Lögberg - 01.06.1950, Side 5

Lögberg - 01.06.1950, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. JÚNÍ, 1950 5 ÁliDGAMÍI KVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON MATREIÐSLUBÓKIN ER KOMIN ÚT Vinsælar bækur Hin margeftirspurða mat- reiðslubók, er D o r c a s-félag Fyrsta lúterska safnaðar í Win- nipeg hefir verið, í marga mán- uði að búa undir prentun, hljóp af stokkunum síðastliðna viku. Verður hún vafalaust eins vin- sæl eins og fyrirrennarar henn- ar voru. Þetta er þriðja mat- reiðslubókin, er kvenfélög safn- aðarins hafa gefið út, og eru hinar fyrri útseldar fyrir löngu, en eftirspurnin hefir haldið á- fram, og mun það sjaldgæft í bókaútgáfusögu Vestur-fslend- inga að bækur hafi náð slíkri hylli. Til þess ber margt. Fyrsia bókin íslenzkar konur, m a r g a r hverjar, hafa getið sér þess orðs að vera snillingar við tilbúning og framreiðslu matar; það var því þörf og ágæt hugmynd, þeg- ar Kvenfélag safnaðarins, fyrir mörgum árum, tók að safna frá ýmsum konum, bæði hér í borg °g í byggðunum, matarupp- skriftum í þeim tilgangi að koma þeim á prent. Uppskriftirnar voru ekki allar endilega af rétt- um, sem þær höfðu fundið upp sjálfar, en jafnframt uppskriftir, sem þær höfðu margnotað, og sem höfðu reynst þeim áreiðan- legar og góðar. Fyrsta bókin flaug út; pant- anir komu víðsvegar úr álfunni og jafnvel frá öðrum löndum. — Húsmæður sóttust eftir bókinni; það varð og að hefð, .að gefa stulkum bókina, sem voru í þann veginn að ganga í hjónabandið, enda gátu þær ekki eignast þarf- legri bók til aðstoðar í starfinu sem fram undan beið. — Á skömmum tíma var upplag bók- arinnar uppselt. Önnur bókin Vegna hinnar stöðugu eftir- spurnar eftir bókinni, réðust kvenfélögin tvö í, að gefa út niatreiðslubók á ný. Endur- prentaðar voru margar vinsæl- ustu uppskriftirnar úr gömlu bókinni og fjölda nýrra upp- skrifta bætt við, og varð þessi bók 26 blaðsíðum stærri en sú fyrri og engu að síður vinsæl. Nýja bókin Hin nýja og þriðja matreiðslu- bók — sem yngsta kvenfélag safnaðarins hefir nú annast um og gefið út, er 18 blaðsíðum stærri en bókin á undan. Valdar hafa verið margar vinsælustu uppskriftirnar úr báðum fyrri bókunum, en auk þeirra eru í henni fjöldi nýrra uppskrifta, og einnig kaflar, sem ekki voru í hinum bókunum, eins og kafl- arnir með uppskriftum fyrir mat sjúklinga, og léttan mat — snacks. fslenzku uppskriftirnar Það eykur mikið á gildi þess- arar nýju bókar að í henni eru uúklu fleiri uppskriftir af ís- lenzkum réttum en hinum fyrri bókum. Slíkar uppskriftir fást ekki í öðrum matreiðslubókum hérlendis. Til dæmis eru þar upp skriftir fyrir íslenzkt jólabrauð; islenzkt brúnbrauð, sem er svo fystugt með rúllupylsu — og bangikets-sneiðum; tvær upp- skriftir fyrir vínartertu og tvær fyrir íslenzkar pönnukökur, og oppskriftir fyrir f 1 a t b r a u ð, kæfu, skyr, mysuost, rúllupylsu, ^skibollur, sætsúpu, smérkringl- Ur °g lyfrapylsu, og er sú síðast- JJefnda ágæt að því leyti, að bægt er að búa til eftir henni lít- lð af lifrapylsu í e'inu, en það er joiklu þægilegra fyrir fámenn eimili, eða þar sem ekki er ægt að geyma hana; ennfrem- Ur má nota Graham mél í stað rúgméls, sem reynist oft erfitt að útvega. Fiskuppskriftirnar Þá var það ágætlega ráðið að fjölga fiskuppskriftunum, en þær eru allar endurprentaðar úr báðum fyrri bókunum og nýj- um bætt við; þær hefðu þó gjarnan