Lögberg - 01.06.1950, Page 4

Lögberg - 01.06.1950, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. JÚNI, 1950 HÖQtjrrg Qt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA tanafikrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, t'HONE 21 804 •íorr EINAR P. JÓNSSON MAN. R' Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram ‘Löifberr -r «ed and publiehed by The Columbia Presg Ltd 695 Sartrent wenue. Winnipeg. Manitoba, Canada. t uthorized a? Seonnd Class Mail, Post Office Department. Ottawa Hið mikla viðreisnarstarf Nú hefir áflæðinu í Manitoba svo skipast til betra vegar, að megin hættan sýnist nú um garð gengin; árn- ar eru jafnt og þétt að þokast í sitt eðlilega horf, en all stór landflæmi í Suðurfylkinu, sem fram til skamms tíma voru svo að segja með öllu í kafi, þorna nú óðum vegna hagstæðs veðurfars, þar sem sól og svali taka höndum saman; vítt um fylkið eru sumarannir við land- búnaðarstörf fyrir nokkru hafnar, því svo er guði fyrir að þakka, að mörg héruð og gróðursæl fögnuðu sumri án þess að hafa orðið fyrir skakkaföllum. Nú er hið mikla viðreisnarstarf í uppsiglingu hér í borg og eins í Suðurfylkinu; og verði þar gengið til verks með sama hugarfari og unnið var að flóðvörn- unum, sama kjarkinum og sömu eindrægninni, leysist vandinn greiðlegar og betur en jafnvel bjartsýnustu menn hafa gert sér í hugarlund, því samstiltum átök- um verða engin takmörk sett. Sú grýla hefir skotið upp trjónu, að Winnipegborg verði aldrei söm við sig eftir þetta mikla áfall, sem hún nú hefir hlotið; að íbúarnir tapi trausti sínu á framtíð hennar og þar fram eftir götunum; að fésýslumenn og iðjuhöldar muni leita fyrir sér apnars staðar, þar sem byrvænlegar blási um viðskipti og athafnir; hjal af þess- ari tegund er barnaskapur, sem kveða þarf skjótlega niður, og á engan rétt á sér. Eitthvað hlýtur að mega læra af lífinu og sögunni, sem vegur upp á móti hrak- spám og veimiltítuskap. Ekki eru allir búnir að gleyma þeim geigvænlegu bú- sifjum, er San Franciscoborg sætti af völdum land- skjálftanna miklu, en borið saman við þann ramma- galdur, er áfall Winnipegborgar í raun og veru smá- munir. Er ekki San Francisco hraðvaxandi stórborg enn þann dag í dag með miljónir hamingjusamra íbúa? Það var traustið á framtíð hennar, er gerði hana að þeirri aúðugu risaborg, sem raun ber vitni um; og það verð- ur ^raustið á Winnipeg, sem gerir borgina því fegurri og fjölmennari með líðandi árum. Winnipegborg er þannig í sveit sett sem járnbraut- armiðstöð, eða miðdepill samgangna milli Austur og Vestur Canada með ótæmandi auðlegð á alla vegu, að óhugsandi er að hún tapi fótfestu í framtíðarþróun canadísku þjóðarinnar, þó hún eins og sakir standa eigi fram úr nokkrum vanda að ráða; enda fátt, sem til þess bendir, að dómsdagur sé í nánd. Það var vel ráðið og viturlegt, er viðskiptaráð Win- nipegborgar tók sér fyrir hendur í fyrri viku, að brýna fyrir íbúum hennar að láta ekki hugfallast vegna þeirra atburða, er gerst hefðu undanfarinn mánuð; það væri síður en svo, að viðskiptalíf borgarinnar væri í kalda koli, því megin þorri verzlana og annara viðskipta- stöðva hefði tiltölulega litlum ágjöfum sætt; að ör- vænta um skjóta viðreisn og framtíð borgarinnar væri hugsunarlaust fálm, er við engin raunveruleg rök hefði að styðjast; þess yrði heldur ekki lengt að bíða unz slagæð viðskiptalífsins kæmist að fullu í sitt fyrra jafn- vægi. Viðreisnarstarfið er byrjað, og nú verða allir að láta hendur