Lögberg - 01.06.1950, Side 2

Lögberg - 01.06.1950, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. JÚNÍ, 1950 Hátíðleg opnun þjóðleikhússins í fyrrakvöld ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ var vígt og opnað með hátíðlegri athöfn í fyrrakvöld að viðstöddu fjöl- menni boðsgesta, þar á meðal forsetafrúnni, handhöfum for- setavaldsins í fjarveru forset- ans, ríkisstjórn, erlendum sendi- herrum og fulltrúum leikhúsa á Norðurlöndum og írlandi, þing- mönnum, borgarstjóra og bæjar- ráði, fulltrúum ýmissa félags- samtaka, stofnana, leikfélaga og fleirum. Var athöfn þessi öll hin virðulegasta, og var henni útvarpað. „Þjóðskóli". Athöfnin hófst með því, að hljómsveit lék þjóðsönginn und- ir stjórn dr. Páls ísólfssonar og risu allir leikhússgestir úr sæt- um sínum. Þá flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason stutta ræðu, lýsti tilgangi þjóðleikhússins og kvað það meðal annars eiga að verða þjóðskóla og upphaf nýrar sókn- ar á sviði skáldskapar og ann- arra fagurra lista; það ætti að kynna þjóðinni þau listaverð- mættit sem íslenzk leikritaskáld hefðu þegar skapað og það ætti að verða íslenzkum rithöfund- um hvöt til að auka þau verð- mæti með nýjum, þjóðlegum listaverkum á því sviði. En um leið ætti það einnig að verða útsýnisturn, þar sem leikhús- gestum gæfist þess kostur að líta það bezta, sem fram hefði komið á hverjum tíma í leiklist um heimsins og kæmi þar fram nú og í framtíðinni. Brautryðjenda minnzt. Næstur tók til máls Hörður Bjarnason skipulagsstjóri, en hann er formaður byggingar- nefndar þjóðleikhússins. Rakti hann forsögu og sögu byggingar- innar í stórum dráttum og minnt ist einkum þeirra tveggja manna, sem þar hefðu, að öðr- um ólöstuðum, mest afrek unn- ið, en það væru þeir Indriði heit- inn Einarsson rithöfundur og prófessor Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, sem borið hefði þyngstar byrðar hinna raunverulegu framkvæmda. Kvað hann prófessorinn hafa tekið miklu ástfóstri við bygg- inguna, en því miður gæti hann ekki verið viðstaddur nú, sök- um sjúkleika. Um bygginguna væri það að segja, að hún lofaði meistarann og þá, sem þar hefðu lagt gjörva hönd á verkið; ó- hætt mundi að fullyrða, að þjóð- leikhúsið stæði sízt að baki full- komnustu leikhúsum í Norður- • álfu og því bæri að flytja braut- ryðjendum málsins og húsa- meistaranum sérstakar þakkir við þetta tækifæri. Þá minntist formaður bygg- ingamefndar einnig. á veglegar gjafir, sem bókasafni þjóðleik- hússins hefðu borizt: stjórn þess Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Speelaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS , K. Chrlitle, Proprlctress Formerly wlth Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Meðal boðsgesianna voru sendiherrar erlendra ríkja og fullirúar frá leikhúsum nágrannalandanna fengi nú í hendur leikritasafn og handrit Indriða Einarssonar, auk þess væri safnið aukið með bókagjöf frá Leikfélagi Reykja- víkur á 50 ára afmæli þess og gjöf frá British Council. En lang merkasta gjöfin væri þó lögð fram af safnverði stofnunarinn- ar, Lárusi Sigurbjörnssyni, eða um 3000 bindi leikbókmennta, sem telja mætti einstakt í sinni röð. Þjóðin hefur fengið leikhús. Síðan afhenti formaður bygg- ingarnefndar menntamálaráð- herra, Birni Ólafssyni, húsið, en hann þakkaði. Sagði hann bjart- sýni, hugrekki, þolgæði og snilli hafa byggt þetta hús; þrátt fyr- ir alla örðugleika og tafir hefði þjóðin aldrei glatað voninni um að eignast leikhús, er væri lista- mönnum hennar samboðið. Nú væri vonin að rætast, þjóðin hefði fengið leikhús, hátt til lofts og vítt til veggja, sem verða ætti hof íslenzkrar leikmenningar. Lýsti hann því síðan yfir í lok ræðu sinnar, að