Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. FEBRÚAR, 1950. FERÐASÖGUÞÆTTIR Eftir SKÚLA G. BJARNASON í Reykjavík gengum við á milli góðbúanna, allir vildu gjöra okkur alt til ánægju og gleði, svo að hver dagur varð að há- tíðisdegi. Ekki vorum við búin að dvelja lengi heima áður en að við vorum búin að koma á staði eins og Þingvelli, Þjórsár- dal, Geysir og Gullfoss, og hinn stórkostlega flugvöll í Keflavík. Ekki getum við farið í gegnum Hafnarfjörð án þess að koma við hjá hinum aldna sæmdarmanni og gamla húsbónda mínum, Böðvari Böðvarssyni, sem að býr með dóttur sinni Elízabetu og uppeldisdóttur, Sigríði Ey- jólfsdóttur. Vistin hjá Böðvari í gamla daga, í 4 ár, eru með beztu árum ævi minnar, og betri mann í þess beztu merkingu er tor- velt að finna, án þess þó að lasta aðra. Enda þótt að honum væri mjög á móti skapi vesturför mín, þá var það nú allt gleymt, og tóku þau okkur opnum örmum, og sýndu okkur hina miklu gest- risni, sem ætíð hefir ríkt á þessu fyrirmyndarheimili. Böðvar og Sigurður Melsted í Winnipeg eru systrasynir. I þessum leiðangri voru með okkur frænkur mínar, Ingibjörg og Herdís Guðmundsdætur, og menn þeirra Þorvaldur Guð- mundsson forstjóri og Valtýr Albertsson læknir. í Reykjavík vorum við daglega hjá frú Guð- rúnu Oddgeirsdóttur, systur konu minnar. Hún er ekkja eft- ir Magnús Jónsson, sem árum saman var sýslumaður í Gull- bringu og Kjósarsýslu, og með- fram bæjarfógeti í Hafnarfirði, en nú býr Guðrún með syni sín- um Oddgeir, sem er lögmaður. Þótt heimili hennar sé nú minna en þegar að hún var drotning í ríki sínu í Hafnarfirði, þá er það nógu stórt fyrir alla hina mörgu, sem að til hennar leita með vandamál sín. Börn hennar önnur eru Dóra, sem að er ekkja eftir Carl Tuliníus, Jón skip- stjóri og Anna, sem að er gift Njáli Guðmundssyni. Þau syst- kinin öll og Njáll spila vel á hljóðfæri, svo að í hinum huggu- legu stofum var oft söngur og gleði, alveg eins og í gamla daga, og oft margt um manninn. Ferð austur í sveitir fór ég með góðri frænku minni úr Reykjavík, Ingibjörgu Bjarna- dóttur að nafni, og bróður henn- ar Jóhanni og konu hans Þórdísi Gunnarsdóttur (þau búa á Eyr- arbakka). í ferðinni var líka önn ur frænka mín frú Sigríður Ól- afsdóttir, sem að býr á Selfossi; bílstjórinn, Vilhjálmur Guð- mundsson, stór og sterkur Reyk- víkingur. Frá Selfossi lögðum við af stað árla morguns í þung- búnu veðri, og keyrðum austur Flóann, yfir Þjórsá, Holtin Rang árvellina og Landeyjarnar. Víða meðfram veginum voru kýr, kindur og hestar á beit í grösug- um brekkum og lautum, fólk við heyskapinn með nýjustu verkfærum. Þótt sumstaðar sé heillandi landslag á þessu svæði, þá eru þar líka kolsvartir og við- sjálir eyðisandar og svipillar jökulár. í Mýrdalnum undir Eyjafjöllunum og Síðunni er alt svo fagurgrænt. Fjöllin dökkblá með hvítum sköllum, og smá sprænur steypast þar fram af fjöllunum í tugatali. Þó eru stærri fossar á þessari leið, t.d. Skógarfoss. Um kvöldið komum við að Hrífunesi, en þar býr frændi minn Jón Pálsson. Þór- unn móðir hans var systir föð- ur míns, en föðursystir Jóns er frú Jóhanna Lárusson, sem að í fjörutíu ár hefir prýtt hóp Vest- ur íslendinga. Kona Jóns er Elín Árnadóttir frá Pétursey í Mýr- dal. Þarna var líka staddur Jó- hann bróðir Jóns, kona hans (nú Minnist CETEL f erfðaskrám yðar nýlátin) var systir Elínar. í Hrífunesi er ágætt hús og full- komið heimili