Lögberg - 13.04.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.04.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. APRÍL, 1950 UM NYJAR BÆKUR AD HEIMAN Eftir Dr. STEFÁN EINARSSON Johns Hopkins University (Niðurlag) Austfirzk leikritaskáld: Jakob Jónsson frá Hrauni, Sex leikril. Haukadalsút- gáfan, Reykjavík, 1948. XIV, 307 bls. Forspjall eftir Sigurð Grímsson. Eftir að Guðmund Kamban leið, hefur ekki verið um auð- ugan garð að gresja leikrita- skálda á íslandi. Beztu leikrit af hinum nýrri munu vafalaust vera Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og Uppstigning eftir Nordal. Verður líklega að telja Davíð bezta leikritaskáld með þjóðinni nú, ef Jakob skákar honum ekki úr þeim sessi með þessari bók. Þar með vil ég ekki segja að neitt af leikritum Ja- kobs nái Gullna hliðinu eða Uppstigning. Sigurður Eggerz er kominn undir græna torfu og Lárus Sigurbjörnsson skrifar meira um leiksögu og leiklist heldur en leikrit. Og er Gutt- ormur nú ekki hættur að unga út sínum einkennilegu andans fóstrum í leikmynd norður og niður á bökkum Winnipeg- vatns? Það þarf varla að kynna Ja- kob Jónsson Vestur-íslending- um þar sem hann var prestur þeirra Vatnabygðarmanna um skeið fyrir stríðið síðara og verra. Hann var fæddur að Hofi í Álftafirði eystra 1904 og ólst upp með foreldrum sínum, séra Jóni Finnssyni, lengstum presti á Hrauni á Djúpavogi, og konu, hans, Sigríði Hansdóttur Beck frá Sómastöðum í Reyðarfirði (náfrændfólk R. Becks!). Ann- ars má vísa um æfi hans í For- spjall Sigurðar Grímssonar, skálds og Shakespeare-þýðanda. Þótt Jakob hefði gaman af því sem varð á vegi hans af leik- list frá því hann strákurinn var að alast upp á Djúpavogi þar til hann fluttist úr Reykjavík sem nýbakaður guðfræðingur og að- stoðarprestur föður síns, þá datt honum aldrei í hug að fást við leikritagerð, fyrr en hann setti saman fyrsta leik sinn, Siapann, fyrir áeggjan sóknarbarna sinna í Vatnabyggðum í Saskatche- wan. Þetta gerðist á árunum 1938—39 og var leikritið sýnt í Winnipeg síðara árið við góðar viðtökur. Fyrir söfnuð sinn í Wynyard reit Jakob líka tvo trúarlega þætti á ensku, The Chrislmas Voice og The Light of the World er sýndir voru þar í kirkjunni sitt árið hvor. En árið 1940 samdi Jakob ann- að leikrit sitt, Öldur, og var það sýnt nálega samtímis í Vatna- byggðum, Winnipeg og í Reykja vík, en sumarið 1940 fluttist Ja- kob heim og gerðist Hallgríms- sóknarprestur í Reykjavík. Og tók hann þá að hugsa fast til Tyrkja-Guddu, húsfreyju sr Hallgríms, viðaði hann að sér efni í leik um hana á þessum árum og var Tyrkja-Gudda full- búin 1945. Síðasta leikrit Jakobs Hamarinn var a. n. 1. byggður á drögum, sem Jakob hafði gert á stríðsárunum, en hann vann úr þeim og fullgerði leikinn 1947. Auk þessara þriggja leik- rita eru í bókinni tveir útvarps- leikþættir, og einn fyrir drengi (skáta 1946). Öldur gerast í þorpi á Austur- landi (Djúpavogi?) snemma á 20. öld. 1 því eru reynd þolrif í ung að sekta sjálfan sig fyrstan manna fyrir áfengissmygl. Hann fær því sjómannssoninn vin sinn til að róa út fyrir land og segja Flöndrurunum að hafa sína tunnu. Sonurinn lendir í roki og myndi hafa farizt ef faðir hans, systir og stúdentinn hefðu ekki draslað honum í land dauðum, að því er virtist. Þegar stúdent- inn á að fara á sjóinn þessa hættuför verða átökin um hann milli stúlknanna, sýslumanns- dóttir bannar honum að yfir- gefa sig, hann reikar nokkuð, en tekur þó rétta stefnu. Síðar verð- ur sýslumannsdóttir, sem er hjúkrunarkona, til þess að bjarga lífi hins „drukknaða“ með björgunaraðferð sinni. Opn- ast henni einnig þar vegur til að láta eitthvað gott af sér leiða fyrir aðra og lifa ekki