Lögberg - 05.05.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.05.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. MAÍ, 1949 Tína ber í aldingarði (Frh. af bls. 2) Við könnuðumst vel við nafnið. um okkur. Hann sagði&t heita Hallgrímur Axdal, frá Wynyard. Við könnuðustum vel við nafnið. Við töluðum all-lengi saman, um Laxness, Hagalín, Sigurð Júlíus, Þorsteinn Þorsteinsson og fleiri. Samtalið endaði með því að Mr. Axdal lofaði okkur að heyra vísu eftir Einar Benediktsson: JOHN J. ARKUE Optometrlrt and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE WINNIPEG KIWANIS CLUB THIRD ANNUAL Conservation Projecf Open to members of Boys’ and Girls’ Clubs through the Ex- tension Service, Manitoba De- partment of Agriculture, — featuring — PUBLIC SPEAKING For further particulars see your Agricultural Representative Watch for the date of your local and regional contests. “Lán er valt þá fé er falt, fagna skalt hljóði. Hitt kom ávalt hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði.” Á meðan ég var að skrifa up vísuna, ég var hrædd um að ég gleymdi henni, var sagt í dyr- unum á vagninum: “Hefirðu tíma til að koma snöggvast út?” Það var Guðrún dóttir okkar. Mrs. Dunlop. — Ég flýtti mér að kynna þau Mr. Axdal því dóttir hans hafði gengið á skóla með stúlkunum okkar. Svo flýttum við Guðrún okkur út. Börnin voru heima, þetta var hennar heimabær, næst fyrir austan Leslie. Enn h é 1 d u m við Sigurður áfram. Þegar Leslie s t ö ð i n kom - var asi á að afgreiða lestina, aflesta og álesta. Við kvöddum Mr. Axdal og vorum glöð að . hafa hitt skemtilegan mann til viðtals. Þegar við fórum áleiðis til bíls- Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES “The Working Man’n Friend” Ph: 26464 297 Princess Street Half Block N. Jjogan make this year’s visitors weicome Vingjarnlegt bros, hlýtt orð, hlýtt handtak — kosta ekki neitt. En þau hafa mikla þýð- ingu fyrir ferðamannaiðnaðinn í Manitoba og yður sjálf Peningar, sem ferðamenn eyða, koma okkur öllum að gagni. NÚ ÞEGAR meðan fræðsluvika ferða- manna stendur yfir, skuluð þér setja yður að verða sendiboðar góðviljans í sumar — og taka svo á móti gestum að þeir hyggi á heimsókn aftur. Verið vingjarnlegir, samvinnuþýðir, kurteisir. Munið að ferðamannaiðnaðurinn í Manitoba varðar yður sjálf. THE TRAVEL AND PUBLICITY BUREAU Dept. of Mines and Natural Resources 101 Legislative Building - Winnipeg, Man. ins, heyrðist hundgá út úr flutn- ingsvagninum. Er við komum að- bílnum kom lítið stúlkubarn, bjarthært, út úr bílnum, beindi andlitinu að okkur og með feikna undrun og ákefð skein út úr bláu augunum og öllu andlitinu, kom spurningin: “Is the-there a do-og on the train?” “Já, það er víst. Við heyrum í honum.” Brúneygður drengur í bílnum líka, brosir góðlátlega. Hann er fimm ára. Systir hans er bara tveggja, því spyr hún svona. Já seppinn var á lestinni. Mað- ur heyrði í honum. — En ég hugsa meira um það í svipinn, að íslands klukkan, er komin á seinni háltíman. Bæði börnin mæla aðeins á enska tungu. — Svo er haldið heim. Alt er í góðu langi. Þetta mikla ferða- lag er á enda. Svo endurtek ég þakklæti mitt til Bandalags Lúterskra Kvenna fyrir góðvildina og sómann, sem það sýndi mér með þessu heim- boði og með því að gera mig að heiðurs meðlim. Sömleiðs end- urtek ég þakklæti mitt til Hr. Arinbjarnar Sigurgeirssonar Bardal og frú Margrétar Bardal og fjölskyldu þeirra, fyrir alla þei'rra vel af hendi látna gestrisni til okkar. Á sama hátt þakka ég öllum öðrum vinum okkar og vandamönnum, sem glöddu okkur í ferðinni eða á einhver hátt stuðluðu til þess að við gátum farið, Guð blessi ykk- ur öll. Argyle Prestakall Sunnudaginn 8. maí 3. sd. eftir páska. Mothers Day Services: Baldur, kl. 11:00 f.h. Grund, kl. 1:30 e.h. Brú, kl. 3:00 e.h. Glenboro, kl. 7:00 e.h. Allir borðnir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar REDUCE for $1.50 Have a "Golden Model’’ fig- ure. Why be fat? Lose ugly fat (not glandular), look years y o u n g e r. "Golden Model” supplled as dietary supplement. Follow “Golden Model” Fat Reducing Plan. One week’s supply, $1.50; five weeks, $5.00. Golden Drugs, St. Mary’s at