Lögberg - 01.12.1949, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. DESEMBER, 1949
Hogtierg
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
69b SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórana:
EDITOR i ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
FAGUR VITNISBURÐUR OG MAKLE.GUR
Um þær mundir, er Guðmundur Grímsson var skip-
aður dómari í hæztarétti North Dakotaríkis, flutti blað-
ið Bismarck Tribune þau fögru og maklegu ummæli um
ævistarf þessa hógværa og glöggskygna ágætismanns,
er hér fara á eftir:
„Guðmundur Grímsson er þjóðfélagsþegn í þeim
fylzta og fegursta skilningi, er sérkennir amerískan
hugsunarhátt. Hæztiréttur North Dakotaríkis, sem
Guðmundur Grímsson nú tekur sæti í, auðgast að mun
við aðkomu hans; hann veitir eigi aðeins stofnun þess-
ari aðgang að margháttaðri reynslu sinni á vettvangi
lögspekinnar, heldur verður hún einnig aðnjótandi hæfi
leika hans varðandi almannaheill á mörgum öðrum
sviðum; alt þetta ber því glöggt vitni, hve hinni æðstu
réttarfarsstofnun ríkisins græddist mikið við slíka
starfskrafta, sem Guðmundur dómari býr yfir, og hve
framhaldstraust hennar hjá almenningi styrktist. Aan-
dahl ríkisstjóri gat ekki verið heppnari í vali, né heldur
tilnefnt mann, er almennari vinsælda nyti í North
Dakota.
Saga Guðmundar dómara, sem nú hefir hlotnast
sæti í hæztarétti ríkisins, er á margan hátt einkenn-
andi fyrir Ameríku.
Guðmundur dómari var fæddur á erlendri grund eins
og forfeður okkar yfirleitt með fáeinum undantekning-
um. ísland var fæðingargrund hans; landið, sem á elzta
lýðræðisþing í heimi, og ekki ósennilegt, að einmitt
slíkt hafi haft djúpstæð áhrif á lífsviðhorf og starfsferil
Guðmundar dómara. Til þess að ljúka menntaskóla- og
háskólanámi, varð Guðmundur dómari að klífa þrítug-
an hamarinn; hann annaðist um matseld sína sjálfur
og bjó mð hinum víðfræga manni Vilhjálmi Stefáns-
syni; hann vann að hirðingu háskólans, flutti póst, var
um hríð póstmeistari háskólans og hafði umsjón með
bókastöð stofnunarinnar.
Frá lögfræðilegu sjónarmiði séð aflaði Guðmundur
dómari sér mestrar frægðar, og vann sennilega sitt
mesta afreksverk, er hann tók að sér til rannsóknar
og meðferðar mál, er leiddi til umbóta í mörgum ríkj-
um á refsiaðferðum og aðbúð fanga, og afnáms hinna
skrílslegu miðaldapyndinga í Floridaríkinu, en um það
mál fórust blaðinu Indianapolis News, meðal annars
þannig orð:
„Guðmundur Grímsson, óbrotinn ríkislögsóknari,
fann hjá sér innri mátt til að hefja stórfenglega um-
bótabaráttu í mörg hundruð mílna fjarlægð frá heim-
ili sínu. Það væri Ameríku holt að eignast nokkra fleiri
Guðmunda Grímssyni".
Áminstri ritstjórnargrein lýkur á þessa leið:
„Það væri Ameríku holt að eignast sem flesta menn
af gerð Guðmundar Grímssonar, og það kemur hæzta-
rétti North Dakotaríkis vel, að njóta starfskrafta þessa
fjölhæfa manns, sem verið hefir skólakennari, blaða-
maður, málaflutningsmaður, umbótamaður og baráttu-
maður fyrir réttindum einstaklingsins; nafn hans mun
varpa nýjum ljóma á hæztarétt ríkisins, þessa mikil-
vægu stofnun, er jafnan hefir notið og nýtur enn, virð-
ingar og*trausts almennings".
★ ★ ★
ÞAKKARVERÐ RÆKTARSEMI
Hinn þjóðkunni rithöfundur og fræðaþulur, Krist-
ieifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi í Borgarfirði hinum
syðra, hefir nú í meir en þrjátíu ár, sent Lögbergi
vandað og fróðlegt fréttabréf um jólaleytið; hafa marg-
ir lesendur Lögbergs, og þá ekki hvað sízt Borgfirðing-
ar, notið ósegjanlegrar ánægju af skrifum þessa ágæta
manns; ræktarsemi Kristleifs við Lögberg og Vestur-
íslendinga yfir höfuð, verður aldrei að fullu þökkuð.
