Lögberg


Lögberg - 01.06.1950, Qupperneq 6

Lögberg - 01.06.1950, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. JÚNI, 1950 Fimm dauðir menn Eftir ANTHONY STONE J. J. BtLDFELL, þýddi Olland starði á hana. Hann var ekki lengur ástúðlegur eða auðmjúkur. Orð hans voru hvöss og hrokafull. „Þú veist eins vel og ég“, sagði hann, „að Clive er — segjum — hneigður til ástríðna, og þarf eftirlits með. Ég sem eiginmaður þinn ég “ Jessica tók fram í fyrir honum. „Góði hr. Olland, segðu ekki meira. Það er óhugsanlegt". „Ég hefi talað of bert og gjört þig hrædda“, sagði Olland. ,Nei, þú hefir ekki gjört mig hrædda. Mér er sómi að eiginorðstilboði þínu, en ég veit varla hvernig ég á að koma orðum að þessu. — Ég get aldrei gifst þér. Áður en ég giftist þá yrði ég að unna og . .. “ „Og“, sagði Olland. „Þú heldur að þú getir aldrei unnað mér?“ „Fyrirgefðu", sagði Jessica óróleg, „það er einmitt það, sem að ég meina“. Olland brosti og strauk skeggið. „Þú veist að það eru til þæginda hjónabönd, sem stundum gefast vel“. Jessica sagði, að sér féllu slík hjónabönd ekki í geð. Olland tók neitun hennar alls ekki til greina. Það var eitthvað í framkomu hans sem virtist gefa til kynna, að hann væri viss um að hún mundi taka eiginorðstilboði hans. Eij sú tilfinning vakti andúð í huga Jessicu og gaf henni kjark til að endurtaka með á- herzlu, að það gæti aldrei orðið. Að síðustu fór Olland að renna í skap. „Þú elskar einhvern annan“, sagði hann hörkulega. „Þennan mann Wilson eða Silver, eða hvað helzt sem að hann heitir“. Það fór að síga í Jessicu líka út af þessari aðdróttun. Henni fanst að þessi aðdróttun Ol- lands væri svívirðing, ef að hún væri ekki svo einkennilega heimskuleg. „Hvaða heimska", sagði hún. „Ég hefi að- eins séð þann mann . . . Hún hikaði, og Olland greip fram í fyrir henni. „Já, hvað oft hefurðu séð hann?“ Jessica hafði verið í þann veginn að segja, tvisvar, en þá mundi hún eftir innbrotsmann- inum. „Það gjörir ekkert til“, hélt hún áfram, „hvað oft að ég hefi séð hann. Það sem skiptir máli er, að ég á ekki von á að sjá hann nokk- urn tíma aftur, og ég kæri mig heldur ekkert um að sjá hann“. Á meðan á þessari ræðu hennar stóð, hafði hún staðið upp og gengið út um dyrnar á morgunstofunni og út í garðinn. Hungarrótið, sem bónorð Ollands hafði vakið hjá henni, hafði gert út af við alla matarlyst. Jessica hafði ekki gengið meira en hundrað faðma, þegar að hún mætti manninum, sem hún var rétt nýbúin að segja að hún kærði sig ekkert um að sjá, eða mæta framar. Henni þótti vænt um, sökum þess sem hún var ný- búin að staðhæfa, að fundi þeirra bar saman á bak við viðarrunna svo þau sáust ekki frá húsinu. * Hann tók ofan hattinn og bauð henni góðan dag. „Ég kom hingað í þeirri von, að ég mundi hitta þig“, sagði hann. „Ég hafði hungmynd um, að þú værir snemma á ferli, áður en húsbóndi þinn væri kominn á flakk, því ég þurfti að tala við þig einslega. Ég var heppinn að þurfa ekki að fara heim að húsinu“. Hann var enn í Harristweed fötunum, og Jessica tók eftir, að önnur ermin á treyjunni var rifin eins og það hefði verið rist í hana með hníf. „Þú hefir rifið treyjuermina þína“, sagði Jessica heldur stuttlega. Sútró leit á ermina kæruleysislega. „Já, kvistur líklega“. „Eða byssukúla“, sagði Jessica. Sútró leit alvarlega á hana. „Eða byssukúla“, endurtók hann. Jessica stansaði. „Það nægir mér til þess að láta þig vita, að ég kæri mig ekki um að kynnast þér. Þú segist hafa komið hingað til að tala við mig. „Ég mintist ekki á það sökum þess, að mér væri nein sérstök þægð í að tala við þig“. Ég á-ekkert vantalað við þig“. „Átti þægðin þá að vera mín?