Lögberg - 05.05.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.05.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. MAl, 1949 Hogbcrg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED ( 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA TJtanáakrift rits tjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ÞINGROF OG NÝJAR KOSNINGAR Eins og almenningur í rauninni bjóst við, var sam- bandsþing rofið síðastliðinn laugardag og almennar kosningar fyrirskipaðar á mánudaginn þann 27. júní næstkomandi; frá stjórnskipulegu sjónarmiði séð, þurfti stjómin ekki að ganga til kosninga fyr en næsta ár; en með því að það hefir jafnan verið ófrávíkjanleg regla hvaða Liberalstjórnar, sem verið hefir við völd í þessu landi, að leita áhts kjósenda og nýs umboðs nokkm áður en hið lögboðna kjörtímabil rynni út, í stað þéss að hanga við völd í lengstu lög, taldi núverandi stjóraarformaður það sjálfsagt, að fara að fordæmi fyrirrennara sinna og slá því ekki á frest til morguns, sem gerast ætti í dag; er þetta í fylzta samræmi við hinar fullkomnustu lýðræðisreglur, og mun verða vel fagnað af þjóðinni í heild. Þó þing þetta ætti ekki langa setu, var það við- burðaríkt um margt; það gekk svo frá ellistyrksmálinu, að lágmark styrksins yrði fjörutíu dollarar á mánuði; er í þessu fahn mikil réttarbót, sem löngu fyr hefði átt að koma til framkvæmda. C.C.F.-sinnum þótti hækkun- in ekki nógu mikil, þótt þeir að vísu greiddi atkvæði með henni, eins og allir hinir flokkamir gerðu líka. Frá lækkun skatta, er fjárhagsáætlunin gerði ráð fyrir, hefir áður verið skýrt, og er þess vegna engu þar við að bæta; munu naumast verða um það deildar meiningar, að áminst lækkun tekjuskatts hafi í öllum atriðum verið réttlætanleg eða jafnvel meir en það; þá var og rýmkað all mjög til um greiðslu fjölskyldu styrksins, þannig, að nú verða hans langt um fleiri að- njótandi en áður gekst við; er þetta atriði í sjálfu sér tii mikilla hagsbóta. Svo að segja um það leyti sem þingið var í andar- slitrunum, var afgreidd bráðabyrgða fjárveiting að upphæð $479,000,000 til viðhalds stjórnarstarfrækslunni fram að 1. september næstkomandi, en þá er ráðgert að nýkosnu þingi verði stefnt til funda; hin merkustu málin, sem rétt í þinglok náðu fram að ganga voru alþjóðahveitisamningamir og staðfesting Norður Atlantshafssáttmálans með einhljóða samþykki beggja þingdeilda. Nokkurs aðdynjanda stórvirðris var vart í sölum þingsins síðustu dagana af tilveru þess, en mest kvað þó að slíku, er leiðtogi íhaldsmanna, Mr. Drew bar hervamarráðherranum Mr. Claxton það á brýn að hann hefði gefið þinginu vihandi upplýsingar; út af þessari ásökun Mr. Drews fauk svo í forsætisráðherrann, að hann krafðist þess, að forseti deildarinnar gerði Mr. Drew þingrækan ef hann ekki æti ofan í sig dylgjurnar í garð Mr. Claxtons; hann varð ekki þingrækur, en sætti sig fremur við hitt, þó ónotalegt væri aðgöngu. Svo fór um sjóferð þá. Nú em ahir stjómmálaflokkamir í óða önn að her- væðast og flestir þingmanna komnir til kjördæma sinn; á suma er kominn glímuskjálfti, en aðrir láta sér hvergi bregða og ganga með óbifandi sigurvissu fram fyrir fylkingar; á enn aðra rennur berserksgangur; mestur hávaðinn er í herbúðum stjórnarandstæðinga, því að annaðhvort sé nú að duga eða drepast; annað- hvort nú verði hinu langþráða valdamarkmiði náð, eða sennilega aldrei. Fram að þessu hefir auðsjáanlega ekki nokkur skapaður hlutur truflað jafnvægi Liberalstjómarinnar, eða þess þjóðfræga flokks, er hún styðst við; innan vébanda ráðuneytisins ríkir hið ákjósanlegasta sam- ræmi, er jafnan auðkennir þá menn, sem stefna að ákveðnu markiði og vita hvað þeir vilja; um hinn nýja forsætisráðherra er það að segja, að það er ekki einasta að hann sé óumdeildur leiðtogi Liberalflokksins utan þings sem innan, heldur er hann þegar viðurkendur sem einn hinn ágætasti fomstumaður, sem þjóðin hefir eignast sakir andlegra yfirburða og mannkosta. Liberalflokkurinn hefir aldrei verið róttækari en einmitt nú; það sannar afdráttarlaust hin víðtæka mannúðarlögjöf, sem hann hefir hmndið í framkvæmd; í þeim efnum er hann kominn langt fram úr öhum öðr- um