Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 A Complete Cleaning Institulion PHONE 21 374 . . A Compleie Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. FEBRÚAR, 1950. NÚMER 5 Ársþing stjórnmálasamtaka í Manitoba á föstudaginn var Á föstudaginn var héldu Liberal-Prógressive stjórnmála- samtökin í Manitoba ársþing sitt á Fort Garry hótelinu hér í borginni; aðsókn var góð þrátt fyrir frosthörkur og torsóttar samgöngur víðsvegar um fylkið. Þingið félst á tillögu þess efn- is, að ráðherrum úr fylkingu Liberal-Prógressive flokksins yrði fjölgað í hlutfalli við þing- styrk hans; þingið var því mót- fallið, að tilraunir væru gerðar í þá átt, að rjúfa samstarf nú- verandi stjórnarflokka; það mælti með því ennfremur, að konur yrði skipaðar í opinberar nefndir þar sem verksvið þeirra krefðist slíks; að fundur allra mentamálaráðherra yrði hald- inn með það fyrir augum að samræma námsskrár og kenslu- aðferðir; svo og að kvatt yrði til fundar, er allir verkamálaráð- herrar landsins tæki þátt í með það fyrir augum, að samræma verkamálalög hinna einstöku fylkja. Hon. F. G. Bradley ríkisritari var einn af aðalræðumönnum þingsins. C. Irving íeith, K.C., var endurkosinn formaður á- minstra stjórnmálasamtaka. Ber Rússum þungar saksr á brýn Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Acheson, hefir alveg nýverið borið Rússum það brýn, að þeir hafi með lymsku- legum hætti sölsað undir sig fjögur hinna norðlægustu fylkja í Kína, er búi yfir því nær ó- tæmandi náttúruauðæfum; tjáð- ist Mr. Acheson hafa fyrir þessu ábyggileg sannanagögn, sem ekki yrðu undir neinum kring- umstæðum véfengd. Atvinnuleysið í landinu Á laugardaginn tilkynti verka- málaráðherra ‘ sambandsstjórn- afinnar, að 14. janúar hefði tala atvinnulausra manna í landinu verið 323,000; í austurstrandar- fylkjunum 46,000; Quebec 99,000; Ontario 79,000; sléttufylkjunum 45,000; British Columbia 54,000. Mr. Mitchell kvað aukið at- vinnuleysi venjulegt á þessari árstíð og á þessu ári bæri meira á því en áður vegna hinnar ó- venjulega ströngu veðráttu. Til dæmis þyrptust þeir menn, sem venjulega ynnu við skógarhögg til borganna til að leita sér at- vinnp. Mest ber á atvinnuleysi í Montreal; þar eru 33,000 manns skráðir atvinnulausir; 26,649 í Vancouver; 17,000 í Toronto; 13,000 í Winnipeg og 11,000 Quebec. Leiðtogar verkamannasam- takanna, Percy Benough og A. R. Mosher, halda því fram að tala atvinnulausra sé um 15 til 20 prósent hærri, en skýrsla Mr. Mitchells gefi til kynna, að sú skýrsla taki aðeins til greina þá, sem skráðir eru í Atvinnuskrif- stofum landsins, en að þúsundir manna séu atvinnulausir, sem hvergi séu skráðir. Dæmdur í Hegningarhússvist' Alger Hiss, er í stjórnartíð Franklíns D. Roosevelts, gegndi ábyrgðarstöðu í utanríkisráða neyti Bandaríkjanna, hefir ver- ið fundinn sekur um að hafa veitt Rússum óleyfilegar upp- lýsingar og verið dæmdur til fimm ára hegningarhússvistar; hann hefir einnig verið fundinn sekur um meinsæri; réttarhald- ið fór fram í New York. Verj- andi hins sakfelda lýsti sam- stundis yfir að sektardómnum yrði áfrýjað. Amerískf- flugfar ókomið fram Síðastliðinn fimtudag lagði