standa fram úr ermum, þar má enginn skerast úr leik. Það hið dásamlega aðstreymi góðvildar, sem til okk- ar Manitobabúa hríslast úr öllum áttum, ætti að verða okkur sjálfum hvöt til aukins framtaks, starfsgleði og fórnarlundar. Það er ekki einasta, að greið og góð aðstoð hafi borist Winnipegborg og áflæðissvæðunum fyrir sunn- an hana frá yztu andnesjum Canada, heldur einnig frá Bretlandi og Bandaríkjunum, og það í stórum stíl; brezk stjórnarvöld hafa ákveðið að senda hingað þrjú- hundruð þúsund dollara virði af ýmis konar varningi, sem nauðsynlegur er við viðreisnarstarfsemina, svo sem sængurfatnað, og kom fyrsti farmurinn til borg- arinnar á laugardaginn var. Rajiði Kross Bandaríkj- anna sendi Rauða Kross samtökunum í þessu landi tvö hundruð og fimtíu þúsund dollara peningagjöf, en verkamannasamtök sunnan landamæranna hafa jafn- framt sent flóðsjóðnum stórfenglegar fjárgjafir. Stjórnarvöldin hafa fram að þessu verið fremur þung í vöfum og sein á sér varðandi fjárhagslega að- stoð við þær mörgu þúsundir manna, kvenna og barna, er flóðin hafa svipt eignum og félagslegu öryggi; en nú er þess að vænta að þau hefjist handa og sýni af sér þá rögg, er hlutaðeigendur eiga fulla heimting á. Winnipegborg verður fljót að ná sér eftir áfallið, en til þess að svo megi verða, þurfa allir íbúar hennar að leggjast á eitt; þá rætast hinar hæztu hugsjónir, og þá mun brátt aftur morgna! Mikið veltur að sjálfsögðu á því, að viðreisnarstarf- inu verði hraðað svo sem framast má verða meðan hlýtt er í veðri og bezti kafli sumarsins framundan; enda eru ástæður þess fólks, er varð að flýja heimili sín þannig vaxnar, að bjargráðaframkvæmdir þola enga bið; öllum hefir verið heitið aðstoð bæði af hálfu sambandsstjórnarinnar og fylkisstjórnarinnar, þó enn sé eigi vitað hve víðtæk hún verði; úr flóðsjóðnum verður veitt fé til öflunar húsmuna og margs þess ann- ars, sem nauðsynlegt er til heimilishalds; allir vilja rétta fram bróðurlega hjálparhönd, og er slíks vissu- Mokafli en saltleysi flestum verstöðvum Sama aflaleysi hjá Reykjavíkur- Hafnarfjarðar- ’og Akranesbátum og verið hefur. M( OKAFLI HEFUR verið und- anfarið og er enn hjá bátum er stunda róðra frá Vestmanna- eyjum, Stokkseyri og Eyrar- bakka, einnig á Þorlákshafnar- báta og Grindavíkur. — Er spáð góðri afkomu vertíðar í þessum verstöðvum. Hins vegar er ríkj- andi slæmt ástand vegna afla- leysis, bæði í Reykjavík, Hafnar firði og á Akranesi. Mun vertíðin þar verða mjög léleg. — Saltleysi er nú í flestum ef ekki öllum verstöðvum og horfir víða til vandræða af þeim sökum. Meiri afli en í fyrra. Svo mikill hefur afli bátanna verið í Eyjum, Stokkseyri og Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og hjá Grindavíkurbátum, að í þess um verstöðvum er aflinn nú orð- inn miklu meiri en á sama tíma í fyrra. Grindavíkurbátar eru nú hættir netaveiðum og byrjaðir á línu og hafa þeir aflað ágætlega. í hinum verstöðvunum, sem hér voru upptaldar, hefur aflinn ver- ið í net. Saltleysið. Vegna slæmra sölumöguleika á hraðfrystum fiski hefur miklu minna verið fryst nú í ár en ella. —Því meir hefur verið saltað. — Er nú svo komið, að í fyrrnefnd- um verstöðvum eru allar salt- birgðir þrotnar og þar horfir til hinna mestu vandræða, því dag- lega berst fiskur að sem geyma verður uns saltið kemur. — í gær I Sandgerði og Keflavík. Á sama tíma og sjómenn úr þessum verstöðvum sem minnst hefur verið á hér að ofan, drekk- hlaða báta sína í hverjum róðri, verður afli