Fyrri helmingur hins þrítugasta og fyrsta frétta-
bréfs Kristleifs Þorsteinssonar, birtist nú í þessari viku,
og í einkabréfi til ritstjórans, er fréttabréfinu varð sam-
ferða, lætur hann þess getið, að sjón sé tekin að dapr-
ast og höndin að stirðna, sem heldur er ekki mót von,
þar sem hann nú er nálega níræður að aldri; þó gætir
þess hvergi, að sálarsýn hans sé tekin að dofna.
Kristleifur er glaðsinna maður, og lífsviðhorf hans
minnir á heiðríkju.
í niðurlagi bréfsins til ritstjóra Lögbergs, farast
þessum sérstæða aldursforseta íslenzkra fræðimanna
og rithöfunda orð á þessa leið:
„Þessi fréttabréf, sem ég hefi sent Lögbergi um
þrjá áratugi, hafa verið svo vel þegin, að slíkt hefir
aukið mér djörfung og vilja til að halda þeim áfram,
þó getan sé nú að verða lítil. — Ég fæ Lögberg ávalt
með skilum, og ég þakka þér og öllum hinum þá miklu
fyrirhöfn og þá miklu alúð, sem þið leggið í það, að við-
halda íslenzkri tungu vestan hafs“.
Þráðlaus blaðaprentun
Nú er svo komið að hægt er að draga prenluð blöð út
úr útvarpstœkinu sínu. Þetta þykir kannske sumum
engin jurða, úr því að hægt er að senda myndir loft-
leiðis, en þó liggur mikil vinna bak við þessa upp-
götvun, og hún á eftir að fullkomnast til að geta orðið
almennings eign.
Skömmu áður en síðasta styrjöld hófst — í desember 1938 —
sendi blaðið St. Louis Dispatch út hið fyrsta prentaða útvarps-
blað. Þetta vakti feikna athygli, ekki síst meðal blaðaútgefenda,
sem óttuðust að blaðið sem kæmi út úr tækinu í stofunni gæti
orðið hættulegur keppnautunum, sem lögð eru á hurðarlásinn.
Myndun þingræðisst jórnar þolir enga bið
þarf að vera lokið fyrir nóvemberlok
Þingsetningarræða forseta fslands
Hér fer á eftir ræða forseta Islands, herra Sveins Björnssonar
við setningu Alþingis í gær:
Er fráfarandi ráðuneyti fékk lausn 2. nóvember bar ég fram þá
ósk að flýtt yrði sem mest myndun nýs ráðuneytis þegar er Alþingi
kæmi saman til funda. Sömu ósk bar ég fram við formenn allra
þingflokkanna fjögra er ég átti tal við þá um viðhorfið daginn
eftir, 3. nóvember. Skildist mér á þeim öllum, að þeir væru mér
á þeim öllum, að þeir væru mér sammála um, að þetta væri mjög
æskilegt og tóku því vel að hefja þá þegar þann undirbúning undir
stjórnarmyndun sem kleyft væri. Nú er Alþingi er komið saman
til funda ber ég fram sömu óskina enn þá einu sinni.
Nýja blaðið kom út úr viðtæki
sem stóð í stofunni og var svip-
að venjulegu útvarpstæki að sjá.
Fullgilt dagblað, með myndum,
greinum, fréttum, auglýsingum,
teiknimyndum og öllu saman.
Það var talað um að nýja blað-
ið mundi gera fjölda blaða-
manna atvinnulausa, svo og
prentara, en reynslan af þeim
útvarpsblöðum, sem hingað til
hafa verið gefin út í tilrauna-
skyni, virðist benda á að gömlu
blöðin hafa ekkert að óttast.
Þegar útvarpsblaðið fullkomn-
ast kemur það út í mörg þúsund
útgáfum á dag og þarf á fleiri
blaðamönnum og ljósmyndurum
að halda en gömlu blöðin, og
þau verða alls ekki óþörf, held-
ur verka á blaðalestur á líkan
hátt og útvarpið, nfl. örvandi.
—Aðferðin sem notuð er til
«
að senda blöð þráðlaust er ólík
þeim, sem notaðar eru við út-
varp og í firðsjánni, en skyld
þeirri, sem notuð er við send-
ingu mynda.
Blaðið er sett á setjaravél og
brotið um eins og undir venju-
lega prentun og eintak tekið af
því í pressu, eða þá að það er
skrifað á sérstaka gerð ritvéla,
sem gerð hefir verið sérstaklega
til þessa. Síðan er hver blaðsíða
látin á vals í senditækinu, svo-
nefndan „scanner", líkan valsi
á ritvél.
