Lögberg - 21.04.1949, Blaðsíða 2
2
.LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 21. APRÍL, 1949
THE 695 logbtrg Gefið út hvern fimtudag af COLUMBIA PRESS LIMITED SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Vtandskrift ritstjórans: JEDITOH LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The ‘‘Lögberg'’ is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manítoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
FYR MÁ NÚ ROTA EN DAUÐROTA
Ákærur íhaldsflokksins á þessu þingi, á hendur
sambandsstjórn og Liberal flokknum, er í þá átt ganga
að bregða sambandsstjórninnni um kosningamútur
vegna lækkunar skatta, svo sem tekjuskatts, koma úr
hörðustu átt, og eru um flest hinar furðulegustu; þetta
gat verið ofur skiljanlegt ef íhaldsmenn hefðu í fullri
alvöru verið mótfallnir lækkun skatta, en nú sýnist
engu slíku vera til að dreifa; ákærurnar virðast einkum
fólgnar í því, að kosningamúturnar séu ekki nándar
nærri nógu róttækar, nógu umfangsmiklar, og að þeir
myndu hafa gengið feti framar ef það hefði verið þeirra
hlutverk, að semja f járlög og segja fyrir um skattlækk-
un.
Mr. J. M. Macdonnell, fjármálaráðunautur íhalds-
flokksins í sambandsþinginu, sbr. Þingtíðin, bls. 2179,
ítrekar þar ákærur sínar um kosningamútur; hann
staðhæfir á ný, að íhaldsmenn, ef þeir hefðu verið við
völd, myndu hafa lækkað skatta drúgum meir en nú
er raun á orðin um Liberalstjórnina, og hann meir að
segja leggur áherzlu á að íhaldsmenn myndi hafa byrj-
að múturnar ári fyr.
Mr. Macdonnell krefst víðtækari ívilnana fyrir lág-
launastéttirnar, en stjórnin gerir ráð fyrir í hinu nýja
fjárlagafrumvarpi sínu; hann krefst til viðbótar, að
söluskatturinn verði lækkaður til hagsmuna fyrir
bændur og þær stéttir þjóðfélagsins, sem nú greiða
engan tekjuskatt; samkvæmt þeim róttæku skatta-
lækkunum, sem stjórnin hefir ákveðið, munar minstu
að tekjur og útgjöld standist á; ef lengra hefði verið
gengið, eins og íhaldsmenn óðir og uppvægir nú krefj-
ast, myndi stórvægilegur tekjuhalli hafa orðið óhjá-
kvæmilegur, og mun það næsta ólíklegt, að þjóðin hefði
tekið slíku feginshendi.
Mr. Macdonnell harmar það, að forsjálni eða fjár-
hagslegra hygginda verði naumast vart í stjómarstarf-
rækslunni; þó finst íhaldsflokknum lítið athugavert við
að mæla með útgjaldahækkun, er numið myndi háfa
nálega fimtíu af hundraði; fyr má nú rota en dauðrota.
Mr. Macdonnell staðhæfir, og það að vísu með
nokkmm rétti, að stjómum, sem hafi úr miklum tekju-
afgangi að spila, hætti til að eyða meim en æskilegt eða
nauðsynlegt sé. EJn er það þá ekki á hinn bóginn fylztu
íhugunar vert, að við umræðumar um fjárlagafmm-
varpið á yfirstandandi þingi, lét ekki ein einasta rödd
af hálfu íhaldsmanna til sín heyra, er amaðist við ein-
um einasta útgjalda lið eða teldi hann of háan?
Telja má víst eftir því, sem undan er gengið að
íhaldsmenn verði nokkuð kampagleiðir vegna þess að
hafa fengið vilja sínum framgengt að því er afnám
tekjuafgangsins snertir; en hvað slíkur fögnuður varir
lengi getur orðið nokkuð annað mál, renni á annað borð
af þeim víman, sem sennilega má búast við. Hvernig
ætli þeir líti á málin ef til þess kemur að Canada verði
að takast á hendur nýjar skuldbindingar erlendis, sem
auðveldlega getur komið fyrir og jafnvel orðið óhjá-
kvæmilegt? Gæti þá ekki komið sér vel að eiga nokkrar
miljónir í sjóði? Slíkt sýnist engan veginn óhugsanlegt.
