Lögberg - 09.03.1950, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950
Ávarp og ársskýrsla forseta Þjóðræknisfélag-
sins, séra Philips M. Péturssonar, 20. feb. 1950 SJfí““
(Niðurlag)
Háskólamál.
Þetta mál gæti skoðast að
nokkru leyti sem útbreiðslumál,
og unnið hafa að því með mikl-
um áhuga og ágætum árangri,
þeir, sem settir voru í nefndina,
sem átti að hafa það mál með
höndum, Dr. P. H. T. Thorlak-
son, Walter dómari, Líndal, Árni
Eggertsson, K. C. Miss Margrét
Pétursson, Grettir Jóhannsson,
Lárus Sigurdson læknir og
aðrir. Nefndarmenn þessir hafa
ferðast um íslenzku byggð-
irnar og verið í bréflegu
sambandi við aðra íslend-
inga, þar sem engar deildir
eru, og má telja það undravert
og lofsamlegt hve vel íslending-
ar hafa orðið við þessari fjárleit-
un að stofna kenslustól í íslenzk-
um fræðum við háskóla Mani-
tobafylkis, og helzt af öllu hve
vel þjóðræknismenn hafa styrkt
fyrirtækið.
Eins og menn vita, er Þjóð-
ræknisfélagið aðalstofnun Is-
lendinga vestan hafs, og fleiri
einstaklingar tilheyra félaginu
en nokkurri annari félagsstofn-
un, er samt mikill fjöldi Islend-
inga enn utan félagsins, sem
ekki telja sig með í meðlimatölu
þess. Fleiri íslendingar standa
utan en innary félagsins. En
samt sýnir fjársöfnunin til
fræðslustólsins hvar aðalsam-
tökin liggja og hverjir styðja
bezt að málum þjóðarbrots vors,
þó að í minnihluta séu.
Háskólanefndin er nú búin að
safna $154,000 (eitt hundrað
fimmtíu og fjórum þúsundum
dollara) í beinum fjárframlög-
um og loforðum. En af þessari
upphæð eru næstum því níutíu
þúsundir frá þjóðræknismönn-
um og félögum, sem í nánu sam
bandi standa við það. Flest allir
hinir, sem gefið hafa, nema í ör-
fáum tilfellum, hafa komið und-
ir bein áhrif Þjóðræknis-
félagsins, sem hefir gert það
kleyft að ná þessari fjárupphæð
saman, sem hefði, án Þjóðrækn-
isfélagsstofnunarinnar og deilda
hennar verið ógerningur að
safna.
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins hefir lítinn beinan þátt
tekið í fjársöfnuninni, því hún
var undir umsjón nefndarinnar,
sem sett var í það mál. En nefnd
in hefir haft aðstoð gjaldkera
félagsins, og hefi ég setið tvo
eða þrjá fundi á árinu. En aðal-
verkið hefir nefndin unnið ein,
og erum vér öll í mikilli þakk-
lætisskuld við hana fyrir að hafa
skipulagt málið og haldið því
vakandi, — svo vel vakandi, að
líkur eru til þess, að hægt verði
að byrja að starfrækja kenslu-
stólinn næsta haust. Að'minsta
kosti hefir forseti háskólans, Dr.
Gillson, látið í ljósi, að það væri
ósk hans og von.
Dr. Gillson kemur fram á þing
inu á miðvikudaginn kl. 2,30 og
vill flytja þar nokkur orð til
þingsins. Ég vona, að þingmenn
hafi það í huga og verði sem
flestir viðstaddir er hann kem-
ur hingað. Einnig bera fjársöfn-
unarmenn fram skýrslu um
kenslustólsmálið, í fjarveru Dr.
Thorlakson. Þeir koma með
skýrslu sína á þriðjudaginn eft-
ir hádegi. Og þá vona ég líka,
að sem flestir verði viðstaddir.
Hér vildi ég leyfa mér að-
eins að minnast annars atriðis,
sem kemur þessum lið ekki bein
línis við, en sem hefir aukið á-
litið, sem Islendingar njóta
meðal hérlendra manna, og er
það gjöfin, sem Aðalsteinn sál.
