Lögberg - 02.03.1950, Síða 3

Lögberg - 02.03.1950, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. MARZ, 1950 3 Haukadalur í Dalasýslu Eins og menn vita, er Haukadalur 1 DalasýsJu fögur sveit, sem mjög kemur vtð sögu landsins; einn af sonum hennar, Kristvarður Por- varðsson, áður skólakennari, sendi bróður sinum, J. J. porvarðssyni fyrrum kaupmanni, sem hér er bú- settur, þá fallegu lýsingu af fæð- ingarsvelt þeirra, er hér fer á eftir, og lét hann Lögbergi hana góðfús- lega í té til birtingar. — Ritstj. Dalurinn liggur í austur, aust- an til er hann mjór, en breikkar eftir því, sem vestar kemur. Beggja megin við hann eru há fjöll og brattar hlíðar, með hjöll um og háum björgum hér og þar. Niður hlíðarnar falla lækir og gil í þröngum klettagljúfr- um, og steypast lækirnir víða fram af hjallabrúnum, og gilin hafa sumstaðar myndað fossa, sem steypast niður í kletta- gljúfrin. í vorleysingum er tign- arleg sjón að sjá hina rjúkandi fossa í giljum og lækjum, og veltandi vatnsstrauminn falla niður hlíðarnar með miklu afli og straumnið Að 'norðanverðu er dalurinn víða grasi vaxinn upp á fjalla brúnir og þar eru víða góðir slægjublettir á sumrum. Að sunnanverðu við dalinn eru fjöll in há og hrikaleg og hlíðarnar ekki eins grasi vaxnar og að norðanverðu. Af því að fjöllin eru svo há að sunnanverðu í dalnum, er þar oft dimmt og skuggalegt framan af vetri, og þeim megin sést ekki sól á sum- um bæjum fyr en á Góu, þó að glaðasólskin sé að norðanverðu í dalnum. En dalbúnar að sunn- anverðu sjá þó sólskinið hinu megin í dalnum þegar sólskin er. Eftir miðjum dalnum fellur Haukadalsá. Beggja megin við hana eru engjar dalbúa. Áin fell- ur í Haukadalsvatn, sem er vest- an til í dalnum, og úr vatninu fellur áin í Hvammsföjrð. Bæ- irnir í Haukadal eru í röðum beggja megin við ána neðan til í hlíðunum, og eru þeir sums- staðar í dalnum hvor á móti öðr um að norðan og sunnan verðu við ána, og er því þar mjög stutt á milli bæja. Austan til er Haukadalur þröngur og hólótt- ur og lítið undirlendi. og er þar því lítið útsýni. En þegar kem- ur vestur í miðjan dalinn, er hann þar breiðari og fegurri, og þar þykir mörgum ferðamönn- um, sem ferðast um Haukadal í júlímánuði, vera mjög fagurt á kveldin, þegar sól er í vestur- átt. Hlíðin 1 miðjum Haukadal að norðanverðu er mjög fögur í júlí og ágúst; þá er hún með grænum blágresis brekkum og í þeim eru bláber og krækiber. Fagurtærir lækir og gil með smá fossum renna niður hlíðina hér og þar. Og sums staðar á milli giljanna standa þverhnýpt björg og klettasnasir, sem gnæfa hátt eins og verðir yfir dalnum. Áin rennur í bugðum niður dalinn í hið fagra vatn, sem áð- ur er nefnt. Beggja megin við ána eru grænar og grösugar engjar. Og á kvöldin rétt fyrir sólarlag sýnist hún með sínum kvíslum, síkjum og lækjum, sem i hana renna, vera eins og silfur- tærir þræðir ofnir í hinn fagra óúk engjanna. Haukadalsvatn þá spegilfagurt, og stundum sest þá á því eins og sólbrú. Svo guæfa yfir fegurðardýrðina bæ- irnir meg græna túnbaugina í kring í bæina, glóandi af fíflum, sóleyjum og fjólum. Um aldamótin 1900 voru bæir í Haukadal 20; 12 að norðan- verðu við Haukadalsá, en 8 að sunnanverðu við hana. En nú eru byggðir bæir í Haukadal að- eins 14, en 6 hafa lagst í eyði. Nú er enginn bóndi í Hauka- dal, sem bjó þar fyrir aldamót- in 1900; flestir dánir, 2 lifandi hér í Reykjavík. í miðjum Haukadal að norð- anverðu eru Leikskálar. Bærinn stendur neðst í hlíðinni og nær efri hluti túnsins dálítið upp í hlíðina. Fyrir ofan túnið er brött hlíð og mörg gil og lækir renna nið- ur hana. Einn lækurinn rennur ofan í gegnum mitt túnið og niður hjá fjósveggnum og heit- ir hann Bæjarlækur Annar lækur rennur niður með túninu að vestanverðu og heitir Mjólkurlækur. Og niður með túninu að austanverðu renn ur gil, sem heitir Húsagil. Það rennur rétt fyrir austan fjár- húsin og svo á milli aðaltúnsins og hesthústúnsins. Gilið og læk- irnir hafa upptök sín hátt upp í fjalli og bera því stundum nið- ur í túnið aur og grjót; en það hefir alltaf verið hreinsað á vor in og borið burt, svo að túnið minkar ekki fyrir framburð gils ins og lækjanna. Árið 