Lögberg - 01.12.1949, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. DESEMBER, 1949
3
Kœrkomin rödd frá Islandi--
Borgafirði--að sumarlokum 1 949
Heilir og sælir kæru landar,
vestan hafsins. Þakka ég ykkur
öllum einu orði mörg vinsam-
leg bréf og bróðurkveðjur, sem
til mín hafa borist með beztu
skilum.
Nú er þegar liðið eitt ár frá
því ég sendi mitt síðasta bréf í
Lögberg. Viðburðir daganna og
áranna þjóta áfram einn eftir
annan, falla sumir jafnharðan
í gleymsku en aðrir rifjast upp,
þegar litið er til baka. Þégar ég
lít nú í anda yfir síðastliðið ár,
virðist mér, sem þessir dimmu
dagar megi teljast léttbærir, enn
sem komið er ekki undan miklu
að kvarta. Einkum er það óhag-
stæð tíð sem vekur umtal og
kvartanir hjá þeim er í sveitum
þessa lands búa. Og satt er það,
að ekki hefir verið hér árgæska
í þeim efnum er snerta veður-
far, hvorki síðastliðinn vetur
eða útlíðandi sumar. Haustið
1948 var kalt og það svo að fann-
breiður voru komnar hér yfir
fjöll og hálsa litlu eftir miðjan
sept., frostnæðingar dag eftir
dag svo að nautpeningur kom
í fyrsta lagi á gjöf. Frá því í
sept. til miðs júní mátti heita
samfeld vetrarveðrátta, snjór á
snjó ofan með nokkru frosti, en
aldrei stóiýiríðum. Það, sem auð-
kenndi þennan vetur var eink-
um það hvað snemma hann hófst
og hvað seint honum lauk. Varð
því útkoman sú, að hey eyddust
meira en ráð var fyrir gjört. Hér
í Borgarfirði eru frost og hríðar-
veður fágæt í maímánuði en í
þetta sinn urðu ær að vera við
hús til fyrstu daga júnímánað-
ar. f sambandi við vorharðind-
in urðu þó ekki vanhöld hér á
sauðfé. Við töðu og fóðurbætir
lifðu ær góðu lífi og fæddu lömb
sín vel. En heyfyrningar urðu
litlar víðast hvar, en um hey-
skorí var þó naumast að ræða
um þetta hérað, enda lagðist vet-
ur ekki hér að með slíkum
þunga og í ýmsum öðrum hér-
uðum þessa lands. Fór það svo
í sumum sveitum að hey þrutu
áður en harðindunum lauk.
Mun það einsdæmi að vegna
harðinda hafi hey verið flutt úr
Borgarfirði, bæði til Vestur- og
Norðurlands, en svo var þá gert
þetta síðastliðna vor. Voru hey
þar látin tregðulaust af hendi,
sem bændur gátu misst frá sín-
um eigin fénaði og kom sú hjálp
að góðu liði.
Þótt vorið kæmi næstum mán
uði seinna en venjulegt er í skap
legri tíð, gleymdu ekki blessaðir
fuglarnir okkar varplöndunum
sínum. Síðari hluta aprílmánað-
ar fóru þeir að heilsa okkur að
vanda, en í þetta sinn lyftu þeir
sér ekki til flugs með sætum
söng því fokið var í öll skjól.
Nú voru því örlög þessara æsku-
vina okkar að deyja úr kulda og
sulti þegar hvorki var skjól eða
björg að finna. Þess má þá geta,
að margur smáfuglinn bjargast
nú á dögum fyrir líknarhendur
góðra manna, sem kasta til
þeirra fæðu sem bjargar þeim
frá bana.
Það var ekki fyrr en um miðj
an júnímánuð, sem jörðin fór að
byrja að grænka, en úr því var
líka öllum vorkulda lokið og
þótti mál til komið. Nokkrir hita
dagar komu síðast í júní og þaut
þá grasið upp á fáum dögum
svo að um miðjan júlí var komin
ágæt slægja á velræktuðum tún-
um. Hér var því ekki um gras-
brest að ræða. En með byrjun
sláttar komu óþurkar sem töfðu
mjög fyrir heyverkun og ryrðu
notagildi heysins. Stöku bænd-
ur hér eru nú við öllu slíku bún-
in, með votheysloftum og blást-
ursvélum í hlöðum og er slík
aðferð vörn við ofhita. Þessi að-
ferð hefir kostnað í för með sér
og ber sig ekki nema um tals-
vert heymagn sé að ræða. Verð-
ur því meiri hluti bænda enn
sem komið er, að sætta sig við
hinn gamla vana. Að einu leyti
standa bændur betur að vígi í
óþurkatíð en áður var, nú hafa
flestir dúka til að breiða yfir
sætin, má því telja því heyi borg
ið fyrir regni, sem komið er und
ir slíkar yfirbreiðslur. í þetta
sinn komust menn að þeirri nið-
urstöðu að heyfengur bænda sé
talsvert undir meðallagi, vot-
viðrin hafa tafið fyrir vinnu og
dregið úr notagildi heysins.
