Lögberg - 02.03.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. MARZ, 1950
l
Ávarp og ársskýrsla forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Philips M. Péturssonar, 20. feb. 1950
Ég vil bjóða alla gesti og full-
trúa velkomna á þetta 31. þing
Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi og láta í ljósi á-
nægju mína og fögnuð yfir því,
að þrátt fyrir örðugleika af
ýmsu tagi í sambandi við rekst-
ur félagsins og deilda þess, er
félagið enn við góðu lífi og
margt í sambandi við starf þess,
deilda og einstaklinga innan
þeirra, bendir til þess að þó að
oss finnist að mörgu sé ábóta-
vant, geti framtíðin verið oss
björt og giftudrjúg er einu tak-
marki á fætur öðru er náð. Al-
drei verður hægt að framkvæma
alt, sem vér setjum oss í einu.
Vér verðum heldur, eins og gert
hefir verið, að vinna hægt og
stöðugt, standa í skilum við
menn og málefni, og missa al-
drei sjónar á aðalmarkmiðinu,
sem er ræktarsemi við þá þjóð,
sem vér erum orðin partar af, og
sem margir á meðal vor eru inn-
fæddir borgarar í.
Á þessu miðaldar ári höldum
vér þrítugasta og fyrsta ársþing
félags vors, og horfum fram til
ókomins tíma til að rýna eftir
því, sem mun verða á hinum
síðari helmingi tuttugustu ald-
arinnar.
Út á við í heiminum eru fram-
tíðarhorfur bjartar eða dimmar
eftir því hvernig menn líta á
hlutina, með bjartsýni eða svart-
sýni, og hvernig menn túlka
það, sem er að gerast meðal
þjóðanna. Það má segja með
sanni, að möguleikar til ills í
heiminum hafi aldrei verið
meiri, eða ógnað heiminum meir
en nú, en á sama tíma hafa mögu
leikarnir til góðs aldrei verið
meiri en einmitt á þessum
tímum. Það fer allt eftir
því hvernig menn og þjóð-
ir beita þeim kröftum og
þeim völdum, sem þær nú ráða
yfir. Og eins fer í öllum málum.
Mikill sanuleikur er í því fólg-
inn, sem einn maður sagði einu
sinni, að einstaklingar í hverju
þjóðfélagi gætu trygt framtíð
heimsins bezt, ekki með því að
lifa óttafullu lífi vegna þess, sem
gæti orðið, en með því að vinna
það verk, sem þeim er falið að
vinna, þó lítið sýnist stundum
vera og ómerkilegt, með trú-
mensku og dugnaði, í anda kær-
leika og einlægni. — Og þá, er
fjöldinn fylgir þessari reglu, og
hefir unnið það verk, sem hon-
um hefir verið falið, með trygð
°g einlægni, hefir hann gert
það, sem í hans valdi stendur
til að tryggja framtíðina, og eng-
inn getur heimtað meira, hvorki
guð né mennirnir, því hver ein-
staklingur getur unnið aðeins
eftir meðsköpuðum hæfileikum
°S gáfum. Meira getur hann ekki
gert. —
Gjörum við þetta í starfsemi
v°rri, sem félagsmenn og konur
^jóðræknisfélags vors, innan og
utan félagsins, þá gjörum við
e^ki aðeins alt, sem heimtað get-
Ur verið af oss, en vér tryggj-
um á sama tíma framtíð félags-
ms, 0g þar ag auki, sem nýtir
borgarar þjóða vorra, hvort sem
^anacfa e^a Bandaríkjanna,
aJstands, tryggjum vér fram-
1 þeirra og líka framtíð heims-
ms.
Stofnendur félags vors lögðu
smn skerf til málanna. Vér, sem
nu erum við störfin verðum að
ara eftir dæmi þeirra, svo að
ver á vorum tíma getum gefið
þeim í arf, Sem á eftir koma,
stofnun, stefnu og eftirdæmi,
sem verði þeim hvatning til göf-
ugs starfs í framtíðinni. Vér vit-
um ekki hvernig hún verður. En
með bjartsýni og góðri von um
hana getum vér haldið áfram
því verki, sem vér nú vinnum
kvíðalausir og án ótta, því trú
vor og sannfæring um verðmæti
þess, sem vér vinnum að, hefir
skapandi mátt.
