Lögberg - 27.10.1949, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 27. OKTÓBER, 1949.
loBlitrg
Geíift út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
68e SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR i ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
ÍSLENDINGAR í VALI TIL FYLKISÞINGS
Þrír íslendingar bjóða sig fram til fylkisþingsins í
Manitoba við kosningar þær, sem fram fara þann 10.
nóvember næstkomandi; þeir eru allir mætir rnenn,
sem mikið hafa verið við opinber mál riðnir, og reynst
liðtækir vel í sínum verkahring; menn þessir eru þeir
Dr. S. O. Thompson, sem leitar endurkosningar í Gimli
kjördæmi, Chris Halldórson, sem nýiega hefir verið
endurútnefndur í St. George og Paul Bardal, fyrrum
bæjarfulltrúi og fylkisþingmaður, sem býður sig fram
í Winnipeg Centre; allir leita þeir kosninga undir merkj-
um samvinnustjórnarinnar, er Liberalar, Konservatív-
ar og Social Credit-sinnar standa að.
Að öllu athuguðu, veröur ekki annað sagt, en Mani-
tobafylki hafi búið við góða og ráðdeildarsama stjórn
síðustu kjörtímabilin; fjárhagur fylkisins stendur á
traustum grunni og heilbrigðis og mentamálum hefir
miðað röggsamlega áfram í ákveðna þróunarátt; í
ráðuneytinu hefir jafnan ríkt góð eining, enda vitur
maður og valinn í hverju skipsrúmi.
Að framboði Dr. Thompsons var vikið stuttlega í
fyrri viku, og er þar í rauninni litlu við að bæta; það er
á allra vitorði hvílíkur mannkostamaður hann er, sam-
vizkusamur læknir og mikill héraðshöfðingi; ekki myndi
það veikja fylkisstjórnina þó Dr. Thompson yrði á sín-
um tíma skipaður heilbrigðismálaráðherra.
Chris Halldórsson hefir einnig reynst liðtækur mað-
ur á þingi; hann er dugnaðarmaður hinn mesti og hefir
unnið kjördæmi sínu mikið gagn; báðir þessir ágætu
menn ættu að verða kosnir gagnsóknarlaust í hlutað-
eigandi kjördæmum.
Paul Bardal er borinn og barnfæddur í Winnipeg
Centre. þar sem hann nú leitar kosninga til þings; hann
er drenglyndur og hygginn sæmdarmaður, sem um
langt skeið hefir tekið mikinn og giftudrjúgan þátt í
félagsmálum íslendinga, auk athafna sinna í víðari
verkahring; hann hefir starfað mikið á vettvangi mann-
úðarmálanna og haft þar víðtæk áhrif. íslenzkir kjós-
endur í North Centre verða að sameinast um það, að
greiða honum forgangsatkvæði og tryggja kosningu
hans.
Þegar íslendingar, sem bjóða sig fram til opin-
berrar þjónustu, eru eigi aðeins jafnhæfir, heldur hæf-
ari þeim öðrum, sem í vali eru, er það metnaðarmál og
þjóðræknisleg skylda, að veita þeim fulltingi.
★ ★ ★
LÍKNARSAMLAG WINNIPEGBORGAR
Þessa dagana stendur yfir hin árlega fjársöfnun til
Líknarsamlags Wlnnipegborgar, er gengur undir nafn-
inu The Winnipeg Community Chest; þessi samtök hafa
það markmið, að safna í einu lagi fé til 28 líknarstofn-
ana, er það göfuga hlutverk hafa með höndum, að
hlynna að umkomulausum börnum og aldurhnignu
fólki, sem enga á að; nú er kaldrifjaður vetur í þann
veginn að ganga í garð, og hann getur orðið bæði lang-
ur og strangur; og til þess að hann leiki ekki um of
grátt þá, sem umkomulausir eru, verður að hafa við-
búnað líkan þeim, sem við hefir gengist á undanförn-
um árum; það verður að tryggja því fólki öldnu og ungu,
sem hjálpar þarf við, skýli yfir höfuðið, föt og fæði, og
annan þann aðbúnað, er siðmennt mannfélag krefst;
nauðsynjavörur allar hafa hækkað tilfinnanlega í verði,
og það liggur þar af leiðandi í augum uppi, að framlög-
in til líknarþarfa þurfi að verða drjúgum ríflegri nú, en
þau voru í fyrra; allir verða að leggja eitthvað af mörk-
um, því margt smátt gerir eitt stórt.
