Lögberg - 24.11.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.11.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. NÓVEMBER, 1949 Hosbcrs Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69» SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtandskrift ritstjórans: EDITOR ) ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Maíl, Post Office Department, Ottawa FISKIÐNAÐURINN OG ÞRÓUN HANS Fiskiveiðar í þessu landi, engu síður en á íslandi, grípa djúpt inn í hina efnahagslegu afkomu canadísku þjóðarinnar; við austur og vesturströnd landsins, er sjór sóttur í stórum stíl og af miklu kappi, og nú ,með inngöngu Newfoundlands í fylkjasambandið, hafa fiski- miðin fært út kvíar til verulegra muna. er þess því að vænta, að mikilvægi fiskframleiðslunnar komi því skýr- ar í ljós, er ár líða. Það er ekki einasta, að fiskiveiöar hér um slóðir séu stundaðar á höfum úti, heldur er og krökt af innanlandsvötnum, sem gefið hafa tíðum af sér ríkulegan arð, og fært þúsundum heimila björg og blessun í bú; en þrátt fyrir þetta, mun það sönnu næst, að lengi vel væri fiskiveiðunum hvergi nærri sá sómi sýndur, er þær í eðli sínu verðskulduðu, þó nú sé all- mjög farið að breytast til hins betra í þessum efnum, og var þess sízt vanþörf. Á sviði landbúnaðarins eru föst samtök fyrir löngu komin á hátt stig, er komið hafa að ómetanlegum not- um; nægir í því efni að vitna til akuryrkjuráðsins The Canadian Council Agriculture, er haft hefir víðtæk á- hrif á vöruvöndun og markaðskilyrði korntegunda. Nú eru stjórnarvöld landsins farin að vakna til með- vitundar um það, að eitthvað sé á sig leggjandi varðandi viðreisn fiskiðnaðarins og þróun hans í hinum ýmsu greinum; þetta má glögt ráða af því, er forsætisráð- herra Canada, Louis St. Laurent, sagði í ræðu, er hann flutti þann 13. september síðastliðinn á fundi canadíska fiskiveiðaráðsins, The Fisheries Council of Canada þar sem hann lýsti yfir því, að fiskiðnaðurinn mætti í fram- tíðinni vænta meiri stuðnings af hálfu hins opinbera, en fram að þessu hefði gengist við; hann fór ekki dult með þá skoðun sína, að tími væri til þess kominn að hefjast handa um raunverulegar úrbætur varðandi þró- un fiskiðnaðarins, er til skamms tíma hefði verið sett- ur hjá; hann tjáðist sannfærður um, að það væri mikil- vægt hagsmunamál, bæði fyrir sambandsstjórn og stjórnir hinna einstöku fylkja, að stuðla að auknum verðmætum fiskiframleiðslunnar. Með hliðsjón af ráðstöfunum fiskiveiðaráðherrans, Mr. Mayhews í maímánuði síðastliðnum varðandi að- stoð við fiskiveiðarnar, lét forsætisráðherra þess getið, að þar væri frekar um byrjunarstig að ræða en fulln- aðarákvarðanir, en þó væri auðsjáanlega með því stig- ið skref í rétta átt. „Stjórnin hefir enga tilhneigingu til þess, að ráð- ast inn á verksvið ykkar“, sagði forsætisráðherra við forustumenn fiskiveiðafélaganna“, en engu að síður er henni ant um að kanna nýjar leiðir á vettvangi sam- bands- og fylkisstjórna, er verða megi þessum mikil- væga atvinnuvegi raunveruleg lyftistöng í framtíðinni“. Að hér fylgi hugur máli, má ótvírætt ráða af því, hve drengilega stjórnin hljóp undir bagga