Kristjánsson gaf háskólanum
hér í erfðaskrá sinni, sem nem-
ur, að mig minnir, tuttugu þús-
undum. Þessi upphæð gengur
ekki í fræðslustólssjóðinn, en
verður fagurt minningarmerki í
bókum háskólans, ekki aðeins
um þann, sem gjöf þessa gaf,
heldur einnig um það þjóðar-
brot, sem hann er af kominn.
Mér þykir vænt um að minnast
hans hér og viðurkenna með
þessum örfáu orðum, þakklætis
vors við hann fyrir þessa höfð-
inglegu gjöf og ágæta frammi-
stöðu.
Byggingarmál.
Þetta mál hefir staðið í stað
síðan á þinginu í fyrra. Nefnd
var sett í málið, en þar sem að
félagið og deildir höfðu annað
fjármál með höndum, nefnilega
háskólamálið, og öll félög Win-
nipegborgar voru að safna í há-
skólasjóðinn hugðu þeir, sem
fyrir þessari nefnd stóðu, að það
hefði litla þýðingu, að hreyfa við
öðrum fjárframlögum á meðan
á þessu stærsta fyrirtæki stæði.
En mönnum verður leyfilegt að
taka þetta mál upp aftur, og
ræða það og gera nýjar sam-
þykktir á þessu þingi, ef þeim
svo sýnist.
Samvinna við ísland.
Sambandið milli íslands og
Vestur-lslendinga hefir haldist
á þessu undanfarna ári með
sömu ágætum og áður. — Séra
Halldór heit. Johnson, fyrv. skrif
ari félagsins, bar kveðju frá
Vestur-íslendingum á fundum
á íslandi, stuttu eftir að hann
kom þangað s.l. sumar. Og síð-
asta hlutverk hans var að flytja
kveðju, í útvarpið í Reykjavík,
til íslenzku þjóðarinnar frá Vest
ur-íslendingum, og hefir sú
kveðja fengið viðurkenningu
heima.
Tímaritið hefir útbreiðslu á Is-
landi eins og undanfarið. Bréfa-
skipti hafa haldist milli þjóð-
ræknismanna hér og manna á
íslandi. Gestir frá Islandi hafa
heimsótt oss og oss hefir veitzt
tækifæri að taka á móti þeim á sem
ýmsan hátt og sýna þeim góð-
hug og vinskap og trygð.
I fyrra tókum við á móti sendi
herra íslands, Thor Thors og
frú Ágústu. I sumar sem leið
kom hingað Dr. Thorkell Jó-
hannesson og frú Helga, og
dvöldu hér fram eftir sumrinu.
Og nú á þetta þing er væntan-
legur gestur frá New York, hr.
Gunnar R. Paulson, formaður
ferðafélagsins „Viking Travel
Service“. Hann er söngmaður
góður og auk þess að syngja fyr-
ir oss gerir hann ráð fyrir, að
sýna hreyfimyndir á Frónsmót-
inu annað kvöld.
Meðal samtaka milli íslands
og Vestur-lslendinga mætti telj-
ast fjársöfnunin til minningar-
merkis, ímynd veglegrar kirkju,
fyrir Jón biskup Arason í minn-
ingu 400 ára dánarafmælis hans.
Verið er að selja merki, lík því,
sem ég ber á mér, og eiga pen-
ingarnir að ganga í minningar-
sjóðinn. Merkin eru til sölu hjá
Davíð Björnssyni í bókaverzlun
hans og hjá ýmsum öðrum, sem
verða e. t. v. sumir viðstaddir
hér á þingi.
Einnig ber að minnast undir
þessum lið, gjafarinnar, sem Að-
alsteinn sál. Kristjánsson gaf há-
skóla íslands í erfðaskrá sinni,
og öðrum stofnunum á ættjörð-
inni. Þær gjafir snerta ekki Þjóð
ræknisfélagið, — en þeirra ber
samt að minnast sem heiðarlegra
gjafa, frá íslendingi hér vestan
hafs til heimalands síns, og vér
þjóðræknismenn metum það
mikils við hann.