Sterku ljósi er síðan varpað á
letrið og myndirnar á valsinum.
Það hreyfist ótt fram og aftur
um valsinn svo að hver einasti
depill á blaðsíðunni lýsist. Svo-
nefnt „töfraauga“ eða „fótó-
cella“ sem hefir þann eiginleika
að geta breytt styrk rafstraums-
ins í réttu hlutfalli við það ljós-
magn sem það verður fyrir, er
jafnan stillt á sama blettinn sem
Ijósið fellur á, og hittir þá
punktana á myndinni, svarta,
hvíta eða gráa og endurkastar
þeim í stuttbylgjusenditækið,
sem sendir þá áfram þráðlaust
til viðtækjanna.
Viðtækið tekur á móti þessum
breytilegu rafstraumsáhrifum
og gerir þau sterkari svo að þau
verka á stöng eina, sem lyfst
getur og lækkað og „skrifað“
punktana niður á blað, líkt og
grammófónnál ristir tónrák á
plötu. I viðtækinu er hvít papp-
írsörk og ofan á henni kalker-
pappír, sem nálin á stönginni
snertir, þannig að allir punkt-
arnir, sem rafstraumurinn flyt-
ur af „scannernum“ á sendistöð-
inni koma nú fram aftur á hvítu
örkinni undir kalkerpappírnum.
Þar sem örkin á að vera hvít
snertir nálin ekki pappír, en þar
sem hún á að vera svörtust
snertir nálin hann fastast. Á
þann hátt kemur fram í hverju
viðtæki pappírsörk, sem er ná-
kvæmlega eins og örkin á sendi-
stöðinni.
Það var í desember 1939 sem
„St. Louis Post Dispatch“ sendi
eintak af blaðinu á þennan hátt
heim til allra þeirra, sem unnu
á ritstjórninni, litla útgáfu með
þremur dálkum á hverri síðu og
síðurnar voru níu. En þá höfðu
þúsundir manna fengið tækifæri
til að sjá þessa nýjung á heims-
sýningunni í New York. Þar var
hægt að senda átta dálka síðu
af blaði á einum stundarfjórð-
ungi, og var það engan veginn
mikill harði, en bjartsýnir menn
sáu þegar að hér var um upp-
götvun að ræða sem átti fyrir
sér að fullkomnast, og stórt fyr-
irtæki í New York birti hlemm-
istórar auglýsingar um, að það
seldi svona viðtæki fyrir ótrú-
lega lágt verð — eða aðeins 79
dollara.
Dagblöðin sáu að hér var um
keppinaut að ræða, sem best
væri að tryggja sig gegn með
því að taka hann í sína þjónustu.
Þau lögðu fram peninga til að
gera umbætur á þessu nýja
„prentvarpi“ og tryggðu sér for-
rétt að uppgötvuninni, ef svo
kynni að fara að hún yrði þýð-
ingarmikil í framtíðinni.
Þessi aðferð sem lýst hefir
verið hér að framan er kölluð
„Fax“-aðferðin (facsimile-aðf.)
en auk hennar eru ýmsar aðrar
til. Ein þeirra er frá ameríska.
útvarpsverkfræðingnum W. G.
H. Finch, sem hefir starfað að
henni í nokkur ár og tekið meira
en 100 mismunaandi einkaleyfi
í sambandi við hana. Önnur heit-
ir „The Hogan Faximile
System“ kennd við John V.
Hogan. Viðtæki hans getur
prentað fjögra dálka síðu í blaði
á þrem mínútum, og telja ýmsir
þetta besta tækið, sem völ er á
dag.
Fax-tegund hans getur sent
550 orð á mínútu, en fyrstu tæk-
in fyrir stríð gátu aðeins sent
30—50 orð. Viðtæki hans er á
stærð við venjulega skrifstofu-
ritvél. Það vinnur alveg hávaða-
laust og blaðið kemur út um rifu
á vélinni að ofan. Sá er munur
á þessu blaði og öðrum að það
er prentað á svonefndan „elek-
rolytiskan“ pappír, sem veldur
því að eftirmyndin verður enn
nákvæmari.