En þó að svo væri ekki, hvað
hefði langt verið komist, þegar
Þjóðræknisfélagið var fyrst
stofnað, ef alt hefði verið gert
með hangandi hendi? Ég er
sannfærður um að aldrei hefði
félagið náð þeim aldri, sem það
nú hefir náð, og aldrei verið við
eins góðu lífi.
Þeir hafa verið margir, sem
unnið hafa að málum þess og
stutt að þeim. Margir þeirra eru
nú horfnir þessu lífi og vér minn
umst þeirra í kærleika. Á hverju
ári bætast aðrir við í tölu hinna
framliðnu. Vér söknum þeirra
altaf mikils. Þeir hafa unnið
starf sitt vel og hafa reynst góð-
ir og nýtir félagsmenn.
Ég hefi nokkur nöfn manna,
sem fallið hafa frá á hinu liðna
ári, sem ég vil lesa upp til minn-
ingar um þá, því þeir unnu vel
og dyggilega að félagsmálunum
og verðskulda að vera minst.
Fyrst á listanum er nafn heið-
ursfélaga, séra Friðriks Hall-
grímssonar, dómprófasts á ís-
landi. Hann var gerður að heið-
ursfélaga á þinginu í fyrra, en
dó á árinu sem líðið er.
Næst eru nöfn stjórnarnefnd-
armanna tveggja, sem störfuðu
báðir í stjórnarnefndini um
nokkurra ára skeið, Sveinn Thor
valdson, M B E, fyrv. varafor-
seti aðalfélagsins og fyrv. for-
seti deildarinnar „lsafold“ í
Riverton, og séra Halldór E.
Johnson, fyrv. ritari félagsins og
fyrv. meðlimur deildarinnar á
Lundar. Hann fórst, eins og
menn vita, í sjóslysi við Vest-
mannaeyjar 8. janúar s.l. ásamt
níu mönnum öðrum. Minningar-
athöfn var honum haldin í gær
í Fyrstu Sambandskirkju hér í
bæ.
Aðrir meðlimir Þjóðræknis-
félagsins, sem dáið hafa á árinu
eru: Gísli Sigmundsson, Gimli;
Sigurður Sigfússon, Oak View;
A. E. (Eldjárn) Johnson, Glen-
boro; Mrs. María Straumfjörð,
Seattle; Guðjón Johnson, Win-
nipeg; Mrs. Kristín Erlendson,
Winnipeg; Karl Jónasson, Win-
nipeg; Eiríkur Thorbergson,
Winnipeg; Mrs. Ovída Sveins-
son, Winnipeg; Eyjólfur Sveins-
son, Winnipeg; Mrs. Guðrún Sól-
mundson, Winnipeg. Og svo vil
ég bæta hér inn í listann nafni,
sem af einhverri ófyrirgefan-
legri vangá, var ekki talið upp
á listanum í fyrra, sem hefði þó
átt að vera. Það er nafns skálds,
sem víðþekt var bæði á fyrri og
seinni tíð, hér og heima á Is-
landi, það er nafn Magnúsar
Markússonar ömmubróður míns,
sem dó 20. október 1948. Ég vil
nú bæta yfirsjónina upp og
færa nafn hans inn á lista þessa
árs.
Félagið hefir haft margt með
höndum á hinu liðna ári, síðan
að við komum síðast saman, og'
þar á meðal þýðingarmikla starf
semi af ýmslu tagi og á ýmsum
sviðum, sem margsannar gildi
félagsins og réttlætir tilveru
þess, bæði sem þjóðræknisfé-
lags, þar sem menn og konur af
íslenzku bergi brotin, ná saman
og vinna í sameiningu að mál-
um sem alla varða. Meðal þeirra
mála var t. d. þátttaka íslend-
inga í 75 ára afmælishátíð Win-
nipeg borgar. Fyrstu fundir í þvi
máli, sem Þjóðræknisfélagið
stóð fyrir, og sem fulltrúar ann-
ara félaga Islendingar 1 Win-
nipeg tóku þátt í, voru kallaðir
saman í aprílmánuði. Mörg voru
ráðin, sem lögð voru fram, og
margir voru þeir, sem tóku þátt
í verkinu, sem þessi hátíðanefnd
tók að sér að vinna. Ég varð að
hverfa frá beinni þátttöku í þess
ari starfsemi snemma í maí, en
verkið var í ágætum höndum og
eins og raun ber vitni þurfti ég
engar áhyggjur að hafa út af
því að þurfa að ganga úr nefnd-
inni. Skrifari félagsins tók for-
mensku nefndarinnar og stóð vel
í þeirri stöðu. Peningasöfnun
var hafin og gengið var til verks
að smíða stóran og veglegan
skrautvagn, eða „Float“, sem
átti að tákna þátttöku íslend-
inga í byggingu Winnipegborg-
ar. Gissur Elíasson sá um verk-
ið og leysti hann það vel af
hendi. Svo vel tókst honum, með
hjálp og aðstoð nefndarmanna,
að vagn Islendinga var talinn
meðal hinna fyrstu tuttugu og
fimm beztu skrautvagna, sem í
skrúðgöngunni voru, sem námu
alls eitthvað á annað hundrað.
