Lögberg - 29.09.1949, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. SEPTEMBER, 1949
Úr borg og bygð
Selkirk Metal Products L.L'd
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitageymir
(Drum) ný uppfynding, sparar
eldivið, eykur hita.
☆
Jon Sigurdson Chapter Tea
The Jon Sigurdson Chapter,
IODE, will hold its fall tea and
sale of home cooking Saturday,
Oct. lst, at the Tea Eaton As-
sembly Hall, from 2.30 to 4.45
p.m.
Mrs. E. A. Isfeld is general
convener, with Mrs. H. A. Berg-
man, Mrs. P. J. Sivertson and
Mrs. R. M. Vernon as table con-
veners. Mrs. S. Gillis is in
charge of home cokking and
Miss Vala Jonasson looks after
the Novelty Booth.
☆
HJÓNAVÍGSLUR
Bjarnason. Hjónavígslan fór
fram á heimili Mr. og Mrs. Jakob
Guðjónsson, foreldra brúðarinn-
ar, í grend við Hnausa, Man.
Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs.
Guðmundur Björnson, sem bú-
sett eru í Framnesbyggðinni í
grend við Árborg, Man. — Heim-
ili hinna ungu hjóna verður í
Winnipeg.
☆
A meeting of the Jon Sigurd-
son Chapter I O D E will be held
at the home of Mrs. Baldwin-
son, 715 Goulding St. on Tues-
day Eve., October 4th at 8
O’clock.
☆
Dánarfregn
Sigrún Hildigerður Gíslason
andaðist á Almenna sjúkrahús-
inu í Winnipegborg, 18. þ. m.
Hún var jarðsungin frá Silver
Bay kirkjunni þann 21. s. m. af
séra Skúla Sigurgeirssyni. Sig-
rúnar sál. verður minnst nánar
síðar.
2. september:
Lorne Benson, sonur Mr. og
"Mrs. C. R. Benson og Elizabeth,
yngsta dóttir Mr. og Mrs. T.
Lane. — Heimili í Winnipeg.
3. september:
Helgi Sveinsson, sonur Mr. H.
S. Seinsson, Cypress River og
Constance Graee, dóttir Mr. og
Mrs. Wm. A Leeson, St. Vital.
Heimili í Winnipeg.
9. september:
Harry M. France og Guðrún
dóttir Mr. og Mrs. E. Benjamín-
son, Geysir, Man. — Heimili í
Winnipeg.
10. september:
John Stewart McNaughton,
eldri sonur J. McNaughton og
Thorhildur Guðný, yngsta dótt-
ir Mrs. S. Árnason. — Heimili í
Winnipeg.
17. september:
William H. Fell 228 Kitchen
Str. og Þorgerður Stefánsson, 47
Burnel Str. — Heimili í Toronto,
Ont.
David A. Ross. 320 Beaver-
brook og Eleanor Breckman,
Ste. 15 Trevere apts.
Percy E. Hannesson, sonur Mr.
og Mrs. O. Hannesson og Marie
Alice Fabro. — Heimili í Winni-
Peg-
☆
Hjónaband
Jack Arnold Björnsson og
Sveinbjörg Magnúsína Guðjóns-
son voru gefin saman í hjóna-
band þ. 8. s.l. af séra B. A.
☆
Laugardagsskóli Þjóðræknis-
félagsins
hefst á laugardaginn 8. október
og verður þetta ár í neðri sal
Fyrstu lútersku kirkju á Victor
Street. Skólinn byrjar kl. 10 eins
og venjulega, og íslenzkir söngv-
ar verða æfðir frá kl. 11.00 til
11.30. Valdir kennarar starfa við
skólann eins og að undanförnu.
☆
Vér viljum benda lesendum Lög
bergs á auglýsinguna frá Van-
guard Motors Ltd. 680 Portage
Ave. í sambandi við hina nýju
dásamlegu bifreið Vanguard.
Það er ensk bifreið, sem hefir
að færa allar nýjustu tegundir
þæginda. Falleg á að líta, vönd-
uð að efni og öllum frágangi.