Með Norðurá, sem rennur um
endilangan Norðurárdal og síð-
an um Stafholtstungu, eru beztu
engjalönd þessa héraðs, að frá-
skildum Hvanneyrarflæðengj-
um. Vegna óþurkanna urðu
bændur síðbúnir með heyskap
af þessum góðu engjum, en
tólfta sept. gerði óvenju mikið
regn á þessu svæði og það svo
að Norðurá flæddi yfir engjar
sem þaktar voru bæði í sæti og
flekkjum. Var það birt í útvarps
fréttum að Norðdælingar hefðu
tapað um átta hundruð hestburð
um heys í þessu flóði og Staf-
holtstungumenn öðru eins.
Síðastliðið vor bárust þau tíð-
indi um sveitir landsins að rík-
isstjórnin vildi stefna hingað
þýzku verkafólki sem yrði árs-
hjú bænda. Fólkið átti að vera
í broddi lífsins, bæði piltar og
stúlkur. Það átti að taka við hin-
um fjölbreyttu heimilisverkum
er íslenzkum sveitabúskap
fylgja og sem mörg heimaöldu
hjúin leystu oft vel af hendi, með
an þeim var á að skipa. Þetta
glæddi vonir bænda um aukinn
og ekki mjög dýran vinnukraft.
Fór svo að bændur pöntuðu þýzk
an verkalýð í hundraðatali.
Tveir Borgfirskir Reykvíkingar
voru sendir til Þýzkalands til
að ráða fólkið og gæta þess að
ekki væri tekið annað fólk en
það, sem ætla mætti sæmilega
liðsmenn. Sendimennirnir voru
báðir greindir og að góðu kunn-
ir, voru það blaðamennirnir Þor-
steinn Jósepsson frá Signýjar-
stöðum í Hálsasveit og Jón
Helgason frá Stóra-Botni. Höfðu
þeir langa útivist við ráðningu
þessa fólks og komu ekki tóm-
[ hentir. Lögðu þeir víst allt kapp
á að velja vel þar sem úr miklu
var að moða. Hálfum hluta þess
er þeir félagar drógu á land var
strjálað yfir Borgarfjörðinn,
voru það bæði piltar og stúlkur,
að líkindum ekki valið af verri
endanum. Samt hefir þótt örla
á því að sumt af þessu verka-
fólki gætti ekki verka sinna af
einhug. Sumt af því reynir eftir
beztu getu, að leggja fram lið
sitt, en meiri hluti þess virðist
þó rótlaust fokstrá, sem litlar
líkur séu til að festi hér rætur.
Fréttir berast þó af því, að sum-
ar þýzku stúlkurnar gangi í augu
pilta hér og það svo að af því
leiða giftingar. Meðal annars fór
fram brúðkaup í Borgarnesi þar
sem ungur efnismaður fastnaði
sér þýzka konu, eina úr hópi
þeirra félaga Þorsteins Jóseps-
sonar og Jóns Helgasonar. Mætti
ætla að ungu hjónin hugsuðu til
þeirra með vinarhug. Víðar þyk-
ir brydda á því að þessar þýzku
stúlkur ætli að ná hér í maka
þótt kynnin séu lítil meðan
hjónaefnin skilja ekki hvort
annað.
Strax þegar vorharðindunum
lauk varð fólkið á ferð og flugi
um landið þvert og endilangt.
Allar laxveiðiár hér í Borgar-
firði eru nú leigðar kaupsýslu-
búum eða með öllu komnar í
eigu þeirra, að Hvítá undantek-
inni. Sumir Reykvíkingar hafa
byggt sér skrauthýsi hjá veiði-
ánum og dvelja þar lengri og
skemmri tíma, aðrir gera sér
hægt um hönd sem bíla eiga, að
fara að heiman að morgni og
heim að kveldi þótt heimilið sé
í Reykjavík en veiðiáin sé í Borg
arfirði. Þessir laxakóngar gera
því tvennt í einu, að fara í
skemtiferðir og draga björg í bú
ið, sem geta orðið margir stór-
laxar í einni ferð. En hitt getur
líka átt sér stað að ekki séu all-
ar ferðir til fjár þótt farnar séu.