“ „Já, í vissum skilningi“ . „Ef það er svo, þá skaltu ekki vera að hafa Tyrir því“. „Hvað sem um það er, þá ætla ég nú að tala, og þú skalt hlýða á mig“. Hann hafði sleppt glettniskímni sinni og var orðinn mjög alvarlegur. „Þú heldur að ég sé óþokki. Ég er að berjast við óþokka og verð máske stundum að nota mér þeirra eigin aðferðir. Að því get ég ekki gjört, en það gjörir hvori til né frá. Það gjörir ekki mikinn mismun hvort að ég er óþokki eða ekki. En það sem ég ætla að segja við þig er afar þýðingarmikið, því að ég geng út frá því vísu, að þú viljir halda áfram að lifa, og það er þýðingarmikið fyrir mig, vegna þess, að ég vil ekki vera að nokkru leyti sekur um að þú verðir myrt“. Ef að Sútró hefði viljað vera alveg viss um, að ná athygli stúlkunnar gat hann ekki hugs- að upp betra ráð, en þetta ískalda orð, myrt. „Myrt!“ endurtók Jessica lágt. „Þér er ekki alvara með það“. Andlitssvipur Sútró var grimmdarlegur. Taugarnar sitt hvoru megin við munninn á honum stóðu út eins og snærislínur. Augun voru grá eins og frosthéla. „Þú veist um fimm dauðu mennina", sagði hann. „Þú vissir um að fimm menn — heiðar- legir og velvirtir menn, sem heima áttu víðs- vegar hér í landinu, voru myrtir hver eftir annan, ástæðulaust, að því er menn vissu, og á þann hátt að allt bendir til, að á bak við öll þau morð standi sami maðurinn. Lögreglan hef- ir þetta með höndum nú. Þú hefir lesið um æsingarnar, sem hafa verið gerðar út af þessu, í blöðunum. Áhugamál mitt er að leysa þá morðflækju“. „Þú — þú ert ekki lögreglumaður?" „Ég hefi áhuga á að leysa þetta leyndar- mál. Og mér hefir orðið nokkuð ágengt. Ég byrjaði með því, að rannsaka kringumstæðurn- ar skömmu eftir að fyrsta morðið var framið. Ég byrjaði auðvitað með því, að leita mér upp- lýsinga um mennina, sem myrtir voru og gjöra mér grein fyrir hvað sameiginlegt hefði verið með þeim, því sökum þess að sami maðurinn hafði staðið á bak við morð þeirra allra, sýnd- ist sennilegt, að þeir hefðu allir verið myrtir fyrir sömu ástæðuna. Ég vil ekki þreyta þig á aukaatriðum; en mér virtist, eins og lögregl- an sá áður, að ef ég gæti fundið eiginleika, sem hefði verið þessum mönnum, tveimur eða fleiru msameiginlegur, — eiginleika, sem gæti hafa verið einhverjum öðrum manni illur að- stöðu, þá fannst mér ég vera búinn að finna slóð morðingjans. Tveir þessara manna komu frá Lundúnum, einn frá Glasgow, einn frá Michigan í Bandaríkjunum. Þessir menn voru allir óáleitnir og virtust ekki vera í óvináttu við neinn. Þetta hefir þú alt lesið áður býst ég við. Ég tek það fram vegna þess, að ég vil að það sé ljóst fyrir þér, því þetta kemur þér sjálfri við“. „En hr. Silver, bíddu ..“ „Af tilviljun komst ég að dálitlu. í fyrstu virtist það ekki þýðingarmikið, aðeins tilvilj- un. Ég komst að því, að fjórum árum áður, þá höfðu tveir þessara manna verið saman í sum- arbýli. Ég spurði sjálfan mig undir eins að, hvort hinir hefðu gjört það sama, og varð þess vís, að þeir höfðu líka verið saman á sumarbýli, og það sem einkennilegast var; þeir höfðu allir verið saman og í einu í Harrogate. Þetta var þýðingarmikið atriði. Ég þóttist viss um, að eitthvað hefði komið fyrir á meðan að þeir voru í Harrogate, sem gjörði það nauðsynlegt fyrir einhvern, að ryðja þeim úr vegi. Eg fór til Harrogate og spurði Hydro forráðendurna að hvort þeir myndu nokkuð eftir þessum mönnum. Þeir mundu eftir þeim, þó þeir hefðu ekki verið þar til húsa, heldur einmitt þá, þeg- ar þeir