Áminst söfnunarferð hefir reynst margfalt happa-
sælli en sú, sem áður gekst við, að hver hokraði á sínu
horni, ef svo mætti að orði kveða, og burðaðist með
sína eigin líknarstofnun, án samstiltra, utan að kom-
andi átaka.
Fólk getur hvort, sem vera vill, greitt framlög sín
til Líknarsamlagsins í einu lagi, eða gegn mánaðarleg-
um greiðslum.
★ ★ ★
ÞÖRF OG ÞAKKARVERÐ STOFNUN
Um nokkur undanfarin ár hefir við góðum árangri
starfað í þessu landi stofnun mikilsvirtra og þjóðhollra
sjálfboðaliða, er gengur undir nafninu Canadian Citi-
zenship Council og að því markmiði stefnir, að glæða
skilning almennings á forréttindum, eðli og anda cana-
dísks þegnréttar; að þessu er unnið með það fyrir aug-
um, að vekja í landinu samræmda þjóðarvitund landi
og lýð til blessunar; þetta er göfugt hlutverk, sem vera
skyldi að fullu metið.
í áminstu þegnskaparráði á sæti fyrir hönd Mani-
tobafylkis W. J. Lindal dómari, er unnið hefir á þessum
vettvangi mikið hlutverk og engin ómök talið eftir sér.
Nýlega lét Lindal dómari svo um mælt, að það væri
engan veginn fullnægjandi að taka hlýlega í hendina á
þeim nýliðum, sem væru að koma inn í landið og ætl-
uðu að taka sér hér bólfestu; þeir þyrftu á stöðugri
samúð og stöðugum leiðbeiningum að halda til að ná
canadískri fótfestu.
„Lengstu jarðgöng heimsins“
Algert myrkur þegar farið er um Porkala
Eftir ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON
Þið vitið það kannske ekki, en
á leiðinni til Helsingfors farið
þið í gegnum lengstu jarðgöng
heimsins, sagði finnskur stú-
dent, sem ég gaf mig á tal við
í Abo.
— Nei, ég hafði ekki heyrt
getið um slík járnbrautargöng á
flatlendi Suður-Finnlands.
Finninn sá, hve vantrúaður ég
var. — Ja, sko, hélt hann áfram,
ég á við Porkala-svæðið. Við
köllum það lengstu jarðgöng
heimsins. Þið skiljið hvers
vegna, þegar þið farið þar í gegn.
Það höfðu allir heyrt getið um
Porkala, strandlengjuna með
fram Finnska flóanum, sem
Rússar tóku af Finnum við frið-
arsamningana. Þetta svæði ligg-
ur á milli tveggja stærstu borga
landsins, Abo og Helsingfors, en
þó miklu nær höfuðborginni.
Eitt af því fyrsta, sem menn
reka augun í í járnbrautarlest-
inni, er spjald með eftirfarandi
aðvörun:
— Stranglega er bannað, þeg-
ar farið er í gegnum Porkala-
svæðið, að fara út í vagngang-
inn eða út á stöðvarpallana, sem
og hver tilraun til þess að sjá
landið, sem farið er um.
Ekið frá Abo.
Sveitirnar, sem farið er um
frá Abo eru blómlegar. Þar
skiptust á víðáttumiklir akrar og
skóglendi með stórum og smá-
um vötnum hér og þar. Það
hreif að sjá þessa miklu gróður-
sæld. Veðrið var einnig dásam-
legt, sólskin og mikill hiti. Garð
yrkjumennirnir, sem voru með í
ferðinni, veittu því þó strax at-
hygli, að hér höfðu verið nætur-
frost, þótt ekki væri sýnilegt, að
þau hefðu valdið mjög tilfinnan-
legu tjóni.
Sveitabæirnir eru allir úr
timbri, enda er timbrið þar bygg
ingarefnið, sem mest er af í land
inu sjálfu. Sérstaka eftirtekt
vakti, hve víða hafa verið reist
nýbýli og byggðin aukist. Ástæð
an fyrir þessu er sú, að eftir að
Rússar fengu yfirráð yfir Por-
kala, Kirjálaeiði og fleiri finnsk-
um héruðum, urðu þeir Finnar,
sem þar bjuggu, að yfirgefa
heimili sín. Var þessu fólki kom-
ið fyrir víðsvegar í landinu. En
til þess, að svo mætti vera, urðu
þeir, sem fyrir voru, að þrengja
að sér.
