Lögberg - 13.04.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.04.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. APRÍL, 1950 5 4HU6AMÍL CVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÍSLENZK KVENFRELSISHETJA Erindi flutt á fundi Kvenfélags Sambandssafnaðar í Winnipeg, 11. april 1950 af INGIBJÖRGU JÓNSSON Kvenréílindabyliingin Nokkru fyrir síðustu aldamót hófst stórkostleg bylting í heim- inum, sem enn heldur stöðugt afram, en er svo hægfara og friðsamleg, að almenningur ger- ir sér ekki ljóst hvað er að ske; það er hvorki meira eða minna en það, að fullur helmingur mannkynsins er smásaman að hrista af sér kúgunarhlekki alda- gamalla erfðavenja. Konur um allan heim eru að krefjast frels- is og jafnréttis á við karlmenn og hafa nú í mörgum löndum náð, að minsta kosti í orði kveðnu, því takmarki. Fram að þeim tíma að byltingin hófst, voru konur, í raun og veru, ekki taldar til manna. Þær nutu ekki stjórnarfarslegra, réttarfars- legra né atvinnulegra réttinda til jafns við karlmenn; þær höfðu verið ómyndugar frá ó- munatíð. Brautryðjendur Svo máttugar eru erfðavenj- nrnar við að svæfa réttlætismeð- vitund mannanna, að jafnvel honunum sjálfum fanst kúgun þeirra og ófrelsi vera sem eðli- iegur og sjálfsagður hlutur. Ein- staka konur munu þó jafnan hafa verið uppi, er hafa séð og fundið til óréttlætisins í garð mæðra mannkynsins. Svo að segja samtímis rísa upp í mörgum löndum kvenleiðtog- ar> er leituðust við að vekja kyn- systur sínar af hinum langa dvala, og eggja þær fram til að berjast fyrir auknum réttind- um kvenna. Nöfn Carrie Chap- man Catt í Bandaríkjunum, Pankhurst mæðgnana á Bret- landi og fleiri slíkra brautryðj- enda eru ódauðleg í sögunni. Við þetta tækifæri langaði mig til að minnast einhverrar íslenzkrar konu, sem í fylking- arbrjósti stóð í kvenréttindabar- áttunni, og stendur þá næst að minnast vestur-íslenzku kven- fnelsishetjunnar, frú Margrétar Benediktsson, ritstjóra kvenna- blaðsins Freyja, en því miður hafði ég engin söguleg gögn við hendina, ekki einu sinni blað hennar, sem hún gaf út í tólf ár, frá 1898 til 1910, og þykir mér það slæmt. Hins vegar barst mér Minningarrit Kvenrétiinda- félags íslands, og dróg ég sam- an úr því og annars staðar frá efni um hina miklu kvenfrelsis- betju Islands, Bríeti Bjarnhéð- insdóttur. ■Æskuár Hún var fædd 27. september ^56 að Haukagili í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Systkinin voru ^egur, tveir drengir og tvær stúlkur og komu foreldrarnir, Pótt þau væru fremur fátæk, óðrum syninum til æðri mennta; ann Var hinn kunni holds- veikralæknir, Sæmundur Bj arn- heðinsson. Bríet var elzt systkinanna og féll það í hennar hlut, innan fermingaraldurs, að taka að sér forstöðu heimilisins. Móðir henn ar hafði þá misst heilsuna og lá rúmföst árum saman. Mun það hafa verið erfiður skóli fyrir unglinginn, en hún lét ekki bug- ast; þvert á móti efldi sú reynsla hana að þreki, og hún lærði snemma að vera sjálfstæð í hugsun og gjörðum. Bríet var gædd skarpri greind °g óslökkvandi menntaþrá, en vitanlega kom ekki til mála að setja hana til mennta fremur en aðrar alþýðustúlkur þeirra tíma. En hún var að því leyti ólík kyn- systrum sínum að hún tók því ekki þegjandi og með undirgefni að geta ekki svalað