Lögberg - 27.10.1949, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. OKTÓBER, 1949.
5
/ÍIÍL6AMAL
LVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
HÁLFRAR ALDAR STARFSAFMÆLIS MINST
Á fimtudaginn 20. okt. heiðraði eldra Kvenfélag Fyrsta lút-
erska safnaðar þær konur, sem starfað hafa fimtíu ár og lengur
í félaginu, með veglegri miðdegisverðarveizlu, er haldin var í
neðri sal kirkjunnar.
Þetta kvenfélag var stofnað
1886 og hefir ávalt verið fjöl-
ment, og frábært að myndar-
skap og dugnaði. Það hefir jafn-
an haft mikilhæfum konum á að
skipa. Fyrsti forseti þess var frú
Lára Bjarnason. Félagið hefir
styrkt söfnuð sinn dyggilega 1
öll þessi ár, auk þess sem það
hefir látið líknarstörf mikið til
sín taka; það var frumkvöðull-
inn að stofnun elliheimilisins
Betel. Með hinum árlegu sam-
komum sínum, Betel, — sumar-
mála — og þakkarhátíðarsam-
komunum, hefir félagið auðgað
menningarlíf íslendinga hér í
borg og styrkt þjóðræknisstarf-
semi okkar. Samkomurnar hafa
jafnan verið á íslenzku.
Þær konur, sem hafa verið í
sístarfandi félagi, sem þessu, í
fimtíu ár og lengur hafa innt
af hendi mikilvægt starf fyrir
samferðasveit sína, starf, sem
seint verður fullþakkað. Það var
því maklegt og gleðilegt að þær
skyldu vera heiðraðar á þennan
hátt.
Heiðursgestirnir voru þessar:
Frú Jónína Blöndal, frú Ása
Laventure, frú Hansína Olson,
frú Jóhanna Thordarson, frú
Guðný Paulson, frú Hildur Sig-
urjónson, frú Margrét Stephen- einn
sen, frú Jakobína Thorgeirson
og frú Sigurborg Vopni.
Áður en gengið var að borð-
um, voru heiðursgestunum af-
hent blóm frá félagi sínu, en
borðin voru fagurlega skreytt
með blómum frá Yngra kven-
félagi safnaðarins og Dorcas
félaginu.
Frú Jóna Sigurdson stýrði
samsætinu. Prestur safnaðarins,
séra V. J. Eylands flutti hlýtt á-
varp og þakkaði konunum, fyrir
hönd safnaðarins, fyrir þeirra
góða og mikla starf. Dr. Rúnólf-
ur Marteinsson mælti og fagur-
lega og mintist ýmsra viðburða
frá fyrstu árum félagsins. Frú
Finnson, forseti Yngra kvenfé-
lagsins flutti kveðjur frá félagi
sínu og Dorcas félaginu. Einnig
var lesin kveðja frá frú Ingiríði
Jónsson, sem um langt skeið var
forseti félagsins. Að lokum tók
forseti félagsins, frú Margrét
Stephensen, til máls og þakkaði
fyrir hönd heiðursgestanna
þetta virðulega samsæti.
Frú Unnur Simmons skemti
með íslenzkum söngvum og
höfðu allir mikla ánægju af því.
I nefndinni, sem annaðist um
undirbúning samsætisins voru:
Frú Rósa Jóhannsson, frú Sig-
ríður Bjerring, frú Elín Jónas-
son, frú Lilja Dalman og frú
Kristbjörg Sigurdson.
☆
UMFERÐARSLYSIN
Á síðustu tveim vikum hafa
fimm manns orðið fyrir bílum
í Winnipeg og týnt lífi sínu; á
þessu ári hafa alls nítján manns
dáið á þennan hátt hér í borg.
Þá eru ótaldir þeir, sem orðið
hafa fyrir meiðslum og sumir
orðið örkumla um aldur og ævi
af völdum bíla og bílaárekstra.
Síðastliðinn föstudag urðu fimm
manns fyrir bílum og er, að
minsta kosti einn þeirra, gamall
maður, þungt haldinn. Fólk er
orðið óttaslegið yfir þessum tíðu
slysum og krefst þess, að yfir-
völd borgarinnar sláist í leikinn
og reyni að koma í veg fyrir
þennan voða, er fólki er búinn,
sem gengur um stræti borgar-
innar.
Bílarnir eru verkfæri, sem eru
voði í höndum þeirra, sem ekki
kunna algerlega með þá að fara,
eða eru ekki nógu varkárir.