íslendingadagsnefndin, sem með
hafði verið í þessari þátttöku og
lagt í hátíðarsjóðinn nokkra
upphæð af peningum, notaði
vagninn í sambandi við íslend-
ingadagshátíðina á Gimli s.l.
sumar.
Hve vel íslendingum tókst í
þessu máli ætti að vera góðs
viti um hátíðahaldið, sem haldið
verður væntanlega seinna í sum
ar til minningar um 75 ára há-
tíð landnáms íslendinga í þessu
fylki. íslendingar settust fyrst
að í Winnipeg um haustið 1875
og fóru svo héðan sama haust
norður til Nýja-Islands og sett-
ust þar að. Nefndir hafa verið
settar í þetta mál, bæði þjóð-
ræknisnefnd, nefnd íslendinga-
dagsins og nefnd Nýja-íslands.
Þessum nefndum hefir ekki enn
tekist að ná saman að fullu leyti,
en það verður að vera meðal
hinna fyrstu hlutverka innan
næstu daga eftir að þingið er
búið, að halda fund og ráðstafa
viðeigandi hátíð. Það getur ver-
ið, og væri viðeigandi, að menn
tækju þetta mál fyrir hér á
þinginu. Hér eru fulltrúar frá
deildum norðan að og hér eru
líka fulltrúar deildarinar í Win-
nipeg. Það væri gott að fá grein-
argerð frá þeim hvað þeir hugsa
um málið, um ráðstafanir, sem
þegar hafa verið gerðar og um
hugmyndir sem hinir ýmsu full-
trúar kunna að hafa um málið.
Eitt mál, sem komið hefir
fram á dagskrá þingsins á hverju
ári nokkur undanfarin ár, verð-
ur ekki tekið upp þetta ár, því
það mál er nú útkljáð. Það er
námstyrkssjóður Agnesar Sig-
urðson. Hún er nú búin að miklu
leyti að fullkomna sig og ná því
takmarki, sem til var ætlast, og
er ekki lengur nemandi, sem leit
ar styrks. Hún er orðin framúr-
skarandi góður píanisti, og hef-
ir hlotið ágæta dóma í New
York og víðar. Oss er heiður og
sómi af að hafa þekt hæfileika
hennar og að hafa styrkt hana
til framhaldsnáms og hjálpað
henni til að ná því stigi í píanó-
spili, sem hún nú er á. Nú er
það mál hvað henni viðvíkur út-
kljáð. En þar sem að þetta félag
er menningarStofnun og hefir
áður styrkt listafólk, væri það
ekki úr vegi, að athuga mögu-
leika til að veita öðrum ungum
hæfileika piltum eða stúlkum
styrk til framhaldsnáms, þeim,
sem þess þurfa, til að fullkomna
sig. Það er fátt sem gæti verið
íslendingum meira til heiðurs og
sóma en að geta styrkt ungt hæfi
leikafólk á einhverju listasviði,
og hjálpað þeim til að fullkomna
sig, eða að minsta kosti kvatt
það til þess.
Annað mál, sem verður að öll-
um líkindum ekki mikið meira
en drepið á, á þessu þingi, er
sögumálið, nema ef það væri að-
eins til að fá skýringar frá for-
manni eða skrifara þeirrar nefnd
ar, um gang málsins. Á síðasta
þingi bar ritari sögunefndar
fram skýrslu um samning milli
nefndarinnar og mentamálaráðs
á Islandi. Hann útskýrði það, að
mentamálaráðið hefði farið fram
á að maður yrði fenginn hér til
að halda verkinu áfram. Milli-
göngumaður mentamálaráðsins
fékk próf. Tryggva Oleson til að
taka það verk að sér og er hann
nú að draga saman fjórða hefti
sögunnar. Þar stendur málið, að
því er ég bezt veit. En ef að
möguleikar eru á, og ef að nefnd
in hefir einhverja skýrslu til að
bera fram, þá fær þingið hana
til afgreiðslu áður en því lýkur.
