Lögberg - 02.03.1950, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. MARZ, 1950
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J, J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þessari söqu eru
þýdd af Dr. Síq. Júl. Jóhannessyni.
Maximillian Cour, var maðurinn sem
mestan þáttinn átti í því að undirbúa
leikinn. Hann átti sjálfur yfir óvanalega
mikilli dramatískri hneigð að ráða.
Hann æfði fólkið á Chaudiere og Indí-
ánana vestur á fjórum fjöllum. Hann
hafði gengið til prestsins á hverjum
degi og talað við hann um leikinn og
sent hann til skraddarans, sem í síðustu
sex mánuðina hafði haldið sig meira og
meira út frá öllu sambandi við þorps-
búana, nálega lokað sig inni. Það þorði
enginn að heimsækja hann, nema að
um brýnt erindi væri að ræða, svo sem
verzlunarerindi, ölmusuleit, eða um ráð
leggingar í ráðaleysi annara. Slíkum
veitti hann ávalt viðtal.
Auk Portugais, var það Maximillian
Cour, sem skraddarinn veitti ávalt við-
töku. Hann kendi bakaranum, með al-
úð og nákvæmni, hvernig að hann ætti
að meðhöndla aðalatriði leiksins, og
bakarinn varð upp með sér, af þessu
sambandi sínu við skraddarann, þó að
raunasvipurinn á andliti Charley færi
honum aldrei úr minni, hvorki nótt né
dag. Örgeðja og ákafur, með hæfileika
til að ná siðum og vana, sem eins vel
gat leitt til einþykni, eins og alúðar.
Þau einkenni hans féllu í geð Charley,
sem sá að Maximillian var heiðvirður
borgari, aðeins fyrir tilviljun. Bakarinn
hafði frá því fyrsta lifað lífi sem þræddi
ákveðinn skylduveg kirkjunnar, sama
tilfinningalífið undir öðrum kringum-
stæðum hefði getað knúð hann með
jafnmiklum áhuga inn á hinar breiðu
ginningargötur lífsins.
Á kveldin og á sunnudögum hafði
Charley unnið að því að gera uppdrætti
að leiktjöldum og búningum fyrir leik-
inn og hann hafði lokið við að þýða
leikinn á frönsku; en það voru sumir
dagar, sem hann gat ekki tekið sér
penna í hönd. Lífið var honum nú ægi-
leg auðn — síðan daginn, sem hann
var við hörþreskjaraplássið, því Rósalie
hafði verið að heiman. Morguninn eftir
að þau mættust við ána, hafði hún farið
með föður sínum veikum til Montreal —
ekki til Quebec í þetta sinn, eftir ráð-
leggingu signorsins, sem hélt að lífs-
vonin væri frekar þar. Hún hafði að-
eins skrifað eitt bréf, síðan að hann
sá hana síðast í vagni signorsins, um
morguninn þegar að hún lagði af stað
til Montreal með föður sinn veikan, og
augnatillitið, sem hún gaf honum þá,
fylgdi honum bæði dag og nótt. Hún
hafði skrifað honum eitt bréf, og hann
hafði svarað því, og ekkert meira. Þó
að hann væri kærulaus, að því er hann
sjálfan snerti í þessum efnum, þá gætti
hann allrar varúðar hvað hana snerti,
hann varð að gjöra það. Að vernda hana
ef hann gæti, frá sjálfum sér! Ef að
hann gæti sett klukkuna til baka. í
bréfi sínu til hennar, hafði hann aðeins
sýnt henpi fram á, að það væri vissara
fyrir þau, að skiptast ekki á bréfum, því
systir prestsins í pósthúsinu tæki má-
ske eftir því, og þá hlyti það að vekja
grun. Hann gat ekki áttað sig á því,
hvað bezt væri að gjöra, og ekki heldur
á, hvað rétt væri að gjöra. Að bíða á-
tekta fanst honum eina úrlausnin, og
þetta eina bréf hans endaði með þess-
um orðum:
„Rósalie, ég lifi aðeins í umhugsun-
inni um þig. Það líður ekki ein kveld-
stund svo, að þú sért ekki í huga mér,
ekki ein mínúta svo, að þú sért ekki hjá
mér. Þá fullkomnustu sönnun, sem unt
er að gefa, fyrir ást minni, gef ég þér
um tíð þá alla, er örlögin úthluta okk-
ur. En við verðum að bíða — við verðum
að bíða, Rósalie. Þú skalt ekki skrifa
mér, en viltu, að ef ég gæti komið til þín,
þá kæmi ég. Ef að ég gæti sagt þér að
koma til mín þá gerði ég það. Ef að ég
með lífi mínu gæti varnað þér sárs-
auka og sorgar, þá gæfi ég það fúslega“.