Komið að Porkala-svœðinu.
í bænum Karis urðu menn
fyrst varir við nálægð Porkala.
Þá voru hlerar settir fyrir glugg
ana á annari hlið járnbrautar-
vagnana og byrgt fyrir útsýnið.
Þar varð einnig fyrst vart við
hermenn. Viðbúnaðurinn varð
þó enn meiri, þegar komið var
að ,Jandamærunum“. Þá var
nýr eimvagn settur fyrir lest-
ina og alveg skipt um áhöfn.
Þeir, sem höfðu stjórnað henni
frá Abo, fengu ekki að halda á-
fram.
Rússneskir hermenn komu nú
til skjalanna og byrgðu alla
glugga mjög vendilega og inn-
sigluðu þá. Síðan lokuðu þeir öll
um dyrum með innsigli, þannig
að engum var kleift að fara á
milli vagna. í hverjum vagni var
svo sérstakur eftirlitsmaður.
Þegar rússneski hermaðurinn
kom til þess að loka dyrunum á
„okkar“ vagni, stóðu tveir Is-
lendingar hjá eftirlitsmannin-
um. Eftirlitsmaðurinn og Rúss-
inn skiptust á sígarettum, og
þegar Rússinn einnið bauð ís-
lendingunum sígarettu, buðu
þeir honum „Chesterfield“. —
og bað Finnann um að túlka.
Hann hristi höfuðið afsakandi
að hann mætti ekki taka við
þeim, þar sem þær væru amer-
ískar.
Andrúmsloftið breytist.
Lestin hafði „stungið“ sér nið-
ur í jarðgöngin — eða var það
kannske járntjaldið, sem hér
hafði fallið?
Andrúmsloftið var gjörbreytt.
Menn reyndu að vera kátir og
glaðir eins, og áður og gera að
gamni sínu, en það var eins og
allir fyndu að það var uppgerð.
Enda fór það svo að drungi færð
ist yfir flesta.
Finnar — þessi þrautseiga og
menntaða þjóð, sem framar
öllu öðru vill fá að lifa í friði í
landi sínu, hvað hafði hún til
þess unnið að þurfa að ferðast
um svæði af sínu eigin landi
í algeru myrkri? Og þurfa
að bjóða gestum sínum upp
á það sama. — Jú, hún
elskaði landið, sem hún byggði,
og frelsi sitt og sjálfstæði svo
mjög, að hún vildi leggja allt i
sölurnar fyrir það. Verja það
eins lengi og kostur væri. Það
kostaði fórnir. Miklar fórnir.
Porkala var ein þeirra. Að sjálf-
sögðu mikil fórn þó kannske
hverfandi hjá þeim tugum þús-
unda ungra manna, sem létu líf
sitt í baráttunni fyrir föður-
landið.
,JVýr dagur“.
Lestin stansaði 2—3 sinnum á
leiðinni. 1 hvert skipti vonuðum
við, að nú væri „myrkvuninni“
lokið. Fyrst eftir nokkuð á
aðra klukkustund, voru hler-
arnir teknir frá gluggunum
og sólin fékk að skína inn í klef-
SJÖTTA ársþing norðlenskra
presta, kennara og annara áhuga
manna um kristna og þjóðlega
menningu, var haldið á Húsavík
17. og 18. sept. s.l. Framsöguer-
indi fluttu: Jónas Jónsson, kenn
ari, Akureyri, um þegnskyldu-
vinnu, séra Benjamín Kristjáns-
son, um gamla og nýja guðfræði,
séra Páll Þorleifsson, um Barth-
guðfræðina, Eiríkur Sigurðsson,
kennari, um guðspeki, og Sig-
urður Gunnarsson, skólastjóri,
Húsavík, um skógræktarmál.
Þingið samþykkti þessar álykt-
anir:
I.
Fundur norðlenskra presta,
kennara o. s. frv. lítur svo á að
íslenzka þjóðin sé nú í alvar-
legri hættu stödd varðandi upp-
eldi, þegnskap, skyldurækni og
viðhorf til líkamlegrar vinnu,
einkum sá hluti hennar, sem býr
í kaupstöðum, og sé þess brýn
nauðsyn, að leitað sé úrræða og
umbóta. Telur fundurinn í því
sambandi tímabært að endur-
vekja þegnskylduvinnumálið.