með öllum ný- tízku þægindum. í raun og veru var það nærri því skrítið að vera þarna með svo mörgu nákomnu skyldfólki einmitt á æskustöðv- um feðra og mæðra okkar þarna í Skaftafellssýslunni. Eftir ágæta nótt í dúnsængum og góðan morgunverð, var ferðinni heitið að Steinsmýri í Meðallandi, en nú voru þeir Jón og Jóhann far- arstjórar í sínum bíl. Á vel þol- anlegum vegi keyrðum við yfir endalaus braunahraun, sem að nú eru á köflum þakin þykkum, gráum og grænum mosa. Nú var komið að Kirkjubæjárklaustri, en þar búa þeir bræður Sigur- geir og Valdimar Lárussynir. Móðirbróðir þeirra er Jón Sig- urðsson, Los Vegas, Nevada. I veitingahúsi þeirra bræðra feng- um við silung, skyr og rjóma. Eftir langa mæðu komum við að Steinsmýri í rigningu, roki og kulda. Bóndinn þar Páll Jóns- son var hinn bezti, og skýrði margt fyrir okkur, örnefni o. s. frv. Um kvöldið komum við svo aftur að Hrífunesi þar sem að við vorum um nóttina. Frændi minn í Reykjavík, Jó- hann Ólafsson, var búinn að bjóða mér með sér til Norður- lands. Móðir mín var ættuð úr Húnavatnssýslu, og þangað hafði mig ætíð langað að koma, svo að á fögrum sunnudagsmorgni lögðum við af stað, Jóhann, Þór- dís ólafsdóttir ljósmóðir, Lára Friðriksdóttir hjúkrunarkona og Þorleifur Gíslason bílstjóri. — Þetta var ákjósanlegt samferða- fólk. Keyrðum við sömu leið og í ólafsvíkurtúrnum til þess að byrja með. Segir nú lítið af ferð- inni fyr en við komum að Mel- stað. Þar býr ágæt vinkona mín, frú Jóna Ingibjörg Isaksdóttir, sem að er gift Jóhanni Briem presti á Melstað. Er hún ein af þeim konum, sem að ekki er hægt að þekkja án þess að þykja vænt um. Kom hún sjálf til dyra klædd íslenzkum upphlut, eins falleg og hún hefir ætíð verið. Fagnaði hún mér sem bróður sínum. Séra Jóhann var líka hinn elskulegasti. Eftir örstutt- an tíma, var þar búið að hita kaffi og fylla borð af kræsing- um handa okkur, hinum óboðnu og óvæntu gestum. Um kvöldið komum við að Hólum í Hjalta- dal, þeim söguríka stað. Þar gistum við um nóttina. Þarna var stór ungmennafélagssam- koma og dans, svo að í staðinn fyrir að sofa, fórum við Þor- leifur inn á samkomu þessa og þar dansaði ég við tvær Skag- firskar blómarósir. I sannleika var þetta meira af forvitni til þess að sjá Skagfirðinga, heldur en að okkur langaði á ball. Um morguninn þegar við vöknuðum var nýfallinn snjór á hinum háu fjöllum, sem að umkringja Hóla. Faðir skólastjórans, fróðleiks- maður mikill, sýndi okkur kirkj- una úti og inni, skólann og myndastyttu Jóns Arasonar bisk ups, sem nú er í smíðum. Eftir skamma dvöl á Akureyri var ferðinni heitið að Reykjahlíð við Mývatn, þar sem að við áttum ágæta nótt. Daginn eftir til Egilsstaða, en þaðnan til Hall- ormsstaðar, þar sem að við tjöld- uðum í Atlavík við Lagarfljót í Hallormsstaðaskógi. Þar er kyrð, friður og fegurð. Þórdís og Lára sváfu í sínu bláa tjaldi, en við þrír í því hvíta. Við borð- uðum heima á Hallormsstað. Þar voru margir gestir, bæði úr Reykjavík og víðar að, en eftir- minnilegastur verður mér Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri. Á meðan að ég var í þessum leiðangri, fóru þær kona mín og Guðrún systir hennar flugleiðis til Kópaskers, en þar mætti þeim bróðir þeirra, prófastur Þórður Oddgeirsson á Sauða- nesi á Langanesi. Með í ferðinni voru líka tvö börn hans, Oddgeir og Anna, sem höfðu í hyggju að eyða sumarfríi sínu heima á Sauðanesi. Kona mín og