fróðleiks- Þorsta sínum. Lestrarnáms naut hún í foreldrahúsum, en það var henni ekki nóg; hún fann sárt til þess óréttlætis, er útilokaði hana og aðrar stúlkur frá æðri menntastofnunum landsins. Sextán ára að aldri, situr hún í gömlu baðstofunni með rúm- fjöl á hnjánum, og er að berjast við að skrifa fyrstu greinina sína, Menntun og réttindi kvenna. Hún hafði þarna fundið köllun sína; upp frá því var hún í engum vafa um hvert hún skyldi stefna, hlutverk hennar var það að bæta lífskjör ís- lenzkra kvenna og afla þeim í öllu jafnréttis við karlmenn. Umrót í þjóðfélaginu Um þessar mundir, 1870, og áratugina þar á eftir greip út- fararhugur mikinn hluta þjóð- arinnar; fólk vildi ekki lengur sætta sig við það harðrétti af völdum verzlunarhafta og nátt- úruafla, er það hafði orðið að þola í aldaraðir. Hundruð manna tóku sig upp og fluttu til Vestur- heims. Útflutningarnir komu miklu umróti á huga fólksins, sem eftir varð; það varð mót- tækilegra fyrir nýjar hugsanir og stefnur. Árið 1874 var haldin 1000 ára minningarhátíð lands- ins. Hún varð einnig til að glæða frelsishugsjónir fólksins og stæla það í sjálfstæðisbar- áttu sinni. Nýir straumar hug- sjóna og áræðis flæddu yfir land ið til yztu annesja, — þjóðin var að vakna. Bríet skilur við átthagana Hin unga stúlka norður í Húna vatnssýslu var hrifnæm fyrir því sem var að gerast. Henni fanst hún verða að komast í i'ylkingarbrj óst frelsisbaráttunn- ar, sem fram undan var; en fyrst varð hún að brjóta sér veg til menntunar og það gerði hún á sinn eigin hátt. Hún gat nú farið að heiman, því móðir hennar var komni til nokkurrar heilsu og systir hennar orðin til léttis við heimilisstörfin. Ryður sér veg til mennta Fyrst réðist hún í vistir og aflaði sér fjár til eins árs veru í kvennaskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Þaðan fór hún aust- ur 1 Þingeyjarsýslu og vann þar við heimiliskennslu á vetrin en heyskap á sumrin. Eins og kunn- ugt er, var bændamenningunni í Þingeyjarsýslu viðbrugðið í þá daga. Margir hinna mikilhæf- ustu manna þjóðarinnar voru ættaðir þaðan. Þingeyingar áttu upptökin að samvinnuhreyfing- unni og hrundu fyrstir af sér verzlunarokinu. — Þar var vor í lofti. Bríet gerði sér sýsluna að nokkurskonar skóla. Hún réði sig á þau heimili, er voru á háu menningarstigi. Hún sat og jafn- an um færi að komast í viðræð- ur við helztu atkvæðamenn sveitarinnar, skáld rithöfunda, þingmenn, embættismenn og menntamenn, og sló þá stund- um í kappræður, einkum um kvenréttindamálið; þótti hin unga stúlka standa vel fyrir máli sínu og gat hún sér orðstír í sýslunni fyrir gáfur og mælsku. Ekki var laust við að sumum findist hún minna vilja tala við kvenfólkið, en ástæðan til þess var vitanlega sú, að til karl- manna var meiri fræðslu að sækja um þær mundir en til kvenna. Hún fylgdist með öllu, sem var að gerast í þjóðmálum og þótti mönnum skemtilegt að tala við hana. Leggur Reykjavík undir sig Nú var komið fram að árinu 1884, Bríet orðin 28 ára og undir búningstímabilinu lokið. Hún leggur nú leið sína suður til höf- uðstaðarins; þar hlaut baráttu- völlurinn að vera. Fólksfjöldi Reykjavíkur var þá aðeins um 4000 mann. Fram til þessa hafði engin kona opinberlega haft ein- urð til að tala eða skrifa um ó- frelsi kvenna. En um