mátt vera fleiri. Við bú- um svo nálægt vötnunum, að við getum fengið glænýjan fisk á vertíðunum; og fáir réttir jafn- ast á við vel tilreiddan fisk, að heilnæmi og ljúffengi. Ennfrem- ur er stór hluti vestur-íslenzkra húsmæðra fiskimannakonur, sem matbúa oft fisk, og þær kunna að gera það vel. f bók- inni eru nokkrar ágætar upp- skriftir fyrir hinn góða fisk í Manitobavötnunum, en mig lang ar til að bæta við einni mat- reiðsluaðferð, sem ein hin bezta íslenzka matreiðslukona við Winnipegvatn notar við hinn ljúffenga hvítfisk og er hún svona: — Glænýr hvítfiskur, hreistrað- ur, gerður til, flattur, skorinn í stykki og þveginn úr saltvatni; stykkin mökuð í hveiti sem salt og pipar er í; stykkjunum rað- að þétt í vel smurða pönnu; ný- mjólk helt yfir stykkin svo að þau rétt sjáist upp úr; ofurlítið smér hér og þar á stykkjunum; ofurlitlu parsley stráð yfir fisk- inn. Fiskurinn bakaður þar til hann er laus frá dálkinum. Bor- inn rjúkandi á borðið. — Dá- samlegur réttur! — Sem sagt, það er ánægjuefni hve margar fiskiuppskriftir eru í þessari bók. Fjölbreyli efni Þessi nýja matreiðslubók er mjög fjölbreytt eins og efnis- skráin gefur til kynna: — bread recipes; cakes; candy; cocktails and cooling drinks; cookies; doughnuts and fried cakes; fish; food equivalents; frozen des- serts; household hints; Icelandic dishes; icings and frostings; in- valid cookery; meals; pies, tarts, fillings and mince meat; pickles and preserves; poultry and poultry dressing; preserves, jams and jellies; puddings; rolls scones and small cakes; salad and salad dressing; sandwiches and sandwich fillings; snacks; soups; time and temperature charts; oven temperatures for flour mixtures; roasting temp- eratures; substitutions; vege- tables; casserole dishes; eggs and omelettes. Á fyrstu blaðsíðu er fögur borðbæn eftir séra Valdimar J. Eylands og mynd af Fyrstu lút- ersku kirkjunni. Frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti; kjölurinn úr hringj- um þannig að hún liggur flöt á borðinu þegar henni er flett; prentuð hjá The Columbia Press Ltd.; verð $1.50. Þetta er heimilisbókin, sem allir þurfa að eignast; sendið pantanir til Mrs. H. Halldórson 1014 Dominion Str.; Mrs. L. S. Gibson 4 Wakefield apts, Strad- brooke Str., eða til annara með- lima Dorcas félagsins eða til Columbia Press Ltd. 695 Sar- gent Ave., Winnipeg. GÖMUL BLAÐSÍÐA (780) Andi orustunnar og Napole- ons sveimaði í misþykkri móðu yfir hugum tilheyrenda, en eng- ill dauðans eða líkn lífsins breiddi yfir sárin og friðaði hugina ásamt fjarlægð tíma og rúms. Þá heyrðist hjarta hins stórhuga manns berjast gegn ryfjunum eins og vildi það hlaupa út milli þeirra og út úr Brynleifur yfirkennari Svo illa fylgist ég með aldri vina minna, að ég hafði ekki at- hugað það, að Brynleifur Tob- íasson ætti sextugsafmæli á sumardaginn fyrsta í ár. Þó hefði ég piátt vita það, að hann hefir alltaf verið sumarsins barn. Honum hefir alltaf fylgt hlýja og heilbrigð vinátta. öll hans störf og barátta hafa fylgt „sumarsins blæ“, Hann hefir léð góðum málum lið og hvergi hvikað frá þeim. Kynni okkar Brynleifs hófust hér 1 Reykjavík þegar á skóla- árum hans. Hann var með mér í stjórn Umdæmisstúku Suður- lands 1918—1919, og þá þegar reyndi ég það, að betri og ör- uggari samstarfsmann var ekki hægt að kjósa sér, og sú reynsla hefir styrkzt og staðizt síðan gegnum