Svo eru tvö mál, sem liggja
fyrir og sem tilkynt hafa verið
stjórnarnefndinni á löglegan
hátt. Annað þessara mála er um
breytingu á þingtímanum, sem
borið var fram fyrir þing fyrir
einu ári. Nefnd verður sett í
það mál ef nauðsyn þykir og til-
laga borin fram. Hitt málið er
í sambandi við ársgjald með-
lima. Skriflegur fyrirvari um
það mál var borinn fram á fundi
stjórnarnefndar s.l. nóvember-
mánuð, þ. e. a. s. með fullum
þrigja mánaða fyrirvara eins og
lög félagsins krefjast. Það er
skoðun framsögumanns, að árs-
gjaldið sé altof lítið og ætti að
vera ekki minna en tveir doll-
arar á ári. En nefnd verður einn
ig sett í það mál og það rætt og
afgreitt seinna á þinginu.
En nú vil ég fara örfáum
orðum um önnur mál, sem unn-
ið hefir verið að á árinu, sum
með góðum árangri, og sum sem
betur hefði e. t. v. getað ræzt úr.
En hvað sem á vantar að full-
komlega hafi verið gengið frá
öllum • málum félagsins er það
ekki vegna viljaleysis, heldur
vegna þess, að unnið er að öllum
málum félagsins í hjáverkum
frá öðrum störfum. Nefndar-
mennirnir allir hafa mörgu öðru
að sinna, og mér finst það stund-
um undravert, hve mikið er í
raun ög veru hægt að leysa af
hendi. En það er aðallega vegna
hjálpar og aðstoðar margra
góðra manna, sem eru oft óspar-
ir á tíma og kröftum til þess að
mál vor fái framgang.
Ég hefi í huga hér meðal ann-
ars, er ég minnist á útgáfumál,
útgáfu Tímaritsins, og ósér-
hlífni ritstjórans, hr. Gísla Jóns-
sonar í því máli. Tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins jafnast á við
hin beztu ársrit af líku tagi, sem
gefin eru út, bæði að efni og frá-
gangi. Það er með sömu ágætum
nú og það hefir ávalt verið á
þessum þrjátíu árum, sem það
hefir komið út, og vér eigum rit-
stjóra vorum miklar þakkir
skildar fyrir ágætlega og sam-
vizkusamlega unnið verk. Ég
vona að félagið fái að njóta hans
um margra ára skeið enn. Og
svo fyrir auglýsingasöfnun í rit-
ið, á Mrs. P. S. Pálsson sérstak-
ar þakkir, því án hennar og án
auglýsinganna væri það kostn-
aðarins vegna, oss ómögulegt að
gefa ritið út. Ársgjald félaga
hrykki aldrei til þess. Þess vegna
hefir því verið haldið fram, að
hækka ætti ársgjald félaga, því
það er ógjörningur að hugsa sér
að Islendingar vilji halda félagi
sínu við og starfrækja það af
ölmusugjöfiim frá auglýsendum.
En það mál verður nánar rætt
síðar.
Orð fá ekki lýst í hve mikilli
þakkarskul vér erum við kenn-
ara íslenzku skólana, hvort sem
er hér í Wpg. eða út um bygðir,
þar sem slíkir skólar eru. Það
er mikið og ábyrgðarfult starf,
og þeim tekst að vinna það að-
eins, sem hafa huga og sál við
það. Ég hefi ekki fullkomnar
upplýsingar um starfið út urn
bygðir, í deildum þar, en ég veit,
að tilraun var gerð í Selkirk í
haust sem leið til að koma á fót
líkri kenslu og þar hafði verið
árið áður. I því tilefni var sam-
koma haldin þar og flutti séra
Valdimar J. Eylands, fyrv. for-
seti félagsins, erindi um ísland
og ferð sína þangað og dvöl þar,
og sýndi einnig hreyfimyndir.
Tilraun hefir líka verið gerð á
Gimli til að halda uppi íslenzku
kenslu, og svo hér í Winnipeg.
I Riverton hefir verið starfrækt
„study group“, sem mætti telj-
ast undir þessum lið, þó að eldra
fólk hafi þar aðallega tekið þátt
í starfi þess hóps í stað unglinga.
En starfið hefir borið góðan ár-
angur eins og skýrsla, sem
seinna verður borin hér inn á
þing, sýnir.
