Lögberg - 30.06.1949, Blaðsíða 1
62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 30. JÚNÍ 1949 NÚMER 26
Liberai flóðalda byltist yfir landið á mánudaginn
Liberalflokkurinn vinntir 193 þingsæti, íhalds-
menn vinna 42, C. C. F.-sinnar fá 12 háseta,
en Social Credit-fylkingin Alberta rekur lest-
ina með 10 áhangendur. 1 óháður Liberal nær
kosningu og fjórir utanflokka frambjóðendur.
Leiðtogar meginflokkanna
fjögra voru allir endurkosnir á
mánudaginn með miklu afli at-
kvæða. Kommúnistar komu
ekki við sögu svo neinu næmi.
Af 16 þingsætum í Manitoba
unnu Liberalar 12, C.C.F.-sinn-
ar 3 og íhaldsmenn 1. I Winni-
peg voru endurkosnir tveir
Liberalar, þeir Ralph Maybank
og Leslie Mutch, og tveir C.C.F.-
sinnar einnig endurkosnir, þeir
Stanley Knowles og Allister
Stewart. Allir ráðherrar Liber-
alflokksins, seytján að tölu,
náðu fyrirhafnarlítið endurkosn
ingu. Fyrrum forsætisráðherra
Manitobafylkis og um eitt skeið
leiðtogi íhaldsflokksins, John
Bracken, beið ósigur í Brandon.
í Quebec fengu Liberalar 69
þingsæti af 72; í Ontario 56 af
83; í Saskatcewan 15, British
Columbia 11, Alberta 5, Nova
Scotia 9, New Brunsvick 6,
Prince Edward Island 3, New-
foundland 5, auk þess sem víst
er talið að þeir hafi unnið einn-
ig sæti í North West Territories.
Svo margir töpuðu tryggingarfé
sínu, $200.00 á frambjóðanda,
að áætlað er að með þeim hætti
áskotnist því opinbera $65.000; í
þessu efni verða frambjóðendur
C.C.F.-sinna harðast leiknir.
Af fimmtán konum, sem í
kjöri voru, náði ekki ein einasta
kosningu. Mrs. Glady’s Strum,
sem sæti átti á síðasta þingi af
hálfu C. C. F. fyrir eitt Saskat-
chewan kjördæmið, beið ósigur
fyrir frambjóðanda Liberal-
flokksins.
John Diefenbaker, einn hinna
mestu áhrifamanna íhaldsflokks
ins, var endurkosinn í Lake
Centre kjördæminu í Saskat-
chewan.
Nýir silfurdollarar
Þann 23. kom í umferð ný
silfur-dollarategund, sem helg-
uð er inngöngu Newfoundlands
í canadíska fylkjasambandið.
Það var John Cabot, er fyrst-
ur manna eygði Newfoundland
árið 1497. *
Auka Kerstyrk
í Hong Kong
Hermálaráðuneytið brezka
hefir nýlega sent aukinn lið-
styrk til Hong Kong vegna þess
að kínverskir kommúnistar séu
farnir að verða þar harla nær-
göngulir. Mælt er að þessi nýi
liðstyrkur nemi um átta þúsund
um vígra manna.
Ofsóknir gegn kirkju
og kennimönnum
Samkvæmt nýlegum fregnum
frá Prague, hafa stjórnarvöld
kommúnista í Czechoslóvakíu
hafið magnaðar ofsóknir gegn
forustumönnum kaþólsku kirkj
unnar þar í landi og sett í gæzlu
varðhald Joseph Beran erki-
biskup, mikilhæfan kirkjuleið-
toga, sem mótmælt hefir strang-
lega bæði í ræðu og riti aðförum
ríkisvaldsins gegn kirkjunni;
málshöfðun gegn honum hefir
enn eigi verið formlega fyrir-
skipuð, þó vænta megi að slíkt
dragist eigi lengi úr þessu.;
stjórnvöldin hafa ótvírætt gefið
í skyn, að Beran erkibiskup
muni verða sakaður um æsinga-
tilraunir gegn ríkisvaldinu.
Nú er mælt að stjórnin hafi
í hyggju að koma á fót kaþólskri
ríkiskirkju í landinu, er óháð
verði með öllu páfaveldinu í
Róm.
Til vina og velunnara
í Norquay kjördæmi
Kosningarnar eru um garð
gengnar og ég vil birta þakk-
læti mitt við alla í Norquay
kjördæminu, sem voru mér.vin-
veittir í kosningabaráttunni, og
þeir voru margir beggja megin
flokkslínanna, bæði með og á
móti þeirri stefnu sem ég fylgdi.