Svo ber að minnast gjafar frá
Soffaníasi Thorkelssyni, sem á
undanförnu sumri gaf fæðingar-
sveit sinni, Svarfaðardalshreppi,
50 þúsund króna fjárupphæð,
sem verja á til skógræktar, og
heitir frekari stuðningi sínum.
Héðan til íslands hafa ekki
ferðast margir. Séra Halldór
heitinn fór s.l. sumab eins og
áður er minnst. Auk hans fór
til íslands í haust ungur piltur,
dóttursonur séra Alberts Krist-
jánssonar, fyrv. forseta félags-
ins, sem heitir Albert Sigurðs-
son, til náms við háskólann þar.
Hann á að fá að njóta herberg-
isins í stúdentagarðinum, sem
gefið var háskóla íslands af Ás-
mundi P. Jóhannssyni, er ég
bezt veit, verður fyrstur stú-
denta héðan að njóta þess her-
bergis.
Svo ber að minnast ferðar sr.
Sveinbjörns Ólafssonar til Is-
lands og dvalar hans þar s.l.
sumar. Hann kom fram á ýms-
um fundum, sem haldnir voru,
flutti kveðjur í útvarpið og ferð
aðist um landið. Með ferð sinni
varð hann enn annar tengiliður
milli vors og íslands, sem styrk-
ir böndin, sem binda oss við ætt-
jörðina.
Það má segja með sanni, að
samböndin við ísland haldast
enn, og allt bendir til þess, að
þau haldist um mörg ókomin ár,
eins og að undanförnu, með
bréfaskiptum og ferðum góðra
gesta að heiman og manna héð-
an og heim.
Samsæti og samkomuhöld.
Undir þessum lið telst fyrst
og fremst samsætið, sem haldið
var sendiherra Thor Thors og
frú Ágústu að loknu þingi í
fyrra. Þetta samsæti var án efa
hið veglegasta og bezta, sem Is-
lendingar hafa hér haldið. I því
samsæti voru fylkisstjóri, R. F.
McWilliams og frú; forsætisráð-
herra Campbell og frú; bæjar-
stjóri Winnipegborgar, Mr.
Coulter og frú; forseti háskól-
ans, Dr. Gillson og frú auk ann-
ara háttsettra mana og kvenna
og fjölda þingfulltrúa. og vina.
Eins og áður er getið var Dr.
Thorkell Jóhannesson og frú
Hrefna hér á ferð í sumar sem
leið og hélt Þjóðræknisnefndin
þeim samsæti í sal hjá Hudson’s
Bay-félaginu, 16. sept. Auk gest-
anna voru nokkrir aðrir vinir,,
heiðra vildu þessi mætu
hjón frá íslandi. Vér fögnuðum
komu þeirra hingað og minn-
umst þeirra hjóna með þakk-
læti.
Til Lundar ferðaðist ég 14. á-
gúst s.l. til að taka þátt í sam-
tilefni af 50 ára giftingarafmæli
þeirra. Ég flutti þar kveðju
Þjóðræknisfélagsins, og fyrir
hönd þess óskaði ég gullbrúð-
hjónunum allra heilla.
Ellefta nóvember í haust átti
rithöfundur, sagnritari og skáld,
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson sjö-
tugsafmæli og komum við ritari
Þjóðræknisfélagsins í heimsókn
til hans til þess að minnast dags-
ins og að fagna honum með dá-
litlri minningargjöf frá félaginu,
til að sýna honum virðingu og
heiður, sem hann á margskilið
fyrir ritstörf sín á hinum ýmsu
sviðum, sem hann hefir unnið.
Hans er minst í Tímaritinu þetta
ár og veit ég að allir íslending-
ar hugsa til hans með hlýjum
hug.
Önnur mál.
