Lögberg


Lögberg - 02.03.1950, Qupperneq 5

Lögberg - 02.03.1950, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. MARZ, 1950 5 ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Göfugra hlutverkið Það er miklu göfugra hlutverk að byggja upp en að rífa niður, og miklu vandasamara. Þeir, sem grunnhyggnir eru, geta auð- veldlega rifið niður; þeir, sem ruddalegir eru, eyðilagt fögur verð- mæti og traðkað þau undir fótum sér. Það er vandi að byggja UPP; það útheimtir kunnáttu og mikla vinnu að reisa fagra bygg- ingu, en fáfróður skemdarvargur getur kveikt í henni og brent hana niður til grunna á svip- stundu. Guð getur skapað yndis- legt blóm, málað það fögrum lit- um, en óvita barn getur tætt það sundur á nokkrum augnablikum. Og það er auðvelt og lítill vandi að vanmeta og gera lítið úr listaverkum og höfundum þeirra; maður þarf jafnvel ekki að vera gæddur yfirburða kjarki til þess að reyna slíkt; en til þess að kunna að meta listaverk að verðugu, verður maður ekki ein- ungis að hafa nægilega þekkingu heldur og að vera gæddur næm- um skilningi og hæfileikanum til að geta orðið hrifin. ☆ MAMMA FLENGIR MIG —Strákhnokki segjir frá— Papi flengir mig stundum og mamma flengir mig líka. Þau gera þetta af því að þau eru bál- reið út af einhverju. Eg veit ekki út af hverju. 1 dag var ég að búa til leir- lummur. Eg þurfti að sækja vatn í könnu inn í eldhúsið: Eg missti vatnið niður í eldhúsinu og þurfti að fá aftur í könnuna. Mamma þurrkaði eldhúsgólfið •og gaf mér svo hálfa könnu af vatni, en það var ekki nema í eina leirlummu. Eg fór aftur inn, skreið upp á stól hjá vaskinum og fyllti tvær könnur af vatni.— Mamma sagði mér að láta hurð- ina ekki skellast, er ég færi út, en hvernig átti ég að gera við því með báðar hendur fullar. Næstum allt vatnið lak úr annarri könnunni, svo ég þurfti að fá meira vatn. Eg fór inn með stóru fötuna mína til þess að sækja nóg vatn. Þá brotnaði þunnt glas á eldhúsborðinu. Eg setti fötuna frá mér á eldhús- gólfið og tók að tína upp gler- brotin. Þá kom mamma og rak fótinn í fötuna og setti allt vatn- ið niður. Og þá þurfti ég auðvit- að að fá vatn aftur. Mamma fór að sækja gólfþurrkuna, en ég skreið aftur upp á stólinn. Hann sporðreistist og ég datt. Mamma ®pti upp yfir sig vegna þess að óg helti niður dálitlu af vatni, þó ekki eins miklu og hún. Og nú iét hún mig út með fötuna og sagði, að ég skyldi ekki voga mér að koma oftar inn eftir vatni. ^ún sagðist hafa höfuðverk og ^tla að hvíla sig stund. Næstum því strax vantaði mig ^atn, en ég mundi, hvað mamma oafði bannað mér, svo ég fyllti tötuna af sandi og fór með hana eg könnur mínar, bolla, byttur, ^ska, kassa, skóflur og spæni Iuu í eldhús. Það fór ekki mikið a sandinum á gólfið. Nú var allt S^° Þ^gilegt og ég þurfti ekki rI 3ra. aiitaf inn eftir vatni. Eg , atti út leirkökurnar á vinnu- borði mömmu og stráði sykri á þær. Eg lét ekki neitt fara til spillis af sykrinum. Það sem út af fór, skóf ég upp aftur og lét í sykurskálina. Eg ætlaði að láta eina kökuna inn í bökunarofn- inn, en hurðin slengdist opin. Þetta gerði hávaða. Þegar ég sneri mér við, stóð mamma þar og horfði á mig. Hún virtist vera bálreið út af einhverju. Mamma flengdi mig. Eg veit ekki hvers vegna. Pabbi segir, að stundum sé erfitt að botna í mömmu. Þegar mamma flengir mig, segir pabbi, þú veizt að þetta er