þessar mundir birtist í Fjallkonunni' grein, Kvenfrelsi eftir ritstjóra blaðsins, Valdimar Ásmundsson, gáfaðan menntamann. Það gaf Bríetu kjark til þess að fara á fund hans og biðja hann að birta grein eftir sig, sem hann og gerði vorið 1885 og var grein- in, er hét „Nokkur orð um frelsi og menntun kvenna" sú fyrsta blaðagrein, er prentuð var á íslandi eftir konu. í árslok 1887 flytur svo Bríet fyrsta fyrirlestur kvenmanns á íslandi „Um hagi og réltindi kvenna". Þótti þetta uppátæki tíðindum sæta, og undravert að sjálfmenntaður kvenmaður skyldi ráðast í slíkt — og það ung sveitastúlka! En fyrirlestur- inn þótti takast hið bezta. — „Fyrsfa „intellektuel" hjóna- band á íslandi" Næsta ár, 1888, hlotnaðist Bríet ómetanleg aðstoð í kven- réttindabaráttu sinni; þá giftist hún hinum fluggáfaða og mennt aða manni, Valdimar, ritstjóra, Ásmundssyni. Það var margt líkt með þeim; þau áttu sameiginlegar hug- sjónir og áhugamál. Sambúðin við hann varð henni sem æðri skóli. Hann hvatti hana til þess að gefa út Kvennablaðið, og er óvíst að hún hefði ráðist í það, ef hún hefði ekki átt hann að. Hún kunni og að meta aðstoð hans og frábæra hæfileika, og segir sjálf svo frá: „ 1 byrjuninni gat ég borið alt, sem ég var óviss um, undir hann, og verið óhrædd um að hans smekkur og dómur væri á rök- um byggður. Vegna sambúðar- innar við hann kynntist ég betur málum og mönnum en ég ann- ars átti færi á. Eg lærði að líta meiri heildaraugum á allt, verða frjálslyndari og víðsýnni. Ég hafði meiri aðgang að innlend- um og útlendum bókum, blöð- um og tímaritum, lærði betur að skilja sjálfa mig og aðra og komst máske fyrir það á mína réttu hillu. — Meðan hans naut við, vissi ég, að ég gat óhrædd borið allt undir hann, enda töl- uðum við um allt, sem efst var á baugi, og nutum þess í sam- einingu. Skýrðist mér þá allt betur“. Bríet missti mann sinn eftir 13V2 ára hjónaband og vék hún þá að því, um leið og hún flutti lesendum Kvennablaðsins and- látsfregn hans, að hún ætti hon- um að þakka það sem hún hefði komist áleiðis í blaðamenskunni. — Þau eignuðust tvö börn, sem bæði urðu landskunn fyrir marg þætta hæfileika og afrek, hvort á sínu sviði, Laufeyju og Héðinn. Kvennablaðið Bríet hóf útgáfu Kvennablaðs- ins árið 1895. Henni var strax ljóst að hún mátti ekki eingöngu helga blaðið kvenfrelsismálum; þá myndi það ekki ná til nema hinna örfáu kvenna, sem höfðu gert sér grein fyrir þýðingu þess máls. Hún tók því það ráð að gera blaðið sem fjölbreyttast að efni, til skemmtunar og fróð- leiks. „Á þann hátt náði blaðið þeim feikna vinsældum og út- breiðslu er það hlaut, en flutti jafnframt stöðugt og óaflátan- lega boðskap sinn um jafnréttis- mál kvenna, um rétt dætranna til menntunar, engu síður en sonanna, um skyldur konunnar að nota þann rétt, er henni hlotn aðist. — Ungu, íslenzku sveitastúlk- urnar og konurnar biðu margar hverjar með óþreyju í hvert skipti eftir næsta tölublaði Kvennablaðsins, það var þeim eins og gluggi, sem þær horfðu út um í fásinninu heima fyrir, gluggi, sem sneri að umheimin- um, sýndi þeim hvað var að ger- ast, en hjálpaði þeim jafnframt til að skilja betur einhver und- arleg umbrot og óljósar þrár í sjálfum þeim. — Áhrif Kvennablaðsins á hugs- unarhátt íslenzkra kvenna, ein- mitt þeirra, sem