Hargrave, Wpg. The Xwan Hanufacfurmg Co. Oor. AIÆXANDKR and KLLKN Phone 22 641 Halldór M. Swan eigandi Heimili: 912 Jessie Ave-16 958 FYLKID LKN i BARATTUNNI FYRIR ÖRYGGI BÚNAÐARINS —fyrir endurskipulagningu Canadíska hveitiráðsins þannig að það nái sínum upprunalega tilgangi sem markaðsstofnun fyrir hveitiframleiðslu og útvíkkun þess til að höndla hrjúfar komteg- undir . . . —tryggingu þess að bændasamtök eigi fulltrúa í öllum nefndum, er um búnaðarmál fjalla. Fyllið þann flokk, er skuldbindur sig til að tryggja inntektir Canadískra bænda. GANGIÐ I PROGRESSIYE CONSERYATIYE FLOKKINN P0STIÐ i ÞENNAN i MIÐA í ÍDAG! ► Til— Progressive Conservative Aðalskrifstofu, 300 Main St., Winnipeg. Ég æski að ganga 1 Progressive Conservative flokkinn. Nafn Heimilisfang Kjördæmi (Skrifið skýrt) (SkrifiS skýrt) (Akjósanlegt en ekki nauBsynlegt) I I I FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þessari sogu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Það var drepið á skrifstoíudyrnar, og drengur á að giska nítján ára kom inn til hans. “Sæll! sagði drengurinn, ræðan þín í dag, hafði þau áhrif á alla sem heyrðu hana að enginn gat sagt nei, ekki einu- sinni hún Kathleen, sem komst upp í sjóunda himin yfir henni. En Kafteinn Fairing hefir ekki orðið alveg eins hrif- inn, því hann skildi við hana áðan í styttingi og hún er að vona — þú manst eftir þessum línum í skóalbókinni en hárið fagurt um herðar liðast—” “Á kinnum rauður roðinn brennur, Svo skelli hló hann. “Ég kom til að bjóða þér til te drykkju,” bætti hann við Unklekins föðurbróðir er þar, og þegar að ég sagði honum að Kathleen hefði sent hann frá sér með flögu í eyranu þá hló hann svo mikið að hann nærri datt af stólnum sem hann sat á og hann lán- aði mér tuttugu dollara orðalaust. Ertu á leið til okkar, hélt hann áfram?” Charley kínkaði kolli til samþykkis spurningunni, og þeir fóru saman út úr skrifstofunni, og gengu eftir götunni löngu með trjáröðunum beggja megin sem lá heim að húsinu þar sem föður- bróðir Kathleen Wantage og hún og Billy áttu heima. Þeir gengu þegjandi um tíma þar til að Billy sagði: “Það er þýðingarlaust fyrir hann Fairing hann á ekki grænan eyrir.” “Þú ert galgopi Billy,” sagði Charley og hneigði sig fyrir ungum presti sem kom á móti þeim. “Hvað meinar það að vera galgopi?” spurði Billy og heilsaði uppá prestinn sem kominn var til þeirra, og beið ekki eftir að Charley svaraði spurningu hans. Séra Jón Brown var langt frá því að vera algengur prestur. Hann var að reykja vindling og tveir hundar komu lallandi á eftir honum. Á honum var sannarlega ekkert gamaldags snið og aðdáun hans á Charley Steele leyndi sér ekki, en honum var ervitt um ræðuhald þegar Charley var við kirkju hjá hon- um, því hann fann æfinlega til undur- öldu og hálf-vorkunar kendar í huga lögfræðingsins. Séra Jón Brown fann til þess, að hann gat aldrei jafnast á við hann á andlega vísu, þrátt fyrir það, þó hann hefði numið guðfræði við Durham prestaskólann, svo hann tók það ráð að jafna upp það sem ávantaði með því að sýna honum sérstaka velvild. Hann hélt að hann mundi geta komið ár sinni fyrir borð á þann veg, þó hann og allir vissu að Charley var trúleysingi, og þrátt fyrir það, að hann var tíður kirkju gestur hjá honum. Séra Jón Brown var viðkvæmur fyr- ir umtali fólks um sig. Hann hafði orð fyrir að vera sjálfstæður, en það sjálf- stæði stafaði mest frá því, að hann klæddist eins og almúga menn, lést vera leikíþróttamaður hins nýja skóla, gaf sig mikið að hinum neitandi trúarbragða félögum, þegar það gat verið nógu áber- andi, og gerði gælur við menn, sem litla ánægju höfðu af kristnihaldi og kirkj- unnar mönnum. Hann flutti glamrandi ræður í alslags félögum. Hann vildi öll- um geðjast, og var nógu skýr til að sjá. að ef hann haltraði einhverstaðar á milli játninganna annars vegar og guð- spjallanna hins vegar, þá væri honum svona nokkuð óhætt. Það gat komið fyr- ir að hann léti frelsis ljós sitt skína á dogmatískar sérviskur, eins lengi og að sú frelsis birta færði ekki klæðaburðar tízku inn í kirkjuræðurnar. Klæðaburð- ur hans og hneigðir héldust í hendur. Hann var álitlegur maður til að