eingöngu sjálfri sér. Annars er sjálfs- elska hennar afsökuð með upp- eldinu: hún hafði misst móður sína í æsku og síðan allt látið eftir henni. Sjómaðurinn kona hans og börn eru hetjur sem aldrei bregðast, sjómanninum er vel lýst með ákafa hans og vinnu- semi. Bæði hann og kona hans eru trúað fólk. Mannlýsingar eru góðar og Jakobi er augsýni- lega sýnt um að skapa drama- tísk samtöl. Og leikritið hefur mikið idylliskt við sig af því það er lagt í æsku-umhverfi höf- undar. Hamarinn gerist líka í sjávar- þorpi, en á allra síðustu (og verstu) tímum, enda er idyllinn þar fokinn út í veður og vind. 1 fyrra leikritinu var aðeins tæpt á áfengissmygli. Hér er drykkju- skap íslendinga og hverskonar spillingu stríðsáranna lýst í dökkum litum. 1 þessum leik er það brúð- gumi, pólitískur leiðtogi jafnað- armanna í þorpinu, sem gefið hefur brúði sinni kaupmanns- dóttur þorpsins heit um það að smakka ekki áfengi framar. Allt er í lukkunar velstandi: brúð- guminn er kominn á þing, og faðir brúðarinnar gefur honum hálft ríkið á við sig þ. e. hálfan kaupstaðinn í brúðargjöf. Inn gengur Mefistó leiksins, gamall kærasti brúðarinnar, fjárglæfra- maður og fantur. Hann freistar brúðgumans til að drekka og hverfur svo með hann, lætur hann skrifa undir víxil, þar sem hann bætir sjálfur núllunum við, og skilur að lokum við hann í rúmi aumrar gistihússstúlku, og þar finnst hetjan morguninn eftir. Eftir þá útreið fer hann enn fremur á þriggja mánaða túr. Þessa þrjá mánuði notar Mefi- stó til að búa allt. undir sölu þorpstorfunnar til útlends flug- vallarfélags er starfar með ís- lenzkum leppum. Var í ráði að rífa mikið af húsum þorpsbúa og byggja þau upp aftur, eins og gert var með Reykjavíkurflug- völl á stríðsárunum. Þorpsbúar fá ekki rönd við reist og allt veltur á Oddi brúðguma, sem ekkert man. Þá kemur í höfn sjómaður kærasti Júllu á gisti- húsinu. Hann segist eigi aðeins eiga krakkann sem Júlla gangi með (menn höfðu kennt hann Oddi) heldur man hann líka hvernig Mefistó stýrði hönd vin- ar síns til að undirskrifa víxil- um nokkuð reikulum lagastú- ! inn fræga. Virðist nú allt ætla ^inhafn og úti á íslandi — eru dent, er verður á milli tveggja ! a<5 ganga á hina réttu hlið, en kvenna, óspilltrar fiskimanns-, Oddur treystist þó ekki til að dóttur og heimtufrekrar sýslu- j halda virðingu sinni, heldur velt mannsdóttur. Stúdentinn elskar að vísu sjómannsdótturina, en hefur leiðst út í og leyft sér leik við sýslumannsdóttur, sem hann heldur að lítil alvara fylgi. Henni er aftur á móti blá alvara og hún sér um að hann sé skip- aður sýslumaður í þorpinu í ist hann úr konungdómi og ger- ist óbreyttur járnsmiður, það ætlar hann að vera þangað til honum vex fiskur um hrygg svo hann geti tekið þar til sem fyrr var frá horfið. Þetta virðist efni í beizkustu ádeilu, og ádeila er það á marg- fjarveru föður hennar. Þegar . an hátt, en ekki allan. Það sem þetta gerist, hefur hann rétt ný-! dregur úr áhrifum ádeilunnar verið pantað sér rauðavínstunnu ! er, að fólkið virðist ósnortið og af Flöndrurum, en sem sýslu-1 óspillt af tíðinni. Flest fólkið er maður þykir honum illt að þurfa blátt áfram bezta fólk, kaup- maðurinn og hans frú, foreldrar Odds brúðguma, reffilegur karl, sení alltaf liggur undir eilífum ákúrum af hinni „dönnuðu“ konu sinni. Verkamannafulltrú- inn, að maður tali nú ekki um hina ágætu og staðföstu brúður. En jafnvel Mefistó þótt illur sé virðist hafa sínar taugar og art- ir þar sem brúðurin á í hlut, hún þarf ekki annað en líta á hann til þess að fá hann til að með- kenna syndaregistrið og fara í steininn. Svo að þrátt fyrir allt sem af göflum gengur, virðist höfundur hafa það á tilfinning- unni að ekkert