Varðqndi þjóðskuldina og lækkun hennar, kemst
Mr. Macdonnell þannig að orði:
“Lækkun þjóðskuldarinnar, já auðvitað, En við vilj-
um ógjarnan að slíkt sé gert út í bláinn. Við viljum ekki
að slíkt verði gert með hliðjón af pólitískri vindstöðu;
við viljum að skuldagrynningin sé gerð á skynsamleg-
um grundvelli þannig, að ástæðurnar verði almenningi
að fullu Ijósar. Við þessu amast víst enginn, þó flestum
heilskygnum séu nú í rauninni nægilega ljósar megin
ástæður stjórnarinnar fyrir áminstum skatta lækkun-
um og þar af leiðandi séu endurtekningar í þeim efnum
lítt þarfar.
Það er auðskilið og í raun og veru vert nokkíirrar
samúðar, hve ömurlegt er umhorfs í herbúðum íhalds-
manna um þessar mundir; þeir höfðu aflað sér nýs for-
ingja og þeir töldu sér kosninga sigur algjörlega vísan,
og til þess að tryggja sem bezt að svo yrði, höfðu þeir
heitið almenningi geisilegum skattlækkunum; en þá
tókst svo ílla til, að stjórnin sló vopnin úr höndum
þeirra og lækkaði skattana sjálf, svo sem kringumstæð-
ur framast leyfðu; nú berja íhaldsmenn sér á brjóst, en
mikill meiri hluti þjóðarinnar þakkar stjórninni vitur-
lega og röggsamlega forustu hennar á vettvangi skatta-
málanna.
Núverandi forsætisráðherra, Mr. St. Laurent, hefir
verið á ferðalagi um vesturlandið í síðastliðnar þrjár
vikur, og hefir verið hvarvetna svo vel fagnað, að dæftii
munu naumast til annars slíks; hann segir ekki eitt
í Quebec og annað í Victoria. Stefna hans er alþjóðleg
jafnvægis-stefna, er nær hlutdrægnislaust til allra
fylkja og allra þjóðarbrota jafnt. Grein þessi er að miklu
endursögð úr dagblaðinu Winnipeg Free Press.
Tína ber í aldingarði
Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON
Framhald
Enn minnist ég einnar mætrar
konu, sem talaði við mig þarna.
— Það var Miss Theodora Her-
man. Mér varð erfitt um að svara
ávarpi hennar, svo óvænt bar
fundum okkar saman. Ég kom á
heimili hennar þegar ég kom frá
Islandi, var sagt svo fyrir af sér-
lega merku fólki heima.'Það var
tekið á móti mér með kurteisi
og hlýju, Miss Herman var ekki
heima við rétt þá. Ég sannfærð-
ist um það þá og síðar, að til var
andlegt heimili fyrir mig í borg-
inni, borið uppi af ábyggilegu
fólki. Hve mikið það í rauninni
þýðir fyrir ókunuga, geta þeir
bezt getið nærri, sem staddir eru
í slíkum sporum. — Sporum
þeirra framandi. Miss Herman
er elskuleg stúlka og hefir altaf
verið það.
Til Gimli var ferðinni altaf
heitið, ef við kæmum til Winni-
peg, sérstaklega til að heimsækja
þau stefán og Gyðríði Anderson,
sem lengi bjuggu sómabúi hér í
grend, áttu marga vini og gerðu
margt svo fjarska vel. Fleiri vild-
um við sjá héðan að vestan, sem
einnig höfðu kynt sig að góðu.