þjóðleikhús ís- lendinga væri tekið til starfa. Ræða þjóðleikhússtjóra. Þá tók þjóðleikhússtjóri, Guð- laugur Rósinkranz til máls. Gat hann þess, að enda þótt íslenzkri leiklist væru nú sköpuð æskileg skilyrði til þróunar og fullkomn unar, væri það ekki nóg; til þess þyrfti fyrst og fremst hinn innri eld og ástina á starfinu, en það væri reynt að fólk með þessa eiginleika hefði náð ótrúlega langt, jafnvel við hin erfiðústu skilyrði. Minntist hann á hinn mikilsverða grundvöll, sem Leik félag Reykjavíkur hefði lagt að starfi þjóðleikhússins með leik- starfsemini í Iðnó og ræddi í því sambandi meðal annars um tvo frumherja þaðan, sem enn störf- uðu að þessari listgrein og kæmu nú fram á sviði þjóðleikhússins, þau Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson. Að lokinni ræðu þjóðleikhús- stjóra lék hljómsveitin hátíða- forleik eftir dr. Pál ísólfsson og undir stjórn hans. Þá flutti Tóm- as Guðmundsson skáld hátíða- ljóð, en síðan hófst forleikur að Nýjársnóttinni eftir Á r n a Björnsson tónskáld, en dr. V. Urbantchitsch stjórnaði hljóm- sveitinni og að forleiknum lokn- um hófst sjálf hátíðarsýningin á þessum glæsilega sjónleik Ind- riða Einarssonar, undir stjórn Indriða Waage. Vakti sú sýning mikla hrifningu og ætlaði lófa- klappinu aldrei að linna að leiks lokum. Og Arndís var meðl Sá óvænti atburður gerðist í sambandi við þá sýningu, að Arndís Björnsdóttir lék þarna hlutverk sitt, eins og ekkert hefði í skorizt, þrátt fyrir meiðsl in, sem hún hlaut á dögunum. Var hinni vinsælu leikkonu á- Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainingImmediately For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG kaft fagnað af leikhúsgestum, og ekki gætti neinna þjáningar- merkja á leik hennar, enda þótt hún sé enn sjúklingur eftir slys- ið. Árnaðaróskir og gjafir. Að lokinni leiksýningu flutti Valur Gíslason leikari ávarp frá Félagi íslenzkra leikara og , af- henti þjóðleikhúsinu að gjöf málverk af Sigurði Guðmunds- syni listmálara, en Þorsteinn Ö. Stephensen flutti kveðju frá Leikfélagi Reykjavíkur og til- kynnti gjöf þess til hússins, ljós- myndir af fimm helztu leiklist- ar frömuðum Islendinga, þeim Stefaníu Guðmundsdóttur, Árna Eiríkssyni, Kristjáni Þorgríms- syni, Gunnþórunni Halldórs- dóttur og Friðfinni Guðjónssyni. Þá komu fram erlendir full- trúar og færðu þjóðleikhúsinu árnaðaróskir og gjafir góðar. Torgeir Andersen-Rysst, sendi- herra Norðmanna, afhenti þjóð- leikhússtjóra tvo fagra blóm- vendi og tilkynnti gjöf norskra leikara, norskan þjóðbúning, Pousette sendiherra Svía, flutti kveðjur frá leikhúsunum í Stokkhólmi og afhenti þjóðleik- hússtjóra forkunnar vandaðan fundahamar úr silfri. Mr. Blythe flutti kveðjur og árnaðaróskir Abbeyleikhússins í Dylfinni; Djuurhus bar kveðjur "Færey- inga; Paul Reumert kveðjur og heillaóskir frá konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn og kvað Samband danskra leikara hafa ákveðið að gefa þjóðleik- húsinu höggmynd af frú Önnu Borg Reumert og að lokum af- henti Kornerup-Hansen stóran vasa frá Hindsgavl. Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri þakkaði gjafirnar og árnaðaróskirnar og las um leið upp heillaóskaskeyti frá Sveini Björnssyni forseta, sem nú dvelur erlendis sér til heilsu- bótar. Var því tekið með dynj- andi lófaklappi . Að þessu loknu risu menn úr sætum og gengu niður í þjóð- leikhússkjallarann, en þar voru veitingar frambornar. Alþbl. 22. apríl HANN GAF BLINDUM SYN LOUIS BRAILLE, SONUR FRANSKS SÖÐLASMIÐS, FANN UPP HENTUGASTA BLINDRALETRIÐ. Braille-kerjið varð hornsteinn blindramenntunar í heiminum.