Árið 1944 gerðu 25 útvarps-
stöðvar og dagblöð samband
með sér sem heitir „Broadcast-
ing Faximile Analysis“ til þess
að vinna að umbótum í þessari
grein. General Electric Co. fékk
leyfi hjá John Hogan til að
smíða tuttugu fax-senditæki og
þrjú hundruð viðtæki. En Finch
hugvitsmaður, sem nefndur var
hér áðan, lá heldur ekki á liði
sínu og 1946 sendi hann frá sinni
eigin sendistöð, sem heitir
WGHF og er í New York, fyrsta
eintakið af blaðinu Air Press og
hann var nú kominn svo langt
að hann gat sent hverja blaðsíðu
á tveimur mínuútum. Stöð hans
sendir nú margar útgáfur á dag
af blaðinu, og notar í það eink-
um fréttir frá United Press en
flytur auk þess bæði greinar og
myndir — og svo auðvitað aug-
lýsingar.
Árið 1947 var reynt að senda
útvarpsblaðið til margra borga
samtímis, og stóð Broadcasting
Faximile Analysis að þeirri til-
raun. New York Herald, Miami
Herald og Philadelphia Inqirer
halda líka uppi tilrauna-útgáf-
um af blöðum sínum, sem hafa
komið út þráðlaust síðan í jan-
úar 1948 tvisvar á dag á gisti-
húsum og stærri verslunum og
víðar þar sem margir eiga er-
indi. New York Times gefur líka
út svona blað. Þar er kvenna-
síða, sem kemur í öllum útgáf-
unum og þrjár fréttasíður, ávallt
með nýju efni í hverri útgáfu.
Ný setjaravél „Varytyper“ er
notuð tilað setja upp meginmál-
ið í blaðinu, en fyrirsagnirnar
eru handsettar og prentaðar á
gagnsæjan pappír og svo er
texti, fyrirsagnir og ljósmyndir
límt saman á heilsíðu með mik-
illi varkárni, og ekki mega
fingraför koma á þetta frumrit,
því að þau sjást þá greinilega á
firðprentaða eintakinu!
Tæplega er að búast við því
að almenningur verði sér úti um
viðtæki til að fá blöðin prentuð
í 15. gr. stjórnaskrárinnar seg-
ir: „Forseti skipar ráðherra og
veitir þeim lausn“. í lýðfrjálsu
landi með þingræðisvenjum er
ráðgert að þjóðhöfðinginn noti
þetta vald sitt ekki nema í fullu
samræmi við vilja þingsins,
þannig, að hann skipi að jafnaði
ekki ráðherra, nema áður sé
fengin trygging fyrir því, að þeir
njóti stuðnings meiri hluta
þings, eða að minsta kosti, að
meiri hluti þings sé ekki andvíg-
ur ráðuneytinu. Af þessu leiðir
aftur að það hvílir raunverulega
á þingmönnum, að skapa þau
skilyrði sem þarf til þess að
hægt sé að skipa slíkt ráðuneyti.
Þetta er bæði réttur og skylda
þingmanna, samkvæmt þingræð-
isvenjum.
Nú hefir það farið svo hér á
landi í hvert skipti eftir aiínað
að stjórnarmmyndun hefir tekið
mjög langan tíma, jafnvel svo
mánuðum skiptir. Þetta hefir
tafið mikið önnur störf þingsins,
því segja má með nokkrum
sanni að öll venjuleg þingstörf
sitji á hakanum þar til fenginn
er nægur stuðningur fyrir nýtt
ráðuneyti. Eg þykist viss um, að
bæði þingmenn sjálfir og þjóðin
öll telja það æskilegt að þessi
töf frá störfum verði sem stytst.
Alþingi það, sem nú er komið
saman til funda, á að samþykkja
fjárlög fyrir næsta ár, sem eiga
að ganga í gildi eftir 6—7 vikur.
Fjárhags- og efnahagsmál kalla
heima í stofunni sinni, meðan
þessi uppgötvun er á tilrauna-
stigi. Verðið á góðum viðtækj-
um verður líka að lækka áður,
en það eru nú 750 dollarar en
þegar farið verður að framleiða
tækin í stórum stíl er áætlað að
þau þurfi ekki að kosta nema
um 100 dollara eða álíka
eins og góður radiogrammófónn.
Senditækin kosta 13.000—15000
dollara og mun tæplega hægt að
framleiða þau öllu ódýrari.