1918, um páskaleytið, velti Húsagilið fram feikna miklu snjóflóði með aur og grjóti; flóðið lenti á fjárhúsun- um, og drap yfir 100 kindur og stórskemmdi túnið. Eftir það voru fjárhúsin flutt austur fyrir tún. Skammt fyrir sunnan tún- ið rennur Haukadalsá niður dal inn, og með fram henni eru engj- ar, eins og áður er nefnt. Líka er heyjað upp í fjalli, en erfitt þótti að flytja heyið úr fjallinu og heim, því hlíðin er mjög brött, og vildi þá stundum bagg- arnir og reiðingurinn fara fram af hestunum, og ultu þá stund- um sáturnar langa leið niður hlíðina. Heimreið að Leikskálum eru eyrarnar með fram ánni, og þótti mörgum reiðmanninum skemti- legt að láta spretta úr spori heim á hlaðið. Bærinn snýr fram að ánni, og voru þar á honum 7 bleik þil með rauðum vindskeiðum: Vest asta húsið var baðstofa, þá bæj- ardyr, svo stofa með lofti yfir, næst var búr, og eldhús bak við búrið, þá eldiviðarhús, og svo tvær skemmur, en sund var á milli þeirra, og einnig var sund á milli bæjarhúsanna og skemm anna. Fyrir austan skemmurnar var fjósið, en norðan við það var þurkhjallur, og norður af hon- um reiðhesta-hesthús, og fyrir vestan hesthúsið var smiðja. Rétt fyrir austan túnið á Leik- skálum er rennislétt grund, sem var girt og borinn á áburður og notuð sem tún; munu formenn hafa notað þá grund fyrir leik- völl, og byggt þar skála, til að dvelja á meðan á leikjum stóð. Og í túninu rétt fyrir vestan bæinn er hár klettur, sem heitir Skjaldhamar; þar munu forn- menn hafa geymt vopn sín með- an að leikar stóðu yfir, því til leika mátti enginn bera vopn. Á móti Leikskálum fyrir sunn an ána er Jörvi; þar var haldin Jörvagleði, sem þjóðsögur okkar segja frá. Og það er sagt, að prestar hafi séð um, að sú skemt- un var lögð niður, af því að á síðustu skemtuninni hafi 19 til 2o4)örn átt að koma undir!! Hátt fjall er beint fyrir ofan bæinn á Jörva, sem heitir Jörva- hnúkur. Á Leikskálum hafa forfeður mínir í föðurætt búið síðan á 17. öld til 1916: Árið 1673 drukknaði í Hauka- dalsvatnsósi Þorvarður sonur Runólfs sýslumanns Sigurðsson- ar. Þorvarður bjó á Leikskálum. Hann átti fyrir konu Halldóru Egilsdóttur. Þe;rra son var Berg þór, og hann bjó á Leikskálum; kona hans var Bergljót Kolbeins dóttir. Sonur þeirra var Þor- varður, fæddur á Leikskálum 1760, dó 27. desember 1823. Kona hans var Þjóðhildur Jósepsdótt- ir, fædd 1768, dó 23. marz 1854. Þeirra son var Bergþór, fæddur 1788, dó 21. maí 1853; átti Björgu Hallsdóttur, fædd 15. desember 1792 í Sælingsdalstungu, dó á Leikskálum 17. marz 1871. Þeirra son var — faðir minn — Þor- varður, fæddur á Leikskálum 4. febrúnar 1836, dó sumarið 1918, átti Kristínu Jónasdótfur — móður mína — fædd á Innra- leiti á Skógarströnd 17. nóvem- ber 1835, dó 21. júlí 1916 í Stóra skógi í Miðdölum. Foreldrar mínir bjuggu góðu búi á Leikskálum í Haukadal og áttu 14 börn. 7 stúlkur og 7 pilta. Allir þessir forfeður, sem hétu á víxl, Þorvarður og Bergþór, bjuggu á Leikskálum í meir en tvær aldir. Nú er jörðin farin úr ættinni. Faðir minn Þorvarð- ur Bergþórsson var duglegur bóndi og átti margar skepnur t. d. 7 kýr, 800 fjár, 12 fullorðna hesta, þar af voru venjulega tveir reiðhestar. Hann byggði upp bæinn og öll peningshús, Hann var hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður í mörg ár og réði mestu í hreppnum. Haukdælum þótti gott að leita ráða til hans, því hann þótti ráðhollur, þegar til hans var leitað. Störf móður minnar voru að- allega bundin við heimilið og i börnin. Hún var trú meðhjálp manni sínum, alúðarrík móðir barna sinna og umhyggjusöm húsmóðir á heimilinu. Hún var hjálpsöm og kærleiksrík við fá- tæka, sem leituðu hjálpar henn- ar. Þungbærar lífsraunir urðu hlutskipti hennar, en hún var svo vel gefin, að hún lét ekki lífsbölið yfirbuga sig. Hún var svo vel trúuð og vönduð, að hún mátti ekki vamm sitt vita. Nú lifir hún sæl hjá guði. Krisívarður Þorvarðsson Merkileg minningabók „Minningar Ara Arnalds“ heitir bók, sem nýlega er komin út og'mér hefir borist. Það er gamall og góður siður margra íslendinga að skrá minningar sínar, en hitt hefir ekki tíðkast fyrr en a siðan árum að margar minningabækur komi ut