Lögberg - 01.06.1950, Page 7

Lögberg - 01.06.1950, Page 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 1. JÚNÍ, 1950 7 Buffalo Bill varð frægur fyr en hann vissi af MAÐUR ER nefndur Edward C. Z. Judson. Hann starfaði við blaðið „New York Weekly“ og skrifaði í það „blóðugar“ skáldsögur um sjóorustur, sjór- æningja, samsæri á skipum og fléttaði inn í það sögu um unga og elskulega stúlku, sem lenti í ótal ævintýrum og venjulegast var bjargað á síðustu stundu af brennandi skipi. Judson var þá best launaður af öllum blaða- mönnum í Vesturálfu, því að hann fékk 20.000 dollara á ári. Fólk var upphaflega óskaplega hrifið af þessum sögum hans, en samt fór nú svo, að það fór að þreytast á þeim vegna þess hvað þær voru líkar hver annari. Sov varð það einhvern tíma á árinu 1869 að ritstjórar blaðsins kölluðu hann á sinn fund og sög- ðu að þetta gæti ekki gengið lengur. — Hann yrði að finna eitthvert annað söguefni til þess að halda lesendum blaðsins vak- andi. Judson skrifaði allar sögur sín ar undir gerfinafninu Ned Bunt- line, og hann er kunnastur tmdir því nafni. Hann var afkastamað- ur með ólíkindum, og þegar þess er gætt, að þá þektist hvorki vél- ritun né hraðritun, er það undra vert hve miklu maðurinn gat rubbað upp. Honum blöskraði það ekki að skrifa heila skáld- sögu á einni viku. Eftir þessa ádrepu hjá rit- stjórn blaðsins fór hann að hugsa sig um. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að best væri fyrir sig að safna sér söguefni í „The Wild West“. Þaðan komu litlar fregnir nema af bardögum við Indíána og fólk vissi yfirleitt ekki hvað þar var að gerast. Snemma sumars 1869 lagði hann því land undir fót og hélt í vesturátt. Hann hafði heyrt get ið um Frank North majór, sem var þar með þrjár herdeildir Indíána og hvítra manna og átti 1 höggi við Sioux-Indíána. Bunt- hne hélt rakleiðis til McPherson vígisins í Nebraska. Þar hitti hann North majór og sagði hon- um frá því að hann væri hingað kominn til þess að gera hann að þjóðhetju, með því að skrifa um hann sögur í „New York Weekly“. North hræddist ekkert nema umtal, og bað hann því blessaðan að hætta við þetta. Hann sagði, að það ætti ekki við að skrifa slíkar sögur um herforingja. Hitt væri miklu nær, að hann skrifaði um einhvern af mönnum sínum. Nei, Buntline sagðist vera kom- inn til þess að skrifa um hann og engan annan. North tók það ekki í mál. Og út úr vandræðum sagði hann seinast: „Eg þekki mann, sem hægt er að skrifa mikið um. Hann er þarna fyrir handan og sefur þar undir vagni.“ Það er ekki kunnugt hvort North átti við neinn sérstakan mann, eða hvort hann þekti þennan mann, sem svaf þarna undir vagninum. En það var William Cody, einn af hinum hvítu njósnurum hans, 23 ára að aldri. Bentline fór rakleitt til hahs °g tók að spyrja hann spjörun- um úr. Cody varð hálf hvumsa yið og vissi ekki vel hvað hann átti að segja. Þó hafði Buntline það upp úr honum að hann hefði viðurnefni, væri altaf kallaður „Buffalo Bill“, vegna þess hvað hafði skotið marga vísunda árið áður. Buntline endurtók nafnið hvað eftir annað og sagði svo við sjálfan sig að þetta væri á- gsett nafn á söguhetju. „Þetta auðvitað maðurinn, sem ég að leita að,“ hugsaði hann. er er Svo spurði hann Cody enn nokk- Urra spurninga, fékk að vita ^eili á honum, og daginn eftir íékk hann að fara með Cody í njósanarför. Meiri upplýsingar eða efnivið taldi hann sig ekki Purfa, og svo flýtti hann sér til New York aftur. Og svo skrifaði hann nýa skáldsögu. Það var hin fræga saga um asvintýrahetjuna Buffalo Bill - „konung landamæravarðanna“. Blaðið