báta úr hinum vest- lægari verstöðvum minni. -- 1 Sandgerði hefur verið mjög sæmilegur afli, en ekki er búið að landa þar jafnmiklu afla- magni og á sam atíma í fyrra. £ Keflavík er sömu sögu að segja og það til viðbótar, að aíli báta þaðan hefur verið minni og m ~- jafnari. ! Slæmt ástand. Akranev. dag var á Stokkseyri og Eyrar- bakka búið að ganga frá til begar komið er til Hafnarí geymslu, uns hægt verður að iar’ Reykjavíkur og salta, miklu af fiski og á það tekur gamanið fyrst að grána magn bætist svo dagafli bátanna. báta þaðan hefur frá því ver tíð hófst verið frámunalega rýr 6—12 tonn í róðri. _ Afleiðingin er sú, að mir Sem dæmi um það hve afli bátanna hafa ekki enn afla^ • bátanna hefur verið góður, þá jr hlutatryggingu skipshafnann hafa þeir komið að landi með __ Nokkrir bátar hafa hreinle^ sex til tólf tonn eftir róðurinn. —Af þessu má sjá, hve mikil fiskverðmæti bíða nú söltunar. 1 nótt er leið átti saltskip að koma til Keflavíkur með um 700 tonn. — Kunnugir telja þennan saltfarm aðeins „dropa í hafið“, miðað við saltþörfina eins og hún er nú. — N.ú í vikunni kem- ur svo stæra skip með salt, 1500— 2000 tonn. Mun þá nokkuð úr rætast. hætt veiðum og nú munu fle r bætast við. Suður í Grindavíkursjó. Nokkrir bátar bæði frá Rvík og Akranesi, hafa róið allt'su ur í Grindavíkursjó. — Tekur sú sjóferð um og yfir sólarhring, en vegna fjarlægðarinnar hafa vegna fjarlægðarinnar hafa bát- arnir ekki getað róið þangað alla daga vikunnar. —Mbl., 25. apríl Til mála kom að sökkva skipinu eldsvoðinn stóð sem hæst er Miklar skemmdir urðu í vélarúmi skipsins skemmdar, en ekki er enn full- komlega vitað um tjónið, né hverjar afleiðingar það kann að hafa varðandi skipið. Eins og áður segir, tókst al- veg að verja yfirbygginguna og lestarnar, þó fylltist yfirbygg- ingin af reyk, og búast má við, að einhverjar skemmdir hafi orðið á lest II. vegna vatns. Bæði slökkviliðsmenn og skip verjar, sem um borð voru lögðu sig í mikla hættu við að slökkva eldinn, og er talið, að hin ötula framganga þeirra hafi bjargað skipinu. Skipið kom fyrir tveim dög- um frá Ameríku hlaðið vörum, meðal annars miklum birgðum af kartöflum. Ekki er vitað með neinni vissu um upptök eldsins, en sumir telja, er þarna voru nærstaddir, að kviknað hafi í út frá olíu- kyndingu. Málið er nú í rann- sókn, og mun sjóréttur hafa fjall að um það strax í gær. Alþbl. 19. apríl. Gullfoss hinn nýi afhentur fulltrúa Eimskipafélagsins FRÁSÖGN FRÉTTARITARA TIMANS AF REYNSLUSIGL- INGU A EYRARSUNDI 1 GÆR. Hættulegur bruni í Lagarfossi i gæmorgur: STÓRBRUNI varð í Lagar- fossi, er eldur kom upp í véla-* rúmi skipsins hér í höfninni snemma í gærmorgun. Varð vélarúmið alelda á skammri stundu, og leit svo út um tíma, að grípa yrði til þess ráðs að sökkva skipinu, en fyrir ötula framgöngu slökkviliðsins tókst að ráða niðurlögum eldsins, eft- ir sex klukkustunda viðureign. Má óefað telja, að slökkviliðið hafi unnið þarna mikið afrek, en því tókst að varna því, að eld- urinn kæmist í yfirbyggingu skipsins og lestarnar, en þær voru fullar af vörum, því að skipið kom frá Ameríku fyrir tveimur dögum. Það var um kl. 6.40, sem eld- urinn kom upp í Lagarfossi, og urðu vaktmenn í vélarúminu hans fyrst varir. Skipti það eng- um togum, að vélarúmið fylltist þegar af reyk, og urðu mennirn- ir að hraða sér upp úr vélarúm- inu og vekja aðra, sem um borð voru. Brátt fylltist yfirbygging- in af reyk, svo að hvergi varð líft inni. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, var reykurinn og eldurinn svo magnaður í vélarúminu, að ógerningur var að komast niður í vélarúmið. Var þá farið inn um neyðarútgöngudyr á vélarúm- inu, og gekk þá greiðlega að koma slöngunum fyrir og leiða þær um vélarúmið, en dælt var bæði sjó og vatni. Svo mikill mökkur var í vélarúminu, að slökkviliðsmennirnir áttu örð- ugt með að sjá hvar eldurinn var mestur. Um tíma var talin mikil hætta á því, að ketilsprenging kynni að verða í skipinu, og að eldurinn kæmist í olíugeymana. Var haft við orð að sökkva skip- inu í höfnina, og í því augna- miði voru járnsmiðir frá Hamri og Héðni fengnir með logsuðu- tæki til þess að skera göt á síð- ur skipsins. Til þessara neyðar- ráðstafana var þó ekki gripið, enda náði slökkviliðið brátt tök- um á eldinum, eftir að það fór að geta athafnað sig í vélarúm- inu. Stóð slökkvistarfið yfir sam- fleytt í sex klukkustundir, en þá var búið að ráða niðurlögum eldsins. Voru þá allar vélar orðn ar svartar af brunanum og véla- rúmið allt, en allar einangraðar leiðslur og slíkt hafði brunnið í sundur. Má búast við því að vélar skipsins séu alvarlega t gœr, þegar verið var að prófa hið nýja radíó-talsamband á stuttbygjum milli Islands og skipa á fjarlægum slóðum, átti tíðindamaður Tímans tal við fréttaritara blaðsins í hinum nýja Gullfossi, sem þá var á reynslusiglingu milli Kaup- mannahafnar og Helsingjar- eyrar. \JIÐ LÖGÐUM AF STAÐ frá * Refshalaeyjunni klukkan tíu í morgun, sagði fréttaritarinn og var siglt út á Eyrasund, og síðan meðfram sænsku ströndinni og eyjunni Hveðn. Veðrið er hið feg ursta, sólskin og þýður svali, og mjög hugnæmur blær yfir öllu. Skipið er mjög glæsilegt, fagurt og vel búið — meðal annars fyrsta íslenzka farþegaskipið, sem hefir stuttbylgju-talstöð. Meðal annarra, sem eru um borð í Gullfossi, eru Guðmundur Vilhjálmsson forstjóri Eimskipa- félagsins, fulltrúar Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn, Jakob Möller sendiherra. frétta- ritarar íslenzkra blaða, fréttarit- ar danska útvarpsins og allra meiri háttar blaða hér á landi og fjöldi annarra boðsgesta. Margar ræður hafa verið flutt- ar um borð í dag, sagði frétta- ritarinn ennfremur. Flutti for- stjóri Budmeister og Wain fyrstu ræðuna yfir borðum. Árnaði hann Eimskipafélagi íslands lega brýn þörf; með samstiltum átökum almennings verða erfiðleikarnir yfirstignir, ekki síður hér um slóð- ir en annars staðar, þar sem mennimir horfast í augu við miklar þrekraunir. allra heilla, þakkaði samvinnuna við það og óskaði þess, að far- sæld mætti jafnan fylgja hinum nýja Gullfossi. Svaraði Guð- mundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélagsins, ræðunni og mælti hann einnig á danska tungu. Jakob Möller talaði á ís- lenzku, og gat hann þess, að hann væri nýkomin heiman frá íslandi, þar sem hann hefði verið viðstaddur vígslu Þjóðleikhús- sins, og mætti segja, að hann færi frá vígslu einnar glæsimíð- arinnar til annarrar. Meðal ann- arra ræðumanna var Pétur Björnsson, skipstjóri á Gullfossi, áður skipstjóri á Goðafosi, og mælti hann bæði á íslenzku og dönsku. Eftir um það bil hálftíma mun Eimskipafélagið taka formlega við skipinu, sagði fréttaritarinn að lokum og gert er ráð fyrir, að það leggi af stað til íslands eftir sem næst tvær vikur. Mun vart fríðara fley hafa siglt undir ís- lenzkri stjórn að ströndum gam- la Fróns, heldur en Gullfoss hinn nýi. Og það megi allir vita, að héðan úr „borginni við sundið“ fylgja honum hinar