Þegar að Charley sat við vinnu sína,
þá fanst honum stundum að hún væri
hjá sér, og oftar en einu sinni sneri
hann sér snögglega við, eins og að hún
væri komin inn til hans. Hugur hans var
altaf hjá henni og oft með sárum kvíða.
Hún stóð fyrir hugskotssjónum hans,
föl og angurvær, og í augum hennar
sá hann hræðslu og örvæntingarangur,
þegar að hún fórog hvarf á bak við hæð-
imar.
En vikurnar höfðu liðið. Svo kom
signorinn, sem hafði verið í Montreal,
heim með þær fréttir, að Rósalie liði
vel og að hún væri fögur eins og gyðja —
fullþroskuð kona að fegurð og vexti.
Fríð eins og sú fegursta kona, sem
Vatteau hefir nokkru sinni málað, sagði
hann við prestinn, þegar þeir mættust
í skraddarabúðinni.
„Hún er í góðra manna höndum“,
svaraði presturinn, „sem að ég vísaði
henni til, eftir bendingu ábótans, en
•samt er ég ekki allskostar ánægður í
sambandi við hana. Þegar hún mætir
erfiðleikum“. — Nálin í höndum Char-
ley snerist og stakk hann inn að beini.
— „Þegar að faðir hennar deyr, sem
hann áreiðanlega gjörir, þá verður hún
þar á meðal alókunnugs fólks og heyrir
ekki eitt kunnuglegt orðatiltæki“.
„Þar-skjátlast þér, minn kæri“, sagði
signorinn. „Það verður persóna þar yfir
frá, sem henni er mjög geðþekk og mál-
rómur, sem hljómar vel í eyra henni“.
Charley sneri baki við þeim, er þessi
samræða þeirra fór fram, sem hann var
þakklátur fyrir, því það sem þeir sögðu,
hafði sannarlega engin uppörfandi á-
hrif á hann, og honum fanst óra tími
liði þar til að presturinn sagði:
„Hvern meinarðu, Maurice?“
„Frú Flynn, auðvitað“, svaraði sign-
orinn. „Ég sendi hana á morgun“.
Frú Flynn var farin, en það bætti
lítið fyrir Charley, í sumum tilfellum
fannst honum, að Rósalie mundi allt
eins vilja vera á meðal ókunnugra, eins
og að hafa hin spurulu vinaraugu Maríu
Flynn hvílandi á sér.
Vikur og mánuðir liðu og engar frétt
ir komu — engar nema þær, sem prest-
urinn minntist lítillega, eða, sem að
friðdómarinn, sem allt slúður heyrði,
var að tína saman. En fréttir prestsins
voru þær einu, sem byggjandi var á, og
Charley sá hann aldrei, en hann vonað-
ist eftir að hitta hann og heyra hann
segja, að Rósalie kæmi bráðum heim.
En svo kom spursmálið um hvað hann
gæti gjört þegar að hún kæmi? Það var
margt í vegi — glæpurinn, sem hann
eða Billy urðu að taka út hegningu fyr-
ir, en hugur hans kólnaði æ meir og meir
í sambandi við þann glæp sökum Rósa-
lie, og það var Kathleen — og Rósalie
var nú í bænum, þar sem að hún átti
heima, og þær gátu mæst þá og þegar.
Það var ein úrlausn til — ef að Kathleen
skyldi deyja! Hann fyrirvarð sig fyrir
þá hugsun, þó honum fyndist fróun í
henni. Ef að Kathleen skyldi deyja, þá
væri hann frjáls til að giftast Rósalie —
giftast henni til hvers? Til þess, að leiða
hana inn í hættur og hefnd laganna?