bróðir hennar höfðu ekki sést í fjöru- tíu ár. Samkvæmt símtali var umsamið að ég yrði sóttur til Ásbyrgis í Kelduhverfi daginn eftir. Ferðin frá Hallormsstað til Ásbyrgis var dásamleg, yfir ör- æfi íslands, „þar sem að náttúr- an talar ein við sjálfa sig“, fjöll- in í sínum mörgu og fögru lit- um, gamlir snjóskaflar hingað og þangað, og víða 'nýfallinn snjór. Á Grímsstöðum á Fjöll- um borðuðum við Hóla hangi- kjöt og annað góðgæti. Eftir lít- inn tíma komum við svo að Dettifossi í Jökulsá á Fjöllum, sem að er ef til vill stærsti foss á landinu, og án efa sá hrikaleg- asti. Þarna sátum við hugfangin af dásamlegri fegurð og hrika- leik hins tröllaukna foss, sem að þarna steypist fram af björgun- um ár og síð og alla tíð, og hin- ar einkennilegustu hugsanir geta ásótt mann við nið og úða foss- ins, og hins stórkostlega um- hverfis, sem að óvíða mun eiga sinn líka. Þaðan keyrðum við niður Axarfjörðinn og klukkan átta um kvöldið vorum við kom- in til Ásbyrgis í glaða sólskini, en þar voru þá komnir séra Þórð ur og sonur hans Haukur. Eftir að hafa skoðað Ásbyrgi, sem að er eitt af þeim einkennilegustu og eftirtektarverðustu stöðum, sem að ég sá á íslandi, skildu nú leiðir við hið ágæta sam- ferðafólk. Frá Ásbyrgi til Sauða- ness er fimm tíma keyrsla. Á góðum bóndabæ, stutt frú Ás- byrgi, hjá góðum vini séra Þórð- ar, fengum við ágætan mat, kaffi og mjólk. Ferðin gekk sem í sögu, og klukkan eitt um nótt- ina vorum við komin heim að Sauðanesi. Þistilfjörður er afar breiður og sex ár renna þar um sveitirnar. Eru allar þessar ár brúaðar. Þegar að Sauðanesi var komið, voru allir á fótum, og hátíðamatur á borðum, svo seint var gengið til sængur á Sauðanesi þessa nótt. Frúin á staðnum er Ragnheiður Þórðar- dóttir verzlunarmanns úr Reykjavík, hin elskulegasta kona. Þau hjón eiga átta börn, fjóra syni og fjórar dætur, öll uppkomin. Er það fallegur hóp- ur, öll börnin eru ljóshærð. Voru sex þeirra heima, en tvær dæt- ur eru giftar í Reykjavík. Á Sauðanesi dvöldum við í eina viku, og er sú vika ein af þeim eftirminnilegustu úr Islandsför- inni síðastliðið sumar. Sauðanes er ein af mestu hlunnindajörð- um á landinu, þar er æðarvarp í stórum stíl, silungsveiði, mik- ill reki, stórt tún og engjar og góð beitarlönd. Þar er líka vand- að íbúðarhús og kirkja, víðsýnt til lands og sjávar, og heilög ró. Stundum fóru þau systkinin út í kirkjuna og sungu og spiluðu. Séra Þórður er svo af ber mikill söngmaður um leið og hann er glæsimenni mikið. Kveld eitt fórum við til Þórs- hafnar í heimsókn til Ingimars Baldvinssonar og frúar hans Oddnýjar Árnadóttur. Er hún kjördóttir séra Jóns Halldórs- sonar, áður prests á Sauðanesi, en Ingimar er nákominn frændi Hjálmars Gíslasonar skálds í Winnipeg. Eiga hjón þessi átta dætur uppkomnar. Frú Oddný er'organisti í kirkjunni á Sauða- nesi. Mikið voru þessi hjón góð og gestrisin. Frú Oddný spilaði og mikið var sungið á þessu mjög svo aðlaðandi heimili. Ingi mar er gáfaður og grandvar mað ur, og minnir töluvert á Hjálm- ar frænda sinn í Winnipeg. Eftir sjö daga á Sauðanesi hjá þessu elskulega fólki, fórum við árla morguns til Þórshafnar, þar sem að við fórum í fólksflutningabíl, sem að fór til Akureyrar. Kom- um við við á Húsavík og fleiri stöðum. Klukkan sex um kvöld- ið fórum við flugleiðis til Reykja víkur frá flugvellinum í Sam- komugerði í Eyjafirði. I Sam- komugerði bjó áður fyr Vigfús Gíslason