Lögberg - 10.02.1949, Page 1

Lögberg - 10.02.1949, Page 1
PHONE 21374 AU ,V«vVte' ^<>a.rœrS \l”rs tAun A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 4\g2' \eA LauTl f\3B A Complele Cleaning Inslilulion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 10. FEBRÚAR, 1949 NÚMER 6 Þakkarávarp til vistmanna og vina Betels vegna síðustu fjársöfnunar— MÉR FINNST að vinir Betels, fjær og nær, eigi heimting á að frétta hvernig gengið hefir með fjársöfnun síðan fyrst að fjárhagsástand Betels var skýrt fyrir almeningi. Með þeim gjafalista, sem birtur er í þessu blaði, hafa pen- ingagjafir, er nema $1,724.25 verið meðteknar. Af þessari upphæð, hefir verið gefið að Betel, (að mestu af vistmönnum) $210.00. En í viðbót hefir heimilisfólk bætt við vistgjöld, er það áður borgaði, sem nemur $836.50. Svo alls hef- ir hagur Betels batnað um 2,560.- 75 — þessar tölur taka ekki til greina þær mörgu gjafir, aðrar en peningagjafir er Betel veitti viðtöku, þar á meðal nýja píanó- ið. Þesskonar gjafir voru, á þessu tímabili ríflegri, en vanalega. Fyrir allar þessar gjafir þakkar nefndin af hjarta. En hér má ekki nema staðar þessir rúmir $2,500.00 bæta upp tekjuhallann, sem fyrir þetta ár var áætlaður $500.00 fyrir hvern mánuð, fyrir aðeins fimm mán- \iði. En þar sem gert er ráð fyrir að vistmenn hækki mánaðar- gjöld sín að staðaldri, ekki yfir $300.00 um mánuðinn, þurfa $200.00 hvern mánuð að koma annarsstaðar frá. Það er þessvegna auðsjáanlegt að gjafir þurfa að halda áfram, þó ekki hlutfallslega við síðustu fjóra mánuðina. é* Ur borg og bygð Það voru ekki einungis þær góðu undirtketir almennings pen ingalega, sem glöddu nefndina, heldur, ekki síður, þau mörgu bréf er við meðtókum. Sum af þeim hafa nú þegar verið birt, en mig langar til að birta tvö enn, er sýna þann sérstaka hlýhug og umhyggju, sem svo margir bera til stofnunarinnar. Annað bréfið er frá langvarandi vini Betels og stuðningsmanni alls, er snertir kirkju og mannúðarmál Vestur- Islendinga. En bréfið er þetta: Winnipeg, des. 10., 1948. Mr. J. J. Swanson, 308 Avenue Bldg., Winnipeg. Dear friend: It has been quite timely for us who should have a vital interest in the aifairs of Betel, to ben in- formed of its problems as they have been presented to us through recently published in- formation. That we should feel it our duty to come to its aid, should go without saying, as the welfare of this pioneer home for the aged should be of the most direct con- oern to every family, for sooner or later its ministering benefits will be sought for some aged member of the household, friend or near of kin. Its humanitarian appeal, as well as its practical value to our Icelandic communities at large, should enlist our continued supp- ort and considerdation. Its main- tenance and expansion should ever be kept in view. Please accept my contribution of $100.00, with my best wishes for a successful financial cam- paign on Betel’s behalf. Sincerely, S. O. BJERRING Hitt bréfið er frá aldráðri konu, sem er líklega sú eina nú á lífi, er í byrjun skrifaði undir áskorun frá kvenfélagi Fyrsta Lúterska safnaðar til almenn- ^ngs, að stuðla að því að elliheim- ili sé stofnað, sem fyrst. Seinna afhenti kvenfélagið kirkjuþing- inu $3,000.00 sjóð, er það var búið að safna í því augnamiði að koma á fót elliheimili. En þessi sjóður varð virkilega sú undirstaða er Betel var seinna reist á. Það færi vel ef almenn- ingur tæki til greina tillögur þessarar konu að minnast Betel á afmælisdegi þess, en það er fyrsti dagur marz árs hvers. Bréfið er þetta: Winnipeg, 6. janúar, 1949 Kæri Mr. Swanson, Þar sem ég er ein eftirlifandi af þeim konum, í kvenfélagi Fyrsta Lút. Safnaðar, sem skrif- aði undir