voru þar, var sá eini þjófnaður fram- inn, sem komið hafði þar fyrir. Þú varst þar þá. Þú manst víst eftir þegar að gullstássinu og gimsteinunum hennar lafði Althbury var stolið“. „Það“, sagði Jessica, „var ekki þjófnaður, aðeins tilraun til þjófnaðar“. „Rétt er það. Þjófurinn náðist, gerði hann ekki? Lafði Athbury fékk gullstáss sitt aftur. En þjófurinn slapp, þegar þeir voru á leiðinni með hann á lögreglustöðina". Jessica sagði lágt: „Já, ég var þar“. • Hún var orðin spent fyrir þessu; ákaflega spent. „Þú varst þar“, endurtók Sútró. „Þessir fimm menn voru þar líka — mennirnir, sem dauðir eru. Þeir sáu þegar þjófurinn var tek- inn fastur. Þjófurinn var tekinn í garðinum fyrir utan Hydro, rétt við knattleikvöllinn. Þessir fimm menn höfðu verið að leika knatt- leik á vellinum“. Sútró þagnaði til þess að gefa því, sem hann ætlaði að segja, enn meiri áherzlu. „Ungfrú Hardy, það voru aðeins sjö per- sónur, sem sáu manninn tekinn fastan. Sex karlmenn og þú sjálf. Það var ekki hægt fyrir mig að tala við lögreglumanninn, sem tók þjóf- inn fastan. Hann sagði stöðu sinni lausri skömmu síðar og fór til Ástralíu. Hugur minn hvarflaði eðlilega til þín. Ég var hræddur. Ég er enn hræddur. Ég veit ekki, ungfrú Hardy, hvernig stóð á því að þessir fimm menn dóu. Ég er þó nokkurnveginn viss um, að það staf- aði frá því, að þeir sáu manninn tekinn fastan. En það sem nær til þeirra í þessu sambandi, nær einnig til þín. Ég hefi verið að veita þér sérstaka eftirtekt í margar vikur. Ég veit, að þér var veitt atvinnan, sem þú hefir, til þess að halda þér á sama stað. Sem sönnun þess, að ég sé að stíga nærri tánum á einhverjum, þá hefir mér tvisvar verið veitt banatilræði. Þú varst vitni að öðru þeirra. Ég held að þetta — hann benti á ermina á treyjunni sinni, sanni hið síðara. Satt að segja hefi ég illan grun á húsbónda þínum. Ég hefi sagt Sargent Barna- by frá þeim grun. Hann heldur ekki mikið upp á mig, og hann treystir mér ekki, en hann er ábyggilegur maður. Hann er líka að líta eftir þér. Ástæða mín fyrir því, að ég nú segi þér frá þessu er sú, að þú látir mig vita, ef eitthvað óvænt kemur fyrir. Ef til dæmis að þú værir að hugsa um að fara úr vistinni“. Jessica Hardy lét undrun sína í ljósi ákveð- ið. Hún hafði þegar komist að þeirri niður- stöðu, að það væri óhugsandi fyrir sig að halda áfram skrifarastöðu sinni hjá Olland. Sútró horfði á hana alvarlegur, og það virt- ist eins og að hann læsi hugrenningar hennar. „Þú ert að hugsa um að fara frá honum. Hvers vegna? Ég get ímyndað mér eina á- stæðu. Hann hefir boðið þér eiginorð, og þú hefir neitað honum“. „Hvernig getur þú vitað það?“ spurði Jes- sica steinhissa. „Þú hefir sannarlega ekki — þú varst ekki...“ Sútró hristi höfuðið. „Ég hefði átt að njósna um þig, jafnvel í þeim efnum“, viðurkendi hann. „En ég gerði það nú ekki. Ég hefi átt von á því undanfarið, að OÍland mundi mælast til eiginorðs við þig“. „Því þá? Hvers vegna?“ „Það er ekki hægt að neyða eiginkonu til að bera vitni á móti manni sínum“. „En, ég — ég veit ekkert saknæmt á móti hr. Olland1'. ,Er það svo? Það gæti komið fyrir að þú gerðir það. Ég veit mikið saknæmt á móti hon- um, eða, ég hefi sterkan grun um það. Mig grunar að húsbóndi þinn, Ralf Olland, sé í leyndinni, höfuðskáldsagna glæpamaður. Þú hefir máske heyrt um The King Receiver”. (Þjófafélagsforingi). Jessica sagðist ekki hafa heyrt neitt um slíkan mann. „Ég bjóst ekki við því“, sagði Sútró, „en lögreglan hefir gjört það, og sumir trúa því, að slíkur maður sé virkilega til á meðal okkar, en aðrir ekki. Hann er maðurinn, sem stendur fyrir sölu á stolnum munum, sem vanalegir þjófar eða þjófsnautar geta ekki ráðið við. Ef að hugmyndin sem þeir lögregluþjónar hafa gjört sér, er nokkurs virði, þá er sala og skipu- lagning á nálega öllum meiriháttar þjófnaði í höndum slíks manns.