sé í ólagi með fólkið. Mest hefur Jakob þó ætlað sér, enda mest færst í fang, þegar hann skrifaði Tyrkja-Guddu. Sennilega hefur Jakob lesið allt sem um hana var að hafa, þjóð- sögur og munnmæli með öðru. Það hefur heldur ekki þurft að vera torsóttur lestur, þar sem Sigurður Nordal hafði gert því efni svo góð skil í grein sinni um Tyrkja-Guddu í Skírni 1927. (Líka Áföngum II). Þar gagn- rýndi hann einkum þjóðsögurn- ar um Guddu, þótti þær afflytja hana heldur en hitt: „Hér hefur einungis verið reynt — segir Nordal — að ryðja burt röngum hugmyndum í því skyni að ímyndunin væri frjáls- ari um það sem mestu máli skiftir í sambúð þeirra Hall- gríms og Guðríðar. Fyrr eða síð- ar verða þau einhverju skálda vorra að yrkisefni, og ætti þó enginn að leggja gálauslega hendur að slíkri sögu svo að síð- ari villan verði argari hinni fyrri“. í munnmælum er það, að syni deyans (þjóðhöfðingjans) í Al- geirsborg hafi litizt svo vel á Guddu, að hann hafi ætlað að taka sér hana fyrir konu. En í raun og veru var Gudda keypt 12. júní 1636 af ekkju Dey (nafn) fyrir 200 ríkisdali; þar af lagði hún 20 til sjálf. Munnmæli segja og, að hún hafi verið blendin í trúnni eftir að hún giftist Hallgrími og hafi dýrkað mahómedanskt „skurð- goð“ er hún hafði út með sér, en Nordal bendir á það að skurð- goða og myndadýrkun öll sé al- óþekkt fyrirbrigði í íslam. Enn segja sagnir, að þessar línur úr Passíusálmunum: formæling illan finnur stað fást mega dæmin upp á það lúti að senu þeirra Ólafs skozka förukarls og Guddu, er varð þegar bærinn Saurbær brann sumarið 1662. Hún hafði neitað honum um skæði, en hann reiðst og hótað að brenna bæinn, hún kvað það tilvinnandi ef hann brynni þar inni, hvað og skeði. En Nordal bendir á að versið í Passíusálmunum sé skrifað rúmu ári áður en bæjarbruninn varð. Jakob notar bæði þessi munn- mæli og önnur, en víkur þeim við í hendi sér eftir þörfum. Hann lætur t. d. Ólaf skozka hafa verið út í Algeirsborg og þar hafa gefið líf sitt til lausnar- gjalds fyrir Guddu — en hatað hana æ síðan. Með þessu móti tekst honum að tengja þáttinn í Algeirsborg föstum tengslum við þáttinn um brunann í Saurbæ, og er það mikil bót, því einn af aðalgöllum Guddu er það hve lauslega þættir hennar — í Vest- mannaeyjum, Algeirsborg, Kaup saman tengdir. í leikriti Jakobs er Guðríður upphaflega hamingjusöm kona í hjónabandi við Eyjólf Jónsson í Vestmannaeyjum. Hann vakir yfir henni og veitir henni hvað sem hún vill. Þegar ógæfan eða refsivöndur drottins fer að löðr- unga hana sitt á hvað, þá elur það upp í henni ótta á annan bóginn en þrjósku á hinn. Hún reynir að bjarga syni sínum með gjöfum til múhamedansks dýr- lings (??) og um langa hríð geymir hún verndargripinn, „skurðgoðið“ þjóðsagnanna, án þess þó að trúa því til nokkurrar hlítar. Hún efast um Krist og hatar hinn refsandi guð krist- inna manna án þess þó að lað- ast að goði þeirra sjóræningj- anna. Hún þráir persónufrelsi og heimför og vill allt til þess vinna að ná því takmarki. Því lætur Jakob hana tefla djarfa skák við Fatímu og son Deyans, sem hann lætur samkvæmt þjóðsögunni verða helzt til hrifinn af þessari norrænu ambátt. Ennn djarfari leik lætur Jakob hana þó leika við Ólaf (skozka): hann elskar hana og getur illa þolað að hún verði ambátt Deyans, en á hinn bóginn er ást hans alltof eigin- gjörn til þess að hann geti af fúsu geði fórnað henni frelsi sínu og keypt hana frjálsa með lausnargjaldi sínu, þótt hann geri það. Eftir það lifir hann fyr- ir það eitt að hefna sín á henni og þeirri hefnd kemur hann fram með bálinu í Saurbæ. Hún aftur á móti veit vel hvað hún er að fara þegar hún storkar honum til þess að kaupa sér frelsi, en það kostar