áskorun til almennings um að safna fé til byrjunar gam- almenna heimUis, þá langar mig enn að tala máli Betels. Væri ekki hugsandi að al- menningur vildi gefa Betel af- mælisgjafir árlega. Ég meina ekki stórar upphæðir, því margt smátt gerir eitt stótr. Það gæti verið árlegar inntektir. Þar sem nú er komið, svo að það verður að taka af stofnsjóðn- ;n mánaðc-rlega, þá verður eitt- hvað að gera til þess að sjá Betel borgið. Ég vona að þú fyrirgefir þó ég sé svo djörf að koma með þessa tiUögu. Vinsamlegast, HANSINA OLSON Nú býst ég ekki við að skrifa meira um þetta mál að sinni. Við lifum í þeirri von, að þau auknu laun, er heimilisfólkið leggur fram, ásamt gjöfum þeim, sem munu halda áfram að koma inn frá almenningi, (þó minna verði en var á síðustu fjórum mánuð- um) m u n u nokkurnveginn standa straum af stofnunni, þar til að stjórnirnar, á sínum tíma, sjá sér fært að hækka ellistyrk- inn; og þar eð sambands kosn- ingar eru nú þegar í undirbún- ingi, er það alls ekki ómögulegt að stjómin loksins sinni þeim endurtkenu og áköfu áskorunum, er stöðugt dynja á henni um hækkun ellistyrksins. Svo þakkar stjórnarnefnd Bet- els almenningi, og ekki sízt heim- ilisfólki Betels undirtektir og fljóta afgreiðslu þessa mikilvæga máls, og fyrir það, að með þessu gefir sannast að Betel mun aldrei þurfa að biðja hjálpar árangurs- laust, en þar á móti lofast stjórn- amefndin til, að leita ekki hjálp- ar nema þörfin sé brýn. J. J. SWANSON HEIÐURSSAMSÆTI Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi efnir til samsætis í viðurkenningarskyni við Hon. Thor Thors sendiherra íslands í Canada og Bandaríkjunum og frú Ágústu Thors, á Royal Alex- andra Hótelinu á fimtudaginn þann 24. þ.m. klukkan 6:30 e.h. Aðgöngumiðar kosta $3.00 fyrir 'hvern einstabling og fást í Björnsson’s Book Store, 702 Sar- gent Avenue, eða hjá Guðmanni Levy, 685 Sargent Avenue, eða með pósti gegn fyrirfram borg- un hjá G. L. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg. 4- Tuttugasta og níunda miðs- vetrarmót Fróns verður haldið í Blue Room á Marlborough hótel- inu, þriðjudagskvöldið 22. feb. n.k. kl. 8:00 e.h. Aðgangur verð- ur $1.50. Skemtiskráin að þessu sinni, verður bæði fjölbreytt og vönd- uð. Ræðuna flytur Mr. Thor Thors sendiherra íslands til Canada. Mr. Thors er einn af glæsilegustu fulltrúum íslands á sviði utan- ríkismálanna og jafnframt því sem hann gegnir sendiherrastörf- um bæði í Canada og Bandaríkj- unum, er hann einn af talsmönn- um þjóðar sinnar á þingi Samein- uðu Þjóðanna. Ræðumann og kærkomnari gest, hefði Frón ekki getað óskað sér. Kvæði flytur eitt af höfuð- skáldum Vestur-lslendinga fyr Frá því er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu, að hinum fræga landkönnuði og rithöfundi, Dr. Vilhjálmi Stefánssyni og frú, verði haldið heiðurssamsæti í Fort Garrý hótelinu hér í borg á mánudagskvöldið þann 14. þ.m. Verður íslend- ingum það mikið ánægjuefni, að eyða saman kvöldstund með þessum ágætu og víðfrægu hjónum. og síðar, Mr. Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs. Með söng skemtir karlakór Mr. Kerr Wilsons og er sá kór orðinn frægur hér í borg. Einsöngva syngur Mrs. Elma Gíslason. Hún hefir þegar náð miklum vinsæld- um og er stöðugt að þroskast í list sinni. Mr. Pálmi Pálmason spilar á fiðlu, en nú eru orðin mörg ár síðan að þessi ágæti listamaður hefir látið til sín heyra hér í borg. Pálmi er ný- kominn heim eftir langa dvöl í Toronto og spilar nú í hinni nýju symphony orchestra Winnipeg- borgar. \4innninsfarorð um Fundur um hveitimarkað í Washington Á miðvikudaginn í fyrri viku komu saman í Washington er- indrekar 50 þjóða, til að ræða um alþjóða verðlag hveitis; komu þangað meðal annara, fulltrúar