Þó að flokkurinn sem ég fylgdi
yrði fyrir ósigri og næði ekki
kosningu í Norquaý, hefi ég ekk
ert við það að athuga en beygi
mig fyrir vilja meirihlutans,
sem sýndi svo ákveðið og með
miklum atkvæðafjölda að hann
vildi styðja stjórnina og stefnu
hennar. Ég þakka öllum stuðn-
ingsmönnum mínum og þeim,
sem gáfu bæði af tíma og efn-
um til stuðnings C.C.F.-flokks-
ins. Við megum lifa í þeirri
vissu að þó að sú mannfélags og
stjórnarstefna, sem við fylgjum
bíði ósigur nú, að sá tími kemur
að hún nær tilgangi sínum að
fullu, bæði í huga fólksins og í
stefnuskrá stjórnarinnar.
Með innilegu þakklæti,
Philip M. Pétursson
Ur borg og bygð
HJÓNAVÍGSLUR
Framkvæmdar af séra Skúla
Sigurgeirssyni
Þau Donald Hugh Hubbs og
Hilda Viola Venier, voru gefin
saman í hjónaband, af sóknar-
prestinum, í Lútersku kirkjunni
á Gimli, 4. þ. m. Brúðguminn er
af hérlendum ættum, en brúð-
urin er dóttir Mr. og Mrs. G.
Otter, hér í bæ. Svaramenn voru
Cpl. O. Keleppe R. C. A. F., og
kona hans Alice. Bræður brúð-
arinnar, Oscar og Bobbie vísuðu
til sætis. Mrs. C. Stevens var
við hljóðfærið og Mrs. S. Sigur-
geirson söng einsöng. Að gifting
unni afstaðinni var setin veizla
á heimili foreldra brúðarinnar.
-f
Gefin voru saman í hjónaband
af séra Skúla Sigurgeirssyni, í
Lútersku kirkjunni á Gimli, 5.
júní, Frederick James Wyers og
Elenore Doreen Torfason. Brúð
guminn er af skoskum ættum og
brúðurin er dóttir Mr. og Mrs
Karls Torfasonar hér í bæ.
Svaramenn voru: Victor bróðir
brúðarinnar og Gloria Halldórs
son, og Anna Johannson. Mrs. C.
Stevens var við hljóðfærið.
Yngri söngflokkur kirkjunnar
söng við þessa athöfn og Mrs.
Sigurgeirsson söng einsöng. Að
giftingunni afstaðinni var setin
fjölmenn veizla í „Parish Hall“.
Bæjarstjórinn, Mr. B. Egilson
mælti fyrir minni brúðarinnar
og Dr. Johnson talaði til brúð-
gumans. Séra Skúli hafði veizlu
stjórn með höndum.
Framtíðarheimili ungu hjón-
anna verður í Morinville, Al-
berta, þar sem brúðguminn er í
þjónustu Imperial Oil Co.
4-
Carl Frederick Harris og
Gladys Anna Thorkelson voru
gefin saman í hjónaband 11. þ.
m., í Lútersku kirkjunni á Gimli
Brúðguminn er af enskum ætt-
um og brúðurin er dóttir Guð-
mundar heitins Thorkelsonar og
konu hans Guðnýjar er á heima
á Gimli. Svaramenn voru Stan-
ley Harris, Raymond Halldórs-
son og Mrs. Crownshaw og
Gloria Halldórsson. Mrs. O. Kar
dal var við hljóðfærið og Mrs.
H. Frank söng. einsöng. Séra
Skúli gifti. Vegleg veizla var
setin í Parish Hall. Mrs. Wasson
mælti fyrir minni brúðarinnar
og séra Skúli talaði til brúð-
gumans.
Framtíð|arheimili brúðhjón-
anna verður í Winnipeg.
.
Þann 18. maí s.l. andaðist að
SVEINN BJÖRNSSON sjálfkjörinn forseti Islands
Framboðsfrestur til forsetakjörs er útrunninn. Að þessu sinni
barst ekki annað framboð til kjörsins, en frá núverandi forseta
íslands, Sveini Björnssyni. Samkvæmt því er Sveinn Björnsson
sjálfkjörinn forseti íslenzka lýðveldisins. Þetta er í þriðja sinn,
sem Sveinn Björnsson er kosinn forseti íslands. Fyrst var hann
þingkjörinn og nú í annað sinn þjóðkjörinn. Næsta kjörtímabil
forsetans hefst 1. ágúst næstkomandi, en því lýkur 31. júlí 1953.