alla okkar samvinnu. Á árunum 1924—’27 var hann ísfirðingar fagna björgunarskútu Vestfjarða For some time Tiltman Langley Laboratories, Ltd. have studied the possibility of applying gas turbine technology to industry, and this led to the design and development of a new type of grass drier. The grass drier employs a burner of the type used in gas turbine aricraft engines. A thin layer of grass is dried in a rotating drum, the warm air being circulated by means of a fan. A small amonut of the moist air is expelled and rr>p]aced by the fresh air used for combustion. The drier is designed for the use of the small farmer and can b'' moved with ease by a tractor and can be driven either by the “pulley take-off of the tractor or by a separate engine. Mikil hækkun á póstburðar- og símskey cgjaldi innanlands Frá viðtökum Maríu Júlíu á ísafirði ÞEGAR að björgunarskúta Vestfjarða, María Júlía, kom til ísafjarðar um klukkan tvö á þriðjudag, var henni fagnað á- kaflega. Hafði mikill mannfjöldi safnast saman á bryggjunni, sem skipið lagðist að. Fánar voru dregnir að hún um allan kaup- staðinn og sölubúðum var lokað. Fyrstu ræðuna, sem haldin var, flutti Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnafélags íslands. Árnaði hann Vestfirðingum til hamingju með hið nýja og glæsi- lega björgunarskip og þakkaði þeim fyrir baráttu þeirra fyrir því. Frú Sigríður Jónsdóttir, for- maður kvennadeildar Slysa- varnafélagsins á ísafirði hélt því næst ræðu og bauð Maríu Júlíu velkomna til Vestfjarða. Enn- fremur flutti Arngrímur Fr. Bjarnason, formaður björgunar- skútunefndar ræðu. Sunnukór- inn söng. Síðan var gengið til kirkju og flutti séra Sigurður Kristjánsson þar minningar- ræðu um þau Maríu Júlíu Gísla dóttur og Guðmund Br. Guð- mundsson mann hennar, sem gáfu eignir sínar í björgunar- skútusjóð. Bað hann skipinu síð an allrar blessunar. Síðan átti almenningur þess kost að skoða skipið og leist mönnum almennt vel á það í alla staði. Kvöldsamkvæmi. Um kveldið var skipshöfninni svo haldið samsæti. Sátu það einnig fjöldi annara gesta. Með- al ræðumanna þar voru frú Sig- ríður Jónsdóttir, M a 11 h í a s Bjarnason, forseti bæjarstjórn- ar ísafjarðar, Þorleifur Guð- mundsson forstjóri, Arngrímur Fr. Bjarnason og Jóhann Gunn- ar Ólafsson bæj«rfógeti, sem flutti árnaðaróskir fyrir hönd sýslunefnda Norður- og Vestur- Isaf j arðarsýslna. Mikil ánægja ríkir yfir komu hins nýja björgunarskips á Mbl. 28. apríl Vestfjörðum. höndum óvinanna, er sigruðu hann og handtóku. — En það var kyrt og bandinginn frægi var kyr í höndum óvina sinna. Sagan hans með afrekum og of- raun hélt uppi dimmum skugg- um yfir hugum tilheyrenda, jafn vel eftir að söngurinn dó út, og það voru sérlega heppileg um- skipti að Hagel læknir kom þar næst með Tunglskinssónötu Beethovens. Læknirinn fór nógu vel með efnið til þess að til- heyrendur gætu notið mikils af samfylgdinni með þessum leift- ursbera á milli himins og jarð- ar. En þegar kveðjusamsætið var úti, var það bænin enska drengsins á tveim hækjum, sem föstustum tökum hélt um hugi manna: „Guð blessi okkur öll“. 