Það var sólskinsríkur dagur
þegar við lögðum á stað. Ferða-
vagninn var troðfullur af fólki,
en út um gluggann gat að líta
sumarið hlaupa á móti okkur
með fangið fult af dýrð.
í hópi samfeðamannanna var
Mrs. Ingibjörg Bjarnason, á
Gimli, að fara heim af þinginu.
Einnig bættist í hópinn er á
stað var lagt, unglingspiltur
Jónas að nafni, sonur séra Skúla
Sigurgeirssonar, á Gimli og frú
Sigríðar. Af atvikum mátti
þekkja að þar er vænn drengur
og mannsefni.
Vagninn þýtur áfram, akur og
engi og skógur flýgur fyrir
glugann. Jóhanna hefir orð á því
við mig, hve auðugur sé gróður-
inn í Manitoba. Ég sé að það er
satt. Á meðal annars brosir
merkisberi fylkis og lands, hlyn-
urinn, altaf annað slagið, upp í
gluggann, í fjölskrúðugri hirð
annara viða.
Gimli bærinn er nokkuð
dreyfður, en sveitin á eina hlið
og vatnið á hina, skapar breyti-
legt útsýni. Sömuleiðis eru í
bænum margar afberandi bygg-
ingar fyrir ekki stærri bæ, tvær
kirkjur, sjúkrahúsið, elliheimilið
og mörg verslunarhús, sem og
mörg falleg íbúðarhús.
ur. Bæði orðrómurinn og útlit
fjölskyldunnar segir að hann
reynist ágætur heimilisfaðir.
Sigurður Baldwinsson leit þarna
inn um kveldið að sjá okkur.
Hann er frændi þeirra Sigbjörns-
son’s bræðra. Sigurður er við
aldur en ber árin vel, er glaður
og reyfur og kann frá mörgu að
segja. Ég les æfinlega það sem ég
sé nafn hans við.
Við gistum hjá þeim Ander-
son’s hjónunum um nóttina við
ágætasta kost og áætluðum að
viðstaðan yrði nokkur daginn
eftir. Johanna fór upp til Winni-
peg um kveldið, því hún óttaðist
að sín biði starf þar.
Framhald
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
Phone 21101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repalrs
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
ARTHRITIC PAINS? Rheumatic
Pains? Neuritic Pains? Lumbago?
Pains in arms, legs, shoulders? Take
amazing New “GOLDEN HP2
T A B L E T S” and get real lasting
relief from the pains of Arthritis and
Rheumatism. 40-$1.00, 100-$2.50.
STOMACH DISTRESS? Afraid to
Eat? Acid Indigestion? Gas? Heart-
bum? Sour Stomach? Take amazing
New “GOLDEN STOMACH TAB-
LETS” and obtain really lasting re-
lief for touchy nervous stomach con-
ditions. 55-$1.00, 120-$2.00, 360-$5.00.
MEN! Lack Normal Pep? Feel Old?
Nervous? Exhausted? Half Alive?
Get the most out of life — Take
“GOLDEN WHEAT GERM OIL
CAPSULES”. Re-vitalizes the en-
tire system for people who refuse to
age before their time. 100-$2.00,
300-$5.00.
REDUCE! WHY BE FAT? New,
easy way takes off pounds, inches.
Stay slender, youthful looking, avoid
excess fat (not glandular) with the
“GOLDEN MODEL” Fat Reducing
Dietary Plan. Amazingly successful
in helping fat women, men too, to
lose pounds quickly, sanely. You eat
less and like it. “GOLDEN MODEL’’
is supplied as a Dietary Supplement.
Have a “fashion-figure”. Men want
to retain their youthful appearance.
Reduce Sciíely—no starvation, no lax-
atives, no exercises—by following the
“GOLDEN MODEL” Fat Reducing
Dietary Plan. 33-day course, $5.00.
All remedies can ne obtained in all
Drug Stores or mailed direct from
GOLDEN DRUGS
St. Mary’s at Hargrage WINNIPEG, Man.