kallaði hana stórkostleg- ustu sögu vorra tíma. Hún kom fyrst sem framhaldssaga í “New York Weekly“ og seinna sér- prentuð í bók. Hún hefur verið endurprentuð hvað eftir annað, og enn í dag sækist fólk eftir því að kaupa hana og lesa. Hin ungi piltur í McPherson vígi varð frægur um öll Banda- ríkin svo að segja á einum degi. Allir heldur að saga Buntline væri sönn. En það var ekki flugu fótur fyrir henni. í sögunni er sagt frá því að Buffalo Bill bjargar mörgum stúlkum úr klóm Indíána, og seinast bjargar hann hinni fögru Louisa la Valiere úr höndum drukkinna hermanna. Faðir hennar er auðkýfingur og hann er Bill mjög þakklátur fyrir björgun dóttur sinnar. En Bill segir honum að þau megi aldrei sjást aftur. „Ef ég hitti hana aft- ur þá fer ég að elska hana, en það væri brjálæði af mér að hug- sa svo hátt,“ segir hann við föð- urinn. Svo heldur sagan áfram og seg ir frá stigamensku í Missouri og þar er Bill enn hetjan og vinnuí hvert dirfskuverkið á fætur öðru. Seinast segir frá borgar- styrjöldinni og þar er Bill orðinn sá, sem leiðir her Norðanmanna fram til sigurs. í lokorustunni særist hann. Þá kemur hinn auð- ugi faðir Louise og lætur flytja hann í sjúkrahús, sem hann á sjálfur. Og svo eru þau Bill og Louise gefin saman í hjónaband. Þetta er aðalefni sögunnar. Hið eina, sem satt er í þessu er það, að Bill var í hernum. Að loknum ófriðinum við Indíána fór hann til Kansasborgar og kvæntist æskuvinkonu sinni Louise Frederici. Sagan um Buffalo Bill náði slíkum vinsældum, að Buntline héR áfram að skrifa sögur um hann, alt saman hugmyndaflug og skáldskap, en fólk trúði því statt og stöðugt að hvert orð væri satt í sögum þessum. Svo fékk Buntline hann til þess að koma til New York og þar var hann hyltur og dásamað ur sem þjóðhetja. Fregnirnar um þetta bárust til Nebraska og þá var Buffalo Bill kosinn þingmað- ur þar, þótt hann hefði ekki boð- ið sig fram. En hann varð eng- inn atkvæða þingmaður. Um þessar mundir varð mikil breyting á Buffalo Bill. Hann las allar sögurnar um sig og hann trúði því að þetta hefði alt gerst og stóðst ekki reiðari en ef en- hver dró það í efa. En hann var enginn kjáni. Hann sá að hann gat fært sér þetta í nyt og grætt fé á því. Og þegar Buntline spurði hann hvort hann vildi ekki leika aðalhlutverkið í leik- riti um sig, þá tók hann því með þökkum. Buntline settist þá nið- ur og skrifaði leikrit á nokkrum klukkustundum. — Það hét „Scouts of the Prairie“ og var ekki merkilegt, en svo var dá- lætið mikið á Bill og aðdáunin, að leikur þessi var sýndur lengi. Og þessu heldu þeir Buntline og Bill áfram í þrjú ár. Svo gekk Bill í félag við Jack Omohundru (sem einnig hafði verið spæari) og John Burke. Hann átti að stjórna öllu og hann ákvað það fljótlega að auka hróður Bills á leiksviðinu og gera hann líkan Daniel Boone, Fremont og Carson í aug um þjóðarinnar -- það er að seg- ja frumherja og útvörð menning arinnar. Þetta hamraði Burke sí og æ í eyru Bills, sv oað það varð viðkvæði hans á elliárum: „í æsku minni barðist ég gegn villu mensku og fyrir menninguna.