Æskilegt sé að þegnskyldu-
vinna, samræmd nútíma við-
horfi, verði í einhverri mynd
framkvæmd í landinu. Vill
fundurinn benda á eftirfarandi
leiðir:
1) Kaupstaðir og hreppar dragi
ekki lengur að taka til um-
ræðu framkvæmd heimildar-
laga um þegnskyldu, nr. 63,
frá 27. júní 1941. Sjái þessir
aðilar sér ekki fært að fram-
kvæma heimildarlögin, þá
geri þeir tillögur um þegn-
skyldulöggjöf, sem betur
henti þjóð vorri eins og nú
hagar til, t. d. að ríkið efni
til framkvæmda, svo sem við
ræktun byggingu nýbýla á
völdum stöðum með þegn-
skylduvinnu.
2) Þegnskyldumálið verði tengt
skólalöggjöfinni á þá leið, að
ana. „Það er eins og kominn sé
nýr dagur“, varð einum landan-
um að orði um leið og hann reis
upp úr sæti sínu. Sennilega hef-
ir hann túlkað hugsanir okkar
allra.
Hjá flestum hafði „nóttin“ ver
ið andvökunótt, þótt sumir
hefðu fengið sér dúr og verið
hálf utangátta, þegar einkennis-
klæddur embættismaður vakti
þá til að sjá farmiðana.
Ég veit ekki hvort tilfinning-
ar Finnanna voru svipaðar og
okkar, eða hvort fyrir þeim rann
upp nýr dagur.
Vildum fá hreint loft,
en brutum af okkur.
Loftið í járnbrautarklefunum
var orðið þungt eftir innilokun-
ina. Við íslendingarnir vorum
fljótir að ryðjast út úr lestinni,
nær strax og hurðin var opnuð,
til þess að anda að okkur hreinu
lofti. Rússneskir hermenn voru
að rífa innsiglin frá og draga
gluggahlerana til hliðar. Nú var
einnig verið að skipta um eim-
vagn. Vagninn, sem dregið hafði
lestina yfir Porkala-svæðið, los-
aður frá og annar settur í stað-
inn.
„En Adam var ekki lengi í
Paradís“. Við höfðum gert það,
sem við máttum ekki. Vopnaður
hermaður kom auga á okkur.
Hann hraðaði sér til okkar og
rak alla aftur inn í vagninn. En
nú sakaði það ekki. Klefinn var
aftur orðinn vistlegur. Lengstu
„jarðgöng“ heimsins voru að
baki. Það kvað við hvellur hlát-
ur. Menn höfðu aftur tekið gleði
sína.
Nokkrum mínútum síðar ók
lestin inn í Helsingfors, hina
fögru höfuðborg Finnlands.
i Mbl. 12. okt.
síðasta ár skólaskyldunnar
verði notað til verknáms í
þegnskylduanda.
Beinir fundurinn þessari á-
lyktun til menntamálaráðuneyt-
isins og heitir á hin ýmsu félags-
samtök í landinu að taka þegn-
skyldu vinnumálið til rækilegr-
ar umræðu og ályktana.
Fundur presta, kennara o. s.
frv. telur skógræktina, hvort
sem er til prýði eða nytja, mik-
ilvæga framtíðar og menningar-
starfsemi. Telur hann að leggja
beri mjög aukna áherzlu á skóg-
ræktarmálin í náinni framtíð, og
hvetur alla til að leggja þeim lið.
III.
Fundurinn lítur svo á, að mik-
il þörf sé á auknu starfi til efl-
ingar kirkju- og kristnilífi í
landinu, og hvetur bæði kenni-
menn og leikmenn eindregið til
'stærri átaka á þeim vettvangi.
IV.
Fundurinn telur þá stefnu
heillavænlegasta í guðfræði,
sem öðru, að ganga ávalt og ótta
laust því á hönd, „sem sannara
reynist“, samkvæmt rannsókn,
rökum og beztu þekkingu hvers
tíma.
Það er von fundarins og bæn,
að jafnframt því, að hin íslenzka
þjóð gerir kröfu til að vera
stjórnarfarslega frjáls, megi hún
bera giftu til að rísa undir hin-
um vegsamlega vanda andlegs
frelsis.
__*__
Mótinu lauk með guðsþjón-
ustu í Húsavíkurkirkju. Séra
Pétur Sigurgeirsson, prédikaði.
Fr. A. Fr.
Dbl. 12. okt.