— Þegar jyrir aldamót var najn höjundarins kunnugt um allan heim og bundið við kerji hans, og upplýsingar um það að jinna í helztu orðabókum heims. Á vor- um dögum kemur það jajnvel kínversku, blindu jólki að not- um, og Braille-bækur og tímarit koma út mánaðarlega í mörgum löndum heims. Brjóstlíkan aj Louis Braille hejir verið sett jyrir jraman söðlasmíðaverkstæðið gamla í Coupvray. 1 augum á jlestum brjóstlíkönum virðist ekkert líj. En listamanninum, sem bjó til líkanið aj Louis Braille, hejir tekizt að móta það þannig, að úr þeim geislar mildi heilags Franz jrá Assisi. ÞAÐ VAR ÁRIÐ 1812 í franska smáþorpinu Coupray. Lítill drengur, með brún, skær augu, var að leika sér í vinnu- stofu föður síns, en hann var söð- lasmiður. Allt í einu greip dreng- urinn tvo oddhvassa ali og hljóp út með þá, en hann hnaut á hlaupunum, og meiddist svo al- varlega, að hann missti sjón á öðru auga — og varð brátt al- blindur. / Þorpsbúar voru honum góðir. „Þarna kemur Louis litli,“ sögðu þeir, er þeir heyrðu hann þreifa fyrir sér með litla prikinu sínu. Þarna sló hann með prikinu sínu svo og svo mörg högg í tréð, sem hann sat undir og hvíldi sig, og svo mörg við mörg við tjörnina, þar sem hann sat og vinir hans skemmtu sér við leiki. Með svo og svo mörgum höggum gat hann gefið sitt af hverju til kynna. Þegar hann löngu seinna var búinn, eftir langa baráttu og erfiðleika, að fullkomna lestrar- og skriftarkerfi sitt fyrir blinda, kallaið hann það „kerfi smá- högganna“. Blindraletrið gamla. Þegar Louis var tíu ára fór hann í blindraskóla í París (Institution Nationale des Jeunes Aveugles). Stofnandi hennar, Valentin Haup, einn af frum- herjum þeim, sem kenndu hin- um blindu — kenndi Louis staf- rofið, með því að láta fingur hans þreifa um 26 stafi blindrastaf- rófsins, gerða úr trjágreinum. Þegar Louis var búinn að læra að þekkja stafina fékk hann í hendur bækur, sem í voru stafir úr klæði, sem límdir voru á blað- síðurnar. Hver stafur var um þriggja þumlunga hár og tveir á breidd. Þetta var svo erfitt, að í rauninni voru engar vonir bundnar um framtíð þessa kerf- is. Ævintýrið um „refinn Reyn- ard“ til dæmis var í sjö þykkum bindum og vóg hvert þeirra 8 pund. Þegar Louis var 14 ára var einn nemandanna að þreifa á prentuðu spjaldi og fann á því ójöfnur, þar sem letrið hafði grafizt djúpt inn í pappírinn. Þetta vakti Louis til tunhugsun- ar og hann hljóp þegar .til kenn- ara síns og sagði honum frá þess- ari uppgötvun. Og hann byrjaði framleiðslu upphækkaðra bók- stafa hreyfanlegs letur. En bók- stafirnir urðu að vera að minn- sta kosti þumlungur á hæð og það var mikið verk að búa til „bók“ úr því, og seinlegt og þreytandi að fást við lestur þeir- ra, ekki sízt fyrir þá, sem vildu læra sem mest, eins og Louis, og á sem skemmstum tíma. Louis jær mikla hugmynd Þegar Louis óx upp varð hann æ leiðari yfir vanþekkingu sinni og eitt sinn, er hann kom heim, ræddi hann þetta við föður sinn. „Engir menn eru eins vansælir og hinir blindu,“ sagði hann. „Hérna get ég þekkt fuglana á kvaki þeirra og ég get þreifað mig áfram að húsdyrunum. En getur heyrn og tilfinning aldrei opnað mér víddir aukinnar þekk ingar? Aðeins bækur geta leyst hina blindu úr viðjum. En það eru ekki neinar bækur fyrir hina blindu, sem nokkurs virði eru.