Sjálfsagt ætti að vera strangara
eftirlit með því að enginn fái
rétt til að aka bíl, nema hann
sé hæfur til þess. Sumstaðar
verður fólk að ganga undir
strangt próf áður en það fær að
fara með bíl. Og sjálfsagt ætti
það að varða hegningu ef bíll
er í ólagi þannig að ekki er hægt
að stöðva hann snögglega og ef
bílstjórinn fylgir ekki umferð-
arreglum. Með þessu ætti að
vera strangt eftirlit.
En þessi slys eru ekki öll bíl-
stjórunum að kenna. Gestir, sem
til Winnipeg koma, hafa oft
hneiklast á því hve gangandi
fólk hér í borginni semur sig lítt
að öllum umferðarreglum, það
sinnir ekki ljósunum, gengur
þvert yfir strætið hvar sem er,
en ekki við gatnamótin; gengur
í skálínu frá einu horni til ann-
ars og skýst á milli bílanna. Um-
ferðarómenning Winnipegbúa
er orðin fræg að endemum frá
hafi til hafs. Það er engin furða
þótt slíkt leiði til slysa.
Þetta má ekki lengur eiga sér
stað. Ekki einungis yfirvöld
borgarinnar heldur hver og
einasti borgarbúi getur
gert nokkuð til að bæta úr þessu,
og afmá þennan blett af borg-
inni okkar. Hver einstaklingur
verndar ekki aðeins sjálfan sig
frá slysi heldur aðra líka með
því að fylgja nákvæmlega um-
ferðarreglunum og gefa þannig
öðrum gott eftirdæmi.
Það er eftirtektarvert þegar
maður stendur á götuhorni og
er að bíða eftir græna ljósinu,
ef ein manneskja leggur af stað
yfir strætið áður en ljósin breyt-
ast, þá er eins og margir fleiri
fari á eftir ósjálfrátt og hugsun-
arlaust. Mennirnir virðast stund
um líkjast kindum; ef ein tekur
forustu, þá fara hinar á eftir.
Þetta verður maður að varast,
og bíða rólegur þangað til græna
ljósið kemur, hvort sem manni
sýnist óhætt að fara áður yfir
strætið eða ekki. Engum liggur
svo mikið á að hann geti ekki
beðið í mínútu til að fylgja um-
ferðarreglunum.
Óafvitandi höfum við öll nokk
ur áhrif á samferðafólk okkar,
í umferðarvenjum sem öðru.
Umferðarslysin í Winnipeg hafa
valdið mörgum nágrönnum okk-
Frá Vancouver, B.C.
20. okt. 1949
Nú er komið haust, þó blíð-
viðrið sé hið sama og áður. Það
er svo margt, sem minnir mann
á að svo sé. Skógurinn hefir feng
ið sína margvíslegu liti hausts-
ins, og blöðin óðum að falla af
trjánum, blýhvít þokuský hanga
á fjallahnjúkunum, sem ekki
hafa verið þar í allt sumar, stund
um aðeins grillir til fjallanna í
gegnum regnmóðuna. Fyrst snjó
aði hér á fjöllum nóttina milli
þess 6. og 7. októher. Fyrsta frost
gerði líka vart við sig hér þessa
nótt, svo að héla sást á strætum
og stéttum borgarinnar. Við
höfum samt haft marga yndis-
lega sólskinsdaga í þessum mán-
uði, svo það má segja að við
höfum haft „sína ögnina af
hverju“, hausti og sumri þennan
tíma sem af er af haustinu.
Þann 23. september hélt Þjóð-
ræknisdeildin „Ströndin“, sinn
fyrsta skemmtifund eftir sumar-
fríið, Skemmtiskráin var góð, og
aðsókn í betra lagi. Skemmti-
skráin var svohljóðandi:
1. Violin sóló John Finson.
2. Einsöngur Mrs. Vera Björn-
son.
3. Acrobatic Dancing Miss
Eunice Gíslason.
4. Svo var dansað til mið-
nættis. Dunn Sisters Orchestra.
Veitingar ókeypis. — Inngangur
vár seldur á 75 cent. Forseti
deildarinnar, Stefán Eymund-
son, stjórnaði samkomunni.