“ „Ég veit hvað þú munir segja; sem sé það, að Olland sé mikilsvirtur sérfræðingur og ná- lægt því að vera miljóneri, og spyrja mig að hvort að slíkur maður mundi leggja sig niður við að vera milligöngumaður í þjófa-athöfnum. Því get ég ekki svarað, ég get aðeins sagt þér, að ég er sannfærður um, að Ralf Olland er höfuð milligöngumaður þjófnaðarsamtakanna". „Það er þessvegna“, sagði Jessica, „að þú — þú “ „Það er þessvegna, að ég reyndi að selja honum hlut, sem að hann vissi, að var stolinn, og þegar að mér mistókst það, þá braust ég inn í Quantock-húsið, til að sjá munina í sýn- ingarsalnum. Þar komst ég að þeirri niður- stöðu, að meistari glæpamannanna er ekki eins glöggskygn, og söguhöfundarnir láta hann vera. Ef að Olland hefði látið mig í friði, hefði ég ekki verið neinu nær, eða, ef hann, eða út- sendarar hans, hefðu ekki strengt vírinn yfir veginn, þar sem að þeir vissu, að ég mundi fara á bifreiðarhjólinu mínu; eða, ef hann sjálf- ur hefði ekki opnað gluggann handa mér til að komast inn um og beðið eftir mér í salnum í sínu eigin húsi, með skammbyssu í hendinni, þá er ekki ólíklegt, að ég hefði komist að þeirri niðurstöðu að grunur minn væri rakalaus. Eins og sakir standa veit ég, að Olland drepur mig með köldu blóði, ef hann fær tækifæri til þess. Ég veit þetta fyrir víst og hann veit sjálf- ur, að ég veit það“. „Og“, sagði Jessica hálfóróleg, „það sama gildir um mig?“ „Ég veit ekki“, sagði Sútró álvarlega, „hvort það er tilfellið. Olland hefir haft ótal tækifæri til að myrða þig; og að því, er við vitum — nema ef að vírinn var strengdur yfir veginn til að granda þér, en ekki mér, þá hefir engin tilraun verið gerð til þess“. „I sannleika sagt, er það undrið mesta í sam- bandi við þetta leyndarmál, að þú skulir vera lifandi," sagði Sútró. „Heldurðu þá að það hafi verið Olland, sem drap mennina?“ spurði Jessica. „Ég veit“, svaraði Sútró, „að hann gjörði það ekki sjálfur. Ég er búinn að ganga úr skugga um það. En ég held að það hafi verið að hans undirlagi'*. „Hvers vegna?“ spurði Jessica. Sútró yppti öxlum. „Vissir þú, að Olland heldur mikið upp á myndasýninagr?“ spurði Sútró blátt áfram. Jessica svaraði að hún vissi það ekki. „Þú veist sjálfsagt“, hélt Sútró áfram, „að hann fer til Lundúna þrisvar í viku. Á ég að segja þér hvað hann gjörir þar? Hann fer á dálitla myndasýningu í austurendanum. Leik- húsið heitir „Cosmo“ og hann situr þar út alla sýninguna. Ég veit þetta, því að ég hefi elt hann þangað nokkrum sinnum. Það er annars flokks leikhús, og myndirnar miður góðar. Þú hefir máske aldrei heyrt leikhúsið nefnt“. Jessica sagðist aldrei hafa heyrt það nefnt. „Það er slæmt“, sagði Sútró. „Ég var hálf partinn að vonast eftir að þú hefðir heyrt minst á það. Þessi ákefð Ollands í myndasýn- inguna, er einn af þessum leyndardómum, sem ég verð að leysa, ef — ef ég lifi til þess“. 