ekki til neins. Þegar pabbi flengir mig, segir mamma, þetta gagnar ekki, skilurðu. Þau eru tvö, en ég aðeins einn. Eg vildi að þau héldu oíurlítið meira saman. Pabbi kom seint í bílnum sín- um frá vinnunni. Mamma spurði, hvað hann hefði verið að gera allan þenna tíma. Hann sagði, að loft hefði komizt í ben- zínrörið og svo hefði sprungið hjá honum. Mamma sagði mér er sama, hve margar þú hefur, en því hringir þú ekki til mín og lætur mig vita. Pabbi tuggði matinn og sagði svo, að þessar steiktu kartöflur væru ekki eins góðar og þær, sem mamma hans hefði oft steikt. Því varstu þá ekki kyrr hjá henni, sagði mamma. Það er aðeins eitt að mömmu, sagði pabbi, hún hrýtur í svefni. Það stóð í mömmu. Komdu mér ekki til að hlæja, sagði hún, ég hef verið að eltast við þenna strák í allan dag. — Hvernig stendur á því? sagði pabbi. — Þenna strák, sagði mamma og benti á mig. Ó sagði pabbi hvern ig mundi þér þykja að eignast ó- sköp lítinn bróðir? Eg vil fá ó- sköp litla systur, svo ég geti lumbrað á henni, sagði ég. Mamma reis á fætur og bað, ó, Guð, fyrirgefðu mér, ég veit ekki hvað ég geri. Pabbi strauk á mér hárið. Jæja,*góði, þú færð ósköp lítinn bróðir og þér mun þykja vænt um hann. Hann gekk svo til mömmu og kyssti hana, svo að hún færi ekki að gráta. Eg hugsa, að hann hafi verið þreyttur, því að hann fór út og lagðist undir bílinn. Þegar pabbi er að gera við eitthvað, þá hjálpa ég honum. Eg náði mér í ofurlítinn hamar til þess að gera við vatnskassann. Eg barði í hann nokkrum sinn- um til þess að reka burt flugu. Pabbi skreið undan bílnum og sagði ó, jæja, það gerir ekkert til, hann lekur hvort sem er. En lánaðu mér snöggvast skrúfjárn- ið þitt. Hann tók hamarinn minn og skreið aftur undir bílinn. Hann skildi eftir stóra olíukönnu og ég tók hana og helti inn í bíl- inn. Pabbi rak höfuðið út undan bílnum og það var allt svart af olíu. Hann sagði, þessi olía er of óhrein, góði minn, til þess að láta hana á bílinn. Því hjálparðu ekki heldur mömmu eitthvað? þá tók ég með mér nokkur verkfæri til þess að hamra á þvottavélinni. Eg var rétt byrjaður, þegar mamma kom og tók af mér stóra hamarinn án þess að segja eitt orð. Eg spurði hana, hvað hún ætlaði að gera með hamarinn, því að ég þyrfti hann til þess að gera við þvottavélina? Hún sagðist ætla að nota hann til þess að gera bráðum við höfuðið á sér. Svo kom pabbi að leita að einhverju verkfæri. Hann tók hinn hamarinn. Hefur þú verið með rafmagnsborinn minn? spurði hann. Nei, sagði ég, og svo fann hann rafmagns borinn og skreið aftur undir bílinn. — Snúran festist undir bílhjóli. Þegar pabbi kippti í hana, þá drógst tengillinn út úr veggn- um. Ó, hver þremill|nn, sagði pabbi, enginn straumur. Hann fór að tengja þráðinn við borinn, en ég stakk klónni aftur inn i tengilinn í veggnum. Það heyrð- ist hátt bomms, er pabbi rak höf- uðið í bílinn. Hann kom í hend- ingskasti undan bílnum. Hann æddi fram og aftur og hristi fingurna. Fariþaðallttilhelvítis, hrópaði hann. Eg hljóp líka til og frá og hristi fingurna. Eg hló og sagði, fariþaðallttilhelvítis. Viðskiptasamningar íslands órið 1949 1. Bretland. Hinn 13. apríl 1949 var undirritaður í Lundún- um heildarsamningur um við- skipti milli Islands og Bretlands fyrir árið 1949. Umræður um við skiptasamninga milli landanna hófust í fyrri hluta febrúarmán- aðar. Áður var búið að