“ Prentis Ingraham, annar skáld sagnahöfundur, sem Bill tók í kom upp kvittur um það að allar frægðarsögurnar af hpnum væri uppspuni einn. Það voru nokkur blöð, sem var illa við „New York Weekly“, sem komu þessu á loft. Þau sögðu að Buffalo Bill hefði aldrei verði til og hefði því aldrei átt í höggi við Indíána. Þetta væri alt saman skáldskap- ur og ímyndun. Út af þessu mun það hafa ver- ið að Bill fór sem sjálfboðaliði í stríðið gegn Sioux og Cheyenne Indíánum. I orustunni hjá Indian Creek skoraði hann svo höfðingja Cheyenne Indíána til einvígis við sig. Annað eins hef- ur aldrei þekst í sögu stríðsins við Indíána. Margir fréttaritarar voru viðstaddir hólmgönguna. Þar varð harður aðgangur, en Bill sigraði og rauði höfðinginn hneig dauður að velli. Eftir það þýddi ekki að koma með neinar illkvitnislegar fullyrðingar um það, að sögurnar af Buffalo Bill væri ekki sannar. Sex árum seinna — þá var Bill 36 ára og efnaður maður, hafði meðal annars keypt búgarð í Nebraska -- þá var það að borg- ararnir í North Platte efndu til þjóðhátíðar hinn 4. júlí. Og þeir báðu Buffalo Bill að standa fyr- ir þessum hátíðahöldum. Meðal annara skemtana, sem fóru fram var það að kúrekar sýndu hvern- ig þeir fóru að því að veiða naut á hestbaki með slöngu, hvernig þeir skutu til marks á harða spretti og hvernig þeir léku ýms- ar listir á hestbaki. Þetta þótti hin ágætasta skemtun og þetta var upphafið að því að Buffalo Bill stofnaði til „Wild West“ sýn- inganna, sem hann varð víðfræg- ur fyrir. —Lebók, Mbl. Á FRSVAKTINNI Sígarettuneyzla margfaldazt Fréttabréf um heilbrigðismál ræðir um áhrif tóbaksreyking- anna. SÍGARETTUNEYZLA HEFUR gert betur en hundraðfaldast hér á landi síðast liðin 40 ár, að því er sagt er frá í Fréttarbréfi um heilbrigismál, sem Krabba- meinsfélagið gefur út. Segir þar, að óhætt sé að telja, að síðan 1946 hafi sígarettuneyzla íslend- inga numið einu kílói á mann á ári eða meiru. í fréttabréfinu segir enn fremur frá því, að hug- sanlegt sé talið, að lungnakrabbi stafi af reykingum. Ef þetta er rétt, þyrftu menn að reykja að minnsta kosti pakka á dag í 20— 25 ár, til þess að fá krabbamein í lungun. Þar eð sígarettureyk- ingar jukust fyrst svo mikið 1940, að telja má hættu úr þess- ari átt, segir fréttabréfið enn fremur, mætti búast við að lungnakrabbans færi að gæta hér verulega 1960—65. Samkvæmt skýrslum hag- stofunnar hefur innflutningur á sígarettum til íslands verið sem hér segir: 1910 1285 kg. 1915 5 591 kg. 1920 11259 kg. 1925 24168 kg. 1930 47 126 kg. 1935 39 451 kg. 1940 53 696 kg. 1945 111 903 kg. 1946 ... 166 983 kg. 1947 157 000 kg. 1948 ... 158 000 kg. í fréttabréfi Krabbameinsfé- lagsins segir meðal annars um tóbaksreykingar: „1 tóbaki er 2—5% nikotín, sem er mjög sterkt eitur. Það verkar aðallega á æðakerfið og má sjá áhrifin af einni sígaretu með því að skoða háræðar fingurgómsins í smásjá. Þeim, sem reykja mikið ofan í sig hættir frekar en öðrum við að fá tóbakseitrun, sem getur gert vart við sig með ýmsu móti, en einkum með óþæginlegum hjartslætti og verk fyrir hjarta. Tóbakseitrið getur valdið sam- dráttum í æðum, svo að æðavegg irnir líða af næringareysi og eng inn vafi er á því, að þeim, sem reykja mikið, hættir öðrum frek ar við að fá æðakölkun, einkum í hjartað, en einnig í aðrar æð- ar, t.d. á útlimum og í heila. Nýlega kom til mín maður, sem kvartaði undan því, að hann gæti ekki gengið nema svo lítinn spotta, um 50 metra, án þess að fá sáran verk í annan fótinn. Þessi verkur legðist í allan fót- inn upp eftir legg og læri og yrði fljótt svo svæsinn, að ekki væri nokkur leið til að halda áfram, svo að hann sagðist verða að nema staðar og hvíla sig og nú gæti hann ekkert komist nema í bíl. Eg spurði hann, hve mikið hann reykti af sígarettum. „Fjóra pakka á dag“, sagði hann. Eg sagði honum, að ef hann hætti ekki strax að reykja, yrði hann að gera ráð fyrir að áður en langt um liði yrði að taka af honum fótinn og sýndi honum myndir af sjúkdómi sínum, þar sem hann gat séð svart á hvítu, hvernig æðar hans voru smám saman að lokast og hvernig sjúk dómurinn leiðir til