Og svo var það líka á meðan
laxveiðin var í höndum bænda
þótti þeim mikið fyrir því að
tefja sig frá heyskap upp á tví-
sýna veiðivon. Talið er að lax-
gengið hafi verið hér í minna
lagi þetta sumar.
Ekki hafa vorharðindin, vor-
kuldar og óþurkar dregið neitt
úr lífsfjöri hvorki hinna eldri
eða yngri manna. Samkomuhús
bæði fjölga og stækka í þessu
héraði og um flestar helgar eru
fleiri og færri samkomur, sem
æskulýðurinn sækir að úr öll-
um áttum. Þar má sjá í meiri
hluta, prúðbúinn og ásjálegan
æskulýð sem kom að njóta æsku
gleðinnar.x En líka kemur það
fyrir að ölvaðir menn raski hátt
prýðinni. Eru það oftast fjör-
miklir og einfaldir unglingar,
sem glæpast á að neyta v;ns í
þeirri von að þeir verði með því
menn að meiri og geti sýnt að
þeir hafi krafta í kögglum. En
hér í Borgarfirði eru slíkir menn
í svo miklum minnihluta að bezt
myndi að láta þá liggja á milli
hluta og láta þeirra að engu get
ið. Hins má fremur geta að hinn
gamli söngflokkur Borgfirðinga
Bræðurnir, sem Bjarni Bjarna-
son á Skáney hefir stjórnað
fleiri tugi ára, er nú endurvak-
inn eftir nokkra hvíld. Og það
með svo miklu fjöri og einhug,
að hagleysi og harðindi gátu
ekki hamlað þeim frá því að
mætast á gleðimótum í vetur og
vor. Þótt flestir þessara félaga
séu nú komnir á sextugsaldur,
halda þeir enn sínu æskufjöri
og æskugleði þegar þeim gefst
kostur á að skemmta bæði sér
og öðrum á mannfundum. Tú
eru það vegirnir og bílarnir sem
gera þessum félögum hægara um
hönd en áður var.
Brúðkaupsveizlur, sem áður
ur fyr voru hér einu gleðimótin,
auk réttanna, eru nú með öllu úr
sögunni. Afmælisveizlur eru nú
komnar, sem áður voru með öllu
óþekktar meðal sveitabænda.
Það á sér nú stað að stofnað sé
til veizlu og birt með útvarps-
fréttum þegar menn eiga fimm-
tíu ára afmæli, hvað þá þegar um
hærri aldur er að ræða. Um
hundrað ára afmæli er ekki oft
að ræða. Samt átti Þorbjörg
Pálsdóttir á Bjarnarstöðum í
Hvítársíðu hundrað ára afmæli
6. apríl síðastliðið vor. Var henn
ar þá minnst með heimsóknum
sveitunga og vina og skrifað um
hana í blöðum. Var þess getið
meðal annars, að hún sæti alla
daga við ullarvinnu, spinni og
prjónaði frá morgni til kvölds.
Það þykir fádæmi að á lífi sé
kona, sem átti mann fæddan 1815
en það ár var séra Jón Hjartar-
son á Gilsbakka fæddur, fyrri
maður Þorbjargar,eru nú liðin
sjötíu og sjö ár frá því er þau
séra Jón og Þorbjörg giftust. Þor
björg missti séra Jón vorið 1881
en reisti bú á Bjarnarstöðum ári
síðar og giftist þá ungum efnis-
manni Páli Helgasyni sem nú
er látinn fyrir mörgum árum,
eru börn þeirra tvö«á lífi, Jón
bóndi á Bjarnastöðum og Kristín
húsfrú í Fljótstungu, hjá henni
dvelur Þorbjörg um vetur en á
Bjarnarstöðum um' sumur. Ekki
hafa þær fréttir þótt sennilegar,
sem birtar hafa verið um vinnu-
þol og fráleik Þorbjargar. Ég
sem þessar línur skrifa, heim-
sótti þessa öldruðu merkiskonu
í sumar. Var ég henni að öllu
góðu kunnur frá fornu fari. Fór
ég með tveimur kunningjum
mínum úr Reykjavík. Enginn
okkar hafði áður litið hundrað
ára mann, hvorki karl né konu.
Þegar að Bjarnarstýðum kom,
fundum við húsfreyju og spurð-
um hvort Þorbjörg væri á fót-
um og hvort hún myndi geta
komist til dyra. Húsfreyja sagði,
hún sæti við rokk sinn að vanda
og til dyra myndi hún koma taf-
arlaust þegar hún vissi hverjir
væru komnir. Strax þegar Þor-
björg frétti um gesti sína kom
hún til dyra broshýr, léttstíg og
beinvaxin, svo sem hún var á
yngri árum. Gekk hún hiklaust
(Frh. á bls. 7)
The InvalicTs Woes
By Art Reykdal
When I was sick and lay in hed,
I had two pillows at my head—
Two sodden lumps that wouldn’t stay
In place, no matter what the way
I propped them up to rest my head
In decent comfort as I read.