Þægilegt rúm fyrir sex farþega,
auk rúmgóðs geymsluhólfs fyr-
ir farangur. Knúð með 65 hest-
afla vél. Fóðruð að innan með
leðri, en að utan með stáli, sem
ekki ryðgar og fer allt að 32
mílur á galloni af gasolíu.
íslendingar, þegar þið eruð að
líta ykkur eftir fallegri, vand-
aðri og veglegri bifreið, þá lítið
inn hjá Vanguard Mofors Ltd.
686 Portage Ave. áður en þið
kaupið annarsstaðar. Það marg
borgar sig.
☆
Hin árlega þakkarhátíðarsam-
koma verður haldin í Fyrstu lút-
ersku kirkju á mánudagskvöldið,
10. október n.k. Byrjar stundvís-
lega kl. 8.15 e. h. Ágætis „Pro-
gram“ verður á boðstólum, m. a.
segir frú O. Stephensen frá Is-
landsferð sinni s.l. sumar, og
margt fleira verður til skemmt-
MANITOBA BIRDS
PRAIRIE CHICKEN
Tympanuchus americanus
A large prairie grouse with short, rounded tail, a group
of stiff, straight feathers covering an inflatable sac on
sides of neck. The body is heavily barred in brown and
white.
Field Marks:—Short, solidly dark tail, stiff straight
feathers instead of soft ruff on neck. The male has large
inflatable, bright orange coloured sacs under the stiff
plumes on each side of the neck, capable of enormous
distension. Is completely barred all below.
Distinctions:—It is a true bird of the open and not a brush
species. If given fair protection it thrives near settlements
and has evidently followed the grain fields northward.
It is migratory and moves southward in the winter, re-
turning in the spring to the same mating ground year
after year.
It is not common throughout the prairies of Manitoba,
and is gradually spreading westward through Saskatche-
wan and Alberta. It is a good strong flyer and is wary
enough to satisfy exacting sportsmen.
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD—-239
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir
☆
— Argyle Prestakall —
Sunnudaginn 2. október.
(16. sunnud. eftir Trínitatis)
Brú kl. 2. p.m.
Glenboro kl. 7. p.m.
(íslenzk og ensk messa) .
Séra Eric H. Sigmar
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn 2. október.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12 árd.
Islenzk messa kl. 7. síðdegis.
Allir boðnir og velkomnir.
S. ÓLAFSSON
☆
Arborg-Riverton Prestakall
2. okt. — Árborg, ensk messa
kl. 2 e. h.
Geysir, messa kl. 8.30 e. h.
B. A. Bjarnason
unar. Veitingar verða fram born
ar í neðrisal kirkjunnar. Að
þessu sinni stendur Dorcas-félag
ið fyrir samkomunni, og vonast
það eftir vinsemd og stuðningi
almennings, með að sækja sam-
komuna. Skemmtiskráin verður
auglýst í næstu viku.
Nefndin
☆
Aukinn ferðafólks-
straumur
Að því er náttúrufríðinda ráð-
herra fylkisstjórnarinnar í Mani
toba, J. S. McDiarmid, nýlega
sagðist frá, var ferðafólksstraum
urinn hingað fyrstu átta mán-
uðina af yfirstandandi ári, langt-
um meiri en dæmi voru áður til,
eða liðlega 30 af hundraði meiri
en á hliðstæðu tímabili í fyrra;
er nú talið nokkurn veginn víst,
að við árslok muni tala ferða-
manna inn í fylkið, nema hvorki
meira né minna en fjögur hundr
uð þúsundum; það liggur því í
augum uppi, að hér sé ekki um
neina smáræðis tekjulind að
ræða, sem nokkuð sé á sig leggj-
andi fyrir.
Stjórnarvöld þessa fylkis gætu
vel staðið sig við, að gefa nokkru
nánari gaum bílvegum fylkisins
en við hefir gengist hingað til,
því með þeim hætti myndi ferða
fólksstraumurinn aukast að mun
og umferðaslysum sennilega eitt
hvað fækka.
Annað mikilvægt atriði varð-
andi aðdráttarafl gesta er það,
að lögð sé rík áherzla á gott og
heilsusamlegt fæði.