þess að drep kemur í fótinn þegar æðarnar lokast. Ekki efaðist sjúklingur- inn um að það væri rétt sem ég sagði honum, að sjúkleiki hans stafaði af tóbakinu. En hann gat samt ekki hætt að reykja. Eg hélt spurnum fyrir um hann í gegnum sameinginlega kunning- ja okkar. Loks frétti ég að hann væri hættur að reykja, en þá voru liðnir tveir mánuðir síðan hann kom til mín. Hann lagaðist fljótlega, gat gengið miklu leng- ra en áður án þess að fá verkinn, hresstist og fann minna til fyrir hjartanu. En eftir mánuð frétti ég að hann væri eftur farinn að reykja. Svo sterk getur þessi ástríða verið, að skynsamur maður geng ur heldur að því með opnum aug um að eiga á hættu að missa ann- an fótinn og jafnvel báða, heldur en að hætta að reykja“. —Alþbl. 18. apríl Síldveiðimenn og Ijóðagerð Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslendingar hafa bæði fyrr og síðar stytt sér marg ar stundir við að setja saman vísur og kvæði. Eru sjómenn eng in undantekning í því efni. Þessi skemmtilegi og þjóðlegi siður er hvergi nærri niður fallin. Fyrir nokkru fékk ritstjóri Víkings að sjá kveðskap, sem varð til á einu síldveiðiskipinu fyrir Norður- landi sumarið 1948. Þrátt fyrir síldarleysi og önnur smávægi- legri óhöpp, héldu hagyrðingar skipsins uppi gleðskap og gaman málum og skemmtu áhöfninni með íþrótt sinni. Má telja líklegt, að ýmsir lesendur Víkings hafi gaman af kveðskap þessum, því létt er yfir kvæðunum og mörg þeirra haglega gerð. Hefur Vík- ingur því fengið leyfi til að birta dálítið sýnishorn þeirra, ásamt stuttum skýringum eins höfund- arins. — Hafa ekki fleiri sjó- menn eitthvað af græskulausum gamankveðskap í fórum sínum, er þeir vildu senda Víkingnum til birtingar?— Ritstj. . . . ☆ Sildarsálmur. Við leituðum síldar inn á Húnaflóa og fórum eftir síldar- fréttum frá flugvélinni. Stökk- síld óð um allan sjó. Vorum við þá einna lengst í bátum, en köst- uðum aldrei. Sumir köstuðu og fengu litla síld. Flotinn hélt svo út Flóa og vorum við einskipa eftir úti, undir morguninn í á- gætu veðri, er ég kom upp í bassaskýli og sá ég þá enga síld. Eg var að söngla „lagið“ er ég kom upp og var Síldarsálmur- inn búinn er ég kom niður. þjónustu sína, studdi líka mjög að sjálfsáliti hans. Hann tók við þar sem Buntline hætti og skrif- aði um 26 ára skeið rúmlega 200 bækur, sögur og greinar um Buffalo Bill. Þremur árum eftir að Burke varð ráðsmaður Bills — það var 1876 og þá var Bill þrítugur — þá ATTRACTION AT LONDON ZOO IS TELEVIZED “Brumas”, the polar bear cub who is the star attraction at the London Zoo, was even more in the public limelight recently when the British Broadcasting Corporation’s Tele- vision Unit presented her on the television screens of millions of British television viewers. For more than twenty minutes before making her debut “Brumas” and her mother “Ivy” were lured into position before the television cameras by raw horse-meat, thrown to them by assistant bear-keeper Sam Smith. During the allotted five minutes on the screen “Brumas” gave an interesting performance as a hungry cub with a newly acquired taste for raw meat. This picture shows “Brumas” with her mother before the television cameras at the London Zoo. Síldin í sjónum lifir sannlega að því gá. Hún rœður honum yfir hendist þar til og frá. Vill hún því vaða lítið, veit hvað hún ætlar sér. Það er svo skolli skrítið, skemmtir þó ekki mér. Síldina drauma dreymir, drauma um átu og sól. Minningar margar geymir: Mannanna vélatól sökk oft í sjóinn niður, síldin veiddist þar í, enginn var flóafriður fyrir morðvopni því. Síldin