póstur, móðurbróðir móður minnar, en faðir Helgu Eydal Johnson, sem að lengi átti heima í Winnipeg, og dóttir hennar, Stephania Eydal býr þar ennþá. Framhald Versta og skaðlegasta eyðsla þjóðarinnar Því er oft haldið fram af fávizku og þekkingarleysi, að fullkom- inn helmingur alls þess, sem eytt er fyrir áfengi, hverfi aftur í sköttum í fjárhirzlur ríkisins, fylkjanna og sveitanna; og létti þannig að miklu leyti þá byrði, ssem góð og nauðsynleg félagsmál skapa. Slíkar staðhæfingar sýna glögt það tilfinningaleysi, sem áfengis áhrifin valda-sýna það í nýju ljósi. Eg geri ráð fyrir því að væn- legur ágóði sé af áfengissölunni, að frádregnum öllum sköttum. Og sannarlega væri það betur viðeigandi og hagsýnna, að inn- heimta þann part og draga frá hinn svonefnda velferðarskatt, 50 cent af hverjum dollar, sem eytt er fyrir áfengi, og breyta þannig hinum helmingnum — fimmtíu centunum, sem fara ekki aðeins til kaupgjalds, held- ur að mestu leytk, til áfengssal- anna. Það er víst að engin þjóð og enginn einstaklingur hefur nokkru sinni auðgast af áfengis nautn. Og Canada þjóðin er ekki líkleg til þess að gera það, þótt hún sé bæði ung og auðug. Hún er óþroskuð enn og má illa við því að hnekkja framförum sín- um með áfegnis eitri. Árið 1948 eyddi hún 630,000,- 000 (Sex hundruð og þrjátíu miljónum dollara) fyrir áfengi, og íbúarnir ekki nema 12,875,- 000. Það er $50.00 á hvert einasta mannbarn í landinu. Talið er að 8,000,000 manna séu í Canada á lögaldri; og þeir geta allir feng- ið áfengisleyfi. Þeir eyða því $75.00 á ári á hvert einasta mannsbarn, af þessum átta milj- ónum. Getur þjóðin risið undir þessu til lengdar? Látum oss athuga fram- kvæmdir þessa unga lands, Can- ada, og þarfir þess og skoða í huganum framtíð þess — skoða hversu góð og glæsileg hún gæti orðið. Við erum ung þjóð og fá- menn í stóru landi, aðeins 12,- 875,000. Nálega einn þriðji part- ur þjóðarinnar er yngri en 16 ára að aldri. Vinnufært fólk í landinu eru rúmar 5,000,000. Þessar fimm miljónir verða að halda þjóðinni við. Afla alls þess sem heimilin þurfa; annast kon- ur og börn. Frá þeim kemur það alt sem þarf til kostnaðar við skóla, ellistyrk, sjúkrahúsa og vitfirringa stofnana; að ó- gleymdri lögvernd landsins, enn fremur allur kostnaður við stríð og afleiðingar þeirra o.m.fl. þennan kostnað allan gæti þjóð- in ómögulega staðist, ef það væri ekki fyrir auðuppspettur lands- ins: það alt, sem jörðin gefur af sér í korni og málmi, kolum og olíu, skógi(og fiski. Þær kvaðir sem á herðum framleiðandanna hvíla, eru stórkostlegar. Það er einungis vegna þess hve auðugt land vér byggjum, að vér höfum getað komið því til leiðar, sem hingað til hefir áunnist. Hér er reikningurinn Þingið í heild sinni, forsetis- ráðherrann, stjórnin, mótstöðu flokkarmir og yfirleitt öll Can- ada þjóðin koma sér saman um það, að skattarnir séu of þungir á herðum þjóðarinnar, og ættu að ýera lækkaðir. Hvar er sannleikurinn um fjárhag þjóðarinnar eins og þingið hefur birt hann á síðast- liðnu ári? 1. Tekjur Canada árið 1948 voru $12,796,000,000. Á sama ári vo^u persónulegar tekjur $11,- 960,000,000. Það eru $928 á hvert mannsbarn í landinu; af því greiddust $814,000,000, eða 7 af hundraði í beina skatta og $1,146,000, eða aðeins 10 af hundraði í sparisjóði. Það sem eftir var, eða 83 af hundraði, var borgað fyrir lífsnauðsynjar og áfengi. Það voru alls $10,000,000,- 