amerísk risaflugvél upp frá Alaska áleiðis til Montana með þrjátíu og sjö farþega og átta manna áhöfn innanborðs; flug- vél þessi komst þá um daginn í radíósamband við flugvöllinn í Snag í víðflæmum Norðvestur a Canada, en síðan hefir eigi til hennar spurst; jafnskjótt og þess varð vart, að flugvélin kom eigi fram á ákveðnum stað og tíma, var leit hafin, ein sú umfangs- mesta, er sögur fara af á þessu mikla meginlandi; lögðu þar saman flugtækni sína hæfustu fluggarpar úr lofther Canada og Bandaríkjanna, án þess að til- ætlaðan árangur bæri; leitinni er enn haldið áfram þó flestir séu nú orðnir vondaufir um að finna hinn týnda ferðamanna- hóp á lífi. Eldsvoði veldur stórtjóni að Lundar Aðfaranótt þess 25. janúar, s.l. kom upp eldur í Veterans Cafe að Lundar, er brendi bygging- una til kaldra kola og stofnaði aðliggjandi húsum í hættu; eink- um byggingunni, sem pósthúsið og Northern Press hafa bæki- stöðvár sínar í. Eigendur að Veterans Cafe voru þeir Einar- sons-bræður að Lundar, og svaf annar þeirra, Karl, í bygging- unni; vaknaði hann við reykjar- svælu og kom skjótt á vettvang; hópur harðsnúinna víkinga gekk röggsamlega fram í því, að varna útbreiðslu eldsins til næstu húsa. Tjónið er metið á átta þúsund- ir dollara, og var hús og innan- stokksmunir að einhverju leyti í vátryggingu. Leitar kosningar í borgarstjóraembætti Það hefir orðið að ráði, að John Blumberg bæjarráðsmaður fyrir 3. kjördeild, leiti kosningar í borgarstjóraembættið í Win- nipeg við kosningar þær til bæj- arstjórnar, sem fara fram seinni hluta næstkomandi októbermán- aðar. Mr. Blumberg hefir setið þrjátíu ár í bæjarstjórn án þess að tapa’ kosningu; hann býður sig fram undir merkjum C.C.F. flokksins. Ekki er enn vitað hvort nú- verandi borgarstjóri, Mr. Garnet Coulter, leitar endurkosningar, þó líklegt þyki að svo muni verða. Fyrsfri lýðveldis- íorseti Indlands Þann 24. þ. m., var Indland formlega lýst lýðveldi og hinn fyrsti forseti þess kosinn í sam- einuðu þingi í New Delhi; fyrir vali varð Dr. Rafendra Prasad 64 ára að aldri, einn af dyggustu lærisveinum Mohandas Gandhis; hinn nýi lýðveldisforseti er lög- fræðingur að sérmentun, og hef- ir helgað meirihluta starfsævi sinnar sjálfstæðismálum Ind- lands; hann er þjóðkunnur mannvinur, sem varið hefir kröftum sínum til að bæta hag þjóðbræðra sinna; með lýðveld- istökunni afsalar Indland sér hollustueið við brezku krúnuna, þó það á hinn bóginn að sjálfs- vild verði framvegis í brezka þjóðabandalaginu. Forsætisráðherra Indlands, Neruh, mælti með Dr. Prasad til forsetatignar, og var kosningu hans lýst yfir í einu hljóði af öllum þingheimi. Úr borg og bygð Gefin voru saman í hjónaband í Selkirk, Man., þann 24. janúar, William Henry Johnston, Ár- borg, Man. og Sigurrós Sntfeld, Hnausa, Man. Við giftinguna að- stoðuðu Mrs. Steve Gíslason, systir brúðarinnar og M. A. Johnston, bróðir brúðgumans. Laetur væntanlega of embætti Talið er víst að Rt. Hon. Ernest Bevin muni láta af starfi sem utanríkismálaráðherra Bret ^ands, þótt flokkur hans sigri í kosningunum, sem fara í hönd 1 n®sta mánuði; Mr. Bevin er 67 ára ag alcjrj Qg þjáist af hjarta sjukdóm. Hann