við fiskimenn á öndverðu yfirstandandi ári. „Stjórnin getur ekki eins og sakir standa tekist á hendur ákveðnar skuldbind- ingar“, bætti forsætisráðherra við, „þó hún sá staðráð- in í að láta einskis þess ófreistað, er hefja megi fiski- framleiðslu canadísku þjóðarinnar í hærra veldi“. Af eftirgreindum uppástungum, sem lagðar voru fram fyrir fiskiveiðaráðherrann, Mr. Mayhew, bland- ast engum hugur um það, að fiskiveiðaráðið hafi unnið hið þarfasta verk með hag fiskimanna og fiskiðnaðar- ins fyrir augum, en umbótatillögurnar eru í megindrátt- um á þessa leið: Að rannsóknir varðandi fiskiðnaðinn af hálfu rannsóknadeildar fiskiveiðaráðuneytisins, fari fram á sem allra breiðustum grundvelli, að umdæma- nefndir annist um að skoðanir fiskimanna verði tekn- ar þar að fullu til greina; að sambandsstjórn stuðli að aukinni fræðlustarfsemi meðal fiskimanna; að annast sé um nákvæma skoðun og flokkun fiskjar; ennfremur um skoðun fiskibáta, geymslu og rekstrarstöðva og öðru þar að lútandi aðbúnaði; að stuðla að útvegun nýrra útflutningssambanda; að járnbrautarfélög ann- ist um viðeigandi kæligeyma í samræmi við tilhögun rannsóknarráðs; að sameiginlegar rannsóknir af hálfu stjórnarvalda og verksmiðjuframleiðenda fari fram með það fyrir augum, að greiða fyrir smásölu fiskjar svo sem framast mætti verða. Fiskiveiðaráðið tjáðist ófrávíkjanlega þeirrar skoð- unar, að með aukinni auglýsinga- og fræðslustarfsemi mætti auka til muna neyzlu fiskjar innanlands, og sann færa með því almenning um næringargildi þessarar hollu fæðutegundar; allar þessar uppástungur miða til bóta, og ætti þar af leiðandi að verða hvarvetna tekið hið bezta. Þeir menn, af íslenzkum stofni, sem fiskiveiðar stunda í þessu landi, eru hlutfallslega fleiri en menn af nokkrum öðrum þjóðflokkum, er gefa sig við slíkri at- vinnu, og framleiðsla þeirra í svipuðum hlutföllum meiri; undir arði veiðinnar er lífsafkoma þeirra að lang- mestu leyti komin; þeir þreyta tíðum krapparóður við harðsnúin náttúruöfl, og þeir eiga það í öllum efnum skilið, að hagsmuna þeirra sé gætt svo sem föng standa frekast til. Gerir skip sín út við Nýfundnaland í vetur ísfirzku Grænlandsförin á leið þangað á Björgvin Bjarnason, útgerðarmaður frá ísafirði, er nú á leið á fiskimiðin við Nýfundnaland með fiskiskipaflota sinn, en þar ætlar hann að stunda veiðar fram á næsta sumar eftir því sem Vísir hefir frétt. — Svo sem kunnugt er, fór Björgvin Bjarnason með fjögur fiskiskip sín, Gróttu, Richard, Huginn I. og II. á Græn- landsmið og hefir stundað veiðar þar í sumar. Voru skip Björgvins með þeim aflahæstu við Grænland í ár. Þrem dögum eftir að Eldborg fór frá Grænlandi, lagði Björg- vin af stað með skip sín til Ný- fundnalands. Sagði hann þá að hann ætlaði að stunda veiðar við svokallaðar Frönsku eyjar, sem eru fyrir sunnan Nýfundnaland. Á þeim slóðum eru góð fiski- mið og veiðar stundaðar allt fram í nóvember, en aðalvertíð- in hefst í marzmánuði. Áhajnir koma heim íslenzkar áhafnir sigla skip- um Björgvins til Nýfundna- lands, en síðan mun hluti þeirra koma flugleiðis hingað aftur. Mun Björgvin ætla að ráða er- | lenda fiskimenn á skip sín. Björgvin Bjarnason mun vera fyrsti íslenzki útgerðarmaður- inn, sem gerir út á fiskimiðin við Nýfundnaland, en þau eru mjög auðug, svo sem menn vita og mjög sótt af þekktustu sjó- sóknurum á austurströnd N.