5. Kapítuli MEISTARI Á MEÐAL MANNA Paul Pavenski var úrsmiður og hafði við- gerðarverkstæði sitt á milli Bow Bridge og Stradford Market. Óvinir hans, og þeir voru margir, staðhæfðu að hann veitti stolnum mun- um móttöku. Hann bar á móti því með slíkum ákafa, að það er ekki óhugsandi að staðhæf- ingin hafi verið sönn. Hann sat í dálitlum glerskáp, með augna- gler skrúfað á annað augað, og var að pota í fíngerð sigurverk. Hann skildi allt í sambandi við klukkur og úr og hann þekti líka menn. Daginn eftir að Olland bað Jessicu, þá kom maður inn í verksmiðju Pavinski og sagðist vilja kaupa úr. Hann var hár og herðabreiður. Andlitið á honum var eins og lumma, en augunum er ó- mögulegt að lýsa, og hann talaði úr öðru munn- vikinu. Pavanski leit snöggt upp, lét augnaglerið falla af auganu og greip það með hendinni af list mikilli og starði á komumanninn. „Þú vilt kaupa úr, segir þú. Hvaða tegund af úri?“ „Silfurúr“. „Hvað viltu borga?“ „Þrjátíu krónur“. Pavinski kinkaði kolli. „Jæja“. Spurningarnar og svörin voru leynireglur, eða mál, sem báðir skildu. Pavinski gekk fram fyrir borðið í búð sinni og fram í dyrnar, stóð þar um stund og horfði upp og ofan eftir stígnum fyrir utan, svo gekk hann aftur inn fyrir búðarborðið. „Hvar er það?“ Stóri maðurinn fór með hendinni ofan í brjóstvasa sinn, dróg upp hálsmen og lagði á búðarborðið. Pavinski sópaði því með hendinni á grunn- an disk og lét hann á hyllu, sem var undir og inn í búðarborðinu svo að hann sást ekki þegar staðið var fyrir utan borðið. Hann kveikti ljós, sem var yfir hyllunni, svo að menið og og disfcurinn glitraði í ljósinu. í fimm mínútur horfði Pavinski á menið, en á meðan hélt komumaður vörð í .dyrunum. Svo rétti Pavinski sig upp og spurði: „Hvað mikið?“ Aðkomumaður svaraði út úr munnvikinu. „Tvö þúsund“. Pavinski fór að hlægja. Komdu aftur sagði hann. „Það er nú sem sona“, hélt hann áfram. „Þessi ís (nafnorð á þýfi í þjófasambandinu) verður að seljast aftur. Ég verð að fá minn hagnað, og hinir verða að fá sinn. Ég skal gefa þér sjö hundruð“. Stóri maðurinn rétti út hendina. „Fáðu mér ísinn“. Pavinski tók upp hálsmenið, vafði það inn- an í silkipappír og rétti komumanni það yfir búðarborðið. Stóri maðurinn tók við því, fletti bréfinu utan af því og sá að það var virkilega þar, vafði það aftur innan í bréfið og lét það í vasa sinn og sneri í burtu. Pavinski horfði á eftir honum hugsandi. Þegar maðurinn kom út í dyrnar sneri hann sér við og kom til baka. „Ég skal taka tólf hundruð og fimtíu". Pavinski brosti. „Þú tekur sjö hundruð". Aðkomumaður sagði, að fjandinn skyldi skyldi taka það í sinn stað, eða eitthvað í þá átt og fór út. Hann var ekki kominn langt frá verkstæði Pavinski þegar að hendi var lögð á öxlina á honura, og Sargent Barnaby var þar kominn og gekk áfram eftir stígnum með honum. „Fékkstu það sem þig vanhagaði um?“ spurði lögreglumaðurinn. Maðurinn vildi fá að vita um hvað Barnaby væri að tala. „Mér datt í hug, að þú hefðir máske verið að reyna að selja eitthvað", sagði Barnaby. „Hvað, ég? Ég hefi aldrei neitt til að selja. Það er það versta við ykkur Pólitíin“, hélt hann áfram, „ef að manni hefir einu sinni yfir- sést, þá haldið þið, að það sé úti um hann, og að hann geti aldrei komist í tölu heiðvirðra manna“. „Ég held að þú getir aldrei komist í tölu heiðvirðra manna“, sagði Barnaby góðlátlega. „Hvar varst þú á miðvikudagskveldið var?“ „Hvað varðar þig um það?“ „Mér datt það svona í hug, það er nú alt. Það var framinn þjófnaður á miðvikudags- kveldið var — gullmunum stolið í Halborn. Það var svo líkt þínum handtökum: Það voru margir borar brotnir í öryggisskápnum. Ég hefi alltaf haldið að borarnir þínir væru of harðir. Mér datt þú undir eins í hug, þegar ég sá hvernig umhorfs var. Það hefir enginn getað gjört þetta svona fallega og nett, annar en hann Kavanagh“, sagði ég. Maðurinn hristi höfuðið ákveðinn. \

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.