nú ber ef til vill hvað mest á í íslenzku þjóð- lífi, verða aldrei reiknuð út né tölum talin, það eitt vitum við, að þau voru mikil“. Þessa viðurkenningu gefur hin gáfaða kona, Aðalbjörg Sig- urðardóttir, Kvennablaði Bríet- ar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindasamtök kvenna Skömmu fyrir aldamót fóru konur víðsvegar í heiminum að koma á fót kvenfélögum og kvenfélagasamböndum, s e m höfðu kvenréttindamálið ein- göngu á stefnuskrá sinni. Sú hreyfing hófst í Bandaríkjunum og barst síðan til Evrópu. Full- trúar frá kvenréttindafélögum Bandaríkjanna og Norðurálfunn ar héldu allsherjar þing í Berlín 1903 og stofnuðu þá hið heims- kunna kvennasamband, Inter- national Woman Suffrage Al- lance. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hafði vakandi auga á því, sem var að gerast í útlöndum, enda fóru brátt bréf að streyma til henn- ar, einkum frá forstöðukonu og fyrsta stofnanda þessa félags- skapar, Mrs. Carrie Chapman Catt í New York, um það að stofna kvenréttindafélag á ís- landi. Frú Bríet tók sér nú ferð á hendur árið 1904 til Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur til þess að kynna sér þessa hreyfingu. Frú Bríet var gædd frábærum námsgáfum og hafði lagt kapp á að læra erlend tungumál. Kom þetta henni nú að miklu gagni og flutti hún ræður og erindi á Norðurlöndum og gat sér mik- inn orðstír. — Fyrir áskoranir frá konum utanlands, sótti hún svo Alþjóðakvennaþingið, sem haldið var í Kaupmannahöfn sumarið 1906. Þegar heim kom, ritaði hún um kvennasamtök þessi og hvatti konur til þess að stofna kvenréttindafélag á Is- landi og ganga í Alþjóðasam- bandið. Ennfremur átti hún tal af ýmsum konum í Reykjavík um málið; þær boðuðu til fund- ar með þeim árangri að Hið ís- lenzka Kvenréttindafélag var stofnað 27. janúar 1907, og var frú Bríet kjörin formaður þess. Hinn mikli sigur 1908 Ekki leið á löngu þar til á- hrifa hins nýja félags gætti, og það á eftirminnilegan hátt. Sam- kvæmt bæjarkosningalögum, sem gengu í gildi 1. janúar 1908 fengu konur almennan kosninga rétt og kjörgengi í bæjarmálum. Nú ákvað Kvenréttindafélagið að beita sér fyrir kosningum kvenna í bæjarstjórn Reykja- víkur. Fyrst leituðu þær sam- vinnu við karlmenn, en hún brást. Þá leituðu þær samvinnu við önnur kvenfélög í bænum og hún fékkst og kvennalisti var settur upp. Þá kusu þær kosn- inganefnd, skiptu bænum í 30 hverfi, skiptu með sér verkum og gengu hús úr húsi til að leita fylgis kjósenda. Ennfremur héldu þær fjóra stórfundi með fræðandi fyiárlestrum. — Árang urinn var sá, að af 15 sætum náðu konur fjórum og var frú Bríet ein af þeim. „Ég var heima hjá mér“, ritar frú Bríet, „þegar frú Jónassen símaði kosningaúrslitin til mín, og ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. En mikil var gleðin yfir úrslitunum. — Auðvitað gerðum við okkur glaðan dag eftir þessa bardagaskorpu. — Var það glaðvær hópur kvenna, sem kom saman hjá frú M. Zoega kvöldið eftir í borðsaln- um á hinu skemmtilega Hótel Reykjavík, og sátum við þar í mesta fagnaði og ræðuhöldum fram yfir háttatíma.