Og svo, þó að Kathleen væri ekki í veg-
inum, þá mundi enginn kaþólskur prest-
ur, hvorki presturinn í Chaudiere né
neinn annar kaþólskur prestur fást til
að gifta þau, án þess að ganga úr
skugga um hinn fyrri æviferil hans. Pro-
tistantiskur prestur mundi máske
gjöra það, en mundi Rósalie verða fús
á að snúa baki við kirkju sinni og fylgja
honum, án velþóknunar sinnar eigin
kirkju. Hún yrði að fótum troða allar
hugljúfar endurminningar og söguleg
sambönd fortíðarinnar, taka á móti
fyrirlitningu trúbræðra sinna og systra,
eyðileggja hjartafrið sinn, því að trúar-
hollusta forfeðra hennar var henni dýr-
mætt hnoss. Hvílíkur þorparaskapur í
hennar garð!
En var það nú virkilega satt, að hann
þyrfti ekki annað en kalla á hana og að
þá myndi hún koma til hans? Var það
ekki eins sennilegt, að hún væri farin
að fyrirlíta hann, finna til þess, hve ó-
drengilegt það hefði verið af honum, að
taka á móti ást hennar, sem honum
hafði 'verið rétt í ósíngjarnri einlægni
og óflekkaðri lífsgleði eins og hljómi him
infuglanna í fullsælu sinni — að taka
á móti hinum sólbjörtu lífsvonum henn-
ar, en gefa ekkert í staðinn, annað, en
auða hönd, óvissa framtíð og leyndar
sorgir.
Það var ekkert sem gat lægt hugar-
angur Charley Steele. Hin holdlega
hneigð hans krafðist látlausrar svölun-
ar. Aftur og aftur barðist hann á móti
hinum gamla óvini sínum með öllu afli
huga síns og vilja. Að falla fyrir víninu
aftur var sama og að gefast upp með
öllu. Hann barðist því gegn því ákveðið,
þó hugsjúkur, með litlum lífsmetn-
aði, með öllum hinum fyrri þráláta
viljakrafti sínum horfnum, en með nýrri
lífskend. Hugur hans hafði að síðustu
vaknað.
Mánuðir liðu. M. Evanturel hjarði,
og Rósalie kom ekki. Að síðustu varð
aðstaðan Charley óþolandi. I vikunni
fyrir páska, þegar að flestir úr sveitinni,
voru vestur á Fjórum fjöllum, önnum
kafnir við að undirbúa sorgarleikinn —
æfa sig, sníða og sauma búninga, byggja
hús, búa til sæti, fella tré, reisa krossa
og Calvaris, sagði Charley Jó frá fyi’ir-
ætlun sinni.
Fyrri part vetrarins höfðu þeir Jó og
hann hist tvisvar í viku, en nú var Jó
kominn til hans í vinnustofuna til að
hjálpa Charley til. Þeir voru þögulir og
samrýmdir. Þeir skildu hvor annan og
í þeim skilningi var falið bæði líf og
dauði, því úr minni Jó fór aldrei, að
hann, ári eftir að hann skriftaði, var
hann fast ráðinn í að gefa sig lögunum
á vald. Það gjörði honum engan óróa.
Hann hugsaði meira um Charley, en um
sjálfan sig. Jó var að gjöra bæn sína,
þegar að Charley sagði honum frá fyr-
irætlun sinni. Charley hafði oft séð Jó
krjúpa niður í bæn upp á síðkastið, og
hann hafði verið að hugsa, en ekki leng-
ur með sinni ísköldu trúleysishugsun.
„Jó“, sagði hann. „Ég ætla að fara í
burtu — fara til Montreal“.
„Til Montreal!“ sagði Jó, þurlega.
„Þú ætlar að fara alfarinn?”
„Nei, það ætla ég ekki — ég ætla
að fara til að sjá Rósalie Evanturel“.
Jó var í hálfgerðum vandræðum, en
náði sér. Augu hans höfðu smátt og
smátt verið að opnast fyrir því, að
Charley mundi elska hana, þó að hann
hefði enga ástæðu til að halda það, og
vilji svo algjörlega á vildi hins manns-
ins að hans eigin hugsanir urðu að
nokkurskonar endurminningum. Hann
svaraði þessu engu, en aðeins kinkaði
kollinum.
„Ég vil að þú sért hérna Jó, ef að
ég kem ekki til baka — og — og ef að
hún kemur, að líta til með henni, Jó, ég
má treysta þér“.