undirrita sérsamning um fisklandanir í Bretlandi fyrir sumarmánuðina. Eftirfarandi viðskiptasamn- ingar hafa verið gerðir fyrir ár- ið 1949: Samkvæmt heildarsamningn- um er selt til Bretlands verulegt magn af hraðfrystum fiski, og nokkrar aðrar fiskafurðir, síldar- lýsi og síldarmjöl. Einnig er sam ið um innflutning frá Bretlandi á ýmsum vörutegundum, sem venja er að kaupa þaðan, svo sem járn og stálvörum, kolum o. fl. og er gert ráð fyrri, að þessi innflutningur verði ekki minni en á árinu 1948. Þeir, sem sömdu við Breta fyr- ir íslands hönd, voru Stefán Þor- varðson sendiherra, formaður, Haraldur Guðmundsson for- stjóri Ólafur Jónsson framkvæm dastjóri, Óskar Norðmann stór- kaupmaður, Sveinn Benedikts- son framk.-stjóri og Vilhjálmur Þór forstjóri. 2. Danmörk. Hinn 17. júní 1949 var í Reykjavík undirritað- ur samningur um vöruskipti milli íslands og Danmerkur, og gildir hann til 1. maí 1950. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að selja til Dan- merkur íslenskar afurðir fyrir 22 miljónir danskra króna, þ. á. m. síldarmjöl og síldarlýsi fyrir um 10 milljónir kr., 20.000 tunn- ur af saltsíld, 500 tonn af salt- fiski, gærur fyrir 1,5 milljónir króna, þorskalýsi og stearin fyrir 2,5. milljónir króna, lamba og kindagarnir, ull og ullarvörur. Innflutningur frá Danmörku á samningstímabilinu er áætlað- ur um 20 milljónir danskra kr. þ. á. m. 400 tonn af smjöri, 2000 tonn af sykri, 1000 tonn af rúg- mjöli, 3500 tonn af kartöflum, 20.000 tonn af sementi vélar og áhöld fyrir 3,5 milljónir króna, járn- og stálvörur, útvarps- og símavörur, rafmagnsvörur og annað efni, bækur og tímarit og ýmsar aðrar vörur. Samkomulag varð einnig um yfirfærslur á ölum venjulegam greiðslum milli íslands og Dan- merkur, þ. á m. dönskum inneignum á íslandi, fyrir sam- tals 1,6 milljónir danskra króna. íslenzka samninganefndin var skipuð eftirtöldum mönnum: Agnar Kl. Jónson skriftstofu- stjóri, formaður, Árni Jónson kaupmaður, Birgir Kjaran hag- fræðingur, Gunnar Viðar banka- stjóri, Haraldur Guðmundsson forstjóri, Helgi Péturson fram- kvæmdastjóri og Ólafur Jóns- son framkvæmdastjóri. 3 Finnland. Hinn 20. maí 1949 var undirritaður í Helsingfors viðskiptasamningur milli íslands og Finnlands. í samningnum er kveðið á um viðskipti milli landanna á tímabilinu frá 20. maí 1949 til 30. júní 1950. Samkvæmt samningi þessum flytja Finnar inn frá íslandi m. a. 25.000 tunnur síldar og auk þess gærur og garnir, síldarmjöl og lýsi og aðrar fiskafurðir. — Frá Finnlandi kaupa Islending- ar m. a. timbur, krossvið og aðr- ar trjávörur, blaðapappír og pappa. Af íslands hálfu sömdu við Finna þeir Jón L. Þórðarson for- stjóri, Erlendur Þorsteinsson framkvæmdastjóri og dr. Oddur Guðjónsson og var hann for- maður samninganefndarinnar. 4. Frakkland. Samningur sá, sem gerður var við Frakka í júní 1948 gilti aðeins til ársloka það ár. I febrúar 1949 var framlengd- ur eldri samningur um gengis- tryggingu á inneignum íslend- inga í Frakkalandi. Seint á ár- inu var gerður nýr samningur við Frakkland. 5. Holland. Hinn 17. desember 1948 var undirritaður Haag við- skiptasamningur milli Islands og Hollands. Samningurinn gildir fyrir tímabilið 1. desember 1948 til 30. nóvember 1949. Sam- kvæmt honum er Hollendingum selt fiskimjöl, síldarmjöl, hrað- frystur fiskur, söltuð fiskflök, síldarlýsi, þorskalýsi og skinn, en frá Hollandi keyptar margvís legar vörur. Við Hollendinga sömdu fyrir islands hönd Eggert Kristjáns- son stórkaupmaður, er var for- maður íslenzku nefndarinnar, Sveinn Benediktson forstjóri, Helgi Þorsteinson framkv.stjóri, Guðmundur Albertsson framkv.