hefir átt sæti í íaðuneytinu í 10 ár, fyrst sem verkamálaráðgjafi og síðar sem utanríkismálaráðgjafi. í sam- bandi við hið síðarnefnda em- bætti, hefir hann orðið að ferð- ast víða og hefir þá oft þurft að hafa læknir í för með sér. Ný Ijóðbók „Gengin spor“ ejtir Guðrúnu Árnadóttur frá Oddstöðum í gær kom á bókamarkaðinn ný ljóðabók eftir skáldkonu, sem ekki hefir áður sent frá sér bók, og ekkert hefir birzt eftir opin- berlega áður nema nokkuð í Borgfirzkum ljóðum“, en fram- lag hennar á þeim vettvangi fékk hina ágætustu dóma. Skáldkonan er Guðrún Árna- dóttir frá Oddstöðum, Hofsvalla- götu 21 hér í Reykjavík. Heitir bók hennar Gengin spor. í þessari nýju ljóðabók eru 58 kvæði og lausavísur. Er bókin hin fegursta að öllum búningi og ágætlega gefin út. Útgefandi er Minningarsjóður Hlöðvers Arnar Bjarnasonar, en Hlöðver, sonur skáldkonunnar, fórst af völdum bifreiðarslyss á síðast- liðnu vori. Guðrúnu Árnadóttur er mjög létt um að yrkja, hvort sem hún kveður undir gömlum íslenzk- um bragarháttum eða grípur til nýrra. Það er auðfundið, að skáldkonunni er á stundum þungt um hjarta, en ætíð sér hún fegurð himinsins gegnum sortann og ómarnir af strengj- um hennar eru hugljúfir og sef- andi. — Alþbl. 14. des. Þörf á bætfum húsakynnum Heilbrigðismálaráðunautur Win- nipegborgar, Dr. Morley Loug- heed skýrði nýverið frá því, að ásigkomulag húsnæðismálanna í borginni hefði verið drjúgum lakara árið, sem leið, en það var 1945 og þótti þá ekki alt í gæzk- unni. Embættisveitingar Forsætisráðherrann í Canada, Louis St. Laurent, kunngerði síðastliðinn mánuð eftirgreind- ar embættisveitingar: J. J. Bow- len í Calgary, tekur við fylkis- stjóraembætti í Alberta; hann er 74 ára að aldri og var um eitt skeið formaður Liberalflokks- ins í því fylki. Rt. Hon. J. L. Ilsley, fyrrum fjármálaráðherra sambandsstjórnar, hefir verið skipaður háyfirdómari í Nova Scotia, en Alexander Bernier í St. Boniface hefir verið skipaður dómari í héraðsrétti Manitoba- fylkis í stað L. P. Roy dómara, er nýverið lét af embætti. Aukin kjarnorkuvopn Truman forseti hefir mælt svo fyrir, að aukin verði fram- leiðsla kjarnorkuvopna með það fyrir augum, að tryggja öryggi amerísku þjóðarinnar þannig, að hún verði ósigrandi.. Saltfiskframleiðslan er 7000 smál. meiri í ár en árið áður Öll framleiðslan hefir þegar verið seld Saltfiskframleiðslan þessa árs mfæ mfæ bg bgk mf Saltfiskframleiðsla þessa árs nemur um 7000 smálestum meira en árið áður, eða samtals um 19000 smálestum, og er öll sú fram- leiðsla nú seld, og mun síðasti farmurinn fara í lok janúarmánaðar. Árið 1948 var saltfiskframleiðslan 12000 smálestir. Þetta kom fram í skýrslu for- manns sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda á aðalfundi sambandsins, er haldinn var síð- astliðinn laugardag. Árið 1948 skiptust þessar 12000 smálestir af saltfiski þannig eftir útflutn- ingslöndum: Til Grikklands 4842 smál., til ítalíu 4347, Bretlands og írlands 2302, Þýzkalands 310, Danmerk- ur 200 óg Brasilíu og Cuba 449 smálestir. Verðlag 1948 var svipað og árið á undan. Saltfiskframleiðsla þessa árs mun verða um 19000 smálestir eins og áður segir, og er áætlað að útflutningurinn skiptist sem hér segir: Til Grikklands 6000 —6500 lestir, til ítalíu 5500, Portú gal 3600, Bretlands og Irlands 1625, Þýzkalands 300, Danmerk- ur 160 og til Brasilíu og Cuba 90 smálestir. Á þessu ári bættist Portúgal við í tölu viðskiptalandanna, en viðskipti við það land höfðu leg- ið niðri í 7 undanfarin ár. Von er um að viðskipti hefjist einnig við Spán á næsta ári. Alþbl. 