hana nag- andi samvizku allt þar til yfir lýkur með henni og Ólafi í Saur- bæ. Jakob lætur Ólaf skozka for- mæla þeim Guðríði og Hall- grími, þegar hann stígur á heift- arbálið í Saurbæ, en þessar for- mælingar koma fram þegar Hallgrímur veikist af líkþránni. Auk þess að Guðríður kennir sér að sjálfsögðu um það, þá eykur nú einnig á þjáningar hennar með ýmsu móti: sonur hennar og augasteinn ásakar hana fyrir að hafa borið sig, þar sem hann gerir ráð fyrir að erfa líkþrána, en hann var forboð- inn ávöxtur fyrstu syndar þeirra Hallgríms og Guðríðar, líklega getinn áður en Eyjólfur fyrri maður Guðríðar dó. 1 annan stað á Guðríður bágt með að horfa upp á sjúkdómskröm Hallgríms, hún hikar við dyr hans jafnan, en heldur þó inn til hans að lokum. Síðasta þætti leikritsins snýr Jakob upp í helgisögu, og fer ekki illa á því. Fyrst lætur hann hinn unga biskup í Skálholti koma að sjúkrabeði Hallgríms og biðja um blessun hans um leið og hann spáir fyrir hlutverk Passíusálmanna í íslenzku þjóð- lífi. Það verður ljósið frá Saur- bæ, sem lýsa mun komandi kyn- slóðum veg, þar til dagsbrún frelsisins roðar á fjöll. Á hæla biskupsins kemur svo fátæk förutelpa til Hallgríms og biður hann fótfúinn og óhreinan að þvo sér upp úr lindinni þar sem hann hefur laugað sár sín. Svo áhrifamiklar eru þessar líking- arfullu helgisögur, að mér þyk- ir ekkert líklegra en að jafnvel hinir hreinlátustu áhorfendur leikhússins nýja kyngi þessum kristilega sóðaskap með tárum. Þættinum lýkur með því, að þau Hallgrímur og Guðríður bera saman reynslu sína um þjáninguna. Reynsla Hallgríms hefur gert hann að leiðsögu- manni um land þjáningarinnar, en Guðríður þykist ekkert gott hafa lært af henni. Það vill Hall- grímur ekki heyra: hún hafi allt- af, þótt henni væri það um geð, stutt sig í krossburði sínum. Eftir það lýkur leikritinu með því að englakór býður Hall- grím velkominn með Passíu- sálmasöng, og Guðríði er snöggvast leyft, að sjá inn í ljós- ið á bak við tjald eilífðarinnar. Það verður fróðlegt að vita hvenær þetta stórbrotna leikrit kemur á fjalir þjóðleikhússins nýja heima. Líklega hefur mönn um hingað til þótt það of langt og viðamikið — það er í sjö sýn- ingum, til þess að taka það. Vera má líka að samhengi þáttanna sé heldur laust, — því langt er frá því að höfundi hafi tekist að njörfa hér allt saman í einn óleysanlegan hnút eins og Ibsen var vanur að gera. Má og vera að leikurinn nyti sín betur sem kvikmynd. En um hitt er ekki að efast, að hér hefur verið gerð alvarleg tilraun til að skilja og skýra Tyrkja-Guddu, og að þessi Tyrkja-Gudda er lifandi kona og stórbrotin, samboðin sínum synduga og heilaga manni. Um hitt er heldur ekki að vill- ast, að hér eru áhrifamikil at- -riði og sýningar, líklegar til að lifa lengi í íslenzkri leiksögu. En annars mun tíminn og reynslan skera úr því hvernig leikritið fer á sviði í heild sinni. Af útvarpsleikritunum tveim gerist Fjársjóðurinn í íslenzku sjávarþorpi (Djúpavogi), a. n. 1. í skriftastól prests og rekur mig ekki minni til að hafa komið á þann stað fyrr í íslenzkum leik- ritum. En þessi þáttur hefði kannske getað verið dálítið skýr- ari en hann er. Hitt útvarpsleikritið er um Barrabas, þann er lýðurinn í Jerúsalem vildi heldur en Jesúm, þegar þeir áttu þeirra beggja völ hjá Pílatusi. Er leik- þáttur þessi mjög prýðilega sam- inn, og væri vel ef íslenzka út- varpið ætti völ á fleiri slíkum perlum frá höfundum sínum, en mér eru þessar nýjustu leikbók- ! menntir of ókunnar til þess að hafa nokkra meiningu um það. Velvakandi og bræður hans er, eins og áður er að vikið, leik- þáttur skrifaður fyrir skáta, og gerir enga kröfu til þess að vera bókmenntir. Hér hefur