Undir þessum lið, held ég að
ég hafi engu við að bæta, nema
e. t. v. aðeins að benda mönnum
á það mikla starf, sem Þjóð-
ræknisfélagið hefir með hönd-
um, margbrotið og stundum
flókið. Margt verður hér á þessu
þingi að taka til íhugunar og um
ræðu og þingsamþykta. Látum
oss því nú, er vér komum sam-
an á þetta þrítugasta og fyrsta
þing Þjóðræknisfélagsins, að á-
kveða með sjálfum oss, að ræða
mál vor og afgreiða þau með
það eitt fyrir sjónum að vinna
félaginu hag og styðja að því,
sem getur orðið heildinni sem
beztur styrkur í þjóðræknisvið-
leitni hennar, þjóðarbroti voru
hér vestra til heiðurs og sóma.
Svo segi ég þetta þrítugasta
og fyrsta ársþing Þjóðræknisfé-
lags íslendinga í Vesturheimi
sett. Ég þakka fyrir góða áheyrn
og bið þingheim að taka til
starfa.
Philip M. Péiursson. forseti
Karl Franklín Líndal
1884 — 1949
Þeir falla allir fyrir dauðans
sigð, og eins varðst þú að gjöra,
þó að samferðamenn þínir von-
uðust eftir að enn væri ærinn
tími til aldurstila stundar þinn-
ar, og sannast þar á ný fornyrð-
in alkunnu: „Að enginn ráði sín-
um næturstað". En um það er
ekki að fást, og gjörir í flestum
tilfellum ekki svo ýkjamikið til;
nerh'a að því leyti, sem að skiln-
aðurinn veldur aðstandendum
hins látna sorgar og saknaðar.
Hitt er aðalatriðið, hvort heldur
að hérvistartíminn er lengri eða
skemmri —• hvernig _að honum
lefir verið varið. Þar er ekki
aðeins um að ræða nytsemi
mannsins, eða konunnar, sem
um er að ræða í það og það skipt
ið; í sambandi við framtök og at-
nafnir þeirra í þágu bygða sinna
og samferðamanna heldur fyrir
mynd þá, sem þeir setja með lífi
sínu, hvort heldur það er langt
eða stutt og minningin um þá,
sem vakir og lifir, eftir að þeir
sjálfir eru horfnir.
Karl Franklín Línaal var
einn af hinum hógværu og yfir-
lætislausu starfsmönnum lífsins,
einlægur sjálfum sér og öllum
öðrum. Verkmaður var hann
góður og mikilhæfur, þvi að
hann var bæði vel úr garði gjörð
ur maður, og hinn mikli höfund-
ur hafði blásið honum í brjóst
þeirri lífsskoðun, að það væri mni
skylda hvers manns, bæði gagn-
vart sjálfum sér og meðbræðr-
um, að hopa hvergi á hæl, þeg-
ar um velferðarmál meðborgara
sinna væri að ræða. Hann var
umgengnisgóður maður, glaður
í viðmóti, hreinn í viðskiptum
sínum við aðra og hjálpfús við
sér minnimáttar menn. Slík er
myndin og minningin, sem Karl
Franklín Líndal skilur eftir sig
og sem lengi mun lifa í minnum
þeirra, sem að þektu hann bezt.
Ég veit, að það er þungt að
skilja við þá, sem sorgir leggjast
þyngst á — ekkjuna sem á á bak
Karl Franklín Líndal
að sjá ástríkum eiginmanni,
börnin umhyggjusömum föður,
og systkinin kærleiksríkum bróð
ur. Vil ég segja, að það er bót í
máli, að geta syrgt hreinhjart-
aðan mann og góðan dreng.
Karl Franklín Líndal var
fæddur 3. ágúst 1884 í Mark-
landsbygðinni í Manitoba. For-
eldrar hans voru merkishjónin,
Björn S. Líndal og Svava Krist-
jánsdóttir. Hann ólst upp á fyrir
myndarheimili hjá foreldrum
sínum og naut almennrar al-
þýðumentunar á uppvaxtarár-
um sínum, en gaf sig svo um
tíma að landbúnaði með föður
sínum, sem rak stórt og um-
fangsmikið bú í Marklandsbygð-
Þegar Karl var 26 ára kvænt-
ist hann Hólmfríði dóttur Jó-
sefs Helgasonar og Guðrúnar
Árnadóttur, mestu myndar og
dugnaðarkonu. Þau Karl og
Hólmfríður bjuggu í þrjú ár í
Marklandsbygðinni, en fluttu
svo til Langruth, Manitoba, þar
sem að þau dvöldu síðart, að und
anteknum tveimur árum, sem
að Karl var við löggæzlu í Win-
nipeg, en varð að hætta við það
starf, sökum fótabilunar.