*' Dag nokkurn fékk hann mikla hugmynd. Hann ætlaði að finna upp táknmál fyrir hina blindu. Hvert tákn átti að merkja ákveð- ið orð eða setningu. Kannske var þarna leiðin, svo að hinir blindu gætu jafnvel lært að skrifa. Hann reyndi að búa til táknmál, bjó til þríhyrninga, ferhyminga og hringa o. s. frv., mismunandi á ýmsa vegu, og hvert tákn hafði sína merkingu. Hann bjó þetta til úr afgangsleðri, sem hann fékk hjá föður sínum. En þetta reyndist ekki hagkvæmt og fram kvæmanlegt. Louis verður kennari blindra. Tíminn leið og Louis var orð- inn kennari í blindraskólanum í París. Eitt sinn sat hann í kaffi- stofu þar í borginni ásamt vini sínum, og hlustaði eins og við- utan á vin sinn lesa upphátt úr fréttablaði. Hann var að lesa um höfuðsmann í franska hernum, sem hafði búið til kerfi til skrift- ar og lesturs, með upphækkuð- um deplum og strikum, til að lesa mætti í myrkri. Þannig mætti senda orðsendingar, er lesa mætti í myrkri án þess að kveikja ljós, — lesa með áþreif- un. Það var eins og Braille vakn- aði af draumi. Hann fór að berja í borðið með fingurgómunum og gerðist all hávær. „Herra Braille, herra Braille,“ sagði veitingamaðurinn, sem gengið hafði til hans, „þér ónáð- ið gesti mína.“ „Eg bið afsökunar,“ sagði Braille auðmjúkur. „En ég hefi leyst gátuna miklu, sem virtist óleysanleg, leyst hið mikla vandamál, að gefa blindum sýn.“ Dagin neftir fór hann ásamt vini sínum á fund hins franska höfuðsmanns, Charles Barbier. „Viljið þér ekki útskýra fyrir mér,“ sagði Braille við hann, „næturlestrarkerfi yðar? Hinir blindu munu ávallt halda minn- ingu yðar í heiðri.“ Stajir myndaðir með götum í pappír. Braille reyndi að útlista fyrir honum, að inni í myrkur hinna blindu bærist aldrei sú birta, sem bækurnar veita. „Þetta er í rauninni deginum ljósara“, sagði höfuðsmaðurinn, „að þetta gæti orðið ráð til úr- bóta“. Og svo fór hann að útlista fyr- ir honum kerfi sitt, sem var ætl- að til þess að komá áfram mikil- vægum dulmálsorðsendingum. Hann sagðist nota al og stinga með honum stafi í þykkan papp- ír, ekki alveg í gegn, en þó svo, að smáhnúður eftir oddinn væru áþreifanlegir hinum meginn. Þannig var búið til einfalt dul- mál, til notkunar í hernum. Ein stunga merkti: Sækið fram, tvær stungur: Hörfið undan, og svo framv. Og höfðusmaðurinn var ekki frá því, að hægt væri að byggja á þessu víðtækt kerfi. „Það er gerlegt“, hrópaði Braille. „Leyfið mér að vera fyrst ur hinna blindu í heiminum til þess að þakka yður“. . . . Fullkomnun á jimm árum. Braille unni sér engrar hvíld- ar, fyrr en hann hafði fullkomn- að kerfi á grundvelli þessarar uppfinningar, og eftir fimm ára þrotlaust starf og eftir að hafa sigrast á mörgum erfiðleikum, kom fyrsta Braille-bókin út. Á þessum tíma átti Braille við erf- ið veikindi að stríða, sem að lok- um drógu hann til dauða, 43 ára gamlan. Mörgum mun finnast, að vegir forsjónarinnar séu órann- sakanlegir, er þeir hugleiða, að við að fullkomna þetta kerfi sitt notaði Braille al, sama verkfær- ið og blindaði hann, er hann var drengur. Braille fann upp 63 tákn, sem nota mátti, auk tákna fyrir hvern bókstaf stafrófsins, sem samtengingar, greinarmerki og í stað stuttra orða eins og „og“ „fyrir“ os.sfrv. Þegar Braille var 27. ára (1836) hafði hann valið kafla úr ritum John Miltons til að sýna gildi kerfis síns, og fannst hon- um það viðeigandi, að velja ein- mitt úr verkum þessa mikla, blinda skálds. í fyrirlestri um kerfi sitt í Blindrastofnuninni fyrir kennurum sínum og nem- endum, sýndi hann hvernig hann gat „skrifað“ hér um bil eins hratt og lesið var fyrir, og því næst las hann það, sem hann hafði skrifað með sama hraða og sjáandi maður les. Hann mætir mótspyrnu. En félagar hans voru afbrýði- samir og sögðu, að hann hefði lært kaflana úr verkum Mills ut- an að. Braille fór því næst fram á það við Franska Akedemíið, að hann fengi að gera grein fyrir kerfi sínu, og vonaði hann, að vegna álits þessara menningar- stofnunar myndi það hafast fram, að kerfið yrði tekið í not- kun í blindraskólum almennt. En beiðni hans var hafnað á þeim grundvelli, að hinir blindu fengju næga þjálfun og menntun með gamla kerfinu. En nemendurnir í Blindra- stofnuninni báðu Braille þess með leynd, að hann kenndi þeim. Hann gerði