arlega. Kaupgeta almennings leyfði það ekki. Og þá sjaldan þessháttar bækur komu út var frágangurinn fátæklegur, því að allt varð að spara._ Bókin, sem hér verður nokkuð " vikið að er bæði falleg og prýði- lega samin og rituð. Eg þykist ekki gera neinum minningarhöf- undi rangt til þó að mér þyki vænna um hana en allar aðrar bækur þessarar tegundar, sem komið hafa fyrir mín augu hin síðari ár, og met ég þó margar þeirra mikils. Ari Arnalds gerir sér ekkert far um að rita samanhangandi ævisögu sína og tína sem flest til. En hann skrifar þætti um það, sem honum þykir merkileg- ast af því, sem fyrir hann hefir borið og þá þætti skrifar hann ítarlega og snilldarlega, eins og þegar gott skáld lýsir atburðum, svo að frásögnin hrífur og heill- ar, bindur hug lesandans, skemmtir honum eða lætur hann finna til, eftir því sem við á. Og hann bregður stundum einskon ar huliðsbjarma yfir frásögnina, þannig að lesandinn spyr sjálfan sig, hvort hann sé nú að segja frá raunverulegum atburðum eða hugsuðum. En lifuð mannleg ör- lög eru að baki allra þáttanna, líka ævisögubrotsins og sögunni af Silfursalanum og urðarbúan- um. t»ær sögur eru hins vegar svo vel sagðar, að hvert góðskáld væri vel sæmt af. Lengsti kafli bókarinnar segir frá æsku höfundar og námi, heima og erlendis, uppvextinum, baráttunni fyrir því að komast til mennta, Hafnarárunum og veru hans í Noregi — en þar dvaldi hann sér til heilsubótar, skrifaði jafnframt nokkuð í „Verdens Gang“, sem þá var undir stjórn Ole Thomesens, mesta blaðamanns Noregs á þessari Öld, og var svo heppinn að upplifa skilnaðinn milli Nor- egs og Svíþjóðar, mesta stjórn- málaviðburð þeirra tíma. Frá skilnaðinum, er framkvæmdur var í norska Stórþinginu 7. júní 1905, segir hann greinil. í sér- stökum þætti, sem margir munu kannast við og muna, sem heyrðu hann í útvarpinu fyrir 5 árum. III. kaflinn er næstlengstur og segir þann þátt úr stjórnmála sögu landsins, sem mótaðist af starfi Landvarnarflokksins, árin 1902—’12 deilunni um ríkisráðs- ákvæðið, sambandslagabarátt- unni og hversu Landvarnar- stefnan náði smámsaman tökum á Framsóknarflokknum gamla og síðar Þjóðræðisflokki, og muldi utan úr Heimastjórnar- flokknum. Þingvallafundurinn 1907 markar þar tímamót. Blaða- mannaávarpið frá 1906 varð til að sameina menn um þann fund, en kosningarnar 1908, sem forð- uðu þjóðinni frá samþykkt sam- bandslagauppkastsins frá sama ári, skáru úr um að þjóðin mundi fylgja frelsiskröfum sín- um fram til sigurs. — Þeir Ari og Benedikt Sveinson voru sjálf- ir framaralega í Landvarnarbar- áttu, sem ritstjórar blaðakosts flokksins, hreinskilnir og hálf- yðralausir, en vel fylgnir máli sínu. Það er gaman að lesa þenn- an þátt eftir mann sem sjálfur var í eldinum, en skrifar þó hlutlaust um það sem gerðist og á ekki hnjóðyrði handa nokkr- um andstæðingi. — Nú er farið að fyrnast yfir hina sólríku vor- öld Landvarnarflokksins hér á SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeinlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá að rjúka út meíS reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg Sími 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 4C4 319 landi, og unga kynslóðin þekkir hana ekki nema af mismunandi réttri afspurn. Þessi þáttur Ara er því kærkomin gjöf þeim til handa sem vilja kynna sér hvern ig íglenskur sjálfstæðishugur þroskaðist hér á landi í by^jun þeirrar aldar, sem nú er að hálfnast. Um þrjá siðustu þættina get ég verið fáorður. Tvo þeirra hefi ég drepið á áður. Segir annar þeirra frá atburði, sem gerðist hér á landi og vestur í Kaliforn- íu fyrir 70 árum, hinn frá 120 ára gömlum atburði austan úr Múlasýslu nyrðri, sem engin skýring fékkst á fyrr en öld síð- ar. Þriðji þáttrinn segir frá at- burði, sem kemur fyrir sýslu- mann í embættisrekstri hans: a'ð þurfa að dæma sauðaþjóf, — og hvernig embættisraaðurinn telur sér skylt að firra vandræðum og getur með fortölum sínum af stýrt þeim og komið málinu i farsældarhöfn fyrir sakborning inn og fjöldskyldu hans. Frá- sögnimlýsir því, að sumir verðir laganna telja sér jafnframt skylt að vera mannvinir og hjálpa um leið og þeir dæma. Sú stefna hef- ir