Á fundi, sem Islenzk lúterski
söfnuðurinn hélt eftir messu, 2.
október, var lögð fyrir fundinn
skýrsla frá kirkjubyggingar-
nefndinni. Hefir nefndin undan-
íarið verið að líta eftir hæfilegu
plássi til að kaupa lóð undir hina
fyrirhuguðu kirkju. Nú hefir
nefndin fundið þann stað, sem
hún álítur heppilegan fyrir
kirkjuna. Þangað er auðvelt að
komast frá öllum pörtum borg-
arinnar með strætisvögnum og
„Buses“. Eftir nokkrar umræð-
ur var það samþykt í einu hljóði,
að nefndinni sé falið á hendur
að kaupa lóð undir kirkjuna á
þessum stað. Þarna er nú stigið
fyrsta sporið til þess að byggja
hér íslenzka kirkju. Þetta er
stórt fyrirtæki, sem söfnuðurinn
hefir haft á dagskrá sinni um
langt skeið. Fáir munu vera í
efa um það, að æskilegt væri að
íslendingar í Vancouver ættu
sína eigin kirkju. Það vita allir
ar miklum sorgum og erfiðleik-
um, ekki síst þessar síðustu vik-
ur. Hver veit hver verður næst-
ur? Ef til vill einhver, sem
manni er nákominn. Reynum að
koma í veg fyrir fleiri slys með
því að gæta fylstu varúðar sjálf
og fylgja nákvæmlega öllum
umferðarreglum, hvort sem við
ökum í bíl eða göngum um borg-
ina.
að það er hinn kirkjulegi félags-
skapur á meðal íslendinga, sem
mest og bezt hefir haldið þeim
saman. Frá því sjónarmiði geta
allir heilsteyptir íslendingar ver
ið með, til að styrkja þetta fyrir-
tæki. Nú eru svo margir íslend-
ingar búsettir hér í Vancouver,
að það ætti ekki að vera okkur
neitt ofurefli að koma hér upp
veglegri k'"kju, bara ef einbeitt-
ur vilji og samtök fást, til að
veita þessu málefni fylgi sitt.
Margar hendur vinna létt verk.
Þann 4. október var haldin
tveggja ára afmælishátíð „Hafn-
ar“, í veizlusalnum á „Hastings
Auditorium“ kl. 7 e. h. Samkom-
unni stýrði Mr. G. F. Gíslason,
forseti Heimilisnefndarinnar.
Aðalræðuna flutti skáldkonan
Mrs. Jakobína Johnson frá Seat-
tle Wash. Flutti frúin mál sitt
sköruglega eins og hún á vanda
til. Var ræða hennar fróðleg.
Líka var á skemmtiskránni
söngkonan velkunna, Frú Ninna
Stevens frá Tacoma, Wash. Söng
hún marga íslenzka söngva og
var báðum þeim konum tekið
með fjörugu lófataki. Auk for-
setans talaði Mr. L. H. Thorlák-
son í nokkrar mínútur og sagð-
ist honum vel. Eftir að skemmti-
skránni var lokið, var dansað til
miðnættis. Þetta var ein af þeim
fjölmennustu samkomum, sem
Islendingar hafa haldið hér, þar
komu saman yfir 400 manns. Ég
hef áður getið þess, hvað íslend-
ingar sæki vel allar samkomur,
sem haldnar hafa verið til arðs
fyrir gamalmennaheimilið Höfn,
þetta sýnir ræktarsemi við heim
ilið, sem er Islendingum til sóma
og vonandi er, að það haldist við
í framtíðinni.
Skáldkonan, Mrs. Jakobína
Johnson frá Seattle og söngkon-
an, Mrs. Ninna Stevens frá
Tacoma, Wash., heimsóttu fólkið
á Höfn 5. október. Mrs. Ninna
Stevens söng nokkur íslenzk lög
til skemmtunar fyrir gamla
fólkið, og hafði það mikla unun
af. Sumt af þessum söngvum
Mrs. Stevens voru gamlir kunn-
ingjar, eins og „Úr þeli þráð að
spinna“ o. s. frv. Heimilisfólkið
á Höfn, þakkar þessum konum
fyrir þessa skemmtilegu heim-
sókn þeirra.
Mrs. Björg Thomson forstöðu-
konan á Höfn, og systir hennar,
Sam. F. Samson hafa verið í
skemmtiferð til New York og
Toronto, til að heimsækja dætur
Mrs. Thomson, sem eru búsettar
þar; hafa þær verið á þessu
ferðalagi í mánaðartíma. Þær
koma til baka þann 23. október.
Miss May Stevens hefir gegnt
starfi forstöðukonunnar í fjar-
veru hennar.
Mr. og Mrs. Asmundur Lopt-
son frá Yorkton, Sask. voru hér
nýskeð á ferðinni. Voru þau að
timá
Aftari röð frá vinstri til hægri: Frú Guðný Paulson, frú Margrét Stephensen, frú
Jónína Blöndal, frú Sigurborg Vopni. Fremri röð frá vinstri til hægri: Frú Jóhanna
Thórdarson, frú Hansina Olson, frú Hildur Sigurjónsson. Á myndina vanta frú Ásu
Laventure og frú Jakobínu Thorgeirsson.
heimsækja dóttur sína, Mrs.