„Þú kemur til baka, monsieur“ —
„þú kemur til baka“, sagði Jó og var
þungur á brúnina.
„Ef að ég get, Jó — ef að ég get“,
svaraði Charley.
Löngu eftir að Charley var farinn,
gekk Jó fram og aftur undir trjánum
við áarbrautina, sem Charley hafði far-
ið eftir, þegar að hann hvarf úr aug-
sýn, með sleða hans og hunda, og hristi
raunalega höfuðið.
XLVI. KAPÍTULI
Maðurinn, sem enginn mundi
Það var páskadagsmorgun, dásam-
legur vordagur, og sólin sem var að rísa,
björt og hlý, gyllti hlíðina fyrir ofan
borgina og roðaði með rósrauðum
geislum sínum möstrin á skipunum,
sem lágu meðfram strönd St. Lawrence
fljótsins. Borgin var að vakna af næt-
urkyrrðinni, þó að ennþá væri ekki um
mikla umferð að ræða, en hljómur
kirkjuklukknanna barst út yfir borgina
og ána. Það var hljótt á götunum, að-
eins einstaka áhugasamur prestur var
á.ferð og nokkrir mjólkurvagnar. Á ein-
staka húsi voru gluggar opnaðir og
fólk með stírur í augum gægðist út um
þá, sem ekki sáu annað en nýmóðins,
en alskeggjaðan landbónda, með sex
hunda fyrir sleða, sem hann ók í hægð-
um sínum eftir götunni. Það var sjáan-
legt að hann var langt að kominn, lík-
lega einhversstaðar austan af fjöllum,
þar sem fátt var hrossa, en hundar,
birkibátar og uxar voru aðal flutninga-
tækin.
Það var auðséð, þó að maðurinn
færi gætilega, að hundar hans voru með
fullu fjöri, þó að hann væri langt að
kominn og það einkennilega við hann
var, að hann hafði augun á göunni, en
var ekki með þau út um allt eins og
langt aðkomandi bænda er siður. Hreyf
ingar þessa manns voru frjálsmannleg-
ar og djarfar og ólíkar hreyfingum skóg
iðjumanna eða vatnsflutningamanna —
hann hafði hvorki eyrhring eða mitt-
isband eins og þeir og hann var ekki
innskeifur eins og viðarhöggsmenn, en
þó bar hann það með sér að hann var
einhversstaðar ofan af fjöllum.
Maðurinn með hundasleðann skipti
sér ekki um andlitin forvitnu, sem voru
að athuga hann, heldur hélt sína leið
niðurlútur eins og að hann Væri að ferð
ast um heima haga. Hann talaði við og
við til hundana og einu sinni stansaði
hann fyrir framan blaðaskrifstofu, sem
að auglýsingaspjald var framan á og á
það var letrað:
„Sorgarleikurinn mikli,
verður sýndur
í Chudiere-dalnum“.
Maðurinn horfði á auglýsinguna
eins og í leiðslu, því þó að honum kæmi
leikurinn við, þá var hann eins og fjar-
skynjun ein fyrir hann eins og á stóð.
Hugur hans var öðru háður.
Þó að maður þessi liti hvorki til
hægri né vinstri, þá hafði allt sem í
kringum hann var djúp áhrif á hann.
Að síðustu kom hann að vissu stræti,
þar sem að hann herti á ferðinni. Stræt
ið eða gatan lá inn á torg, þar sem
kirkjuklukkum var hringt í sífellu. Sölu
búðir og skrifstofur voru við það torg,
en þær voru allar lokaðar, nema veit-
ingahús, sem þar var, var opið og yfir
dyrum þess stóð: Jean Joliceuar Li-
cence to sell Wine, Beer, and other
Spirituous and Fermented Liqours.
Nærri því beint á móti veitingahús-
inu var Málafærslumanna skrifstofa
með alveg nýmáluðu skilti yfir dyrun-
um. Það hafði einu sinni staðið á því
Charley Steele, Barrister etc., með
svörtu letri. Nú stóð á því með útflúr-
uðu logagylltu letri: Bockwell and
Tremblay Barristers attorneys, etc.
Hér leit maðurinn upp raunalega.