sjá, með ljóst yfirvarar skegg, stutt silkifóðruð brúnlituð kápa hékk lauslega á herðum hans, í hendi sér hafði hann göngustaf með gyltu handfangi, og undir herða- kápunni var hann klædur í treyju, sem var í presta, og hermanna treyju sniði. Hann gerði tvent í senn þessi inaður. Hann dró athygli Charley Steele að sér, og hann skemti honum, og stundum vakti hann aðdáun hans; því að Jón Brown var þeim hæfileikum gæddur, að geta vakið dálítið andans umrót — svip- aða andans hræring og annarsflokks ræðumönnum stnudum tekts að vekja, en Charley Steele, gerði aldrei lítið úr hæfileikum annara heldur tók sér til inntekta allan þekkingar vott hjá öðr- um, með þakklæti fræðimannsins. Jón Brown tók ofan hattinn og rétti Charley Steele höndina. “Meistaralegt! Meistaralegt!” sagði hann. “Leyfðu mér að óska þér til lukku með ræðuna þína. Það var eini vegurinn. Þú hefðir aldrei getað bjargað lífi þessa manns með því að leita meðlíðunar okkar, með honum — vekja vorkunsemi með hon- um.” “Hvað heldurðu þá að hafi valdið sinnaskiftunum?” Spurði Charley Steele kankvíslega. “Hræðsla — eintóm hræðsla. Þú vatkir efa í huga allra um sannleiksgildi framburðar þeirra sem á móti fanganum vitnuðu sem bygður var á líkindum aðeins, sem líka er þýð- ingar mesta viðfangsefnið í sambandi við sálbót okkar allra. Þú drógst okkur alla fram fyrir rannsóknar rétt. Við vorum öll undir svipuhöggum óttans. Ef við prestarnir gætum gjört það sama frá prédikunarstólnum!” “Við skulum tala um það í skottúrn- um okkar í næstu viku. Á andaskyttirí- inu veitist nógur tími til athugunar guð- fræðinni. Þú ætlar að koma, er ekki svo.” Jón Brown tók naumast eftir napur- leikanum í orðum Charley Steele, því hann var svo hrifinn af upphefðinni sem honum fanst vera í því að mega vera með í þessum anda — Skyttíris túr sem aðeins sjö af þeim útvöldustu fengu að taka þátt í og sem hann hafði verið að keipa eftir í tvö ár. “Ég má ekki tefja þig lengur” sagði Charley Steele og hneigði sig. “Hjörðin sundrast og hirðirinn verður að vera á verði.” Jón Brown brosti að glettni Steele og fór leið sína ánægður út af því að hann átti að fá að taka þátt í skemti- ferðinni til Aubrigine vatnsins, og vera einn í hópi þeirra sjö útvöldu sem hann hafði verið að keipa eftir og nú fyllti huga hans unaðs fullri ánægju, en hvort hún stafaði frá von um, að fá tækifæri til að leiða vantrúaðar og viltar sálir á veg líisins, eða að svala sinni eigin hégóma girnd, og metnaðar, þrá, verður framtíðin að svara. Með glöðu geði tók hann að búa sig undir freðina til Auber- gine Vatnsins — (Viltu-epla vantsins) þar sem hann átti eftir að neyta ávaxt- anna af skilnings trénu. Charley Steele og Billy Wantage gengu í hægðum sínum í áttina til hús- sins sem stóð undir hæðinni. “Hann er maöur að mínu geði,” sagði Billy. “Hann er skemtilegur, og við svoleiðis menn líkar mér. Hefurðu heyrt hann sýngja?” “Nei” svaraði Charley. “Jæja, hann getur sungið gamansöngva, svo að þú nærri því deyrð af hlátri. Ég get sungið dálítið sjálfur, en að heyra hann syngja, The man who could not get warm (Manninn sem altaf var kalt) það er leiksýning út af fyrir sig. Hann getur leikið á banjo líka og á guitar, en hann leikur betur á banjo og það er dollars virði að heyra hann leika Epha-haam, á það — það er “Ephraim” eins og þú veist “Ephaham come home”, sem er ógurlega skemtilegt, og “I found you in de Honeysuckle patch.” “Hann getur líka prédikað.” sagði Charley kaldranalega. Þeir voru komnir að dyrunum á hús- inu undir hæðinni, og Billy vanst ekki tími til svars. Hann hljóp inn í húsið og beint inn í setustofuna og kallaði upp “Kathleen, ég er kominn með manninn sem kom dómaranum til að líta upp!” En Billy steinþagnaði þegar að hann leit í kring um sig, því hann sá dómar- ann sem dæmt hafði í málinu nýaf- staðna sitja þar í stofunni og vera að narta í brauðsteik í makindum sínum. Dómarinn lét sem hann hefði ekki heyrt til Billy, en heilsaði upp á Billy með því að hneigja höfuð og brosta og leit um leið til Kathleen sem sat þar í stofunni, í eins miklum vandræðum, eins og hún hafði nokkurntíma í komist.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.