þá verið gerð til- raun til að líta á og meta þessa leiki hins upprennandi leikrita- skálds. Virðist mér sannarlega vel af stað farið, og það svo, að mér sýnist ekki betur en Davíð megi vara sig á þessum nýja keppinaut, þótt ekkert þessara leikrita Jakobs sé eins skemmti- legt og Gullna hliðið Davíðs. En um anda þessara leikrita er það að segja, að hann er, eins og vænta mátti af presti, mjög kristilegur, En tæplega er hætt við því að það spilli fyrir verk- unum, því nú virðist kristin- dómur aftur vera í tízku og upp- gangi víðast hvar á Vesturlönd- um. Má segja að nú sé öldin önnur en þegar Jakob var að alast upp milli stríðanna. Hér er ekki hægt að rita neitt um önnur bókmenntaleg afrek Jakobs, en því fer fjarri, að þessi leikrit séu allt sem hann hefur skrifað. Fyrsta bók Jakobs mun hafa verið fræðibók um spíritisma. Framhaldslíf og nútímaþekking, (1934), en lítil eða engin merki þessarar skoðunar sjást í leik- ritum Jakobs og er í því mikill munur á honum og Einar Kvar- an. Þá hefur hann gefið út smá- sögur fyrir börn, Segðu mér sögu (194 ), og barnalærdóms- kver, sem hann kallar Veginn, (194 ). En merkilegust bóka Ja- kobs auk leikritanna mun vera ritgerðarsafn hans, í kirkju og utan (1949), sem ekki mun hafa notið fullra vinsælda vegna þess að hún leit öðrum augum á Atlantshafsbandalagið en meiri hluti þjóðarinnar (eða þirfgsins). En ekkert af þessum bókum hef ég séð þótt ég nefni þær hér til fróðleiks þeim er vilja kynnu að viða að sér þess- um bókum Jakobs prests. íslenzkum myndlistarmönnum boðið sýningarhald í Oslo Norðmenn hafa hug á að fá að kynnast íslenzkri málara-, höggmynda- og teiknilist Sendiherra Noregs í Reykjavík hefur afhent utanríkismálaráð- herra boðsbréf frá stjórn sambands norskra myndlistarmanna, þar sem íslenzkum listamönnum er boðið að efna til opinberrar íslenzkrar listsýningar í Osló. Segir svo í boðsbréfinu m. a.: „Myndlist beggja landa a upp- runa sinn í sameiginlegri menn- ingu fyrir meir en tíu öldum og hefur þróast í samræmi við skap ferli, sem aðbúð og aðstæður hafa skapað í hvoru landi um sig. Allir menntaðir menn í Noregi þekkja vel hina ágætu miðalda- menningu íslands, sem mikill auður gamalla handrita ber vitni um — handrit, sem að frágangi og skreytingum bera miklum listhæfileikum vitni. Öll norska þjóðin stendur í mjög mikilli þakklætisskuld við Island, hið forna lýðveldi í At- lantshafi, sem fóstraði Snorra Sturluson. Noregur væri mjög miklu fátækari að sögu og menn ingu, ef hann hefði ekki skrifað Noregskonungasögur sínar. Allt eru þetta staðreyndir, er sýna það, að gömul sameiginleg menningarkynni hafa jafnan legið til grundvallar fyrir þeirri vináttu, sem Norðmenn ala í brjósti sér í garð frænda sinna, íslendinga. Með tilliti til þessara tilfinn- inga er það skiljanlegt að list- unnendur í Noregi óski þess ein- dregið að kynnast hinni öru þró- un, sem orðið hefur í myndlist á íslandi undanfarna hálfa öld, enda skortir Norðmenn þekk- ingu á þessu nýja framlagi til listarinnar. Með samþykki norsku ríkis- stjórnarinnar leyfir stjórn sam- bands norskra myndlistamanna sér að bjóða íslenzkum mynd- listamönnum að halda sýningu í Osló. Hugmyndin er að sýningin verði helguð málverkum, högg- myndum og teikningum, og að sjálfsögðu er íslenzkum stjórn- arvöldum það í sjálfsvald sett, hvaða listamenn og listaverk þau velja til þátttöku. Vér heit- um því, að gera allt, sem í voru valdi stendur til þess að þessi fyrsta sýníng á íslenzkri list megi fara virðulega fram“. Ríkisstjórnin mun fela mennta málaráði að annast allar fram- kvæmdir í sambandi við þessa fyrirhuguðu sýningu. — Alþbl. 17. febr. Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.