000, en af því fóru $630,000,000 — Sex hundruð og þrjátíu miljónir dollara fyrir áfengi. Hvað þýðir þetta? Það þýðir að á móti hverjum dollar, sem hver maður og kona í Canada greiddi í beinum sköttum, greiddi hann eða hún 80 cent fyrir áfengi; með öðrum orð- um, þar sem beinn skattur af sómasamlegum tekjum eru 7%, þá fara 5% af því til áfengissöl- unnar. Við megum ekki við því, hversu fegin sem við vildum að ausa út því afar fé, sem til þess þarf að mæta öllum þeim kostn- aði, sem mæta þarf. En við get- um annað: við getum sjálf ráð- ið því, hversu langt við förum í áfengisnautninni; þar getum við sagt: „Hingað og ekki lengra.“ Væri það ekki skynsamleg að- ferð til þess að spara? 2. Okkur þykir landsstjórnin vera eyðslusönm; og við vítum hana fyrir það. Það gladdi okk- ur að sjá það að hún átti í sjóði $575,000,000. En samt var það ekki eins mikið og það sem eytt var fyrir áfengi á því sama ári: það voru $630,000,000. (Sex hundruð og þrjátíu miljónir). Má þjóðin við þeirri eyðlsu? 3. (a.) Árið 1948 voru útgjöld stjórnarinnar $1,909,000,000. (b.) Af allri þeirri upphæð fór 30% fyrir áfengi. (c.) Öll fylkin til samans eyddu $1,350,000,000. Við eydd- um 45% af öllum útgjöldum fylkjanna fyrir áfengi. Má þjóðin við þeirri eyðslu? (d.) Öll útgjöld allra stjórn- anna, sambands og fylkja stjórna námu árið 1948 $3,260,000.000. Svo á móti hverjum dollar, sem allar stjórnirnar lögðu fram í útgjöldum, eyddi þjóðin 20 cent fyrir áfengi. 4. Sambands stjórnin í Canada ber þúngar byrðar í sambandi við velferðar-og líknarstörf; ár- ið 1948 voru það $338,000,000; og sama ár var kostnaðurinn í sam- bandi við heimkomna hermenn $184,000,000. Það eru til samans $522,000,000. Við eyddum fyrir áfenga drykki $108,000,000. meira en það sem stjórnin borgaði fyrir velferð heimkominna hermanna. 5. Allur kostnaður við öll stig skólamentunar í Canada eru tæpar $200,000,000. Það er minna en einn þriðji af því, sem eytt er fyrir áfengi. Erum við örugg þjóðfélagslega þegar við leggj- um fram einn dollar til undirbún ings undir framtíðina á móti hverjum þremur dollars, sem eytt er fyrir áfengi? 6. Upphæð sú, sem allir há- skólar (Universities) eiga í spari sjóðum í Canada, eru tæpar $100,000,000. En þjóðin eyðir meira en sex sinnum eins miklu fyrir áfengi á 12 mánuðum. Með öðrum orðum: Eftir 175 ár hefir okkar hærri mentastofnunum ekki tekist að safna eins stórri fjárupphæð í sparisjóð eins og þjóðin hefur eytt í áfengi á 175 dögum. Er þetta meðalið til að byggja upp sterka menn og stórvirka þjóð? Svona mikið hefir þjóðfélag okkar kostað samanborið við það, sem það hefir lagt fram. Hvað er hægt að segja um sið- ferði okkar og hæfileika á með- an við höldum áfram þessari brennivínsdrykkju dag eftir dag og ár eftir ár? Leggið það á minnið, gleymið því ekki: að áfengisreikningurinn, hverja tuttugu og fjóra klukkutíma af öllu árinu (að undanskildum helgidögum) er tvær miljónir dollara. Geymið þetta í hugan- um; gleymið því ekki. Við höfum peningana. En hvaðan koma þeir? Hér eru fá- einar staðhæfingar, allar sann- ar og óhrekjandi, eins og alt annað, sem hér hefir verið stað- hæft. Þessar staðhæfingar ættu að vera athugaðar með sann- girni og heilbrigðu og allsgáðu viti. 1. Árið 1948 gaf hveitiuppsker- an í Canada af sér $550,000,000. Það var $80.000,000 minna en allir áfengisreikningarnir á sama ári. 2. Árið 1948 gaf mjólkurfram- leiðslan í Canada af sér $324,000, 000, til þess hefði þurft $306,000, 000 í við bót til þess að borga með áfengisreikninginn. 