John Christopherson, sem hér
er búsett, og líka móður Mr.
Loptson, Mrs. Steinunni, sem er
vistkona á Höfn. Mr. Loptson er
þingmaður fyrir Saltcoats
kjördæmið í Saskatchewan, og
tilheyrir þar flokki Liberala.
Þau hjónin sátu afmælisveizlu
Hafnar. Mr. Loptson hafði orð
á því, er hann sá allan hópinn
af Löndunum, sem þar voru
samankomnir, að sér hefði ekki
komið til hugar að hér væru
svona margir íslendingar í Van-
couver. Þau hjón fóru strax frá
samkomunni flugleiðis heim á
leið.
1 fréttagrein minni frá 16. sept.
gat ég um samsæti sem þeim
Mr. og Mrs. Rögnvaldi Sveinson
var haldið, þar láðist mér að
geta þess, að þetta var gullbrúð-
kaupsdagur þeirra hjóna, sem
þá voru búin að búa saman í ást-
ríku hjónabandi í 50 ár. Börn
þeirra hjóna gáfu foreldrum sín-
um verðmætar gjafir; föður sín-
um gullhring og móður sinni
gullúr. Vinafólk þeirra hjóna,
sem þarna var samankomið gaf
þeim „Combination Radio og
Gramophone“. Mrs. Anna
Breckenridge, sem er systurdótt
ir Mr. Sveinsonar, flutti þeim
frumort kvæði á ensku, og var
því gefinn góður rómur af öll-
um viðstöddum. Þessa yfirsjón
bið ég alla hlutaðeigendur að
virða á betri veg fyrir mér.
Þann 8. október var haldið
„Surprise Party“, fyrir þau hjón
in Mr. og Mrs. J. L. Essex af
venzlafólki þeirra og kunningj-
um. Komu þar saman um 40
manns. Tilefni þessa fagnaðar
var það, að Mr. og Mrs. Essex
höfðu nýlega keypt sér yndælt
heimili og voru nú flutt þangað.
Þetta heimili er nýbyggt og eftir
nýjustu tízku og öll innrétting
innanhúss sömuleiðis. Komu því
vinir þeirra þar saman til að
skoða heimilið og til að sam-
fagna þeim með þetta nýja heim
ili þeirra. Gestirnir færðu þeim
hjónum verðmætan „Electric
Floor Lamp“, og afhenti Mr.
John Erlindson hann fyrir hönd
gestanna. Fólkið skemmti sér
með söng, og Mr. Óli Böðvarson
spilaði á fiolin. Konurnar höfðu
búið sig út með kaffi og alskyns
sælgæti, svo þær héldu öllum
reglulega veizlu.
Mrs. Essex er Guðrún dóttir
þeirra velkunnu hjóna, Mr. og
Mrs. Sveinbjörn Loptson, sem
um langt skeið höfðu rausnar-
legt bú nálægt Churchbridge í
Sask. Mr. Loptson er látinn fyr-
ir nokkrum árum, en Mrs. Lopt-
son er vistkona á Höfn, er hún
vel hress eftir aldri, og var hún
ein af gestunum, sem heimsóttu
dóttur hennar þetta kvöld.
Mrs. Halldór I. Johnson frá
Haney B. C. gekk undir upp-
skurð á Royal Columbía sjúkra-
húsinu í New Westminester,
B. C., er hún nú aftur á góðum
batavegi. Mrs. Johnson er systir
þeirra Mrs. A. C. Orr og Mrs. C.
H. Isfjörð hér í borginni.
Mrs. Inga Egilson og dóttir
hennar, Margrét, eru nú komn-
ar heim aftur, eftir þriggja mán-
aða ferðalag á Islandi. Margrét
er fædd í Brandon, Manitoba og
hefir því aldrei séð Island áður.
Þær eiga ættingja á íslandi og
þangað var ferðinni heitið. Þær
láta báðar vel af ferðinni og að
þær hafi haft mikla ánægju af
að hitta þar ættmenni sín á þeim
slóðum. Máske segja þær eitt-
hvað af ferðasögu sinni seinna,
er þær hafa hvílt sig eftir ferða-
lagið.
Dr. og Mrs. H. Sigmar voru
nokkra daga í Seattle í síðustu
viku, og heimsóttu börn sín þar
og margt fleira venzlafólk. Séra
H. S. Sigmar kom með þau til
baka síðastliðinn sunnudag, og
prédikaði hann við messuna um
kveldið. Þann 18. október lögðu
þau Dr. og Mrs. Sigmar af stað
til Mountain N. Dakota. Tekur
Dr. Sigmar þátt í vígsluathöfn,
sem fer fram á gamalmenna-
heimilinu að Mountain, er það
verður opnað. Bjuggust þau við
að verða um tvær vikur í burtu.