WlNNIPEG HOUSE BUILDERS*
EXHIBITION
In the CIVIC AUDITORIUM
Commencing on April 25th at 12.30 p.m., when a Grand Opening
Ceremony will be performed by the Honourable J. S. McDiarmid
Minister of Mines, Trade and Commerce, Province of Manitoba,
and continuing daily until 11.00 p.m., Saturday, April 30th, 1949.
Showing the latest in:—
• House building supplies.
• House furnishings.
• 1949 slyled balhroom and kilchen accessories.
• Exterior finishes.
• 1949 healing equipment.
“The Shotv of a Lifethne”
ADMISSION 25c DOOR PRIZES
Historical Souvenir Programs of Winnipeg will be on sale.
SMART SHORT HAIR
FASHIONS
Combined With Amazing New
Cold Curl
• So Loose
• So Soft
• So Easy to Manage
• No Heat
• No Machines
• Long or Shorl Hair
SPECIAL m WK
INCLUDING
HAIR * J, •
TREATMENT
Evenings by Appointment
WILLA ^NDERSON WILL LOOK AFTER YOU.
SHE IS EFFICIENT AND ARTISTIC.
Tru-Art Beauty Salon
206 TIME BLDG.. 333 Portage Avenue, Corner Hargrave
Phone 924137
HOUSEHOLDERS
ATTENTION!
We can supply your fuel needs with all the
standard brands of coal and coke such as
Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black
Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite,
Zenith and Winneco Coke.
Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty
MCfURDY CUPPLY fO. LTD.
V/ BUILDERS' U SUPPIIES V/ AND COAt
Erin and Sargent Phone 37251
Vinir okkar og kunningjar
héðan að vestan, búa á fallegum
heimilum, flestir í útjaðri bæj-
arins. Ingólfur Bjamason býr
inni í bænum, hann var að mála
hús sitt innan, er við komum,
svo við héldum beint til Stefáns
og Gyðríðar Anderson, sem tóku
okkur tveim höndum. Eftir að
við höfðum neytt máltíðar þar,
svipaðrar og oft var framreidd
hjá þeim hér vestra, fórum við
að heimsækja Lárus Nordal og
önnu dótur hans, og dvöldum
þar stundarkorn í bezta yfirlæti
að öllu nema því að maður sakn-
aði þess að húsfreyja Rósa
Davíðsdóttir Nordal var farin
heim. Alt er fallegt þarna úti og
inni enda er Lárus snildar smið-
ur og ekki skortir góð handtök
hjá Önnu. Hér vestra höfðum
við oft notið ágætrar gestrisni
á heimili þeirra. Einnig hefir
Anna sungið og spilað fyrir okk-
ur á samkomum hér, líka kendi
hún telpunum hérna á hljóð-
færi mikin part úr tveim vetrum.
Heima hjá þeim Mr .og Mrs.
H. G. Sigurðson nutum við
ágætrar kveldstundar. Einnig
þeim höfðum við kynnst að
gestrisni og annari góðri kynn-
ingu hér vestra. Ingólfur Bjarna-
son skrapp þangað yfir um
kveldið. Hann er maður á bezta
aldri enn. Hann var hérna hjá
okkur fyrst er hann kom frá Is-
landi, dyggur maður og dugleg-l
Einungis fyrir EATON’S
í Winnipeg
petta eru aðeins þrjár tegundir af hinura nýja
og ágæta skófatnaBi frá Bandarlkjunum. . . . RaS
eru níu tegundir í alt . . . hver sérstæð, mismunandi
. . . hver I samræmi viS hið nýja “Bold Look.”
Athugið hinar sterku handstungnu bryddingar
og hina þykku leður séla. Sérhvert spor, sérhvert
smáatriði ber vott um hin óviðjafnanlegu gæði.
Stærðir til samans frá 6 to 12.
Parið $ 1 2.95 til $ 16.95
Fullorðinn og ungra manna skódeildin,
The Hargrave Shops for Men, Main Floor.
^T. EATON 0?»™