1925. — R. K. G. S. Burðargjald fyrir einfalt bréf innanlands hækkar úr 75 aurum í eina krónu. VEGNA gengislækkunarinnar hefir orðið að hækka allverulega póstburðargj öld og símagjöld, hefir ný gjaldskrá verið gefin út af þessu tilefni, er gildir frá 1. maí næstkomandi og birt er í Stjórnartíðindunum. Þannig hækkar burðargjald fyrir einfalt bréf (20 gr.) innanlands og til Norðurlanda úr 75 aurum í 100 aura, en burðargjald fyrir bréf til annara landa helzt ó- breytt. Símskeytagjöld innanlands hækka um 11% (nema blaða- skeyti), talsímanotendagjöld um 25—36%, en talstöðvaleigur nokkru meira. Hins vegar verð- ur ekki hækkun á símtala- og loftskeytagjaldi til skipa, en símtöl innanlands hækka að meðaltali um ca. 30%. Þó er eng- in hækkun á símtalagjaldi um vegalengd innan 25 km. Símtalafjöldi í Reykjavík og ísland fær 2.1 millj. dollara Efnahagssamvirinustjórnin 1 Washington hefir nýlega ákveðið að veita íslandi 2.100.000 dollara sem jafngilda 34.272.000 krón- um. Hefir Island þar með fengið úthlutað af efnahagssamvinnu- stjórninni 7 milljónum dollara fyrir árið 1949—50, en samtals nema framlögin 15.3 milljónum dollara frá byrjun Marshall- áætlunarinnar. VÍSIR, 3. maí Ali Kahn á Keflavíkurflugvelli Liequat Ali Kahn, forsætis- ráðherra Pakistan, kom með einkaflugvél Trumans Banda- ríkjaforseta til Keflavíkur í gær kveldi og gisti á hóteli flugvall- arins í nótt. Snemma i morgun var síðan förinni haldið áfram vestur um haf, en Ali Kahn er ásamt konu sinni og föruneyti á leið til Bandaríkjanna í heimsókn til Trumans forseta. Með forsætis- ráðherranum er Ikramullah ut- anríkisráðherra Pakistans og ýmsir aðstoðarmenn. Auk þess var með vélinni William Harset, ritari Trumans. Skoðaði hann ásamt ýmsum öðrum Keflavík og nágrenni í gærkveldi. VÍSIR, 3. maí Bill: „Fjórði í bridge?“ Jim: „Allt í lagi“. Bill: „Fínt. Þá vantar okkur ekkert nema annan og þriðja“. Hafnarfirði, sem innifalinn er í hinu fasta afnotagjaldi, lækk- ar um 50 símtöl á ársfjórðungi þ. e. úr 850 símtölum í 800 sím- töl á ársfjórðungi, en hins vegar teljast símtöl milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar aðeins sem 3 innanbæjarsímtöl í stað 4 áður. Gjaldskrárbreytingin n æ r ekki til símgjalda, sem féllu í gjalddaga fyrir 1. maí þ. á. og hækka því t. d. ekki talstöðva- leigur, sem féllu í gjalddaga 1. apríl s.l. fyrr en 1. janúar 1951. Alþbl. 30. apríl Fanney reynir a.m.k. 6 gerðir af flotvörpum Mun hefja tilraunirnar einhvern næstu daga. Á næstunni mun vélskipið Fanney hefja tilraunir með nýj- ar gerðir af veiðarfærum til síldveiða. Að undanförnu hefir verið unnið að því að búa skipið til þessara veiða og verið sett í það m. a. togvinda í því skyni, auk ýmislegs annars útbúnaðar, sem nauðsynlegur getur talizt. Mun Fanney reyna hér í Faxa flóa og við Suðurland um fimm tegundir af nýjum íslenzkum flotvörpum, auk hinnar dönsku flotvörpu, sem kennd er við Larsen. — Mun skipið gera til- raunir með önnur hliðstæð veið- arfæri, ef þessi tæki þykja ekki reynast vel. Svo sem Vísir gat um fyrir nokkru, fékk Fiskideild atvinnu deildar Háskólans Fanneyju til þess að leita að hrygningarstöðv um síldarinnar á svæðinu frá Reykjanesi að Snæfellsnesi. Var þetta gert, en um árangur er enn ekki kunnugt. Hins vegar getur komið til mála, að jafn- hliða því, að gera tilraunir með þessi nýju veiðitæki, þ. e. hin- ar mismunandi flotvörpur, að skipið leiti jafnframt að hrygn- ingarstöðvum síldarinnar. Útvegsmenn og sjómenn gera, sér miklar vonir um, að takast megi að finna hentugt veiðar- færi til síldveiða hér í Faxaflóa og við Suðurland. Það hefir kom ið greinilega í ljós, að síld er í sjónum á þessu