Ríkishandbók
íslands komin út
RÍKISHANDBÓK ISLANDS,
skrá um embætti, stofnanir,
heiðursmerki o. fl., er nýkomin
út. Er þetta í fyrsta sinn, sem
slík bók er gefin út hér á landi.
Embættismannatöl hafa komið
út áður, seinast starfsskrá Is-
lands gefin út 1916. — 1 Ríkis-
bókinni er upplýsingar að finna
um allar helztu ríkisstofnanir og
starfsmenn þess opinbera. Þá er
í ríkishandbq^inni skrá um alla,
sem sæmdir hafa verið Fálka-
orðunni frá stofnun hennar, þar
til í júlí í ár, ennfremur um önn-
ur íslenzk heiðursmerki. — Skrá
um helztu félagssambönd, svo
og um félög, sem njóta styrks á
fjárlögum og getið stjórnarmeð-
lima félaganna.
Bókin er mjög handhæg og
veitir góðar upplýsingar. Nauð-
syn væri á að slík bók gæti kom-
ið út a. m. k. á 2—3 ára fresti.
Ritstjórar ríkishandbókarinnar
eru Agnar Kl. Jónsson skrif-
stofustjóri utanríkisráðuneytis-
ins og Gunnlaugur Þórðarson
forsetaritari. Bókin fæst í bóka-
verzlunum. Mbl?' 5. okt.
Opinbera trúlofun sína
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína í New York ungfrú
Helga Johnson og hr. Charles
Robert Hersey; foreldrar ung-
frú Helgu, þau Ólafur stórkaup-
maður Johnson og frú Guðrún,
kunngerðu trúlofunina í veizlu
á Waldorf - Astoria-hótelinu í
New York.
Ungfrú Helga stundaði um
hríð nám við Ethel Walker
School að Simsbury í Connec-
ticutríki, en útskrifaðist frá The
Casement School og Junior
College að Ormond Beach,
Florida. Unnusti ungfrú Helgu,
er sonur Charles Addison Her-
sey, og frúar, sem búsett eru að
Forest Hills í New York. Hann
er útskrifaður af Straunton Mili-
tary Academy, er er kominn í fé
lag við föður sinn, sem er forseti
Crane — Clark Lumber Com-
pany.
Ungfrú Helga er frábærlega
glæsileg stúlka eins og hún á
kyn til; brúðkaupsdagur hefir
enn eigi verið ákveðinn.
Carl Eiríkson frá Campbell
River, B. C. var hér á ferðinni til
að heimsækja föður sinn, Krist-
ján Eiríkson, vistmann á Höfn.
Hefir Kristján verið mjög heilsu
veill í seinni tíð. Nú virðist hann
vera nokkuð að hressast aftur,
hefir fótaferð á hverjum degi.
I seinasta Lögbergi frá 13.
október er skýrt frá því að út-
gefendur Lögbergs hafi gjört þá
„Óhjákvæmilegu ákvörðun“, að
eftir fyrsta nóvember 1949, komi
Lögberg út vikulega í sinni
vanalegu stærð, og seljist fyrir
fimm dollara árgangurinn, sem
í öllum tilfellum skuli vera
greiddur fyrirfarm. Er þessi
jbreyting talin mjög heppileg af
allflestum, sem ég hef haft tal
af hér í Vancouver. Fjöldi ís-
lendinga hér um slóðir hafa ver-
ið óánægðir með það fyrirkomu-
lag, sem hefir verið haft með út-
gáfu Lögbergs í seinni tíð. Hefir
þeim fundist það vera „Unbusi-
nesslike“, og ekki líklegt til að
geta neitt bætt úr fjárhagslegri
þröng blaðsins. Þetta nýja fyrir-
komulag spáir mikið betur fyrir
framtíð blaðsins. Allir heil-
steyptir íslendingar munu óska
þess og vilja styðja það, að Lög-
berg komist nú á réttan kjöl
fjárhagslega. íslenzku blöðin
megum við ekki missa.
Þetta ferðafólk hef ég orðið
var við síðan ég skrifaði seinast:
Mrs. Velma Washburn, Seattle,
Mr. F. A. Frederickson, Seattle,
Mr. og Mrs. H. Steinbek frá
White Rock, B. C., Mrs. Anna
Lingholt, Blaine, Wash., Mrs. H.
C. Josephson, Cypress River,
Man, Mrs. C. Goodman, Seattle.
S. Guðmundsson