frá Rússlandi og Argentínu; fundur um samskonar efni fór út um þúfur í fyrra, vegna þess að þjóðþing Bandaríkjanna var þá ófáanlegt til að fallast á ákvæðisverð; nú er þessu annan veg farið, og likur á að alþjóða- hveiti verði fastbundið við tvo dollara á bushel. Frú Sigurbjörgu Bilsland Burtför frú Sigurbjargar Bilsland af þessum heimi, kom eng- um þeim, er vissi hvernig heilsu hennar var farið uppá síðkastið á óvart; hún hafði um alllangt skeið þjáðst af hjartasjúkdómi, er ágerðist hröðum skrefum, og dró hana um aldur fram til dauða. Frú Sigurbjörg var fædd í Reykjavík 10. júlí, árið 1900. Hún var dóttir þeirra Sigurðar Þórð- arsonar frá Gróttu á Seltjarn- arnesi og Guðríðar konu hans sem bæði eru á lífi; með þeim fluttist hún hingað til lands í septembermánuði á r i ð 1912 ásaipt systrum sínum, og settist fjölskyldan að á Gimli; í þeim bæ naut frú Sigurbjörg alþýðu- skólamentunar, en tók snemma að ryðja sér sína eigin braut; laust eftir fermingaraldur kom hún til Winnipeg, fékk þar brátt góða atvinnu, en varði frístund- um sínum til náms í hljóðfæra- slætti; hún var hljómnæm og hafði ósegjanlegt yndi af tónum. Ég kyntist frú Sigurbjörgu skömmu eftir að hún kom til Winnipeg; hún kom oft um þær mundir á heimili mitt, og þar lærði ég að meta þá faðmvíðu mannkosti, er svipmerktu æfi hennar til daganna enda; við vini sína tók hún órofatrygð og vildi veg þeirra í öllu; mér fanst það jafnan vera hennar æðsta nautn, að strá hamingjublómum á veg samferðamanna sinna, ekki sízt þeirra, er stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni og fáa áttu að. Frú Sigurbjörg lézt að heimili sínu 960 Sherburn Street, hér í borg, þann 26. janúar síðastlið- inn, og hafði þá legið rúmföst undanfama fimm mánuði; það ræður því að líkum, að henni yrði hvíldin góð eftir hinar langvarandi þjáningar, sem hún þó alla tíð bar eins og hetja. Þann 26. október 1929 giftist Sigurbjörg eftirlifandi manni Til þess að bæði skemtiskráin og dansinn fái að njóta sín, er nauðsynlegt að hægt sé að byrja samkomuna á réttum tíma og er vinsamlega mælst til þess að fólk sé komið til sætis stundvíslega kl. 8:00. Aðgöngumiðar eru nú til sölu í bókabúð Davíðs Björnsson og hjá nefndarmönnum. HEIMIR THORGRIMSSON, Ritari Frón -f SAMSÆTI í virðingarskyni við Dr. Vil- hjálm Slefánsson og frú verð- ur h a 1 d i ð fyrir a t b e i n a forgöngunefndarinnar í Ken- sluslólsmálinu í íslenzku við Manitobaháskólann, á mánu- dagkveldið þann 14. þ.m. í Jade Room. Fort Garry Hotel, kl. 7:00 stundvíslega. Engar fastar reglur með búninga. Aðgöngumiðar $2.50 fyrir hvern einstakling. f Upplag aðgöngumiða er tak- arkað. Aðgöngumiðar verða til sölu á fimtudaginn og föstu- daginn hjá Columbia Press Limited, Toronto og Sargent og Viking Press Limited, Banning og Sargent. 4 Stúkan Skuld heldur sinn næsta fund 28. febrúar, 1949. VAKTI MIKLA HRIFNINGU Þann 3. þ.m. flutti Hon. Lester B. Pearson utanríkismálaráð- lerra sambandsstjórnarinnar sína fyrstu þingræðu, er eigi aðeins vakti mikla hrifningu hjá fylkingum Liberala á þingi, held- ur einnig meðal C.C.F.-sinna og Social Credit játenda; þótti ræð- an með ágætum íturhugsauð og hófstilt vel. Mr. Pearson kvaðst ekki gera sig allskostar ánægðan með af- stöðu íhaldsmanna gagnvart hin- um fyrirhugaða Norður Atlants- hafs öryggissáttmála, því vægast sagt, væri hún næsta þokukend; þingræður ú r herbúðum íhalds- manna hefðu ekki nefnt áminsta- an sáttmála á nafn alveg eins og þar væri um nauða ómerkilegt plagg að ræða, þó vitað væri að í honum fælist eina skynsamlega vörnin gegn svívaxandi ásælni hinna rússnesku drotnarstefnu; kvað hann samtök Vesturveld- anna í áminstum sáttmála, einu hugsanlegu leiðina til varanlegs