I Langruth gekk Karl fyrst í
félag með Bjarna Bjarnasyni
verzlunarmanni og Sófaníasi
MINNINGARORÐ:
Mrs. Sigríður Tetgesen
Merk og dygðarrík kona var
kölluð héðan, þriðjudaginn, 24.
janúar 1950, Mrs. Sigríður Terge
sen. Eftir meir en þriggja ára
vanheilsu andaðist hún þann
dag á heimili sínu á Gimli,
Manitoba.
Sigríður var fædd á Hofi í
Hjaltadal á Islandi, 26. janúar
1871. Foreldrar hennar hétu Páll
Pálsson og Margrét Gísladóttir.
Hún ólst upp á Hofi. Ung kona
fór hún vestur um haf, árið 1887.
Þegar hingað kom, átti hún fyrst
stutta dvöl í Brandon, Manitoba.
Þaðan lá leiðin til íslenzku bygð-
arinnar í Pembina County í
Norður-Dakota. Þar giftist hún,
árið 1888, Hans Pétri Tergesen
frá Akureyri á íslandi. Skömmu
eftir giftinguna fóru þau norður
til Winnipeg og áttu þar heima
nokkur ár. Þá fluttu þau til
Saskatchewan og námu land í
svonefndri Lögbergsbygð, sem
áföst er við Þingvallanýlenduna,
eins og þessar bygðir voru á
fyrri árum nefndar. Þar bjuggu
þau í þrjú ár. Aftur fluttu þau
til Winnipeg, en þaðan fóru þau
til Gimli í janúar 1899 og þar
var heimili þeirra síðan, full 51
ár. Mr. Tergesen starfrækti þar
verzlun. Fyrst verzlaði hann
með járnvörur, en síðar með all-
ar algengar nauðsynjavörur.
Þar blessaðist hagur þeirra og
þau nutu almennra vinsælda.
Þau eignuðust stórt og fagurt
heimili. Þar ólust börnin upp.
Þegar hafin var viðreisn lút-
ersks kirkjustarfs á Gimli,
veittu þau hjónin því málefni
ákveðinn stuðning og varanleg-
an.
Heimili sitt annaðist Mrs.
Tergesen með dugnaði, ráðdeild
og kærleika, og ástvinum sínum
var hún stoð, stytta og fyrir-
mynd, enda var hún virt og elsk
uð af sínum nánustu. Þar átti
einnig heima unaðsleg gestrisni.
Þangað var gott að koma.
Þátttaka hennar í kristilegum
félagsmálum var bæði mikil og
góð. Hún var um langt skeið for-
seti safnaðarkvenfélagsins, og á
tímabili forseti safnaðarins.
Menn báu traust til hennar fyrir
einlægni og heilsteypta festu á-
samt sanngirni og ágætu jafn-
vægi. Hún átti bjargfasta
kristna trú og það mótaði alla
framkomu hennar. Málefnið átti
þar vin, sem ekki brást. Hún
var einnig samvinnuþýð, með
lægni og lipurð í meðferð mála.
Þau hjónin eignuðust 7 börn,
eitt mistu þau á unga aldri,
stúlku er hét Alma Pálína Guð-
rún. Þau, sem lifa:
1. Mrs. Anna Jónasson, ekkja
Einars Jónassonar, til heimilis
á Gimli.
2. Sigurður Pétur Tergesen, í
foreldrahúsum.
3. Sven Johan Tergesen,
kvæntur Láru Sólmundson á
Gimli.
4. Inga McKenty, gift Dr. Jack
McKenty í Winnipeg.
5. Hans Robert Tergesen,
kvæntur Ruby Thorsteinson á
Gimli.