3. Árið 1948 gaf framleiðsla námanna af sér 534,000,000. Og jafnvel þótt olíuframleiðslunni hefði verið bætt við, þá hefði hvorutveggja gert lítið betur en að borga með áfengið. 4. Bifreiða- og skipafram- leiðsla gáfu af sér $650,000,000. Af því hefði þurft $630,000,000 til þess að borga áfengisreikn- inginn. Og hinar miklu klæða- verksmiðjur gáfu af sér $660,000, 000. Af þeirri upphæð hefði $630,000,000 þurft til þess að mæta áfengisreikningnum. Alt það, sem húsgagnaverksmiðjur landsins gáfu af sér, hefði ekki verið nóg til þess að borga helm- ing af því. 5. Ótkoman verður sú að einn dalur á móti hverjum fimm döl- um af framleiðslu allra stærstu verksmiðjanna fimtán, fer til þess að borga áfengisreikning- inn. — Eykur þetta velferð þjóð- félagsins? A. S. BARDAL, S. T. Bréf frá San Francisco 14. janúar 1950 Herra ritstjóri Lögbergs! Gerið svo vel og ljáið þessum línum rúm í blaði yðar. Alt hef- ir gengið sinn vanagang hér í San Francisco. Veður var hið bezta fram að jólum, en strax eftir Þrettándann breyttist það og kuldi og rigningar skiptast á. Þetta er mjög auðskilið, því hér mætast loftstraumar — miðstöð vinda — með regn úr vestrinu, kulda úr norðrinu, sólskin og blíðu úr suðrinu, en austrið læt- ur okkur að mestu hlutlausa. En hvernig sem veðráttan er, getur verið sólskin og blíða í hjörtum vina og vandamanna, þetta finnum við bezt þegar hóp- ur vina kemur saman til þess að gleðja og gleðjast með þeim, sem eiga einhverjum sérstökum við- burði eða tímamótum að fagna í lífi sínu. Þann 19. nóvember var þeim hjónum, Dr. Andresi Oddstad og frú Emmu, gerð óvænt heim- sókn í tilefni þess að þau voru nýflutt í nýja húsið sitt; 63 manns, vinir og vandamenn, heimsóttu þau þetta kvöld. Séra S. Octavius Thorlakson hafði orð fyrir gestum og skýrði tilgang þessa mannfagnaðar með hlýj- um og vel völdum orðum; þá töluðu bræður frú Emmu, þeir Ellis og Henry Stoneson, bygg- ingameistarar; þeir þökkuðu fyrir ástúð og kærleika systur sinnar og tengdabróðurs, og létu í ljósi þá ósk að framtíð þeirra í hinu nýja, fallega og rúmgóða húsi yrði gleði- og gæfurík. Margir fleiri tóku til máls og létu í ljósi gleði og á- nægju yfir því að hafa átt kost á því að vera viðstaddir þetta kveld til þess að árna heiðurs- hjónunum farsældar og blessun- ar á hinu nýja heimili þeirra. Þá afhenti séra Octavius þeim hjónum gjöf fyrir hönd gestanna til minningar um þessa ánægju- legu kveldstund. Að síðustu þakkaði Dr. Andrés Oddstad fyr ir þann vinarhug og þann heið- ur, sem þeim hjónum hefði ver- ið sýndur með þessari heim- sókn, og sagði, að þessi dagur yrði þeim minnisstæður að hét því, að öllum þeim, sem að garði bæri á hinu nýja heimili þeirra skyldi vera tekið opnum örmum. Svo komu blessaðar konurn- ar með allskonar góðgæti og kaffi; þegar allir höfðu etið og drukkið, var sungið bæði á ís- lenzku og ensku. Leóna, dóttir Dr. og Mrs. Oddstad, sem er víð- kunn söngkona í California, söng Draumalandið og nokkra enska söngva. Mrs. K. Christoferson, systir Mrs. Oddstad lék á píanó og annaðist undirspil fyrir söng, og spilaði fyrir dansinum, sem stiginn var fram á nótt. Þótt nóttin væri dimm og skýjum vafin, var samt sólskins blíða í hjörtum vina og vanda- manna þetta kveld.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.