr. Björnson var jarðsunginn af séra Fred W. Ihlenfeld, presti St. Marks lútersku kirkjunnar, sem hann tilheyrði. Var útförin mjög margmenn og var þar ákaflega mikið af blómum, hvorttveggja vottur vinskapar og lálits fólks á hin- um látna. Var hann lagður til hvíldar í Riverside grafreitnum við Rauðarárbakka í Fargo. FRÆNKA UM BŒKUR Eftir STEFÁN EINARSSON Framhald Yrið 1945 gaf “Norðri” út þriggja binda bók, Ódáðahraun, eftir Ólaf Jónsson, framkvæmda- stjóra Ræktunarfélags Norður- lands, á Akureyri. Ólafur var fæddur (1895—) á Freyshólum á Völlum í Fljóts- dalshéraði. Eítt af því sem vakti athygli hans, drengsins, var vikurinn, sem allstaðar kemur UPP þar sem jörð er særð á Hér- aði og mokað hafði verið í ein- kennilega hóla á túninu í Freys- hölum. Gat amma hans frætt hann um, að hólar þessir og vik- urinn stöfuðu frá Dyngjufjalla- gosinu 1875; kunni hún að segja frá þeim stórtíðindum, er þá gerðust á annan dag páska, er hún var 25 ára heimsæta á Hof- ieigi í Jökldal. Hafði sögn henn- ar djúp áhrif á drenginn. Ólafur var sendur á búnaðar- skóla á Hvanneyri (1917) og síð- an á Landbúnaðarháskóla í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk prófi 1924. Gerðist hann sama ár framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands, síðar (1928) varð hann fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1932. Þrátt fyrir annríki skyldu- starfanna gat Ólafur aldrei kæft þá von að sér myndi tækast að fræðast meira um upptök vikur- gossins 1875 með því að ganga á Dyngjufjöll og skoða hið mikla eldvarp með eigin augum. En þessi von varð að verleik í júní 1933, er Ólafur fór við þriðja mann í fyrsta skifti til Óskju og leit dalinn þá í allri sinni öræfadýrð. Næstu ár (1943—46) hélt hann kyrru fyrir, en á árunum 1937—1944 fór hann alls 19 ferð- ir um Dyngjufjöll og fjöllin í kring, í því skyni að kanna þenna öræfageim og þjóðtrúar- paradís betur en nokkur hefði gert á undan honum. Hylltist hann til að fara um þá hluta | hraunsins sem minnst voru þekktir og ganga þar á öll fjöll til að ganga úr skugga um sköpu- lag þeirra og uppruna. Er hann nú allra manna kunn- ugastur þessum öræfum, en bók hans skýrir eigi aðeins frá tólf ára rannsóknum hans í Ódáða- hrauni, heldur flytur hún líka allt það helzta sem um þetta svæði hefur verið ritað og rætt af öðrum. Fyrsta bindið er í tveim aðal- köflum, ræðir hinn fyrri um “Landslag í Ódáðahrauni,” fyrst yfirleitt og síðan með sundurlið- un landsins í tólf svæði. Síðari kafli bókar, “Saga Ódáðahrauns” ræðir um ferðir manna þangað, hvort sem gerðar voru til að leita fjallvega og útilegumanna eða í landfræðilegum og jarðfræðileg- um tilgangi. Má því kalla að í þessu fyrsta bindi sé landafræði Ódáðahrauns. í öðru bindi er fyrsti kafli “Ágrip af jarðsögu Ódáða- hrauns,” annar um “Eldvörp og gosmenjar,” þriðji um “Eldgos í Ódáðahrauni” og fjórði um “Brennisteinsnám í Þingeyjar- sýslu.” Má heita, að þetta heyri allt undir jarðfræði, en bókinni lýkur með fimmta kafla um “Tröll og útilegumenn”, og má þá segja að skift sé um og skyr gefið, en tiltölulega lítið er í þenna kafla að tína, þrátt fyrir hjátrú manna um Ódáðahraun— orsökin mun vera að þrátt fyrir hjátrúna hafa skifti manna ver- ið svo strjál við þennan afskekkt tasta hluta öræfanna, að fá til- efni gáfust til sagna-myndunar. Framhald Tveir pólskir efnafræðingar staðhæfa, að þeir hafi fundið upp aðferð til að búa til Nylonsokka ur torfi. STYRK OG STÁLHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Ávextir fr& fyrsta &rs fræi; auðræktuð, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosti eru sérlega bragðgóð og lfkjast safaríkum, villijarð- berjum; þau eru mjög falleg útlits, engu síður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, P6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þó stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 50c) póst frftt, SELKIRK METAL PROÐUCTS LTD. Reykh&far, öruggasta eldsvörn. og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldivið, heldur hita. KELX.Y SVEINSSON Sfmi 54 368. 187 SuthcrUtnd Ave., Wlnmpeg. JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. «27 Medical Árts. Bld*. Office 99 349 Home 403 288 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiíh St. Winnipeg Phone 94 624 PHONBS 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTB. 594 Agnos 81 Viðtalstlml 8—5 eftir h&degl Office Ph. 95 668 Res 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA 447 Portage Aye. Winnipeg Manitoba Fisheries WINNIPEG. MAN. T. BercoiHtch, framkv.stf. Verzla f heildsölu með nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrlfst.sfmf 25 355 Helma 55 4Í2 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taistmi 95 826 HelmiUs 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðtnpur < augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Bérfrmóingur ( aitgna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 93 861 Helmaafml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenzkur lyfsall Fölk getur pantað meðui og annað með póstl. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður s& beztl. Ennfremur selur hann aliskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu taisfmi 27 324 Heimills taisfmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Ph. 98 441 PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnipeg*. Canada Bus. Phone 27 989 Res. Phone M1S1 Rovatzos Flower Shop Our Speclaltles WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietreas Formerly Robluson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANTTOBA Pbone 49 469 Radio Servfce Speclallsts ELECTRONIC LABS H THOBKELBOH, Prop. Tlie most up-to-date Sound Equlpment System. 130 DHBORNE ST., WINNIPEG GUNDRY PYMORE Limited Brttish Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 íianager T. R. THORVAL.DBON Vour patronage wlll be apprecl&ted CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J B. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fraeh and Frozen Flsh. 311 CIÍAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SfMI 96 327 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LtÖQlrœöinQar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Sfml 98 291 I MTOSlÍil JEWELLERS Alio 123 TENTH ST. BRANDON DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Ot'fli e hrs 2.30—6 p m Phones: Offtre 26 — Res 220 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 96 952 WINNIPHG Dr. Charles R. Oke TannUeknir For Agpolntments Phone 94 903 Offlce Hours 9—0 404 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDINO 283 PORTAGE AVB. Wlnnipeg, Man. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE 8ERV1CE J. J. SWANSON & CO. LIMXTED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningál&n og elds&byrgB. bifreiða&byrgð, o. s. frv. PHONE 97 538

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.