Sjötta þing norðlenzkra
presta og kennara
„Hvítsandar4* — ný skáld-
saga eftir Þóri Bergsson
KOMIN er út ný skáldsaga
eftir Þóri Bergsson rithöfund,
er hann efnir „Hvítsandar“. Er
það íslenzk nútímasaga, sem
gerist í afskektri sveit.
Þórir Bergsson er þegar þjóð-
kunnur rithöfundur, sem hefir
aflað sér mikilla vinsælda. —
sérstaklega hefir hann fengist
við smásagnagerð, en einnig
skrifað skáldsögur og sent frá
sér ljóðakver.
Mun þessari nýju skáldsögu
Þóris Bergssonar áreiðanlega
verða vel tekið, en nú eru liðin
tvö ár síðan komið hefir út bók
eftir hann.
Bókfellsútgáfan gefur „Hvít-
sanda“ út. Hún er um 200 bls.
að stærð og frágangur allur
vandaður. — Mbl. 12 okt.
Fáein orð um íslenzku
blöðin okkar, Lögberg
og Heimskringlu
Af því ég er innköllunarmað-
ur annars blaðsins þá á ég oft
samtal við kaupendur blaðanna
og koma þá mismunandi skoð-
anir þeirra fram, um gildi blað-
anna og framtíð þeirra og þeir
spyrja: „Hvers vegna eru heilir
og hálfir dálkar í þeim á ensku,
sem fréttir af okkar starfi og það
virðist fara vaxandi.“ En það
versta er þegar það kemur frá
okkar þjóðræknislega hugsandi
mönnum, sem eiga að vera tals-
menn íslenzkunnar.
Ég finn til þess, að þetta er
rétt og satt, því ef einn má
skrifa á ensku í íslenzku blöðin,
þá hefir sá næsti sama rétt til
þess, og þá eru þau ekki lengur
íslenzk fréttablöð. Ég hef svar-
að þessu á þessa leið:
Eins og þið vitið, er takmark-
aður vinnukraftur blaðanna og
fjárhagur þeirra, og þar af leið-
andi ekki kringumstæður til að
þýða þær fréttir. En ég held að
það sé ekki kominn tími til þess
ennþá, að skrifa á ensku í ís-
lenzku blöðin okkar. Ef þið ætl-
ið að halda þessum fáu kaup-
endum, sem þið hafið nú, sér-
staðlega þegar árgjaldið er sett
upp í 5 dali, sem er sanngjarnt
og rétt og hefði átt að gjöra fyr-
ir 3—4 árum síðan. Og ég álít
það ekki mikla þjóðrækni hjá
þeim kaupendum blaðanna, sem
segja þeim upp fyrir það, þótt
þau yrðu að neyðast til að hækka
verðið um 2 dali, því ef maður
lítur til baka yfir liðinn tíma og
hugsar um hvað þau hafa verið
okkur gagnleg fyrir öll okkar fé-
lagsmál út um allar bygðir ís-
lendinga. Og við værum týndir
hver öðrum fyrir löngu síðan, ef
íslenzku blaðanna hefði ekki
notið við.
Þetta þurfa kaupendur blað-
anna að hafa hugfast. Svo er
annað, sem hefir verið fundið
að um blöðin, að það sé tekið
of mikið rúm upp í þeim fyrir
auglýsingar, sú aðfinsla er al
gjörlega röng, því á því lifa dag-
blöð og tímarit, og þau geta ekki
fengið nóg af þeim. Okkar blöð
hafa mikla erfiðleika að afla sér
þeirra, því að við erum of fá-
mennir fyrir hérlenda þjóð að
auglýsa fyrir þá.
Það er bara stórundravert
hvað íslenzku blöðin hafa get-
að aflað sér af auglýsingum og
sýnir það dugnað þeirra í fylsta
máta.
Allir vita hvað Þjóðræknisfé-
lagið okkar hér vestra hefir lyft
miklu Grettistaki út um bygð-
ir íslendinga. Mundu þeir ekki
vilja gjörast talsmenn íslenzku
blaðanna okkar, það tilheyrir
þjóðrækni og ég treysti þeim
manna bezt til þess. Því það eru
margir íslendingar enn til, sem
lesa og skrifa íslenzku, en kaupa
ekki blöðin. Skyldi engum hafa
dottið í, hug að gera íslenzku
blöðin okkar hér vestra hundr-
að ára gömul? Sá minnisvarði
stæði alltaf.
Svo óska ég íslenzku blöðun-
um langra lífdaga.
Vancouver 24. október 1949
I. O. Lyngdal