íslendirjgur slasast í Kaup-
mannahöfn
„Göteborgkursus“, sem um
þessar mundir heldur fundi í
Borgia á Finnlandi, hefir í opnu
bréfi kvatt ríkisstjórn Dan-
merkur og danska ríkisþingið
til þess að afhenda íslendingum
hin fornu handrit þeirra hið
fyrsta.
Bréfið er undirritað af danska
rithöfundinum Jörgen Bukdahl,
norska bóndanum Jörgen Dahl,
sænska skólameistaranum Josef
Olson og finnska ritstjóranum
Helmer Wahlroos.
„Göteborgkursus“ er félags-
skapur, sem vinnur að því að
efla gagnkvæman skilning Norð
urlandaþjóðanna. Er í hinu
opna bréfi lögð áherzla á, að
Danir hraði afgreiðslu þessa
máls sem allra mest.
Alþbl. 26. ág.
Mrs. John Finnbogason frá
Langruth var í borginni í vik-
unni, sem leið.
☆
Mr. og Mrs H. J. Stefánsson
lögðu af stað á sunnudaginn
suður til Indianapolis í heim-
sókn til Lincolns sonar síns,
sem þar dvelur; þau ferðast í
bíl.
☆
Mr. Árni Brandson frá Hnaus
um var staddur í borginni á
mánudaginn.
☆
Mr. og Mrs. John Hannesson
frá Akra, N. Dak., voru nýlega
hér á ferð og brugðu sér norður
á Lundar í heimsókn til vina
sinna.
☆
Mr. og Mrs. Jón Halldórsson
ferðuðust norður til Lundar í
fyrri viku.
☆
Mr. og Mrs. Albert Wathne eru
nýlega komin heim úr skemmti-
ferð suður um Bandaríki.
☆
Mr. og Mrs. Stefán Thordarson
og sonur, og Miss Lauga Geir
frá Edinburg, Nort Dakota, voru
stödd í borginni í fyrri viku.
☆
Undanfarið hefir dvalið hér í
borginni hið víðkunna tónskáld
og hljómlistarfræðingur, Hjört-
ur Lárusson frá Minniapolis, á-
samt frú sinni; hann á tvær syst-
ur hér í borg, þær skáldkonuna
víðkunnu, Lauru Goodman
Salverson og frú Halldóru Ja-
kobsson; einnig er Hjörtur tón-
skáld frændmargur á Gimli og
í Árborg, og þangað brá hann
sér norður.
Mrs. B. S Benson, bókhaldari
hjá The Columbía Press Limited,
kom heim um síðustu helgi eftir
hálfsmánaðar hvíldardaga suð-
ur í Bandaríkjum og í Fort Willi
am, Ont.
☆
Þann 4. þ. m., lézt að heimili
sínu í Saltcoats, Sask., Lárus
Johnson Laxdal 68 ára að aldri;
hann var sonur Þorkels Laxdals
og fyrri konu hans Guðnýjar.
"FREE WINTER ST0R&6E"
Send your outboord mofor in now ond
have if ready for Spring.
FREE ESTIMATE ON REPAIRS
Specialists on . . .
JOHNSON & EVINRUDE SERVICE
Lárus lætur eftir sig konu af
skozkum ættum og fimm mann-
vænleg börn. Útförin fór fram
frá United Church í Saltcoats
að viðstöddu miklu fjölmenni.
☆
Sei, Sei, Sei!
Allt í uppnámi!
Fjárhirslan fúin!
Inneignin afvelta!
Róstur og rifrildi!
Islendingadagsnefndin
í bobba!
Betra að koma á aðalfundinn
næsta mánudagskvöld kl. 8 e. h.
í Góðtemplarahúsinu.
— Munið mánudaginn 3. okióber
D. B.
Tveggja íslenzkra skálda
minnzt í danska útvarpinu
Átján ára Islendingúr, Guð-
steinn Sígurjónsson, sem er á
Bagsvard heimavistarskólanum,
varð í gær fyrir slysi. Var hann
að stökkva upp í rafmagnslest
á Hellerup járnbrautarstöðinni,
en brást stökkið og varð vinstri
fótur hans á milli lestarinnar og
stöðvarpallsins. Guðsteinn var
lagður á ríkissjúkrahúsið.