“ Kvenréttindafélagið var nú rétt eins árs gamalt og hafði það verið vel að verki. — Hert á sókninni; frú Bríet leggur land undir fót Enn höfðu konur ekki fengið kosningarétt og kjörgengi til al- þingis. Nú var um að gera að herða á sókninni. Nú var tíminn kominn til að víkka verksviðið, að ná til íslenzkra kvenna til sjávar og sveita og fá þær til að bindast samtökum um kvenrétt- indamálið. Sumarið 1908 ferð- aðist frú Bríet víða um landið, þótt samgöngur væru erfiðar; flutti ellefu fyrirlestra um kven- iréttindamál og stofnaði sam- bandsdeildir. „Fyrirlestrarnir voru víðast hvar vel sóttir. Marga fýsti að sjá og heyra rit- stjóra Kvennablaðsins tala. Hún var búin að undirbúa jarðveg- inn og vinna traust og álit margra kvenna. Hún kom, sá og sigraði. Mörgum fanst að hér væri á ferð óvenjuleg kona, að- sópsmikil og mælsk, gáfuð, menntuð og kjarkmikil, — sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. — Allir fundu að frú Bríet talaði eins og sá, sem vald hafði. Margar konur snerust til fylgis við hana. Þær skildu, að hún var ekki að vinna fyrir sig, heldur alla kvenþjóðina. — — öðrum fanst hún „ókvenleg“, ekki sízt karlmönnum, sem lítið var um það gefið, að konur seildust inn í þeirra verkahring, og jafnvel óttuðust, að þær myndu taka völdin í sínar hend- ur. Heima fyrir voru harðar rimmur háðar út af fyrirlestrum og skrifum frú Bríetar um jafn- réttismálin“. (Védís Jónsdóttir). Um sama tíma var undirbúin áskorun til alþingis um kven- réttindamálið og söfnuðust 12000 undirskriftir og þótti það há tala. Ólga í sljórnmálunum Þetta ár, 1908, varð mikil ólga í stjórnmálum landsins út af samningsuppkastinu við Dani. Frelsis- og sjálfstæðisþrá þjóð- arinnar logaði upp úr, í barátt- unni við hið erlenda vald. Það varð til þess að frelsiskröfur kvenna fengu betri áheyrn og fleiri fylgjendur, en annars hefði orðið. Kvenréttindamálið hafði og jafnan átt sér forvígis- menn meðal karlmanna; verða hér aðeins nefndir nokkrir: Valdimar Ásmundsson, er fyrst- ur ritaði blaðagrein um málið; Páll Briem, er flutti fyrstur fyr- irlestur um það; skáldin Þor- steinn Erlingsson og Matthías Jochumsson og Skúli Thorodd- sen, er flutti á hverju þingi til- lögur um að konum væri veitt full borgaraleg réttindi. Sigur að lokum Réttindamál kvenna voru nú komin inn á dagskrá þings og þjóðar. Árið 1911 flutti Hannes Hafstein, ráðherra, frumvarp til laga um að konum væri veitt- ur réttur til allra skóla, nám- styrkja og embætta með sömu skilyrðum og og karlmenn; það varð að lögum. Og árið> 1915 flutti Einar Arnórsson kven- réttindamálið fram til sigurs á Alþingi. 19. júní það ár fengu íslenzkar konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Varð ís- land þannig með fyrstu löndum heimsins til að veita konum póli- tískt jafnrétti. Starfinu ekki lokið Djúp fagnaðaralda hreif nú hugi allra þeirra, sem fyrir þessu máli höfðu barist, en starfi Brí- etar Bjarnhéðinsdóttur og fé- lagssystra hennar var ekki lokið. Enn voru konur yfirleitt hlé- drægar og höfðu sig lítt í frammi í stjórnmálum“. Frú Bríet þreytt ist aldrei á að brýna fyrir þeim, að notfæra sér fengin réttindi. Jafnframt pólitískri starfsemi sinni, blaðamensku og fyrir- lestrarhöldum beitti frú Bríet sér mjög fyrir skólamálum og sat í skólanefnd Reykjavíkur 19 ár. Kom hún á ýmsum umbót- um varðandi heilsuvernd barn- anna og var jafnan skelleggur málsvari kven-kennaranna. — Laufey, dóttir hennar, varð fyrsta stúlkan, sem tók stúdents- próf