14. des. Brefland veitir Júgóslavíu lón Frétst hefir frá London að nú sé búið að undirbúa gegnum einn stærsta bankann þar $7,525,000 lán til Júgóslavíu til þess að gera henni mögulegt að kaupa vörur frá þeim löndum, sem skipta með sterlingspund- um; og meira lán til þessarar þjóðar er talið væntanlegt. Ennfremur er það haft eftir ábyggilegum heimildum að Júgó slavía muni hætta öllum flug- vélasamböndum við Sovietlepp- ríkin innan skamms — en þau hafa þegar minkað mikið — og stofna ný flugvélasambönd við Vestur-Evrópu. Fyrrum borgarstjóri látinn Síðastliðinn þriðjudag lézt að heimili sínu eftir stutta legu hér í borginni, A. J. Andrews, fyrr- um borgarstjóri í Winnipeg, mik- ilhæfur maður og vel látinn 85 ára að aldri. Séra Sigurður Ólafsson gifti, í sjúkdómsforföllum sóknarprests þeirra. ☆ Þann 24. janúar síðastliðinn lézt að heimili sínu á Gimli, Mrs. Pétur Tergeson, 78 ára að aldri, ein af merkustu konum íslenzka landnámsins við Winnipegvatn, er á langri ævi kom hvarvetna fram til góðs; hún kom til þessa lands fyrir 64 árum og hafði ver- ið búsett á Gimli í freklega hálfa öld; auk eiginmanns síns, Pét- urs kaupmanns, lætur Mrs Tergesen eftir sig þrjá sonu og fjórar dætur; útförin fór fram frá heimilinu og kirkju lúterska safnaðarins á Gimli undir for- ustu Dr. Rúnólfs Marteinssonar. ■fr Látin er nýlega að Lundar Mrs. Sigríður Hörðdal, kona Björns Hörðdal þar í bygð, hnig- in allmjög að aldri; hún lætur eftir sig, auk eiginmanns, tvo sonu og fimm dætur. — Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ Á fimtudaginn þann 26. janúar síðastliðinn lézt hér í borginni Miss Sigurbjörg A. Johnson 59 ára að aldri; hún var fædd í East Selkirk, og voru foreldrar hennar þau Mr. og Mrs. Snorri Johnson. Miss Johnson vann 1 mörg ár að kjólasaum hjá Hud- son Bay félaginu; hún lætur eft- ir sig þrjá bræður, Hermann að Shellbrook, Sask., O. G. Johnson að Gilbert Plains, og C. A. John- son að Preecewille, Sask.; einnig tvær systur, Mrs. W. E. McDon- ald í Swan River, og Mrs. J. C. Pridman í Winnipeg. Líkið var sent til Swan River til greftr- unar. ☆ í umsögn hér í blaðinu um hið nýja sjúkrahús í Arborg, féll úr nafn eins hinna ötulu nefndar manna, er að framgangi málsins störfuðu, S. Wopnfjords sveitar- oddvita. ☆ Mr. G. O. Einarsson, Morris tengdasonur hans, Mr. Oscar Gíslason og\ Mr. B. J. Lifman, allir frá Árborg, voru staddir í borginni seinnipart vikunnar, sem leið. ☆ Mr. Carl J. Vopni bygginga- meistari kom sunnan frá Minne- apolis, Minn., um miðja fyrri viku, en þar hafði hann dvalið í gistivináttu dóttur sinnar og tengdasonar síðan um jólaleytið. ☆ Gjafir í Blómasjóð Vogar, Hayland og Siglunes: Kvenfélagið Aldan $25,00. Mrs. B. H. Johnson í minningu um Marenu Johnson $3,00. Hayland