I Winnipeg s. 1. vor var skól-
inn undir stjórn Miss Salóme
Halldórsson og hélt skólinn
lokasamkomu í Fyrstu Sam-
bandskirkju, 30. apríl, sem ágæt-
ur rómur var gerður að. Miss
Halldórsson vildi losna úr skóla-
stjórastöðunni í haust og tók
Mrs. Ingibjörg Jónsson við af
henni, en Miss Halldórsson er
enn einn kennaranna. Skólinn
hefir verið starfræktur í Fyrstu
lútersku kirkju í hausLog vetur.
Kennarar við hann eru: Mrs.
Ragnhildur Guttormsson; Miss
Stefanía Eyfod og Mrs, Helen
Guðlaugsson. Lítil stúlka, Miss
Ruth Horn, spilar undir við
söngæfingar skólabarnanna. Ég
má ekki láta tækifærið sleppa
að auglýsa þakklæti mitt og
nefndarinnar, fyrir hina ágætu
starfsemi þessara kennara í
skólanum. Það eru þeir, meðal
annara, sem ég á við, þegar ég
segi að það er mörgum ágætum
mönnum og konum að þakka, að
nefndin hefir getað leyst það
starf af hendi, sem hún hefir
getað gert á þessu liðna ári. Án
þeirrar hjálpar væri starfsemin
margsinnis minni og fátæklegri.
I sambandi við skólann ber
einnig að minnast gjafar frá
Birni Ólafi Pálssyni, sem var
hér í Wpg. um tíma, er hann
stundaði nám við kennaraskól-
ann. Hann tók þátt í kennara-
starfsemi í íslenzku skólunum.
Hann sendi heiman frá íslandi
tvo árganga af barnaritinu
„Vorið“, fjögur eintök af hverj-
um árgangi, til notkunar í skól-
anum hér í Wpg. Félagið er hon
um þakklátt fyrir þessa ágætu
gjöf, og kennararnir með. Þeir
hafa tilkynt nefndinni, að þetta
rit geti orðið skólanum að ágæt-
um notum. Með slíka hjálp og
stuðning, sem vér njótum í
skóla vorum, ætti enginn vandi
að vera að starfrækja skóla-
kenslu, enda hefir það enginn
vandi verið, nema e. t. v. hvað
vér vildum að fleiri börn sæktu
skólann en raun er á. En hvort
sem þau eru mörg eða fá, þá er
verið að vinna þarft verk og lof-
samlegt, sem verður talið oss til
ágætis.
Frá skólamálum er eðlilegt
spor til útbreiðslumálanna, og í
þeim efnum hefði meira mátt
komnast í framkvæmd en reynd-
ist. En samt höfum vér ekki
legið í algjöru aðgerðarleysi í
því sambandi. Og hér aftur, hafa
nokkrir góðir menn orðið okkur
að liði. Meðal þeirra má telja
tvo fyrv. forseta félagsins, þá
séra Valdimar J. Eylands og
Dr. Richard Beck — auk annara.
I maímánuði í fyrravor var
samkoma haldin af deildinni
„Brúin“, Selkirk, og kom ég
þangað og flutti örfá orð, sem
kveðju frá Þjóðræknisfélaginu,
og sýndi hreyfimyndir. Og aft-
ur í haust í septembermánuði,
var samkoma haldin í Selkirk,
eins og búið er að minnast á,
og fór þá séra Valdimar J. Ey-
lands þangað með myndir og
ræðu.
Ég kom fram á íslendinga-
dagshátíðum á Hnausum í júní,
og á Gimli í ágúst og flutti kveðj
ur fyrir hönd Þjóðræknisfélags-
ins á báðum stöðum.
Fimtánda júlí í sumar sem
leið, var haldið upp á fimtíu ára
afmæli Brown bygðar og eftir
beiðni bygðarmanna var ég þar
viðstaddur og talaði fyrir hönd
Þjóðræknisfélagsins og flutti
kveðjuorð. Hátíðahaldið var hið
ágætasta í alla staði. Þar voru
menn samankomnir úr bygðinni
og aðrir langt að, frumbyggjar
og ættingjar þeirra, sem fyrst
settust þar að. Veður var gott
og fólkið glatt, og að lokinni
skemtuninni, sem stóð yfir all-
an daginn og langt fram á nótt,
voru allir samdóma um, að
svona ættu bygðarafmæli að
vera.