svæði, en ein- ungis hefir vantað heppilegt veiðarfæri til þess að ná til henn ar. Þessar tilraunir, sem Fanney mun annast, eru gerðar að til- hlutan nefndar þeirar, sem rík- isstjórnin skipaði á sínum tíma til þess að athuga möguleika á nýjum veiðitækjum til síldveiða. Formaður nefndarinnar er Þor- leifur Jónsson. Tobíasson sextugur stórtemplar, og var ég þá með honum í framkvæmdanefnd. Að öllum ólöstuðum, er stjórnað hafa góðtemplarareglunni á ís- landi, er Brynleifur þar í fremstu röð. Hann mat enga starfsemi meira og vék aldrei til hliðar fyrir öðrum skoðunum, —- engum stjórnmálaflokki eða hreyfingu. Þó að ég nefni hér helzt störf Brynleifs fyrir bindindismálið, þá veit ég vel, að þau störf hafá hjá honum sem öðrum verið aukastörf. Hann hefir verið ein- stakur athafna- og eljumaður, góður kennari, rithöfundur, full trúi við opinber störf, forseti bæjarstjórnar og margt fleira, sem ekki verður rakið hér. Eng- an hef ég þann fyrir fundið, sem ekki hafi vottað og viðurkennt, að öll þau störf, sem hann hefir haft með höndum, hafi hann unnið vel. í stuttri afmælisgrein er ekki rúm til að lýsa svo mörgum og umfangsmiklum störfum, sem Brynleifur hefir unnið. Ekki er laust við það, að mér hafi fund- izt furðu hljótt um störf hans. Ef til vill er hann einn þeirra manna, sem goldið hafa þess, að hafa trú;lega eytt tíma og kröft- um við að verja þjóðina fyrir á- fengiseymdinni og eru auk þess einlægir trúmenn. En til er, sem betur fer, allmargt fólk, sem er honum þakklátt fyrir þau störf og þann stuðning. Hinir mörgu félagar hans munu við þessi tímamót senda honum hugheilar þakkir og hamingjuóskir og óska þess, að krafta hans megi sem lengst njtóa við. Sjálfur vildi ég geta sent honum betri og fullkomnari þakkir. — En þetta verður að duga. Aðeins skulu fylgja því góðar hugsanir og skilningur á störfum hans, þó að ég fái það ekki allt á pappírinn nú. — Felix Guðmundsson Alþbl. 26. apríl. Heildarfisk aflinn í ár nemur 71.513 smálesfum Mest hefir verið saltað eða 28.696 smálestir Heildaraflinn á tímibilinu frá janúar til marzloka nam sam- tals 71.513 smálestum, að því er Fiskifélag íslands tjáði Vísi í morgun. Til samanburðar má geta þess, að eftir sama tímabil í fyrra nam heildaraflinn 72.753 smál., en af því var síld 638 smál., en í ár hefir ekki verið um neina síld- veiði að ræða. Skipting aflans í ár er nokkuð frábrugðin því er var í fyrra, því í ár hefir mest af fiskinum verið saltað, eða 28.696 smál., en í fyrra nam söltunin 10.633 smál. Eigin afli fiskiskipa og flutt út af þeim, þ. e. ísfiskur togar- anna er í ár 17.158 smál., en var í fyrra 24.972 lestir. Auk þess fluttu þá út fiskkaupaskip 4172 lestir, en í ár hefir ekki verið um það að ræða. Til frystingar hafa farið 24.812 smál. á móti 31.512 lestum í fyrra. Til niðursuðu 35 smál. á móti 99 smál. í fyrra og neyzlan innanlands nemur í ár 463 smál. á móti 666 smál. í fyrra. VÍSIR, 3. maí María: „Hefurðu tekið eftir því, að síðan amma lét klippa hárið á sér svona stutt og liða það, lítur hún alls ekki út eins og gömul kona lengur?“ Fanney: „Já, hún lítur út „al- veg eins og gamall maður“. ☆ Þau voru ein. „Kysstu mig, Dóra“, sagði hann. „Nei“, sagði hún, „ég held að mig langi ekki til þess“. „Það gerir ekkert til, vina“, sagði hann, „ég er búinn að vera að velta því sama fyrir mér“.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.