- stjóri og Gunnlaugur Pétursson deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu. 6. Pólland. Hinn 7. apríl 1949 var undirritaður í Varsjá við- bótarsamningur við íslenzk- pólska viðskiptasamninginn frá 14. júní 1948. Samkvæmt viðskiptasamning- Rúmlega 100 millj. kr. við- skipti við Bretland órið 1949 Frystur fiskur aðalútflutningsvaran HAGSTOFAN hefur nú birt skýrslu sína um útflutning íslenzkra afurða á árinu 1949. Samkvæmt henni, varð -hraðfrystur fiskur aðalútflutningsvara okkar á árinu og Bretland langsamlega mesta viðskiptaland okkar. Af um 289 millj. kr. verðmæti útfluttrar vöru, keyptu Bretar af okkur fyrir rúmar 104 milljónir króna. Vörutegundir útflutningsverzlunarinnar. Næst freðfisknum að verð- mæti til, kemur ísvarinn fisk- ur fyrir rúmar 75 milj. kr. á móti liðlega 20 milj. á árinu 1948. Þá koma síldarafurðir, síldarolía, saltsíld og freðsíld, fyrir um 37.8 milj. kr., og salt- fiskur, bæði verkaður og óverk- aður fyrir um 37,1 milj. kr. Lýsissalan nam um 18.7 miij. kr. Aðrir vöruflokkar ísl. afurða er fluttir voru út á síðasta ári, ná að verðmæti til ekki 10 milj. kr. Er hér um að ræða 15 vöruflokka og sá flokkurinn sem lægstur er, er „hross“ fyrir tæpt hálft fimm tánda þús. kr. Bretland er eins og fyrr segir Pabbi flengdi mig. Eg veit ekki hvers vegna. Hvað mundi pabbi gera, ef hann tryði á flengingar? —Reader’s Digest —Eining mesta viðskiptaland okkar, en næst því kemur Þýzkaland, með um 60 milj. kr. viðskipti eftir ár- ið. Hið þriðja í röðinni eru Bandaríkin með um 17,8 milj. kr. viðskipti og fjórða er Italía með 15,2 milj. kr. og svo kemur Tékkóslóvakía með 13,6 milj. kr. og Holland með 12,2 milj. Viðskiptin við hin Norður- löndin urðu sem hér segir: Við Danmörku fyrir 7,6 milj. Fær- eyjar rúmlega 27 þús. kr. Nor- egur rúmlega 663 þús. kr. Sví- þjóð um 5,1 milj. kr. og Finn- land með 7,4 milj. kr. Viðskipti okkar við Grikkland námu 9,6 milj. kr. og Pólland 8,2 milj. kr. og Portugal 8,2 milj. kr. Við- skipti við átta lönd önnur náðu ekki fimm milj. kr., en það landa þessara, sem við höfðum mest skipti við er Kanada með lið- lega 71 þús. kr. viðskipti eftir árið 1949. Mbl. 1. febrúar ingi þessum er gert ráð fyrir, að Islendingar selji Pólverjum m. a. 650 smálestir af grænum og 20 þúsund tunnur af saltsíld, en kaupi í staðinn 60 þús. smál. af kolum, 600 smál. af ómöluðum rúgi, 3000 smál. af rúgmjöli, 1000 smál. af sykri og nokkuð af járni og stálvörum. Viðskiptin á hvora hlið munu nema nálægt 10 milj. íslenzkra króna samkvæmt viðbótarsamn- ingnum. Af íslands hálfu sömdu Har- aldur Kröyer sendiráðsritari í Osló, er var formaður íslenzku samninganefndarinnar, Gunnar Kvaran stórkaupmaður og Helgi Pétursson frakvæmdastjóri. 7. Svíþjóð. Hinn 16. júní 1949 var gert í Stokkhólmi samkomu- lag um viðskipti milli íslands og Svíþjóðar. Svíar munu veita inn- flutningsleyfi fyrir saltsíld, syk ursaltaðri síld og kryddsíld frá íslandi og ennfremur fyrir öðr- um íslenzkum vörum eins og hrognum og kjöti á sama hátt og undanfarin ár. Innflutningsleyfi fyrir sænskum vörum til íslands munu fara eftir því vörumagni, er Svíar kaupa af Islendingum. Af íslands hálfu tóku þátt í samningaumleitununum v i ð Svía Jón L. Þórðarson, forstjóri, dr. Oddur Guðjónsson frá Fjár- hagsráði, Erlendur Þorsteinsson framkvæmdarstjóri og dr. Helgi P. Briem sendifulltrúi, sem var formaður íslenzku samninga- nefndarinnar. 