- Ameríku. Frönsku eyjarnar, sem Vísir hefir heyrt sagt, að Björg- vin muni hafa bækistöð sína á, eru við suðurströnd Nýfundna- lands og heita Stóra og Litla Miquelon. — VÍSIR, 5. okt. Barnablaðið Æskan 50 ára Barnablaðið Æskan er 50 ára í dag. Tildrögin að upphafi Æsk- unnar eru þau, að á þingi Stór- stúku íslands árið 1897 var bor- in fram tillaga af unglingareglu- nefndinni, fyrir atbeina þáver- andi stórgæzlumanns unglinga- starfs, Þorvarðar Þorvarðarson- ar, síðar prentsmiðjustjóra, um útgáfu barnablaðs til eflingar bindindi, góðu siðferði og mennt un unglinga yfirleitt, — óskir um slíkt blað sem þetta hafði Þ. Þ. borizt frá ýmsum stúkum í landinu. Jafnframt samþykkt þingsins um útgáfu blaðsins var og samþykkt heimild um að verja í þessum tilgangi 150 krón ur, ef hæfir menn fengjust til að annast ritstjórn þess og útgáfu. Skipuð var þriggja manna nefnd til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd, þeim: Sigurði Júl. Jó- hannessyni, Ólafíu Jóhannsdótt- ur og Þorvarði Þorvarðssyni. Árangurinn var að hafizt var handa um útgáfu barnablaðs sem hlaut nafnið Æskan og fyrsti ritstjóri þess var ráðinn Sigurður Júl. Jóhannesson. Þeir aðrir sem verið hafa ritstjórar Æskunnar eru: Ólafía Jóhanns- dóttir, Hjálmar Sigurðsson, séra Friðrik Friðriksson, Sigurjón Jónsson, Aðalbjörn Stefánsson, Margrét Jónsdóttir, Guðmund- ur Gíslason og Guðjón Guðjóns- son skólastj. í Hafnarfirði, sem er ritstjóri hennar nú. Æskan hefir alltaf verið í eigu Stórstúku Bslands en fram til ársins 1928 hafa ýmsir góðir menn annast um útgáfu hennar, en síðan þá hefir hún verið gef- in út af Stórstúkunni. Árið 1930 hóf Æskan útgáfu barnabóka. Fyrsta bókin sem út kom á forlagi hennar var eftir fyrsta ritstjóra hennar, Sig. Júl. Jóhannesson og heitir Sögur Æskunnar. Á forlagi Æskunnar hafa komið á tæplega 100 barna- bækur fram til þessa, og í til- efni af 50 ára afmælinu koma út 4 bækur. Árið 1940 setti Stórstúkan á stofn bókabúð sem ber nafnið Bókabúð Æskunnar. Æskan hóf göngu sína með um 600 kaupendum en nú telur hún tæplega 10 þúsund kaupendur. Alþbl. 5. okt. Maður nokkur, sem þótti gam- an að fiska, hafði þann sið að stoppa upp stærstu laxana, sem hann náði í og hafa þá í glerskáp í stofunni. En langstærsti skáp- urinn var tómur. Dag nokkurn spurði einn af kunningjum hans, hvernig á þessu stæði. — Það var sá stóri, sem ég missti, svaraði maðurinn. Þér lofuðuð mér launahækk- un, ef þér yrðuð ánægður með mig, sagði Skotinn við vinnu- veitanda sinn. Eg get ómögulega verið ánægð ur með mann, sem heimtar launa hækkun. ☆ Betlari barði að dyrum húss eins í Skotlandi. Frúin kom til dyra. Kæra frú, getið þér ekki liðsinnt mér. Eg hef misst hægri fótinn. Hann er ekki hér, svaraði frú- in og lokaði hurðinni. , ☆ Skoti keypti á uppboði flibba, sem var tveimur númerum of lítill. Hann fór strax að megra sig. Nýr flugvöllur bygður við Sauðárkrók í sumar í SUMAR hefir verið