Lögberg - 02.03.1950, Side 1
PHONE 21 374
ktO*4
CVeOtieT*
pnl ~
Ua^^p-fl. sT A Complete
Cleaning
Inslituiion
PHONE 21 374
U"?!6
L<>,tnd^3B S<V A Complefe
Cleaning
Institution
64. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. MARZ, 1950
NÚMER 9
Slefán Einarsson
ritstjóri Heimskringlu
G. J. Oleson
fyrrum blaðamaður í Glenboro
Einar P. Jónsson
ritstjóri Lögbergs
Þingkosningar á Bretlandi
nólguðust pólitískt jafntefli
Þann 23. febrúar síðastliðinn
fóru fram almennar þingkosn-
ingar á Bretlandi, og lauk þeim
með örlitlu meirihlutafylgi fyrir
núverandi stjórnarflokk, eða
flokk þinna óháðu verkamanna;
það var flokkur íhaldsmanna, er
næstur gekk stjórnarflokknum
að þingfylgi. Liberalflokkurinn
sætti hinni verstu útreið, og
flokkur kommúnista þurkaðist
alveg út, og á nú engan fulltrúa
á þingi.
Það liggur í augum uppi að
Attlee-stjórnin eigi við ramm-
an reip að draga og sé ekki öf-
undsverð, þar sem hún nú styðst
aðeins við sjö þingmanna meiri
hluta; brezka þingið telur eins
og sakir standa 625 þingmenn,
en af þeirri tölu vann stjórnar-
flokkurinn einungis 315 þing-
sæti.
Öll brezk blöð, án tillits til
flokkslegrar aðstöðu, telja óhjá-
kvæmilegt, að gengið verði til
kosninga á ný, jafnvel innan
þriggja mánaða eða svo.
Stjórnin mun ekki leggja út í
fleiri þjóðnýtingar ráðstafanir
að sinni, eins og högum hennar
nú er háttað.
Viðskiptafundur
r • •
i aosigi
Mr. John A. Marsh, formaður
samtaka þeirra kaupsýslumanna
hér í landi, er við vöruútflutn-
ingi héðan sérstaklega gefa
sig, flutti seinni part fyrri viku
ræðu í Port Arthur, þar sem
hann lagði áherzlu á og taldi
nauðsynlegt að Canada beitti sér
fyrir um að kveðja til fundar þar
sem mættir yrði erindrekar frá
öllum brezku samveldisþjóðun-
um með það fyrir augum, að
treysta eins og framast mætti
auðið verða innbyrðis viðskipt-
in þeirra á meðal; kvaðst hann
vonast til að ráðstafanir í þessa
átt yrði ekki dregnar á langinn,
því fyrsti tími væri beztur. Mr.
Marsh taldi ástæðulítið að gera
ráð fyrir viðskiptakreppu í þessu
landi, og með hliðsjón af fram-
tíðinni væri ekki annað sjáan-
legt en að hún yrði heillavæn-
leg og björt; þá taldi og Mr.
Marsh það æskilegt, að Banda-
ríkin lækkuðu til muna tollmúra
sína gegn canadískri útflutnings
vöru.
Úr borg og bygð
Dr. P. H. T. Thorlakson
Kjörinn forseti
læknafélags
Á aðalfundi skurðlæknafélags
ins í Vestur Canada, sem hald-
inn var í Edmonton þann 22.
febrúar síðastliðinn, var hinn
mikilhæfi og víðfrægi skurð-
læknir, Dr. P. H. T. Thorlakson,
kjörinn forseti þessara víðtæku
og áhrifamiklu samtaka á vett-
vangi læknavísindanna. Það er
ekki einasta að Dr. Thorlakson
sé kunnur um þetta mikla meg-
inland sem framúrskarandi
læknir, heldur er hann einnig
búinn sjaldgæfum forustuhæfi-
leikum á mörgum öðrum svið-
um, eins og átök hans í háskóla-
máli okkar bera svo glögg merki
um.
The Women’s Association of
the First Lutheran Church
Victor st. will hold a regular
meeting in the church parlor
Tuesday March 7th at 2 p.m.