8. Tékkóslóvakía. Hinn 16. febrúar 1949 var undirritaður í Prag viðskiptasamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu. Samkvæmt samningi þessum, sem gildir til aprílloka 1950, selja íslendingar Tékkum hrað- frystan fisk, fiski og síldarmjöl iðnaðarlýsi, þorskalýsi, gærur, saltsíld, niðursoðnar fiskafurðir, ull, loðskinn, hreistur og sútuð fiskroð. Frá Tékkóslóvakíu verða keyptar svipaðar vörur og síð- astliðið ár. Gert er ráð fyrir, að viðskiptin á hvora hlið, muni nema nálægt 30 milljónum ísl. króna. Fyrir íslands hönd sömdu við Tékka Pétur Benediktsson sendi herra, er var formaður íslenzku samninganefndarinnar, dr. Odd- ur Guðjónsson frá Fjárhagsráði, varaformaður, dr. Magnús Z. Sigurðsson vararæðismaður, Helgi Pétursson framkv.stjóri og Gunnar Kvaran stórkaupmaður. P. Th. Iðnuðarritið MINNINGARORÐ Frederick Frank Eyjólfsson, andaðist í Riverton, Man., þann 20. febrúar, 49 ára og 5 mánaða gamall. Hann var sonur land- námshjónanna Þorsteins Eyjólfs sonar og Lilju konu hans Halls- dóttur að Hóli. Þann 28. júlí 1928 kvæntist hann Arnheiði elztu dóttur Guttorms skálds Gutt- ormssonar og konu hans Jensínu Daníelsdóttur. Bjuggu þau jafn- an í Riverton. Þau eignuðust þrjá sonu, tveir þeirra eru á lífi: Maurice Carlyle, starfsmað- ur í Sales Promotion Work í Moore Business Forms Ltd. Winnipeg, og Unnsteinn Dennis, heima hjá móður sinni; þau mistu 18 mánaða gamlan svein Melvin Frederick að nafni „Fred“, eins og hinn látni var venjulega nefndur, var véla- meistari að iðn, og ágætlega góð- ur verkmaður í sinni grein. Um s.l. 9 ár var hann vélstjóri á skipum á Norðurvötnum Can- ada. Áður um hríð vann hann í námum Austur-Manitoba. Hann var duglegur að hverju verki sem hann tók sér fyrir hendur; en lét lítið á sér bera í félagsleg- um málum. — Auk eiginkonu og sona er hans einnig sárt saknað af fjöl- mennum systkina hópi og frændaliðs. Útför hans fór fram frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, þann 24. febr. að fjöl- menni viðstöddu. Séra Sigurður Ólafsson flutti kveðjumál, í sjúkdómsforföllum sóknarprests ins. S. Ó. STYRK OQ STÁLHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Avextir frá fyrsta ilrs fræl; auCræktuC, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frostí eru Bérlega bragCgóC og llkjast safaríkum, villijarO- berjum; þau eru mjög falleg útlits, engu síður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, P6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þö stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 60c) pöst frttt. Ný akuryrkjuverkfæri, vélar og önnur áhöld ? Nýja aðstöðu til nautgriparæktar ? Raflagnir um býlið ? Girðingar, framræzlu og annað til bóta ? Ný peningshús eða íbúðarhús ? Viðbætur eða aðgerðir við núverandi byggingar ? Ldn til búnaðarbóta í áminnstum tilgangi, fást með aðgengileg- um kjörum hjá öllum útibúum The Roy<1 Bank of Canada. Fáið upplýsingabækling hjá næsta útibúi, er skýrir þetta út í æsar. THE ROYAL BANK OF CANADA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.