Um þessar mundir er verið að
gera tilraunir með nýja tegund
prentútvarps, sem kölluð er
Multiplex. Með þeirri aðferð á
að vera hægt að senda hljóð og
prentmál samtímis, og það er
alls ekki óhugsandi að hægt sé
að samræma þessar sendingar
við firðsjár sendingar (sjón-
varp. En þó er þetta framtíðar-
draumur enn sem komið er. Hins
vegar hefir tekist að sendá
prentuð blöð með litum, og ný
afbrigði hafa verið gerð af faxa-
aðferðinni m. a. til að senda út
verðurlagsuppdrætti og skrifleg-
ar fyrirskipanir til flugmanna á
flugi. Sumir bankar eru líka
farnir að senda á þennan hátt
sýnishorn rithanda á ávísunum,
til leiðbeiningar þeim sem inn-
leysir ávísunina.
Svensk og dönsk blöð gerðu
í vetur tilraunir til að firðprenta
blöð með senditækjum, sem tal-
síma verksmiðja í Svíþjóð hafði
smíðað. En ekki er talið að firð-
prentun verði notuð á Norður-
löndum nema þá á afskekktum
stöðum, sem sjaldan fá póst.
Hitt þykir líklegt að skip á hafi
fái sér viðtæki til að geta feng-
ið blöð prentuð um borð, og
sömuleiðis stórar farþegaflug-
vélar, svo að farþegar geti að
staðaldri fylgst með öllum frétt-
um, gengisskráningum og því
líku alve^ eins og þeir væru
heima hjá sér.
Fálkinn
mjög að um ráðstafanir stjórnar
og þings, sem ekki þola neina
bið, dráttur á þeim getur orðið
landi og þjóð mjög örlagaríkur.
En hvað á að gera, ef ekki
tekst samt að mynda stjórn, sem
hafi trygðan stuðning meiri
hluta Alþingis, án of mikils
dráttar?
Eg skil stjórnarskrá vora svo,
að er mikið liggur við— og það
liggur mikið við nú— þá sé það
bæði réttur og skylda forseta,
að reyna að skipa ráðuneyti,
innan þings eða utan, þó það
hafi ekki fyrirframtrygðan
meiri hluta þings, ef slíkur
stuðningur fæst ekki. Alþingi
getur lýst vantrausti á slíku
ráðuneyti, en verður þá um leið
að sjá fyrir öðru ráðuneyti, sem
því líkar betur. Löggjöf um að-
steðjandi vandamál og aðrar
ráðstafanir þola ekki þá bið,
sem leiðir af því að óeðlilega
lengi starfi ráðuneyti, sem feng-
ið hefir lausn vegna þess, að það
telur sér ekki fært að fara leng-
ur með stjórn, eða telur sig ekki
njóta lengur trausts meiri hluta
þings. Því er ekki hægt fyrir Al-
þingi að ætla sér óákveðinn
frest í von um að viðhorfið
breytist. Þessvegna eru það al-
gerar undantekningar í öðrum
lýðræðis- og þingræðislöndum
að það taki nema stuttan tíma,
jafnvel einn dag eða fáa daga,
að mynda nýtt ráðuneyti í stað
þess, sem fer frá. Þegar það
kemur fyrir að það taki lengri
tíma, eins og t. d. í sumar í
Belgíu og nú nýverið í Frakk-
landi, er það almennt talið nokk-
urskonar þjóðarógæfa og af sum-
um jafnvel talið til þess fallið
að draga úr áliti og virðingu
þjóðarinnar einnig út á við. í
Frakklandi tók stjórnarmyndun
þrjár vikur og þótti altof lang-
ur tími. Það, sem kemur fyrir
hjá öðrum þjóðum sem undan-
tekning, má ekki verða venja hjá
oss Islendingum ef vér viljum
viljum teljast í hópi þingræðis-
þjóða.
Eg veit að það er álit sumra að
öðru vísi horfi við hér en annars
staðar, en get ekki fallist á þau
rök, sem færð eru fyrir því. Fyrr
á árum var þjóðhöfðinginn í
fjarlægu landi, nú er hann hér
viðstaddur. Hér eru fjórir flokk-
ar og enginn þeirra hefir meiri
hluta þings; nú hafa að vísu tveir
flokkanna saman slíkan meiri
hluta en hvorugur þeirra hefir
meiri hluta ásamt öðrum hvor-
um hinna tveggja flokkanna.
(Frh. á bls. 5)
FUCHSIAS
THE MOST BEAUTIFUL FLOWERING
HOUSEPLANTS THAT CAN BE
GROWN FROM SEED
SINGLES and DOUBLES — Gorgeous
mixtures; seed saved from over twenty
varieties of exhibiiton types. Easily
grown; full directions supplied. (Pkt.
40c) (2 pkts. 75c) postpaid.
SPECIAL—1 pkt. Fuchsia and 6 pkts.
other choice Houseplant seeds, value
$1.65, for $1.00 postpaid.