There will be a guest speaker.
☆
Þakklæli
Mitt innilegasta hjartans þakk
læti votta ég vinum og vanda-
mönnum, er veittu mér marg-
víslega aðstoð í tilefni af fráfalli
míns elskaða eiginmanns, Jó-
hanns Philips Markússonar, er
lézt þann 20. febrúar síðastlið-
inn; bið ég guð að launa öllu
þessu góða fólki
Mrs. Ásta Markússon,
500 Waterloo Street
☆
Herbergi með húsgögnum fæst
til leigu nú þegar að 639% Lang-
side Street hér í borginni.
Aukin fjárveiting
fil beilbrigðismála
Samkvæmt yfirlýsingu frá
fjármálaráðherra sambands-
stjórnarinnar, Mr. Abbott, er
ráðgert að verja 44 miljónum
dollara stærri upphæð til heil-
brigðismálanna í þessu landi á
næsta fjárhagsári en raun varð á
fyrra; þetta er viturleg ráðstöf-
un, því heilbrigði þjóðarinnar
er fyrir öllu.
Núverandi heilbrigðismálaráð
herra sambandsstjórnar, Mr.
Martin, er mikill áhuga og elju-
maður, sem lætur því meira til
sín taka sem hann situr lengur
í ráðuneytinu.
VogrekiS er úr „Helga", finst
í Rauðasandi og Barðaströnd
Brakið úr björgunarbátnum gaf fyrsl bendingu um það
Fréttaritari Mbl. ú Patreksfirði, símaði Mbl. í gærkvöldi, að
fullvíst þætti og sönnur á því fengnar að vogrek það er fanst á
Rauðasandi og Barðaströnd sé úr vélskipinu Helga frá Vestmanna-
eyjum, er fórst á Faxaskeri í byrjun þessa mánaðar.
í því aftaka suðvestan veðri
er Helgi fórst í, og eigi slotaði
fyrr en eftir 2 sólarhringa, er
talið að brak þetta hafi borist
undan vindi og sjó fyrir Reykja-
nes. Síðan hefir sem kunnugt er
gengið á með mjög snörpum suð
vestan veðrum. Þau hafa ásamt
straumnum borið rekaldið alla
leið inn á Breiðafjörð.
Vogrek það er fanst á fjörun-
um í fyrradag, var dregið á þurt
og látið þorna. Kom þá fram svo
auðveldlega mátti greina, stórt
„H“ í brakinu úr björgunarbátn-
um. Einnig fanst á björgunar-
bátsbrakinu síðasti endi orðs
sem var „eyjum“. — Báturinn,
hurðir, brak úr byrðingi skips-
ins og annað, ber alt sömu liti
og Helgi bar. Hefir rekaldinu
verið lýst nákvæmlega fyrir eig-
anda Helga og hefir lýsingin
komið heim við þá liti er Helgi
bar. Auk þess, sem þrýstidælu
rak, 5” í þvermál, og kom það
líka heim við vél Helga.
Mbl. 28. jan.
Mesta veðurhæð
I janúar geisuðu iðulega storm
ar hér í Reykjavík og var mest-
ur vindhraðinn — fárviðri —
sunnudaginn þ. 22. jan., er veður
hæðin náði 14. stigum eða 81—89
hnútum. Samsvarar það því, að
vindhraðinn hafi verið 150—165
km. á klukkustund. Þessi mikla
veðurhæð stóð aðeins skamma
stund, en samt nógu lengi til
þess að valda spjöllum á íbúðar-
husum og mannvirkjum. Annars
náði veðurhæðin iðulega 12 stig
um hér í Reykjavík, en það sam
svarar um það bil 120 km. hraða
á Klukkustund.
I janúarmánuði kom það fyr-
ir, sem er mjög óvenjulegt, að
vindmælir, sem Veðurstofan hef
ir í vitanum á Stórhöfða í Vest-
mannaeyjum, skemmdist tvisv-
ar í fárviðri. Á veðurstofan fjóra
aðra slíka mæla víðsvegar um
land, en ekkert slíkt óhapp hefir
hent þá. Vísir, 2. febr.