það -- og meira. Hann bjó til reikningstákn, og kenndi þeim að reikna dæmi. Hann fann þar næst upp og full- komnaði nótnakerfi og varð leik inn organisti sjálfur. Það var ekki fyrr en hann var að fram kominn, að hann fékk vitneskju um, að kerfi hans hefði Dánarfregn Snæbjörn Einarsson var fædd ur 20. okt. 1881 að Firði í Skálm- arnesmúla í Barðastrandasýslu. Hann dó þann 2p. maí s.l. eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hans voru hjónin Einar Guð- mundsson og Halldóra Gísladótt ir frá Múla. Hann misti móður sína þegar hann var árs gamall og var þá tekinn til fóstu'rs af föður-ömmu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur á Múla og þar var hann til 17 ára aldurs. Snæ- björn fór til Canada einn síns liðs árið 1898. Hann vann í fleiri ár hjá Skúla Sigfússyni og Jó- hanni Halldórssyni, hér á Lund- ar-bygð. Hann byrjaði snemma að verzla fyrir sjálfan sig og var við kaupsýslu alla sína ævi, stundum einn og stundum í fé- lagi með öðrum. Snæbjörn varð fyrsti maður til að byggja hér á Lundar verzlun og íbúðarhús. Elzti sonur þeirra hjóna var fyrsta barnið fætt í þorpinu. Hann giftist þann 6. des. 1906 eftirlifandi konu sinni, Guðríði Magnúsdóttur Gíslason. Þau voru frumbyggjar þessa bygðar og koma víða við sögu. Kring- umstæður voru oft erfiðar á þeim árum. Þau skutu skjóli yfir margan vegfaranda. Margir minnast með þakklæti góðra og skemtilegra viðtaka á heimili þeirra. Þau eignuðust tíu börn, sem öll eru á lífi og tóku að sér einn dreng til fósturs. Magnús Óskar að Riverton, Man. er þeirra elztur, þar næst er Ólafur Jóhann, Fort William, Ont.; Halldór Einar að Lundar; Mrs. G. Bergquist, Prince Albert Alt.; Carl Valdimar að Lundar; Leifur Jón á Lundar; Mrs. L. O. Farrell, Hudson Bay Junction, Man.; Mrs. C. Southern Ship- man Sask.; Mrs. O. Husdal, Lundar Man.; Mrs. A. Johnson, Ashern Man. og yngsta barnið Dennis Caryle heima hjá móð- ur sinni. Snæbjörn heitinn var kurteis í allri framkomu, hóg- vær, góður að lynda við kærleiks ríkur heimilisfaðir og sér í lagi barngóður. Jarðarförin fór fram frá Lút- ersku kirkjunni á Lundar þann 25. maí s.l. að miklu fjölmenni viðstöddu. Séra Jóhann Fred- riksson jarðsöng. sigrað. Einn nemenda hans, ung frönsk stúlka, lék á píanó fyrir tígnarfólk í París, og í lok hljóm- leikanna ætlaði lófatakinu aldrei að linna. Hún þreifaði sig áfram fram á sviðið og lyfti hægri hönd sinni, eins og til þess að biðja menn um að hætta að klappa. „Herrar mínir og dömur, vinir mínir, ég bið ykkur að klappa ekki fyrir mér, heldur fyrir manni, sem er að deyja . . . “ Og svo sagði hún frá því, hvernig Braille hafði kennt henni að lesa bækur og nótna- bækur. Barátta við þröngsýni. „Hann hefir ekki aðeins veitt blindum sýn yfir hinn bjarta heim bókmenntanna, hann hefir líka gert þeim kleift að geta iðk- að músík, og gleðjast yfir töfr- um hennar. ..." Og hún sagði frá baráttu hans, hvernig allar tilraunir hans til fá kerfið viðurkennt hefðu strandað á þröngsýni og afbrýði- semi, eða mótspyrnu þeirra, sem högnuðust á því, að gamla kerfið væri áfram notað, en annað nýtt og fullkomnara kæmi ekki í þess stað. Þegar frá þessu öllu var sagt í blöðnunum varð stjórn stofn- unarinnar að lúta í lægra haldi, því að gremja almennings var mikil yfír afstöðu hennar. Loks var þá sigur unninn. Vinir Braille komu til hans, þar sem hann lá í rúminu, og sögðu hon- um frá öllu, sem gerst hafði. „Þetta er í þriðja sinn, sem ég hefi ekki getað varizt gráti,“ sagði hann „í fyrsta sinn var það, þegar ég varð blindur, í annað skipti, er ég frétti um kerfi höf- uðsmannsins, og nú, er ég veit; að ég hefi ekki til einskis lifað“. Vísir, 26. apríl.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.