Seinna um sumarið fór ég ferð
norður til Árborgar og hafði
meðferðis Dr. Kristjönu Ólafs-
son, séra Halldór E. Johnson og
Ragnar Stefánsson, sem tóku
öll þátt í skemtun, sem deildin
„Esja“ efndi til. Þar kom einnig
fram Dr. A. H. S. Gillson, for-
seti Manitobaháskólans. Sam-
kepni fór fram í framsögn með-
al yngri drengja og stúlkna, og
flutti forseti háskólans erindi.
Samkoman var hin bezta og eiga
þjóðræknismenn í Árborg þakk-
ir skilið fyrir ágæta frammi-
stöðu í þjóðræknismálum.
Seinna um haustið, 14. sept.,
fór ég ferð norður til Riverton
og Árborgar með Dr. Þorkel Jó-
hannesson og frú Hrefnu í heim-
sókn til Guttorms skálds Gutt-
ormssonar, sem var farinn sama
daginn upp eftir til Wpg., en við
hittum hann þar næsta dag, og
til Gunnars Sæmundssonar, for-
seta „Esjunnar“. Viðtökur voru
hinar ágætustu.
Aðrar bygðir hefi ég komið í,
en ekki altaf í béinum þjóðrækn
iserindum, en samt blandast
þau mál vanalega öll saman. Og
líka hafa aðrir menn unnið þjóð-
ræknisstörf bæði beinlínis og ó-
beinlínis. Þar teljast prestarnir
allir með, því verksvið þeirra
tekur inn þjóðræknina og heldur
henni við. Þar að auki hefir Dr.
Richard Beck, fyrv. forseti, eins
og altaf, með ýmsum hætti sýnt
í verki, áhuga sinn fyrir starfi
félagsins og málstað. I tilefni af
30 ára afmæli félagsins ritaði
hann um það ítarlega grein, sem
birtist í sumar í blaðinu „Akra-
nes“ á íslandi. Hann hefir einnig
ritað greinar um Vestur-íslend-
inga og félagsmál vor í önnur
íslenzkt blöð og tímarit, meðal
annars ítarlega ritgerð um hfeið-
ursfélaga vorn, Dr. Joseph T.
Thorson dómstjóra, í rit Biskups
tungnamanna, „Inn til fjalla“, er
út kom nýlega. Auk þess hefir
Dr. Beck haldið áfram þjóð-
ræknis- og landkynningarstarf-
semi sinni, bæði í ræðu og riti
hérna megin hafsins, á íslenzku
og ensku. Hann flutti meðal
annars, aðalræðuna á 50 ára
landnámshátíð íslenzku bygðar-
innar í Brown, Man., sem ég
mintist, sem Þjóðræknisdeildin
„ísland stóð að, og á lýðveldis-
hátíðinni að Mountain, N. Dak.,
sem Þjóðræknisdeildin „Báran“
efndi til. Loks má geta þess, að
hann hefir nú lokið við rit sitt
um íslenzk skáld, „Icelandic
Poets, 1800—1940“, sem nú er í
prentun hjá Cornell University
Press og kemur að öllu forfalla-
lausu út seinna í vetur eða með
vorinu.
Dr. Beck vinnur með áhuga
og elju fyrir málefnum félagsins
og vil ég votta honum þakkir
fyrir og vona að vér megum
lengi njóta hans.
I sumar sem leið ferðaðist
gjaldkeri félagsins, hr. Grettir
Jóhannsson suður til Minne-
apolis á hátíð fornmanna þar og
var við afhjúpunarathöfn Leifs
styttu, sem Norðmenn stóðu fyr-
ir og hann skilaði kveðju Þjóð-
ræknisfélagsins til þeirra. Eins
gerði varagjaldkeri hr. Árni
Eggertson, er hann fór suður til
Mountain, N. Dak. og var stadd-
ur við vígsluathöfn gamalmenna
heimilisins þar, þar sem að les-
in var upp kveðja frá félaginu.
Heillaóskaskeyti og bréf hafa
í viðbót verið send víðsvegar til
hátíðahalda og annara athafna,
og sambönd haldist með deildum
og félögum. En samt er margt,
sem mátt hefði vinna í viðbót,
ef að tími og möguleikar hefðu
leyft. En eins og ég gat um er
tími nefndarmanna takmarkað-
ur og öll starfsemin unnin í hjá-
verkum. Verksviðið er stórt en
tími og kraftar oft mjög tak-
markaðir.
Framhald
Minnist
BCTEL
f erfðaskrám yðar
/