6. Alma, „housekeeper at
Hospital for Mental Diseases“,
Selkirk, Man.
7. Mrs. Inga Erlendson, fóstur-
dóttir, — bróðurdóttir Mr. Terge
sens, — gift Oscari Erlendson í
Selkirk, Man.
Mikinn hluta ævinnar naut
Mrs. Tergesen all-góðrar heilsu,
enda notaði hún kraftana til nyt-
sams starfs; en fyrir liðugum
þremur árum varð hún mikið
veik, svo að henni var ekki hug-
að líf; en hún náði ófullkominni
heilsu, og hún fór eins vel með
stundirnar og kraftana eins og
henni var unt, ef til vill eins vel
og nokkrum hefði verið unt. I
stillingu og rósemi, með óbil-
aða, skýra hugsun, dvaldi hún
hjá ástvinum sínum eins og sá,
sem er viðbúinn, „hvenær sem
kallið kemur“, enda sagði hún
ástvinum sínum hvernig hún
vildi láta haga útförinni, sérstak
lega með tilliti til þess, að ekki
væri nein ræða flutt í kirkjunni.
Hún var jarðsungin af séra
Rúnólfi Marteinssyni, fimtudag-
inn, 26. janúar, en þann dag
hefði verið afmælisdagurinn
hennar, ef hún hefði þá lifað, og
hún orðið 79 ára gömul. Útför-
ina annaðist Langrill’s frá Sel-
kirk. Húskveðja var flutt á heim
ilinu með Biblíulestri, sálma-
söng og stuttu ávarpi. I kirkj-
unni fór fram sálmasöngur, lest-
ur og bæn. Jarðað var í grafreit
Gimli-bæjar. Líkmenn voru:
Mr. Hannes Kristjánsson,
Mr. Guðmundur Magnússon,
Mr. G. P. Thompson,
Mr. Dóri Peterson,
Mr. N. K. Stevens,
Mr. J. B. Johnson.
Blessaðar eru minningarnar
um Sigríði Tergesen. Það er
vegna þess, að hún blessaði sam-
ferðafólk sitt á lífsleiðinni með
góðum ráðum og miklum gæð-
um.
Rúnólfur Marteinsson
mági sínum, en hóf tveimur
árum síðar kjötverzlun upp á
eigin reikning þar í bænum, sem
að hann rak með dugnaði og
prýði í 32 ár, eða þar til að hann
dó.
I málum sveitar sinnar tók
Karl einlægan og ákveðinn þátt,
þó einkum í málum íslenzka
safnaðarins í Langruth, var for-
seti hans um skeið og söngstjóri
og organisti safnaðarins 1 meira
en 30 ár og sór hann sig þar í
ætt við bændamenninguna ís-
lenzku, því að hann var með
öllu sjálfmentaður á sviði þeirr-
ar listar.
Þeim Karli Franklín og Hólm
fríði Jósefsdóttur varð fimm
barna auðið, sem öll eru á lífi,
þau eru: Vinsíus, 38 ára; Jóse-
fína Guðrún, 35 ára; Björn Val-
týr, 34; Sofanías, 31; og Lyggi
Svava. Karl heitinn átti 6 syst-
kini: Valdísi, sem dó á unga
aldri; Laufeyju Svöfu (Mrs.
Helgason í Winnipeg); Hjört
Björn, sem heima á í St. Joseph
Michigan, U.S.A. Georg Fjölnir í
Reykjavík á íslandi; Lúter Mel-
ankton, sem dó í maí 1934; og
Leif Columbus, sem einnig dó í
maí 1934.
Foreldrar Karls eru bæði dáin.
Faðir hans Björn dó 1944, en
móðir hans ári seinna, eða 1945
— dóu bæði hjá dóttur sinni,
Laufeyju, í Winnipeg. — Karl
Franklín Líndal lézt að heimili
sínu í Langruth, mjög skyndi-
lega, 5. september síðastliðinn
og var jarðsunginn af séra Skúla
Sigurgeirssyni 9. s. m.
J. J. B.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVÍK