Lögberg - 01.12.1949, Qupperneq 6
FORRÉTTINDI
Ejtir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell þýddi. — Ljóðin í þessari sögu erv
þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
Hafflötur á háborð
helmyrkur á lágborð,
Vestan stormur æðir yfir ólgu sjó.
Ótal eyjar sjáum,
aldrei samt við náum,
Grænni ey, sem gefi hvíld og grið
og ró.
Veikar varir titra,
viljið þið hið ytra
því á móti mæla, að mannlegt sé
bezt?
Erki engill finnur
ást er himinn vinnur.
Hvort er annað háðsvert, en hitt
gildismest?
Hann var að hugsa um Louis Trudel,
í gröfinni, og sínar eigin spurningar. —
„Sýndu mér tákn frá himni skraddari
og hann ritaði:
Tákn í gleði og trega?
Tákn hins upphaflega?
Sem um alla ævi okkur heyrði og sá?
Hvert er táknið trúa?
táknið kramda og bljúga?
Skyldi sál mín bljúg sig beyja bæna
helguð?
Hann bar hendina ósjálfrátt upp að
brjóstinu, þar sem Louis gamli Trudel
hafði brennimerkt hann. Það var óum-
flýjanlegt að það mark yrði þar eins
lengi og hann lifði, fyrir alla að sjá;
rautt, slétt og viðkvæmt merki trúar-
innar, sem hann hafði aldrei getað með-
tekið, — aldrei einu sinni hugsað um,
svo fjarri var sú hugsun honum; þar til
þvert á móti vilja hans, að hann varð
fyrir áhrifum frá Rósalie. Hann fann
hana snerta brjóstið á sér með fingr-
unum, eins og hún gjörði um nóttina,
þegar að hann var brenndur með kross
inum og út af þeirri andans nálægð
hennar reit hann þetta:
Hvert er táknið trúa?
táknið kramda og bljúga?
þó að lífsstund leyfist,
ljósið ykkar deyfist,
Stjörnumergð; hvort megnið þið um
mig að spá?
Er ég dæmdur undir
— allar mínar stundir —
sólmerki eða Odens? Enginn svara
má.
Hvaðan kominn er ég?
hvert um síðir fer ég?
Þessa spyr ég allt og alla. — Ekkert
svar.
Innan alheims kynna
enga hvíld að finna?
Sé hún til, þá segið mér og sýnið
hvar.
Eru störf og streita,
strit sem allir beita.
Sama *eðlið sem að flétta úr sandi
bönd?
Landráð helgur hiti?
heimska jafngild viti?
Ekkert nema orðaflækja á alla hönd?
Hvert er táknið trúa?
tákn sem ei má ljúga,
sem um alla eilífð dvaldi okkur hjá?
Skyldi sál mín bljúg sig beyja bæn
helguð?
Velur þá hið versta
veginn til hins bezta.
Finnandi að hið bezta, fyrsta og
og síðasta er guð?
Eins og óður hans til Aphrodite, sem
hann orti síðasta dag hins fyrra lífs,
endaði þessi á sama ómótstæðilega
spursmálinu. En það var orðin breyt-
ing. Það gætti ekki lengur hinnar efna-
legu útsýnar hins heiðna manns; það
var hreimur andlegrar kendar manns-
ins í hinu síðara, sem var að ná fót-
festu og áttum á hjarni lífsins.
Á meðan að hann var að brjóta sam
an blaðið, kom Jó Portugais inn í her-
bergið til hans. Hann tók af sér striga-
poka, sem hann hafði yfir öxlunum til
að hlífa sér með frá regninu og henti
honum út í horn, hengdi hattinn sinn
upp á snaga, kinkaði kolli í áttina til
Otiarley og setti teketilinn á stóna.
„Mikið óveður, monsieur“, sagði Jó
nokkru síðar og lét telauf í ketilinn.
„Ég hefi aldrei séð slíkt rok og ofsa
LÖGBERG, FÍMTUDAGINN, 1. DESEMBER, 1949
veður úti í skógum áður“, sagði Char-
ley og gekk nær glugganum, sem björt
sólin skein nú inn um.
„Svona veður, gjöra mér alltaf gott“,
sagði Jó. „Allir fuglar og dýr eru vak-
andi og leita í felur, trén svigna og
brotna og veðurdrunurnar líkjast drun-
um í Chasse-galerie á Kinasiánni“.
„Kinasánni — hvar er hún?“
Jó ypti öxlum og sagði „Hver veit
það?“
„Er hún þá ekki til?“
„Jú, hún er til“.
„Og Chasse-galerie?“ (salur til-
beiðslunnar).
„Já líka monsieur, mér er alveg
sama hvað fólk heldur, eða segir! Ég
veit það. — Ég hefi séð það með mínum
eigin augum“, sagði Jó og var nú all-
mikiö niðri fyrir.
„Haltu áfram, ég hlusta“. Jó rétti
Charley Steele bolla með tei í sem hann
drakk með góðri list.
„Kinásáin monsieur, er í loftinu og
á henni er Chasse-galerie. Þú selur sál
þína fjandanum, þú biður hann um að
hjálpa þér og þú afneitar Guði. Þú ferð
út í barkarbátinn þinn og ákallar djöf-
ulinn. Þér er lyft upp, með bát og öllu
saman og þú flýgur ofan við fossa og
flúðir Kinbasárinnar í loftinu. Djöfull-
inn stendur á bak við þig og hrópar,
og þú tekur undir:
„Við siglum sæluferð!
við siglum gleði veg!“
„Jó“, sagði Charley Steele, „held-
urðu virkilega, að slík á sé til?“
„Monsieur, ég veit að hún er til. Ég
sá Ignace Latoil, sem að stal frá prest-
inum og drakk sig fullan á messuvíni.
— Ég sá hann í fylgd með fjandanum.
Þeir voru á svörtum bát, á Saguenay.
Ég sá Ignace, og ég sá djöfulinn og
Kmnas ána, sem ég fer eftir einhvern
tíma sjálfur“.
„Og hvert ferðu“, spurði Charley.
„Hvað gjörir það til, hvert að ég
fer?“
„Og hví ættir þú að sigla?“
„Vegna þess, að þú ferð fljótt yfir,
þegar að djöfullinn er förunautur þinn“.
„Til hvers er að vera að flýta sér?“
„í hraðanum gleymir maður“.
„Hverju gleymir maður, vinur
minn?“
Það varð þögn, og maðurinn með
sektarþungann á herðum sér festi hug-
an við orðin vinur minn, sem féllu af
vörum manns, sem vissi vel um mis-
gjörðir hans.
Eftir nokkra stund hélt hann áfram:
„í háreistinni gleymir hann rödd,
sem sífellt hljómar í eyra hans. „Þú
gerðir það!“ Hann gleymir myndunum,
sem sveima sí og æ fyrir augum hans,
er honum sígur blundur á brá. Hann
gleymir snertingunum, sem hann fann
á armi sér, í hvert sinn er hann lagði
leið sína einn um skógana og fjöllin,
eða lagði sig fyrir til svefns að kvöldi
dags einn og einmana. Hann gleymdi,
að það var einhver sem beið —- beið —
beið, þar til að hann hafði kvalist nógu
lengi, eða þangað til að kvalarinn held-
ur að hann hafi aftur tekið lífsgleði sína,
eða að misgjörðirnar hafi fjarlægst svo,
að hann sjái þær eins og í draumi—þá
að hrinda honum aftur í örvænting og
dauða, sem hann ekki dó. Hann gleym-
ir að hann er einn — aleinn í heiminum
um alla ókomna tíð“.
Hann hné niður á gólfið við hliðina
á Charley og stundi þungt. „Að eiga
engan vin — ó, það er ægilegt!“ sagði
hann, að sjá aldrei nokkurt andlit, sem
lítur framan í þig, og veit hve breyskur
þú ert, án ásakana. í fimm ár hefir líf
mitt verið þannig. Ég get ekki leyft nein
um, eða látið neinn festa fjandskap við
mig sökum þess, að það var ég—sem.
Þeir sýnast vita það, — vita allt um
hvað ég er. Börnin, þegar að ég geng
fram hjá þeim; hræðast mig og
fara í felur. Ég hefi legið vakandi á næt-
urnar og hljóðað í angist minni, ég er
svo einn. Þegar ég er úti í skóginum þá
heyri ég raddir, og ég hleyp, og hleyp,
en þær fylgja mér. Þrisvar sinnum hefi
ég farið inn í fangelsin í Quebec, til þess
að sjá fangana í klefum sínum, og horft
á kvalasvipinn á andlitunum á þeim, til
þess að gjöra mér grein fyrir frá hverju
að ég hafi frelsast. Fimm sinnum hefi
ég farið inn í réttarsalina til þess að
hlusta á morðmál, sem þar hafa verið
til lykta leidd og heyrt kviðdómendurna
segja sekur og dómarann kveða upp yf-
ir þeim dauðadóm — svo ég geti skilið
þá örlagastund. Tvisvar hefi ég verið
við, þar sem morðingjar voru hengdir.
Einu sinni hjálpaði ég til þess, svo að
ég gæti vitað hvað maðurinn sagði og
hvernig að honum liði. Þegar að hand-
leggirnir voru bundnir, þá fannst mér
að verið væri að binda handleggina á
mér, þegar að helgríman var sett yfir
höfuðið á honum, þá ætlaði ég að missa
andann, þegar hleranum var hleypt niö-
ur þá fann ég rykkinn og snöruna herð
ast að hálsinum á mér og það fór hroll-
ur um mig allan — mér dimmdi fyrir
augum, myrkrið umvafði mig, og þegar
líkinu var velt ofan í pyttinn, sá ég sjálf
an mig liggjandi undir kalkleðjunni með
rautt ör á hálsinum“.
Charley snerti við öxlinni á honum.
„Jó, vesalings Jó, vinur minn“, sagði
hanri. Jó leit á hann rauðstokknum
augum, sem óeðlilegur glampi stafaði
frá og djúp þakklætiskend..
„Þegar að ég sit við máltíð núna, í
sólskini á sumardegi og lífið allt leikur
í blóma, þá hefir myndin af því, sem
skeði sífellt verið mér fyrir augum- Eg
hefi séð það aftur og aftur. Eg hefi séð
hinar kraftalegu hendur hans; andlitið
ógeðslega, allir hlægja að mér og orð-
um mínum; ég hefi séð hann reiða leð-
urkeyrið og slá því um höfuð mér. Ég
hefi séð hann riða á fótunum og falla,
þegar að ég stakk hann með hnífnum —
hnífnum, sem aídrei fannst, þó að ég
henti honum þar sem maðurinn féll. Ég
veit ekki hvers vegna ég henti hnífnum,
við hliðina á honum, þar sem að hann
lág. Þegar að ég hefi setið um hábjart-
an daginn, þá hefi ég þúsund sinnum
séð hann skjögra og falla starandi á
mig eins og að hann sæi sjálfan fjand-
ann. Þá stend ég upp og legg til hans,
eða svips hans á ný, eins og að ég
gjörði það daginn sem við mættumst
í skóginum. Ég sé hann aftur þar sem
að hann liggur í blóði sínu, teinréttur og
fölur — stór og myndarlegur — alveg
hreyfingarlaus. Ég hefi grátið — en til
hvers eru tárin! í táraflóð: mínu hefi ég
ákallað alla ára satans um að koma og
taka mig til sín. Ég hefi beðið Guð að
taka í burtu líf mitt. Ég hefi beðið og ég
hefi bölvað. Tvisvar hefi ég tekið mér
ferð á hendur til grafarinnar, þar sem
að hann hvílir. Ég hefi kropið við hana
og sárbeðið hann um að segja Guði
sannleikann — segja honum að hann
hafi kvalið mig , þangað til að ég myrti
hann. Ég hefi beðið hann að fyrirgefa
mér og ásækja mig ekki meira. En ég
hefi aldrei, aldrei, aldrei, notið stundar
friðs, þar til að þú komst, monsieur, og
ekki lifað eina glaða stund — monsieur
— monsieur!“
Hann faldi andlit sitt við fætur Char
ley og hélt um þær með höndunum.
Charley lagði hendina á úfið hárið
á höfðinu á Jó, eins og að hann væri að
gæla við hann. „Vertu rólegur — vertu
róiegur, Jó“, sagði hann vingjarnlega.
Frá því um kveldið á Jóhannesar
skírara hátíðinni, höfðu þeir Charley
aldrei minnst á sýknun mannsins, sem
gekk undir nafninu Joseph Madeau, og
það var á meðan Charley lá í orði sínu
að hann lærði, að Joseph Madeau og Jó
Portugais var einn og sami maðurinn.
En sú uppgötvun hafði aftur verið send
inn á land gleymskunnar þaðan sem
hún kom og ekki á hana minnst síðan.
Að öllu ytra útliti, var samband þeirra
ðbreytt. En þegar að Charley sá Portu-
gais sitja með alvörusvip á andlitinu og
stara út í loftið, með kreppta hnefana,
hreyfingarlausan í angist örvæntingar-
innar spurði hann sjálfan sig að:
„Hvaða rétt hafði ég til að bjarga
lífi þessa manns? Það hefði verið miklu
léttara á honum að taka út hegninguna
fyrir glæp sinn. Ég vissi að hann var
sekur. Máske að það hafi verið skylda
mín að sjá um, að ýtrustu kröfum lag-
anna væri framfylgt, en var það rétt
gagnvart vesalings manninum sjálfum?
Þarna situr hann með sektarþungann á
herðum sér, sem þyngist dag frá degi
til daganna enda. Ég frelsaði hann, gaf
honum lífið, en ég gaf honum meira —
endurminningar, samvizkubit og svip-
inn, sem að ásækir hann; raddirnar,
sem hljóma sí og æ í eyrum hans, snert-
inguna á handleggina og einhvern sem
bíður — bíður — bíður!“
Það er það, sem ég gerði, og það er
það, sem bróðir prestsins gjörði fyrir
mig. Hann hreif mig frá dyrum dauð-
ans. Hann vissi að ég var drykkjumað-
ur, en hann gjörði það samt. Ég liefði
getað verið morðingi eins og Portugais.
Heimurinn segir að ég sé þjófur, og er
það þangað til að ég sanna það, að ég
sé það ekki og eyðilegg líf þriggja per-
sóna! Hvað mikið af sekt Jós, er virki-
leg sekt? Hvað þarf maðurinn að líða
mikið af samvizkubiti til að kvitta lífs-
skuld sína? Ef að lögmálið er auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn, hvað þarf mað-
urinn að líða mikið samvizkubit, eins og
að Jó hefir liðið í marga klukkutíma
til að vega upp á móti auganu og tönn-
inni, eða lífstíðinni? Hvað marga?
Hann beygði sig og álþaði að Jó til
þess að rísa á fætur og setjast
á bekk þar í herberginu. „Jæja,
Jó, vinur minn“, sagði hann. „Ég skil
þetta. Við skulum drekka bikar beiskj-
unnar saman“. Þeir sátu og horfðust í
Eftir nokkurn tíma beygði Charley
augu þegjandi.
sig að honum og snerti við öxlinni á
honum. „Hvers vegna var þér annt um
að vera fríður?“ spurði Charley
„Rétt í því að hann bar fram spurn-
inguna, var barið að dyrum og sagt:
„Monsieur! — monsieur;“
Jó spratt á fætur og fór til dyranna
og opnaði þær.
XXX. KAPÍTULI
Rósalie aðvarar Charley
Þegar Rósalie kom inn, leit Charley
á hana og í augnaráði hans var eitt-
hvað, sem hún hafði aldrei áður séð, og
sem létti svip hennar, sem áður hafði
verið þungur og raunalegur. Hún snéri
sér að Jó og heilsaði honum vinsamleg-
ar en hún var vön að gjöra. Því nær
sem hún var Charley, því fjær fannst
hnni að Portugais væri, og í þeirri kend
gat hún staðið sig við að sýna veglyndi.
Jó kinkaði kolli klunnalega og fór út.
Hún horfði á eftir Jó og sagði: „Ég veit,
að hann hefir verið þér góður, en treyst-
ir þú honum, monsieur?“
„Eru það ekki allir í Chaudiere, sem
treysta honum?“
„Ég veit af einum, sem gjörir það
ekki, þó það hafi máske ekki mikið að
segja“.
„Því treystir þú honum ekki?“
spurði Charley.
„Ég veit það ekki. Ég veit ekki um
neitt ljótt, sem hann hefir gjört og ég
hefi heldur ekki heyrt neitt ljótt um
hann sagt, og svo hefir hann verið þér
góður“.
Hún hikaði og roðnaði þegar að hún
áttaði sig á hvað hún hafði sagt, svo
hélt hún áfram: „En það er nú svona,
— ég get ekki gert mér grein fyrir hug-
boði mínu stundum. Það er ekki skyn-
samlegt að reiða sig á það; en mitt hug-
boð er nú þannig, og þess vgna treysti
ég honum ekki“.
Það eru lifnaðarhættir hans, hér í
þessum eyðiskógi, sem gjöra hann
leyndardómsfullan.
Það kom breyting á Rósalie. Fögn-
uðurinn yfir að mætast í bili yfirskyggði
aðalerindið, sem frá því að hún hafði
talað við signorinn hafði þó aldrei úr
huga hennar farið — það að vara mon-
sieur við hættunni sem yfir honum
vofði.
„Ó nei“, sagði hún og leit einarð-
lega á Charley. — Ó nei, monsieur!
„Það er ekki það. Það eru leyndardóm-
arnir í sambandi við þig!“ Hún hafði á-
kafan hjartaslátt og henni var erfitt
um mál, en samt hélt hún áfram. „Fólk-
ið er að segja allslags sögur af þér. Eng-
inn veit neitt. Hún nötraði eins og
hrísla, og augnaráð hans, sem var hvast
og hvíldi á henni gerði henni enn erf-
iðara fyrir. En hún herti upp hugann,
því hún varð að láta hann vita að hún
að minsta kosti treysti honum, áður en
hún segði honum frá hættunni sem yfir
honum vofði. — „Það veit enginn hvað-
an þú komst . . . og það varðar engan
um það. Sumir treysta þér ekki. En ég
treysti þér. — Ég skyldi treysta þér, þó
allir aðrir vantreystu þér, því að ég hefi
það á meðvitundinni, að þú hafir engar
þær misgjörðir framið, sem á milli oltk-
ar þurfa að koma. Það er ekki eins með
þig og Portugais, eðlilega skilur þú, að
það gæti ekki verið eins.“
Hún virtist ekki hafa veitt eftirtekt.
að hún með því sem hún sagði, hafði
opnað huga sinn og hjarta meira, en
hún hafði áður gjört. Það var opinber-
un sem átti rót sína í ráðvendni, sem
að knúði hana til að segja honum sann-
leik hjarta síns. Dul leynd hafði að sjálf
sögðu verið þeirra á milli, því að þau
áttu sameiginlegt leyndarmál. Hafði
hún ekki falið hluti, beitt undanbrögð-
mn við önnur tækifæri? En hún hafði
giört það, að hans ósk, til að vernda
nafn dauðs manns, sem verið var að
syngrja messur yfir, með dýrum ljósum
logandi. En út af þessu fann hún ekki
til neinnrar ásóknar hjá sjálfri sér;
hana brast rökfræði, þar sem um vel-
ferð þessa manns var að ræða.