stjómmálaflokkum í þessu landi og þó víðar væri leitað; slíks mun þjóðin alveg vafalaust minnast þann 27. júní næstkomandi, enda á hún ekki í annað hús að venda. Hinn snjahi blaðamaður Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson lét einhverju sinni þannig um mælt, er hann hafði með höndum ritstjóm Lögbergs, að í stjóm- artíð Lauriers hefði himininn grátið gróðrartámm yfir þetta mikla og fagra land; enganveginn er ólíklegt að þessi fögm ummæli megi réttilega heimfæra upp á stjómartíð St. Laurents. Tína ber í aldingarði Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON Framhald Kristinn Oliver hefir sjálfur smíðað það, því hann er verk- maður með ágætum eins og hann á kyn til, þar að auki lærð- ur smiður frá íslandi. Hann hef- ir bygt fleiri hús þar á staðnum, sem sonur hans býr í og fleiri. í húsinu hjá þeim Kristni og konu hans, býr faðir hans Þor- steinn Oliver og Mrs. Oliver. Við Mrs. Oliver vorum kunnugar hér fyrrum en Olivers fólkið var hér í Vatnsbyggðunum fyrst eftir að það kom frá Islandi og kynti sig prýðilega. Við höfðu mjög mikla ánægju af að koma til þessa fólks, höfðum þar ágæta máltíð og skoðuðum hús þetta hið mikla. sem að nokkru má heita glerhöll með öllum nýjustu þægindum. Annar sonur Þorsteins Oliver og fyrri konu hans Vilborgar Oliver, er Siguður Oliver, við Winnipegosis. Fiskieftirlitsmað- ur til margra ára, fyrir stjórnina. Hann er líka vænn og ábyggileg- ur maður, sem bróðir hans og foreldrar. Kveldið sem við fórum vestur, fór Johanna með okkur út í skemtigarð borgarinnar. Þar er margt að sjá auk blóma og dýra, álftir og endur synda þar á sín- um heimatilbúna vatni og sýn- ast una sér vel. Ýmiskonar dýr eru í dýragörðum og blómahúsið hefir svo mikið að geyma af blómum og trjám, að það þyrfti marga daga til að kynna sér það. öllum garðinum er ákaflega vel haldið við, að því er virðist, skógarlundar blómabeð og akvegir, alt hefir mannshöndin snert til þess að setja það í lag og halda því í mannheimanna reglu. I Við voru boðin á heimilið, þar sem Johanna leigir herbergið, það er enskt fólk. Húsið er fallegt og vel við haldið úti og inni. Fólkið tók okkur ágæltega og við höfðum þar máltíð, hefð- um gjarnan viljað stanza þar lengur en tíminn leyfði það ekki. Áður en ég skil við borgina, vil ég minnast með fám orðum, á Bardals fólkið og þeirra prýði- legu framkomu og gestrisni við okkur, sem og fleira, er ég kynnt- ist í því sambandi. Atorka og afköst Arinbjarnar S. Bardal eru svo mikil í raun og veru, að hann verðskuldar miklu meira skrif, en hér verður um hann gert og þau bæði hjónin. Á örðugum tím- um heimafyrir hefir hann farið ungur vestur og brotið sér braut- ina hér á landnáms árum lands- ins sjálfs, að heita má, þar til nú að hann er einn af öndvegis- höldum þeirrar stéttar, s'em hann skipar. Hefir bygt upp starf sitt og aflað sér þekkingar á sviðinu sem hann starfar, þar til að hann er einn af fremstu athafnsmönn- um sinnar stéttar, í Winnipeg borg. Það felst miklu meira í' þessu en menn kunna yfirleitt að átta sig á, nú á tímum þegar vel- sældin veður svo mjög upp í fangið á mörgum, það, að vera útfararstjóri hvar sem er, út- heimtir mikið, fjárráð, sérþekk- ingu og meðfædda alvöru og háttprúða samúð með hverjum sem kann að eiga hlut að máli. Úthald alt svo fullkomið, að hverjum sem er, sé boðlegt á dýpstu alvörustundum tilver- unnar. Það er full ástæða til að ætla, að Arinbjörn S. Bardal og fólk hans, eigi einmitt þetta, sem til þarf og því sé sigurinn unn- inn. En Mr. Bardal hefir ekki verið einn í baráttunni til þess fullnað- arsigurs, sem hann hefir náð í starfi sínu. Konan hefir verið honum meira en smávegis hjálp. Það mun mega slá því föstu, að Sig. Júl. Jóhannesson fari með rétt mál, í kvæðinu til Arin- bjarnar 1946, er hann segir um frú Margréti Bardal: “Þinn förunautur lagði ráð og lið, þér léði beztu hjartans bænir sínar, í blíðu og stríðu stóð þér hlið við hlið og stráði Ijósi á allar götur þín- ar" (Hlín 1947) Það er fallega sagt þetta og það bezta við það, er að það mun vera fyllilega satt. Ég sannfærð- ist um það, þann stutta tíma, sem ég dvaldi meðal þessa fólks af