Tryggvi J. Oleson, Dr. Phil.
Hlýtur doktors
gráðu í heimspeki
Hr. Tryggvi J. Oleson pró-
fessor í sagnfræði við United
College í Winnipeg, hefir nýlega
varið doktorsritgerð sína um
sögu Breta á ejleftu öld við há-
skólann í Toronto, og hlotið
gráðuna Doctor of Philosophy;
hefir hann unnið að verki þessu
um allangt skeið af mikilli vand
virkni, og mun hér verða um
stóreflis bók að ræða, er hún
hleypur af stokkunum. Dr.
Tryggvi er enn maður á ungum
aldri og á vafalaust eftir að
inna af hendi margvísleg afrek
á vettvangi sagnfræðinnar og
víðar; hann er mikill eljumað-
ur við störf og vandvirkur að
sama skapi.
Dr. Tryggvi er fæddur í Glen-
boro, sonur hinna valinkunnu
hjóna Mr. og Mrs. G. J. Oleson;
hann er kvæntur Elvu Hall-
grímsdóttur Eyford, sem útskrif-
uð er af háskóla Manitobafylkis,
og eiga þau tvö mannvænleg
börn.
Lögberg flytur Dr. Tryggva
hugheilar árnaðaróskir í tilefni
af þeirri sæmd, er honum að
makleikum nú hefir fallið í
skaut.
Séra Philip M. Pétursson
Endurkosinn forseti
Þjóðræknis-
félagsins
Framkvæmdanefnd félagsins
var öll endurkosin á síðasta
þingi, eins og frá er skýrt á rit-
stjórnarsíðu þessa blaðs, og er
þannig skipuð:
Séra Philip M. Pétursson, for-
seti; Dr. Tryggvi J. Oleson, vara-
forseti; J. J. Bildfell, skrifari;
Frú Ingibjörg Jónsson, vara-
skrifari; Grettir L. Jóhannson,
féhirðir; Grettir Eggertson, vara
féhirðir; Guðmann Levy, fjár-
^álaritari; Árni G. Eggertson,
K- C., varafjármálaritari; Ólaf-
Ur Pétursson, skjalavörður.
Endurskoðendur:
Steindór S. Jakobsson,
Th. Beck.
Nýkjörnir heiðursfélagar Þjóðræknisfélagsins
Bergthor Emil Johnson látinn
Að morgni síðastliðins laugar-
dags lézt að heimili sínu 1059
Dominion Street hér í borginni,
Bergthor Emil Johnson rúmlega
53 ára að aldri, gáfaður maður
og vinsæll, er um langt skeið tók
virkan þátt í íslenzkum mann-
félagsmálum, og lagði mikla
rækt við íslenzkar menningar-
erfðir; hann var útskrifaður af
Jóns Bjarnasonar skóla, gegndi
skrifaraembætti í framkvæmda
nefnd Þjóðræknisfélagsins og
hafði með höndum ráðsmensku
barnablaðsins Baldursbrár með-
an það var við líði; einnig var
hann um tímabil forseti Sam-
bandssafnaðar í Winnipeg og
tók mikinn þátt í starfsemi hans.
Um allmörg undanfarin ár
starfaði Bergthor Emil fyrir fé-
sýslufyrirtæki þeirra Pétursón-
bræðra, The Union Loan and
Investment Company, og aflaði
sér þar sem annarsstaðar trausts
og velvildar samferðamanna
sinna; hann var skáldmæltur vel
og unni mjög íslenzkri ljóða-
gerð.
Bergthor Emil var fæddur í
Mikley, hinn 1. dag september
mánaðar árið 1896. Foreldrar
hans voru þau Einar Johnson og
Oddfríður Thórðardóttir, mæt
og vel metin hjón. Bergthor Em-
il var kvæntur Kristínu Björns-
dóttur Byron, mikilhæfri ágæt-
iskonu, er lifir mann sinn ásamt
einni dóttur, frú Lilju Árnason,
er heima á í þessari borg. Faðir
hins látna, Einar, hniginn að
aldri, er enn á lífi, og hefir dval-
ið á heimili sonar og tengdadótt-
ur að 1059 Dominion Street um
allmörg undanfarin ár við mikið
ástríki; þá lætur og hinn látni
eftir sig einn bróður, hinn vel-
metna lækni Kjartan Johnson á
Gimli.