Victory Club í minningu um Kristinn Emilson $14,80. Kven- félagið Aldan $20,00. Miss Ásta Johnson $5,00, Lundar, Man. Með kæru þakklæti Ingibjörg Eggertson ☆ Hr. T. L. Hallgrímsson útgerð- arstjóri og fiskkaupmaður, lagði af stað suður í Bandaríki síðast- liðið fimtudagskvöld ásamt frú sinni; ætluðu þau fyrst að dvelja nokkra daga í Chicago, en halda svo þaðan til Birmingham, Ala- bama, en þar á frú Hallgrímsson móðursystur, sem hún hefir ekki hitt um langt áraskeið; þau Hall- Áherzla lögð ó að treysta brezka þjóðasambandið íhaldsflokkurinn brezki undir forustu Winstons Churchill, legg ur í kosningastefnuskrá sinni á- herzlu á það, að treysta svo sem framast megi verða brezka þjóða sambandið, og ber verkamanna- stjórninni það á brýn, að brezka veldið væri vel á veg komið með að gliðna í sundur fyrir land- vörnum hennar og fyrirhyggju- leysi. Flokkurinn kveðst, verði hon- um fengin valdaforusta í hend- ur, munu halda áfram þeim vel- ferðarstofnunum, er verka- mannastjórnin hafi komið á fót, og koma því jafnframt til leiðar, að starfreæksla þeirra kosti langtum minna, en nú gengist við; enrtfremur heitir flokkur- lækkun skatta og afnámi mn skömtunar á mörgum vöruteg- undum; þá tjáist hann og þess albúinn, að hrinda í framkvæmd nýrri húsnæðislöggjöf, er tryggi það að hver einasta og ein brezk fjölskylda njóti viðunanlegs skýlis yfir höfuðið. Varaforseti C.N.R. lótinn Nýlega er látinn í Montreal varaforseti þjóðeignabrautanna, Canadian National Railway, Mr. Walton, 65 ára að aldri; hann hóf starf við þetta mikla járn- brautakerfi sem fimtán ára ung- lingur, og vann sig upp jafnt og þétt. Mr. Walton naut frábærra vinsælda jafnt hjá undirmönn- um sem yfirboðurum. Grunnverð eggja Vegna þess að brezkur mark- aður fyrir egg héðan úr landi má teljast lokaður eins og sakir standa, og vegna þess einnig hve egg hafa fallið í verði, hefir sam- bandsstjórn séð þann kost vænst an, að ákveða lágmarks- eða grunnverð handa framleiðend- um, sem mælt er að nemi 32 cents á tylftina. Kaldast-i janúar í 75 úr Að því er veðurfræðingar skýra frá, var hinn nýliðni jan- úarmánuður hinn kaldasti, sem um getur í síðastliðin sjötíu og fiihm ár; hefir veturinn frá því um jól reynst óvenjulega þung- ur í vöfum varðandi samgöngur allar í þessu landi. verða nálægt mánaðartíma að heiman. ☆ Síðastliðinn mánudag lézt að heimili sínu 757 Toronto Street hér í borginni Albert Johnson, 36 ára að aldri; hann lætur eftir sig konu og fjögur börn; einnig aldurhniginn föður, Kristján Johnson, fyrrum matvörukaup- mann. Útför Alberts fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju kl hálf- þrjú í dag, fimtudag, undir for- ustu séra Valdimars J. Eylands. ☆ Samkvæmt símskeyti frá ís- landi til Mr. Lincolns Johnson, fyrrum forseta Fyrsta lúterska safnaðar, fæddist þeim hjónum séra Eiríki Brynjólfssyni og frú Guðrúnu á Útskálum, meybarn þann 29. janúar síðastliðinn. ☆ Annual meeting of the Jon Sigurdson Chapter T O D E will be held at the home of Mrs. L. E. Summers 205 Queenston St., Tuesday Eve., February 7th at grímsson-hjón gerðu ráð fyrir að 8 o’clock.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.