nú náð viðurkenningu allra fremstu menningarþjóða, en það geta ekki aðrir en góðir menn og gáfaðir framkvæmt hana. Ari Arnalds tók ungur þátt í stjórnmálum og var formaður í Stúdentafélaginu í Kaupmanna- höfn um það leyti, sem Land- varnarstefnan hófst. Þegar heim kom að loknu laganámi gerðist hann fyrst ritstjóri „Dagfara“ á Eskifirði og síðan meðritstjóri „Ingólfs" en jafnframt fulltrúi í Stjórnarráðinu, og var kosinn á þing haustið 1908 fyrir Stranda- sýslu, en sat þar aðeins það eina kjörtímabil, til 1911. Hann hvarf þannig á brott bæði frá blaða- mennsku og stjórnmálum og gerðist sýslumaður og gegndi héraðsdómaraembætti eftir það. Það er rómað hve röggsamur en jafnframt vinsæll hann var í því starfi. En samt finnst mér það sárt — og það mun fleirum þykja, sem „Minningar“ hans lesa — að blaðamannastéttin skyldi ekki fá að njóta hans leng ur í sínum flokki. Og sama munu ýmsir segja, sem við stjórnmál fást — að hann hefði átt að vera þar áfram. Því að það sem ein- kennir bók Ara Arnalds er fyrst og fremst ritsnilld og frábær frá sagnargáfa og svo þessi mannúð og vilji á að gera öðrum rétt til, sem hlýjar lesandanum svo vel, á þessum tímum harðneskjunn- ar. Dr. Sigurður Nordal hefir rit- að formála fyrir bókinni. Hann gefur þar nokkra skýringu á hæfileikum höfundarins með því að benda á, að hann sé þremenn- ingur við bæði Björn Jónson rit- stjóra og Gest Pálsson skáld. Jú, slíkir hæfileikar hafa gengið í ættir löngum, ekki síst sá, sem kennist af þeim síðarnefnda. Allmargar myndir fylgja bók- inni, frá þeim stöðum, sem koma við sögu, og af mönnum, sem höf. minnist á. Og frágangurinn er allur til sóma útgefandanum, Hlaðbúð. Hún hefir fengið happadrátt á öngulinn þar sem eru „Minningar Ara Arnalds“. &k. Sk. — Fálkinn N0RMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA AUo íeMÉ EWELLEF 123 JENTH ST. JEWELLERSjj BRANDON 447 Portage Ave, * Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Sidíng — Repairs 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsími 925 826 HelmiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN BérJrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Bérfrœöingur < augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 923 851 Heimaslml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islemkur lyfsali Fölk getur pantað meðul og annað með pösU. Fljöt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um Ot- farir. Allur fltbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talstml 27 324 Heimllis talslmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason. C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 505 Confederatlon Life Bldg. Wtnnipeg Manltoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitor* Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. KrUtjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS, H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 592 ERIN St. WINNIPEG JOHTÍ A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, viðtalsttml 3—5 efUr h&degl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Oftlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDQ. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TRUBT8 TORONTO QEN. BUILDINO Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEO Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend’’ tiL iiui 297 Princess Strbet VK L0404 Half Biock N. Logan SARGENT TAXI Phon* 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDQ WPO. Fasteignaaalar. Leigja hös. Gt- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. ». frv. Phone 927 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœSingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Oarry St. Phone 928 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettlng 68 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 92 8211 Uanager T. R. TBORVALDBON Your patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH | PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Ditector Wholesale Distributors of Fr38h and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, 8Iml »25 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.