við Menntaskólann í Reykjavík. Kvenréttindafélag I s 1 a n d s, undir forustu frú Bríetar, hélt áfram starfi sínu, því mörg voru umbótaverkefnin. Af hin- um sterka stofni þess spruttu margar greinar — mörg önnur félög: Verkakvennafélagið Fram sókn, Barnaleikvallastarfsemin, Vinnumiðlunarstöðin, Lestrar- félag kvenna, Mæðrastyrks- nefndin, Mæðrafélagið og Minn- ingar- og Menningarsjóður kvenna. Fáir verða spámenn í sínu föðurlandi Aldurinn var nú farinn að fær ast yfir frú Bríeti og ætla mætti að hún færi nú, persónulega, að uppskera nokkur laun fyrir það mikla starf, er hún hafði int af hendi, en nú skeður hið óskiljan- lega: hún er svipt því vopni, sem bezt hafði dugað henni í hinni löngu baráttu hennar. Vegna skorts á fjárhagslegum stuðn- ingi, verður hún að hætta við að halda úti blaði sínu. Um þetta segir frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir: „Það er átaxanlegt tákn hinn- ar hörðu baráttu, er frú Bríet háði, að hún skyldi verða að hætta að gefa Kvennablaðið út eftir 25 ár, strax og íslenzkar konur höfðu fengið öll pólitísk réttindi við karlmanninn". En ekki lét frú Bríet þetta á sig fá, og í kosningunum 1926 bauð hún sig fram til Alþingis. Hún var þá sjötug og var ný- komin af sjúkrahúsi. „En þeir sem heyrðu til hennar á lands- málafundum, urðu hvorki varir við elli né lasleika. — Fjör henn- ar, kraftur og áhugi, að ó- gleymdri þekkingunni á þeim málum, sem hún talaði um, setti hana altaf í fremstu röð meðal ræðumanna“. (A. S.). En konur sameinuðust ekki um hana eins og hún þó átti von og heimting á, því engri einni konu áttu þær meir að þakka en henni. — Vonbrigði hennar voru sár, enda segir dóttir henn- ar: „Var þá móðir mín þreytt og vonsvikin og lét af formensk- unni í Kvenréttindafélaginu“. — Þá tók Laufey dóttir hennar við forustunni í félaginu, en frú Bríet var kjörin heiðursformað- ur þess. „Sagan mun lengi geyma nafn hennar" En það var langt frá því að frú Bríet settist í helgan stein, hún var hugsjónum sínum og áhugamálum trú til æviloka. Haustið 1932, þá 76 ára, fór hún hringferð kringum landið í er- indum Kvenréttindafélagsins. Var það hin mesta svaðilför, því hún lenti í verstu veðrum bæði á sjó og landi, en hún bar sig að venju eins og hetja. Eitt af áhugamálum frú Bríet- ar var, að stofna sjóð til þess að styrkja fátækar, gáfaðar ungar stúlkur til mennta. Eftir lát frú Bríetar var þessi sjóður stofn- aður til minningar um hana og nefndur Menningar- og Minn- ingarsjóður kvenna. Á skömmum tíma er sjóður- inn orðinn ótrúlega stór og byrjað að úthluta úr honum styrkjum, og tekur þetta af öll tvímæli um það, að þrátt fyrir deildar meiningar um ævistarf frú Bríetar meðan hún enn lifði, lærði þjóðin innan skamms tíma að meta að verðleikum hið um- svifamikla og þjóðnýta æfistarf þessarar stórbrotnu og sérstæðu konu, sem verður því frægari í sögunni sem aldir líða. Mjög andrík heldri kona átti eitt sinn tal við nokkra karl- menn. —Eg*játa það, sagði hún, — að kvenmenn eru yfirleitt hé- gómlegri en karlmenn. Til dæm- is sé ég að hálsbindið er skakkt á þeim laglegasta ykkar. Það gæti aldrei komið fyrir hjá okk- ur kvenfólkinu. Fimm karlmenn voru viðstadd ir og allir gripu þeir til háls- bindisins.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.