unnið að flugvallargerð við Sauðárkrók og er völlurinn nú svo að segja fullgerður. í fyrradag lenti fyrsta flugvélin á vellinum, og var það flugvél frá Flugfélagi Islands, er var á reynsluflugi, en með henni voru auk flugstjórans, Þorsteins Jónssonar, flugvallarstjóri ríkisins, Alfreð Elíasson frá Loftleið- um h.f. og Sigurður Jónsson frá Flugfélagi Islands. Skoðuðu þeir flugvöllinn og New British Deaf-Aid Also Receives Radio Programme leizt mjög vel á vallarstæðið og aðstæður allar. Flugvöllur þessi er um 800 metra á lengd og 60 metra á breidd, en í ráði mun vera að bæta annarri flugbraut við síðar. Sjálfur völlurinn er fullgerð- ur, en verið er að breyta síma- línu, sem liggur við völlinn og nærri honum, og þegar því er lokið, mun flugvöllurinn verða tekinn í notkun og reglubundn- ar flugferðir hefjast til Sauðár- króks. Flugvöllurinn er sunnan og austan við Sauðárkrók, aðeins nokkur hundruð metra frá kaup- staðnum. — Alþbl., 16. okt. Framhaldsskólakennari tók það fram í skólasetningarræðu sinni eitt haustið, að ekki mætti skrópa í skólanum og ekki koma of seint. —. Annað hvort kemur maður eða maður er dauður. Dag nokkurn bar svo við að kennarinn sjálfur kom of seint. Nemendurnir biðu stundarkom, en fóru því næst allir nema einn. Loks kom kennarinn, litaðist um, en sá aðeins einn nemanda og spurði undrandi: — Hvar eru allir nemendurn- ir? — Þeir eru farnir út að kaupa kransinn, sagði nemandinn This picture shows the “Bel- clere” Radio Monopack deaf-aid which was demonstrated at the recent British National Radio exhibition at Olympia, London. The set is a high-fidelity single- unit hearing aid suitable for use in either slight or severe cases of deafness; it is easy to wear and is alsö extraordinarily eco- nomical in battery-replacement. Privision is also made for re- ceiving one radio programme without any extra control than a change-over switch. A volume control and switch are provided in addition to an ifinitely vari- able tone control. No external aerial is -neeessary. Miniature crystal or magnetic earpieces can be supplied. Kvikmyndahúseigandi í Aber- deen vildi sýna höfðingsskap í tilefni af því, að kvikmyndahús hans átti merkisafmæli. Ekki vildi hann þó eyða í það miklum fjármunum. Hann lét því, að vandlega athuguðu máli, festa yfir dyrnar á kvikmyndahúsi sínu, þar sem á var letrað með stórum stöfum: Allir. sem komnir eru yfir átt- rætt, fá ókeypis aðganga, ef þeir eru í fylgd með foreldrum sín- um. Larsen liðsforingi datt af hest- baki og braut í sér þrjú rifbein. Hann var lagður inn á sjúkra- hús. Dag nokkurn kom ung stúlka í heimsókn til Larsens. Gömul og virðuleg kona tók á móti henni og hélt ungfrúin að þetta væri yfirhjúkrunarkonan. Gamla konan sagði vingjarn- lega: — Það er nú víst komið fram yfir venjulegan heimsóknartíma, en ef þér þekkið hann vel, þá . . . Hvort ég þekki hann, ég er systir hans. — Það er einkennilegt, ég er nefnilega móðir hans, sagði gamla konan. ☆ Hvernig getur þér dottið í hug, sagði Skotinn við konu sína. að kaupa tvo happdrættismiða, þeg- ar aðalvinningurinn er ekki nema einn. Ný íslenzk kvikmynd frumsýnd í