(Mbl. 2. júní 1949).
F orsætisr áðherra
Grikkja látinn
Þann 24. þ. m. lézt í Aþenu-
borg forsætisráðherra Grikkja
Themistokles Souphoulis, 88 ára
að aldri, er mjög hafði komið
við sögu grísku þjóðarinnar í
n^eira en hálfa öld; hann var
fræðimaður mikill og hafði ver-
ið sæmdur doktorsnafnbót af
ýmissum erlendum háskólum;
hann myndaði hið fyrsta ráðu-
neyti Grikkja að lokinni síðustu
heimsstyrjöld.
LESLIE MUTCH
Photo bv Karsh
HON. STUART S. GARSON,
ROBERT JAMES WOOD
endurkosinn í Winnipeg South.
dómsmálaráðherra endurkosinn
í Marquette.
kosinn á þing fyrir Norquay-
dæmi.
Rt. Hon. Louis St. Laurent forsætisráðherra Canada, er leiddi
Liberalflokkinn til þess umfangsmesta kosningasigurs, sem sögur
fara af í landinu á mánudaginn var.
heimili sonar síns í Duluth,
Minnisota, Kristinn Gunnars-
son. Kristinn var fædd í Guns-
hlíðarkoti í Flókadal í Borgar-
firði, 17. júlí 1858. Faðir hans
var Gunnar Jónsson rokkasmið
ur föðurbróðir Gunnars Erlends
sonar píanókennara í Winnipeg.
Kristinn flutti til Reykjavíkur í
júlímánuði 1870, síðan vestur
1883 og var ferðinni heitið til
Winnipeg. Hann vann fyrir
C. P. R.-félagið vestur í Kletta-
fjöllum þar til hann flutti sig til
Duluth 1887, þar sem hann
bjó til dauðadags.
Hann giftist Margréti Guð-
mundsdóttur frá vesturlandi.
Þau eignuðust fjögur börn.
Tveir synir eru á lífi, Byron
Guðbrandur og Leon Einar, báð
ir búsettir í Duluth. Séra Svein
björn S. Ólafsson jarðsöng.
Harald Sigurdson endurskoð-
andi frá Fort William kom til
borgarinnar um helgina til viku
dvalar; frú hans Norma, dóttir
Mrs. B. S. Benson, hefir dvalið
hér í mánaðartíma ásamt tveim
ur börnum þeirra hjóna; þau
Harald og frú hverfa heim á
sunnudagskvöldið kemur.
" 4-
Frú Lovísa Fenton frá Strut-
hers, Ohio, var nýlega stödd hér
j borginni og var á leið vestur
að Kyrrahafi.
4
People going to Iceland on a
Margt má færa sér á nyt
Bændur vestan lands, sem
safna saman í sumar stál- og
járnrusli, fá tíu dollara fyrir
smálestina hjá Manitoba Rolling
Mill veik r.-' Y: ;f .-”;.rta;kinu í
Selkirk; úr þessum stál- og járn-
úrgangi eru unnar ýmissar teg-
undir, sem notaðar eru við
smíði landbúnaðarverkfæra,
auk þess sem úr honum er soðið
stál til húsagerðar í vesturland-
inu.
Áminnst verksmiðjufyrirtæki
í Selkirk, hefir árum saman haft
fjölda Islendinga í þjónustu
sinni og haft á þeim miklar
mætur.
Fyrrum borgarstjóri látinn
Síðastliðinn mánudag lézt í
borginni William Sanford
Evans, fyrrum fylkisþingmaður
og borgarstjóri í Winnipeg átt-
ræður að aldri, hið stakasta
prúðmenni og þjóðkunnur hag-
fræðingur.
pleasure trip should take out
one of our special accident
policies. They pay up to 10,000.
00 for loss of life, $50.00 per
week while laid up from acci-
dental injuries and $500.00 for
Doctor, nurses and hospital
fees. The cost is small. For
further particulars phone J. J.
Swanson & Co. Ltd., 927-538
and ask for Mr. Sigurdson.
STANLEY KNOWLES
endurkosinn í Winnipeg
North Centre.
RALPH MAYBANK
endurkosinn í Winnipeg
South Centre.