fegurstu fyrirbænir landa og fjölmargra ana. Meðan Gullfoss var á reynslu- siglingu sinni á Eyrar sundi, voru skip Eimskipafélagsins, þau sem í Reykjavíkurhöfn, lágu öll, prýdd skrautufánum, er blöktu þungt í norðanstrekkingnum, sem næddi inn yfir bæinn. --Tíminn, 28. apríl Plágan mikla 1495 Anno 1495 gekk sótt og plága mikil um allt ísland, nema Vest- fjörðu, frá Holti í Saurbæ. Eydd ust þá hreppar víða. Sú plága er sagt hafa komið úr bláu klæði, sem út hafi komið í Hval- firði, en sumir segja í Hafnar- firði við Fornubúðir. Og þegar hún kom upp fyrst úr klæðinu, hafi hún verið sem fugl að sjá, og úr því sem reykur upp í Þftið. Allsstaðar gekk hún um betta land, sem áður er sagt, ema á Vestfjörðum. Fjórir bæ- - eru og tilnefndir fyrir austan, •sm hún hafði ekki komið á; það " Kaldárhöfði í Grímsnesi og ‘ órðarstaðir í Grímsnesi hinir _ri, Ás hjá Hruna í Hreppum 1 Hellisholt í Hreppum (Ham- arsholt mun réttara). Þessir fjór í • bæir hafa verið til þess nefnd- og það hef ég skrifað séð í amals manns skrifi, og sá segist ' sínu skrifi hafa talað við mkkra, sem lifðu þessa plágu. Sérdeilis getur hann þriggja nersóna; einn karlmann nefnir ’-ann, Jón Þorbjarnarson. Sá Jón segir hann verið hafi 14 etra í þeirri plágu, og við hann "egist hann hafa talað, og segir hann átt hafi þá heima í nefnd- um Ási hjá Hruna, sem sóttin kom ekki. Þar sem voru 9 syst- kin á bæ urðu eftir 2 og 3. Frá Botnsá og suður að Hvítskeggs- hvammi, (sem er allt Kjalarnes- þing), fundust ekki nema tveir piltar, 11 vetra, og enginn þeirra jafnaldri í allri þeirri sýslu. Það var Björn ólafsson, er síðar varð prestur í Krýsuvík, og Jón Odd- son, er síðar bjó í Njarðvík. Urðu báðir gamlir menn, svo þeir komust á tíræðisaldur; sofn uðu báðir á sama mánuði. Það mannfall stóð yfir um sumarið, og eyddi nálega allar sveitir, og þeir bæir voru flestir, sem ekki urðu eftir á bænum nema 2 og 3 og sumstaðar börn, sem lágu á brjóstum mæðranna dauðra. í Skálholti var eftir eitt barn. Á hverjum degi voru fluttir til kirkjunnar 3 og 4 og stundum fleiri í einu, og þó að færu 6, 7 eður 8 til kirkjunnar, þá komu ekki aftur utan 3 eða mest 4; þeir dóu á meðan þeir voru að taka öðrum grafirnar, og fóru svo sjálfir þar í. Konurnar sátu dauðar við keröldin í búrunum og úti á stöðlunum, svo að 3 og 4 fóru í margar grafir. Féllu þá miklar eignir mörgum til handa, og margur var sá, að erfði ná- lega alla sína ætt, fjórmenning og þar fyrir innan. í Grunna- víkur- og Aðalvíkursveitum tveimur lifðu ekki eftir nema einn maður og ein kvensnift. Hann var nefndur ögmundur töturkúfur en hún Helga bein- rófa, þau tengdust eða tóku þar eftir saman bæði. Þetta mun verið hafa í þeirri stóru plágu, sem gekk þá datum var 1400. Teikn fyrir þessa plágu hafði verið mörg óáran, það eitt, að veiði alla skyldi hafa tekið úr vötnum og ám, svo hvergi hafði veiðst lax né silungur í 3 ár, áð- ur en plágan kom. (Filjaannáll) —Alþýðuhelgin 6g kaupi hæzta verSl gamla talenzka munl, svo sejn tóbaksdóatr og ponrtur. hornspænl, útakornar brtkur, einkum af Auaturlandl, »g værl þ& nekilegt, ef unt værl, ferB yrCl grein fyrir aldrl mun- inria og hverjlr hefOu amtOaC þ&. HAULDÓR M. SWAN, 912 Jessie Avenue, Winnipeg - Bími 46 968 HAGBORG PHONE 21351 FJJCl^ JOHN J. ARKLIE OptometrÍ8t and Optician (Eyes ExaTnined) Phone 95 650 MITCHEI.L COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Minnist EETEL í erfðaskrám yðar

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.