Berthor Emil var góðhjartað-
ur maður og vinfastur, og víst
er um það, að margir sakna
hans; hann sat nýafstaðið þjóð-
ræknisþing og andlátsfregn
hans, svo skömmu síðar, kom
eins og skúr úr heiðskíru lofti.
Lögberg vottar sifjaliði hins
látna innilega samúð í þeim
djúpa harmi, sem að því hefir
kveðinn verið.
Útförin fór fram frá Sam-
bandskirkju að viðstöddu miklu
Berglhor Emil Johnson
fjölmenni á miðvikudaginn und-
ir forustu séra Philips M. Pét-
urssonar.
Vinsæll
namsmaður
Síðastliðna viku var Adrian
Gorick kosinn forseti fyrir næst
komandi ár fyrir þá nemendur,
er stunda þá nám í þriðja bekk
í Arts deildinni við Manitoba-
háskólann; hlaut Adrian fleiri
atkvæði en hinir frambjóðend-
urnir þrír til samans, og sýnir
það hve vinsæll hann er meðal
bekkjarsystkina sinna. Faðir
hans, Thomas Gorick, er af ensk
um ættum en móðir hans er ís-
lenzk, Oddný Frederickson
Gorick, ættuð frá Vatnabygð-
um; systir hennar, Björg, var
fyrrum píanókennari í Winni-
peg, en bróðir hennar, Carl
Frederickson, lézt fyrir nokkr-
um árum.
Adrian Gorick hefir í hyggju
að ná B. A. stigi við háskólann
og leggja síðan stund á lögfræði.
Fremur slæmt
heilsufar í bænum
Heilsufar í Reykjavík má telj-
ast fremur slæmt um þessar
mundir, að því er Vísi hefir ver-
ið tjáð.
Hefir verið á ferðinni háls-
bólga og allmikil brögð að kvefi.
Ennfremur hefir skarlatssótt
stungið sér niður á nokkrum
stöðum í bænum,
Vísir, 2. febr.
Miðstöð Aluminium
iðnaðarins
Bærinn Arvida, sem liggur
um áttatíu mílur frá Quebec-
borg, er aðalmiðstöð Alumíum
framleiðslunnar í Canada; þetta
er fallegur bær og þrifalegur.
Félagið, sem á bæinn, The Alum
inum Company of Canada, hef-
ir um 6 þúsund manns í þjón-
ustu sinni.
Barnaspítali í
uppsiglingu
Undirbúningsráðstöfunum er
nú lokið varðandi byggingu
barnaspítala í Winnipeg, að því
er spítalaráð borgarinnar skýrir
frá; áætlað er að kostnaður við
bygginguna nemi $2,700.000. Lóð
in undir spítalann kostaði $91,
071. Nú er það næst á dagskrá
að afla nauðsynlegs fjár og kem-
ur það þá vitanlega til kasta
bæjarstjórar, fylkisstjórnar og
sambandsstjórnar að ráða fram
úr þeim vanda; auk þess er gert
ráð fyrir, að einstaklingar og fé-
lög láti ekki sinn hlut ekki eftir
liggja varðandi framkvæmdir
þessa mikla velferðarmáls, því
oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Mr. G. F. Jónasson
Endurkosinn til
forseta
Á fundi, sem haldinn var á
Fort Garry hótelinu hér í borg-
inni um miðja fyrri viku, var
Mr. G. F. Jonasson framkvæmd-
arstjóri Keystone Fisheries
Limited, endurkosinn forseti
Prairie Fisheries Federation.
Mr. Jonasson er mikill atorku
maður, og hefir gefið sig meiri
hluta ævinnar að fiskiveiðamál-
efnum.