Hann gat séð, þó óglögt væri, skrifborð-
in innan við gluggann, sem að hann sat
við forðum, og kortið, sem hékk á veggn
um og sólin skein á. Hann hélt áfram,
fram hjá veitingahúsinu. Dyrnar á því
voru opnar og veitingahússtjórinn stóð
í dyrnum snöggklæddur. Hann kom út
á gangstéttarbrúnina og heilsaði hon-
um.
„Ert þú langt að kominn, monsie-
ur?“ spurði hann.
„Fjögra daga leið“, svaraði maður-
inn snúðugt, og leit framan í veitinga-
hússhaldarann. Ef að þessi veitinga-
hússhaldari, sem hafði séð hann svooft
til forna, þekkti hann ekki, þá mundu
aðrir sannarlega ekki gjöra það, en
samt meira af ásetningi, en vana þreif-
aði hann eftir augnagleri sínu, sem að
hann þó hafði skilið eftir í Chaudiere,
á meðan að veitingahússmaðurinn
horfði á hann. Það var eins og Jean
Jolicoeur í svip reyndi að átta sig á ein-
hverju, en sú hugsun hvarf honum brátt
og hann sagði:
„Þetta eru fallegir hundar! við sjá-
um slíka aldrei nú hér í kring, mon-
sieur!“ „Hefir þú nokkurntíma komið í
borgina áður?“
„Ég hefi aldrei verið lángt í burtu frá
heimili mínu áður“, svaraði maðurinn
gleymdi.
„Það er betra fyrir þig, kunningi, að
hafa augun hjá þér — eins skörp eins
og augu Beauty Steele voru. Það eru
óþokkar í öllum veitingahúsum hér með
fram ánni, sem ekki láta vinstri hendi
sína vita, hvað sú hægri gjörir“.
„Hundarnir mínir og ég treystum al-
drei neinum“, sagði maðurinn gleymdi,
og rétt í því, að hann sagði þetta, gleps-
aði einn hundur hans til handar veit-
ingamannsins, sem hann var að strjúka
hundinum með. „Svo ég get séð um
sjálfan mig, þó að ég hafi ekki augun
hans Beauty Steele, hver svo sem að
hann var“.
Veitingahússmaðurinn hlóg. „Feg-
urðin er ekki þykkri, en skinnið, segja
þeir. Charley Steele var málaflutnings-
maður; skrifstofa nhans var þarna yfir
frá, og hann benti með hendinni yfir
götuna. Hann lenti á glapstigum. Hann
kom hingað of oft, en á því átti ég enga
sök. Augun voru hvöss eins og í fálka,
og þú gast ekki lesið neitt úr þeim. Þó
var einhver ylur til í þeim. Þau voru
hörð og köld eins og veturinn — fimm
fet af frosti og engin þýða þar á bak við
— frosin til botns. Tungu hafði hann
eins og nýskerptar tennur á sög. Hann
er nú á botni St. Lawrence fljótsins og
skildi hlutina eftir í mestu óreiðu. En
komdu inn og fáðu þér eitt staup, lags-
maður“. Hann benti með fingrinum til
baka til veitingahússdyranna. „Það er
sunnudagur og stolinn dropi er góm-
sætur“.
Maðurinn gleymdi hristi höfuðið.
„Ég drekk ekki vín“, sagði hann.
„Það gjörði þér samt gott. Þú ert
dauðþreyttur. Þú hefir haldið vel áfram
— er ekki svo?“
„Ég er kominn að langa leið og var
á ferðinni í alla nótt“.
„Ætlarðu að halda lengra?“
„Ég ætla að fara aftur á morgun“.
„í verzlunarerindum?“
Charley kinkaði kolli iil samþykkis
— og leit ósjálfrátt á skiltið hinu megin
í götunni.
Jean Jolicoeur sá augnaráðið. —
„Máske að þú sért að finna málafærslu-
mann?“
„Já, að sjá málafærslumann“.
„Já, bara að Charley Steele væri
hér!“
„Ég hefi eins góðan málafærslu-
mann eins og —“
Veitingahússtjórinn hló fyrirlitlega-
„Hann er nú ekki til. Hvar ætlar þú ac5
vera hér, monsieur?“
„Á einhverjum ódýrum stað, niður
við ána“, svaraði maðurinn gleymdi.