My hook was skinny, dull and small,
And, covering the nearest wall,
Were scores of tempting volumes, each
Annoyingly just out of reach.
And I was not supposed to rise
Or even read; just rest my eyes.
' »
But I had lived through many ructions
For hreaking medical instructions;
So, getting up on quaking feet,
I gathered an almost complete
Selection of the hest loved works
Of old Mark Twain and other jerks.
But still I couldn’t take my mind
Away from those Td left behind;
Particularly when I noted
The very hest of all—I wrote it.
(Hold hack the rising critic’s cry.
That rhyme is sick, but so am I.)
The weary hours wore away.
My mother came with laden tray.
' She straightened out the tangled sheet
That wrapped itself around my feet
And I controlled my juices gastric
And went through several feats gymnastic
To balance foodstuffs on my knees
While gamely trying not to sneeze.
The effort kept my nostrils wizened.
The tea-tray held my legs imprisoned
Effectively as metal clamps . . .
And at that point I got the cramps.
In pained convulsions my legs twitched.
My pulses throbbed. My carcass itched.
My coffee spilled. My pie plate slipped.
The sneeze let loose. A tumbler tipped.
The tray went hurtling heels o’er head
And spewed its contents in my bed.
My illness isn’t very serious.
Presents no terrible, mysterious,
Fatal symptoms. Still I’m suré
I’m slowly dying from the cure.
Business and Professional Cards
SELK.RK METAL PRODUCTS LTD.
Reykh&far, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldí-
við, heidur hita frá að rjúka út
með reylcnum — Skrifið sírnið til
KELLY SVEINSSON
187 Sutherland Ave., Winnipeg
Sími 54 358
S O BJERRING
Canadian Stamp Co
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORFORATE SEALS
CELLIJLOID BUTTONS
324 Smilh Si. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668
Res, 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Ila rrlnlcr. Snlicltor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
447 Portage Ave,
Also
123
TENTH ST.
BRANOON
Ph, 926 885
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphall Roofs and Insulated
Siding — Repairs
632 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
DR. A. V.>JOHNSON
Dentist
506 SÓMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Hpme Telephone 202 398
Talsíml 925 826 Helmllls 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOlnuur i augna, eyrna. nef
og kverka sjúkdómum
209 Medical Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 ti) 5.00 e. h
DR. ROBERT BLACK
SérfrœOingur i avuna, eyrna,
nef og hálssjúkdóm um
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofuslml 923 851
Heimaslmi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N DAK
Islenzkur lyfsali
Fðlk getur pantað meðul og
annað með póstl.
Fljðt afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkkistur og annast um Ot-
farir. Allur útbúnaður sS beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsimi 27 324
Heimilis talslmi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St, Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
305 Confederatlon Life Bldg.
Winnipeg Manitoba
Phone 49 469
Radio 8ervice Specialista
ELECTRONIC LABS.
H. TBORKELSON, Prop
The most up-to-date Sound
Equlpment System
692 ERIN St. WINNIPEG
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barristers - Solicilors
Ben C. Parker. K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
50« Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN,
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST.
Viðtalstlmi 3 -6 eftir hádegl
DR. E. JOHNSON
804 EVELINF, STREET
Selklrk. Man
Offlce hrs. 2 H0—6 p.m
Phones: Office 26 - Hes 230
SARGENT TAXI
Phona 722 401
FOR QUICK RELIABLB
SERVICE
Office Phone Hes Pbun*
924 762 726 116
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlceknar
406 TORONTO GEN TRU8TH
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith 8t.
Phone 926 962 WINNIPEO
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend"
Pk. tLALk 297 PmNCKSs Strbbt
rn. Z0404 Haif Bk>ck N. Logan
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPQ
Fasteignasalar. Leigja hús. Ct-
vega peningalðn og elds^byrgð.
bifreiðaábyrgð, o. ». frv.
Phone 927 588
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfracOKngar
209B/.NK OF NOVA SCOTIA BO
Portage og Oarry St.
Phone »28 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
68 VICTORIA ST„ WINNIPEQ
Phone 98 211
Manager T. R. TBORVALDSON
?our patronage wlll be appreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS. LTD.
J H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fr '«h
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slml »26 22T
Wholesale Distributors of
FRE3SH AND FROZEN FISB