Alþbl. 26. ág.
Vilja, að Danir skili íslend-
ingum handritunum
Danska útvarpið minntist í
kvöld tveggja íslenzkra skálda,
sem lengi störfuðu í Danmörku
og skrifuðu á danska tungu. Voru
það leikritaskáldið Jóhann Sigur-
jónsson og ljóðskáldið Jónas Guð-
laugsson.
Voru leiknir þættir úr „Fjalla-
Eyvindi“ og fleiri leikritum Jó-
hanns Sigurjónssonar, en á milli
voru lesin upp ljóð eftir Jónas
Guðlaugsson. — Alþbl. 26. ág.
Frá Vancouver, B. C.
Framhald af bls. 4
kunningja og vinafólk írá þeim
tíma. Þau segja að þetta ferða-
lag hafi verið mjög skemmtileg.
Mrs. Gunnbjörn Stefánson er
komin til baka úr ferðalagi til
Winnipeg, þar sem hún heimsótti
venzlafólk sitt og kunningja.
Á fylkissýningunni, sem hér
var nýlega haldin, var aðsókn
heldur minni en í fyrra sumar,
þó var veðrið hið ákjósanleg-
asta allan tímann, sem sýningin
stóð yfir. Eins og vanalega var
einn dagurinn „All Nations
Day“, þá koma fram hinir ýmsu
þjóðflokkar og sýna þjóðbúninga
sína, syngja þjóðsöngva og dansa.
I þetta sinn komu þar fram tvær
ungar stúlkur fyrir hönd íslend-
inga, og voru þær í íslenzku þjóð
búningunum sínum, Miss Mar-
garet L. Sigmar í Faldbúningi og
Hazel Sigurdson í Upphlut. Þetta
v5r víst allt sem Islendingar tóku
þátt í því hátíðahaldi.
Mr. Hannes Kristjánsson frá
Seottle Wash. var staddur í borg
inni í nokkra daga til að heim-
sækja kunningja og venzlafólk,
sem hann á hér. Hann heimsótti
elliheimilið „Höfn“ og leist vel á
það, eins og öllum sem þar koma.
Þetta ferðafólk hef ég orðið
var við nú í seinni tíð:
Mr. og Mrs. Carl Thorlackson,
Mrs. S. Olason, Mr. og Mrs Victor
B. Anderson, öll frá Winnipeg.
Mr. og Mrs. S. A. Anderson Bald-
ur, Man. Mrs. O. Oddson, Lang-
ruth Man., Mrs. G. E. Narfason,
Gimli, Man., Mrs. J. Gulstene,
Foam Lake, Sask., John Isfeld,
Selkirk, Man. S. Guðmundson
JOHN J. ARKLIE
Optometrist and Optician
(Eyes Examíned)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Rovatzos Flower Shop
Our Specialtles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietress
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
The Swan Manufacfuring Co.
Cor. ALEXANDER and ELTÆN
Phone 22 041
Halldðr M. Swan eigandi
Heimill: 912 Jessie Ave — 46 958
AUDITORIUM
Monday, Oct. 10
8.40 p.m.
presents
Louritz
MELCHIOR
Great Danish Tenor
Star of
Concert, Opera, Radio, Movies
SEATS:
$3.75, $3.15, $2.50, $1.90, .90
(tax included)
BOX OFFICE:
GEE RECORD SHOP
270 Edmonlon Street
Phone 924 264
MAIL ORDERS
Send money order and stamped
self-addressed envelope to E. F. Gee,
Celebrity Concert Series Ltd., 270
Edmonton St., Winnipeg. Out of
town cheques should include bank
charges.
Two-Way Trade Is Vital
to Canada
We are Doing Our Part
To Help British Industry
* Announcing the . . .
NEW LOW PRICE
on the 1950
STANDARD
VANGUARD
(6 Passenger)
Britain's Most Modern Automobile
(Standard Specification Throughout)
NOW $1935 5
Available for Immediote Delivery
Breen
WINNIPEG
Motors Ltd.
PHONE 927 734
VANGUARD MOTORS Ltd.
686 Porlage Avenue Phone 30 438