hélt seytán fundi, samþykkti að vaða ei neitt, en sprikla með sporði á sundi og spenna hann lítið eitt svo að mennirnir mættu mœnandi hana sjá, horfna úr allri hœttu, hoppandi til og frá. Helzt inn á Húnaflóa, hafði hún þetta lag. Síldina sáum nóga sullast þar margan dag. Stökk þar sem strákalingur steðjandi um allan sjó, eins og geislandi glingur, gaf engum manni ró. Fóru flestir í báta — flugvélin vitni bar —. Enginn þarf af að státa öllu, sem veiddist þar. Hættu á hana að kasta, hún gerði að þeim spott, nótina negldu fasta, nú var haldið á brott. Hentust út Húnaflóa, hröðuðu sinni för, á annan sjó átti að róa, ansi var síldin vör. Enga bröndu á bárum bassarnir gátu séð, horfandi gráum hárum og hásetarnir með. —Valdimar össurarson Svíður mér þetta sildarleysi sem oss bakar hið mesta tjón. Anda míns dreg ég út af hreysi orðafátæka hjálparbón, fyrir almáttka Æsi þá, okkar velferð sem ráðið fá. Þið, sem að ráðið öllu yfir allt sjáandi um jörð og mar, örlangasmiðir alls, sem lifir aldur skapandi veraldar. Dvelji nú augu ykkar við íslands gjörsnauðu fiskimið. Sjáið nú hvernig flotinn fríði flæmist um hafið til og frá Auðnuleysisins eymd og kvíði okkur þunglega sækir á. Þið getið ekki þolað slíkt, Það er alls ekki guðum líkt. Þig kveð ég fyrstan, Þór hinn sterki, þínu ásmegni treystum vér. Alls staðar sem þú ert að verki undan má láta hvað sem er. Aflasæll forðum þóttir þú, þér gef ég mína von og trú. Girtu oss megin gjörðum þínum, geðsmuni vora hresstu við. Láttu nú —eftir orðum mínum— auðgast vor gömlu fiskimið. Ef þú virðir ei málstað minn, mjög skal ég efa guðdóm þinn. I Óðinn, sem stýrir Ása-þjóðum, orð þitt er dýrast skáldamál. Þess vegna kveð ég þig í Ijóðum, þinni lyfti ég heillaskál. Láttu af móði mœlt þitt orð mannskapnum duga hér um borð. Ef þú gefur oss góðan afla —göfugi Ás—, sem biðjum vér, skal yfir háa hrannarskafla hljóma söngur til dýrðar þér. Er beljandi fellur brotsjórinn, bergmála skal hann lofstír þinn. Síldarseiður 0 Nú voru góð ráð dýr. Við vor- um á spani austur og vestur, út og suður, frá Vopnafirði til Húnaflóa, þaðan og til Kolbeins- eyjar, en komumst þangað ekki fyrir þoku. öðrum vélamanni blöskraði ekki sízt og kvað ráð að heita á heiðin goð, enda kunn ur goðafræði og fornsögum. En ef þú vilt ei við oss rækja vináttu þá, sem boðin er. Einherjar skulu á þig hrækja eilíf svívirðing fylgja þér. Einnig skulu þér napurt níð náhrafnar gala alla tíð. Matthías Björnsson ☆ Formannavísur 1. Svanurinn gekk báta bezt, enda ekki sparað að hendast um sjóinn. 2. Formaður á Svan var að tala í talstöðina við formanninn á Illuga í rosa-veðri. 3. Nefnda þrjá formenn þekkti ég persónulega. V.ö. ☆ Andrés Svani siglir vel, sá er vanur flestu er á þani um ýsuhvél oft á spani mestu. Ilugi sóma sigli byr, síldar Ijómi vellir, Guðjón rómi rekkarnir. Rán þann dóminn fellir. Helgi teitur höfnum frá hranna beitir skafla, Blakknes heitir bátur þá ber oft reitur afla. —Valdimar össurarson ☆ AFMÆLISVÍSA HÁSETANS Golan raular Ijúflingslag, leikur á hafi bára. Mér er sagt ég sé í dag sex — og tuttugu — ára. Engilbert Þórarinsson ☆ I BÁTUM Á HÚNAFLÓA Síld úr bátum sjáum vér, sveifina bind ég fasta. Þegar bensín þrotið er, þá er mál að kasta. Engilbert Þórarinsson ☆ Þú skalt pumpa á þinni vakt, það er öllum fyirlagt. Engilbert svo skipar skjótt, skelegglega um dimma nótt. Valdimar össurarason ☆ Buddha lifði eðlilegu lífi með konu sinni og fjölskyldu þangað til hann var þrjátíu ár, þá yfir- gaf hann heimilið í leit að ham- ingjunni.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.