heimilisbragnum, heimilisútlit- inu og framkomu konunnar sjálfrar. Frú Margrét Bardal var mér ákaflega góð, svo góð að sjald- gæft er um ókunnuga konu. Allir voru okkur góðir þarna. Mr. Bardal var boðinn og búinn að aka með okkur það er maður þurfti að fara bæði upp í borg- inni og nokkrum sinnum ofan í bæ líka. Hann sýndi okkur um- hverfi þinghússins, sem er und- urfagurt, sem og byggingin að utan. Enn varð ég aðnjótandi sér- stakrar gleði í þessari ferð og á meðal þessa fólks. Þegar can- adísku drengirnir voru í Hohg Kong, var mörgum þungt um hjarta, jafnvel þeim sem engan átti þar. Við höfðum séð það í blöðunum að Njáll Bardal væri kominn heim, en samt var það svo að þegar Njáll Bardal heils- aði mér þarna brosandi og heil- brigður, þá greip mig undrun- og þakklæti. Setningin mikla flaug um huga minn: “Þetta eru þeir—” Auk.beinnar fjölskyldu Mr. og Mrs. A. S. Bardal mættum við þarna Mr. Páli Bardal bróður- syni Arinbjarnar og dóttur hans Sigríði fríðleiksstúlka. Mr. Páll Bardal er sonur Páls heitins Sigurgeirssonar Bardal og konu hans frú Halldóru Björnsdóttur, systur Dr. ólafs Björnssonar. Mr. P. Bardal er fyrir löngu orð- in svo vel þekktur maður á sviði opinberra mála. Arinbjörn S. Bardal og frú Margrét óku með okkur til járn- bartuarstöðvanna. Jóhanna kom einnig með okkur og Sigurbjörg dóttir Sigbjöms og önnu kom til þess að sjá okkur og kveðja. Við kvöddum Bardals hjónin með þakklæti og Jóhönnu líka og ósk- uðum að hitta þau öll aftur. Svo tók C.P.R. okkur á arma sína og VORIÐ 6érkennir HEIMILIÐ — og EATON’S fullnægir þörfum yðar varðandi málningu og endunýjun. Vorhreinsun, voraðgerðir og endurskreyting — fyr- ir þessu er gert ráð í EATON VERÐSKRÁ. Athugið hvers þér þarfn- ist varðandi: • Mál og emeleringu • Þakefni • Veggjapappír • Gólfábreiður og dúka • V efnaðarvörur • Gluggatjöld Þér jccitið fagnað sumri rncA Iisúið í fyrsta flokks ásig- komulagi og sparnaði sam- kvæmt EATON’S hagkva-ma verðlagi. ^T. EATON WmNIPKQ CANADA EATONS við svifum sofandi og áhyggju- laus, á stálvængjum brautarinn- ar, út á sléttuna. Við vöknuðum í Saskatchewan og sáum hlægj- andi öspina okkar, sem altaf dansar í blænum hversu lítill sem hann er og aðra dýrð sum- arsins breiða arma á móti okkur. Þegar við vorum. komin all- langt heimleiðis, tókum, við eft- ir því, að maðurinn í sætinu á móti okkur var að lesa bók og leit ekki upp. Eftir góða stund var maðurinn horfinn. “Honum hafði leiðst að heyra okkur tala íslenzkuna,” sagði ég við Sigurð. Eftir stundarkorn var maður- inn kominn aftur og farinn að lesa sömu bókina. Mér varð lítið á síðuna er §ð okkur sneri “ís- landsklukkan” varð fyrir aug- um mér. íslandsklukkan. Ég gat ekki setið kyr. Efni sögunnar flaug yfir huga mér. Húðstrýk- ing, dauði, myrkvastofa-dauða- dómur, brennimerkta, unga stúlkan dána, blóðrisa móðir—” (Frh. á bls. 4) Úrvals vindlinga tóbak Wire your New Home with RED SEAL Wiring Specifications Make sure your new home has all the advantages of Red Seal Wiring. Then cross electric wiring troubles off your list because Red Seal Wiring assures your home of safe, adequate wiring for all your electrical needs. Red Seal is the standard set by the electrical industry at large. In your new home insist on Red Seal Wiring Specif- ications. Call City Hydro, 848 124, or Red Seal Head- quarters, 927 187 for full information. At the same time, instaU City Hydro’s dependable, low-cost electricity. CITY HYDRO Owned and Oþerated by the Citizens of Wirmipeg Allir vinnuveitendur! ALÞJÓÐA VISTRÁÐNINGASTOFAN Skrifstofur háskólanna í Manitoba Saskatchewan Alberta hefir lokið skrásetningu kandidata, sem þarfnast f a s t r a r atvinnu og stúdenta, sem þarfnast vinnu yfir sumar- mánuðina. Margir eru heimkomnir hermenn, sem hafa fyrir fjölskyldum að sjá N.E.S. við hvern háskóla tryggir yður skjóta afgreiðslu. Ef þér þurfið Kandidat í vinnu eða stúdent, þá símið eða skrifið Executive and Professionaí Liason Officer á næstu ALÞJÓÐAVISTRÁÐN- . INGASKRIFSTOFU. N.E.S. er mannfélagsþjónnsta Notið næstu skrifstofu Department of Labour HUMPHREY MITCHELL Ministér of Labour A. MacNAMARA Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.