janúar n. k. Óskar Gíslason tók myndina eftir sögu Lofts Guðmundssonar Bíógestir eiga von á góðri skemmtun í janúarmánuði næstkom- andi, en þá verður frumsýnd ný íslenzk kvikmynd, er Óskar Gísla- son ljósmyndari hefir gert. Vísir náði tali af Óskari Gísla- syni í morgun og innti hann eft- ir þessari nýju kvikmynd, því að enn er nýnæmi að kvikmynda töku hér á landi og munu marg- ir hlakka til að sjá hana. Unnið að myndinni í sumar Óskar hefir unnið að kvik- myndatökunni í sumar, en hér er um að ræða ævintýramynd í þjóðsagnarstíl, eftir sögu Lofts Guðmundssonar. Þorleifur Þor- leifsson hefir svo samið handrit- ið eftir sögunni, til kvikmynd- unar. Myndin hefir verið tekin bæði úti og inni, eins og að lík- um lætur. Útimyndirnar hafa flestar ver ið teknar í nágrenni Reykjavík- ur, í Kjós, Ölfusi og Hafnarfirði, en innimyndirnar að Árbæ, þar sem útbúin var baðstofa í forn- um stíl. Hefir Óskar lagt mikla vinnu í kvikmyndatökuna og má vænta hins bezta af þessu. Meðal leikenda eru Jón Aðils, Þóra Borg Einarsson, Erna Sig- urleifsdóttir, Valdimar Lárus- son (úr leikskóla Ævars Kvar- an) og Ævar R. Kvaran, sem jáfnframt er leikstjóri. Þá má geta þess að tveir stærstu lög- regluþjónar á íslandi leika í myndinni, þeir Ólafur Guð- mundsson og Valdimar Guð- mundsson og leika þeir ferlega tröllkarla. Þá hafa tvö börn, Friðrikka Geirsdóttir og Valur Gústafsson, allmikil hlutverk í myndinni. Kvikmyndin er talmynd, þó ekki 100% talmynd, eins og það er kallað, en tekin í eðlilegum litum. Væntanlega verður nánar skýrt frá þessari nýju kvikmynd síðar, en frumsýningin verður í janúar eins og fyrr getur. VÍSIR, 6. okt. Tveir kaupsýslumenn höfðu brugðið sér suður til ítalíu og dvalizt þar um þriggja vikna skeið. Þegar þeir komu heim, mættu þeir kunningja sínum, sem spurði: — Hvernig fóruð þið að því að gera ykkur skiljanlega þarna suðurfrá? Annr ferðalangurinn benti á brjóstvasa sinn og sagði: — Við höfðum peningaveskin meðferðis, og þau töluðu fyrsta flokks latínu! ☆ Húshóndinn: — James, ég þori að veðja um að þú hefur drukkið af Whiskyinu mínu. Þjónninn: — Fyrirgefið, herra, ég veðja aldrei. ☆ Unga konan: — Ertu að hugsa um að baða barnið úr þessu, stúlka? Það vantar mikið á, að það sé 35 stiga heitt? Vinnukonan: — Það skiptir ekki máli, kona, því ekki hefur krakkinn neina hugmynd um hitastig. — Víkingur BRITISH 1950 CARS AT EXHIBITION IN LONDON This picture shows the British “Triumph” ‘Mayflower’ 10 hp. saloon car, which was shown at the recent International Motor Exhibition at Earls Court, London. The Mayflower is an entirely new product in the range of the Triumph Co., of Coventry, Eng- land, and is in the luxury class of the smaller vehicles, although the price is medium. The side valve engine is of 1,250 c.c. (about 11 hp.) and gives a top cruising speed of 55 mph. Forward gears are synchromesh and front suspension is independent. The attrac- tive bodywork is of the ‘razor edge’ design, a compromise between the British and the latest American styles. The model shown is of the two-door type with folding front seats.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.