friðar. Frú Sigurbjörg Bilsland sínum John David Bilsland ágæt- um dugnaðarmanni, sem stjórn- að hefir járnbrautarlestum um langt ára skeið; var sambúð þeira hin ástúðlegasta og heimilið mót- að hinni fegurstu eindrægni, þau eignuðust einn son, John David, sem nú er ellefu ára að aldri; auk þess lætur hún eftir si£ tvær stjúpdætur, Theatis hjúkrunar- konu, er stundaði stjúpu sína í hennar langa og stranga sjúk- dómsstríði af frábærri nærgætni og ástúð, og Mrs. Frank Hobbs, er að öllu leyti má hið sama um segja; þrjár systur lifa frú Sig- urbjörgu, þær Lára í Calgary, Mrs. H. Clark í Winnipeg og Jór- unn í foreldrahúsum á Gimli. Frú Sigurbjörg var meðal glæsilegustu kvenna í hópi okk- ar Vestur-íslendinga; hún var tíguleg í fasi, fagurvaxin og sviphrein; milli hins styrka per- sónuleika og hennar innra manns, ríkti hið fegursta sam- ræmi, sem ekki er auðvelt að lýsa en viðkynningin skildi bezt. Frú Sigurbjörg átti sitt kirkju- lega heimili í Fyrsta lúterska söfnuði, og starfaði í yngra kven- félaginu af miklum trúnaði, eins og raunar í hvaða verkahring, sem var. Allir, sem kyntust frú Sigur- björgu að mun, kveðja hana með djúpum trega, þó þyngstur sé vitaskuld harmur kveðinn að sifjaliði hennar, eiginmanni, syni, systrum, stjúpdætrum og hinum dyggu, aldurhnignu for- eldrum. Alfaðir veiti þeim hugg' un og styrk. Vertu sæl, góða vinkona, og sólin blessuð signi þig! Útför frú Sigurbjargar fór fram frá útfarastofu Thompsons á laugardaginn þann 29. janúar að viðstaddri fjölmennri fylk- ingu ástmenna og vina. Séra Valdimar J. Eylands flutti hin hinstu kveðjumál. EINAR P. JÓNSSON EITT GLÆSILEGASTA FLUGVALLARHÓTEL ÁLFUNNAR í KEFLAVÍK Mikil mannvirki eru nú óðum að rísa af grunni á Keflavíkur- flugvelli og er flugvallarhótelið þeirra mest, en það verður tekið í notkun um áramótin- ef ófyrir- sjáanlegar tafir hamla ekki verkinu. Tíðindamönnum blaða og út- varps gafst .kos+.ur ,á að sknða hótelið og önnur mannvirki á Keflavíkurflugvelli á laugardag- inn var, flugu þangað í einni af björgunarflugvélum vallarins (sérstaklega innréttuðu og út- búnu flugvirki), en fóru heim aft- ur í bifreiðum Lockheedfélags- ins, sem nú annast rekstur vallar- ins í stað AOA. Blaðamenn sátu miðdegisverð- arboð í matsal flugvallarins og ávarpaði Agnar Kofoed-Hansen flugvallarastjórli viðstadda, ræddi meðal annars um sam- vinnu hinna amerísku starfs- manna vallarins og íslenzkra flugmálayfirvalda, er hann taldi með ágætum. Einnig tóku til máls Gribbon flugvallarstjóri Bandaríkjamanna og Hörður Bjamason skipulagsstjóri, sem síðan sýndi blaðamönnum mann- virkin, en hann hefir yfirumsjón með þeim af hálfu Islendinga. Mikið mannvirkL Hið nýja gistihús er hin veg- egasta bygging, um 100 m. löng, tvær hæðir og klædd aluminium- plöntum hið ytra, en grind húss- ins úr stáli. I því er fjöldi vist- arvera. auk hótelherbergja, mat- sala og annarra salarkynna fyrir farþega svo sem tollstöð verður- stöð, lögreglustöð og ótal margt annað, sem nauðsyl. þykir til reksturs slíks hótels og flugstöð- var. öllu virðist smekklega fyrir komið og sagði skipulagsstjóri, að hótel þetta myndi vafalaust verða með því allra fulkomnast er til þekkist í Evrópu. Þama verða rúm fyrir 68 farþega í eins manns herbergjum, en þegar er fyrirsjáanlegt, að þetta nægir ekki og verður reist viðbygging fyrir um 50 næsturgesti. I sam- bandi við gistihúsið verður þvottahús, bakarí og frystihús, og að sjálfsögðu birgðaskemmur. íbúðarhús slarfsfólks Ennfremur er hafin bygging 6 íbúaðrhúsa, hvert fyrir 8 fjöl- skyldur. en 8 hús verða reist til viðbótar síðar. Ennfremur er í ráði að reisa samkomuhús og kirkju fyrir starfslið vallarins.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.